Heimskringla - 08.06.1916, Side 5

Heimskringla - 08.06.1916, Side 5
EKKERT JAFNTEFLI FREDERICK PALMER. (Niðurlag). Austurríki borgið, en Serbía rúin og fótum tro'ðin. Það voru tvær ástæður til þess, - að'Austurríki færi í stríðið, þó að almenningur Jtekti að eins eina. -— Hin fyrri kom frá hirðinni. Eranz Jósep gamli (sem Gröndal kallar: Jósepp Austurríkiskeisaral skalf og riðaði f hásætinu. Allstaðar í rík- inu sauð og vall óánægjan. meðal liinna mörgu þjóðflokka, og hataði ])ar hver anhan og vildi í hel koma. En Jóseppur liafði eitthvert lag á þeim og otaði hverjum á móti öðr- um. En nú er hann á grafarbakk- anum, og enginn vissi eða veit, hvað við tekur, þegar hann er fallinn frá. En skuggaleg er framtíðin fyrir Habsburg ættina og einveldi þeirrá eða skriffinna Austurríkismanna. En hitt var ráðið fyrir stórmennið, og það var stríð. Svo framarlega, sem Austurríki yrði ofan á, þá var ætt- inni borgið, — þá mundu allir elska Habsburgar-ættina. Svo var erkihertoginn myrtur, sem allir vita, og um leið varð alt Aust- urríki sem einn ólgandi sjór af reiði og hatri. Því að þótt hihir mörgu þjóðflokar í landinu hötuðu hver anhan og vildu hver öðrum alt ilt gjöra, þá var þeim þó eitt sameigin- legt: Þeir hötuðu allir Serbana af öilu hjarta. Það var þvi sjálfsagt, að hefna þessa grimmilega á Serb- um. Og nú er það búið. En Þýzkir hjálpuðu Austurríkis- mönnum til að reka Rússa úr Gal- izíu og héldu Rúmenum og Grikkj- um frá því að fara í stríðið með Randamönnum; þeir fengu Búlg- ara með sér og óðu svo með þeim yfir Serbíu, en lögðu landið í eyði. Serbía er land hjarðmanna og svínahirðara og ákaflega fátækt; en þó var það nógu ríkt til þess, að fara 1 stríð. Nú eru Serbar búnir að taka út hegninguna fyrir að hafa móðgað Austurríki og keisaraætt Austurríkis er búin að hefna sín. Jóseppur hefir þar sigrað fyrir til- lijálp Vilhjálms keisara. Þeir hefðu ekki getað það, ef að hann hefði ekki komið þeim til hjálpar. Aust- urríki hafði reyndar ágæta hers- höfðingja og höfuðsmann þeirra góðan. En þeir voru í hópum, og aldrei gat einn hópurinn komið sér saman við annan. Þeir gátu ekki unnið saman. En þegar hinir vold- ugu Prússar skárust í leikinn, ])á tóku þeir forustuna og hinir urðu að hlýða og þá dugði það. En af öllum sambandsrlkjum Þýzkalands eru það Prússar einir, sem öllu hafa ráðið. Þeir hafa haft ráðin fyrir öllum miðríkjunum, — bæði í hernaðinum og í öllum stjórnmálum. Allir verða að dansa eftir þeirra höfði. Þeir lialda enn allri herfrægðinni og frægðinni fyr- ir hinn mikla undirbúning og þetta hið útreiknaða, hárfína fyrirkomu- íag á öilum störfum, andlegum og veraldlegum enn sem komið er. — En lokaprófiö er enn ekki búið. — Seinustu eldraunina eiga Prússar ennþá eftir. Hvernig eiga Þjóðverjar að geta unnið með eina milíón og fimm hundruð þúsund menn dauöa eða limlesta. — (Hilaire Belloc fullyrðir, að Þýzkir hafi aigjörlega tapað frá strfðinu þremur milíónum og fimm hundruð þúsundum manna við Janúar byrjun 1916, og eru það lim- lestir, særðir og fangnir). — Hvernig geta þeir verið að vinna, þegar þeir sjá engin ráð til að gcta komið friði á? Geta þeir unnið, ef að þeir eiga erfitt eða nær ómögulegt að halda áfram árásum þessum, þegar sum- arið kemur? Geta þeir unnið í stríð- inu, ef að þeir þá þurfa að fara að verja sig á öllum vígvöllunum? Ein er sú aðferð, sem allar þjóð- irnar hafa notað 1 stríði þessu, og