Heimskringla - 16.12.1915, Page 4

Heimskringla - 16.12.1915, Page 4
BLS. 12. H E I M S K R I N G L A. WINNIPEG, 16. DESI2MBER 1916 Er sonur ívars Jónassonar hér í bæ. Pétur er fangi á Þýzkalandi. “ • <c— Jóel B. Pétursson frá Winnipeg, Man. * Hann er sonur Björns Pétursson- ar og Dorotheu Jóelsdóttir. Jóel er fangi á Þýzkalandi. Edwin H. Henderson frá Winnipeg, Man. #------------------------¥ Poreldrar lians eru l>au Jón Helga- eon og Margrét Jónsdóttir Hender- gon. ¥---------;-------------------40 Rútur Sigurðsson, Sölvason frá Westboume, Man. * --------------------------—* Foreldrar: Sigurður Sölvason og Guðrún Pétursdóttir. Islenzkur hermaður. í Saga eftir O. T. Johnson. w Geislaflóð morgunsólarinnar valt í öldum yfir bygðina. Páir voru komnir á fætur, en þeir, sem svo lánsamir voru — árrisulir íslend- ingar — drógu ið ferska og svalandi morgun- loft ofan í lungu sín — og þökkuðu guði fyrir! Fundu að þeir voru frjálsir menn í fx-jálsu landi. Einn í tölu þeirra manna var Haraldur Sveinsson. Hann stóð, snöggklæddur berhöfð- aður, í hlaðvarpanum fyrir framan hús sitt og naut til fulls sumarbllðunnar — morgunblíð- unnar Náttúran var að vakna eftir svefnsæla sumarnótt. Aldrei er hún fegurri en þá- Dagg- ardroparnir glitruðu sem perlur á grösum og blómum. Sólin stafaði geislum sínum um slétt- ur og bala, hlíðar og hóla — óf alt í glitbúningi morgunljóssins. Lífið varð fyrir augum manns eins og heillandi, töfrum blandið, vona lff. “Hvílíkur sumarmorgun,” hugsaði Harald- ur, “hvílík fegurð — hvílík bygð! Hvílík gæfa, að vera fæddur og uppalinn á öðrum eins slóðum. Hvílíkt lán, að geta verið einn í tölu þeirra manna, sem eiga aðra eins fósturjörð — og eru reiðubúnir að verja hana til síðasta blóðdropa.” Eins og ósjálfrátt varð honum reikað upp á hólinn fyrir austan húsið. Nú sá hann bet- ur yfir bygðina. Fyrst hvíldu augu hans á henni, nær og fjær, svo staðnæmdust þau á stóru steina hrúgunni þarna uppi á hólnum — steinunum miklu, sem Sveinn faðir hans hafði forðum að gamni sínu rótað upp úr lækjar- farveg l>ar skamt frá og fært þarna upp! Fárra manna meðfæri voru þessir steinar, enda var faðir hans orðlagt hraustmenni. Haraldur brosti með sjálfum sér. Ein- kennilegt uppátæki af föður hans var, að vera að bera þessa steina þarna upp. En hann hafði jafnan einkennilegur verið og ólíkur flestum öðrum mönnum — Sjálfur liafði hann líka haft gaman af að glíma við þessa steina í æsku, en hafði nú ekki snert þá í mörg ár. Hann var hálf-þrítugur. Gamla “Grettistakið” iá þ'arna ögn afsfðis | í eins og ögrandi ró. Stein þann hafði hann skírt “Grettistak,” af því hann hafði engan séð | geta lypt honum yfir höfuð sér, nema föður sinn. Skrítin hugsun greip hann nú. Hví ekki að reyna það sjálfur'? Honuin hafði farið mikið fram síðan liann átti við steina þessa seinast. — Þetta átti að verða merkisdagur í sögu hans. Kannske hann gæti nú unnið sig- ur á gamla “Grettistaki”? Færðist hann í ásmegin og velti steininum við — leizt ekkert glæsilega á hann. Tók samt höndum undir hann og lyfti honum upp á kné sér, færðist svo með afli undir hann og hóf liann upp á öxl. Nú bjó hann sig undir síðustu eldraunina, það brakaði í vöðvum hans og hinn karlmannlegi líkami hans riðaði við. Fékk hann liafið steininum jafn hátt höfði sínu og tók svo að reyna að rétta úr höndunum