Heimskringla


Heimskringla - 29.06.1916, Qupperneq 1

Heimskringla - 29.06.1916, Qupperneq 1
Royal Optical Co. Elztu Oi>tici(ins i M’innipeg. Við höfiint regtist vinum þínum vcl, — gefðn okkitr tsekifæri til að reyn- ast þér vel. Stofnsett 1905. W. R. Fowler, Opt. XXX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA FIMTUÐAGINN 29. JÚNÍ 1916. NR. 40 Öll Búkóvína nú á valdi Rússa Letchishy segja heir hann heiti hershöfðingi Rússa, sem tók höfuð- Lorgina í Búkóvínu, Czernovitz. Var l>ar svo hörð orusta,- að sagt er að borgin hefði öll í rústum legið eftir slaginn, og allir íbúar borgarinnar flýðy; nema eitthvað hundrað, sem höfðu falið sig í traustustu kjöllur- unum. Áin Pruth rennur um borg- ina og brutu Austurríkismenn af henni allar brýr en Rússar komu alt að einu, og þegar ]>eir loksins kom- ust yfir ána, tóku þeir um 1000 her- fanga við aðal brúarsporðinn og 2000 í útjöðrum borgarinnar. l>á var allur meginherinn flúinn. Sumir beint austur undir Karpatha fjöll- in; en sumir suður með járnbraut, er liggur til Rúmeníu. En Rússar biðu ekki í borginni. Riddara- sveitir þeirra, Kósakkar og Turko- Jnannar, þeystu á eftir þeim bæði suður og austur og voru þá smærri bardagar um alt landið. Þeir eltu þá fyrst suður til Sereth-fljóts, sern rennur suður í Rúmenfu og tóku þar borgir þrjár, sem Austurríkis- Jnenn ætluðu að halda: Storozynetz, Illiboka og Czudyn. Yfir ána Sereth fóru Rússar á eftir þeim og tóku borgina Radautz, rétt við landa- mæri Rúmena, og mikið lengra suð- ur og vestur fóru þeir, til Guru- Humora; þar áttu þeir bardaga inikinn. Og annaðhvort þar eða ein- hversstaðar annarsstaðar við landa- inæri Rúmena, voru þeir búnir að umkringja heilan herflokk Austur- ríkismanna, scm ekkert komst nema að flýja suður og ganga á vald Rúm- enum. Þarna við Guru-Humora, voru þeir komhir nálægt 60 mílur suður af Czernovitz og sópa Austur- ríkismönnum á undan sér á allri þeirri leið. Er þá komið fast upp að fjöllum. Og járnbrautunum báðum lialda Rússar sem liggja úr Búkó- vínu til Rúmeníu. Ekkert af Austurríkismönnum í Cernovitz gat flúið norður, því að Rússar voru búnir að taka braut- ina norðvestur við Sniatyn og voru komnir einum 20 mílum lengra vest- nr við Horodenka. Þeir urðu því að flýja beint vestur til fjallanna upp dalina frá Karpatha-fjöllunum og yfir hálsana. En Rúsar fóru ]>ar á eftir þeim. Og rétt fyrir lielgina börð úst ]>eir við Kuty borg í dalverpi einu, 30 mílur beint vestur af Czern- ovitz og liaaf sveitir ]>ær verið á leiðinni upp í Jablonitza skarðið skai’ðið eða skörðin. Kuty er á landamærum Galizíu og Búkóvínu, nærri beint suður af Kolomea. Af þessu geta menn séð, að Rússar hafa nú f fyrsta sinni náð að lieita má allri Búkóvínu. Austurríkis- Jnenn hafa verið að reyna að senda llðstyrk mönnum sínum, en þarná suðurfrá hefir það ekkert komið að lialdi. Hafi ]>eir komist alla leið, ]>á hafa l>eir farið sömu ferðina og hitt liðið. En þcgar Rúmenar sáu þessar hamfarir Rússa og hvernig þeir beyttu frá sér Austurríkismönnum, tóku