Heimskringla - 11.11.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 11.11.1915, Blaðsíða 6
BLS. 6 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 11. NÓVEMBER, 1915 — Hver var hún?— Helen brosti glaðlega. Hugspnin um, að kærasti hennar var í nánd, og ætlaði að frelsa hana, var svo huggandi. ‘Við verðuin að hafa kaðal til að síga niður eftir; en við höfum engan, seni er nógu langur eða nógu sterkur’, sagði Helen. ‘Ronald kemur eflaust með kaðal', sagði Letty. ‘Já, auðvitað; en hvernig getum við náð í hann? ó, nú veit eg það! I einu koffortinu mínu er mjótt, rautt band. Við skulum renna því niður með bréfi á neðri enda. Ronald segir okkur þá, hvað við eigum að gjöra. Findu bandið’. ‘Það er ekki nógu langt, ungfrú’, sagði Letty; ‘en hér eru silkibönd, setn geta hjálpað’. ‘Þér getið rifið rekkjuvoðir i lengjur, svo það verði nógu langt, Letty’, sagði Helen. Þetta var gjört og þær fengu band, sem var meira en 300 fet á lengd. Það næsta, sem þær gjörðu, var að hlaða fyrir dyrnar, svo ekki yrði lokið upp. Svo hengdu þær þykka dúka fyrir gluggana, sem sneru að garðinum og skógnum. Svo lét Letty föt Helenar í ferðapoka hennar; en Helen fór í svartan silkikjól og lét á sig hatt og blæju. ‘Eg verð að vera tilbúin, þegar báturinn kemur’, sagði hún, ‘og þannig klædd, að enginn veiti mér eftir- tckt, þar sem við lendum. Slöktu ljósin, Letty. Við verðum nú að gæta vel að’. Þær gcngu sín að hvorum glugga og horfðu út. En yfir sjónum og ströndinni hvíldi þoka. Augnabliki síðar hvislaði Ilelen: ‘Letty, er ekki segl þarna úti i sundinu?’ ‘Jú, ungfrú Helen’, svaraði hún hvíslandi; ‘en það er sami báturinn og legið hefir þarna í 2 eða 3 daga, sem jarlinn og barúninn fóru út í i gær. Skemtibátur, sem jarlinn hefir keypt’. ‘Ertu viss um, að seglið, sem þú sérð, sé á skipi jarlsins?’ spurði Helen. ‘Þetta skip stefnir að landi. Það er ekki skip jarlsins. Klukkan er nú bráðum 1, — það er Ronald!’ Skipið leið áfram i myrkrinu, unz það kom að klettinum; þær sáu ljósi bregða fyrir, eins og kveikt hefði verið á eldspítu. Helen hafði skrifað nokkur orð á pappírsblað, sem hún rendi niður með bandinu; hún hafði líka bund- ið pappirshníf i endann, til þess að flýta niðurferð bandsins. Aftur brá fyrir ljósi á skipinu og einhver kipti i bandið. ‘Það er merkið til að hala upp’, sagði Helen. — ‘Komdu hingað, Letty’. Enginn miði var festur í endann á mjóa bandinu, að eins digur kaðall. Þegar þær dróu hann að sér, var eitthvað svo þungt neðan í honum, að þær áttu fult i fangi með að draga hann að sér. Þessi þungi hlutur var sterkur kaðalstigi, og á enda hans sterkir járn- krókar til að festa í gluggakistuna. Með aðstoS iætty tókst Helenu að festa krókana áreiðanlega vel, og svo sagði hún: ‘Nú eigum við líkiega að klifra ofan; eg fer fyrst’. ‘Nei, nei, ungfrú Helen; látið þér mig fara fyrst’, bað stúlkan. ‘Nei, góða Letty min, það dugar ekki’, sagði Hel- en. ‘Eg verð að fara fyrst; sé nokkur hætta á ferðum, þiá verð eg að mæta henni’. En nú tóku þær eftir því, að kaðalstiginn tognaði og litu báðar út; Þær sáu þá mann koma upp stigann með hraðri ferð. ‘Það er Ronald’, sagði Helen; ‘hann kemur til að sækja mig!’ Og Ronald kom, hattlaus og skólaus, í enskum búningi, og gægðist inn um gluggann. ‘Helen!’ hvíslaði hann. ‘Eg er hérna, Ronald!’ svaraði hún og kom til hans. ‘Komdu, Helen; eg skal hjálpa þér ofan’, sagði hann. ‘Letty er hér líka, Ronald’. ‘Eg skal senda sjómann eftir henni. Komdu, elskan mín. Lokaðu augunum, ef þig sundlar. Treystu mér. Komdu nú’. Hún klifraðist út um gluggann og hélt sér fast i kaðalstigann. Svo lagði Ronald handlegg sinn utan um hana, og höfuð hennar hvildi við brjóst hans; svo byrjuðu þau á því að fara ofan. Helenu fanst tíminn langur, þangað til þau stóðu á klettbrúninni, og þó var það að eins þriðjungur af leiðinni ofan. Ronald gekk með Helenu út á brúnina og slepti henni. Þar stóð sjómaður með vínflösku og bauð þeim hressingu; en þau afþökkuðu. ‘Það er stúlka uppi i turninum, Tom’, sagði Ron- ald. ‘Hún bíður þar, þangað til þú kemur og sækir hana. Er alt i reglu niðri?’ ‘Alt er í reglu. lávarður’. ‘Og engin hreyfing sjáanleg á skipi jarlsins?’ ‘Alls engin, lávarður’. Sjómaðurinn fór nú að klifrast upp stigann, sem Ronald kom ofan. Svo hvíslaði Ronald: ‘Komdu nú, Helen. Það er skip niðri, sem bíður okkar. Hér er annar stigi. Haltu þér fast við mig’. ‘Þau gengu niður þenna stiga 100 fet; þar var skúti í klettinn, sem þau hvíldu sig í. Rétt fyrir neð- an var þriðji stiginn, sem þau gengu líka ofan, og Ronald hoppaði að síðustu niður á þilfarið með Hel- enu í fanginu. Ferð þessi var afar erfið, svo Ronald fleygði sér niður á þilfarið, alveg magnþrota, og dró Helenu til sín. Sjómennirnir hringuðu sig utan um þau, og buðu þeim hressandi drykki, sem þau þáðu með ánægju. ‘Eg vona að Letty komi ofan heilu og höldnu’, sagði Helen. Hún var varla búin arð tala þessi orð, þegar eld- fluga þaut upp fr*á skipv jarlsins, og við Ijós hennar sáu þau sjómanninn með Letty á bakinu koma ofan stigann. ‘Uppgötvuð’, hrópaði Ronald og stökk á fætur. Strax á eftir var skotið tveim fallbyssuskotum á þilfarinu á skipi jarlsins, og bátur með duglegum róðr- armönnum fór frá skipinu og stefndi á land; en til lands var nokkuð langt. ‘Við erum eyðilögð ’ sagði Helen; ‘áður en Letty er komin hafa óvinirnir náð okkur’. 29. KAPÍTULI. Jarlinn hœttulega núlief/ur. Á skipi Roralds horfðu menn þegjandi á ofanför sjómannsins og 1. :tty, eftir bröttu kletthliðinni. Aftur var c’öflugu skotið upp á skipi jarlsins, og við Ijós hennai sáu menn að verið var að draga upp segl. Alt i einu geislaði ljós i glugga Helenar i turnin- um, og tveir menn sáust standa við gluggann; fallbyssu- skotið hlaut að hafa vakið þá, því báturinn gat enn ekki verið kominn að landi. ‘Faðir minn og jarlinn!’ hrópaði Helen. ‘Þeir koma ofan lika. Nei, þeir þora það ekki. Þeir fara frá glugganum. Þeir ganga í gegnum skóginn að rót- um klettsins og fara svo með bátnum út í skipið. Þeir verða ennþá færir um að ná okkur, Ronaid!’ ‘Þeir skulu aldrei ná þér frá mér, elskan mín. — Treystu mér’. Sjómaðurinn og Letty komu nú með hraðri ferð ofan stigann, þó þeim, sem biðu, findist þeim miða hægt áfram. ‘Það er stígur niður að sjónum við rætur klettsins frá höllinni’, sagði Helen. ‘Faðir minn og jarlinn eru nú eflaust hálfnaðir með þá leið’. Fáum mínútum síðar komu þau sjómaðurinn og Letty ofan á þilfarið, og á sama augnabliki fór skipið af stað. , Að fáum augnablikum liðnum var skipið komið út í sundið, þar sem vindurinn fylti seglin og skipið þaut áfram sem fugl flýgi. Skip Ronalds fór allnærri hinu, skipinu; en á hvorug'u skipinu var talað orð. Þegar Ronald og menn hans litu til lands, sáu þeir bátinn halda i áttina til skips jarlsins, og þeir heyrðu rónr jarlsins, er hann skipaði róðrarmönnum að herða sig. ‘Þeir fara nú bráðum að elta okkur’, sagði Ronald, ‘en við erum tíu mínútur á undan þeim, svo við erum óhultir’. , Letty skreið nú til Helenar, sem fullvissaði sig um, að þerna hennar var ómeidd. ‘En það blæðir úr höndum sjómannsins’, sagði Letty. ‘Þið verðið að gefa honum hressingu, hann er svo máttfarinn’. ‘Hann, sem er sjómaður og vanur að klifra. Þá held eg að þínar hendur séu skemdar, Ronald! Lofaðu mér að sjá þær, góði’, sagði Helen. Hún greip hendur hans og sá þegar að alt skinn var slitið af lófunum. Ronald roðnaði af feimni og kipti höndunum að sér. , ‘Það er mín vegna, að þær hafa skemst’, sagði Hel- en sorgbitin. ‘Eg er fús til að deyja fyrir þig, Helen’, sagði Ron- ald hlýlega, og eg teldi það gæfu, að deyja þannig’. Helen leit nú við og sá að báturinn var kominn að skipi jarlsins, og jarlinn og barúninn voru að fara upp á þilfarið. Skipstjóri Ronalds kom nú til þeirra og sagði: ‘Það kemur naumast fyrir, að skip jarlsins nái ‘Fálkanum’; þér ge’tið því rólegur farið ofan í káet- una með ungfrúna, og neytt matar, sem þar er á borð borinn’. , Ronald fór ofan ásamt Helenu og Letty. Helen sá nú, að hún var á enskri skemtiskútu; en sökum geðshræringar hafði hún ekki tekið eftir þvi fyrri. Borðsalurinn var stór og fallegur, og út frá honum smá svefnherbergi. Á borðinu var ágætur matur, og hár frammistöðu- inaður beið þeirra til að hjálpa þeim. Meðan H^len var að líta í kringum sig, kom rosk- in kona, dökk-klædd, út úr einum svefnklefanum. ‘Ungfrú Clair’, sagði Ronald; ‘þetta er frú Bliss, ensk prestsekkja, sem ætlar að vera þér til skemtunar meðan þú ert í minni umsjá’. Frú Bliss hneigði sig kurteislega; en Helen rétti henni hendina svo alúðlega, að frúin fékk strax góð- an þokka á henni. ‘Viljið þér líta á svefnherbergi yðar áður en þér borðið, ungfrú Clair?’ spurði frú Bliss. ‘Þér getið skoðað það meðan frammistöðumaðurinn bindur um hinar særðu hendur lávarðarins’. Helen fylgdi nú frú Bliss inn i tilvonandi svefn- herbergi sitt, sem var býsna stórt og útbúið með alls konar þægindum. Við hliðina á þvi var minna svefnherbergi, sem Letty settist að í, mjög ánægð. ‘Mér finst þetta alt að eins draumur, Ronald’, sagði Helen, þegar þau voru sezt að borðinu. ‘Eg hefi hundrað spurningar að spyrja þig um, Ronald, en veit ekki, hvar eg á að byrja. Hvaða skip er þetta?’ ‘Það er ‘Fálkinn’, eitt af skemtiskipafélags skip- unum konunglegu’, svaraði Ronald. ‘Hver á það?’ (. ‘Lávarður Canby, sem er góður vinur minn’, svaraði Ronald. ‘Hann var svo vingjarnlegur, að lána mér skútuna, til þess að eg gæti frelsað þig frá óvin- um þínum’. ‘Hvar fanstu Canby? Hvernig komstu að þvi að eg var fangi? Hvernig vissirðu í raun réttri, að eg var á Frakklandi?’ spurði Helen. ‘Eg veit núna, að þú fékst ekki bréfin mín’. ‘Eg hefi ekkert bréf fengið frá þér síðan þú fórst frá Charlewick-le-Grand’, sagði Ilonald. ‘Eg frétti að þú værir í París, og fór þangað að leita þín. Af visS- um ástæðum grunaði mig, að John, þjónn minn, væri i þjónustu jarlsins; svo eg sendi hann aftur til Eng- lands sama daginn og við komum til Frakklands. — Rétt á eftir að John var farinn, mætti eg Canby lá- varði i hótel Galignani. Canby er góður og gainall vinur minn. Við vorum saman á háskólanum. Eg sagði honum, hvað fyrir mig hefði komið, og gramd- ist honum það. Af tilviljun fékk hann að vita, hvar þú værir, og sagði mér það’. ‘Hvernig gat hann vitað, hvar eg var? spurði Hel- en undrandi. , ‘Greifinn af St. Pierre hafði fundið Canby lávacð daginn áður en eg kom til Parísar. Þeir eru kunnug- ir, og bauð greifinn Canby lávarði að heimsækja sig í höll sinni um veiðitímann, og sagði, að þar yrðu margir mikilhæfir menn; meðal þeirra væru jarlinn frá Charlewick og barún Clair, sem nú hefðu aðsetur sitt i höllinni. Eg var þá nógu skynsamur til að gizka á að þú værir þar, og lávarður Canby var sömu skoð- unar; og hann bauðst til að hjálpa mér það sem hann gæti. Hann símritaði skipstjóraáum á skemtiskútu sinni, og bað hann að fara til lítils bæjar við strönd- ina, 20 mílur frá St. Pierre, og veita mer þá hjálp, sem hann gæti. Jafnframt skrifaði hann skipstjóranum bréf, og sagði að hann og hásetarnir yrðu að hlýða fyrirskipunum mínum’. ‘En þú vissir þó ekki fyrir víst, að eg var í höll greifans, fyrri en í kveld?’ , ‘Nei, eg var ekki alveg viss fyrri en eg sá andlit þitt uppi í turnglugganum. Unga Tyrólann fann eg í Paris; þar fékk eg mér dulbúninginn og fór svo, á- samt honum, til að finna skipstjórann á skemtiskút- unni. Samkvæmt ósk lafði Canbys fór frú Bliss með mér til að annast um þig. Eg fór ineð hana út i skip- ið og átti langar samræður við skipstjórann. Svo fór eg á land, ásamt Týrólanum, og gengum til hallarinnar’. Þau þögðu nú á meðan þau voru að borða. ‘Það er kyrlátt á þilfarinu’, sagði Helen. ‘Mér þætti gainan að vita, hvort skip jarlsins er að elta okkur ennþá’. ‘Við skulum fara upp á þitfar og líta eftir’, sagði Ronald. ‘Letty, komdu með sjal handa ungfrú Clair’. En Letty hafði ekkert sjal. Frú Bliss kom með indverskt kasimir-sjal, og lagði þaö utan um ungu stúlk- una og sagði: “Lafði Canby bað mig að skila kveðju til yðar, ungfrú Clair, og hún sendi > ður fullkominn klæðnað, þar eð hún bjóst við að jiér gætuð ekki tekið klæðnað yðar með yður’. Helen þakkaði, tók uin handlegg Ronalds og gekk upp á þilfarið. Hvergi sá Helen skipið. ‘Við erum laus viö skip jarlsins’. Skipstjóri var í nánd, benti á hvítan blett í fjar- lægð og sagði: ‘Þarna er skútan þeirra, ungfrú Clair. Hún siglir betur en eg bjóst við; en að liðnum tveimur stundum erum við úr augsýn hennar’. , ‘Á jarlinn skipið, Ronald?’ ‘Nei, hann hefir leigt það til þess að gæta fangans í turninum og til þess að skemta sér á því með köflum’. Helen fór nú að hugsa um liðinn tíma. ‘Eg hefi verið fangi vikuin saman og faðir minn sagði, að eg fengi ekki lausn fyrri en eg giflist jarlin- um; en það kom mér ekki til hugar. Jarlinn sagðist hafa gefið þér peninga til að sleppa öllu tilkalli til mín, og að þú hefðir samþykt það og farið burtu úr Englandi. Eg var svo hrædd um, að hann hefði gjört þér eitthvað itt’. ‘Það gjörði hann líka’. Ronald sagði henni nú frá öllu, sem fvrir sig hefði komið, síðan þau skildu i garðinum við vatnið. ‘Eins og þú sérð, kæra Helen, þá er jarlinn ill- menni hið mesta, sem ekki hikar við að myrða, og þvi var eg svo hræddur um þig’. ‘En hvert á eg nú að fara, Ronald?’ ‘Eg ætla að fara ineð þig til Storm Castle, til frú Vavasour, og biðja hana að annast þig. Hún hatar barúninn, og því vona eg að hún hafi ánægju af að vernda þig fyrir honum. Svo ætla eg að biðja Harton, að útvega þér annan fjárráðamann en föður þinn’. • Helen gladdist við þessi orð. ‘Frú Bliss fylgir þér alla leið til frú Vavasour, svo enginn hefir ástæðu til að finna að framferði þínu’. ‘Eg er þér mjög þakkiát, Ronald; en eg er hrædd um, að langa-langamma mín vilji ekki veita inér mót- töku. En jui verður mér samferða þangað? Er það ekki svo, Ronald?’ ‘Jú, eg verð þér samferða þangað til þú ert komin í ró og næði hjá frú Vavasour; en eg held við meg- um til að dulklæða okkur, meðan við förum yfir landið’. ‘Þeir hafa ekki náð okkur ennþá, og þeir skulu ekki geta það. En, Ronald, breytist ekki vindstaðan?’ Skipstjórinn skipaði nú hásetum sínum að hag- ræða seglunum, kom svo til hjónaefnanna og sagði: ‘Vindstaðan breytist, og það litur út fyrir, að franska skútan sé að nálgast okkur.’ Helen og Ronald litu i áttina, þangað sem þau sáu skútuna áður; en nú sást hún betur, svo það var sýni- legt að hún nálgaðist. ‘Ef þessi vindstaða heldur áfram, þá er áreiðan- legt, að þeir ná okkur’, sagði skipstjórinn. 30. KAPÍTULI. Slæmt lundarfar. Þegar frú Vavasour var búin að senda bréfin af stað, kom hið vonda skap hennar svo glögt i ljós, að Edda forðaðist hana. Ungfrú Cameron varð líka dauðhrædd við að sjá hið nornalega útlit gömlu konunnar, og sagði með há- reysti mikilli, að hún væri móðguð, — að Dugald gæti kvongast liverri sem hann vildi, því eftir þetta vildi hún aldrei sjá hann — og nú —: og nú —. Gamla konan leit svo grimdarlega á gest sinn,' að hún hljóðaði hátt af hræðslu og þagnaði svo. Rétt á eftir kom kjallaravörðurinn og sagði dag- verðinn á borð borinn. Frú Vavasour stóð upp og gekk að borðinu; en matarlyst hafði hún enga; og hun var svo ógeðsleg, að ungu stúlkurnar fengu ýmugust a henni. Edda gat heldur ekki borðað; en hún var afar- glöð yfir því, að kærasti hennar hafði sýnt, að hann var henni tryggur. ‘Ætli Dugald vilji kvongast mér, þegar hann fær að vita sannleikann?’ hugsaði hún. Þessari spurningu verður timinn að svara. Ungfrú Cameron var sú eii*a, sem liafði góða mat- arlyst, enda tók hún ríflega til sín af því, sem á borð var borið. Þegar dagverði var lokið, fór frú Vavasour aftur inn i gestasalinn. ‘Á eg að leika á píanó fyrir yður?’ spurði Edda. ‘Hljóðfærasöng? Lít eg út fyrir, að vera í því skapi að hlusta á hljóðfærasöng?’ sagði hún vonzkulega. Hún stóð upp og gekk að dyrunum; þar nam hún staðar og sagði: , ‘Gréta, eg skal bæta úr mótlætinu, sem þú hefir orðið fyrir í dag; en núna er eg þreytt og máttvana, svo eg gjöri það ekki fyrri en á morgun’. Hún hneigði sig djúpt fyrir ungu stúlkunum, og fór svo til svefnherbergis síns. Þar var eldur á arni árið um kring, og nú logaði eldurinn vel, svo hlýtt var í herberginu. Stór stóll stóð fyrir framan eldinn og þar settist hún. ‘Það er kalt’, tautaði hún; ‘eg er gegnkulsa’. Hún laut yfir eldinn og hugsaði um mótlætið, sem hún hafði orðið fyrir. Þarna hafði hún setið klukkustund, þegar þerna hennar kom með heitan og hressandi drykk. Þessi þerna hennar hafði verið í hennar þjónustu í 40 ár, og var henni sérlega trygg; en hún elskaði þó Dugald heitara en húsmóður sína. ‘Eg heyrði yður ganga hingað inn, frú, og þess vegna bjó eg til þenna styrkjandi drykk. Viljið þér ekki bragða á homjm?’ sagði Margery. ‘Nei. Láttu mig í firði’* ‘Já, en þér lítið út eins og yður sé kalt. Smakkið þér ögn á því, það liressir’. Gamla konan leit upp tryltu augunum sínum, sem brunnu undir loðnu, hvítu augabrúnunum eins og rautt Ijós inni í holu í snjóskafli. ‘Getur þú ekki Hátið mig í friði? Ó, Margery, þú vilt mér vel, góða, trygga stúlkan mín. F'yrirgefðu mér og réttu mér drykkinn’. Gamla konan tók við bollanum og drakk úr hon- um, fékk svo þernunni hann; lagði síðan olnbogann á kné sér og studdi höndum undir kinnar. Margery knéféll fyrir frainan frú Vavasour og grét hástöfum. ‘Hvað gengur að þér, Margery? Ertu orðin brjál- uð?’ spurði frúin. ‘ó, frú, eg hefi heyrt i kveld, að Dugald sé á prestssetrinu. Hann stendur ef til vill úti núna, og horfir á þessa fögru höll, þar sem hann hefir verið alla æfi sína, þangað til fyrir ári siðan —’ ‘Látum hann horfa, honum er mátulegt, þó hon- um sárni eð hafa mist arf sinn’. ‘ó, frú! Segið þér ekki, að hann hafi mist arfinn! ó, frú, — hann er eðallyndasti og bezti pilturinn í Skotland, þó hann vilji iekki kvongast ungfrú Cameron’. ‘Hann lét mig vita, að hann vildi hana ekki. — Hann getur þegið peninga mína, en vill ekki gjöra að vilja mínum’. ‘Hann er ekki ásakandi fyrir það, þó hann vilji ekki eiga Grétu, annað eins norn. öll þessi ógæfa er henni að kenna. Þegar hann fæddist, misti hann móð- ur sína, og þér tókuð hann að yður og genguð honum í móðurstað. Hann elskaði yður sem móður, en nú liefir hann lika mist þá móður. ó, frú, fyrirgefið þér honuin og takið hann aftur i sátt’. ‘Hefir þú séð hann?’ ‘Nei, en mig langar til að sjá hann’. ‘Þú talar eins og þú værir vinnukona hans. — Láttu mig ekki heyra meira af þessu. Eg vil ekki •heyra nafn hans nefnt’. ‘Eitt orð ennþá, frú. Er það satt, að þér hafið sent eftir lögmanni til að semja erfðaskrá?' ‘Já. Þetta hafa þá þjónar mínir frétt, og 20 krunk- andi manneskjur eru að ^æða um, hver muni verða erf- ingi minn?’ Innköllunarmenn Heimskringlu: 1 CANADA. F. Finnbogason................Árborg F. Finnbogason................Arnes Magnús Teit....................Antler Pétur Bjarnason................St. Adelaird Páll Anderson..........________Brú Sigtr. Sigvaldason.............Baldur Lárus F. Beck..................Beckville F. Finnbogason.................Bifrost Ragnar Smith...................Brandon Hjálmar O. Loftson.............Bredenbury Thorst. J. Gíslason............Brown Jónas J. Húmfjörd..............Burnt Lake B. Thorvordsson________________Oalgary Óskar Olson................... Churchbrigde J. T. Friðriksson..............Dafoe, Sask. J. K. Jónasson_________________Dog Creek J. H. Goodmanson...............Elfros F. Finnbogason.................Framnes John Januson...................Foam Lake B. Þórðarson...................Gimli G. J. Oleson.................„„Glenboro F. Finnbogason.................Geysir Bjarni Stephansson.............Hecla ,1. H. TJndal Holar Andrés J. Skagfeld Sig. Sigurðsson Hove Húsawick, Man. Jón Sigvaldason Icelandie River Árni Jónsson... ísafold Andrés J. Skagfeld Ideal Jónas J. Húnfjörð Innisfail G. Thordarson Keewatin, Ont. Jónas Samson Kristnes J. T. Friðriksson Kandahar Tliiðrik Eyvindsson Langruth Oskar Olson Lögberg Lárus Árnason Leslie P. Bjarnason Eiríkur Guðmundsson... Lundar Pétur Bjarnason Markland Eiríkur Guðmundsson Mary Hill John S. Laxdal Mozart Jónas J. Húnfjörð Markerville Paul Kernested Narrows Gunnlaugur Helgason Nes Andrés J. Skagfeld St. O. Eirikson Oak Vip>y Pétur Bjarnason .. Otto Sigurður J. Anderson____________Pine Valley Jónias J. Húnfjörð______________Red Deer Ingim. Erlendsson________________Reykjavík Wm. Kristjánsson________________Saskatoon Snmarliði Kristjánsson__________Swan River Gunnl. Sölvason_________________Selkirk Runólfur Sigurðsson_____________Semons Paul Kernested__________________Siglunes Hallur Hallson__________________Silver Bay A. Johnson.......................Sinclair Andrés J. Skagfeld..............St. Laurent Snorri Jónsson__________________Tantallon J. A. J. Lindal_________________Victoria B.C. Jón Sigurðsson__________________Vidir Pétur Bjarnason_________________Vestfold Ben B. Bjarnason________________Vancouver Thórarinn Stefánsson------------Winnipegosis ólafur Thorleifsson._...........Wild Oak Sigurður Sigurðsson_____________Winnipeg Beacb Thidrik Eyvindsson_______________Westbourne Paul Bjarnason__________________Wynyard 1 BANDARlKJUNUM. Jóhann Jóhannsson.. „Akra Thorgils Ásmundsson____________Blaine Sigurður Johnson..............„Bantry Jóhann Jóhannsson______________Cavalier S. M. Breiðfjörð............. „Edinborg S. M. Breiðfjörð_______________Gardar Elís Austmann__________________Grafton Árni Magnússon_________________Hallson Jóhann Jóhannsson..............Hensel G. A. Dalmann__________________Ivanhoe Gunnar Kristjánnson____________Milton, N.D. Col. Paul Johnson______________Mountain G. A. Dalmann__________________Minneota Einar H. Johnson_____ Jón Jónsson, bóksali.. Sigurður Jónsson_____ .Spanlsh Fork „Svold .Upham

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.