Heimskringla - 29.06.1916, Qupperneq 2
BLS. 2.
H E I M S K P. I N G L A.
WINNIPEG 29. JÚNI 1916.
“Mórauða Músin,,
Sagan MÓRAUÐA MÚSIN, sem nú er að koma hér í
blaSinu, hefir fengiS mikla útbreiSslu á ensku; enda er
hún aS flestra dómi vel skrifuS og skemtileg og einkar
lærdómsrík.. Margir hafa hvatt oss til, aS prenta hana í
bókarformi, og þaS erum vér fúsir aS gjöra, ef nógu marg-
ir óska þess til aS borga kostnaSinn. Vér viljum því biSja
alla þá, sem eignast vilja þessa sögu í bókarformi, aS láta
oss vita sem fyrst. Sagan verSur prentuS á góSan papp-
ír (ef hún verSur prentuS) og kostar ekki yfir 50c.
Hvað getum við gjört til að auka næsta árs uppskeru?
meðfram girðingum, og til að'brest í Kanada. Hver kanadiskur
plægja milli maís og kartöflu rað- ( bóndi, sem vinnur vel og vjturiega
TIL LESENDANNA.
Ef big virkilega vantar góða upp-
ekeru 1917, þá er nú tíminn tii að á-
forma og undirbúa.
Að uppskeran hepnist vel árlega
er að miklu leyti undir því komið,
hvernig undirbúning akurinn fékk
árið fyrir. Um það leyti, sem þið sjá-
ið þessa stuttu greint er það, lítið,
sem þið getið gjört til að auka upp-
skeru þetta árið, nema auðvitað
hvað snertir rófur, kartöflur og
maís, þar sem plægt er á milli rað-
anna. Aftur á móti.er það margt,
sem þú gætir og ættir að gjöra í
næstu 3 mánuði til að undirbúa
landið og tryggja þér góða upp-
skeru næsta ár.
Auðvitað stendur oss næstt að
legggja mesta áherzlu á þessa árs
uppskeru; en flestar uppskeru-
aðferðir má gjöra þann veginn, að
maður er annaðhvort að búa í hag-
inn fyrir næsta ár, eða þá að
skemma fyrir sér; yertu því viss að
íorðast liinar skaðlegu aðferðir. —
Eárra klukkutíma vinna í júlí, sem
er eytt til að slá og reita illgresi
annat og til að fara auka-umferðir
með rifherfi á sumarplægingunni,
gjörir mikið meira gagn en jafn
margir klukkutímar eyddir næsta
vor, þegar þú að iíkindum hefi)’
mikið meira að gjöra en nú. Eini
vegurinn 'til að tryggja sér góða upp-
skeru, er að gjöra verkið á réttum
tíma, þegar það er sem kostnaðar-
minst. Enginn kann að búa rétti-
lega, sem ekki' kann þessa megin-
reglu.
Bóndinn, sem liarmandi segir: —
“Léleg uppskera þetta ár! Ó, það
verSur kanske betra næsta ár!” er
ef til vill dálítiii heimspekingur;
en hann er ekki þess verður að heita
bóndi, nema hann reyni að finna út
hvers vegna að það er “léieg upp-
skera þetta ár”, og hvað hann þarf
að gjöra til þess að afstýra svipuð-
um úrslitum undir sömu eða verri
kringumstæðum í framtíðinni.
Mjög sjaldan er þaðt að nokkur
bóndi þurfi að hafa mjög lélega
uppskeru og því síður uppskeru-
að búskapnum á hverju ári og alt
ái ið um kring, þarf sjaldan eða
aldrei að bera áhyggju fyrir því, að
hann fái ekki að minsta kosti með-
al uppskeru og vanalegast ágæta,
og fái þannig launaða sína vel á-
formuðu vinnu.
