Heimskringla - 06.07.1916, Síða 5
sprengivélar ir.eð sdr, ef að einhver
óvinurinn væri á ferðinni. Þeir ætl-
uðu ekki, landarnir, að iáta það
fara sem fyrri, að óvinir ]>eirra
tækju þar land, og mundu nú orð
Einars Þveræings, er hann sagði, að
þar mætti hafa her manns og fæða
um lengri tíma og taka landið hve-
nær sem menn vildu. — Svo héldum
við til Skagafjarðar, yfir Drangey;
þar var ein stöðin flugdrekanna.
Og nú langaði mig til að sjá Vatns-
dalinn. Hann vai' fagur fyrrum, en
ekki síður nú; þar var flóðið iiorfið,
en alt eitt vatnsveitinga-engi. Þar
höfðu árnar verið stýflaðar fremst i
dalnum, heggja megin Grímstungu;
önnur á Skútaeyrum, en hin neðan
við Forsæludal, og náðu þeir þar
afli miklu. Þar höfðu vaxið upp
bæjir við aflstöðvarnar sem annars-
staðar, og þótti mér nú dalurinn
ennþá fríðari en áður fyrri.
Landstjóri Canada.
Hertoginn af Connaught kom hér
til borgarinnar sem ákveðið var sl.
fimtudag seinni hluta dags. Var
með honum hertogafrúin og dóttir
þeirra Patrieia jjrinsessa. Var mikill
fjöldi fólks samankominn á brgutar
stöðvunum til að mæta þeim. Var
það að eins með strangri gæzlu tím-
ans, að hertoginn gat komist yfir
að gegna þeim hátíðlegu störfum,
sem honum voru fyrirbúin. Pyrst
var hersýning setuliðsins; þar næst
að opna spítala hermanflanna, og
svo að yfirlíta sveitir hinna ungu
“Boy Scouts”.
En á strætunum þyrptist saman
múgur og margmenni, svo að hin
breiðu hliðargöng voru ]>akin af
fólki. ðlenn vissu, að þetta myndi að
líkindum verða í seinasta sinni, sem
hertoginn og fólk iians vitjaði Win-
nijteg. En þau voru öll svo liugl)ekk
borgarbúum og vildu þcir láta hin-
um kæru gestum ást sína og virð-
ingu í té. Hvar sem þau fóru fylgdu
þeim allra augu. Fánarnir blöktu á
hverri stöng og gluggar ailir voru
fullir af fólki, hvar sem þau lögðu
leið sína um strætin.
Á mínútunni kl. 5 e. m. kom lest-
in með gesti þessa inn á C. P. R.
stöðina, og var þá alt til reiðu að
taka á móti þeim. Stóð þar fremst
heiðursfylking hermannanna frá
223. herdeildinni og hélt liún hópun-
um aftur, svo að troðningur yrði
ekki. En á móti heiðursgestunum
tóku: Sir Dougias Cameron, stjórn-
arformaður Norris, borgarstjóri
Waugh, Colonel Ruttan og margir
herforiiigjar, höfðingjar og fulltrúar
hinna mörgu og margbreyttu félaga
borgarinnar og fylkisins. Lék þá
hornleikaraflokkurinn “God Save
the King", en liertoginn og fólk
hans stóð kyrt á meðan.
Þar næst kom hersýningin, og
gekk hertoginn á milli fylkingarað-
anna með foringjasveit sinni. Leizt
honum prýðisvel á sveitir þessar og
lauk lofsorði á, hvað mennirnir
bæru sig vel, og seinna lýsti liann
því yfir við herforingjana.
Þaðan fór hertoginn til Deer
Lodge, að opna hermannaspítalann.
Var leiðin lögð um Portage Avenue
og um St. James og mátti scgja, að
leiðin væri fánum ])akin beggja
vegna, en bogi reistur yfir strætið og
á hann letraðar fagnaðaróskir. Þeg-
ar til Decr Lodge kom, voru þar fyr-
ir hinir heimkomnu særðu hermenn
og stóðu í fylkingu á grasfletinum.
