Heimskringla - 20.01.1916, Page 4

Heimskringla - 20.01.1916, Page 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA. MVINNIPEG, 20. JANÚAR 1916. HEIMSKRINGLA (Stofnufi 1880) Kemur út á hverjum Fimtudegi. Útgefendur og eigendur: THE VIKING PRE8S, LTD. VerC blatSsins í Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um árib (fyrirfram borgab). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rábsmanni bla?5- sins. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, Rábsmabur Skrifstofa: 729 SHERBROOKE STREET., WINMPEG. P.O. Box 3171 TalMfmi Garry 4110 Vilhjálmur bannar að senda íöngum brauð. Frá Genf í Svissaralandi kemur sú fregn 15. janúar, að Þjóðverjar eða réttara sagt stjórn þeirra, hafi bannað allan flutning á brauði til fanganna á Þýzkalandi, nema brauðsendingin ttl hvers einstaks fanga sé með utanáskrift til móttakanda. Ef að ekki væri nema um nokkur hundruð eða þúsund manna að ræða, þá mætti að lík- indurn ráða bót á þessu; en nú er tala fanganna aokkur hundruð þúsund, og þess vegna eru þeir orðnir alveg ráðalausir, sem fyrir sendingunum kafa staðið, en það er aðallega Rauðakross fé- lagið í Genf á Svissaralandi. Þeir segja, að þetta gjöri þeim ómögulegt að senda brauðið, nema einstöku föngum, sem þeir hafa fengið Böfn á og verustað þeirra. Rauðakross-félagið, sem fyrir útbýtingu matvælanna stendur, hefir aðsétur sitt í Genf og hefir séð um scndingu matvælanna til fang- anna fyrir allar þjóðir þær, scm berjast á móti Þjóðverjum og stendur fyrir því merkur borg- ari svissneskur, Gustaf Adoe að nafni, og með honum er annar maður, Max Doltfus, fransk- sinnaður maður, sem sér um allar sendingarn- ar til fanganna. Hann hafði sérstaklega á hendi j brauðsendingar til frakkneskra fanga á Þýzka- j landi, og þegar þetta bann kom út frá keisar- ; anum 27. desember núna, þá skýrði hann ! blaðamannafélaginu (Associated Press) undir ■- eins frá þvi og hvaða afleiðingar það hefði. Hann segir meðal annars: “Brauð er meginfæða allra franskra manna. | Menn geta svift þá öllum öðrum fæðutegund- waa og þola þeir það vel, en brauðið sitt verða þeir að hafa. Nú erum vér eftir langa mæðu j búnir að koma af stað stórkostlegu útbýtinga- | kerfi, til þess að senda stöðugt brauð til fang- anna á Þýzkalandi í stórum slumpum. Mjög ] lítið hefir verið sent í smáum bögglum, með j aafni hvers móttakanda á bögglinum, en mest j alt höfuin vér sent i stórum slunipum, því að þar sem um 300,000 fanga er að gjöra, þá er ; alveg ómögulegt, að senda hverjum einstök- | um manni hans brauðskamt á hverjum degi í aérstökum böggli með sérstakri utanáskrift. — | En þessi keisaralega skipuu bannar algjörlega, að senda föngunum nokkurn hlut, neina skrif- að sé nafn móttakanda á hvern böggul. Þetta er því alveg hið satna og að fyrirbjóða að senda ! þeim nokkurn hlut eða þvertaka fyrir þessar 1 sendingar. “Kg hefi”, segir Dollfus, 'haft mörg tæki- t færi til þess, að sjá afleiðingar þær, sem , brauðskorturinn hefir á fangana, þvi að eg liefi j fylgt föngum þeim til Frakklands, sem sendir hafa verið þangað í skiftum fyrir aðra, og hefi eg þá sjálfur séð, hvernig þeir voru útlitandi og heyrt sögur þeirra um meðferðina á sér. Fangarnir grindhoraðir og veikir. um búast við þvi — segir Dollfus ennfremur — að brátt muni einnig verða bannað að senda sérstaka böggla til einstakra hermanna á degi \ hverjum. Og