Heimskringla - 27.01.1916, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 27. JANÚAR 1916.
HEIMSKRINGLA.
BLS. 5
Hér sjáið þér mynd af regluleg-
um islenzkum glimumanni, sem ekki
er hræddur við að láta taka á sér,
eða taka á öðrum mönnum. Hann
er kornungur, hiár og beiUvaxinn og
vigtar um 190 pund. Hann hefir tek-
ist á við gliinukappa af ýmsum þjóð-
um og jafnan haft yfinhönd, nema
fyrst þegar hann var að byrja. Þá
mætti hann manni i Bandarikjunum,
sem Jahns hét, 220 pd. að þyngd, og
féll fyrir honum eina glimu; en síð-
ar var sá maður lagður af Len
Thompson, sem Vigfiis svo aftur
lagði. Síðan hann fékk þetta fyrsta
fall, hefir hann mörguin mætt og
felt þá alla, oftast á önskömnuun
*ima.
Þeir, sem hann hefir að velli lagt
síðan, eru þessir:
Ed Doran, North-West Ghampion,
1 Grand Forks, N.D., 180 pund á
þyngd; féll hann 2 byltur á 12 mín.
L. Oar, Manitöba Champion, 185
pund á þyngd; féll hann 1 byltu á
2 minútum og 40 sekúndum.
Len Thompson, Lacota, N.D., 215
pd. á þyngd; -féll hann 2 byltur á
1 minútu og 15 sekúndum.
Geo. Dittermann, Cavalier, N.D.,
þyngd 190 pd.; féll hann 2 byltur
'á 10 mínútum.
Walter Hjálmansson, Fisher
Branch, þyngd 190 pd.; iféll hann 2
byltur á 10 mínútum.
Ed. Smith, Osnabruck, þyngd 187
pd.; féll hann 2 byltur á 8 min.
Mr. Johnston, Lundar, Man., 195
pd. á þyngd; féll hann 2 byltur á 28
minútum.
íslendingar liafa oft stært sig af
því að vera glíniumenn, og cr þar
enginn efi á, að það er fögur og
skemtileg íþrótt, og ætti að halda
henni við, þó að vér séum komnir
feurtu af gamla landinu; og þegar
einhver landi kemur, sem færari er
en aðrir, þá ættum vér að standa
með honum og lofa honum að fá
tækifæri og ekki vera ■ hræddir að
mæta honum, þó að hann kunni að
vera eitthvað sterkari eða fimari en
sjálfir vér. Það er fátt eins leiðin-
lega broslegt eins og glinnmiaður,.
sem lætur mikið yfir sér, en treyst-
ist ekki að mæta manni, þegar á
hólminn er komið.
Grettismótin og stökkin og hlaup-
in eru góð og ágæt; en það ætti
hver maður að vita, að það er barna-
leikur við regluiiega glimu, þegar
regluleg fangbrögð eru tekin og
hver einasti vöðvi likamans hnikl-
ast saman af átökunvun.
Ef að inenn vilja nokkuð halda
þessu uppi og hugsa um komandi
frama íslendinga og orðróm i þess-
ari grein, sem öðrum, þá ættu menn
að taka þessu vel, og hjálpa til að
Vigfús fái að reyna sig og aðrir að
reyna sig við hann. Ilver veit nema
einhver komi, sem standi i honurn.
Og þó að menn fal'li fyrir honum,
þá er enginn ósómi að því. Má vera
að þeir standi betur i næsta sinn.
Það hefir komið lil tals, að Ný-
Islendingar norður við Fljót fengju
einhvern til að mæta Vigfúsi. En
því einn? Því fá þeir ekki tvo eða
þrjá eða fjóra til að mæta honum,
hvorn á eftir öðrum? Þetta gjörðvun
vér oft á íslandi, að láta einn eftir
annan koma fram á móti einhverj-
um, sem einhver dugur var i.
Það er heiðarlegt af Fljótsbúmn,
ef þeir gjöra þetta, og víst væri gam-
an að horfa á 'leik þann, ef nokkur
yrði, þvi að þetta er leikur, sem
jafnvel stúlkurnar geta horft á sem
aðrir. Það þarf engin fúlmenska
að fara fram, þó að einn leggi ann-
an.