hún er sú, að láta hinar hlutlausu l>jóðir ekki vita meira um hagi sína °n þeim sjálfum sýndist. Þar hafa þó Þýzkir verið fremstir. Japan læhSi það upphaflega af Þjóðverj- hm og notuðu þeir l>að í strfðinu niilli sín og Rússa. Þegar Ja])anar náðu Mukden í Manchúríu, þá voru þeir uppgofnir að berjast og sett- ust þar fyrir. En þeir létu allan heiminn haida, að þeir gætu hrakið Rússa undan sér og vaðið áfrain í það óendanlega, og þess vegna gætu 'þéir verið einráðir um alla friðar- samninga. En fimm mánuðum efþir að þeir komu til Mukden, sáú þeir sjálfir engin ráð til þess, að geta haldið lengra áfram. Með seinasta högginu, sem þeir veittu Rússum, fóru þeir á kné, en pössuðu sig með það, að snúa ódeigir andlitinu að Rússum og horfa beint í augu þeim. Hugsum oss stríðið sem hnefaleik, er sé 20 “rounds”, eða með 20 atrenn- um. Þýzkir voru að reyna að sigra í fimm fyrstu atrennunum. En svo brást þeim l>að, og margir héldu að nú væri alt búið. En það var ekk- ert því líkt. Þýzkir héldu enn áfram að reyna að greiða óvinum sfnum rothögg, þangað til atrennurnai' voru orðnar tíu, og með vorinu verða þær komnar fimtán. En það verður nítjánda atrennan eða hin tuttugasta, sem gjörir út um sigur- inn. Yopnasmiðjur Breta eru rctt ný- lega farnar að smíða sprengivélar, svo að nokru nemi. Og Ameríku- inenn og Japanar verða fyrst farnir að gjöra alt sem þeir geta í febrúar- eða marzmánuði. Og með vorinu verður það fyrst, að Bandamenn iiafi meiri og fleiri sprengikúlur til að skjóta á óvinina, heldur en Þjóð- verjar iiafa. Þjóðverjar hafa nú að líkindum 4 milíónir hermanna, Austurrfki 3 milíónir, og Engiand yfir 3 milíónir (fullar 6, ef alt er tal- ið), óg Rússar hafa 3 milíónir fyrir utan alt vataliðið (ættu nú að vera 6—7 milíónir). Eftir þessu ættu því Bandamenn að liafa mikla yfirburði yfir Þjóðverja, þar cð Frakkar eru hér ótaldir, því að ítaiir gjöra meira en jafnast á við Búlgara. Geta nú Þjóðverjar virkilega gjört óvinum sínum svo harða hríð að yfir taki? Þeir halda áfram að gjöra áhlaup- in. En hvar geta þeir brotist í gegn? Geta þeir gjört Rússum aðra eins kviðu og fyrir ári síðan, þegar Bret- ar og Erakkar í maímánuði steypa siirengikúlna-flóðinu yfir hergarða þeirra á vesturkantinum og fara að vaða fram sjálfir með fimmföldu afli manna og skotfæra við það sem að þeir höfðu í Champagnc og við Loos í Flandern? En þegar Þýzkir með öllum sínum yfirburðum gátu ekki brotist áfram 1915, hvað munu þeir þá geta 1916? (Síðan þetta er ritað hefir það sýnt sig við Verdun, hvað sannspár Palmer var). Því að þeir þurfa að vinna stóran, algjörðan sigur yfir óvinum sínum, ef að þeir eiga stríðið að vinna. Þeir verða að brjóta gjörsainlega niður alla mót- stöðu eins eða tveggja stórveldanna, ef þeir vilja sigri hrósa. Allur þorri manna hélt, að Rússar myndu verða fyrstir til að láta sig. En engin þjóðin færi eins illa við það, að verða sigruð af Þýzkum eins og Rússar. Ef að þeir létu nú undan eða yrðu sigraðir, þá væri um leið úti um alla Evrópu. Þjóð- verjar yrðu þar alvaldir, en Rússar yrðu sjálfir fótum troðnir og að þrælum gjörðir. Allir liinir lielztu menn Rússa sjá þetta og vita það vel. Og allur meiri hluti Rússanna veit það. Þess vegna eru þeir nú að berjast fyrir lífi og tilveru þjóðar- innar. En ef að Þýzkir nú í bráð ættu að fá Rússa til að semja sér- stakan frið, þá yrðu þeir að taka allan her sinn burtu úr Rússiandi