Czernovítz og svo liverja borg- ina af annari, þá fóru þeir að líta girndaraugum til sigurvegaranna og viidu nú verða góðir vinir þeii’ra,— því Búkóvína var eitt sinn einn hluti Rúmeníu. Er nú sagt, að Rúss ar hafi boðið þeim Czernovitz, ef að þeir viidu ganga í lið með sér; og óðara myndaðist flokkur manna í Bukarest til þess að snúa stjórn og þjóð frá öllu vinfengi við Þjóðverja og ganga í stríðið með Rússum. En hvernig það fer sér maður síðar. — Rússar eru nú búnir að taka alla Búkóvínu. Þeir náðu seinast Kimpölung, bæ einum upp við Kar- Patha fjöllin, í suðvesturhorni landsins, og tóku þar 2000 Austur- rfkismenn. Þetta er f fyrsta sinni í stríðinu, að þeir hafa hreinsað alla Búkóvínu, svo að þar væri enginn l>ermaður Austurríkis eftir. Og und- an sér reka þeir nú suðurenda her- karðsins í Galizíu, og tóku þorpin Wilischoff og Toulounoff og héldu áleiðis til Kolomea. Norðurfrá í Volhyníu gengur Rússum ]>yngra sein stendur, en þó heldur áfram ]>að sem ]>að cr. Þýzk- JJ' og Austurríkismenn hafa sent þangað hjálparlið frá ftalíu og frá I rakklandi. Eiginlega átti lið l>að að stöðva Rússa í Búkóvfnu; en nú er Búkóvína töpuð Þýzkum og ekki til neins að senda lið ]>angað, og er liðinu því öllu stefnt norður í Vol- hyníu og ó landamæri Galizíu. — Þessi viðbót, sem þeir hafa fengið þar að vestan, er 200,000 eða meir; en hingað til hefir þeim að eins lukk- ast að tefja fyrir Rússanum en ekxi meira. Og eins hafa Þýzkir verið að gjöra óhlaup hér og hvar á línunni norðan við Pripet flóana eða í sjálf- um flóunum, við hinn stóra og mikla Oginski skurð og alia Jcið norður að Riga flóa; en þeim liefir ekkert ógengt orðið, nema að eyða skotfærum og tapa mönnum. Italir hafa betur. Á ítalíu í Trent dölunum og fjöll- unum hafa Austurríkismenn orðið fyrir lirakningum og manntjóni og eru ó undanhaldi á 20 mflna svæði; en Italir ó hælum þeim, fella af þeim menn og taka fanga, fallbyssur og skotfæri. Á vestur-vígvöUunum. Þegar svona illa leit út á Rúss- landi, urðu Þýzkir að taka hermenn af Frakklandi og flytja þá austur til stöðva Rússa. En sagt er að þeim þyki engu betri eða linari hríðar Rússa ]>arna eystra, en Frakka við Verdun. — En til þess að leyna því að lið sitt hafi fækkað vestra, hafa Þýzkir verið að gjöra grimmar skot- hríðar bæði á Breta f Flandern og á Frakka við Verdun og víða ann- arsstaðar; en nú er öðruvísi en áð- ur; því að nú verður þeim ekkert á- gegnt, ]>ó að þeir nái fremstu skot- gröfum Frakka eða Breta á einhverj- um stað, á 50 til 200 föðmum, ]>á eru þeir æfinlega reknir þaðan aftur, og fó engu mildari sendingar fró Bandamönnum, en þeir voru búnir að senda þeim. — Uppskera er sagt að sé meira og minna cyðilögð á Þýzkalandi. Hafa haglskúrar miklir gengið yfir land- ið (og einnig Ungverjaland) og voru flóð mikil í ám og vötnum. En á Norður-Þýzkalandi voru súldir og kuldar: en á Suður-Þýzkalandi liafa rigningar og veður lagt rúginn flat- ann og er orðin af þvl mikil eyði- legging. Mjög víða á Þýzkalandi eru óspektir