það verður borið fyrir, að það sé svo mikil fyrirhöfn, að úthluta þessum bögglum, að þeir koinist ekki yfir það”. Kveðst svo Dollfus vera, sem hann geti, að bæta úr þessu, með því að senda svo mörgum I einstaklingum sérstaka böggla daglega, sem : hann geti fengið nöfn á og verustað þeirra. Treystir hann aðstandendum fanganna til þess að gjöra sér sem fyrst kunnugt, hvar þeir séu og eins nöfn þeirra.. Segir Dollfus að það s-é undarlegt, að ein- mitt friðarþingið í Haag sé að miklu leyti or- sök i því, að svona sé nú komið. Því að þar haíi það verið ákveðið, að það land eða ríki, | sem tekur fanga af annari þjóð, skuli skyldugt að fæða þá; en föðurland fanganna hefir þar ekkert um að segja. Þess vegna geta nú hvorki Frakkar eða Bretar sent löndum sinum mat- væli tii að li-fa á í fangelsunum á Þýzkalandi. Nú fer það að sjást, hversu miklar þær eru sigurvinningarnar Þjóðverja. Þeir vaða yfir löndin; þeir troða undir fótum sér hina fá- mennu Belgi; þeir hrekja vopnlitla og skot- færalitla Rússa yfir Pólland og Kúrland og Galiziu, og hvar, sem þeir fara, er auðn ein eftir og hún sviðin. Þeir hrekja lamaða, fá- | tæka, hungraða og nakta Serba úr landi sinu, stökkva heilli þjóð af óðulum sínum; — en ail- ar þessar sigurvinningar eru eiginlega ónýtar og árangurslausar, því að einlægt stendur sami hergarðurinn fyrir þeim, nokkuð lengra í burtu að visu, en ennþá öflugri, þróttmeiri, reyndari og traustari; og að austan er að minsta kosti farið að snúa þeim heim aftur; en að vestan er nú meira en ár siðan að þeir mættu garði þeim, sem ekkert bifaðist, hvernig sem þeir létu. — Milíónir hermanna þeirra eru fallnar, nýlend- ur þeirra eru allar farnar, kaupskip þeirra eru öll fyrir löngu tekin eða liggja á höfnum inni; herskip þeirra eru öll sokkin, sem á höfunum voru. En hinn mikli floti þeirra treystist ekki út fyrir landsteinana. Neðansjávarbátar þeirra eru veiddir eða sokknir, eða Bretar hafa þá nú tii að sökkva þeirra eigin skipum i Eystrasalti. Verzlun þeirra öll er farin og nú vofir sultur- inn yfir þeim heima fyrir, þó að ennþá hafi j miJiónir hermanna Jieirra nóga fæðu. — Þarna ! sézt það bezt, að nú eru þeir að tapa, tapa stór- j kostlega; því að Jiað getur hver séð, sem neyta vill skvnsemi sinnar, að alt er nú hjá þeim i j veði. Og nú vilja þeir friðinnl Alt strið þeirra : hefir gengið út á að ógna þjóðunum ineð skelf- j ingum og grimdarverkum. Þær meginreglur hafa hvað eftir annað fundist prentaðar í hand- j bókum hermannanna; allur heimurinn veit j það, öll framkoma þeirra hefir sýnt það. Þcir j hafa ekki vitundarögn verið að liggja á því, j eða breiða blæju yfir það. En nú kastar þó | tólfunum, sem segja íná. Nú kemur það upp hjá þeim, sem aldrei j hefir heyrst í heimi fyrri. Að svclta fangana, svo að þeir veslist upp | af hor, eða deyji úr horkvillum og sóttum ‘ þeim, setn hungrinu fylgja. Varnarlausum farþegaskipum hafa þeir sökt, ineð ungbarnafjölda og konuin saklaus- um; blóði stokknir hafa þeir slátrað vopn- lausum mönnum, konur svívirt, borgir brent og börnum á bál kastað, — en ekkert, sem þeir enn hafa gjört, sýnir jafn kaldranalegt sam- vizkuleysi, taumlausa sjálfselsku og fyrirlitn- ; ingu fyrir öllum rétti annara, en þeirra eigin, j eins og þessi skipun Vilhjálins blóðs, að fara að svelta hermcnn fíandamanna, sem fangnir j eru á Þýzkalandi! “Eg fylgdi einu