Heimskringla - 11.11.1915, Qupperneq 8
BLS 8.
HEIMSKRINGLA.
WINNIPEG. 11. NÓVEMBER, 1915
CAMP SEWELL
Canadas Finest Military Production; showing The Pride of
Canada; Western Canadian Soldiers preparing for The
Great War. Four Reels of Action; also showing His
Majesty The King reviewing The Fleet at Splithead.
4 DAYS ONLY NC'V. 16—17—18—19
Admission 15c. Children lOc.
Ten per cent to Red Cross Funds--Be Early
Fréttir úr Bænum.
Mr. J. H. Johnson, fiskikaupmað-
ur, frá Hove P.O., Man., var hér á
ferð og fék leyfi fyrir fiskimenn
að veiða hvítfisk í Landing Lake,
185 mílur norður af Pas, meðfram
Hudsonsflóa brautinni. Vatn þetta er
30 milur á lengd og 3 mílur á breidd
og er miðja vega milli Pas og Hud-
sonflóans. Ekki hafa hvítir menn
fiskað þar fyrri. Mr. Johnson ætlar
að kaupa fiskinn af fiskimönnum.
Hann var að úthúa 6 menn norður
þangað. Aðrir 5 eða fi er búist við
fari bráðlega þangað í sömu erind-
um. Brautin til Hudsonflóans er nú
komin nokkuð norður fyrir vatn
þetta, og má því fá flutning á
fiski með brautinni, en nokkuð mun
það dýrt. — Mr. Johnson er nú að
flytja til vetrarstöðva sinna við
Manitobavatn, Amurant, Man., þar
sem hann kaupir vetrarfisk eins og
að' undanförnu. Hann gat þess, að
uppskera hefði verið í betra lagi
þarna í Hove. Af landi sinu fékk
hann 37 bushel af ekrunni af góðu
liveiti og um 60 af höfrum. En af
stöku blettum varð uppskeran þó
enn meiri.
Mr. Kristmundur Sæmundsson
hefir um langan undanfarinn tíma
með heiðri og sóma gengt innköll-
unarstarfi fyrir Heimskringlu á
Gimli P.O.; en var orðinn þreyttur
á því, og höfum vér nú fengið vin
vorn annan í staðinn til að gegna
því starfi. Það er Mr. Bergþór Þórð-
arson á Gimli. Hann er af öllum
þektur sem lipur og liðlegur maður,
og vonum vér að hinir heiðruðu
kaupendur hlaðsins sýni oss og hon-
um sömu góðvild og fyrirrennara
hans, og borgi hlaðið fljótt og skil-
vislega. Það liggur hverjum manni
á, að heimta inn sina skildinga á
þessum dögum; ekki sízt oss, sem 1
erum að berjast um í borgunum nú.
— Gleymið því ekki, vinir, að borga
Heimskringlu sem atlra fyrst.
Síra Guðmundur Arnason hefir
nýsamið og gefið út litla bók, er
lian nefnir “Mannlifsmyndir”. Er
það samdráttur úr fyrirlestrum, sem
hann hefir flutt við og við. Bókin er
mjög laglega úr garði gjörð og snot-
ur útlits. Höfundur hennar er þekt-
ur að því, að halda ekki öðru fram,
en því, sem eftir skoðun hans er sið-
ferðislega fagurt og gott. Bókin er
fróðleg og á góðu, almennu máli. —
Hann talar um mentun og skáldskap,
um kvonfang og réttindi kvenna,
um listir, náttúrufegurð og þjóð-
erni. Þar er sögukorn frá Mudtowfn.
— Það er enginn efi á því, að það
má margt læra af bókinni, og hver,
sem auka vill og auðga hugmyndir
sínar, ætti að kaupa hana. Hann
gæti margt verra gjört ineð þessi fáu
cent sem hún kostar, sem hann hefði
ininni arð af en að kaupa bók þessa.
