Heimskringla - 08.06.1916, Page 8

Heimskringla - 08.06.1916, Page 8
BLS. 8. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. JÚNÍ 1916. Auction Sale Every Second and Fourth Saturday monthly wilt be held al Clarkleigh this year from 2 to 6 p. m. B. RAFNKBLSSON. Mr. C. J. Wopnford, málari, er fluttur frá 066 Maryland St., að 673 Agnes ,St. Höfðingleg gjöf til Red Cross. Ágófii af samkomu í Mikley, sem kpnur bygóarinnar stófiu fyrir, sent af Mrs. Th. S. Erlendsson, $63.75. T. E. Thorsteinson, féh. ísl. nefndarinnar. Fréttir úr Bænum. Á laugardaginn kemur, 10. þ. m. | verður hið árlega PICNIC Únítarai sunnudagaskólans, að ]>essu sinni norður í KILDONA"N PARK. Kom- ið verður saman í kyrkjunni upp úr| hádegi, og er svo tii ætlast, að fariö verði ]>aðan kl. 1 e. h. Börn skólans liafa heimild til að bjóða þeirn kunningjum sínum — börnum á svipuðum aldri — með sér, er ]>au vilja, og er mælst til, að ]>au öli geti verið komin til kyrkjunnar ekki seinna en kl. 1. Þá verður lagt af stað með ]>au f bifreiðum norður og verður olnhver til eftirlits með hverri bifreið. Vonast er eftir, að ]>að af safnaðarfólki og meðlimum Ungmennafélagsins, er hægt eiga með að komast, verði samferða með strætisvögnunum. Kildonan garður- inn er einn með beztu skemtigörð- um borgarinnar. Bezt væri, að ]>cir eldjá hefðu með sér eitthvað til hressingar fyrir sig og þá yngri. unz farið yrði heim aftur að kveldinu. Gott prógram verður þar úti í gai ð- inum, og er öllum yngri sem eldri boðið að koma og taka þátt í skemt- ununum. Mr. W. G. Simmons kom vestan úr Argyle inn til borgarinnar. Lét hann vel yfir öllu þar vestra. Menn voru búnir að sá nokurnveginn eins miklu og vant er. Heldur minna hveiti þó. En veðurlagið fyrirtak og kemur kornið ágætlega upp á ökr- unum. Heilsa manan hin bezta. Mr. Simmons fer heim eftir helgina, og með honum Valdís móðir hans. Kvenfélag Tjaldbúðarsafnaðar hef- ir til sölu heimatilbúið kaffibrauð í búð Mr. B. Árnasonar á horni Vic- tor og Sargent stræta, á laugardag- inn kemur eftir hádegi. Verður þar margt gómsætt á boðstólum, svo sem Vínarterta, Kr.vddkökur, Jóla- brauð, Brúnbrauð, Pæ og margt fleira til hvítasunnunnar. Skáldið okkar og málarinn Þorst. X>. Þorsteinsson, sem allir lesendur blaðsins þekkja, auglýsir nú í blað- inu, að hann máli og stækki myndir af mönnum og iandslagi, og hverju sem vill, fyrir svo sanngjarnt verð, sem hægt er að hugsa sér. Hann er fæddur málari Þorsteinn og er mörg- um kunnur bæði fyrir skrautritun sína og myndagjörð. Menn geta séð málverk oftir hann í húsgagnabúð Halldórs Metúsalemssonar á Sar- gent Ave. Og hér á skrifstofu Heims- j kringlu höfum vér prýðisvel gjörðaj mynd eftir hann af Gullfossi. Þeir; sem smekk hafa fyrir litmyndun eðai vilja láta stækka myndir af einum eða öðrum, a'ttu að koina og sjá myridirnar hans Þorsteins og-sjá og tala við hann s.iálfan. Gleymiö ekki sainkomunni, sem barnastúkan ÆSKAN heldur fimtu-j dagskveidið í þessari viku, 8. júnf. Börnin keppa þar hvert við annað,i og ef gainan er að nokrum kapp-j leikum, ]>á