Hertoginn gekk til þeirra og heiis-
aði þeim og spjallaði við ])á um
stríðið. Var þar margur hraustur
drengur og báru sumir fleiri en eitt
heiðursmerki á brjósti. Þar voru og
nokkrir af Pricess Patricia herdeild-
inni, og virtist hertoginn snúa sér
mest til þeirra og tala mest við þá,
enda voru þeir úr sveit prinsessúnn-
ar dóttur hans.
Þá var það, að einn þeirra, Pat-
rick Noian, gekk fram með blóm-
vönd fagi an 1 liendi og voru alt rós-
ir, sem nú kallast “Pátricia rósir”.
Þennan blómvönd færði hann svo
prinsessunni frá sveitungum sínum.
Einnig fékk prin^essan annan ró?a-
vönd frá frú Biown og enn annan
frá hinum frönsku frúm Rauða-
krossins.
C. W. Rowley bauð gcstina vel-
komna, og í ræðu sinni gat hann
þess að á spítalanum myndi skóli
lialdinn í einu lierbergjanna og
kend þar undirstöðufræði, bók-
færsla, typewriting og handverk eða
iðnaður margskonar. Einnig myndi
akuryrkja kend þar á landi spítal-
ans, fuglarækt og mjólkurbúskapur.
Hertoginn lýsti lofsorði á stofnun
spítalans og áhuga fylkisbúa á mál-
um þessum, er þeir hefðu af frjáis-
um vilja safnað miklu fé til að
koma stofnun þessari á fót. — Svo
gengu gestirnir um herbergin; og að
því loknu héldu þeir heim til borg-
arinnar, og litu yfir Boy Scouts
fiokk all-mikinn á leiðinni. Spjallaði
hertoginn við þá og hældi þeim fyr-
ir áhuga sinn.
— Næsti landsstjóri Canada á að
verða Hertoginn af Devonshire, og
er hann mjög vel látinn á Englandi.
En sagt er, að hann muni ekki
koma til Canada fyrri en að tveim-
ur mánuðum liðnum.
Kafli úr bréfi frá Gimli.
Það er í raun og veru fátt um
stórtíðindi frá höfuðstað Ný-lslend-j
inga Gimliborg. Þar hefir tíðarfar og
almenn afkoma verið svipuð og
annarsstaðar í Norður-Manitoba. —
Að undanfornu og nú cru sumar-
staðir að fyllast. Tíðin hefir verið
köld og votviðrasöm, svo Winnipeg
búar hafa ekki verið í hasti að flytja
þangað fram að þessum tíma. En
nú eru hitarnir að færast yfir. Ferða-
menn og þeir, sem vilja dvelja þar
um stundarsakir, eiga völ á ágætu
gistihúsi hjá herra Jóni Thorsteins-
syni á Lake View hóteli. Þar er ágæt
bygging og fullkominn viðurgjörn-
ingur, sem í góðbæjum í Kanada.
Jón og fólk hans er afar lipurt og
fljótt til afgreiðslu. Enda gista þar
og búa sú tegund af fólki, sem sum-
arþæginda vill njóta um. stundar-
sakir á Giinli, og ekki á þar hús. Þar
er hægt að fá alt hið sama að snæða
og drekka og gleðjast við, sem á hót-
elum í Winnipeg, og þó ennþá full-
komnaia, því ekkert hótel í Winni-
peg hefir leikhús fast við hótelin.
En það hefir Jón Thorsteinsson á
I.ake View Hotel, Gimli. Og svo
kyngikröftugan Goodtemplara bjór,
að liann stekkur í jötunmóð upp úr
glösunum. Og þar eru svo ilmandi
andi vindlar að mælt er að ilmur-
inn leggi alla leið upp til Selkirk, og
liafi áorkað sótthreinsun í herbúð-
unum hans Geo. Bradbury. Það vita
allir að er kraftaverk.