I>eimt sem orðið hafa fyrir upp-
skerubresti á undanförnum árum,
finst þetta nokkuð mikið sagt; en
reynsla vor við tilraunastöðvarnar,
og mín eigin reynsla í síðastiiðin 18
til 20 ár í hverju einasta fylki hér í
Kanada, hefir sannfært mig um, að
þessi skoðun mín er óhrekjanleg og
að mestu leyti sönn hvar sem bygð-
ir eru. Ef þú ekki trúir þessu, því
])á ekki að reyna það? Vér erum
glaðir að hjálpa yður á aila vegu,
sem vér getum. Ef þér hafið eitt-
hvert vandamál, sem lýtur að land-
búnaði, þá getið þér skrifað oss. Að
öllum líkindum getum vér hjálpað
yður til að leysa úr því vandamáli.
J. H. Grisdale,
Director Dominion E.xp. Farms.
m-------- --------------- -----------»
HERBERTíQUICK
MÓRAUÐA MÚSIN.
SVEITA-SAGA.
-----xrx-----
9
Jim færSi sig nær henni og tók um hönd hennar,
en hún dró hana til sín ofur-hægt; en hann gai
J>eirri hreyfingu engan gaum og aSgætti hendina ná-
kvæmlega. Á löngutöng var svolítiS ör, naumast
sjáanlegt, — en þaS var aS því, sem hann var að
leita.
"Manstu hvernig þú fékst þetta?” spurSi hann.
Vegna þess aS hann hélt um hendi hennar, komu
höfuS þeirra mjög náiS hvort öSru, þar eS hún fór
einnig aS athuga öriS.
“Ekki rankar mig viS því nú í svipinn”, var svar
hennar.
“Eg man þaS þó rétt eins og þaS hefSi skeS í
gær. ViS — þú og eg og María Forrester — vorum
aS leika okkur á skólafletinum; var eg aS grafa
holu í jörSina meS hnífnum mínum og þú varst aS
sópa moldinni frá meS hendinni og rak eg þá hníf-
inn óvart í hendi þína og síöan er öriS .
“Já, nú man eg þaS”, sagSi Jenný. “En hvern-
ig aS gamlir atburSir rifjast upp fyrir manni! Og
skildi þaS einnig eftir ör, er eg hrinti þér á glóandi
ofninn í skólastofunni og brendi á þér úlnliSinn?
‘“Líttu á”, sagSi Jim og dró upp treyjuermina,
“þarna er þaS”.
Og þau hurfu til æskuáranna. Margar kærar
endurminningar báru á góma. ' Hann mundi hvar
og hvenær hann hafSi boriS hana yfir læki og tor-
færur og hún myntist þess aS hafa kyst hann í þakk-
lætisskyni. Hún mundi einnig eftir því, aS eitt sinn
hafSi hvirfilbylur nærri hitt skólahúsiS, og allir
höfSu veriS frávita af hræSslu nema Jim.
“Allir titruSu af hræSsIu nema þú, Jim. Þú
leizt út um gluggann og sagSir kennaranum aS byl-
urinn færi fyrir norSan húsiS og myndi drepa aSra
en okkur”.
“SagSi eg þaS?”
“Já, og þegar kennarinn sagSi,okkur aS krjúpa
og þakka guSi frelsunina, svaraSir þú: ‘Hví skyld-
um viS þakka guSi fyrir ófarir annara?’ Og svar
þitt hneyksIaSi kennarann. Þetta man eg glögt”.
“Enn þann dag í dag get eg ekki séS, hvernig
öSruvísi hefSi átt aS svara , sagSi Jim.
Jim tók aftur um hendi ungfrúarinnar, en hún
kipti henni af honum aS þessu sinni.
Hann titraSi sem laufblaS í vindi. En vér verS-
um aS færa honum þaS til málsbóta, aS þetta var
fyrsta og eina kvenmannshendin, sem hann haföi
haldiS um.
"Þú finnur ekki fleiri ör á henni”, sagSi Jenný.
“Lof mér aS aSgæta, hvernig hún hefir breyzt
síSan eg stakk hnífnum í hana”, baS Jim.
Jenný hélt hendinni upp til skoSunar.
“Hún er lengri og grennri, hvítari og fallegri en
litla hendin, sem eg meiddi; en hún var þó í mín-
um augum fegursta hendin í heimi, og hún er svo
enn”.
"Eg verS aS kveikja á lampanum”, sagSi Jenný
í flýti. “Mamma, hvar eru eldspíturnar?”