af matarskorti. Stjórnarskifti á Grikklandi. Það gekk furðu trcgt, að fá Grikki til að lóta undan. En þegar Banda- menn lögðu flothnum að Pireus, hafnarborg Aþenuborgar, og bjugg- ust til að gjöra landgöngu, l>á loks- ins gengu Grikkii’ að skilrnálunum; konungur ]>orði ekki annað. En skilmálarnir voru þeir að Grikkir skyldu afvopna alt iið sitt og reka lögreglumenn og herforingja burtu í Aþenu og marga aðra, sem höfðu alt ilt viljað gjöra Bandamönnum. Og Grikkjastjórn skyldi hætta að of- sækja l>á Grikki sem hliðhollir væru Bandamönnum, og svo skyldu ráð- gjafar ]>eir allir víkja úr sætum, sem áður höfðu í stjórninni verið og nýjir ráðgjafar taka við. Heitir sj maður Zaimis, sem varð stjórnar- formaður, hinn sami og óður en all- ir hinir ráðgjafarnir voru nýjir. En ekki var Venizelos tekinn í róða- neytið hvernig sem á því hefir stað- ið. Má vera að konungur og drotn- ing hafi getað komið í veg fyrir það. Sagt er, að /faimis sé hliðhollur Bandamönnum. Nú hafa Grikkir loksins neyðst til að afvopna og kalla heim lið sitt í Epirus, sem þeir ætltuðu að hafa til þess að ráðast á Albaníumenn að sunnan. — Undir eins og samdist með þeim Grikkjum og Bandamönnum, fóru þeir að biðja Frakka og Breta um lán, — þjóðirnar, sem þeir ætl- uðu að svíkja í trygðum. Banda- menn ætla að veita þeim lánið og eru l>egar farnir að borga þeim eitt- hvað út. Kerbela gjörir uppreist. Þaö eru ekki einungis Arabar, er uppreist iiafa gjört móti Tyrkjum, heldur Shii Mahómetsmennirnir í Kerbela og Nejeff í Mesópótamíu, sem upp hafa risið móti Tyrkjanum. Það er eittlivað 100 mílur suður og vestur af Bagdad, vestan við Eu- frats fijótið og austan með liinni iniklu eyðimörk Arabanna. Tyrkir höfðu látið rigna sprengikúlum yfir liin lieilögu skrín þeirra í Iverbela, og þá var fríðnum lokið og griðun- um slitið að fullu. Þessir uppreistai-- menn eru eitthvað hálf milíón að tölu. Brussiloff hershöfðingi. Það liafa margir, einkum Rússar þó, sagt að skóldið Tolstoi hafi ver- ið forspár maður og sagt fyrir um stríð þetta og það með, að Brussi- loff myndi reynast bezti hershöfð- inginn. En þá verða menn að gæta þess, að Tolstoi var meinilla við alla liersiiöfðingja Rússa og sérstaklcga við stórhertogana, og Nikulós hinn mikla ekki síður en hina, og er því engin furða, |>ó honum kynni að missýnast um hæfileika hans, þvl að Tolstoi var heitur mjög og ókaflynd- ur og liataði eins heitt og liann elsk- aði. En þessi herferð Brussiloffs (nafn hans er ritað með tveimur ess-um en ekki einu) hefir verið svo mikilfeng- leg og vel útreiknuð, að inargir menn telja hana mesta viðburð stríðsins, og má ]>ó ekki gleyma undanhaldi Nikulásar. Það er ekki einungis, að Brussiloff noti sér vel glappaskot annara. Hann er biiinn að hugsa alla herferðina út í yztu æsar löngu fyrirfram. Hann er líkur gamla Moltke, sem stýrði Þýzkum í stríðinu við Austurríki 1866 og 1867, og einnig í stríðinu við Frakka 1870 til 1871. Hann býr til alla herferð- ina. Hún er útreiknuð í smáu og- stóru og hún verður