er gaman að þvf að horfa á börnin. Það er hin komandi kyn-| slóð, sem þarna er að byrja að koma; frarn, og ef áð vér fylgjum ]>eim í hug anum, sem ]>arna koma fram, ]>áj getum vér gjört oss hugmynd um,j hvernig ]>au muni korna fram í líf-| inu seinna, ]>egar vér crum fyrir löngu koinin undir græna torfu. — Eins getum vér í huganum rifjað j uj>p hina fyrri tfma og hugsað oss, hvað vér vorum að gjöra á þeirraj reki, og getur þetta þá vakið heilan sæg af hugmyndum hjá oss, og hvort sem vér lítum fram eða aftur, þá geta börnin lyft huga vorum svo, að vér förum glaðir heim af skemtun þessari. Samkoman er aug- lýst á öðrum stað hér í blaðinu. Svo biður Mrs. Guðrún Búason oss að geta þess, að á laugardaginn heldur barnastúkan Æskan “Pic- nie” úti í City Park, og biður hún börnin öll að koma saman hjá sér, á laugardaginn, að 564 Yictor St., kl. 2 og 15 mín. e. m. Þaðan fer hún svo með þau út í skemtigarðinn. Gleymið ekki auglýsingunni um Wonderland, hið ágæta leikhús á Sargent og Sherbrooke, þar sem myndirnar renna með undrahraða fyrir augum manna og segja söguna skýrara en með orðum verði lýst, þvf men nsjá l>ar alla tilburði Jeik-j éndanna, eins og menn horfðu á at-j burðinn gjörast, og geta því séð ogi skilið tilfinningar og ástríður, sorg! og gleði, hrekkvísi og lireinskilni, j sem sýnir sig í svip og ttlburðuin leikendanna. Þar verður ljómandi jirógram á föstudag og laugardag og opið til kl. 12 að kveldi. Málverk. Allskonar litmyndir (“Pastel” og olíu- málverk) fást keyptar hjá I»«r- Mteint 1». I»or*tetn»»yiil, 715- Mciíee St., —TnlMfinl (i. 49J>7.— Ljósmyndum, bréf- spjaldamyndum o. s. frv. breytt í stór- ar litmyndir fyrir mjög sanngjarnt vert5. Efalaust eiga allir einhverja mynd svo kæra, að þeir vilja geyma hana me5 lífi því, sem höndin og litirnir skapa, til minja í stofunni sinni. í kvæðinu “Hólarnir mínir”, sem prentað var f 34. nr. þessa blaðs, hef- ir næst síðasta hending í síðasta versinu misprentast; hún átti að vera þannig: — lýsa um hallar og hálar....... Mr. Jón Hjaltalín Daníelsson gekk í Army Service Corps hinn 26. apríl sl. Hann er sonur Jónasar Daníels- sonar hér í Winipeg; fæddur 12. des- ember 1896. Opið bréf til íslenzkra lestrarfélaga vestan hafs. Lestrarfélögin eru einn þátturinn í þjóðernisbaráttu okkar Vestur- íslendinga. Mér hefir leikið forvitni á að vita, hvernig sá félagsskapur hefir blessast yfirleitt, og get hugs- að mér að svo kunni að vera um fleiri. Vilja formenn allra íslenzkra lestr- arfélaga vestan hafs, sem lesa þessar línur gjöra svo vel að svara eftir- farandi spurningum, og senda bréf- lega svör til undirritaðs? 1. Nafn félagsins og heimilisfang? 2. Hvenær stofnað? 3. Hversu mörg bindi f safninu? 4. Meðlimatala nú? 5. Hversu inargir eru ]>að hlutfalls- lega af þeim, sem þú álítur að gæti verið óg ætti að hafa jafna hvöt, til þess að vera í félaginu? 6. Hæzta og lægsta meðlimatala? 7. Er félagaið á framfara- eða linignunarskeiði? 8. Hversu mikil hefir þátttaka ]>eirra verið, sem eru fæddir hér landi, eða aldir liér upp frá barnsárum? 