Mr. Július Sólmundsson, kjöt-
markaðsmaður, var á ferð hér í borg
heimleiðis til sin að Gimli vestan frá
Carnduff, Sask. Átti hann þar land
og þreskti af þvi 4000 bushel afl
hveiti; skrapp svo heim til sín,
þegar búið var. Hann þurfti að fara
vestur til að koma hveitinu á mark-
aðinn. Sagði hann bændur nú ekki
eiga þar óþreskt hveiti nema í
slökkum, og ef tíð væri góð, myndi
]>resking búin að viku liðinni. —
Hveitið svo mikið, að engar hlöður
rúma það. Bændur slá upp borða-
réttum stórum á ökrunum og hauga
hveitinu í þær, inörgum þúsundum
Lushela í stað.
BorgiS Heimskringlu bændur—
MuniS eftir Heimskringlu þegar
þér seljiS uppskeru ySar þetta
haust. — Þetta er líka uppskeru-
tími hennar.
Embættismenn barnastúkunnar
Æskan fyrir yfirstandandi ársfjórð-
ung eru:
/E.T.: Inga Thorbergsson.
V.T.: Kári Jóhanesson.
Hitari: Kjartan Jóhannesson.
Aðstoðarritari: Laura Johnson.
Fjármálaritari: Pétur Lindal.
Gjaldkeri: Kjartan Bjarnason.
Kapelán: Emily Bardal.
Dróttseti: Ruby Olson.
Aðst. dróttseti: óli ólson.
V.: Vilhjálmur Skaftfeld.
Ú.V.: Sveinn Jóhannesson.
F.Æ.T.: Olgeir Skaftfeld.
Þar sem eg hefi látið af að þjóna
Skjaldborgarsöfnuði, vil eg mælast
til þess, að enginn biðji mig að
vinna nein þau verk, sem á nokkurn
hátt geta komið í bága við skólastarf
mitt, því eg get ekki sint slíkum
bónum.
Winnipeg, 8. nóv. 1915.
R. Marteinsson.
Þess skal getið, eftir beiðni, að
brúðkaupsvísur þær til Leifs Eiríks-
sonar og Sigurlaugar Anderson, sem
nú eru prentaðar í blaðinu, áttu að
koma út í blaðinu fyrir 1 til 2 vik-
um síðan, en vegna fyrirliggjandi
ritgjörða, gátu þær ekki birst fyrri.
Bitstj.
(AÐSENT).
Þess er getið frá samsæti þvi, er
haldið var við íslendingafljót í Nýja
íslandi 1. nóv. sl., í minningu um 40
ára afmæli fyrstu íslenzku bygðar-
innar vestan hafs, og til heiðurs
gamla vestræna islenzka leiðtogan-
um, — að Siggi JÚI. hafi látið það
ótvirætt í ljósi, að sér væri persónu-
lega misboðið, er vinur sinn Galla-
Jiingmaðurinn hefði ekki verið kall-
aður til þessa fagnaðarmóts. Auk
|>ess væri Jiingmanninum sýnd stór
vanvirða með þessari glópsku, og
væri ineð Jiessu sýndur islenzkur
ruddaskapur.
Talið er og, að Tómasi ráðgjafa
muni hafa runnið í skap yfir þessari
yfirsjón Fljótsbúa, þótt hann léti
ekki á því bera; því betri meðferð-
ar á goðanum, er hann gaf þeim,
hafði hann búist við af Fljótsbúum.
Ef yður langar til að sjá 10,000
hermenn og 3,500 hesta; ef Jiér haf-
ið gaman af að sjá fylkingar riddar-
anna þeysa fram á vígvöllinn; ef
þér viljið sjá raðir* hermannanna,
hvernig þær hlaupa fram móti óvin-
unum, kúlnahríðinni og hinum log-
andi eldtungum óvinanna; — ef þér
viljið sjá, hvernig synir Kanada
leggja líf sitt fram fyrir frelsið og
hið brezka ríki, fyrir menninguna,
fyrir helll og velferð Kanada sem
annara landa; ef þér viljið fá rétta
hugmynd um hina göfugu syni Kan-
ada veldis; ef þér viljið fá hug-
mynd um trölldóm þann og skelf-
ingar, sem þeir verða á móti að
ganga, hugmynd um hugrekki og
djarfleik, sem þeir verða að sýna,—
þá komið á Wonderland og sjáið
hina fyrstu og tilkomumestu sýn-
ingu, sem yður nokkurntíma getur
auðnast að sjá á allri yðar æfi. Og
það mun lyfta huga yðar upp til hins
háleita, hetjulega og fagra, þar sem
mennirnir meta meira hugsjónir,
drengskap og göfuglyndi heldur en
sitt eigið líf.