Og þannig varS ekki meira úr samræSum þeirra
tveggja.
Mrs. Woodruff og Mrs. Irvin komu inn og kveikt
var á lampanum; en lampaljósiS rrtinti Mrs. Irvin
á, aS kýrin var ómjólkuS og hænsnin hungruS. —
Hún<varS því aS fara heim. SleSi ofurstans var viS
dyrnar og gæSingur fyrir, sem átti aS flytja þau
mæSginin heim. En Jim afþakkaSi boSiS og kvaSst
heldur vilja ganga, þaS gjörSi sér gott, aS stritast
á móti hríSinni. MóSir hans ávítaSi hann fyrir slíka
flónsku, en þaS kom fyrir ekki. Hann lyfti upp
hendinni í kveSjuskyni, brosti raunalega til Jennýar
og hvarf út í bylinn.
MóSir hans þáSi keyrsluna heim. ,
“Undarlegur er hann”, sagSi Mrs. Woodruff,
“aS rjúka þannig út í hríSina”.
“Vanstu hann á þitt mál, dóttir góS?” spurSi of-
furstinn.
“Eg er hrædd um, aS mér hafi misheppnast,
pabbi”, varS dóttirin aS játa.
“Já, þessar mórauSu mýs eru vanalega fjandi ó-
stýrilátar”, sagSi offurstinn og brosti.
Jenný hafSi þetta í huganum, þegar hún sofnaSi.
“ÖrSugt aS stjórna”, hugsaSi hún meS sér. “Eg ef-
ast þó stórum, aS mér takist ekki aS snúa Jim eftir
vild minni, ef eg vil beita mér!" Og hún sofnaSi
meS bros á vörunum.
En hvernig leiS Jim? SkapiS var ekki rólegt
þaS kveldiS, og þaS var komiS miSnætti, þegar
hann hafSi lokiS viS aS semja fyrirætlan ufn sam-
vinnu rjómabúa.
“Drengirnir”, skrifaSi hann, “geta unniS viS
þaS, og vinna þeirra ásamt vinnu kennarans minkar
til muna reksturskostpaSinn. Fær smjörgjörSar-
kona meS hvítar og mjúkar hendur”, — en hann
strikaSi yfir síSustu setninguna og gekk til hvílu.
XII. KAFLI.
Nýr fyrirboSi.
Á skólanum var venju fremur ókyrt. En kenn-
arinn og átta elztu nemendurnir hans gáfu því lítinn
gaum, voru öSru áS sinna útí horni stofunnar. Landa
fræSistíminn var um garS genginn og móSurmáls-
tíminn stóS yfir; en hinir yngstu nemendur, sem
ekki voru svo langt á veg komnir aS geta tekiS þátt
í réttritun, voru aS leika undir eftirliti Gínu Simms.
En leikur þeirra var meS öSrum hætti en barnaleik-
ir gjörast alment, því í leik þessum fólst uppfræSsla. j
Svo var mál meS vexti, aS kennarinn hafSi sagt
yngri krökkunum, aS koma meS plöntur, hríslur,
kvisti, grös eSa eitthvaS annaS, sem plönturíkinu
tilheyrSi og finna mætti í heyjum föSur þeirra — á J
skólann þenna dag. Þetta höfSu þau gjört og var nú j
leikur þeirra þannig, aS einn krakkanna sat í spurn-
ingarstólnum; brá svo annar krakki hríslu eSa jurt
aS augum hans og spurSi: “HvaS er þetta?” VarS
sá, er á stólnum sat, aS gjöra grein fyrir því. Gæti
hann þaS, varS sá, er spurninguna bar fram, aS taka
sæti í stólnum. Ef svariS var rangt, varS sá hinn j
sami aS sitja í stólnum, þar til hann hafSi getaS
svaraS einhverri spurningu rétt. AS þessu þóttil
krökkunum gaman og stóS þannig á háreystinu. —I
Þegar svo var búiS aS ættfæra og skíra plöntuna, [
var bundinn viS hana miSi og þar á ritaS nafn henn-
ar. Leikur þessi var því nokkurskonar undirstöSu-|
kensla í grasafræSi, og stóS Ieikurinn í algleymingi, ,
þegar hurSinni var hrundiS upp og inn kom skóla- 1
eftirlitsmaSur sýslunnar lí persónu ungfrú Jennýar
Woodruff. Þá varS þögn hjá þeim ungu.
