Heimskringla - 20.01.1916, Síða 2

Heimskringla - 20.01.1916, Síða 2
•LS. 2 HEIMSKRINGLa. WINNIPEG, 20. JANÚAR 1916. Að fóðra varphænur. Aldrei er eins mikið varið i cggin eins og um miðjan veturinn; þá er vanalega svo lítið um þessa vöru, uS ný egg seljast dýrum dómuin, og kver maður, sem þá hefir varphæn- bt í góðu lagi, svo að nokkru nemi. getur stungið góðum skilding i vas- aan eða lagt inn á bankann. sem er kaðan af betra. Þá eru oft sjúkir men nþurfandi fyrir ný og góð egg. ►cir komast ekki af með gömlu egg- ia, þó að þau séu óskemd. Þeir þurfa að fa ný egg og ekkert annað. Bóndinn hefir hænurnar og hann ætti að hafa eggin, nóg af þeim, ef a8 hann hefði rétta fæðu handa hænunum; en samt er það ekki ætiö snro, því að hann hefir ekki n^„ af eggjunum, einmitt þegar hann þarfn- ast þeirra mest af öllu. Fóðrið. Aðalfæðan ætti að vera hveiti- korn, og skal gefa óspart af því kvdd og morgun og dreifa korninu í stráið á gólfinu. En stráið eða und- úrburðurinn ætti að vera 8 þuml- uagar á dýpt. Ein hnefafylli handa hverjum tveimur hænuin tvisvar á dag ætti að vera hæfilegt, eða þá að gcfa hænunum rétt svo mikið, sem þær éta upp og ekki meira. Miklu hættara er við að offita stórvaxnar kænur en smáar. Ef að menn snúa stráinu með forknum, þá sjá menn rd, hvort hænurnar éta upp eða okki. Og hver einn verður að segja sér sjálfur, hvort hann gen hænum aáaum of inikið eða of lítið. Ef að bænurnar rifast um hveitið eða velta bver um aðra. þegar þær eru að keppast eftir að ná í kornin, þá er iætt við, að þeim sé of lítið gefið. ►að er vandi að segja, hvort verra sé, að gefa hænum of lítið eða of vikið, en hvorttveggja er skaðlegt. ►ví að sé hænan annaðhvort of feit eíla of mögur, þá verpir hún ekki. l>ur mjölgrautur. Ef að menn fóðra hænuna með þurrum mjölgraut (mush) af ein- fcverri tegund, þá er ekki hætt við, i-8 þær fái of lítið fóður. Ef að hæn- urnar ná æfinlega i þenna þurra graut, þá eru þær saddar, þegar þær setjast á hreiðrið. Heilu hveitikorn- in og þessi þurri mjölgrautur eru tvaer alveg ólikar fæðutegundir. og vanalega fær hænan nóga hreyfingu við það ,að bera sig eftir korninu, og getur þá bætt við sig þvi sem henni likar af grautnum. Margar tegundir fæðu má nota til þess, að búa til graut þenna hinn þurra. En muldir (crushed) hafrar aetla eg þó að séu beztir og ódýrast- ir aJlra fæðutegunda. Ágætt er þó að breyta til um tegundirnar, og er það auðvelt fyrir bændur i sveitum Éti, með þvi að hafa stundum einn hluta af byggi móti tveimur af hveiti — hvorutveggja muldu (crushed). Saman við þetta iná líka blanda höfr um, en hænunum verður ekki eins gott af þeiin heilum eins og muld- irm. Gott er að gefa hænunum hveiti aft morgni, en bygg að kveldi, eða þá hveiti>&nnan daginn, en bygg hinn daginn. Þetta gjörir fæðuna hreytilegri fyrir fuglana, þegar þeir fá þá mjölgrautinn þurra að auki. Á stórvöxnum hænum hefir það 1 kk ast vel, að fóðra hænurnar þessum graut í hænsnatrogi (hopper), eink- um Orpington kynið. Gott er og að gefa handfylli sina af muldum við- arkolum, saman við tiu pund af muldum höfrum, eða saman við aðr- ar tegundir af mjölgraut þessum. Bændur geta og mulið eða stykkjað saman sinn partinn