og Póllandi. En þó aö Þýzkir liafi hrakið Rússa þarna á útjaðri lands- ins, þá er langt frá því að þeir séu búnir að vinna sigur yfir Rússum. Fyrir ári síðan lieyrði eg stundum cnska og franska foringja tala um málamiðlun eða tilslakanir. En margir voru þeir ekki, tæplega einn af hundraði hvei'ju. En sumarið sem leið og haustið heyrði eg ald- rei nokkurn foringja Breta eða Frakka mninast á þetta. Ef að mað- ur stingur upp á því við franskan mann einhvern, að Frakkar semji sérstakan frið og fái Elsas og Loth- ringen og alt það land, sem þeir höfðu áður, — þá svara þeir með beinhörðu nei. Þeir standa fastir a því, að þeir ætli að ljúka við starf þetta, og alveg sömu svörin fá menn hjá Englendingum. Ef að þeir eiga að vinna í stríðinu Þjóðverjarnir, þá verða þeir að vinna algjörðan sigur yfir hinum nýju herskörum Breta. Þeir verða og að sigra allar þær hinár nýjustu liersveitir Frákka, sem áttu að verða herskyldar árið 1917, og Frakkar voru ekki búnir að kalla til her-| þjónustu í nóvember 1915. Þeir verða aö vinna ekki iiálfan, lieldur algjörðan sigur — eða tapa. Þýzkir segjast einlægt vera að vinna. Þeir segja Þjóðverjum það, og iáta aldrei annað heyrast. En hafið þér nokkurntíma séð í þýzk- uin blöðum eða prentað upp úr þýzkum blöðum bréf frá frönskum eða brezkum hermönnum til vina sinna heima, sem lýsi því, að þeir séu að gefa upp móðinn eða verða vonlausir um endalok stríðsins? — En i hverjum einasta hóp fanginna Þjóðverja finnast stöðugt þessi bréf til frænda þeirra og vina, sem lýsa algjörðu vonleysi og megnustu ó- ánægju. Þeir eru búnir að tapa kjarkinum og vonum öllum . En þetta vex stöðugt hjá Bretum og Frökkum. Setjum nú svo, að meö vorinu og sumrinu hendist Þjóðverjar á fylk- ingar Bandamanna og ætli nú að láta til skarar skríða, — en komi engu áfram. Setjum svo, að stálgirð- ingin vei'ði óslitin í kringum þá í Balkanlöndunum, Rússlandi, og í Flandern og Frakklandi. Því að ef þeir lialda hermönnum sínum í Serblu og Búlgaríu, þá þurfa þeir einlægt að hafa menn til Vara, tugi þúsunda eða hundruð, til að fyila upp í skörðin þeirra, sem falla, og einlægt þurfa þeir að sjá þeim fyrir vistum og vopnum. En setjum nú svo, að þeir hættu öllum árásum og færu að verja sig, af því að' máttur- inn er farinn að sækja fram. íin setjum svo, að Þjóðverjar notuðu hinar mörgu og þéttfléttuðu járn- brautir sínar til þess, að þeysa með hermannasveitirnar í hundrað þús- undatali frá einum stað til annars, eða þangað sem Bandamenn legðust þyngst á í þetta og þetta skiftið. — Hvaða áhrif ætlið þér að þetta hljóti að hafa á hugsanir og tilfinn- ýigar Þjóðv’erja? Hver hefðu áhrifin verið á hugsanir og tilfinningar Japana, ef að Rússar hefðu haldið út árinu lengur í stríðinu milli Jap- ana og Rússa og látið Japana móka og molia andspænis herskörum Rússanna? Þegar Kitchener sagði ráðgjöfum Breta, að stríðið myndi verða langt, þá vildu þeir ekki trúa honum. En nú er svo komið, að þeir eru búnir að sjá, að liann vissi, um hvað hann var að tala. Hann treysti því einu, að Bandamcnn myndu vinna seinustu orustuna. Það er seinasta orustan, som Bretar æfinlega iiafa lagt sig fram að vinna. Bretar hafa æfinlega verið of ör- uggir, þegar þeir byrjuðu; þeir hafa treyst svo vel sjálfum sér, að þetta væri svo lítilfjörlegt, það væri engin alvara í því, þó að þeir þyrftu að fara á móti einhverjum, og þeir hafa æfinlega fengið fyrstu