Jæja, eg ann Gimli. Þar er fagur
og fallegur staður. Goðin ginnhelg
og Alvaldur sé með þeim alt til ver-
aldarinnar enda.
Gestur Farandi.
TIL NIKULÁSAR OTTENSON
er hann hafði skrautritað iand-
náms-ávarp til fyrv. þingm...
Sigtryggs Jónassonar
sfðastl. vetur.
Þér eru málin menta kunn,
Af Mímis drukkin liorni,
Njörvaður fræði náms úr brunn
Nikulás inn forni.
Islenzk tunga menta mæt
Má þér heiður sýna.
Skrauti vafin skrift fágæt
Skreytir minning þína.
K. Ásg. Benediktsson.
Fréttabréf.
Nome, Alaska, 11. júnf 1916.
Heiðraði ritstjóri Heimskringlu!
Rétt til málamynda, eins og til
að láta yður og lesendur yðar vita,
að t>g er enn í heimi hérvista, lieill
heilsu og að öðru leyti við góða líð-
an, sem eg lofa þann fyrir, sem alt
gott kemur frá, — rita eg þessar fáu
línur,
Blað yðar Heimskringla hefir að
vanda verið sein í förum í vetur;
hefir legið í geymslukofum Uncle
Sams meiri hluti hennar þar til ]).
4. ]). m., að fyrsta skip flutti stóran
hluta af vetrar-upplaginu; en lestr-
artfmi er nú takmarkaður, og getur
því ekki að góðum notum komið.
En eftir að lfta fjlótlega yfir inni-
hald nokkurra blaða og sérstaklega
yfir ])að, sem þér hafið að segja um
stríðið, kemst eg að þeirri niður-
stöðu, að þér óneitaniega talið víða
mjög vel og réttilega um skyldu ])á,
er hvílir á fósturjorð og þjóð, og
um réttlæt^ og mannúð 1 sambandi
við stríð ]>etta.
Ekkert er markvert að frétta liéð-
an, fremur en vant er. Tíðarfarið
hefir í fám orðum verið eins og hér
segir: Gamla árið (1915) endaði
frostavægt og þannig byrjaði nýja
árið líka með um og yfir 20 stigum
fyrir ofan zero; en óstöðugt var veð-
urlagið, storma- og snjóasamt yfir-
leitt; þann fimta skrapp mælirinn
niður í 20 fyrir neðan zero, en það
var að eins í tvo daga; að þeim liðn
um komst mælirinn upp í liér um
bil sama stigatal fyrir ofan zero, og
það varaði til þess 17., og var suma
daga alt að því frostlaust. En ])á
kom kaldur kafli, þetta frá 20—30
stig fyrir neðan zero; en endi mán-
aðarins og byrjun febrúar sýndu fá
stig fyrir ofan zero. Frá 8. til 18. var
alt af fyrir neðan zero (kaldast 25
stig); en þá kom frostvægur kafli,
svo að suma daga var aiveg frost-
laust, en þrfr sfðustu dagarnir voru
kaldir. Yfirleitt voru þessir tveir
mánuðir snjóa- og stormasamir.
Marzmánuður var, að undantekn-
um mjög fáum dögum, allur kaldur,
stöðugt fyrir neðan zero, og líkur að
veðurvonzku og hinir tveir, og þann
ig byrjaði apríl; en svo kom all-
góður kafli, stilt veður en fremur
köld, lítið eitt fyrir neðan zero, með
að eins tveggja daga undantekn-
ingu; en í sex síðustu dagana var
stigatalan frá 6 fyrir ofan til frost-
leysu.
Maí var allur meinhægur en frem-
ur kaldur yfirleitt; þetta frá 6—40
fyrir ofan zero (hér um bil einn
þriðji af inánuðinum sýndi frá 2—8
stig fyrir ofan frostmark), og kalsa-
regn í þrjá sfðustu dagana.