að ganga þann- ig, nema mótstöðumenn hans liafi betri hermenn en hann og hersliöfð- ingjar þeirra séu honum betri. En hingað til hafa engir hermenn óvin- anna reynst Rússum hraustari < g engir herforingjar þeirra honum vitrari. Maðurinn lieitir fullu nafni Alexei Alexeivich Brussiloff, og hefir hann verið að mestu ókunur hér í landi áður en hann hóf herferð þessa fyr- ir mánuði síðan. En nú er liann orð- inn frægur um allan heim og kep]>- ast blaðamenn við að afbaka nafn lians ó allar lundir. En Brussiloff á tengdasystur í Brooklyn borg við New York, og er hún kölluð Mrs. Charles Johnson, og hefir bóndi hennar ritað blaðagreinar fyrir stór- blaðið New York Times nokkrum sinnum og ]Tá aðallcga um Brussi- ioff. Trúmaður — dulspakur. Tengdasystir hans segir um Brus- siloff: Hann er góður maður, kur- teis mjög og vingjarnlegur. Hann er algjörlega laus við alla metnaðar- girni. Hann hefði getað fengið met- orð og nafnbætur í skeffutali. Trú- maður er hann mikill og hneigist til dulspeki. Hann telur stöðu sína pg starf í baróttu þessari sem iielga skyldu, sem sér liafi verið úthiutuð af hæðum. Og Guð hefir gefið hon- um hæfileika langt fram yfir aðra menn. En Rússar hafa nú fengið honum stárfið og lagt í hendur hans tækifærin að nota vitsmuni sína og hæfiieika sína í landsins þarfir, í þarfir menningarinnar og alheims- ins. Og ócfað hefir Imnn ]>éssa liæfi- ieika og traustið og trúna á sjálfum sér og lífsstarfi sínu. En liógværð og siðprýði lians er yfirgnæfandi. Þeg- ar hann til dæmis kom tii Kovno, rétt áður cn hann tók við herstjórn- inni, ]>á iét liann ekkert á sér bera, og ferðaðist undir nafninu A. A. Brussiloff, sem óbreyttur alþýðu- maður. Og þe.r var hann nokkra daga og gekk um víggrafirnar sér til skemtunar og spjailaði við foringj- ana og enginn vissi, að þarna var yfirliershöfðinginn, þangað til for- ingjasveit hans kom á eftir honum. Kona hans. Með foringjasveitinni kom kona hans ásamt öðrum foringjakonum, og ætlaði, sem hinar foringjakon- urnar, að heimsækja bónda sinn. Það var viðtekin regla, að foringja- konurnar mættu heimsækja bænd- ur sína einu sinni á þremur mónuð- um. Þegar hún var búin að vera þar ákveðinn tíma, var hún orðin uppá- hald allra hermannanna, svo að margir stungu upp ó því við bónda hennar, að hann léti hana vera lengur. Þetta gat hann ofurvel gjört. En hann ncitaði og sagði, að hún hefði ei meirin rétt til þess en aðrar konur foringjanna. Þá vildu margir fá leyfi handa henni til að ganga um skotgrafirnar á hættulitlum stað, og hefði hún þá fengið heiðurs- merki við hirðina, þegar hún kom heirn aftur til Pétursborgar; cn Brussilotf vildi ckki leyfa þaö heid ur, og sendi iiana heim og með henni alla fréttaritarana, sem fengið höfðu leyfi til að koma ]>angað. Þeir urðu illir við og fóru ófögrum orðum um Brussiloff; en hann brosti að öllu satnan. Hann vildi ekki liafa þar neina fréttasnata. Hann ætlaði að fara að berjast og vildi enga aðra liafa þar en hermennina. Brussiloff hefir verið hermaður frá