skcllina, kanske einn af öðrum, af því að þeir voru aldrei nógu viðbúnir. En Þjóðverjum er alt öðruvísi varið. — Og menn geta verið vissir um það, að þetta há-vísindalega félag, sem öilu ræður á Þýzkalandi sem leikur « » sér að því, að æsa upp hugi manna til eins eða annars, sem bæði hefir hermannavöldin og stjórnarvöldin í hendi sinni, — menn geta verið viss- ir um það, að það muni aldrei gefa heiminum hið minsta merki um það, að þeir séu að tapa í stiíði þessu Þjóðverjarnir. Hið eina tækifæri eða eina ráð fyrir Þjóðverja að vinna strfðið er að fara að dæmi Japana, er þeir unnu stríðið yfir Rússum og fengu þá til að semja friðinn. Þó að Þjóð- verjar bíði hvern ósigurinn af öðr- um, þá geta þeir haldið því svo leyndu, og látið svo lítið bera á skellum og skrámum sfnum, að það líti svo út, sem þeir hafi áigrað, og blekt þannig óvini sína, og fengið þá til að gjöra tilslakanir, sem ann- ars væru óliugsanlegar. En ef að Bandamenn skyldu halda áfram 18 mánuði ennþá og halda saman, þá er enginn efi á því, að Þýzkir liggja flatir fyrir þeim og að fuliu sigraðir. Ög ef að vasinn Bandamanna þolir það. En takið nú eftir og vitið, hvort að buddan Bandamanna verður tóm, þó að þetta kæmi fyrir. Bandamannaherinn fer kanske aldrei til Berlin, fer kanske aldrei yfir Rín, og enginn þeirra stígur máske fæti á Austur-Prússland. En áreiðanlega verða það Þjóðverjar, sem krjúpa á kné fyrir Banda- mönnum og biðja um frið, af þeirri ástæðu, að þeir eru umkringdir, — umsetnir sem borg ein eða kastali. Og Bretarnir lialda sjónum og þeir hafa fleiri og fleiri bryndrekana og stærri, og beitidrekana með fall- byssunum, sem geta brotið bg mol- að alt, sem er ofansjávar. Þjóðverjum er líkt varið og manni, sem bröltir og berst um á hæl og hnakka, af því að hann vantar loft. Hann byltir sér á alla vegu og lemur frá sér með höndum og fótum, til þcss að fá loftstraum inn í lungu sín eða rúm fyrir fætur og höndur. Hann brýtur vegginn eða ýtir hon- um frá sér; en veggurinn stendur þó éftir scm áður, kanske feti fjær,, en það er alt, og blóðið úr sjálfum lion- um slettist í augu hans aftur eða makast um andlit lionum. Hann brýtur sundur hurðina, en þá tek- ur við Önnur hurð rétt fyrir utan hina, sem hann braut, og hún er hálfu sterkari. Áreynslan á sálina í slíkum bardögum er harðari og af- leiðingaverH en áreynslan-á líkam- ann, þó aö mikil sé. Og á ko sumri, ef að Rússinn legst þungt á að austan, og ef að Tyrkir og Búlg- arar verða beizlaðir og tamdir,— þá munu veggirnir fara að h-rynja ofan á Þjóðverjana að lokum. Og er ekki ólíklegt, að þeir verði nokkuð þungir. James J. Hill (Niðurlag frá 1. bls.). hann fljótt skrifari á skrifstofu Mississippi River Steam.ship Com- pany og hélt þeirri stöðu í 9 ár. Eft- ir það varð hann ‘agent’ fyrir North- western Paeking Company. Tveimur árum eftir að liann yfir- gaf gufuski])afélagið kvæntist liann ungfrú Maria Tlieresa Mohegan frá St. Paul, og fór sjálfur að eiga með sig og byrjaði á vöruflutningum. Um sama leyti varð hann brautar- stjóri (Station Master) á hinni einu járnbraut, sem lá inn í borgina St. Paul, og þar kyntist hann fyrst járnbrautum. Það var fyrst árið 1870, að hann byrjaöi hið verulega æfistarf sitt, því að þá stofnaði hann Red River Valley Transportation Com])any, og tók að flytja vörur á bátum cftir RauÖánni niðui' dalinn. En þegar flutningar urðu léttari, þá tók bygð in að