9. Álftur þú nokkra samvinnu æskilega og hugsanlega milli vestur-íslenzkra lestrarfélaga, og ef svo — hverskonar? Bregðist menn vel við þessari málaleitun, mun eg síðar birta í blöðunum heildaryfirlit eftir skýrsl- um þeim, sem mér berast á ]>enna hátt. Engin nöfn, hvorki félaga né formanna þeirra, skulu birt, ef þess verður óskað. Virðingarfylst. Baldur, Man., 27. maí 1916. Jónas Þorbergsson. Þorlákur Jónsson. Eæddur í maí 1913; dáinn í septem- ber sama ár. Þessi tvö stef mynduðust ]>á er eg gekk heim frá gröf lians, sem var síðasta barn mitt, er lagt var í hina köldu ættjarðar mold. Bliknaði ]>riðja blómið mitt, burtu þau öll voru hrifin. Á haustin fölna öll frækorn og blóm Eins fórst þú minn ástkæri drcngur Horfinn þú ert mér og hvílan er tóm, liver hjarta míns titrar strengur, — eg sé þig ei, sónur minn, lengur. En gott er að vita’ að guði’ ertu hjá; get eg þar fundið minn drenginn. Saman við munum svífa þá, sðng-hörpu knýja strenginn. Þar söknuður svíður enginn. Fréttabréf. (Frá fréttaritara Hkr.). Markerville, 29. maí 1916. Hér hefir vorið verið eitt af ]>eim köldustu, sern hér hafa komið um mörg ár; fyrri hluta þassa mánaðar þurrviðri og stormbyljir og oft næt- urfrost. Svo brá til votviðra, með kulda, sjaldan hlýviðri, svo teljandi sé, til nálægs tíma. Sumstaðar hafa akiar skemst af frosti, sem sneinma voru sáðir; en vfða hefir bleyta og kuldi haldið gróðri til baka. Útlitið er því fremur dauft enn sem komið er. Skepnuhöld eru alment góð, því fóður var hér alment nóg og gott. Alment er hér nú heilbrigði og góð líðan. A. K. Sigurðsson járnsmiður, sem fyrr var getið að lægi hættulega veikur, var tekinn undir holdskurð við botnlangabólgu, og er nú sagð- ur á batavegi eftir vonum. Eins og auglýst hafði verið kom dr. Guðm. Finnbogason hingað til Markerville að kveldi þess 21. þ. m. Fylgdarmaður hans var herra W. H. Paulson. Næsta dag flutti dr. G. F. fyrirlestur í samkomuhúsinu á Markerville, að viðstöddu fjölmenni. Eins og vænta mátti, var erindi ]>etta snildarlega flutt: tajaði hann um nauðsyn á viöhaldi íslenzkrar; tuhgu og þjóðernis og sýndi fram á, hve göfugt móðurmál vort er og hve þjóðernis-hæfileikarnir væru stórir; sýndi fram á, hve skaðlegt það væri fyrit Vestur-íslendinga að glata þessu meðan annars væri kostur. — Framsetningin var hvorttveggja ljós og skemtileg; rökfærslurnar óhrekj- andi. Það er sannur andlegur gróði, að hlusta á dr. G. F.. Bezta |>akklæti til hans fyrir hingað komuna. Hr. K. Halldórsson. Paddling Lake, Sask. Sem svar upp á athugasemd þína í Heimskringlu vil eg segja: Hvar hafa l>essir þrír Islendingar lönd, sem þú getur um að eg hafi slept úr tölu landa vorra þar vest- ur frá? Eg og Oscar sonur l>inn, vorum spurðir að, hvað væru margir land- ar, sem hefðu tekið upp lönd þar vestur frá og sögðum við: við tveir, og værum við báðir í hernum. Nú, en svo segir Oscar, að faðir sinn og yngsti bróðir lifi á landi bróður síns þar vestur frá. Ef þú getur kallað þetta missögn, þá tek eg athugasemd ]>Ina góða. En þar sem þú getur ekki