með hann. Aldrei hafði hann kom- ist í aðra eins aflraun! Smátt og smátt réttist “Grettistakið” samt upp, þangað til hægri hönd Haralds var upprétt — en það var skelfi- iega örðugt að rétta úr þeirri vinstri. Hann í hamaðist og lagði fram alla krafta sína — unz I hann gat það! Sigri hrósandi sneri hann sér J við, haldandi steininum yfir höfði sér með uppréttum höndum — og ieit beint framan í föður sinn. Gamli maðurinn hafði komið að honum i óvörum og séð aðfarir hans. Haraldur fleygði J frá sér steininum með dáiitium móð, er hann i sá hvað gletnislegur faðir hans var. “þér veitir þetta all-örðugt, drengur minn. Þú verður að æfa þig meir!” Þessi steinn er ekki mög þungur.” Sveinn beygði sig niður að steininum og rundi í honum. Haraldur héit hann vildi skoða hann — en áður varði hafði gamli mað- urinn gripið “Grettistakið” og lyft því upp á öxl sér, rétti það svo yfir höfuð sér með sýni- I lega mjög litlum erfiðismunum! Gletnissvip- I urinn var liorfinn. Augu hans hvíldu með stillilegri alvöru á andliti Haralds eins og hann vildi segja með þeim: “Þetta er bara íslenzkt j meðalmanna tak, drengur minn, hreint ekki meira.” Feðgarnir gengu ofan hólinn áleiðis til húss síns. Þeir voru likir í sjón. Sami stórvaxni I líkaminn, þreklegu herðarnar og einarðlegi í karlmensku svipurinn. Engum gat dulist að þetta voru feðgar. Faðirinn var þó að verða lotinn og tekinn að bera ok ellinnar. Sonur- inn var eins og beinvaxin ösp í skóginum, ung- ur og óreyndur — frelsisins bára i frjálsu landi. Haraldur var einn af gjörfulegustu piltum þessarar íslenzku bygðar. Hann var ekki and- | litsfríður — ekki í fyrstu sjón, en varð fríðari j er maður kyntist honum mein- Viðmót hans alt svo viðfeldið og aðiaðandi. Hann var dökkeygður, augun stór og greindarleg, hárið I ljósjarpt og dálítið hrokkið — fas hans karl- I menskulegt og vottaði einurð og staðfestu. Hann var einka barn foreldra sinna. Ást- j ríki var mikið á milli hans og Ingibjargar móð- ; ur hans. Unni hún þessum myndarlega syni ! sínum af lífi og sál. Frá hálfu föður síns hafði í hann aldrei orðið var við mikið ástríki í orðum. Hlýleik og íöðurþel hafði hann þó fundið streyma til sín frá þessum fílefida dugnaðar- manni, sem ekkert vildi láta heimilið skorta — og unni hann íöður sínum heitt og innilega. “Pabbi,” sagði hann, er þeir nálguðust húsið, “eg verð að segja þér sögu. Eg ætla að ganga í herinn í dag. Vona það sé þér ekki á móti skapi”. Þó þrumufleygur hefði skollið niður úr heiðskýru morgunloftinu þarna að fótum þeirra, hefði gamla manninum ekki getað orðið meir bylt við. “Þér er ekki alvara mcð þetta,” sagði liann og orð hans voru eins og ógnandi ásökun. “Hjartans alvara, pabbi — jafnvel þó það sé þér á móti skapi. Enska þjóðin, sem við eigum alt okkar frelsi og vellíðan að þakka, j er komin í stríð. Lýðfrelsis-hugsjónir hennar, | þær fegurstu í heimi, eru í voða. Fyrir hönd j lítilmagnans tekur hún ekki sverðið og það j veit heilög hamingjan, að 1 dag cr eg glaður að vera bxezkur þegn.” “Tal þitt er barnalegt — tilfinningarhjal,” gamla manninum var mikið niðri fyrir. “Enska þjóðin er að vísu voldug og frjáls. En það eru Þjóðverjar einnig og þeir eru vitrasta og mesta menningarþjóð heimsins. — Veiztu ekki líka, að þeir eru ættfrændur okkar íslendinga, að okkar norræni kynstofn er blandaður