vaxa. Og nokkru eftir þetta náði félag hans liald á St. Paul and Pacifie Railway og þá fór hann til og bygði litlu síðar Great Northern brautina með öllum hinum fjölda- mörgu öngum, sem hann einlægt hcfii' verið að senda út úr henni, einkum norður undir merkjalínuna og sem heita má lífæð Norðuvestur- iandsins sunnan línunnar. Járnbrautin, sem liggur á milli St. Paul og Minneapolis og er um 10 mílur á lengd er fyrsti spott'nn i, liinu mikla járnbrautakerfi Jim Hills og félaga hans. Þetta var braut in, sem nefndist Minnesota and Pac- ific Railway og lág frá St. Paul til St. Anthony, sem var þorp eitt, er stóð þar, sem nú er Minneapolis. Árið 1857 kom óáran og “panic” og var liætt við að byggja brautina. Þá voru að eins 5,398 mílur járn- brauta í öllum Bandaríkjunum, og er það lítið meira, en helmingur af mílnatali Great Nortliern braut- anna, sem þær eru nú. íln það er að eins ein al' járnbrautalinum þeim, sem Hill hefii' haft með liöndum og verið Jífið og sálin í. Vér gleymdum að geta þess, að þegar Hill fyrst fór að vinna í St. Paul, þá gjörði hann sig ánægðan með að liafa 50 centa kaup á dag og hefði sumum ekki þótt það vænlegt fyrir tilvonandi milíónaeiganda. Og Hill vann baki brotnu fyrir þessum 50 centum. En það var einmitt það, sem fleytti honum fram. Árið 1860 var fjárþröng þcssa járn. brautarfélags (St. Paul and Minne- ipoiis R. R.) svo mikil, að ríkið tók ,-ið brautinni. Fln ríkið fékk Mr. Ed- nund Riee brautina, og lengdi lann hana svo að hún varð alls 202 nílur á lengd. En árið 1873 fór að íiga aftur, og voru skuldir þá orðn- ir 33,000,000 dollara, sem var fáheyrð ipphæð í þá daga. Stóreignamenn i Hollandi höfðu lánað féð og vildu -á sitt. Þá var það, að þeir gjörðu félag með sér: Mr. George Stephen (síðar Lord Mount Stephen), Mr. Donald A. Smith (síðar Lord Stratli- cona) og Hermann W. Kittson, og keyptu skuldabréfin frá Hollend- ingum og settu svo J. J. Hill sem yfirmann yfir brautum þessum og fengu honum öll ráð í hendur. Þeiir þrír menn fóru nú út hver fyrir sig og höfðu upp mikla pen- inga og stofnuðu St. Paul, Minnea- ])olis and Manitoba Railway með 15 milíón döllara höfuðstól. J. J. Hill var mjög ant um Rauðárdalinn og sá liann fyrir hina tniklu auðs- uppsprettu, sem þar var möguleg. Og nú yar brautunum stefnt bæði norður til Winnipeg og vestur Dak- ota slétturnar. Árið 1869 voru brautirnar orðnar svo margar og umfangsmiklar, að allar vesturbrautirnar voru lagðar undir eitt kerfi: Great Northern. Þetta ár komst Jim Hill með aðal- fy autina vestur að Kyrrahafi, til Puget Sound. Járnbrautin, sem liggur frá St. Paul til Minneapolis og er um 10 mílur á lengd, var fyrsti spottinn í þessu hinu inikla járnbrautarkerfi. Þetta kallaðist Minnesota and Pac- ifie Railway. Árið 1857 var óáran og ‘panic”, og varð þá að hætta við byggingu brautarinnar. Þá voru allai' járnbrautir Bandaríkjanna að eins 5,398 mílur á lengd og er það lítið meira en helmingúr á við lengd Great Nórthern brautanna, sem þær eru nú. En Great Northern er að eins ein af brautarlínum þeim, sem Jim Hill hefir staðið fyrir. Árið 1869, eins og áður er sagt, komst Hill með brautina alla leið vestur til Puget Sound á Kyrrahafs- ströndinni, og um sama ieyti bygði hann brautir til já.rnnámanna iniklu í Minnesota. En þegar hann kom vestur að hafi, þá fór hann óð- ara að stofna gufuskipagöngur frá ströndinni til Asiu, til Japan, Ohina og