sagt rétt frá, í hvaða herdeild Jón sonur þinn er, þá er engin furðað þó fleira sé rangt sem þú skrifar. Jón er í 44th Battery en ekki Battalion. Svo fór hann frá Winnipeg 21. febrúar, en ekki í marz, eins og þú segir. Eg vona, að hr. K. Halldórsson at- hugi betur, hvað hann setur í blöð- in næst. Th. Tsfjord. Winnipeg, Man., 3. júní 1916. Fréttir frá stríðinu. Þjóðverjar einlægt að sækja fram við Verdun, en vinna ekkert á. — Rússar hrekja Þjóðverja á Rúss landi sunnan við Pripet flóana og taka 13,000 fanga, og segir fregnin, að lveir hafi hrakið þá á löngurn kafla alla leið suður undir Rúmen- íú, en það hlýtur að vera 200 mílna svæði eða meira. Ef l>að skyldi satt reynast, ]>á hljóta Rússar að hafa þar afla mikinn. En mest voru ]>ar Austurríkismenn á móti þeim, og hafa ]>eir reynst léttari fyrir en Þjóð verjarnir. — Austur af Mosul við Rivandovo í Tígrlsdalnum er sagt að bardagi liafi verið milli Rússa og Tyrkja. Tyrki&réðust á, en Rússar hröktu þá af sér. En eftir þcssu eru Tyrkir svo sterkir þar, að þeir geta tafið fyrir Rússum. Einnig liafa bardagar verið sunnan við Erzingan og við Mamakhatun í Litlu-Asíu og stancla Tyrkir þar nokkuð fastir fyrir. — Seinustu blöðin staðfesta fram- sókn Rússa á 250 mílna svæði á Rússlandi, eða frá Pripet flóunum og alla leið suður til Rúmeníu. Þeir sækja ósleitilega fram á öllu þessu svæði og mjög víða, ef ekki nærri allstaðar hafa óvinir þeirra orðið að láta undan. Þeir ætla sér óefað að beygja aftur ]>ennan fylkingararm- inn Þjóðverja og má nú búast við tíðinduin bæði þaðan og annars- staðar frá. Vér vorum áður búnir að geta um Grikki; en seinustu fregnir um inn- rás Búlgara í Struma-dalnum segja, að Grikkir hafi varisf Búlgörum í fyrstu eina 3 klukkutíma í Rupel- virkjunum. En ]>á komu til þeirra rafskeyti frá Konstantín Grikkja- konungi, og skipaði hann þeirn að gefa upp öll vígin og allan Strum- nitza dalinn og koma heim. Þetta gjörðu Grikkir, en óvíst er nú, hvað úr þessu verður.t — í Trent-dölunum hefir slagur- inn verið harðari milli ítala og Austurríkismanna. Sjö sinnuin — segja blöðin — að Austurríkismenn hafi gjört áhlaupin á þá; en stór- skotalið þeirra gjörði svo þéttar hríðar yfir höfuð þeim, að þeir mynduðu eldhaf að baki þeim, sem engu kvikindi var fært yfir, og gátu þeir því enga hjálp fengið, hvorki menn né skotfæri. Eldhaf þetta (Wall of Fire) verður þegar sprengi- kúlurnar springa svo þétt á einum eða öðrum stað, að það verður alt sem logandi. Italir voru þarna á bröttum hæð- um eða fjallahrygg, og þegar skot- færin fóru að bresta, tóku þeir það ráð að velta stórum björgum og steinum ofan á Austurrfkismenn. Þetta gekk um hríð og tafðist Aust- urríki.smönnum uppgangan all- lengi; en þegar Austurríkismenn bjuggust til að ráðast á ]>á í sjö- ynda sinni, ]>á héldu þeir undan. Á Monte Maggio og Spitz Tonezza var Alpine sveitum ítala elcipað að halda stöðum ]>essum f 24 klukku- tíina. En ]>eir hóldu þeiin í 48 kl.