Heimskringla - 16.12.1915, Page 6

Heimskringla - 16.12.1915, Page 6
BLS. 14 H E I M S K R I X G L A. WINNIPEG, 16. DESEMBER 1911. — Hver var hún?— ‘Þ-Eik fyrir. Flýtið þcr yður nú með matinn; eg er mjiig svangur’. Þjónustustúlka kom inn og lét mataráhðld handa tveimur á borðið. ‘Jlver skyldi eiga að borða með mér ’ hugsaði bar- úninn. Þessari spurningu var svarað með því, að lávarð- ur ltonald koin inn. Barúninn stóð upp og þeir horfðu undrandi hvor á annan. Barúninn áttaði sig fyrst og sagði: ‘Lávarður Ronald, þér og Ilelen hafið víst álitið, að þið væruð alveg laus við mig?’ ‘Það vonaði eg að minsta kosti’. Auðvitað. Þér vitið vel, að það má setja yður i fangelsi fyrir að hafa rænt dóttur minni. Eruð þið gift?’ ‘Nei. Eg vil ekki nota hjálparleysi liennar til sliks. F’yrir að bjarga henni úr sultar-fangelsi er mér engin hætta búin’. Barúninn varð liissa á slíku svari. ‘Er jarlinn með yður?’ spurði Ronald. ‘Nei, við erum skildir. Það er eitthvað dularfult í fari lians, sem eg kann ekki við’. ‘Þér hafið þá skift um skoðanir’. ‘Já, það liefi eg gjort; ckki í því skyni sami, að hún giftist yður. Eg er fátækur og skuldugur, og jarl- inn bauð mér stórfé til að fá Helenu, og eg samþykti tilboð hans’. ‘Eg bjóst við þvi, að þér munduð vilja selja Hel- enu’. Barúninn settist nú niður. ‘Setjist þér, lávarður Ronald’, sagði Clair; ‘við skulum tala um þetta cfni. Eg verð að játa, að mér þykir ekkert vænt um Helenu. Hún er sjálfgóð og hugsar ekkert um gæ.fu sína. Þar eð hún vill ekki gift: ast jarlinum, þá er eg kominn til að vita, hvort við get- um ekki komið okkur saman um samninga’. Ronald horfði forvitnislega á hann. ‘Að einni stundu liðinni fer eg til dóttur minnar; ef hún vill gefa mér helmingnn af tekjum sínum, — mnnist eg ekki framar á jarlinn við hana. ‘Hvernig á hún að vita, hvort þér eruð ekki að svíkja hana og tæla i gildru eins og áður?’ Hún veit það af því, að eg gæti ekkert grætt á því að svíkja hana’. Húsmóðirin kom nú með matinn og barúninn át með græðgi mikilli, eins og vani hans var. Að loknum dagverði var honum sagt, að vagninn hans biði við dyrnar. ‘Eg verð þá að yfirgefa yður, lávarður Ronald’, sagði barúninn. ‘FJg verð yður sainferða’, sagði Ronald. ‘Fæ eg sæti í vagninum, eða á eg að riða?’ ‘Ef þér eriið ákvéðinn i því að fara, þá getið þér setið i vagninum hjá mér’. Vagninn ók nú af stað með hraða, meðan vegur- inn var sléttur. ‘Leiðinlegt veður og vondur vegur’, sagði barún- inn. ‘Eg vona að ökumaðurinn sé ódrukkinn og eng- in hætta á ferðum’. 42. KAPÍTULI. Dugcild fer. Dauði frú Vavasour breiddist út meðal vinnu- fólksins með eldingarhraða. Allir höfðu elskað gömlu frúna og urðu nú afar-sorgbitnir. Enginn var þó jafn hryggur og Dugald; hann hafði nálgast rekkju hennar, fullur vonar og ástar, en héðan af gat hann ekki heyrt hana tala vingjarnlega til sín. Hann hopaði á hæl frá banabeði hennar; en þeg- ar Margery talaði til hans sem ‘húsbónda hallarinnar’, sýndi hann strax dugnað sinn, og sendi menn í allar áttir: til prestsins, lögmannsins og læknisins, og til allra í nágrenninu. Presturinn kom fyrstur; tók Dugald tali og reyndi