Tvo fyrstu dagana af júní setti
niður snjó, sem að morgni þess 3.
var á jafnsléttu einn þuml. á þykt;
en þegar fram á morguninn koin
var um 8 stig fyrir ofan frostmark og
hvarf því snjór sá fljótt. En síðan
hafa að eins vei'ið tveir dagar, sem
sýnt hafa fá stig fyrir ofan frost-
mark, en hinir allir fáar gráður fyr-
ir neðan frostmark. Og útlitið er
alt annað en gott; vetrarsnjór er
meiri en nokkru sinni áður hefir
þekst á þessum tfma árs, og alt
bendir á stutt sumar.
Sjávarís er með lang-mesta móti,
og þó skip liafi komist í gegnum
hann, ])á samt er liann afar mikill
enn, og um ein míla af landföstum
fs hér enn frammi fyrir; en ])ó svo
veikutn, að stór hætta er að ferðast
mikiö eftir honum, og voru því
vandræði á, að lenda fárþcgum í
gær og í dag: skipin þurftu að fara
þrjár mílur austur með ströndinni
til að koma þeim á iand.
Þann 4. júní kom strandvarnar-
skipið “Bear”. ísinn var ])á nógu
sterkur og fögnuður fylti alla yfir
fyrstu skipakomu, og svo yfir að fá
póst (bréf, blöð og tímarit), sem
Jónatan gamli liafði haft i geymslu
fyrir fólkið yfir vetrarmánuðina, og
sein nam 12 tonnum. Það var flutt
f land á hnudasleðum fljótt og skil-
víslega.
f gær kom skipið “Umatilla” með
300 farþega, og snemma í morgun
kom skijiið “Senator’ með 111, og í
kveld er skipið ‘Victoria’ áætlað aö
koma með 354 farliega. svo það vcrð-
ur margt um manninn hér fyrir táa
daga að minsta kosti, og eftir útliti
um allan þennan mánuð; það geuir
varla breyzt svo snögglega, að náma-
vinna byrji til muna fyrri en í julí.
Krist (Kristján) Guðmundsson
var mestan part vetrarins á kaup-
ferðum norður í heimsskautalönd-
um; fór norður fyrir Point Barrow.
Hann var í grávörukaupum og
hafði góða lukku yfirleitt; en hart
var ferðalagið með köflum, þvf langt
var á milii liýbýla, og varð liann
því oft að liggja úti; í einum áfanga
varð hann að iiafast við á gaddin-
uin í fimm sólarhringa samfleytt, og
í eitt skifti varð liann og hundarnir
að vera án fæðu í þrjá sólarhringa,
og sá aldrei neitt til að skjóta allan
þann tíma, og var iiann ])á og hund
arnir alveg staðuppgefinn; hann sá
reyk í fjarlægð, en gat ekki fengið
hundana til að halda áfram. En í
sama bili sá hann hérahóp og imgði
gott til veiða; en svo var hann ó-
styrkur, að liann gat ekki liitt
neinn hérann, hvernig sem liann
reyndi. Hann lagðist því fyrir í
svefnpoka sínum og svaf af til næsta
morguns. En þegar hann reis upp,
sá liann hérana ennþá í nágrenni
við sig, og fór þá alt vel; hann
skaut þá og hafði af góða máltíð
fyrir sig og hundana, og var svo að
litlum tíma liðnum kominn heim að
kofa þeim, er hann sá reykinn frá
kveldið áður. 1 fleiri harðar kring-
umstæður komst liann, þó þessar
væru með þeim verstu. Á ferðinni
tajmði hann 11 hundum, og af þeim
hundum, sem hann fór með, kom
hann að eins með tvo heim.