- tíma; þá var þeim loks sagt að halda undan, Segja sjónarvottar, að bardagarnir þar hafi verið ákaflega harðir og grimmir. Yuan Shi Kai látinn. Kínverski höfðinginn, byltinga- maðurinn og um stund forseti, Yu- an Shi Kai, er dauður og kominn til feðra sinna. Hann var vitur maður, harðskiftinn og ekki barn við að I eig8, og voru hejl héruðin eða rétt-1 ara ríkin í Kínaveldi búin að gjöra uppreist á móti honum, sem hann ekki gat sefað. Mörgum, sem þekkja Kína og háttu manna þar, verður grunsamt um dauða hans, og þætti ekki ótrúlegt, ]>ó einliver segði, að honum hetoi verið hjálpað til að ná hinum hinstu bústöðum. Sjálfur var hann oft ódeigur að aðskilja höfuð og boli vina sinna og óvina, og þurfti sjaldan langan umhugsun- artíma. — En hvaða áhrif þetta hef- ir á Kínaveldi, getur enginn sagt fyrri en tímar líða. Vináttan á völtum fæti Fyrir helgina var talið úti um all- mesta vinskapinn milli Grikkja og Bandamanna. Grikkir voru nýlega búnir að fá 118 milíónir dollara að láni í Ameríku: áttu þær- að koma frá grískum banka í New York, en komu í rauninni frá þýzkum mönn- um ]>ar (German-American Group). Þegar Búlgarar byrjuðu árásina á Grikki í Strumadalnum og óðu yfir alt land suður að sjó, þóttust Grikk ir svikum beittir. Er því allur tang- inn austur að stöðvum Banda- manna við Salonichi á valdi Búlg- ara. En þennan skika fengu Grikkir af löndum Tyrkja í seinasta Balkan strfðinu. Grikkir ætluðu að verja Búlgörum landið, en þá kom skip- anin frá konungi þeirra, að sýna enga vörn, en gefa alt upp og hafa sig burtu. Búlgarar fóru svo um landið og eyddu því, rændu gripum öllum, brendu hús og bæji og drápu fólkið, ef það hafði nokkuð á móti þessu. Irlandsmálin. David Lloyd George fenginn til að koma á friði og samkomulagi á írlandi. Það hefir komið svo oft fyrir, þeg- ar Bretar hafa komist í vandræði í stríði þessu, þá hefir verið leitað til Lioyd George. Hann kom fjármálun- um í lag; hann var fenginn til að koma lagi á vopnabúnaðinn, þegar Bretar féllu í hrönnum fyrir skot- færaleysi; hann kom herskyldunni á, og nú þegar írlands-uppreistin kom, þá verður hann að skreppa frá vopnasmíðunum og bregða sér yfir til írlands til að koma því í verk, sem enginn maður hefir nokkurn- tfma getað, að fá írana til að- lifa í friði og samlyndi. 8agt er að Lloyd George hafi undir eins kvatt á fund þá Carson, Jolin Redmond, Herbert Samuel, John Dillon og Joseph Devlin, og lialda þeir fundi fyrir luktum dyrum fyrst um sinn. En allir treysta því, að von bráðar komist alt í gott lag á ír- landi. Aðsent til Lögbergs Ilefði ekki vísan ]>ín í síðasta Lög- bergi farið betur svona?: Fyr var Lögberg breiðaból beztu inanna og þinga, nú er það orðið skálkaskjól skamma og svívirðinga. Nú er Heimskrngla sjálf farin að skrifa í sjálfa sig, segir Lögbergs rit- stjórinn. — “Smásaman fer dengja mínum fram”, sagði kerlingin; “í fyrra sagði ’ann ‘bandinn, bandinn’, en nú segir hann svo skýrt ‘fjand- inn, fjandinn’.” Tímaritið “Iðunn”. Sfðasta (4.) hefti I. árg. “Iðunn- ar” er nú loksins komið hingað vestur, og verður sent kaupendum tafarlaust. Einnig hefi eg fengið nokkiir eintök af öllum árganginum og get afgreitt pantanir. Kostar $1.00 sem fylgi pöntun. Stefán Pétíirsson, 696 Banning Street, Winnipeg. Hospital Pharmacy Lyfjabúðin sem ber af öllum öðrum.--- Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódfjrt. — Einnig seljum við peninga- ávísanir, seljum frímerki og gegnum öðrum pósthússtörfum 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 5670—4474 CANADA’S FINEST SUBURBAN THEATRE. Föstudag og Laugardag: — BESSIE BARRISCALE í The Cup of Life Einnig önnur heil saga af “GRAFT’ : THE PATENT MEDICINE SWINDLE”. OpiS kl. 2 til 12 e. m. — Seinasta sýning byrjar kl. 1 0 e. m. ,— ViS fáum allar “Paramount” myndir. Sjáið þser hér og sparið peninga. Silver Medal Elocution Contest ■— og Concert .....—— HEFIR BARNASTÚKAN ÆSK.AN NR. 4, I.O.G.T. I GOODTEMPLARA HOSINU Fimtudagskveldið 8. Júní, 1916 Á prógramminu verða: 1. Piano Duet.Inga Thorbergsson og Emily Bardal 2. Contestant......................Number 1. 3. Solo......................Rannveig Bardal 4. Contestant......................Number 2. 5. Söngur ........................ Sex stúlkur 6. Contestant......................Number 3. 7. Tableau ..........Vetur, sumar, vor og haust 4 litlar stúlkur. 8. Contestant...................... Number 4. 9. Violin Solo................Violet Johnston 10. Contestant......................Number 5. 11. Söngur........................ Sex stúlkur. 12. Upplestur..................Th. G. Búason 13. Piano Solo ............... Fred Magnússon 14. TableaAi ....... England, Frakkland, Belgía, Serbía, Rússland og Italía. 15. Tableau ........... ísland, — Bena Johnson Byrjar klukkan 8 e. h. Inngangur 25 cents BORÐVIÐUR MOULDINGS. Við höfum fullkomnar byrgðir al öllum tegundum. Verðskrá verður send hverjum, sem æskir þ.ess. THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 ÍSLENDINGADAGURINN. Þau íslenzk íþróttafélög, er keppa vilja um verðlaún á íslendingadeg- inum í sumar, eru beðin að til- kynna það til ritara íþróttanefnd- arinnar fyrir 15. júnf næstk. Allar upplýsingar þar að lútandi fúslcga gefnar. S. P. B. Stephanson. 729 Sherbrooke Street, Winnipeg. Auction Sale ) Það ‘verður uppboðssala á öllum jf innanstokks-munum í ? Hvert Stefnir ? ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : : : í fyrirlestur eftir síra Frið- rik J. Bergmann. 68 blað- síður þéttprentaðar á góð- an pappír. Verð í bandi 50 cents. Til sölu hjá undir- skrifuðum og bóksölum ísl. hér vestra. Ólafur S. Thorgeirsson. X 678 Sherbrooke St., Winnipeg ♦- ♦ Hotel Como, Gimli \ 17. Júní næstkomandi; byrjar kl. 2. e. h. Salan fer fram í hótelinu, og ah verður að seljast, svc sem: 12 “bar-room” stólar. 14 pör “Lace Curtains”. /. Gólfdúkar. / 7 f Alt Leirtau. Borstofu Stólar og Borð... Borðdúkar. Rúmfatnaður. Eldastó. Myndir. “Cash Register. Vínglös. Gluggablæjur. Olíulampar. “Toilet Ware ’. Rúmstæði og Svefndýnur. Kommóður. Og margt fleira, sem oflangt yrði upp að telja.. Allar frekari upplýsingar fást hjá: HULL, SPARLING & SPARLING 325 Main St., Winnipeg.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.