KENNARA VANTAR
fyrir Arnes-South skólahérað No.
1054. Kenslutími frá 1. janúar til 30.
júní 1916. Kennari tiltaki æfingu
við kenslu og kaup Jiað, sem óskað
er eftir. Umsækjandi má ekki hafa
lægra mentastig en Third Class Póo-
fessional Teachers Certificate. Til-
boðum verður veitt móttaka af und-
irskrifuðum til 1. desember 1915.
Nes, 2. nóv. 1915.
fslciftir Helgason, Sec’y-Treas.
Nes P.O., Man.
Fáðu þér land til eignar
IIOHGIST A 20 ARIM
ef )>fi vllt. LandHS fn»f5ir |iík ojr klœ9-
Ir ojr borjrnr fyrlr nhz njfllft um lelö.
F> vkitnlkib fla»mi af fyrlrtakn frJA-
Niimu landi er tll höíu I Ventur-Canada
fyrlr ifisrt verA með g;6Sum Nkilmflium,
|>etta frfl $11 tll $ÍIO ekran A búnafiar-
liindum l>nr Hem nójrar eru rij?ningar
ojr flveltulOndin $35 ekran.)Skllmfilari
K-'ilnn tuttuKaHtl af verÍHnu borglnt tlt
f hönil, hitt fl 20 firum. 1 flveltUHvelt-
um mfl ffl lfln upp fl byjfj^inj^nr upp tll
$2000. er elnnla; borj?ÍHt A 20 firum.
I<eljcan fl Ifinl ]>vl er abelnn 0 per cent
Nll er tæklfærlb »ö bæta vl?S nlg lOnd-
um hinum næntu efia titvejca |>au handa
vlnum nfnum ok nðjurönnum. Frekarl
upPlýHÍng;ar fflst hjfi
F. W. IIUSSELL. - - Land Agent
Dept. of Xatural ReaourceH, C.P.R.
DESK 3», C.P.R. DEPOT - WINNIPKG
VANTAR.—Mrs. L. J. Hallgrímsson,
að 548 Agnes St., vantar vinnu-
konu.
Mr. Björnúlfur Thorlacius málari
var hér á ferðinni um daginn, og
er nú nýfarinn heim til Ninette, Man.
Hann hefir verið þar í sumar og
verður þar í vetur að mála bygging-
ar heilsuhælisins fyrir tæringar-
\ eika.
Leiðrélting. —, í dánarfregn Mrs.,
Abrahamsson í seinasta hlaði stend-
ur að hún hafi verið 90 ára, en átti
að vera 70 ára.
“Hulda” biður að leiðrétta í vís-
unni er stendur í seinasta blaði; þar
átti að standa: “Klækja senn upp
rifin rót”.
Matthíasar afmæli.
Samkoma verður haldin í Good-
templararhúsinu i dag (fiintudag
11. nóv.) kl. 8 e. m., í tilefni af Jiví,
að Þjóðskáldið Matthías Jochumsson
i r áttræður.
SKEMTISKRÁ.
1. Ávarp forseta Thos. H. Johnson.
2. Söngur: “Ó, guð Vors lands”.
3. Ræða: Likaböng Matth., síra B.
B. Jónsson.
4. Kvæði: Stephán G. Stepháns-
son.
5. Söngur: “Fósturlandsins freyja”
6. Ræða: Þýðingar Matth., síra
Fr. J. Bergmann.