að hugga hann. Edda bauðst til að hjálpa Margery, en hún sneri sér að Fiddu illskulega og sagði: ‘Yðar þarf ekki hér. Eg hefi klætt frúna í 40 ár, og ætla líka að gjöra það í síðasta sinn. Þér eruð naðra í þessu húsi, ungfrú Brend; þér hafið troðið yður inn í pláss herra Dugalds hjá frúnni. Guð fyrir- gefi yður, — það get eg ekki’. Edda varð alveg hissa. ‘Eg skil yður ekki, Margery. Eg er engin naðra, og að því, er frú Vavasour snertir, þá er ekki viðeig- andi timi að tala um þetta nú. Eg vona að giftast Dug- ahl, og því hefi eg heimild til að gjiira það sem eg get fyrir hina framliðnu’. ‘Þér — þér vonið að giftast honum’, hrópaði Mar- gery. ‘Yður skjátlar, hann getur ekki gengið að eiga vinnukonu; liann getur kvongast hverri hefðarmey sem vera skal, þó hann sé fátækur. Farið þér til her- bergis vðar. Eg get ekki horft á hið svikalega andlit yðar!’ Edda fór til herbergis síns. Hiin sá ekki Dugald fyrri en um kveldið, og þá var prcsturiiin að tala við hann, svo þau gátu ekkert talað saman. Um miðnaitti kom læknirinn. Lögmaðurinn var farinn til Inverness, þegar sendimaður Dugalds kom til heiinilis hans. Þriðja daginn var líkið lagt í kistuna og skreytt, en jarðarförin átti fram að fara að tveim dögum liðn- um. Algjörð kyrð var í höllinni; þeir, sem töluðu, hvísluðu orðunum hver að öðrum. Að kveldi þriðja dagsins kom Ronald, Helen, frú Bliss og Letty. Þeim var strax boðið inn, og sáu þeg- ar að veggir hcrbergjanna voru tjaldaðir svörtum dúk- um. ‘Er frú Vavasour dáin ’ spurði Ronald. ‘Hún dó fyrir þremur dögum og jarðarförin á fram að fara daginn eftir morgundaginn. Eg skal láta lir. Vavasour vita, að þið séuð komin. Hvaða nöfn á eg að nefna?’ spurði kjallaravörðurinn. ‘Það er nóð að segja, að ungfrú Clair, afkomandi frú Vavasour, sé hér ásamt nokkrum vinum sínuin’. Kjallaravörðurinn hneigði sig og fylgdi gestunum inn í rauða salinn, sem ekki var sorgbúinn. ‘Frú Vavasour er dáin’, sagði Helen. ‘Hvað eig- um við að gjöra? Við getum ekki verið hér’. ‘Við skulum vera hér þangað til jarðarförin er um garð gengin. Eg get fengið húsaskjól i Brae Town’. Nú kom Dugald inn. Helenu geðjaðist strax að honum og sagði: ‘Eg er Helen, frænka yðar, og sá eini lifandi af- komandi frú Vavasour auk yðar’. Dagald þrýsti hendi hennar hlýlega og sagði: ‘Það gleður mig að þér eruð komnar. Dauði ömmu minnar bar svo snögglega að, og gjörði mig svo I hryggan, að eg mundi ekki eftir að simrita yður’. ‘Við vissum ekki, að frúin var dáin, fyrri en við komum hingað. Herra Vavasour, leyfið mér að kynna yður vinum mínuni, frú BIiss og lávarði Ronald Charlton’. Dagald heilsaði þeim kurteislega. Hclen settist nú á stól. ‘Það verður nú nauðsynlegt að gjöra yður grein fyrír, hvers vegna við erum komin hingað. Eg kom hingað ásamt þcssum tveim vinum til að leita verndar frú Vavasour’. Hún sagði nú Vavasour alt viðvikjandi flótta henn- ar frá föðurnum. Haiin hlustaði á hana alvarlegur. ‘E!g er sannfærður um, að amma mín hefði veitt yður þá hjálp, sem þér leituðuð að. líg bið yður, á- samt vinum yðar, að dvelja hér i Storm Castle. Að jarðarförinni afstaðinni skal eg veita yður