NY VERKSTQFA
Vér erum nú færir um ati taka á
mótl öllum fatnaöl frá ytiur tll
ats hrelnsa fötin þín án þess atS
væta þau fyrir lágt vertS:
Sults Cleaned and Pressed......SOc
Pants Steamed and Pressed....35c
Suits Dry Cleaned............$2.00
Pants Dry Cleaned______________50c
Fál5 ytSur vcrSIlsta vorn á ðllura
atSgJörtSum skdfatnatSar.
Empress Laundry Co
-------- I.IHITKD -------
Phone S«. John 300
Cor. AIKBNS AND DCFFERIN
Stríðsfréttir.
Framhald frá 1. bls.
með sjónum. En Niktilás er kominn
til ítaiíu og er óðum að afsaka sig,
og segist engin brögð hafa haft i
tafli og enga launungarsamninga við
Þjóðverja gjört.
Italir í Albaníu.
Jafnframt þvi, sem Austurrikis-
menn sækja suður ströndina á Mon-
tenegro eru Búlgarar og Þjóðverjar
að búast við að sækja frá Monastir í
Serbíu og yfir þvera Albaniu og ætla
sér að ná i ítali í Avlona. Þeim gekk
svo létt sigurinn i Montenegro Aust-
urríkksmönnum, að hinir vilja nú
ekki verða minni og ætla sér að ná
Avlona úr höndum ítala. En vegir
eru bókstaflega engir fyrir vagna og
þungan flutníng í Albaniu og er þvi
albúið, að þeim gangi seint.
Frá ausfor-vígvelKnum.
Á Rússlandi situr við sama, nerna
að Rússar hafa víggirt alt það svæði,
sem þeir hafa náð, og er þvi fleygt,
að Þýzkir séu að flytja burtu úr
kastalanum Dubno, sunnan til á Lit-
hauen, sem er norðan til við Galiziu.
Á vesturhluta vígvallarins.
Á Frakklandi og í Flandern gjör-
ist litið, nema helzt i loftinu, er flug-
drekar mætast og skjóta hvorir á
aðra. Hinn 23. janúar sendu Frakk-
ar 24 fiugdreka yfir þýzka kastal-
ann Metz og steyptu þeir 130 sprengi
kúlum yfir járnbrautarstöðina og
hermannaskálana i Metz. og gjörðu
usla mikinn. Með þessum 24 flug-
drekum fór annar drekahópur
Frakka og börðust þeir við flug-
dreka Þjóðverja i loftinu, á meðan
hinir voru að hleypa niður sprengi-
kúlunum. Komu hinir nýju “Fok-
ker” drekar á móti Frökum og önn-
ur drekategund, sem “Aviatics” kall-
ast; varð þar harður bardagi i loft-
inu, þvi að bæði áttu Frakkar að
mæta drekunum þýzku á fluginu og
skotum úr ótal fallbyssum af jörðu
neðan. Samt komu allir drekar
Frakka lítt skemdir heim, nema að
eins einn; hann varð að hleypa til
lendingar og kom niður einhvers-
staðar sunnan og austan við Metz.
— Þá eru Þjóðverjar einnig farn-
ir að fljúga yfir England. Fyrst kom
einn þýzkur dreki að nóttu til og
flaug yfir Kent-ströndina, suðaust-
an á Englandi, hinn 23. janúar, og
svo aðrir tveir 12 stundum séinna,
og steyptu niður 9 sprengivélum.
Deyddu þeir einn mann, en meiddu
2 karlmenn, eina konu og 3 börn.
Skaði annar var lítill.
Einn brezknr flugdreki mætir 3 hin-
ur hinum þýzku drekum.
Þéss var ekki lengi að bíða, að
Bretar reyndu sig við þessa nýju
dreka Þjóðverja, sem áttu að vera
hetri og fullkomnari en alt annað,
sem um skýjin flýgur.