blóði þeirra. Að taka til vopna á móti þeim er að gerast svikari og ættarníðingur!” Þetta kom Haraldi ekki alvcg óvænt. Hann þekti geðríki föður síns og ofstopa þegar því var að skifta. Orð þessi voru þó svo stór og hastarleg, að þau fyltu hann móð og mælsku. “Sem betur fer hafa fáir Islendingar þessa skoðun. Tilfinningar, æstar og óviðkomandi málefninu, fara með þig í gönur. Réttilega skoðað eru öll börn mannkynsins bræður og systur, hverju nafni sem nefnast. Þroskaðir menn stagast því ekki á skyldleika í sambandi við þetta stríð — slíkt er óviðkomandi mál- efninu. Málefnið er, að Þjóðverjar hafa gerst svikarar, rofið eiða sfna og samninga — og ráðist á lítilmagnan. Einveldið, valdafýkn, þjóðardramb og ofmetnaður, hafa byrlað þeim kynjadrykk þann, að þeir eira engu unz þeir hafa troðið alheiminn undir fótum sínum”. Haraldur steig fram og augu hans leyftruðu. “En Bretar koma hér til sögunnar og skakka leikinn. Sjálf-framboðinn her þeirra vottar frjálsustu þjóð í heimi, um leið þá göf- ugustu. Þeir eiga a!la mannkosti og eiginleika í réttari og betri hlutföllum en flestar aðrar þjóðir. Sökum þess er þeirra víðfræga þjóð- frelsi til orðið -- Þjóðverjar hafa básúnað vísindi og vit, speki og lærdóm, þangað til þjóð þeirra og margir aðrir í umheiminum liafa fengið ofbirtu í augun, orðið blindir fyrir réttri sannleiks-ást, kærleiks-ást og alþjóða samhygð — öllu því góða og göfuga, sem frels- inu er samfara. Lýðfrelsið brezka er í saman- burði við þetta eins og heilög gjöf himnanna. Eg hef andað þvf að mér síðan eg var barn. Fúslega og giaður mun eg verja það til síðasta blóðdropa, er þörf gerist.” Sveinn var orðinn öskugrár í framan. Hann var allra manna geðmestur, ef honum var and- mælt — nú var engu líkara en hann ætlaði að ráðast á son sinn. “Þér er bezt að fara strax, þrumaði liann — “eg vil ekki hafa þig í mínum húsum! Farðu á vígvöil og vertu skotinn — það er sem þú þráir! Yfirgefðu innan skamms ellihruma for- eldra þína til að berjast á móti skyldmenn- um þínum — það er sem þú vilt! Burt með þig — það er lang bezt! Tak saman pjönkur þínar og farðu strax — og komdu ekki fyrir augu mín aftur, því gerir þú það, vil eg ekki ábyrgjast hvað eg geri!” óður og uppvægur rauk karl nú burtu. Haraldur var meir hissa en gramur. Aldrei hafði hann séð föður sinn svo reiðan. Vissi líka, að hann var ólíkur flestum geðofsa mönn- um að því leyti að hann var mjög langrækinn og seinn til að gleyma reiði sinni. Hann gekk inn til móður sinnar. Hún var komin á fætur og var að taka til morgun- matinn. En Haraldur var nú ófáanlegur til að borða. — Sagði hann henni frá viðræðu þeirra feðga og að nú væri svo komið, að hann yrði að fara tafarlaust. Hún reyndi ekki mikið að telja hann af þessu, vissi það var ekki til neins. Daginn áður hafði hann sagt henni frá áformi sínu og hafði hún borið kvíðboga fyrir undirtektum Sveins. Tárfallandi fór hún að hjálpa honum til að taka til ýms föt sín og smáhluti og koma þvf fyrir í tösku, sem hann ætlaði að binda fyrir aftan hnakk sinn og flytja með sér. Skömmu á eftir söðlaði hann reiðhest sinn, leiddi hann út úr fjósinu og tók að ganga frá töskunni. Áður hann steig á bak, hljóp móðir hans heim í húsið og kom að vörmu spori aftur með lítið bænakver, sem amma hans hafði gefið honum er hann var drengur. Klökkur í anda tók hann