sinni t, d. 400 föngum, sem komu frá Þýzkalandi og voru 250 þeirra búnir að fá magnaða tæringu, sem orsakaðist af því að þeir höfðu fengið svo sáralítið brauð að eta. Þeir voru eiginlega ckkert annað en bein- in og þar á ofan höfðu þeir sýki, sem alt kom af þvi, hve litið brauð þeir höfðu fengið. “Skamtur sá, sem Þjóðverjar úthluta föng- um sinuin, er að eins sneið ein eitthvað 4 þml. í þvermál, á inorgnana. Þetta á að duga þeim yfir daginn. En hinir sihungruðu menn eta það alt í einu undir eins og þeir fá það, og þá fá þeir ekkert meira brauð þann daginn. En að eins þunna súpu um hádegið. Þetta er á- stæðan fyrir þvi, að vér höfum verið að kepp- ast við, að koma sem mestu brauði til þeirra i stórum slumpum, — allra þeirra, að minsta kosti, sein vér höfðum einhverja hugmynd um, hvar væru niðurkomnir. Og það hefir áreið- anlega bjargað lífi þeirra í þúsundatali. Og að öllum líkindum kemur annað á eftir þessu. "Að öllum líkindum kemur önnur skipan frá keisaranum á eftir þessari, og eg er sann- færður um, að þetta er ekki gjört tilgangs- Jaust; það stendur annað á bak við það, nefni- Jega sá tilgangur Þjóðverja, að neyða nú Bandamenn til að semja frið, heldur en að sjá hermenn hinna ýmsu þjóða hrynja niður úr hungri og horkvillum ýmislegum. Og vér meg- Annað eins hefir aldrei lieyrst áður í sögu j j mannkynsins, — ekki um Jengishkan eða Tam- j erlan, Mongóla og Tartara vikingana miklu, j I sem blóðslóðin lág eftir um þverar og endi- j langar álfurnar, — ekki um Atla Húnakonung, j i sem hafði hauskúpur óvina sinna fyrir drykkj- I arker, — ekki um Alarik Vestgautakonung eða j Genserik Vandalakonung, — jafnvel ekki um j sjálfan Hundtyrkjann, sem nú er lærisveinn Vilhjálms og Þjóðverja. Mörg hundruð þúsundir, ef ekki milíón j þýzkra hermanna, eru nú fangar hjá Bretum l og Frökkum, og annað eins hjá Rússum og hin- j um landflótta Serbum, og þessir menn búa við | beztu kjör, sem innlendir menn, hjá þjóðum þessum, sem hafa hertekið þá, og má óhætt fuJlyrða, að þá skortir ekkert, sem þeir þurfa til lífsviðurværis, — skortir ekkert annað en frelsið. Þetta vita Þjóðverjar, en meta það einskis. Þeirra samvizka, sannfæring og trú i býður þeim að sigra með öllu mögulegu móti: að ginna, blekkja, svíkja, hræða, ógna og kvelja óvinina, — það er þeirra íjðferð að berjast heiðarlega, sem þeir kalla til að vinna sér æ- varandi frægð og veldi; og þegar þeir sjá, að þeir eru á þrotum, þá þarf nú að ógna þjóðun- um með þessu, til þess að þær komi nú til Þjóð- verja og biðji um frið, — en þann frið, að þeir standi meira en jafnréttir eftir: haldi meira eða minna af löndunum, sem þeir hafa tekið, og geti svo aftur byrjað að nýju eftir nokkur ár! — Þetta þarf að gjörast strax, meðan þeir haida löndunum, sem þeir náðu, en sjá nú fyr- ir, að Jieir verða að sleppa, ef að stríðið held- ur áfram, — sjá nú fyrir, að þegar undan fæti hallar, þá verður skriðan stærri og stærri, eft- ir þvi, sem neðar dregur, og kastið á henni harðara og harðara. Getur nokkur efast um, að allur heimurinn, heiðnir sem kristnir, gulir, rauðir, svartir og hvitir menn, ættu að risa móti mönnum þess- um og eyðileggja þá g drepa niður þenna hugs- unarhátt, sem er svartur sem sótmyrkur hel- vítis! ------o------ Sambandsþingið. Þingið í Ottawa situr nú á rökstólum og ræðir hásætisræðuna. Byrjuðu umræðurnar um hana á mánudaginn. Ræðan