1 öðru blaðinu hér er þess getið,
að Mr. Guðmundsson hafi verið í
þessum kaupferðum fyrir mann
nefndan Mr. Joseph Uhlman í New
York. — Kristján lagði upp í ferð
þessa með um 12 þúsund dollara og
keypti yfir 2000 skinn af öllum teg-
undum, og auk ]>ess keyi>ti liann
mikið af ýmsum fáséðum Eskimóa
fornmenjum, sem hann varð að
skilja eftir og fá með skipum eint í
sumar. Hann hyggur, að land þar
norðurfrá sé auðugt af ýmsum
náma-afurðum; ‘erude’-olíu sá liann
í ríkum mæli, heiiar tjarnir af lienni
og góð og mikil kolalög sá hann og
ýmsa málma í klettum hæðanna sá
hann líka, og hafði sýnishorn af
flestu þessu.
1 sumar ætlar Kristján með félaga
sínum að vinna “quarts”-námu, sem
þeir eiga og mala steininn með vél,
sem kölluð er “crusher”. Þeir hat'a 6
feta lag af þessum “quarts”, sem er
verðlagður á frá 32 dollurum og
upp tonnið. Þeir iiafa því góða von
um, að vinna sér inn góð daglaun
í sumar við þessa námavinnu.
Fyrir næstum ári síðan kom frá
Seattle (með Kristjáni) Islendingur
að nafni Pétur Pálsson; liann er frá
sama plássi á íslandi og Kristján og
á skyldfólk í Seattle; hann héit tii
hér í vetur; en fyrir hér um bil mán-
uði síðan gafst honum tækifæri á
vinnu, sem er nokkuð á annað
hundrað mílur héðan og tók Krist-
ján liann ])angað og verður hann
þar sainkvæmt samningum í sumar.
Það er nú vika síðan eg skrifaði
línur þær, sem hér með fylgja, og í
kveld, þann 17., fer fyrsta skip á-
leiðis til Seattle. — Tíðin heldur á-
fram að vera köld, alt að því frost
á hverri nóttu, en að öðru leyti stilt
og gott veður.
S. F. Björnsson
*-------------------------------*
Islands fréttir.
*-------------------------------*
Lögrétta, 7. júnf.
— Kyrkjumálafréttir. Prestvígðir
voru af byskupi á uppstigningar-
dag kandídatarnir Friðrik Jónas-
son, settur prestur á Útskálum, og
Jón Guðnason, sem veitingu hefir
fengið fyrir Staðarhólsþingum. —
Síra Kjartan Kjartansson í Grunna-
vfk er settur prestur að Sandfelli og
síra Ásm. Guðmundsson í Stykkis-
hólmi að Helgafelli; en síra Árni
Þórarinsson er settur prófastur í
Snæfellsnessprófastsdæmi. — Lausn
frá prestsskap hefir sfra Gísli Kjart-
ansson á Sandfelli fengið, vegna van
lieilsu. — Synodus liefst hér í bæn-
um sunnudaginn 2. júlí næstk.
— Ný ættarnöfn. Þeim fjölgar óð-
um, sem taka sér ættarnöfn. Harald-
ur Níelsson jirófessor hefir fengið
lögfest fyrir börn sín ættarnafnið
Haralz. En ættarnafnið Ivvaran
hafa þau tekið sér systkinin Einar
rithöf. H.iörleifsson, Sigurður lækn-
ir, Tryggvi. stud. theoi og Guðlaug
og börn þeirra Einars og Sigurðar
og Jóseps sál. bróður þeirra. Svafar
Sigurbjarnarson verzlunarfulltrúi
hefir lögí'est sér ættarnafniö Svaf-
ars.
— “Á heimleið", skáldsaga frú
Guðrúnar Lárusdóttur, er að koma
Út á dönsku í “Hjemmets Biblio-
tck”, þýdd af síra Magnúsi Magnús-
syni f Bregning á Jótlandi.
— Bæjarverkfræðingur Reykjavík-
ur er hr. Þórarinn Kristjánsson orð-
inn frá 1. þ. m.
— TJtanfararstyrkur guðfræðinga.
öll þau 65 æfiár prestaskólans okk-
ar nutu lærisveinar hans þrír ölm-
usna eða 600 kr. námsstyrks árlega
af kommuniteti Khafnarháskóla.