af hvoru. byggi, hveiti og höfrum, og passa það, að stykkja kornið vel. — Einn hluti hrauðs og einn hluti stykkjaðra bafra er líka góður þurr grautur hauda hænum. Þennan graut má einnig blanda vatni einu sinni á dag og blanda þá hrauðmolum saman við; en ekki má vatnið vera mikið, svo þetta fari í klessur; það á að eins að vera rakt. ►annig lagaður votur eða rakur grautur herðir á hænunum að verpa. Þegar inenn nota sér alfalfa eða clover, þá verður að skera það mjög smátt, hclla á lieitu vatni og blanda við grautinn. Eða þá að menn kasta því lausn i hænsnastýjuna, tvisvar eða þrisvar i viku, svo að hænurnar tíni laufin af stöngunum. Ilvort- tveggja er ágæt varpfæða. Fáeinar næpur (mangcls) ættu menn að gefa hænunum einu sinni á dag eða ann- an hvern dag. Er það góð og hand- hæg aðferð, að reka nokkra nagla í hænsnahúsið, hér um bil 18 þuml- unga frá gólfinu, og hengja svo sína næpuna á hvern nagla; en skera þær fyrst í tvo helminga eftir lengdinni. Drykknr hænanna. Ef að menn hafa áfir eða súrmjólk þá er bezt að gefa hænunum svo mikið af þes«u, sem þær vilja drekka. En sé þeim gefinn þessi drykkur, þá skal ekkert vatn gefa þeim. Panna er bezta ilátið, að gefa þeim drykkinn í, og skal hún vera 10 til 12 þumlungar i þvermál og fjögurra þumlunga djúp. Gæta verð- ur þess, að verka pönnu þessa vand- lega á degi hverjum. f A Spurningar og svör. | Eftirfylgjandi spurning stóð í síð- asta blaði: — Hvaða verðmæti hefir undanrenn- ing á móts við shorts og bran? Er gott að gefa hana til mjólkurkúa? SVAR. — Til þess að fá hugmynd um fóðurgildi ‘shorts’, ‘bran’ og und- anrenningar, þurfum vér að ihuga samansetningu þessara fóðurteg- unda. Bran er fyrsta húðin af hinum ýmsu korntegundum (hveitinu) og hefir þar af leiðandi talsvert af olíu og holdgefandi cfnum. í þessari yztu húð er efni, sem ‘phytin’ kallast, og er álitið að hafa mjög leysandi á- hrif; má þess vegna aldrei gefa of mikið af því eða eintómt, hversu næringarsamt sem það kann að vera. ‘Bran’ hefir alla þá málma, sem kýr- I in þarfnast til að byggja upp vöðva. j bein og mjólk, nema kalkefni; verð- I ur þess vegna að gefa um leið aðr- ar fóðurtegundir, sem eru rikar af þessu efni, svo sem smára-hey eða alfalfa. Alfalfa er jafnframt ríkt af holdgefandi efnum. Shorts er önnur og þriðja húðin af hveitikorninu, og hefir þess vegna meira af fitubyggjandi efnum og lin- sterkju en ‘bran’, en minna af málm- um og holdgefandi efnum. Ef hest- um ér gefið of mikið af ‘shorts’, myndast deig eða kiistur i magan- um, og er þeim þá mjög hætt við iðra-kveisu. Alt fyrir þetta er shorts ágætt fóður, en ætti ekki að gefast hestum, eða of mikið af þvi mjólkur- kúm, þvi það hefir þau áhrif, að þurka upp mjólkina, cf að gefið er eintómt. Það innihcldur alt önnur efni, en kýrin þarfnast til að búa til mjólk. Aftur er það ágætt fyrir allar skepnur, sem á að fita fljótlega til markaðar. Malaðir hafrar og bygg, blandað með brani, er auðvitað bezt fyrir kýr; en hafrarnir eru oft- ast svo dýrir, að ekki borgar sig að kaupa þá. Undir þeim kringumstæð- um verður að gefa ‘shorts’, en hreint ekki nema til helminga. Mætti þá gefa bran, sinára og oliukökur til að bæta upp þau efni, sem annars