Jenný var í embættiserindum.
En kennarinn og hinir átta eldri nemendur virt-
ust ekki verSa varir viS komu ungfrúarinnar, því
þeir héldu áfram verki sínu sem áSur. ÞaS var tals-
vetr mikilsvarSandi, því hér var um kúafjölda hér-
aSsins aS ræSa.
“Alls”, sagSi María Talcott, “höfum viS eitt
hundraS fimtíu og þrjár kýr í héraSinu”.
“Ekki felst mér þaS”, sagSi Raymond Simms;
“eg fæ aS eins taliS eitt hundraS þrjátíu og átta”.
“Gallin er sá”, svaraSi Tóni Bronson, ”aS María
telur stutthyrningana hans Bonnars”.
"Kýr eru þaS, ekki geturSu neitaS því”, sagSi
María.
“Já, en eiga ekki heima í kúatali okkar", sagSi
Raymond.
“Því þá ekki?” spurSi María? “Þær eru falleg-
ustu kýrnar í sveitinni”.
“Skozkir stutthyrningar, sem kálfarnir ganga
undir”, var skýring Tóna.
“SleppiS þeim”, sagSi nú kennarinn. “En á
morgun í móSurmálstímanum, verSiS þiS aS skrifa
stíl, sem ekki má vera lengri en þrjú hundruS orS,
og segja þar álit ykkar umy hvort samvinna rjóma-
búa geti þrifist hér eSa ekki, meS hér tilfærSum kúa-
fjölda. RitgjörSir þar aS lútandi getiS þiS fundiS í
búnaSarblöSunum hérna, ef þiS lítiS yfir efnisyfir-
litiS, sem þeim fylgir. En hvernig er meS kúatölu í
nærliggjandi héruSum?”
“ÞaS eru yfir tvö hundruS kýr í sveitinni fyrir
vestan okkur”, sagSi einrj drengjanna.
“Pabbi og eg töldum yfir hundraS á fárra mílna
svæSi fyrir austan dkkur", sagSi María.
“HvaSa, hvaSa!” sagSi Raymond. “Eg er full-
viss um, aS þaS eru yfir sex hundruS mjólkurkýr hér
nærlendis innan klukkustundar keyrslu.
“Sex hundruS! BölvuS vitleysa!” sagSi Tóni.
“Innan stundar keyrslu!”
“Eg á viS”, sagSi Raymond, “stundar keyrslu í
hverja átt”.
“Eg er á skoSun Raymonds”, sagSi kennarinn.
“En þegar viS höfum komist aS niSurstöSu um, hve
langt viS þurfum eftir kúnum, og ef helmingur þeirra
fengist í rjómabúiS, sem viS skulum gjöra ráS fyrir,
og reikna eftir því fjárhagshliS fyrirtækisins og miSa
smjörverSiS viS þaS verS, sem samvinnufélags-
búin í Wisconsin fá; gjöra svo samanburS á því
verSlagi fyrir sex síSustu mánuSina og gangverSi á
smjörinu okkar á sama tímabili. Skýrslurnar þar aS
lútandi eru á skólasafninu”.
“GóSan daginn, Mr. Irvin!” ÞaS var skóla-
eftirlitsmaSurinn — Jenný —, sem nú gjörSi vart
viS sig.
Jim sortnaSi fyrir augum og alt virtist hringsnú-
ast í höfSinu á honum í svip. Svo áttaSi hann sig og
tók í framrétta hendi yfirboSara síns,
“Lát mig sækja þér stól”, sagSi hann.
“Þess gjörist ekki þörf. Eg vil gjöra mig heima-
komna; eg þekki mig hérna í skólastofunni, eins og
þú veizt”. Hún brosti biíSlega til krakkanna og fór
aS gæta aS, hvaS þau hefSust aS. En þeim brá ekki
þaS minsta; þau voru orSin vön gestkomum upp á
síSkastiS, og svo var Jenný Woodruff þekt af þeim
öllum, og því bar ekki á feimni. Jim var sá eini, sem
ekki var í essinu sínu. Hann áttaSi sig þó smám
saman og bjó undir skólaslit. Hann baS nokkra af
1 eldri drengjunum, aS koma aftur í skólann um kveld-
iS og hjálpa sér viS útsæSis-rannsóknir.