7. Kvæði: Magnús Markússon.
8. Einsöngur: Mrs. P. Dalman.
9. Upplestur: Magnús Matthíasson.
10. Ræða :Spámansandi Matth., síra
R. Marteinsson.
11. Söngur: ‘Æggert ólafsson.
12. Upplestur: Árni Sigurðsson.
13. Ræða: Matthías og modurmálið,
síra Rögnv. Pétursson.
14. Kvæði: Sig. Júl. Jóhannesson.
15. Söngur.
Það hafði verið ágæt samkoma í
Skjaldborg á þriðjudagskveldið 9.
nóvember, Queen Esther. Það er
söngleikur (Cantate) og fór fram í
bezta lagi. Mr. Davíð Jónasson stýrði
söngnum. Húsfyllir; allir mjög á-
nægðir.
Bandalag Skjaldborgar safnaðar
ar, Bjarmi, hefir ákveðið að halda
útsölusamkomu (Bazar) í Skjald-
borg á föstudaginn og laugardag-
inn 10. og II. desember. Verða
þar margir eigulegir munir. Nánara
auglýst síðar.
HEIÐURSLISTI ISLENDINGA.
1 síðustu blöðum Heimskringlu er
birt nafnaskrá yfir íslendinga, sem
bl. veit um, að hafa gengið í Kan-
ada herinn, og æskir blaðið eftir upp
lýsingum hjá hverjum, sem veit um
fleiri. Samkvæmt beiðni Heims-
kringlu eru eftirfylgjandi upplýsng-
ar sendar::
Wnnipeg blaðið Tribune 1. nóv.
síðastliðinn auglýsti nafnaskrá af
hermönnurn, sem heima eiga í Sel-
ltirk (Selkirk Honor Roll). Á þeim
lista eru 17 nöfn, sem að öllum lík-
indum eru nöfn íslenzkra manna.
Sá, sem þetta ritar, þekkir meiri
hluta nafnanna. Má vera 1 til 3 séu
Norðmenn eða Sviar; þó ólíklegt.
Nöfnin eru þessi:
Alex Jónsson.
Walter Johnson.
G. Finnson.
Karl Anderson.
Allan Stevens.
Jack Swanson.
Allan Sigurdson.
W. Sigurdson.
Arthur- Freeman.
Mike Johnson.
Einar Christianson.
Herman Davidson.
Siggie Freeman.
Capt. Bergman.
Joe Sigurdur.
Alex Stevenson.
F'red. Walters.
Má vera, að Heimskringla hafi
auglýst sum nöfnin, en hreint ekki
öll. Þess vegna er listinn sendur
blaðinu til yfirvegunar og birtingar.
Iingin ástæða, að rengja blaðið Tri-
hune, að það fari villur vegar með
teðan nafnalista.
Það er engum efa bundið, að fleiri
fslendingar eru gengnir í herinn,
en íslenzku blöðin vita um. Það er
áreiðanlegt, að nú og síðar ganga
margir íslendingar í Kanada herinn,
ckki einasta um þvert og endilangt
Kanada, heldur einnig íslendingar
úr Bandaríkjunum. Þaðan eru þegar
inenn > her Kanada.
1 vissum skilningi er það hirðu-
leysi íslendinga að kenna, að láta
íslenzku blöðin ekki vita um nöfn
og hverra manna þeir eru, sem í her-
inn ganga. Á komandi tima getur
þetta haft stórþýðingu fyrir alda og
óborna. F'yrst og fremst viðvíkjandi
erfðamálum. Þar næst viðkomandi
islenzku þjóðerni vestan hafs og
sögulegri frægð og hreysti. Þjóðin
i Kanada og stjórnin og sagan hefir
mjög óljósa þekkingu um hluttöku
íslendinga í stríðinu. Veldur því
hirðuleysi Islendinga sjálfra, og
nafnabreytingar hermannanna frá
hreinum og fallegum íslenzkuin
nöfnuin.