þá hjálp, sem í minu valdi er’. Helen og frú Bliss sainþyktu tilboðið, en Romld kvaðst ætla að dvelja i veitingahúsinu i Brae Town. Ilann fór þangað með sama vagninum og hann kom. F'rú Margery var sótt, og hún fylgdi gestunum tii þeirra herbergja, er gestum voru ætluð. Helen klæddi sig i þær fáu flikur, sem hún hafði meðferðis. ‘Nú er eg búin, Letty’, sagði hún. Eg veit ekki, hvort okkar er beðið niðri, eða að cinhver kemur að sækja okkur’. Þá var barið að dyrum. Letty iauk upp og inn kom Edda Brend. ‘Þér eruð ungfrú Clair, er það ekki? En eg er ung- frú Brend, sem var lagsmær frú Vavasour. Frú Macray, ráðskonan, tekur á móti flestum gestum; en hún er önnum kafin og bað mig að segja yður að hún gæti ekki sint yður fyrri en að einni stundu liðinni. E!n get eg gjört nokkuð fyrir yður á nieðan?’ ‘Iíg er yður þakklát, ungfrú Brend. Það eina, sem þér getið gjört fyrir mig, er að segja mér, hvernig dauða frú Vavasour bar að, — og hvort herra Vava- sour er kvongaður’. ‘Hann er ekki kvongaður’, sagði Edda. ‘Eg skal segja yður alt um frú Vavasour, þegar þér hafið neytt matar. Eg skal fylgja yður ofan í borðstofuna’. Að lokinni máltíð fylgdi Edda þeim inn í snoturt herbergi, sem nefnt var skrifstofan, og þar sagði Edda henni frá dauða frú Vavasour. Þær urðu lirifnar hvor af annari, Helen og F.dda, og áður en kveldið var liðið voru þær orðnar góðar vinstúlkur. Á ákveðnum degi fór jarðarförin fram, að við- stöddu inargmenni. Fáeinir af gestunum sneru aftur til hallarinnar, en flestir þeirra fóru heim. Presturinn og Ilonald urðu Dugald samferða. Ron- ald gekk með Helenu um garðinn. Vinnufólkið fór að tka svörtu tjöldin af veggjunum, en presturinn og Dug- ald gengu inn í bókaherbergið. ‘Er ekki lögmaðurinn komninn enn?’ spurði prest- urinn. ‘Nei. Margery gamla sendi annan mann eftir hon- um í dag’. ‘Þér vitið, góði vinur, að frú Vavasour skildi cftir erfðaskrá?’ ‘Nei, það veit eg ekki’. ‘Lögmaðurinn sagði mér, sama daginn og hann samdi erfðaskrána, að hún hefði arfleitt sér óviðkom- andi persónu að öllu, og að þér fengjuð að eins einn shilling’. ‘Amma min hugsaði þó vingjarnlega til min allra síðast, og ætlaði að bæta úr rangindum sínuin. Hver er erfinginn?’ ‘Eg held að ungfrú Clair sé erfinginn. Viljið þér rcyna að fá erfðaskrána gjörða ógilda?’ ‘Nei, aldrei. Og fyrst eg er gjörðu arflaus, fer eg af stað til Lundúna á morgun, og fer að vinna fyrir mér’. Dugald hraðaði sér í burtu, svo hann þyrfti ekki að mæta Ronald og heitmey hans, sem voru að koma. Hann gekk til herbergja þeirra, er frú Vavasour hafði notað, og fann Margery þar grátandi. Á næsta herbergi sat Edda; en Dugald sá hana ekki, þó dyrnar væru opnar. ‘Vertu ekki að gráta, Margery; liúsmóðir þin er komin þangað, sem enginn dauði á sér stað’. ‘Eg græt ekki yfir henni, heldur yfir herra Dug- ald. Því kemur ekki lögmaðurinn? Það er til erfða- skrá —’. ‘Eg veit það’. ‘Og öllum auðnum sínum arfleiddi hún ókunn- uga stúlku að — stúlkuna —’ ‘Eg veit það. Hefði amma mín lifað, þá hefði hún breytt erfðaskránni. En látum peningana fara. Eg get unnið fyrir mér’. ‘Það er of hart fyrir þann rétta erfingja. En það er ómöguiegt að bæta úr þessu. Ætlið þér að kvong- ast erfingjanum?’ ‘Eg að kvongast erfingja ömmu minnar Nei, og þúsund sinnum nci. Eg fer burtu í fyrra málið. Hvar er frú Macray?’ ‘í ráðskonu herberginu’. Dugald fór að finna hana. Þegar hann kom það- an aftur, mætti hann Eddu í ganginum. ‘Edda’, sagði hann. ‘Eg liefi fengið að vita, að amnia mín hefir gjört mig arflausan. Eg fer í fyrra- málið til Lundúna; en eg get ekki tekið þig með mér. Hvað ætlarðu að gjöra af þér?’ ‘Ungfrú Clair hefir beðið inig að vera lagsmær sín. Mér geðjast vel að henni. Er ckki bezt að eg sé kyr?’ ‘Jú, fyrst um sinn. Pig verð að finna okkur heim- ili, og svo kem eg að sækja þig. Við giftum okkur, þegar þú hefir fengið samþykki vinu þinnar’. Það þarf ekki að lýsa skilnaðarkveðju þeirra Dug- alds og Eddu. Að lienni afstaðinni, fór Edda til her- bergis síns, en Dugald fór að finna Helenu, og. bað hana að vera kyrra þangað til erfðaskráin væri lesin. Hann kvaðs eiga brýnt erindi til Lundúna og fara snemma næsta morgun. Og svo kvaddi hann Helenu og Ronald. Snemma næsta morguns fór hann. 43. KAPÍTULI. Erfðaskráin lesin. Undir kveldið sama daginn og Dugald fór, kom lögmaðurinn riðandi til hallarinnar. Hann hafði farið til Inverness og Edinborgar, og þar frétti hann lát frú Vavasour, og hraðaði sér því til Storm Castle. í Kirkfaldy frétti hann, að Dugald hefði farið til Lundúna, og þótti slæmt að liinn ungi, eðallyndi mað- ur var gjiirður arflaus. ‘En erfðaskráin skal verða ógild gjörð. Dugahl skal ekki missa það, sem hann með réttu á, af því fag- urt glæfrakvendi, er kunni að smjaðra fyrir gömlu frúnni, var arfleidd’, hugsaði hann Hann var reiður við F.ddu, sem hann áleit vera glæfrakvendi. F'yrir utan dyrnar fór hann af baki og‘ fékk hestagæzlumanninum hest sinn. Gekk svo upp tröppurnar og inn i forstofuna. Veggjaljöldin svörtu var búið að taka ofan; en ]iað var eins og andrúmsloftið segði frá því, að jarðar- för væri nýafstaðin. Kjallaravörðurinn, sem var í for- stofunni, ætlaði að ganga inn í annað herbergi; leit um öxl sér, sá gestinn, gekk til lians og hcilsaði hon- um. ‘Það hefir margt breyzt síðan þér voruð hér sið- ast’, sagði kjallaravörðurinn. ‘F'rúin er dáin, og þó það væri ekki nema eðlilegt, koin ]>að okkur alveg ó- vænt’. ‘Fig bjóst lika við, að hún myndi lifa nokkur ár enn’, sagði lögmaðurinn. ‘Og Dugald er farinn til Lundúna?’ ‘Já, herra minn. Hinn rétti erfingi er hrakinn burt, en —. Það er afar-hart’. ‘Hart? Það er skammarlegt. Hefði eg vitað —. Hvaða gestir eru hér?’ ‘Ungfrú Clair, ættingi liinnar framliðnu. Hún kom frá London ásamt vinkonu sinni, og þær eru nú í rauða salnum. Ungfrú Brend er þar líka og presturinn’. ‘Fig fer þá inn í rauða salinn. Eg er kominn i þeim erindum að lesa erfðaskrána og afhenda hana. Sendið þér Margery til mín, frú Machray líka og kom- ið þér svo sjálfur, br. Maedonald’. Kjallaravörðurinn hneigði sig samþykkjandi og fylgdi lögmanninum inn í rauða salinn. Þar inni voru þeir gestir, sem kjallaravörðurinn hafði nefnt. Edda stóð upp og heilsaði lögmanninum hæversklega og kynti honum svo gestina með aðdáan- legri