bernsku og er nú 60 ára. En þetta er í fyrsta sinni, sem hann hefir í bar- dögum verið. Þegar stríðið stóð á mnii Japana og ltússa, ]>á var hann hafður lieima ó Rússlandi, því að menn voru hræddir um, að rísa kynnu upp óvinir þar heima aðrir entjapanar. En lierstjórnarfræðing- ur hefir hann verið talinn með hin- um allra beztu. Hann hugsar út all ar lireyfingar herflokkanna fyrir fram. Og árum saman hefir liann verið að hugsa um þetta stríð. — Þegar Austurríki tók Bosníu og Herzegóvína árið 1908, þá sagði liann að stríð milli Rússiands og Austur- ríks væri óumflýjanlegt fyrri eða síðar. Og síðan liefir liann verið að kynna sér iandslag alt og væntan- legar vígstöðvar ó öllu svæðinu þar sem líklegt var að barist myndi verða. Það var liann, sem stýrði her- flokkum Rússa, þegar þeir fyrst tóku Galizfu og Halicz. Og ]>egar að| hann varð að hörfa undan ofurefli Austurríkismanna undir forustu Mackensen’s, þá var hann ekkert ó- rólegur yfir því, heidur hinn stilt- asti. Hann vissi, að hann myndi koma aftur og vera þá betur búinn að skotfærum og vopnum, og þá ætlaði hann ekki að iáta stöðva sig ef það væri mögulegt. Á honum hvíla nú allar vonir Rússa þarna og þangað stara öll augu heimsins. Hlutverkið er mikið og starfið afar ]>ungt. Tíminn einn getur sýnt, hvernig l>að gengur. arvíl eða liarmagrátur hafa ekki griðland hjá okkur.— Það er margt, sem eg vildi skrifa þér um, en sem eg verð, kringnmstæðanna vegna, að láta ógjört. Ef svo fer, að eg kem heill á húfi úr skotgröfunum, þá skrifa eg þér og læt þig vita hvernig gengur. Eg bið að heilsa konu þinni og börnum. Og kveð eg ]>ig svo með beztu óskpm til þín og þinna. K. Kernested. Mr. Kernested biður Heimskringlu að skila kærri kveðju sinni til allra vina sinna og kunningja. Hermann Davidson skrifar um bar- dagann vi'ð Verdun. Bréf frá vígstöðvunum. Mr. Kernested skrifar frá Belgíu og hyggur að stórkostlegir við- burðir séu bráðlega í vændum. 30. maí 1916. Elsku mamrna mín! Eg skrifa þér ó íslenzku og von- ast til þú fóir þessar línur. Mér líð- ur eftir vonum. Við höfum haft það býsna hart um tíma. Þú hefir heyrt um þenna stóra bardaga, sem við lentum í; það var voðaleg sjón, að sjá okkar beztu menn hrynja niður eins og strá. Við vorum í fremstu línu og máttum til að standa á móti þessari miklu skothríð í 4 sólar- liringa. Eg veit ekki, hvernig eg komst í gegnum það alt, án þess að verða meiddur, því það voru ekki margir eftir, l>egár skotliríðin hætti. Við vorum ]>á bæði svangir og afar þreyttir, því l>að var ekki hægt að færa okkur neitt. En það dugði ekki að hugsa um það: menn lágu særðir og við máttum til að hugsa um þá. Við bárum þá til fyrstu lækningastöðvar, sein var eina mflu i burtu, og þú getur nærri, hvort við höfum ekki verið orðnir þreytt- ir, þegar búið var að hjálpa þeim. Eg var svo þreyttur að eg gat ekki hreyft mig, því það veit guð, að eg vann hart að því að hjólpa þeim, sem særðir voru. Það var Islending- ur með okkur, Kjartan Goodman, fró Winnipeg: hann var særður og eg