1 fyrra kom til máls að stofna ís-
lenzka herdeild. Það mál dó strax í
fæðingunni. Það mun hafa verið
eðlilegt, að svo fór. Þvi skal ekki
heint haldið fram hér, að íslend-
ingar fari nú að stofna íslenzka her-
deild. Fm því skal haldið fram, að
íslenzkir hermenn, bæði austan og
vestan hafs, ættu að mynda einingu
á meðal sin. Og það sem allrafyrst,
og engan undan draga. Þegar svo
striðið er til lykta leitt, þá gengju
Jieir, sem uppi i standa, í fylkingu
fyrir landsstjórann í Kanada og
sýndu, og læsu upp nöfn þeirra Is-
lendinga, sem fallið hefðu á vígvell-
ii.um, og Jjeirra, sem örkumlaðir
eru. Væri sá sögulegi viðburður
mikið meiri og sannsögulegri en all-
ur annar félagsskapur, sem enn hefir
dafnað á meðal Islendinga vestan
hafs. Hann yrði aðal hyrningar-
steinn undir sögu Islendinga i Vest-
urheimi. Hann yrði Ijóslifandi eins
lengi og saga Kanada verður lesin
sf mannlegu auga.
Með beztu óskum til allra íslenzkra
hermanna. Myndi þeir sina sérstöku
sögu sjálfum sér til virðingar, og
fósturjörðinni til ódauðlegs heiðurs.
Fregnriti Hkr.
Bradbury vill mynda
herdeild.
Úr ótal stöðum koma nú tilboð frá
hinum og þessum um að mynda her-
deildír.
Glen Campbell kveðst hafa heila
Rattalion eða því sem nær til taks
hvenær sem vera skal.
Mr. Geo. Bradbury, þingmaður
fyrir Selkirk kjördæmi, býðst til að
inynda aðra Battalion af mönnum
frá Sefkirk og F'ort Garry. (Battalion
um 1100 manns).
90. herdeildin og 100. herdeildin
(Grenadiers) vilja hvor fyrir sig
mynda nýja herdeild. Og svo er um
fleiri.
Brúðkaups-samsæti.
Að kveldi þess 27. október 1915
voru gefin saman í hjónaband, af
síra N. Thorláksson, Mr. Páll Sveins-
son, frá Wynyard, Sask., og Miss
Minnie JOnína Vilborg Johnson,
dóttir þeirra hjóna Mr og Mrs. W.
G. Johnson, Madison St., St. James.
Brúðkaupið fór fram á heimili
foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs.W.
G. Johnson, að viðstöddum nánustu
ættmennum brúðhjónanna.
Samsætinu stýrði Mr. W. G. John-
son og kallaði hann fram bæði menn
og konur til að segja nokkur orð
eða flytja stutta tölu. Streymdu nú
lukkuóskirnar yfir brúðhjónin, sem
sátu þögul og hlustuðu á; tölurnar
fóru fram yfir borðum, sem voru
sett allrahanda góðgæti, sem yrði of
sett allrahanda góðgæti, sem yrði of
langt upp að telja.
Snarræði varð nú að viðhafa í
mesta máta, því tíminn var stuttur.
Ofan til C.P.R. urðu brúðhjónin að
vera komin klukkan hálf 12, því
ferðinni var heitið vestur til Wyn-
yard, Sask. Þar hefir Mr. Páll Sveins
son átt heima i mörg undanfarin ár,
cg verður þar framtíðarheimili
ungu hjónanna.
í lok samsætisins talaði Mr. W.
(V. Johnson í viðkvæmum anda til
brúðhjónanna og boðsgestanna, sem
höfðu heimsótt hann þetta kveld.
Nú var ekki til setu boðið, kl. var
að verða 11, rúmlega hálfur timi eft-
ir og leið nú ekki á löngu áður en all-
ir voru ferðbúnir til C.P.R.
Því ekki mátti skilja við ungu
brúðhjónin fyrri en í vagni þeim,
sem þau höfðu keypt sér far með
vestur til Wynyard.