yrðu ónóg. Undanrenning hefir tiltölulcga meira af ösku og holdgefandi efn- um en nýmjólkin, þar sem smjörfit- an er frádregin, en hér um bil það sama af vatni (eða 87 prósent). Verður þess vegna að bæta hana upp með fóðurtegundmn, sem eru ríkar af kolaefnum og linsterkju. Tilraunir voru gjörðar á einu fyrirmyndarbúi i Connecticut til að prófa fóðurgildi undanrenningar handa injólkurkúm. Af 24 kúm voru að eiiis 4, er fengust til að drekka hana. Mjólk var gefin i staðinn fyrir hclming komtegundanna, og voru þannig gefin 8 pund af undanrenn- ingu í staðinn fyrir hvert pund af fóðurbætir, er þær mistu. Þannig voru 2000 pund gefin hverri kú. Mjólkurmagnið hafði liækkað svolít- ið og um leið var kornmatur sparað- ur. En eftir algengu verði kornsins, sem sparað var, fengust með þessu móti I!) cents fyrir hver 100 pund af undanrenningu. En með því að gefa svínum hæfilega mikið af und- anrenningu daglega, fengust þann veg 46 cents fyrir hver 100 pund af! undanrenningu. — Ef bændur hafa rnjög mikið af undanrenningu, er 1 auðvitað betra að gefa kúnum hana, heldur en að láta liana fara til spill- is, en mfiri arður fæst fyrir hana 1 með þvi, að gefa hana öðrum skepn- um, svo sem svínum, kálfum og j hænsnum. —S.—- > Bezt væri, að sem flestir bændurj notuðu sér spurningadálkinn, þvi I með því móti fá þeir að vita það, sem þeir hafa áhuga fyrir, og kæmi þvi að notum. —S.— Æskulýðurinn :—i inn. Fjársjóðurinn á meðal hólanna. Frumsamin grein á ensku af Kristínu tírgnjólfsson, XI. Grade, á Gimli skólanum. Það var i litlum bjálkakofa, sem stóð i útjaðri þorps éins í Nevada, að kona nokkur sat við að hreinsa og bæta föt. Það voru fötin af drengnum hennar, sem henni þótti svo undur vænt um. Hann var eina barnið, sem hún áttl, og var nú átj- án vetra gamall. Næsta dag ætlaði hann að fara að heiman úr móður- húsum í fyrsta skifti. Konan var i djúpum hugsunum og tár drupu nið- ur á fötin við og við. Drengurinn var utan við kofann, að kljúfa eldivið, og vann liann af kappi, svo að móðir hans hefði næg- an forða á meðan hann væri fjarver- andi. Hann var hár og vel vaxinn, með dökkleitt, hrokkið hár og dökk- brún, skær og einbeittleg augu. Sorg- arblær hvildi yfir andliti hans, því nú hlaut hann að skilja við móður sína, sem var eini ættingi hans. I'að ir hans var dáinn fyrir löngu. Hann hafði aldrei séð föður sinn. Móðir hans var hans sannasti og bezti vin- ur; en ,nú hlau( hann að skilja við hana, og fara einmana út i veröld- ina. Sú tilhugsun var alt annað en geðfeld. llann hafði hjálpað móður sinni og unnið fyrir hana alt af, eftir þvi sem orka hans framast leyfi; en hin- ar litlu tekjur nægðu að eins til þess að seðja liungur þeirra. Ilann stað- réði því að reyna hepni sína á fjar- lægum stað. Ilann vann af kappi, þangað til hann hafði klofið stóran hlaða af eldivið, þá gekk hann inn og reyndi að lita út eins og hann væri glaður og vongóður. Móðir hans tók hon- um með bros á vörum, enda þótt augu hennar væru tárvot. Þau töl- uðu vonglöð um framtíðina, þangað til þau lögðust til svefns. Húsfrú Howard vaknaði snemma næsta morgun, og fór með hægð yfir að rúmi drengsins sins, sem henni þótti svo undur vænt um. Hún beygði sig