sjálf var stutt mjög og var i henni mest talað um stríðið og hina heiðarlegu hluttöku Canada-rikis i þvi, og nauðsynina, að láta Jiað sitja fyrir öllu öðru. Nauðsynin á að lengja þingið þangað til strið- inu væri lokið, var hið eina lagafrumvarp, sem um var getið i ræðunni. En nú taka þingmennirnir við, af báðum flokkum, að svara ræðunni, og lýsa þá yfir stefnu þcirri sem þeir ætla sér að fylgja meira eða minna um þingthnann. Er nú búist við 10 daga umræðum um téða ræðu, ef ekki 14. Á mánudagnn töluðu þeir Dr. Thompson frá Yukon, Dr. Paquett, L’Islet, stjórnarformaður Sir Robert L. Borden, Sir Wilfrid Laurier g Dr. Michael Glark. Eitt var það merkilegt, að hvorugur flokks- foringinn, stjórnarformaður Sir R. L. Borden, né formaður Liberala Sir Wilfred Laurier, mintist með einu orði á þetta lagafrumvarp, sem getið var um i hásætisræðunni, að nauðsyn væri á, að Jiingið fjallaði um, en það var ieng- ing þingtimans þangað til stríði þessu væri lokið. Merkastar voru, sem cðlilegt var, ræður þeirra Bordens og Lauriers. Sir WiLfrid tal- aði uin góðæri Jiað, sem gengið hefði yfr alt landið og þar af leiðandi vellíðan nianna, sem aldrei hcfði verið jafn mikil og nú. Um stríðið talaði hann mikið og kvað lítið bjartara í lofti nú en i aprilmánuði siðastliðnuin. Þá hefðu menn verið fullir vona um, að hið siðastliðna sumar væri byrjunin á endir þessarar trölJa- baráttu; en það hefði ekki rætzt, þvi að á vest- urkantinum sæti við það sama, og hefðu Can- adamenn komil' þar fram með hugprýði og frá- bærri hreysti, og jafnvel einir stöðvað hin voðalegu áhlaup Þjóðverja, þegar í ócfni var komið. Rússland hefði látið Pólland og Gal- iziu; en væri nú búið að stöðva herskara Þjóð- verja, svo að þeir kæmust nú þar ekki áfram fremur en að vestan. En í Balkanrikjunum hefðu óvinirnir troðið undir fótum sér fátæk- ar og umkomulitlar, en hraustar og hugprúðar þjóðir, og hefði ekki verið hægt við að gjöra. Engin ástæða að óttast. En alt fyrir það væri engin ástæða að ótt- ast eða vera kvíðafullur. Sigurvinningar Þjóð- verja værti árangúrslausar. Þær væru líkar sigrum Pyrrhusar'konungs á Rómverjum forð- uin: því fleiri sigra, sem hann vann, því meira þvarr lið hans og því verr var hann kominn, þangað til hann varð að hrökkva burtu úr ít- alíu, og hafði þó aldrei ósigur beðið. Sama væri nú, máttur Þjóðverja væri að þverra. Hann kvað Canada þurfa að leggja sitt hið itrasta fram, til þess að Bandamenn sigruðu Þjóðverja. Sagði hann, að í stríðsbyrjun hefðu báðir flokkar þingsins verið cinhuga um það, að standa með Bretum, sem brezkir þegnar, — að eins Iítill hópur manna, Nationalistarnir í Quebec, liefðu verið á móti því. Sagðist hann og Liberalar fylgja Bretum af frjálsum vilja, sem brezkir þegnar, og myndu þeir berjast með þeim meðan nokkur stæði uppi, og væru þeir fúsir að leggja alt i sölurn- ar til þess að þeir bæru hærra blut. Sagði hann, að stríðið snerti hverja einustu mentaða þjóð i heimi, og þá ekki Xíður Canada en aðrar og ef að Þjóðverjar bæru sigur úr býtum, þá myndu þær margar verða þjóðirnar, sem síðar iðruðust sáran, hvað þær hefðu látið sig mál þetta litlu skifta, og hvað hraparlega þeim hefði missýnst, er þær sáu ekki, að hér var um þeirra eigin velferð og frelsi og menn- ingarstefnu heimsins að tefla. Hvað herskyldu í Canada snerti, þá kvaðst hann vera á móti henni. En hann hafði