kurteisi. ‘Mér þykir slæmt, að eg gat ekki komið fyrri’, sagði lögmaðurinn. ‘E!g þurfti að finna herra Dugald áður en hann fór til Englands’. ‘Hann veit að hann á nú engan arf í vændum’, sagði presturinn, ‘og því vildi hann ekki vera hér lengur. Eg benti honum á, að samkomulagi kynni að mega ná við erfingjann, en liann þverneitaði að reyna það’. ‘Eg skal finna hann og tala við hann’, sagði lög- maðurinn, ‘þó eg verði að fara til Englands til að gcta það. En tilgangurinn með komu minni hingað, var að lesa erfðaskrána og afhenda eigandanum hana’. Nú opnuðust dyrnar, og inn kom Margery, ásamt ráðskonunni og kjallaraverðinum. Lögmaðurinn mælti: ‘Þessar þrjár persónur voru vitni að undirskrift frú Vavasour undir erfðaskrána. margery, getið þér sagt, hvar erfðaskráin er geymd ’ ‘Já, herra minn. Frúin lagði hana í leyniskúffu í hallborðimi sínu’. ‘F'ylgið þér mér þá að hallborðinu, Margcry. Sira Macdougal og lávarður Ronald, gjörið þér svo vel, að koma með mér sem vitni’. Þeir fóru með Margery og sóttu erfðaskrána. Lögmaðurinn stóð við borðið, en gestirnir og Edda settust á stóla í nánd við hann. Vitnin stóðu við dyrnar. Hann opnaði umslagið og las hægt og skýrt upp- talninguna á öllum eignum frú Vavasour, og að síð- ustu niðurlagsorðin: ‘Alt þetta gef eg og skil eftir, án nokkurrar takmörkunar, ásamt öllu lausafé mínu, skrautmunum og verðmiklum hlutum, bókasafni, hest- um og öllu öðru, ser.i eg er eigandi að við dauða mir.n — hinni ungu lagsmær minni, Eddu Brend að nafni’. ‘Og eg gef sonarsyni sonarsonar mins, Dugald Vavasour, einn shilling, sem vitnisburð um mat mitt á eðliseinkennum hans og hugþokka hans til min’. Duðþögn fylgdi á eftir upplestrinum. Vitnin könnuðust við undirskriftir sínar. Presturinn var vandræðalegur; hann hé-lt að Helen væri erfinginn. Edda sat sem steini lostin. ‘Eg skil þetta ekki’, sagði hún. ‘Meiningin er, ungfrú Brend’, sagði lögmaðurinn kuldalega, ‘að sainkvæmt þessari erfðaskrá eruð þér eigandi að öllum eftirlátnum cignum frú Vavasour, og að þér fáið 50,000 punda árlegar tekjur; en af þessu leiðir, að afkomendur McFingal og Vavasour ættarinn- ar verða betlarar’. Það var sem Edda fengi hnífstungu, er hún heyrði þessi bitru orð. Hún leit með hægð á Ronald og Hel- enu. Helen rétti henni hendi sína vingjarnlega. ‘Leyfið mér að samfagna yður yfir þessu láni’, sagði Helen. ‘Eg sé að yður kemur það óvænt; en eg veit, að það er verðskulldað’. ‘Þér eruð mjög vingjarnlegar, ungfrú Clair’, sagði Edda þakklát. Svo leit hún fast á lögmanninn og sagði: ‘Eg held eg skilji þetta ekki til hlítar ennþá. Er það meiningin, að Dugald Vavasour fái að eins einn shilling af öllum eignum ömrnu sinnar?’ Lögmaðurnn kinkaði kolli. ‘Er það meiningin, að eg sé eigandi að öllum fjár- munum frú Vavasour?’ Lögmaðurinn kinkaði kolll aftur. Það var svo mikil ánægja, sem kom í ijós á svip Eddu, að Helen fór frá hcnni, og hinir horfðu undr- andi á hana. ‘Alt er mín eign -— mín eign!’ sagði Edda og hreim-1 urinn í rödd hennar lýsti svo niiklum fögnuði, að þeir, sem til hennar heyrðu, reiddust. ‘Ef engin erfðaskrá hefði til verið, hver hefði þá orðið erfinginn, lierra lögmaður?’ spurði Edda. ‘Dugald Vavasour. Hann er löglegur erfingi, ef engin erfðaskrá væri til’. Augun hennar Eddu geisluðu af ánægju, og meiri roði færðist í kinnarnar. Þeir, sem til staðar voru, fjarlægðust hana, en urðu þó að dást að fegurð hennar. ‘Eg er yður þakklát, herra lögmaður’, sagði hún brosandi. ‘Eg er glaðari í dag, en eg hefi nokkru sinni búist við að verða’. Áður en varði gekk Edda að ofninum, og lagði erfðaskrána ofan á brennandi viðinn, sem logaði í honum. Að augnabliki liðnu var ekki annað eftir af erfðaskránni en aska. Allir störðu á hana mállausir af undrun. Loksins kallaði frú Bliss: ‘Eruð þér brjálaðar? Vitið þér hvað þér hafið gjört?’ Svipur Eddu var nú sannarlega fagur. ‘Já, frú’, sagði hún róleg. ‘Eg hefi eyðilagt mjög óréttlátt skjal, sem frú Vavasour hefði eflaust eyðilagt sjálf, ef hún hefði lifað. Það tilheyrir ekki ókunnugri og óviðkom- andi persónu, að erfa Storm Castle. Herra Vavasour verður að fá eign sína, sem réttur erfingi, en ekki sem gjöf frá neinum. En eg er nú ináske ekki eins eðal- lynd og þið ætlið’, sagði hún brosandi. Lögmaðurinn eins og vaknaði af svefni, svo mikla undrun fékk breytni Eddu lionum. ‘Eðallynd’, endurtók hann. ‘Þér eruð sú eðallynd- asta kvenpersóna, er eg hefi nokkru sinni kynst. Eg bið yður fyrirgefningar á þeim vondu hugsunum, sem eg bar til yðar. Það var heppilegt, að frú Vavasour arfleiddi yður. Hefði hún arfleitt ungfrú Cameronl Ungfrú Brend, eg lofa yður þvi, að þér skuluð ekki hafa sýnt þetta eðallyndi yðar að gagnslausu. Viljið þér leyfa mér að þrýsta hendi yðar?’ ‘Eg hefi ekki gjiirt neitt sérlega hetjulegt’, svaraði Edda brosandi; ‘en hendi inina megið þér þrýsta, ef þér viljið’. ‘Má eg líka þrýsta hendi yðar ’ sagði presturinn. ‘Þér hafið í dag framkvæmt starf, sem er i fögru sam- ræmi við kristnina’. ‘Ó-nei, segið þér ekkert slíkt’, sagði Edda hálf- skelkuð. ‘Fig hafði enga heimild til þessa auðs, þó eg væri arfleidd að honuin. Nei, ungfrú Clair; nei, lá- varður Ronald, — ekki eitt orð’. Fin Helen kom og kysti hana innilega, og Ronald þrýsti hcndi hennar. ‘Auðvitað hefir ungfrú Brend gjört rétt’, sagði Margery; ‘en live oft finnum við manneskjur, sem fórna svo miklu til að gjiira rétt? Guð blessi yður, ugnfrú Brend. Nú er þá Dugald húsbóndi hér’. ‘Við verðum strax að ná í hcrra Vavasour’, sagði lögmaðurinn. ‘Eg legg af stað á morgun til að ná 1 hann. Og nú, frú Macray, ef þér getið gefið mér kveld- verð, þá skuluð þér sannfærast uih, að eg hefi betri matarlyst, en eg hefi liaft um vikutíma’. Þjónarnir fóru nú út, oð fám minútum síðar kom kjallaravörðurinn til að fylgja McKay til herbergis hans, þar sem hann hafði fataskifti og gekk svo ofan í borðsalinn. — Þegar hann hafði neytt matar, sagði hann: Macdonald, eg fer nú inn í bókaherbergið um stund. lir nokkurt ljós þar?’ Innköllunarmenn Heimskringlu- 1 CANADA. F. Finnbogason..................