Ástralíu og lét smíða hvcrt gufu- skipið öðru stærra tii að að flytja menn og vörur til og frá um alt Kyrrahafið. Þvf að Hill nægði ekki að byggja brautirnar, hann skóp þeim starfið og atvinnuna og um lcið starf og atvinnu fyrir milíónir nianna. Og aldrei þurfti Hill að fá gjafir frá stjórnum i'íkjanna til að feyggja þessar brautir slnar eins og Canada félögin; hann þurfti aldrei að fá milíónir ekra af landi með- fram brautum sínum gefins til að byggja þær. Hann iét þær eiginlega byggja sig sjálfar, en sá um, að þær hefðu undir eins nóg að kjöra. James J. Hill var maður framúr- skarandi sem járnbrautakonungur, sem auðmaður, |>ó að liann byrjaði með tvær hendur tómar; sem bú- maður bankamaður, og ráðunaut- ur svo ótalmargra manna og féiaga, manna af öll.um stéttum, í ótal eða flestum hugsanlegum greihum. J. J. Hill var í stjórn fjöida marga banka í Chicago, New York og St. Paul. -- Honum var mjög ant um, að bæta búskap manna; hann útbýtti kyn- bótagripum ár eftir ár og vildi láta bóndann hafa alt hið bezta. Naut- gripum, hestum og svíhum, af hinu bezta kyni, útbýtti hann þannig ár eftir ár. Hann flutti ræður um bú skapinn oft og tíðum, og hvatti bændurna til að vinna jörðina vel, svo að þeir hefðu sem bezt upp úr henni. “Herfið akrana”, sagði hann, “ékki einu sinni eða tvisvar, heldur tiu sinnum, þegar þio eruð búnir að plægja 'eins ve! ng þið hafið vit á, — þá fyrst eruð l)ið búnir að búa jörðin réttilega úndir”. J. J. Hill var oft st Vg'öfull Hann var einlægur með Bretum og Banda- mönnum beirra f stríði þessu og gaf stórfé til aö h’áina Belguin. Enginn veit, hvað mikið hann gaf Alfefrt Boigakonunyi. Þeir hcíðu iengi ver- ið beztu vinir. Þegar nefndin kom frá Bretum til Ameríku, þá leitaði Morgan undir eins til .1. J. Hiils til að vita, livað liann víidi styrkja að lántökunni. En Hill sagði óðara, að liann vildi styrkja það af öllum kröftum og fyrir það gekk lánið taf- arlaust í gegn, því allir trúðu Hill og treystu. Auður James J. Hills er talinn að vera eitthvað um 100 milíónir doll- ara. Börn eru: Þíir synir og sex dretur, öll uppkomin. Börnin eru þessi: James N. Hill, auðmaður í New Vork; Louis W. Hill í St. Paul, forseti Great Nortli- ern járnbrautarfélagsins, og Walter Hill, bóndi, ýmist í St. Paul eða á stórbýli sfnu við Crookston, Minn.— Dæturnar eru: ðliss Clara Hill, Sum- mit Ave., St. Paul.; Mrs. Samuel Ilill í Seattle; Mrs. Michael Gaviní New York; Mrs. A. MeBeard í New York: Mrs. George L. Siade í St. Paul, qg Mrs. Egil Boeckmann í St. *Paul. skorun til Immelmanns hins þýzka- sem taiinn er beztur af öllum flug- mönnum í liöi Þjóðverjanna og hef- ir að velli lagt 15 af sínum mót- stöðumönnum. — Navarre sagði, að sá, cr sigur bæri af hólmi, skyldi talinn hinn frægasti flugmaður í heimi. Það er búist við, að þessir ofur- hugar mætist áður eh iangt um líður. Canadamenn í hörðum hardaga. Ennþá auka þeir frægð sína Can- adamennirnir á vígvöllunum. Þeir höfðu verið skapiliir Þjóðverjarnir og gjörðu skothríðar harðar á Can- adamennina sunnan við Ypres og um Hoop og Zillebekc og hólinn nr. 60, í vikunni sem leið, og var hríðin svo hörð, sem af himni steyptist flóö af stáli og eldi. En á eftir, á miðvikudaginn, sóttu 9 herdeildir (Battalions) fram á 3000 yards eða 1% úr mílu og náðu þarna gröfun- um á svæði þessu um stund. Hafði enginn Canadamaður heyrt önnur eins ólæti og þar fóru fram og jafn- vel ekki