Það var 17. janúar, sem þeir
reyndu með sér í fullri alvöru, og
reyndi þá hver að duga sem hann
gat, þvi nm lífið var að tefla. Þeir
voru búnir að hæla svo mikið þess-
um nýju drekum, Þjóðverjarnir, og
þá eigi síður vinir þeirra. Engir áttu
að vera þeim jafn snjallir; þeir
voru isvo fljótir og liðugir, að þeir
áttu að fara liringinn í kringum
hina klunnalegu Breta, og leiika sér
við þá eins og þegar köttur leikur
sér við mús. Þeir höfðu getað skotið
niður nokkra flugdreka Breta Þjóð-
verjarnir, og alt átti það að vera
þessum nýju drekiun að þakka. En
þá var það hinn 17. janúar, að einn
— að eins einn — fiugmaður Breta
tók flugið og fór á móti 3 þessum
nýju og fyrirtaksgpðu “Fokker”-
drekum Þjóðverja, og réði niðurlög-
um þeirra allra.
Breti þessi var flugmaður vanur
og góður, og var með öðrum flug-
dreka, sem var að njósna um liagi
og lireyhngar Þjóðverja uppi yfir
hergörðuin þeirra. Þeir voru þarna
i lofti uppi og fóru sér hægt, en þá
verður Bretinn var við tvo “Fokker”
dreka, sem koma aftan að flugdrek-
anum enska, sem var að njósna.
Bretinn var 2,000 fetum hærra í lofti
en hinir og steypir sér óðara niður,
sem haukur af klettum ofan, og er
hann kemur nær þeim, fer hann að
skjóta á annan þeirra. Þegar hann
var búinn að senda drekanum góða
hrið, þá steyptist hann beint niður
úr loftinu 6000 fet og kom ekki við j
söguna framar.
En þegar þetta gjörðist, var hinn
Fokker-drekinn kominn upp fyrir
Bretann og fyrir aftan hbnn. En þáj
tók Bretinn skrið mikið upp á við
og komst brátt jafn hátt honum ogl
svo nærri, að ekki voru nema 100
fet á milli þeirra. Þá fór Bretinn |
strax að skjóta og sendi Þýzkaranum
þrjátiu umferðir af skotum (rounds)
og stakk þá þýzki drekinn niður nef-
inu og steyptisl 4,500 fet niður sem
steinn væri, og kom niður á plæg-
ingu eina. Bretinn fytgdi honum
þangað til hann sá, að hann mundi
ekki þurfa um sár að binda eða á
kreik að fara. En er hann leit til
lofts, sá hann þýzkan Albatross-
dreka hátt uppi, og var hann uppi
yfir einum dreka Bretanna, sem var
að njósna um hvað niðri á jörðu
gjörðist. Bretinn herti flugið, vildi
komast nær honum; en er Þýzkar-
inn varð þess var og kúlurnar foru
að þjóta um eyru hans, leizt honum
ekki að bíða og komst á flótta und-
an. Var Bretinn þá kominn langt
inn yfir hergarða Þjóðverja og fór
að snúa í áttina heim. En er hann
nálgaðist hergarðana aftur, þá sá
hann Fokker-dreka einn innán um
hóp af tvívængjuðum drekum Breta.
Var hann þar sem úlifur í sauðahóp
og vildi granda þeim. En þegar
Bretinn kom nær, þá varð hunn að
fara að hugsa um sjálfan sig, þvi að
Bretinn sótti á og sendi honum
kúlnadrífu og loksins steyptist hann
sem hinir beint niður 3,000 fet.
Þetta sýnir, að þessir Fokker-
drekar eru ekki öllum betri, þó að
góðir séu, og er óvist að reyndir séu
enn hinir beztu flugdrekar Frakka
Og Breta.
Það var á öðrum stað hinn 17.
janúar, að enskur fiugmaður rakst á
tvivængjaðan Fokker dreka, er flaug
10,000 feta hátt i lofit uppi yfir skóg
einum. Bretinn fór að herða sig og
náði honum og fór að skjóta, og eft-
ir litla stuDd var hinn þýzki dreki
allur i báli og hrapaði niður.