reyndi að hjálpa honum, en það var ekki liægt að komast til hans á þeini tíma, því þá stóð bardaginn sem hæst; en næsta dag voru allir teknir, sem særðir voru, og eg held að liann liafi verið með þeim; eg liefi ekki heyrt annað en að hann sé í liospítalinu. Eg hafði aldrei gjört mér hug- mynd um, að það væri eins voða- legt eins og ]>að er; en eg er nú orð- inn því svo vanur, að mér finst ekk- ert til um það. Ef eg kemst í gegn um þetta alt, sem eg vonast til, þá hefi eg gjört skyldu mína. Eg held að eg hafi ekki meira að segja þér í fréttum í þetta sinn. Þú skalt ekki vera hrædd um mig; eg skal passa mig. Eg fékk bréf frá Boggu og mér þótti ósköp vænt uin það, og segðu lienni, að eg þakki henni fyrir það, og Hert fyrir hans bréf. Eg skrifa þeim bráðum . Eg má til að hætta núna, því það er orðið dimt. Vertu svo blessuð og sæl, mamma mín! H. Davidson. Belgium, 6. júní 1916. G. Johnson, kæri vin! Það er orðið nokkuð langt síðan að eg liefi skrifað þér, en því lengra síðan eg hefi fengið línu frá þér. Það er af mér að segja, að mér líð- ur vel og er við góða heilsu. Það hef- ir ýmislegt ó dagana drifið síðan eg skrifaði og margt tekið breytingu. Það hafa vcrið viðburðaríkir hjá okkur síðastliðnir 4 dagar og sem gefur manni von um, að verði ennþá stærri breyting innan skamms tfma. Það liggur í loftinu einhver straum- ur eða aida, er mun umbreyta af- stöðu okkar á hergarðinum hér. — Þó er eftir að vita, hvort maður ber gæfu tii að komast úr þeim ]>unga straum, er hann skellur á. Átta daga samfleytt vorum við í skotgröfunum síðast; en nú erum við á næstu grös- um, ef fljótlega ]>arf á okkur að lialda. En ef alt gengur vel föruin við í grafirnar eftir 2 daga. Ef það er satt, senj við höfum heyrt um það, sem skeð iiefir ó sjón- um, eða siag þann, sem ]>ar hefir ver- ið háður, ]>á mim l>að liafa mikla þýðingu, hvað stríðinu viðvíkur og úrslitum þess. Það sem cg kemst nrest, ]>ó get eg ekki séð, að það sé nokkuð tæki- færi fyrir mótstöðumenn okkar að vinna sigur, og mér sýnist síðast- liðinn tími benda sterklega á það, því nú höfum við f okkar höndum staði, sem þeir hafa haldið í sínum járngreipum, og sem hefir haft afar mikla þýðingu fyrir þá að halda, og eg vona, að só dagur komi ekki yfir okkur, að missa þá aftur. En þá von hefi eg, að við ekki að eins höldum því, sem við höfuin náð, heldur bætum við það. Hvort eg lifi það, að sjá fyrir end- ann á þessu stríði, skil eg við heim- inn giaður í anda með það sem nú horfir við. Og eins er eg glaður og ánægður yfir því, að eg skuli vera eitt peðið á taflborði þessa mikla strfðs; og nú sem stendur vildi eg ekki yfirgefa það, hvað sem mér kann að mæta í framtíðinni. Guð hefir leitt mig til þessa dags lieilan á húfi, og hann er vís til að gjöra það framvegis. En ef eg fell á víg- vellinum, þá er eg hæðst ánægður með ]>að. Hinn 3. júní var lijá okkur ‘sport’- dagur; allir vanaiegir leikir ó pró grammi, svo sem stökk, liiaup, kað- altog og “wrestling” á liestbaki. Verðlaun voru þeim gefin, sem