Nú hefir þessum styrk, sem gjört
hefir verið ráð fyrir hér úti að félli
niður við stofnun háskóla vors, cft-
ir tillögu háskólaráðs Kliafnarhá-
skóia verið með úrskurði kyrkju og
kensluráðaneytis Dana (dags. 9.
marz 1916), breytt í utanfararstyrk
til framhaldsnáms við Khafnarhá-
skóla lianda einum guðfræðikandí-
dat héðan ár hvert. Háskóli vor
veitir styrkinn eftir tillögu guð-
fræðideiklar. — Þessi kandídata-
styrkur verður nú í þessum mánuði
veittur í fyrsta sinn. Eiga umsóknir
um hann að vera komnar til forseta
guðfræðideildar fyrir 25. ]).m.
— Heimavistarfélag liafa nemend-
ur Hvftárbakkaskólans næstkom-
andi vetur. Þeir, sem vilja selja fé-
laginu ýmsar matvörutegundir, snúi
sér til skólastjórans á Hvítárbakka,
sem annast innkaup öll og aðdrætti
fyrir félagið. Hjá lionum geta ung-
menni fengið allar nauðsynlegar
upjilýsingar um fyrirkomulag og
reglur félagsins. Einnig hjá stjórnar-
mönnum þess: Bergsveini Ólafssyni,
Ólafsvík, Snæfellsnessýslu, Ivr. Júl.
Kristjánssyni, Grundum, Barðastr.-
sýslu og Magnúsi Auðunnssyni, Segi
búðum, Snæfellsnessýslu.
— Vélbátur frá Noregi. Nýlega er
okminn hingað 30 lesta vélbátur fra
Bergen í Noregi, smíðaður þar fyrir
þá bræðurna Helga Heigason verzl-
unarstjóra hér og Magnús Thorberg
símstjóra á fsafirði. Báturinn fór
hingað frá Bergen á sex sóiarhring-
um. Skijistjóri er Andrés Gíslason.
— Kvæða úrval eftir Bjarna Jóns-
son frá Vogi er nýkomið út á kostn-
að Gunnars Sigurðssonar frá Sela-
læk, tekið úr eldri kvreðabókum
Bjarna og upp úr blöðum þeim, er
hann hefir skrifað í eða gefið út, 160
bls. 8vo., með mynd höfundarins, og
kostar í bandi kr. 2.50.
— Mannalát. Þann 8. maí andað-
ist í Khöfn Johan Olivarius, fulltrúi
í innanríkisráðaneytinu danska,
sonur Olivariusar áður sýslumanns
á Eskifirði og Þorgerðar Hallgrfms-
dóttur frá Hólinum í Reyðarfirði.
Sjóinaður liéðan úr bænum, Ás-
geir Bjarnason, féll nýluga út af vél-
báti við Vesturiand og druknaði;
maður á bezta aldri.
— Þann 30. maí dó hér í bænum
Andrés Andrésson verzlunarmaður,
lengi við utanbúðarstörf lijá Bry-
des vcrzlun, vinsæll maður og vel
þektur hér í bænum, en hafði verið
heilsulítill síðustu missirin. Lætur
eftir sig konu og mörg börn, flest
upp komin. Verður iians nánar
getið síðar.
Vísir. .
TJtan af landi símfréttir 28. maí.
Ágætt veður í Haganesvík og ná-
grenni í hálfa aðra viku og hlákur.
1 Vestur-Fljótum er snjólítið, en
í Austur-fljótum mikill gaddur, þó
nokkur kinda snöj).
stæðingar hans. En þingtíminn
hafði verið fluttur til, annars hefði
ekki komið til mála, að þeir sætu
fleiri regltileg þing en þrjú. — Þá
mun sýslumaður Sunnmýlinga hafa
fylt flokk þeirra manna, sem héldu
því fram, að þingmennirnir ættu
réttmæta kröfu til þingsetu meðan
kjörtímabil þeirra, 6 ár, entist.