Margar fleiri sögur mætti segj i um
þetta, en þetta adti að vera nóg til
að sýna, að þeir mega gjöra betur,
Þjóðverjarnir, ef þeir ætla að yfir-
stiga Breta í loftinu.
Þegar Ancona sökk
Eftir Dr. Cecile Greil.
Það var eftirminnileg sjón, að
horfa á hópinn þann, eða svo fanst
mér, er eg stóð á þilfarinu á skipinu
Ancona og horfði á lestina farþeg-
anna á öðru og þriðja plássi streyma
út á skipið. Þeir voru mest-alt konur
og börn, og hver barsína byrði, far-
angurinn sinn stóran eða litinn. Það
sást varla karlmaður í hópnurr. að
hjálpa þeim.
Þetta voru mest-alt konur og börn
hermanna, sem kallaðir höfðu verið
í stríðið frá Anieriku og heinr til ft-
aliu, og höfðu fylgt mönnum sinuni
og bdæðrum heim til Italiu; en vildu
nú snúa aftur til Ameriku, þegar
það var ðþeim ljóst. að ein familia
getur ekki lifað á 20 centum á dág,
sem er alt, sem italska stjórnin borg-
ar familium hermanna þeirra, sem i
stríði ðfara. Og þarna voru nú hálf-
vaxin börnin með byrðar eins stór-
ar og þau voru sjálf, og armæddar,
iila búnar, gamlar mæður og þreytu-
legar konur, berandi aleigu sína í
misstórum bögglum á höfði sér. Það
var einkennileg en skerandi sjón.
Og allar voru konurnar klæddar
niarglitum, flekkóttuni búningi, sem
latnesku þjóðirnar eru svo gjarnar
á að búast.
Svo fór skipið að siga frá landi,
þegar farþegarnir voru komnir uin
borð. Það fór að rökkva, en samt
voru engin ljós kveikt á skipinu, og
þegar eg fór að þreifa fyrir mér i
myrkrinu í káetunni minni, þá fann
eg að lampinn hafði verið tekinn
burtu.
Við settumst niður að kveldverði
við kertaljós og í birtu þeirri kom
einhver hátiðablær yfir borðsalinn.
Eg sat við kapteins borðið. Við vor-
um þar sjö: Marquis Serra Casano,
Signor Piccione, Cav. Spinsecchi,
kapteinninn, báðir iæknar skipsins
og eg. Við töluðum saman i hálfurn
hljóðum, eins og við værum hrædd
um, að einhver kynni að heyra til
okkar. Og náttúrlega vorum við að
tala.um striðið.
Loksins fór eg að spyrja um neð-
ansjávarbátana, — hvort við værum
i nokkurri hættu af þeirra völdum.
En kapteinninn liló dátt að mér. —
“Nei”, sagði hann, “það er engin
hætta í þessari þoku. Hvernig ætti
neðansjávarbátur að geta fundið eða
fylgt eftir skipinu, ef hann findi
það, í annari eins þoku, þegar ekk-
ert ljós sézt á skipinu?”
Svo fórum við að tala um annað:
Um alla l>á eymd, sem af striðinu
leiddi; allar ]>ær kvalir og liftjón
manna. En í þessu kom káetudreng-
urinn inn, og þvert á móti allri
venju og hinni ströngu siðareglu á
Hreinn Bjór er bezti drykkurinn
fyrir þig-----.
Er hreinasti bjór sem búinn er til
1 merkur e®a pott flðskum. Tll
kaups hjá. verzlunarmanni þtnum
eSa rakleltt frá
L L DREWRY, Ltd. Wmnipeg.
skipinu, sem em eins stran^ar eins
og við hirðir konunganna, þá hljóp
hann til kapteinsins, þar sem hann
sat, án þess að heilsa honum, hall-
aði sér að höfði hans og hvíslaði í
eyra honum.
Kapteinninn reis undir eins á fæt-
ur, stakk út fult glas af vini, sem
stóð fyrir framan hann, i einum
sopa, og flýtti sér burtu. Og þarna
sá eg hann seinast. Eftir að skipið
var sokkið, var honum bjargað af
öðru skipi.