fram- úr sköruðu. Við skemtum okkur vel yfir höfuð. Allir erum við kátir og glaðir og gjörum óspart að gamni okkar. Hugj ROSANDI HAF, þú bíður eftir mér. Brosandi land, hve heitt eg unni þér! Brosandi sveit, með bröttum hnjúk og foss. ________Brosandi hvel, sem gafst mér vorsins sólarkoss. Minning björt, minning björt. Ó, barnsins dýrsta hnoss: Brosandi hvel, sem gafst mér vorsins sólarkoss. Hér hefi eg liðið bæði súrt og sætt, sveittur og kaidur dagsins striti mætt. Andstæðar kendir hjartað margoft hitt hérna við fyrsta, gamla kofaskriflið mitt. Hugþrá mörg, hugþrá mörg sá hinsta ljósið sitt hérna við fyrsta, gamla kofaskriflið mitt. Sakna eg þín haf, eg sé þig aldrei meir. Sakna eg þín land, unz minning fölvast — deyr. Sakna eg þín bjarta sveit og himinn skær. Sakna’ eg þess alls, sem bjó mér ungum hjarta nær. Sorgarblóm, sorgarblóm í syrgisdölum grær. Sakna’ eg þess alls, sem bjó mér ungum hjarta nær. Hér er mér orðið hlýtt við margan blett. Hér hefi’ eg bvgt og plægt og gróðursett. — Lífseld þér gaf eg lands míns arni frá lendan með vötn og skóga fyrir vestan sjá. Lífsstarf mitt, lífsstarf mitt þig lét eg óskift fá lendan með vötn og skóga fyrir vestan sjá. Dreymir mig hafsins djúp við vatna sýn. Dreymir mig land, þá austursólin skín. Dreymir mig sveit og drengjaárin mín. Dreymir mig heim úr vestri, móðir, heim til þín. Ást til þín, ást til þín í draumum aldrei dvín. Dreymir mig heim úr vestri, móðir, heim til þín. ÞORSTEINN Þ. ÞORSTEINSSON. Haggard á leið Hingað. Hinn nafnfrægi skáldritahöfund- ur Sir Rider Haggard hefir verið á leiðinni frá Ástralíu til Vaneouver, og fóru ýmsir höfðingjar héðan að austan vestur til Vancouver til að mæta honuin þar. Sir Rider Hag- gard hefir verið að ferðast um Ástr- alíu, til þess að líta eftir löndum að setja hermennina á, þegar stríðið er búið. Fer hann einnig hér um Vest- urfylkin í þeim tilgangi, þvf þar er mest af auðu eða óbygðu iandi. Margar sögur heyrast uin það úr skotgröfunum, að lieilar sveitir her- manna frá írlandi, Wales, Engiandi og Skotlandi, ætli sér að koma hing- að vestur svo fljótt sem þeim er unt eftir stríðið. Nú hafa þeir kynst mönnunum, sem héðan fóru. Þeir hafa heyrt um löndin: hve þau eru ódýr og uppskeran mikil af þeim, um frjálsa lífið á sléttunum. um hin fiskisælu vötn og hin víðlendu skóg. arlönd. Brottfararhugurinn er bú- inn að grípa þá, — þeir geta ekki annað en komið. Slátrun Armeníumanna Það er talið fullsannaö, að Tyrkir séu búnir að slátra tveimur milíón- um Armeníumanna síðan stríðið byrjaði. Franskur blaðamaður rann. sakaði ]>etta, og segir hann, að nú séu lifandi af Armenfumönnum: 100,000 í Mesópótamíu, 150,000 í vest- urhluta Litlu-AsíU, 180,000 í Mikia- garði og Smyrna, og 200,000 sem gátu flúið norður yfir landamærin til Rússa. Þetta var heil þjóð og voru taldir 3—4 milíónir manna. En þeir voru kristnir og fóru spart með og græddu fé cn Tyrkir hötuðu þá fyr- ir trúna og einnig fyrir það að þeir

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.