ekkert á móti þvi, að Canada legði til hálfa rnilíón hermanna. Það eina, sem hann hefði á móti gjörðum stjórnarinnar, voru hveitikaupin, Jiegar stjórn- in keypti 17 milíónir bushela af hveiti fyrir brezku stjórnina. RÆÐA SIR ROBERT L. BORDENS. Sir Robert Borden, stjórnarformaðurinn, gat þess, að stjórnin hefði látið öll verk bíða, nema þau, sem hefðu verið óumflýjanlega nauð- synleg. Stjórnin hefði lagt stund á að spara öll fjárframlög til opinbérra verka. Stjórnin Mikilsvert atriði við félagsreikning sem hafinn er á Union Bank of Canada í nafni tveggja persóna er það, að ef að annar félaginn deyr, þá eru fyrir liggjandi peningar ekki settir fastir þegar mest l>arf á ]>eim að halda. Hinn eftirlifandi félagi getur dreg- ið peninga af bankanum tafarlaust og umsvifalaust. Hugsaðu um það og byrjaðu þar reikning. L0GAN AVE. OG SARGENT AVE., 0T1B0 A. A. Walcot, bankastjóri findi Jiað skyldu sína, að spara alt, sem mögulegt væri, meðan striðið stæði yfir. Hver einasti borgari yrði að beina huganum að Jiví einu, að bjarga föðurlandinq, bjarga rikinu, bjarga liinu brezka veldi, — bjarga allri Jieirri menningu, stofnunum, mentun og frelsi, sem vér hefðum. Hvað hveitið snerti, þá hefði stjórn- in borið fyrir brjósti, að efla og auka hveitimarkað Canada. Það væri búið; hveitið komið yfir hafið, og stjórnin ætti Jiakkir en ekki á- mæli skilið fyrir tilraunir sínar og umstang. Hvað stríðið snerti, ef vér bær- um saman ástandið nú og ástandið 15. apríl i vor sem leið, Jiá væri ekki um mikið að hælast i fljótu á- liti. Þjóðverjar hefðu vaðið yfir löndin, einkum þeirra, er litið hefðu mátt sín. Þeir hefðu hrakið Rússa inn yfir landamæri sin og tckið Pól- land, Galizíu og Kúrland. En þeir hefðu líka fengið skelli, Þjóðverj- arnir. Hellusund hefðu Bretar gefið upp; Serbiu og Montenegro hefðu óvinirnir brotið undir sig. — En ef að nienn líla dýpra, þá verður alt annað uppi. Fjárhagur þjóðanna hlýtur að gjöra út um stríðið, og fjár- hagur Breta og Bandamanna er í bezta lagi. ftalir væru nú gengnir í lið með þeim, og Frakkar og Bretar hefðu algjörlega stöðvað Þjóðverja að vestan; þeir kæmust þar ekki ■ þverfet áfram. Starf fírcta feykilega mikið. Bretar hefðu verið stríðinu al- gjörlega óviðbúnir. Þeir þurftu að koma á fót feykilega mikliun her, en höfðu engan. Þeir Jiurftu að æfa hann í marga mánuði, hvern mann, því enginn kunni til stríðs, og mönn- um hafði aldrei til hugar þomið, að þeir myndu nokkurntima i stríð fara. Og engin voru áhöldin. Þeir þurftu að smíða fallbyssur, rifla, skurða-kanónur, kastalabrjóta. Og svo að kenna mönnum að nota þetta, þvi engimi kunni. Þeir Jiurftu að senda tuttugu sinnum meiri her út úr landinu, en n’okkrum Breta hefði frekast getað komið til hugar að safnað væri um alt Bretaveldi. Sagði hann, að sig furðaði mest á því, ð jafn litlum tíma hefði verið tapað við að koma þessu öllu á gang. Tillag Canada. f Canada hefði ástandið Jió verið margfalt verra en á Bretlandi, þvi að hér hefðu svo sem engir menn (foringjar) verið til að æfa hina nýju hermenn. En af þvi að áhugi og föðurlandsást Canada var svo sterk, Jiá gekk alt saman aðdáanlega vel. Það var búið að ákveða, að Canada legði til 250,000 hermenn. En þegar konungur Breta hinn 27. október skoraði á Englendinga, að láta ekki herinn skorta menn til að verja föðurlandið, þá hefði þeim hér í Canada fundist, að