Þegar eg kom aftur til káetu minn-
ar, bað eg skipsjómfrúna um Ijós.
En eg gat ekki einu sinni fengið
kertaljós. Og svo fór eg að sofa i
mestu af fötunum, því eg gat ekki
farið ofan í koffortið mitt i myrkr-
inu; og eg var ekiki biiin að taka til
fötin min, sem eg ætlaði að vera í á
skipinu. Eg lá lengi vakandi áöur
en eg sofnaði, því að það ásótti mig
einhver kviði og ótti; það voru ein-
hverjar ógnir, sem mér fundust
hanga í loftinu. Eg var að hugsa um
það, hvernig allar varúðarreglur
væru ónýtar í striði þessu. Og hérna
vorum við úti á ljóslausu skipinu og
skriðum þegjandi i gegnum kol-
niða-myrkrið tvöfalt, næturmyrkrið
og kolniða-þokuna, og engin var píp-
an að blása og vara önnur skip við,
svo að þau rækjust ekki á okkur.
Um^norguninn vaknaði eg og
varð þess þá vör, að við lágum kyr
við akkeri á höfninni i Messina. Þar
biðum við einn dag. Fóru margir af
oss í land, til að sjá inerkin eftir
jarðskjálftann mikla fyrir nokkrum
árum siðan. Meðfram allri fjörunni,
milum saman, var eyðileggingin
sjáanleg enn þá. Þar fórust þá 40
þúsundir manns. Og oss fanst, að
stríðið vera að eins framhald á þvi,
sem náttúran hafði byrjað, og þá
stundina fanst mér striðið vera að
eins náttúru viðburður, eða náttúru
lögniál, sem mennirnir væru neydd-
ir til að framkvæma, i staðinn fyrir
jarðskjálfta og jarðeldi.
Eg varð einhvernvegin dofin og
tilfinningasljó, eins og lif eða dauði
einstaklingsingsins væri þýðingarlit-
ill óg litiLs virði. En þá greip mig
önnur tilfinning og örvaði mig og
eg sá og vissi, að náttúruhvöt manns-
ins að hjálpa og lækna, i staðinn
fvrir að sigra og eyðileggja, myndi
að lokum ekki einungis mega meira
en stríðin, heldur leggja fjötur á
hina deyðandi og eyðileggjandi
krafta náttúrunnar og stjórna þeim
eftir vild.
Við fómin frá Messina kl. 6 um
morguninn.
Hinn eftirminnilegi sunnudags-
morgun var að renna upp, hinn 7.
nóvember. Mánaðardagurinn sá er
mér fastur í minni. — Eg kann að
gleyma fæðingardegi mínum, en
þessum degi gleymi eg aldrei. Hin-
ir þungu sjóar veltu skipinu á báð-
ar hliðar, og við gátum öláu fremur
fundið en séð eyðuna og tómið í
kringum okkur i þokunni.
Eg var nú farin að venjast hínni
þjófslegu þögn og kyrð, er við skrið-
um áfram. Og nú réði eg það af,
að þenna morgun skyldi eg vera i
káetunni minni og taka það rólega
og hagræða öliu sem bezt hjá mér
undir sjóferðina. Eg tók saumakörf-
una mína upp úr kistunni minni, og
nokkrar bækur, og lagði þetla á
rúmið initt; og tók svo upp ýmislegt
fleira mér til hagræðis. En þá kom
aftur yfir mig þessi kviði og tilfinn-
ing fyrir einhverju óttalegu, sem yf-
ir mér vofði. í þetta skifti var það
eins og rödd einhver væri að hvisla
að mér og vara mig við þvi, að það
væri vissara fyrir mig, að vera a'l-
klædd og fara upp á þilfarið. Eg
---------------------X------------
ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ um
heimilisréttarlönd í Canada
og Norðvesturtandinu.
Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu ah
já e?vr kartma'ður eldri en 18 ára, get-
ur tekið heimilisrétt á fjórhung úr
section af óteknu stjórnarlandi í Mani-
toha, Saskatchewan og Alberta. Um-
sækjandi erður sjálfur aö koma á
landskrifstofu stjórnarinnar, eða und-
irskrifstofu hennar i þvi héraði. í um-
boöi annars má taka land á öllum
tandskrifstofum stjörnarinnar (en ekki
á undir skrifstofum) mett vissum skil-
yröum.