Hákarlaskipin eru að koma og er
aflinn ágætur.
Lifrartunnan er 50 kr. og hlutur-
inn 500 kr.
— Sýsluma'ður segir af sér. - Guð-I
mundur Eggerz, sýslumaður í Suð-j
urmúlasýslu, hefir’ sagt af sér em-j
bætti. Tildrög til liess eru all óvenjuj
leg, og ber hann því við, að stjórn-
arráðið hafi móðgað sig.
Svo er mál með vexti, að Guðm. j
Ásbjörnsson, fríkyrkjuprestur þar
eyst’ra, liafði verið kosinn sýslu-|
nefndarmaður fyrir Eyjafjarðar-1
hrepj) á manntalsþingi, er lialdiðl
var sfðari hluta júnímánaðar 1910.
Kjörtímabil sýslunefndarmanna er
6 ár og skulu þeir kosnir á mann-
talsþingum. — 1 vor var þing hald-
ið hér um bil mánuði fyr en gjört
liafði verið árið 1910 og sýslufundur
ákveðinn 2 dögum síðar. Á þing-
inu var kosinn sýslunefndarmaður
í stað Guðmundar, svo sem vera
ber; en er á sýslufund kom, reis upj)
ágreiniligur um ]>að, livor fulltrúinn!
ætti að sitja hann fyrir Eskifjarðar-j
hrepp, sá nýkosni eða Guðinundur.
Gjörði liinn síðarnefndi kröfu tilj
]>ess, að fá að sitja fundinn, vegna
þess að kjörtímabil hans væri ekki
útrunnið, enda liefði hann setið aðj
eins á 5 sýslufundum. Var máliðj
iagt undir atkvæði fundarins <g
fundarseta Guðmundar samþyktj
með 6 atkvæðtun gegn 5 (sýslu-l
manns og fjögra annara). Frestaðij
sýslumaður þá fundi til næsta dags. I
En er á fund var komið daginn eft-
ir, las sýslumaður upj) úrskurð, þar
sem hann feldi úr giidi samþykt1,
fundarins og úrskurðaði, að hinn
nýkosni fulltrúi skyldi taka sæti áj
fundinum.
Líklegt er því að sýslumaður átti
sig á málinu og taki aftur þessa Tas’-
gjörð sína.
Og tfma fær liann til umhugsun-
ar, því ófonnleg hafði lausnar-
beiðnin verið, — átti að stílast
“undirdánugstst” til konungs, envar
alt annað en “undirdánug" og stíl-
uð til stjórnarráðsins.
— íslenzku kolin. Eins og áður
hefir verið skýrt frá hér í blaðinu,
hafir sænskur kolanámuverkfræð-
ingur rannsakað kolin úr Stálfjalli
og fullyrt að þar væri um steinkol
að ræða. — Það er aftur á móti al-
kunnugt, að jarðfræðingar neita
því, að steinkol geti verið liér til,
vegna þess, hve iandið sé ungt. —
Blaðamaður einn við Berlingske
Tidende hefir átt tal við helzta eér-
fræðing Dana á þessu sviði, Dr. phil.
Hartz og hefir þetta eftir honum:
“Að vísu er eg ókunnugur stað-
háttum á þessum slóðum; en eg
þori ])ó að fullyrða, að það séu ekki
steinkol, sem þar hafa fundist, held-
ur hljóti það að vera brúnkol. Því
steinkolin stafa frá því tímabili í
sögu jarðarinnar, sem nefnist Stein-
kolatfmabilið, langt aftur í öldum;
en brúnkolin eru frá tertíæra tíma-
bilinu, sem er ínikið yngra. Og það
er áreiðanlegt, að engar jarðmynd-
anir eru til á Islandi eldri en frá
tertiæra tínjabilinu; - |>ess vegna
geta kol þau, sem þar finnast, ekki
verið steinkol í venjulegri merkingu
orðsins”.
Af ókunnugum manni að ver^, er
hann furðu kunnugur hér, þessi
maður.