yfir hann, þar sem hann svaf. Varir hennar bærðust Htið eitt og tárin drupu af augum henn ar, er hún flutti viðkvæma bæn til guðs, og bað hann að styrkja son sinn til þess að standast freistingar heimsins og halda hlifisskildi yfir honum, þegar enginn væri nærri til að hjálpa honum og leiðbeina, eins og hún hafði gjört með ást sinni og uinönnun. Svo gekk hún með hægð frá rúminu og fór að búa Vit rnorg- unverð. Að þvi loknu vakti hún drenginn sinn, sem þá klæddist i hasti. Morguninn var fagur og sólin sendi fyrstu geisla sína inn i litla kofann, uppljómaði andlit húsfrú Howard og færði von og gleði i hjarta hennar. Bill flýtti sér að matast, svo að hann hefði nægan tima til að ná i morgunlestina, sem átti að fara vestur hjá kl. 7. Svo kvaddi hann móður sina innilega og lagði af stað með fataböggul undir hendinni. Við og við sneri hann sér við til þess að veifa hendinni til móður sinnar, sem stóð i dyrunum og horfði á eft- ir honum með tárvotum augum. Hann kom á stöðina i tæka tíð, fékk sér sæti i lestinni og fór að hugsa um framtið sina. Hann hafði að eins fáeina dollara í buddunni, þvi hann hafði skilið móður sinni eftir alt sem hann mátti missa. Lestin brunaði gegnum fagurt út- sýni. En BiII sá það ekki, þvi hann starði hugsandi út í bláinn. Hann vissi af nýrri gullnámu vestur i Iíaliforniu og ásetti sér að leita gæf- unnar þar. Áfram, áfram þaut lestin, unz hún nam staðará lítilli járnbrautarstöð, sem Kiel hét. Þar var að eins ein búð og póstafgreiðslustofa i sam- bandi við hana. Bill fór af lestinni og gekk inn i búðina. Inni var hóp- tir yf námamönnum, sem biðu eftir póstsendingum. Athygli Bills drógst ósjálfrátt að einum manni. Hann var gamall og gráhærður. Áugun voru snör, þrátt fyrir háa aldurinn, og í svipnum lýsti sér greind. Gamli maðurinn sá þegar, að Bill var ókunnugur þarna. Hann gaf sig þvt á tal við hann; en það leiddi til þess, að hann bauð honum að koma með sér. Bill þáði það boð fegin- samlega. Gamli maðurinn, sem hst Jack- son, hafði komið með hest og kerru, svo að þei'r óku heim að bústað hans. Bill fékk brátt að vita, að gamli maðurinn átti mikið af námu- löndum i Hóla-námunum. Þeir oku áfram eftir bugðóttum vegi, sem la með köflurn eftir gljúfurbrúnum og sumstaðar eftir dalbotnum, unz Jieir komu að litlum kofa, sem var mn- kringdur af mörgum smærri kofum. Bill vissi, »ð verkainenn Jacksons mundu búa í þessum ininni kofum. Þeir bundu hest sinn og gengu siðan inn i stærsta kofann. Litil, gömul kona tók á móti þeim og bauð þeim að setjast að kveldvcrði. Bill tók til matar með góðri lyst og þakk- látum huga, því hann hafði ekki borðað siðan um morguninn. Eftir litla stund var hann farinn að tala við gamla manninn og konuna, eins og þau væru gamlir kunningjar hans og um kveldið var hann ráðinn sem verkamaður hjá Jackson. Snemma næsta inorgun gekk Bill til vinnu ineð öðrum verkamönn- um Jacksons, sem honum virtust vera viðfeldnir, að undanteknu þvi, að framkoma þeirra var frekar klúr. Hann kunni brátt vel við sig á mcðal þeirra. Bill gekk að verki á hverjum degi með iðni og ástundunarsemi, ■ og vann sér traust og vjrðingu .lack- sons með sinni prúðúiannlegu fram- komu og dyggilegu