Greiðlega gekk ferðin ofan til
vagnstöðvanna, því bifreiðar eru
sjaldan lengi á leiðinni, þegar á
liggur.
Að skilnaði var ungu hjónunum
óskað fararheilla og langra lífdaga.
Fór svo liver heim til sín glaður og
ánægður yfir þessari skemtilegu
kveldstund, og munu þeir, sem við-
staddir voru, hana lengi í minnum
hafa.
Einn af gestunum.
Þakklætis Samkoma
1 TJALDBÚÐARKYRKJU
Fimtudagskveldið, 18. Nóvember, 1915.
klukkan 8.30 að kveldinu
PROGRAMME:
Piano Duett—Miss Jacobs og Miss Peterson.
Ræða—Síra Fr. J. Bergmann.
Solo—Miss Downie.
Recitation—Mr. Tait.
Solo—Mrs. F. Patrick
Ræða—Dr. S. J. Jóhannesson.
Solo—Mrs. Alex Johnson.
Instrumental Music.
Solo—Miss Jacobs.
Solo—Mr. Alex Johnson.
Piano Dúett—Miss Ottenson and Miss Jónasson.
FRÍAR VEITINGAR. ’ INNGANGUR 25c.
Fyrirlestur á Garðar, N. D.
Fyrirlestur, sem Þorsteinn Björns-
son flutti hér í gærkveldi, átti betri
aðsókn skilið, en raun varð á. Á-
heyrendur voru á milli 25 og 30, og
var ekki sem lakast, þegar um fyrir-
lestur er að ræða, sem ekki fylgir
öans á eftir.
Efni fyrirlestursins var hið nú-
verandi mannfélagsskipulag, gallar
þess og hvernig úr þvi mætti bæta.
F7fnið var of víðtækt til að geta
áheyrilega rúmast í einum fyrir-
lestri, og þess vegna varð hann að
fara eins og strokuhestar, sem
slökkva langar leiðir á milli þess,
sem þeir finna grastó að kroppa, og
giápa þar niður á meðan þeim er o-
hætt fyrir eftirleitarmönnum.
Samhliða auðsafn og örbirgð nú-
tímans taldi hann undirrót hernað-
arandans, sem nú sést í algleymingi,
og glæpa, sem ein þjóð fremur gegn
annari , og einstaklingar gagnvart
liver öðrum. Mælti með algjörðu
jafnrétti karlmanns og kvenmanns,
og taldi jafnaðarmensku eina úrræð-
iö til vellíðunar, sátta og samlyndis
manna á milli. Afnám eignarréttar
á þann hátt, að þjóðin ætti alt, en
sæji hverjum manni og mannsbarni
farborða til lífsviðurhalds og vel-
megunar frá vöggunni til grafarinn-
ar. —
Þetta og annað eins lætur illa i
eyrum sumra; en það er engin ný
kenning, og hver veit til hvers hún
leiðir, —
“Þegar hver elskar hver einasta
matin.
Hver einasti maður er sanngjarn
við náungann”,
eins og Funar Hjörleifsson komst að
orði. Þangað til er hætt við, að
þúsund ára ríkið standi á völtum
fæti, jafnvel í Sósíalista höndum. —
Hugmyndin er í framþróun, og þjóð-
cigna spursmálið — það að þjóðin
cigi og haldi sérstökum landsnytj-
um —• byggist á henni.
Auðsafn heillar þjóðar í fárra
n anna höndum er hættulegt; en
það getur lika verið hættulegt í
landstjórnar-höndum.
Það er mjög sennilegt, að draumar
Jafnaðarmanna rætist með tíð og
tíma, og það er aldrei úr vegi, að
kvnnast þeim skoðunum, sem að
rnálinu lúta. Allar umbætur eru
seinfara, en sígandi lukka er bezt.—
Það þarf engan að erta, þó Þorsteinn
lilaupi yfir eina eða tvo grasbletti;
en það verður hann að gjöra á svo.
langri leið, því efnið er nóg í marga
fyrirlestra, og mál sitt getur hann
flutt skýrt og skiljanlega.