þeir gætu ekki staðið hjá, meðan Bretar væru í nauðum, og því hefði Canadastjórn hinn 1. janúar beðið um 250,000 hermenn i viðbót við þá, sem komn- ir voru, eða alls 500,000 (hálfa mil- ión). Bretar hafa nú 4 miliónir manna i hernum, en 250,000 í flot- anum, og enn er verið að safna 2 milíónum. Herskylda i Canada. Hvað herskyldu (Conscription) snertir, þá sagði Borden: “Fyrstu mánuðina eftir að stríðið byrjaði, þá lýsti eg því yfir, skýrt og ljóst, að hér yrði engin herskylda í Canada, og þá yfirlýsingu mina end- urtek eg nú”. Gat hann svo þess, að tilraunir hefðu verið gjörðar i blöðum Ame- rikumanna, að sannfæra nýlendu- menn frá Bandarikjunum, sem bú- settir væru hér um það, að her- skyldu-kvöðum yrði slengt á þá, ef að þeir væru hér norðan línu. En þetta hefði lítil áhrif haft á þá, Og þeir hafa komið hér ágætlcga fram, og margir þeirra eru fúsir að leggja sinn skerf fram til þess, að verja Canada og hið brezka veldi, rétt sem væru þeir innfæddir menn. Þá gat Mr. Borden um ferð sína til Englands og Frakklands og skýrði frá viðtökuni þeim, sem hann hefði fengið, og heiðri þeim, sem Canada var sýndur, og hve hlýjir væru hug- ir Breta til Canada; og kvað hann för þessa myndu bera mikinn árang- ur i stjórnarfarslegu og verzlunar- legu tilliti. Og nú væri samband landanna tryggara og hlýrra en nokkurntíma hefði verið áður. Bret- ar vildu nú leggja sig fram að gjöra. alt fyrir Canada, sem auðið væri. Gat svo Mr. Borden um anda þann^ sem hann hefði fundið hjá fólkinu á Frakklandi og Englandi. Frakkar sagði halin að væru algjörlegá sann- færðir uin að sigra. Hjá hinuni lægstu sem hinum hæstu væri sann- færing þessi svo sterk, að óhugsandi var J>að, að þeir myndu ósigur biða. Og sami andinn væri á Englandi.. Jóh boli væri reyndar seinn nokkuð* að vakna, en nú væri hann seztur upp og væri fullkomin alvara. Sir Robert Borden mintist með mælsku mikilli á hreysti Canada- manna, og drap stuttlega á afreks- verk þeirra við Ypres, er þeir stöðv- uðu Þjóðverja, og hin ljómandi hreystiverk Patriciu herdeildar- innar. Hvað Ypres snerti sagði hann að það væri af öllum viðurkent, að þann, dag hefðu Canadamenn bjarg- að liðinu öllu frá ósigri miklum. Að lokum mælti Sir Robert: “Kvárnir guðanna mala hægt og stilt, en þær mala smátt og vel. Eg ætla, að enn líði nokkur timi áður en vér sjáum fyrir endalok stríðsins. En eg er fullviss um Jiað, að brezka veldið hefir nú bráðlega á vigvöll- unum herskara, sem eru betur búnir en hjá nokkurri annari þjóð. Og sé oss verulega alvara, þá getur strití þetta haft að eins einn enda. — Og þetta logandi hernaðarbál, með öll- um þess fórnfæringum, mun tengja kanadisku þjóðina saman óslítan- legum böndum, og láta hvern skilja annan betur og betur, svo að alt verði hér ein órjúfanleg heild og eining”. Til Leifs Sölvasonar. Hvert sem æfi-bát þinn ber Blóðug styrjar-alda, öskir fylgja þinna þér Þar um djúpið kalda. ' Gleym ei fremd þins fósturlands, Feikn þá yfir stiga, Við þann æsta darra-dans, Dauða og æði viga. Hið rétta sigrar. — Traust og trú Tengir stund, sem líður. Vertu alt, sem orkar þú Og þér skyldan býður. Um þig lyki örmum tveim Auðna, þrek og hepni, Og þú komir aftur heim Yngri Leifur heppni. Frá kunningja hans. Borgið Heimskringlu og hjálp- ið henni til að standa f skilom eins og vera ber. I

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.