starfsemi. Á sunnudögum og ástundum eftir að hinum daglegu störfum var lok- ið, varð BiM oft reikað á meðal hól- anna. Hans uppáhalds dvalarstaður var i litlum dal, sem var umgirtur af fjöllum á allar hliðar. í skauti dals- ins hvildi undur fagurt, kyrlátt, glampandi stöðuvatn. Umhverfis það söfnuðust saman ýms dýr úr skógunum, sem uxu i dalnum og fjallahlíðunum. Það virtist svo, sem náttúran hefði útvalið þennan stað og hefði sérstakar mætur á honum, svo yndislegur var hann í augum Bills, sem eigi höfðu litið slika nátt- úrufegurð áður. Það var einn undurfagran sunnu- dags morgun, að Bill sat á viðar- drumb fram við glitrandi vatnsflöt- inn. Athygli hans var dregið að önd, sem var að kenna ungum sínum að synda. Kyrðin var hrifandi og gagn- tók hann. En svo heyrði hann alt í einu brak i runna nálægt sér. Hann hugsaði, að eitthvert dýr væri i runnanum, og lét ekki á sér bæra. — En hvað var þetta? Fögur hönd seildist út úr þéttum runna og sveigði greinarnar til hliðar. Fram úr runnanum stökk ung stúlka. Hún nam staðar og leit í kringum sig, auðsjáanlega hrifin af náttúrufeg- urðinni; svo gekk hún eftir vatns- bakkanum. Bi'll veitti henni athygli, J>ar sem hún gekk i áttina tll hans. Svo leit irt, sem hún yrði sér þess ineðvit- andi, að mannleg vera væri i ná- lægð. Hún leit upp og augu Jieirra mættust. Undrunaróp leið frá vör- um hennar, og hún ætlaði að Icggja á flótta eins og hrædd hind. Bill stökk til og stöðvaði flótta hennar. Ótti hennar hvarf brátt, því hún las út úr svip hans, að ekkert var að óttast. Hún leit út fyrir að vera ekki yfir 16 veíra gömul. Hún bafði mikið, dökkbrúnt hár, sem hékk í fléttu niður á bak. Augun voru djúp og blá og hörundsliturinn var brúnleitur og hraustlegur. Kjóll hennar var stuttur, eins og vel átti við í fjalla- landi. Þau gengu áfram. Hann fékk að vita, að heimili hennar var skamt í burtu. Faðir hennar var námamað- ur, og hafði fluzt að austan, þegar hann var á unga aldri; þetta var hennar uppáhaldsstaður, fram við vatnið; en sökum Jiess, að móðir hennar hafði verið veik, hafði hún ekki komið Jiarna um langan tima. Bill sagði henni frá móður sinni, sem væri alein heima, og ýmislegt frá æskuárum sinum. 'Þau voru svo sokkin niður i samræður, að þau veittu því ekki eftirtekt, - að sólin, sein aldrei skeikar i þvi, að skrá rétt á tímans spjöld, var að hverfa á bak við fjöllin. Eftir örstutta stund færðist rökkrið yfir. Þau skildu við hliðið hjá heimili föður hennar og mæltu ser mót næsta kveld við vatnið. Tíminn leið. Bill vann af tvöföldu kappi, þvi gleði hans yfir að eiga von á að sjá Sylviu á hverju kveldi, gjörði verkið léttara. Þegar Bill hafði unnið dyggilcga fyrir Jackson í hálft ár, var það einn dag, að Jackson tók hann tali á skrifstofu sinni. Sagðist hann vera BLUE RIBBON KAFF/ OG BAK/NG POWDER Vér bjóðum yður að prófa hinar hreinu og ófölsuðh Blue Ribbon fæðu- tegundir eingöngu á vorn eiginn kostnað Vér ábyrgjumst að þær séu algjörlega hreinar og í fylsta máta góðar. Ef að yður líka þær ekki að einhverju leyti, þá getið þér komið með þær í búðina aftur og fengið peninga yðar. orðinn gamall og ekki vera fær um, að sjá um eignir sinar. Sagðist eng- an erfingja eiga, og