Svo var sunginn “Kornsöngur” Whittiers, og
skólinn var úti.
Hún varS þess þegar áskynja, aS Jim var ekki
sá sami og áSur; en ef hún hefSi séS hans innra
mann, hefSi hún orSiS steinhissa á þeirri breytingu,
sem þar var orSin síSan í JólaboSinu. Þar sem áSur
hafSi veriS hjarn og kuldi, var nú Júlí-hiti; huga
hans fyltu nú sæludraumar ástarinnar, í staS þess,
sem þar höfSu áSur veriS inni fyrir aS eins búvís-
indi. Hann elskaSi Jenný af alhug, en hann fann til
þess, og þaS meS sárum trega, aS hann var henni
ekki samboSinn, aS hann var ekki samboSinn nokk-
urri stúlku; og vonin um aS verSa þaS, virtist eiga
langt í land. Hann hafSi nú samt sern áSur ásett sér,
aS kvongast Jenný Woodruff einhverntíma. Hún
hefSi því aldrei átt aS vera aS reyna aS brjóta hann
til hlýSni viS hina ímynduSu embættisskyldu sína,
en hún vissi ekki, hvaS hún var aS gjöra, blessunin.
Hann sá hana eins og í skýjum fyrir framan sig,
sveipaSa roSa og bjarma; en hún leit á hann sem
þann hinn heimska mann, sem var henni til armæSu
og angurs og kunni ekki gott aS þýSast. Hún var í
embættiserindum og meS embættissvip.
“Jim”, byrjaSi hún, “veiztu aS þú ert í vand-
ræSum?”
“I vandræSum”, endurtók Jim; “þaS er ekki
nema eSlilegt fyrir mann, sem er í líku sálarástandi
og eg er. En úr þeim vandræSum rætist, oS þá skín
sólin bjartar en nokkru sinni áSur”.
Eg veit ekki, viS hvaS þú átt”, sagSi Jenný í
auSsærri alvöru.
“Þá veit eg ekki heldur viS hvaS þú átt”. sagSi
Jim.
“Jim”, sagSi hún í bænarrómi, ”í guSanna bæn-
um hættu þessari kenslu-aSferS þinni. SérSu þaS
ekki, aS hún er röng?”
“Nei”, sagSi Jim, og rómurinn var líkur og hja
manni, sem stunginn hefir veriS holundarsári af ást-
mey sinni. "Eg get ómögulega séS, aS aSferS min
sé röng og á þennan eina hátt get eg kent. HvaS
sérSu rangt viS hana?”
“Hún er aS vísu undursamleg á margan hátt ,
sagSi Jenný; “en hún á ekki heima í Woodruff skóla
héraSinu. ASferS þín getur veriS falleg í rökfærslu,
en hún vinnur ekki í reyndinni".
Jenný mín góS; engin aSferS getur veriS rök-
fræSislega rétt, nema hún vinni í reyndinni”.
"Því heldurSu þá viS hana?” spurSi hún.
“Af því hún er rétt”, svaraSi hann. “SérhvaS
sem er rökfræSislega rétt, er verklega rétt. Ef ein-
hver rökfræSi virSist rétt, en nær ekki aS fram-
kvæmast í verkinu, þá er eitthvaS rangt viS rök-
fræSina. En mín rökfræSi er rétt og hún vinnur i
framkvæmdinni”.
"Má vera, en héraSiS er á móti henni”.
“Hverjir eru héraSiS?”
Skólastjórnin er á móti henni”.
“Skólastjórnin valdi mig fyrir kennara, eftir aS
hafa hlustaS á skoSanir mínar á sveitakenslu. Og
eg lít svo á, sem hún hati kosíS mig til aS fylgja
þeim fram".