SKYLDliRi—Sex mánaða ábúh og
ræktun landsins á hverju af þremur
árum. Landnemi má búa með vissum
skilyröum innan 9 mílna frá heimilis-
ré.ttarlandi sínu, á landi sem ekki er
minna en 80 ekrur. Sæmilegt íveru-
hús verður atS byggja, aö undanteknu
þegar ábúöar.skyldurnar eru fullnægti-
ar innan 9 mílna fjarlægÖ á ötSru landi,
eins\ og fyr er frá greint.
f vissum hérubum getur góður og
efnilegur landnemi fengiö forkaups-
rétt, á fjóröungi sectionar meöfram
landi sinu. Verð $3.00 fyrir ekru hverja
SKYLJDIJRí—Sex mánafia ábúh á
hverju hinna næstu þriggja ára eftir
að hann hefir unniö sér inn eignar-
bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og
auk þess ræktaö 50 ekrur á hinu seinna
landi. Forkaupsréttarbréf getur land-
nemi fengiö um leiö og hann tekur
heimilisréttarbréfiö, en þó með vissum
skilyröum.
Landnemi sem eytt hefur heimilis-
rétti sinum, getur fengið heimilisrétt-
arland keypt í vissum héruhum, Ver'ð
$3.00 fyrír hverja ekru. SKYLDUR:—
Verður að sitja á landinu 6 mánuði af
hverju af þremur næstu árum, rækta
60 ekrur og reisa hús á landinu, sem er
$300.00 virði.
Bera má niður ekrutal, er ræktast
skal, sé landið óslétt, skógi vaxið eða
grýtt. Búpening má hafa á landinu í
stað ræktunar undir vissum skilvrdui n.
W» W. CORYf
Deputy Mlnlster of thé Interlor.
BlttS, sem flytja þeesa au$)ýstseu
leyflslaust fá enga borgun fyrtr.
E. J. O’Sullivan,
M. A. Pres.
Members of the Commcrcial Edueators’ Associatlon
ESTABL/SHCD
Stærsti verzlunarskóli í Canada. Býr fólk
undir einkaskrifara stöðu, kennir bókliald, hrað-
ritun, vélritun og að selja vörur
Fékk hæstu verðlaun á heimssýningunni.
Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink-
um kennarar. öllum nemendum sem það eiga
skilið, hjálpað til að fá atvinnu. Skrifið, komið
eða fónið Main 45 eftir ókeypis verðlista með
myndum.
THE WINNIPEO BUSINESS COLLEGE
222 Portage Ave...Cor. Fort Street.
Enginn kandídat atvinnulaus.
mætti ekki setja það fyrir mig, þó
veðrið væri leiðinlegt og þokan
væri nú orðin að fínu, hvitu regni,
sem kom í kyljum og kviðum blaut-
um. Eg hringdi bjöllunni tii að kalla
á jómfrúna, og fékk henni regnskýl-
una mina og ábreiðuna og bók eina,
og bað hana að fbúa út fyrir mig
stólinn minn á þilfarinu.
Þegar eg kom upp á þilfarið, leið
mér iiia og kvíðinn óx meira og
meira. Mig fór nú að gruna, hvað að
mér gengi.
Eg var eini kvenmaðurinn á fyrstu
káetu, Bandarikjaborgari og alein.
En þá kom mér nokkuð til hugar:
Skyldi eg þá ekki geta fundið á ann-
ari káetu einhverja ameríkanska
konu eða unga stúlku, sem eg gæti
Neðansjávarbáturinn sást þarna
svo skýrt og greinilega; var hann
svartur á iitinn og bar vel af við
hvita þokuna. Þokan lét hann verða
ennþá gleggri, eins og æfinlega þeg-
ar hlutirnir eru skamt frá manni.
Af priki eða spiru aftan á honum
blakti fáni rauður og hvitur. Varð
eg þess visari seinna, að þetta voru
litirnir á fána Austurríkismanna.