Gardar, N.D., 3. nóv. 1915.
Jónas Hall.
Sigvaldi Jónsson.
frá Teigi í Vopnafirði.
Dáinn 17. ágúst 1915.
Þú sigldir hér vestur að vikinga sið,
valdir þcr land til að bgggja;
sjálfstraustið örugga lagði þér lið
og hin langsæja fornmanna hgggja.
Með ráðdeild og atorku ruddir þér
braut
og reistir upp sjálfur þitt merki;
og þvi féll þér greiðlega gæfan i
. skaut,
þú gekst aldrei hálfur að vcrki.
Fgrir þér vákti það leynt bæði’ og
Ijóst,
að lýsa’ upp og annast þitt heima;
og ef að þú trggðir við einhverja
tókst,
aldreigi kunnirðu’ að gleyma.
Það saknar þín hvcr þinnar samvist-
ar naut,
og sjá nú hvað eftir þig liggur;
ráhollur vinur þii reyndist í þraut,
réttskiftinn, sannur og tryggur.
Með sóma var stríðið í heiminum
háð;
i heilögum friði mi blunda;
Sigvaldi, þú vanst þitt dagsverk með
dáð
og drengskap, til síðustu stunda.
Joseph Schram.
BorgiÖ Heimskringlu og hjálp-
i8 henni til að standa í skilum
eins og vera ber.
Sérstök kostabofi & tnnanhðaa
munum. Komlð tll okkar fyrst, þlB
munið ekkl þurfa att fara lengra.
Starlight New and Second Hand
Furniture Co.
r,03—305 NOTRK DAME3 AVBNUB.
Talnfml Garry S884.
CARBON PAPER
for
TYPEWRITER—PENCIL—PEN
Typewriter Ribbon for every
make of Typewriter.
G. R. Bradley
& Co.
304 CANADA BLDG.
Phone Garry 2899. Winnipeg
Brúkaöar saumavélar mett hæft-
legu vert51; nýjar Singer vélar, fyrlr
penlnga út ( hönd etia tll lelgu.
Partar I allar tegundlr af vélum;
atSgjörtS á öllum tegundum af Phon-
ographs á mjög lágu vertsl.
J. E. BRYANS
531 SARGENT AVE.
Okkur vantar duglega "agenta” og
verksmaia.
Bin persdna (fyrlr daglnn), $1.60
Herbergl, kveld og morgunverttur,
$1.25. MáltítSlr, 35c. Herbergl, eln
persóna, 60c. Fyrlrtak I alla statSl,
ágæt vfnsölustofa f sambandt.
Talsfmf Garry 2252
R0YAL 0AK H0TEL
Chas. Gustafsson, efgandl
Sérstakur sunnudags mttSdagsvertf-
ur. Vín og vfndlar á bortSum frá
klukkan eltt tfl þrjú e.h. og frá sez
tfl átta atS kveldlnu.
2S3 MARKGT 8TRBBT, WINNIPBG
NÝ VERKST0FA
Vér erum nú færir um að taka á
móti öllum fatnatSi frá yíSur til
at5 hreinsa fötin þín án þess a$
væta þau fyrir lágt vert5:
Suits Cleaned and Pressed.5©c
Pants Steamed and Pressed... 25c
Suits Dry Cleaned.......$2.00
Pants Dry Cleaned....~....50c
Fáið yður verðlista vorn á öllum
aðgjörtSum skófatnatSar.
Empress Laundry Co
--------- LIMITED -----------
Phone St. John 300
Cor. AIKENS AND DUFFERIN
.------- V
Hospital Pharmacy
LyfjabúÖin
sem ber af öllum öðrum. —
Komið og skoðið okkar nm-
ferðar bókasafn; nxjög ódgrt.
— Einnig seljum við peninga-
ávisanir, seljum frimerki og
gegnum öðrum pósthiisstörf-
um.
818 NOTRE DAME AVENUE
Phone G. 5670-4474