áður í stríði þessu; enda var jörðin krössuð og rótuð og rifin og tuggin og skotgrafirnar hrunda- ar og mennirnir dauðir, sein fyrst voru í þeim. Það var frá þorpinu Hooge og norður undir Menin- brautina frá Ypres, sem Þýzkir gátu brotist fram. En þeir sátu þar ekki lengi, því að á föstudagsmorguninn kl. 7% var það, að Canadamennirnir risu upp og var stórskotalið þeirra búið að sjijalla við Þjóðverjana og vekja þá, svo að þeir svæfu ekki, þegar Can- adamennirnir kæmu. Canada-diengirnir .fóru í hópum og börðust allan þann dag og alla nóttina með kastvélum, er þeir köst- uðu í hópa og grafir Þjóðverjanna og díap hver sending 8—12 rnenn, þegar vel kom niður eða runnu á þá með byssustingjunúm og börð- ust í návígi maður við mann, og var þá bæði stungið og slegið og skotið. Og ekki hættu þeir fyrri en þeir höfðu náð öllu því, sem þeir höfðu tapað, neina fáeinum yards á ein- um stað. Höfðu Þýzkir mikinn mannskaða af fundum þessum, og þó að Canada mennirnir mistu þar margan inaiminn, l)á var samt skaði þeirra minni e nhinna. En ekki dregur þetta úr heiðrí Canadamanna. Þótti bæði Bretum og Frökkum þeir bregða hraustlega við og snarplega. I fyrstunni urðu Canadamennirnir að hörfa undan ein 700 yards, en tóku að lokunum alt eða mestalt aftur. En 15 hundruð manna mistu þeir af följnuin og særðnm í slagnum. — Tveir yfirforing.ia' (Generalsi sæið- ust: Mercer og Williams. Var Mercer komið særðum til Boulogne á | Frakklands, við sundið. Fin Wil’í- | ams er talinn með hinum týndu (missing), og vita menn ekki, hvort . ] hann er fanginn eða dauður. Aðrir herforingjar failnir og særðir eru þessir: Einvígi í skýjum uppi Navarre skorar á bezta flugmann Þjóðverja, að berjast við sig í skýjum uppi. Hér um d: vnr arre á sveimi fvrir ofan Þjóðverja; Iðt hann þá hlut dotta til jarðar og þar með fylgdi pappírsmiði, er á var rituð á- Fallnir: Lieut.-Col. A. E. Shaw, Brandon. Lieut.-Col. B. P. Rowlcs, Brandon [ Lieut. E. L. Berkinsliaw, Vietoria. Saeríiir. IMajor J. T. Bardolph, Brandon. Major M. A. Allan, Vietoria. Capt. C. K. L. Pyman Sask. Capt. FI. b. Redpath, Victoria. Capt. J. E. Cauehon, Port Arthur. Lieut. G. T. Riggs, Edmonton. Lieut. M. G. Coy, Brandon. Lieut. W. A. Kenny, Brandon. Lieut. A. McDougali, Brandon.. Lieut. G. M. Patton, Brandon. Lie ut. G. J. Lloyd, Brandon. Lieut. H. A. Smitli, Brandon. Lieut. W. R. Latimer, Vietoria. Lieut, C. J. Lewis, Vietoria. Lieut. H. G. Scott, Victoria. Lieut. A. K. Strachan, Vietoria. Lieut. W. H Pue, Victoria. Og má af þessunj lista sjá, a Brandon, Man., og Vietoria, B. t líefir átt mikinn eða mestan þáttin: í sigri þessum. Síðan vér skrifuðum ofanprentað grein uin bardaga Canadamanr anna, liefir komið listi um fjöld fallinna og særðra foringja, lieutei ants, kapteina og majóra. Af hii um særðu eru 20 foringjar frá Moi treal, 33 frá Toronto, 4 frá Brandoi 7 frá Vietoria, 10 frá Sherbrook einn frá Morden, einn frá Selkirl einn frá Saskatchewan, einn frá Ec monton og svo fleiri sem ekki ( getið, livaðan liafi verið. Einir 10 i þessum eru “missing”. Ellefu vor sagðir dauðir auk þessara. Af lið mönnum öðrum er engin skýrsl komin. Af þessu geta menn séð hvað ba daginn hefir verið harður. Bardai inn hefir haldið áfram á sunnudai inn og mánudaginn og fyrri ldut þriðjudags, en ekki hafa Canadi menn látið þoka sér þegar þetta ( skrifað.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.