nú viðþví af móðir sinni og stakk því í brjóstvasa sinn. Hann hafði ekki grátið síðan hann varð fullorðin. Næst því hafði hann komist vorið sem amma hans dó. Hún hafði verið honum svo góð í æsku, heillað sálu hans með sínum íslenzku sögum, unni hann henni því næst foreldrum sínum. Daginn sem hún var jörðuð var sorg í huga hans. Er hann stóð hjá gröf- inni og verið var að fylla hana hafði honum fundist köggull koma í háls sinn, fundið tárin brjótast fram í augun. En með allri sinni karl- mensku hafði hann haldið sér í skefjum, unz tárin eins og þornuðu f augunum og augun sviðu sem bruna-sár- Honum hafði ekki fund- ist karlmannlegt að standa tárfallandi — sízt af öllu framan í öðrum —--------- Nú gripu hann líkar tilfinningar. Hann kysti móður sína, þrýsti henni svo fast að brjósti sínu að henni lá við að hljóða upp, henti sig svo á bak hestinum, án þess að koma við ístaðið, og þeysti burt. Við áreynzluna og hina ofsalegu reið, eins og sefaðist í bráðina söknuðurinn, sem nú bjó í sál hans. Hann átti eftir að kveðja unnustu sína. Hét hún Sigríður og átti heima í einum bæn- um, sem vegurinn lá framhjá til kauptúnsins — þar sem hann ætlaði að innritast í herinn þenna dag. Vissi hún um fyrirætlanir hans og átti von á honum. Mætti hún þessu með frábæru sálarþreki. Var réttnefnd kvenhetja, sem alt vill leggja í sölurnar fyrir frelsið og fósturlandið — jafnvel elskhuga sinn. Þau kvöddust í skóginum við hús hennar. Þar höfðu þau átt sfna hjartfólgnustu ástar- samfundi. — Reyndi hún að stilla harm sinn eftir megni, en fékk þó ekki tára bundist. “Þú ert sönn hetja, elskan mfn,” sagði Haraldur og reyndi alt hvað hann gat að tala í þau bæði kjark og hugarró. “Við skulum vona ait hið bezta. Land og þjóð þarfnast mín og eg verð að fara, en að strfðinu afioknu kem eg aftur — stálæfSur íslenzkur hermaður! Líf okkar hér f litla heimilinu okkar verður þá guðdómlegt ástar og drauma líf. Að skilnaði gaf hún honum litla ljósmynd af sér og bað hann geyma hana vel og vand- lega. Lagði hann myndina innan í bæna- kverið og stakk því svo 1 brjóstvasa sinn innan undir treyjuna — rétt yfir hjartanu þannig kvaðst liann skyldi geyma skilnaðar-gjöf unn- ustu og móðir. Enginn kraftur skyldi slíkt frá sér taka — ekki einu sinni dauðinn — — þrýsti hann svo brennandi skilnaðar kossi á varir unnustu sinnar, en hún vafði armlegg- jum sínum um háls hans. Sleit hann sig svo úr faðm-lögunum og hentist á bak hesti sín- um. Lcngi muna bygðar-búar það voða reið- lag hans. — Söknuðurinn braust ekki iit f tár- um, en varð þyngri og þyngri. Þenna dag ritaði hann sig í herinn í litla kauptúninu ofannefnda. Þar átti hann að bíða þangað til næsta morgun,' að lest legði í gegn, sem flytja átti hann til næstu her- stöðva. Kunningja sinn einn í bænum bað hann að flytja reiðhest sinn heim til föður síns. Einhverntíma vissi hann, að karli myndi renna reiðin, og engum trúði hann betur fyrir hesti sínum. Svo gekk hann út í skóginn, sem bærinn stóð hjá, og reikaði þar fram og aftur til kvöldsins. Skógurinn var sam-tvinnaður lífi hans; í skóginum hafði hann leikið sér í æsku, dreymt þar alla sína æskudrauma, og svo elskað — En nú voru hugsanir hans þungar eins og blý, hugurinn heima hjá unnustinni, móðurinni — og föðurmim. Honum féll ák-aflega ílla að skilja þannig [ við föður sinn. Fann það nú