“Æi, Jim! Þeir greiddu þér atkvæSi hver um
sig, svo þú yrSir ekki fylgislaus. Hver þeirra vildi,
aS þú fengir eitt atkvæSi, — aS velja þig fyrir kenn-
ara, kom þeim aldrei til hugar. Þetta veiztu sjálfur
ofur-vel”.
“Þeir stóSu hjá og sáu samningana undirskrif'
aSa; — en þú segir satt, Jenný, eg fer hér meS vilH'
rök. ÞaS var slysni ein, sem því réSi, aS mér var
veittur skólinn, og þess vegna eru skólanefndarmenn-
irnir mér gramir; en þaS sannar ekki, aS héraSs-
búar séu mér andstæSir. Eg álít aS eg hafi fylgi
fólksins, — í sannleika, Jenný, eg held þaS”.
Jenný stóS á fætur og gekk fram og aftur um
gólfiS nokkrum sinnum og var auSsjáanlega í þung'
um hugsunum. Þegar hún svo talaSi aS nýju, var
röddin ákveSin og Jim fann aS hún var sér andstæS.
“Sem embættis-hafi héraSsins verS eg aS gjörá
upp á milli skólanefndarinnar og þín; —skera úr,
hvort kærur hennar séu á rökum bygSar, aS þú sert
óhæfur fyrir starfiS”.
“Er þaS þá komiS svona?” sagSi Jim. “Eg hafSi
annars hálfvegis búist viS þessu ”.
Rómurinn var hálf-klökkur og svípurinn var
raunamæddur, líkt og hjá Lincoln, þegar hann var
misskilinn og margt gekk honum á móti.
“Ef þú getur ekki breytt um kenslu-aSferS, legg
eg þaS til, aS þú segir af þér kennarastarfinu”.
"Býstu viS, aS þó eg breyti um aSferS, aS þa®
breyti nokkuS hugum-skólanefndarmannanna gagn'
vart mér, aS þeir skoSi sig ekki jafnt athlægi bygSar-
búa fyrir aS hafa valiS mig sem kennara, þó kenslu-
aSferS mín breytist?”
Jenný var þögul. Hún vissi sem var, aS hvaS
sem Jim gjörSi, mundi skólanefndin vera honum
andvíg og gjöra sitt ýtrasta til aS reka hann frá skól'
anum.
“Þeir mundu aldrei láta mig í rónni fyrri en eg
væri flæmdur frá skólanum”, sagSi Jim.
“En ef þú breyttir um kensluaSferS, myndi þa®
hafa áhrif á úrskurS minn”, sagSi Jenný.
“Hefir þér veriS faliS, aS úrskurSa máliS?
spurSi Jim.
“Formleg kæra þér á hendur, undirskrifuS af
skólanefndarmönnunum þremur”, hefir veriS send
mér. Þú ert ákærSur um aS vera óhæfur til aS
gegna kennarastörfunum, og þeirri kæru verS eg a®
sinna”.
Og þú álítur, aS eg meS því aS falla frá þeirri
aSferS, sem eg hefi fylgt, gjöri mig hæfan til starf'
ans, annars ekki?”
Jenný svaraSi engu.
“Eg býst viS”, sagSi Jim, “aS eg verSi aS standa
eSa falla á verkum mínum eins og þau eru”.
“Þú neitar þá aS segja upp starfanum?”
“Stundum held eg aS þaS sé ekki þess virSi aS
reyna lengur. En þó finst mér, og eg er sannfærSur
um, aS eg er aS gjöra rétt, vinna þarft verk, — ekki
einasta fyrir þessa bygS, heldur þjóSina í heild sinni-
Því þó aS aSferS mín sé aS líkindum flónskuleg *
þínum augum, þá er nú sannfæring mín sú, aS undir
framkvæmdum hennar sé gengi og framþróun land-
búskaparins komin. En á þessu augnabliki er mer
næst skapi, aS segja af mér, og þaS meira til þess
aS fyrra þig vandræSum en sjálfan mig. En eg verS
þó aS hugsa um þetta nánar. En setjum nú svo, aS
eg neiti aS segja af mér, — hvaS þá?”
Jenný hafSi dregiS á sig glófana og var búin til
brottgöngu.