Eg vissi það ekki þá, en mér er þetta
svo ljóst í minni.
(Niðurlag nxst).
Ótöf Sölvadóttir.
Dáin 6. o’któber f. á., að Leslie, Sask.
tekið upp í káetuna til min, mér til
slkemtunar Þetta hlyti að vera
auðvelt; eg gæti borgað mismuninn
á fargjaidinu. En þá varð eg þess
visari, að eg var eini farþeginn á
skipinu, sem fæddur var i Ameriku.
Bjallan hringdi fyrir hádegisverð-
inn kl. 11.30. Við sátum undir borð-
um, þó ekki væri kapteinninn við
má'ltíð. Við hlógum og spauguðum
til þess, að láta ekki bera á óróleika
okkar, og töluðum um smámuni
eina. Vorum við að enda við máltíð-
ina og suinir voru að fara út. Eg var
að standa upp úr sæti minu og saup
um leið seinasta sopann úr kaffi-
bollanum. En þá kom það, sem við
öli höfðuin haft svo undarlega að-
kenningu af í hjörtum vorum.
Skipið nötraði voðalega. Fg kast-
aðist niður i sætið. Eg vissi undir
eins, að skipið var stansað og heyrði
nú menn hlaupa fram og aftur á þil-
farinu. Eg leit út um gluggann á
borðsalnum, og sá sex eða tíu mat-
reiðslumenn hverfa hlaupandi fyr'ir
horn eitt.
“Hvað gengur að, herra læknir?”
spurði eg annan læknirinn skipsins
á frönsku.
“Það iná drottinn vita!” sagði
hann, setti á sig hermannahúfuna
og hljóp út. Borðsalurinn varð óð-
ara tómur. Allir hlupu út. eins og
eldur hefði komið upp á skipinu.
Það var ljóst. að eitthvað gekk að
skipinu. En þó að undarlegt væri,
kom þá engum til hugar, að neðan-
sjávarbátur væri valdur að þessú.
En á næ.sta augnabliki heyrðist brak
mikið og drunur, rétt eins ,og þruniu
liefði slegið niður rétt við hliðina á
okkur. Þá fyVst kom mér ueðan-
sjávarbátur til hugar og sá hann
'iíka!
Þokunni var dálitið farið að létta,
og þarna sá eg hann svo giögglega
út úr ghtgganum, neðansjávarbát-
inn; hann lá þar á sjónum, og var
alt þilfarið uppi. Hann var langur
og flatur, mi'klu voðalegri og stærri,
en eg íiokkurntima hafði gjört mér
hugmynd um þá þessa báta. Það
var faUbyssa frainan til á þilfarinu,
og önnur að aftan, og var báðum
miðað á Ancona.
UNDIRRITAÐUH veitirmóttöku sér-
stökum lokuttum tilbottum á skrif
stof þessari bangatt til kl. 4. e.m.
á þrittjudaginn 13da febrúar, 1916 um
att ieggrja til “Brooms and Brushes”,
"Chain”, “Coal”, “Hardware”, “Hose”,
‘Oils and Greases”, "Packing”, “Paint
and Paint Oils”, “Manilla Rope”, “Wire
Rope”, and “Steam Pipe, Valves and
Fittings”, sem Departmental Dredging
Plant í Manitoba þarfnast fyrir fjár-
hagáritt 1916—1917.
Hvert ttlbott verttur att sendast í sér-
stöku umslagl og skrifist utan á:
“Tender for Hardware Manitoba”,
“Tender for Chain Manitoba o.s.frv.
eftir því sem vitt á.
Þatt tilkynnist öllum sem tilbott leggja
fram att tilbottunum verttur ekki veitt
móttaka nema þau séu skrátt á prentatt
eyttublatt og undirritutt mett eiginhand-
ar undirskrift frambjóttenda; þessi
eVSubiött má fá . frá Department of
Public Works, Ottawa, og á skrifstofu
Mr. A. J. Stevens, Acting District Engi-
oeer, 702 Notre Dame Investment Build-
ing, Winnipeg, Manitoba.