gæti þvi Bill tekið við öllum eignum sínum, að undanteknu l>ví, sem hann og kona hans þyrftu með, það sem eftir væri æfidaganna. Bill þakkaði honum með mörgum fögrum orðum, og réð sér varla fyr- ir gleði; Jiví nú átti hann kost á, að láta móður sína fá betra heimili, heldur en han hafði nokkru sinni dreymt fyrir, og nú gat hann látið henni líða vel. Um kveldið fór hann með glöðu hjarta á fund Sylviu; þvi nú gat hann spurt hana þeirrar spurningar, sem hafði brunnið á vörum hans um langan tima. Ennþá glaðari fór han-n þó af þeim fundi, því hún hafði lofast honum. • Hann keypti landspildu við vatn- ið, þar sem hann sá Sylviu fyrst. Og eftir stuttan tima hafði hann látið byggja þar litið en snoturt hús, sem prýddi dalinn. Bill fór austur með Sylviu til móð- ur sinnar. Þar giftust þau, í gamla bjálkakofanum. Siðan settust þau öll að í litla húsinu í dalnum og voru virt af öllum.— Bill fór i fyrstu til gullnámanna til að leita auðæfa og hann fann dýrmætasta fjársjóð- inn á meðal hólanna. Æfisaga húsflugunnar. (Sögð af henni sjálfri). Eftir Hannveigu Ingjaldsson. IX. Grade. Eg kom í heiminn 15. júní i sorp- haug á óþrifalcgu heiinili. Það var mjög heitur dagur. Eg átti hundrað niutíu og níu bræður og systur, og vorum við öll i sama haugnum. Við vorum ósköp ósjálfbjarga og mátt- lítil i fyrstu, en okkur óx smásaman fiskur um hrygg, og 23. júní var eg orðin stór og sterk og fær i slarkið. Eg fór að heiman og byrjaði að litast um i heiminum. Sá eg þar ýmsa furðulega hluti. Eg var í bezta skapi, því veðrið var inndælt, og sólin sendi ylgeisla sína til að verma mig. Eg mætti mörgum sain- löndum minum og kinkaði eg tii þeirra kollinum glettnislega, eins og eg vildi segja: “Sæll landil Hvuð er þér á höndum?” Þegar eg hafði flögrað í kring um hríð, sá eg mykjuhaug hjá fjósi einu. Eg settist á hann um stund til þess að hvila mig og litast um. Eftir dvöl mina þar, flaug eg i áttina að húsinu, sem þar var nærri. Eg fann matarlykt og mig sárlangaði til að komast inn í húsið og setjast að snæðingi. Það var net fyrir öllum gluggum og dyrum, svo eg var i dá- litlum vandræðuin. Eg flögraði i kring og fann þá stað, þar sem úr- gangi og skólpi hafði verið kastað. Fór cg þegar að skoða þetta og fékk eg þar dálitla næringu. Eftir litla stund flaug eg burt til að gjöra aðra tilraun til að komast inn i húsið. Var eg þá heldur sóðaleg um fæt- urnar, þvi að eðlisfari eru þeir lim- aktugir og loðnir; toldi þvi mykja við þá og svo sori og sóttkveikju- gerlar úr sorphrúgunni. Nú var eg hepnari en í fyrra skift- iö, þvi þegar eg kom að húsdyrun- um, var ofurlítil rifa milli stafs og hurðar. Eg skreið inn, án þess að beiðast inngöngu eða þurka af fót- unum á mér, því víkingar fara ekki að Iöguin. Þegar eg var komin inn, var eg hissa á að sjá svo marga af frændum minum og systkinum þarna inni. Eg kom fyrst inn í ^ld- hús og var þar ofboð lilýtt og nota- legt. Enginn var i eldhúsinu, en fólk sat að miðdagsverði í borðstofunni. Eg flýtti inér því inn til að fá mér skerf af matnum. Eg fór að fá mér að drekka og datt niður i mjólkur- könnuna. Eg synti þar til og frá og baðaði mig i mjólkinni. Eftir litla stund bað lítill drengur um mjólk að