Árborg F. Finnbogason..................Arnes Magnús Teit.....................Antler Pétur Bjarnason.................St. Adelaird Páll Anderson___________________Brú Sigtr. Sigvaldason..............Baldur Lárus F. Beck...................Beckville F. Finnbogason..................Bifrost Ragnar Smith....................Brandon Hjálmar O. Loftson..............Bredenbury Thorst. J. Gfslason_____________Brown Jónas J. Húmfjörd...............Burnt I.ake B. Thorvordsson...................Oalgary óskar Olson.....................Churchbrigde J. T. Friðriksson..............Dafoe, Sask. St. O. Eiríksson...............Dog Creek .T. H. Goodmanson_______________Elfros F. Finnbogason..................Framnes John Januson.....................Foam Lake B. Þórðarson....................Gimli G. J. Oleson....................Glenboro F. Finnbogason..................Geysir Bjarni Stephansson..............Hecla F. Finnbogason__________________Hnausa J. H. Lindal....................Holar Andrés J. Skagfeld.............Hove Sig. Sigurðsson..................Húsawick, Man. Jón Sigvaldason................_Icelandic River Árni Jónsson....................ísafoid Andrés J. Skagfeld______________Ideal Jónas J. Húnfjörð...............Innisfail G. Thordarson.................. Keewatin, Ont. .Jónas Samson...................Kristnes J. T. Friðriksson...............Kandahar Thiðrik Eyvindsson..............Langruth Oskar Olson...._________________Lögberg Lárus Árnason___________________Leslie P. Bjarnason...................Lillesve Eiríkur Guðmundsson............Lundar Pétur Bjarnason.................Miarkland Eiríkur Guðmundsson____________Mary Hill John S. Laxdal..................Mozart Jónas J. Húnfjörð...............Markerville Paul Kernested..................Narrows Gunnlaugur Helgason.............Nes Andrés J. Skagfeld,.............Oak Point St. O. Eirikson.................Oak View Pétur Bjarnason_________________Otto Sigurður J. Anderson____________Pine Valley Jónias J. Húnfjörð..............Red Deer Ingim. Erlendsson...............Reykjavík Wm. Kristjánsson................Saskatoon Snmarliði Ivristjánsson.........Swan River Gunnl. Sölvason.................Selkirk Runólfur Sigurðsson.............Seinons Paul Ivernested.................Siglunes Hallur Hallson..................Silver Bay A. Johnson......................Sinclair Andrés J. Skagfeld..............St. I.aurent Snorri Jónsson..................Tantallon J. A. ,1. Lindal................Victoria B.C. Jón Sigurðsson..................Vidir Pétur Bjarnason.................Vestfold Ben B. Bjarnason----------------Vancouver Thórarinn Stefánsson............Winnipegosis Ólafur Thorleifsson.............Wild Oak Sigurður Sigurðsson...............Winnipeg Beacb Thidrik Eyvindsson______________Westbourne Paul Bjarnason..................Wynyard O. W. Olafsson..................Winnipeg í BANDARÍKJUNUM. Jóhann Jóhannsson...............Akra Sigurður .Tohnson Jóliann Jóhannsson Cavalier S. M. Breiðfjörð S. M. Breiðfjörð Gardar Elís Austmann Grafton Árni Magnússon Hallson Jóhann Jóhannsson _Henscl G. A. Dalmann Ivanhoe Gunnar Ivristjánnson Milton, N.D. Col. Paul Johnson Mountain G. A. Dalmann .Minneota Einar H. .Tohnson Spanish Fork Jón Jónsson, bóksali.. Sigurður Jónsson_________ _SvoId .Upham

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.