Hverju tilbotti verttur att fylgja á-
vísun vitturkend af skrásettum banka
er borgist til Honourable Mlnlster of
Public Works og nemi þelrri upphætt
sem ákvettin er í eyttublöttunum til
tilbottsins og tapar umsækjandi upp-
hætt þessari ef hann vill ekki ganga att
samningunum þegar hann er kvaddur
til þess etta ef att hann uppfyllir ekki
þenna gjörtta samning. En ef att til-
botti hans verttur ekki tekitt, þá fær
hann ávísunina aftur.
Stjórnardeildin skulbindur sig ekki
til þess att taka lægsta tilbotti etta
nokkurt þeirra.
f umbottl ráttgjafans,
R. C. DESROCHES, ’
skrifarl.
Department of Public Works,
Ottawa, January 21, 1916
Blött sem flytja þessa auglýslngu án
leyfis fá enga borgun fyrir.—90658.
Lag: Mér himneskt Ijós í hjarta skin
Þú ljúfa kona liðin ert
og löng þín gengin stund.
Mér sýnist lif þitt vel þess vert,
að væran fengir blund.
Þú varst svo góð að geyma list,
sem gjöf að lífsins ró.
Það man eg lengst i minni vist,
þá maðúrinn þinn dó.
Við>muniim iengi minnast þess,
hvað miJd þú varst og góð.
að unna dýrast efsta sess
þar ;eska lifsins stóð,
l*ér vanst að gleðja vesaling
og vernda og styðja á braut.
Því sorgin gaf þér sáran sting
að sjá hann liða þraut.
Eg veit það sælt að vakna af blund
og vera á æðri strönd,
þar eilif ríkir æskiistund
og elsku tengjast bönd.
Nú farðu vel með frelsi í mund
á fund þíns eigin manns.
Þvi sigur lifs og sæiiistund
þú sást i faðmi hans.
Erl.
Heimskringla samgleSst bænd-
unum yfir góðri uppskeru, því
“bú er landstolpi.” Og svo veít
hún aS þeir gleyma henni ekki,
þegar peningarnir fara aS koma
inn fyrir uppskeruna.
THE CANADA
STANDARD LOAN CO.
AÖnl Skritsfoi'n. YVInuipet>
$100 SKULDABRÉF SELD
Til þægrinda þeim sem hafa smá upp
hatöir til þess ati kaupa sér í hag.
Upplýsinsar og vaxtahlutfall fa?st á
skrifstofunni.
.1. < . KYLK. HúÁ.vin;iSitr #
42S >1 uIn Street. WINXIPEG
Bin persóna (fyrir daginn). $1.50
Herbergi, kveld og morgunveröur,
$1.25. Máltíöir. 36c. Herbergi, ein
persóna, 50c. Fyrirtak i alla staöi,
ágæt vínsölustofa í sambandi.
Tnlsimi Gnrry ‘1‘27%'Z
R0YAL 0AK H0TEL
ChoH. GuKtafKNon, eigandi
Sérstakur sunnudags mitSdagsverÖ-
ur. Vín og vindlar á bortSum frá
klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex
til átta atS kveldlnu.
2S3 MAHKF.T ST. YVINNIPEG
!S! D0MIN10N BANK
Horni Notr. Dome or Shrrbrook.
Siwfl.
HttfuttstóU uppb_____________ M.Oub.bóe
Vnrasjftttur ................ $7,O0O,«OO
Allar elKnlr.................$78,000,OOO
Vér óskum ettir vittskittum v*r»*
lunarmanna og ábyrgjumst att grafa
þelm fullnægju. Sparisjóttsdeilð vor
er sú stærsta sem nokkur bankl hof-
ir i borglnnl.
Ibúendur þessa hluta borgarlnaar
óska att skifta vltt stofnum sem þelr
vita att er aigerlega trygg. Nafn
vort er fulltrygging óhlutletka.
Byrjltt spari lnnlegg fyrlr sjáifa
yttur, konu og börn.
W. M. HAMILT0N, RáJ»maW
PHONE GARRY 345«