drekka. Þegar helt var i bollann hans, fór eg með niður i bollann. Þegar móðir drengsins sá mig i boll- anum, tók hún mig upp úr með skeið og fleygði mér til hþðar. Eg hristi inig bara og flaug i burtu. Eg dvaldi i þessu húsi í langan tima og borðaði með fólkinu, en flaug út með köflum til tilbreytingar og skemtunar. Þegar eg var úti voru mínir uppáhalds dvalarstaðir sorp- haugurinn og saurrennan; en þegar eg var inni, hóf eg skemtigöngu á einhverju matarkyns. Þannig leið timinn og leið mér vel. Eftir nokk- urn tíma veiktist drengurinn, sem drakk mjólkina úr baðkerinu minu, mjólkurkönnunni. Hann var veikur af taugaveikinni og dó eftir nokk- urn tima. Nú rann upp hættulgt tímabil fyr- ir mig, þvi læknirinn kcndi mér og systkinum minum um dauða drengs- ins; sagði, að við hefðum borið inn taugaveikis-gerla á inatinn. Ef aS eins læknar væru ekki að sletta sér fram í alla hluti, myndi okkur líða miklú betur! Eg átti nú um langan tima fult í fangi með að bjarga lifi mínu, svo harðar árásir gjörði fólkið á mig- Einu sinni kom húsfreyja másandi og blásand með vopn i hendi og ætl- aði að koma mér “fyrir kattarnef”. En eg tók á öllu minu heljarafli og stökk undan áður en hún barði, svo að hún sló vindhögg. Oft veitti hún ökkur árás á hurðinni, glugganum og borðinu, en alt af hepnaðist mér að sieppa ómeidd. Einnig forðaðist eg flugnapappirinn og svarta eitur- maukið eins og heitan eldinn. Nú er kominn vetur og kuldi, og eg hýrist í notalegasta horninu í eldhúsinu, uppi yfir eldstæðinu. — Mér er borgið hér, því fólkið sópar aldrei úr hornunum, né þrifur til i húsinu, svo okkur sé hætta búin. Á stundum, þegar hlýtt er á daginn, eykst mér máttur, svo að eg flýg um eldliúsið og fæ mér bita að borða — annars er eg í dái eða nokkurs- konar leiðslu-móki. Stundum renni eg huganum til liðna tímans; get eg þá naumast tára bundist, og mundu hárin rísa á höfðinu á mér, væri eg ekki sköllótt, þegar eg hugsa til þeirrar hættu, sem eg var oft stödd í. Það kemur suða fyrir eyrun á mér og mér heyrist hvína i voða- legu grástykkjóttu svuntunni cins og þegar henni var veifað til höggs til að sýna mér í tvo heimana. Eg væri áreiðanlega orðin gráliærð af hræðslu, væri eg ekki sköllótt. En, “skegg mitt og skalli!” Eg skal ná mér niðri á þeim næsta sumar, éf eg tóri! Eg skal vaða aurinn i kné og ösla svo uin mjólk, te og kaffi. Eg skal fylla alt matarkyns með sótt- kveikjum og gerluni, svo að cnginn. sem gengur á afturfótunum, skal um heilbrigðan haus strjúkal Já, þetta skal eg gjöra og meira til. Og þá skulu ekki ættingjar minir og af- komendur segja, að eg hafi lifað til einskis í veröldinnil Skrítla. Einu sinni voru galgopar að draga dár að gömlum, feitum manni. Þeir sögðu meðal annars: “Ef alt hold gras, þá hlýtur þú að vera hlass af heyi”.— “Eg býst við, að eg sé það”, svaraði gamli maðurinn, “ef dæma má af þvi, hvað asnarnir narta i mig”. Prentvillur. f 15. tbl. í greininni: “Lesið góðar bækur”, í þriðju inálsgrein, stend- ur: “Ritgjörðir til að gjöra”, en á að vera: Rilgjörðir til að gjöra gott”. Fyrirsögn á annari grcin í sama blaði er: “Blóminn”, en á að vera: ‘'Blómin”. /

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.