hvað hann hefði ætíð verið sér góður, þó geðríkur væri og við- hefði engin gæluorð. Myrkrið datt á og alt varð skuggalegt og dapurt. Lengi fram eftir nóttu lá hann undir einu trénu og endurminningarnar komu og fóru í huga hans. Hann mintist nú þess, er hann síðast hafði grátið. Þá var hann drengur á 12 árinu. Hundur, gamail æskuvinur hans, var orðinn það hró, að það varð að lóga honum. Faöir hans hafði skotið hann heim við húsin og svo dysjað hann þar skamt frá. Síðan hafði hann komið út í hlöðu til hans og sagt honum frá því — þá hafði hann yfirbugast af harmi og fengið hræðilegt grát-kast; hafði hnígið upp að barmi föður síns og grátið sig þreyttan. Faðir hans hafði ekkert sagt en haldið hon- um að sér, ag hann hafði fundið einhvern huggunar-yl streyma frá honum til sín — sem hann gleymdi aidrei. Hann stökk á fætur og hentist gegn um skóginn í áttint til húsanna. Trjálim barðist í andlit hans og blóðgað hann, en hann skeytti því ekkert. Er hann kom út úr skóginum til húsanna, sá hann að öll ljós voru sloknuð í íveruhúsum og fólk gengið til hvílu. Ljóstýru sá hann í einum glugga gistihúss þess, sem hann ætlaði að eiga nælurstað í. Götulampi á næsta horni sló eins og daufri drauga birtu yfir umhverfið. Er Haraldur gekk meðfram veggnum á gistihúsinu í áttina til dyranna, sá hann manns-skugga falla á vegginn. í sömu svipan kom einhver aftan að honum og náði í liönd hans. “Ætlarðu að fara án þess að kveðja föður- myndina þína. Lofaðu mér minsta kosti að taka í höndina á þér að skilnaði — hraustu höndina, sem lyfti svo vasklega stcininum í morgun.” Gamla manninum var svo mikið niðri fyrir að hann átti bágt með að tala. — “Fyrirgefðu mér vonzkuna í morgun,” hélt hann .samt á- fram í hásum róm. “Eg á svo bágt með mína stóru skapsmuni. En því máttu trúa, að það var af föðurrækt til þín að eg reiddist, en ekki skyldurækt til Þjóðverja. Þú varst réttur! — — Vertu blessaður æfinlega, Halli minn, fylgi þér guð og gæfa.” Er Sveinn hafði þetta sagt, virtist hann helzt vilja slíta sig burt og fara! En Haraldur hélt honum föstum. “Ertu virkilega kominn hingað, pabbi, alla þessa leið og um hánótt bara til að kveðja mig? Elsku, góði pabbi, á eg að trúa eigin augum og eyrum?” Svo leit hann hinn niðurbitna svip og lotnu ásýnd síns roskna föður, hans við- kvæma æskumannssál misti alt vald yfir sér — hann hallaðist upp að barmi föður síns og grét eins og barn------- Og faðir hans hélt honum að brjósti sínu alveg eins og í hlöðunni forðum. Daginn eftir lagði Haraldur af stað til næstu herstöðva, rórri í lund og með von- bjarta sál. Flowers telegraphed to all part of thc world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 19'f. Night and Sunday Sher. 2667. 289 DONALD STUEET, WINNIPEG. íslcnzki skotkappinn »e/Sn allir kannast við, sonur Snjólfs Aust- manns, ættaður af Ausaurlandi. Sargeant Austmann er særður og. fangi á Þýzkalandi. Sigurður K. A. Goodman frá Piney, Man. Er fæddur á Suðurlandi og er sonur Hreins bónda Hreinssonar. Særður og kominn heim aftur. Þorsteinn G. Ólafsson. frá Winnipeg, Man. haiin er sonur Guðlaugs smiðs ættaður úr Húnavatnssýslu. *- FriíJrik Bryn. Ó. Vopni frá Winnipeg, Man. * -* Foreldrar hans eru þau ólafur Vopni og Stefania Ingibjörg Arna- dóttir dáin fyrir 7 árum síðan.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.