Þessum úrskurði sýslumanns á- j
frýjaði Guðmundur til stjórnarráðs-j
ins, en það feldi liann úr gildi og
símaði sýslumanni l>au úrslit máls-j
ins á ])á ieið, að úrskurður hans
mundi vera lögum andstæður. —
En þá símsvaraði sýslumaður umj
liæl á ]>á ieið, að.liann ætlaði ekki
að gefa stjórnarráðinu fleiri ta>ki-
færi til að móðga sig, og segði því af!
sé rembættinu frá 1. okt næstk.
í sambandi við ]>etta munu mennj
minnast ]>ess, að fyrir skömmu sfð-
an (1911) var niikið deilt um ]>að,
hvort skipa ætti nýja konung-j
kjörna þingmenn fyrir þingið það
ár. — Lauk því máli svo, að þáver-i
andi ráðherra lét gömlu þingmenn-
ina sitja. vegna þess að kjörtímabil j
þeirra var ekki útrunnið er ])ing varj
sett og var það þó fjórða reglulegal
])ingið, sem þeir sátu og þcir and-!
LOKUÐUM TILBOÐl’M mej utaná-
skriftinni: “Tender for Supplying
Coal to the Dominion Buildings”
ver'ður veitt móttaka á skrifstofu þess-
ari þar til kl. 4 e. m. á miðvikudaginn
8. júní 1916, til þess a'Ö birgja aö kolum
hinar opinberu byggingar í Canada.
EyÖubloÖ fvrir tilboöiö geta menn
fengiö hjá stjórnardeild þessari og meö
því aö skrifa eftir þeim tll jmsjónar-
manna hinna ýmsu opinberu tygginga.
Engin tilboÖ veröa tekin til greina,
nema þau séu gjörö á hinuni prentuö i
eyöublööum, sem stjórnín leggur til og
undirrituö meö eiginhandar-nöfnum
frambjóöanda.
Hverju tilboöi veröur aö fylgja viö-
urkend ávísun á áreiöanlegan banka,
sem borgast skuli eftir fyrirskipun ráö-
gjafa hinna opinberu verka, og hljóöl
ávísunin upp á tíu af hundraöi (10 pró-
sent) tilboös-upphæöarinnar, og tapar
frambjóöa-ndi upphæö þessari, ef aö
hann neitar aö uppfylla loforö sín, þeg-
ar hann er til þess kvaddur. eöa full-
gjörir ekki samninginn. En veröi til-
boöiö ekki þegiö, veröur ávísunin
send til baka.
Eftir skipun,
R. C. DESROCHERS,
Secretary.
Department of Public Works,
Ottawa, 7. júní 1916.
Fréttablööum veröur ekki borgaö fyr-
ir auglýsingu þessa, ef aö þau prenta
hana án leyfis stjórnardeildarinnar.—
75985.
♦♦ ♦ ♦ •
Sögusafn Heimskringlu
Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — með-
an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er:
Sylvía ......................... $0.30
Bröðurdóttir amtmannsins ........ 0.30
Dolores .... .................. 0.30
Hin leyndardómsfullu skjöl........ 0.0
Jón og Lára ................... 0.40
Ættareinkennið................... 0.30
Lára ............................ 0.30
Ljósvörðurinn ................... 0.43
Hver var hún? ................... 0.50
Forlagaleikurinn................. 0.55
Sérstök Kjörkaup
Ef pantað er fyrir $1.00 eða meira, gefum vér 10
prósent afslátt. Og ef allar bækurnar eru pantaðar í einu,
seljum vér þær á — að einsþrjá dollara ($3.00).
Borgun fylgi pöntunum.
♦
•f
•♦•
•f
♦■
♦■
T
f
♦
♦
♦
X
■f
4-
f
l
B0RÐVIÐUR MOULDINGS.
ViS höfum fullkomnar byrgSir
al öllum tegundum.
VerSskrá verSur send hverjum, sem
æskir þess.
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511