Heimskringla - 06.07.1916, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 6. JÚLÍ 1916
HEIMSKRINGLA.
^IA 7. '
Arabar gjöra uppreist
gegn Tyrkjum.
Loksins eru farnar að koma upp
róstur og óeirðir hjá Tyrkjum. Upp-
hlaup hafa orðið hér og hvar i
borgum í Litlu-Asiu og þó mest í
borginni Smyrna. Þar varð upp-
hlaupið svo magnað, að sagt er að
öll borgin hafi verið lögð í eyði. En
Smyrna var einhver fegursta borg
Tyrkja i — Au, verzlunarborg mikil
vestantil á ströndum Litlu-Asíu. Er
sagþ að Mahómetsmenn hafi ráðist
móti herliði Tyrkja i borginni, og
var mikið af því drepið niður. Og
óeirðir urðu í mörgum fleiri borg-
um.
En ]>ó kvað mest að óeirðunum í
Arabíu. Þar risu höfðingjar Araba
upp og gjörðu reglulega uppreist á
móti Tyrkjum, með því augnamiði,
að losa alla Arabíu undan ríki
þeirra. Þeir tóku Jiddah, eða Jed-
dah, sjóborg við Rauðahafið, skamt
frá hinni lieilögu borg Mahómets-
mann^ Mecca. En furstinn og yfir-
maðurinn í sjálfri borginni Mecca
lýsti því yfir að Arabar segðu Tyrkj
um upp allri hollustu og hlýðni. —
Þetta var hinn 9. júní. Og óðara var
hann búinn að fá með sér alla Ar-
aba höföingja (sheiks) um alla vest-
urströndina og í miðju iandinu.
Þeir tóku svo borgina Taif, 65 mílur
suðaustur af Mecca og herflokkar
Tyrkja eða setulið gáfust upp í þess-
um borgum. í Jiddali tóku Arabar
45 herforingja, 1400 hermenn og 6
fallbyssur. Borgina Medina tóku
þeir 248 mílur uorðvestur af Mecca;
er þar gröf Mahómets gamla, sem á
hangendur hans árlega fara að vitja
í hundrað þúsundatali. Þar eru
krossgötur og liggja þaðan leiðir í
allar áttir um Arabíu. Þessum leið-
um öllum halda Arabar.
Nú geta Bretar farið að verzia aft-
ur við Araba, síðan Arabar náðu að-
al hafnarborginni Jiddah á strönd-
inni, og flutt þangað til þeirra vör-
ur allar vopn og skotfæri; enda
mun þess full þörf, ef að Tyrkir fá
ráðrúm að snúast við þeim. Og nú
geta þegnar Breta, sem Mahómets-
trúar eru, aftur farið að fara píla-
grímsferðir sínar til Meeea og Med-
ina, bæði frá Egyptalandi og Ind-
landi.
Arabar voru farnir að verða ó-
ánægðir með yfirráð Tyrkjanna. En
þeir eru ekki nema rúm milíón, þeir
Arabar, sein lutu Tyrkjum í Arabíu,
og eru illa útbúnir f stríð þau, sem
nú gjörast. En hraustir menn eru
þeir og harðfengir og hefir jafnan
reynst erfitt að sækja þá heim.
Núna gripu þeir tækifærið, að rísa
upp á móti Tyrkjum, og stafar það
vafalaust af framgangi Nikulásar
liins mikla i Armeníu og Persíu, og
svo því að Bretar lialda Suez skurð-
inum.
Arabar eru hestamenn miklir,
enda hafa þeir beztu hesta heims-
ins. Vegir liggja þar allir um sanda
og eyðimerkur, nema ])essi eina járn-
braut að norðan til Medina og
Mecca, sem mest er notuð af píla-
grímunum. Og l>ó að Tyrkir hafi
nokkurn afla á Gyðingalandi og
Sýrlandi, ]>á munu þeir hugsa sig
um, áðu’r en þeir leggja út á eyði-
mörkina til að brjóta Araba undir
sig. Að austanverðu, nálægt Persa-
flóanum, eru allir höfðingjar Araba
vinveittir Bretum, sem lengi liafa
verzlað við þá.
Þegar Þýzkir náðu Serbíu og kom-
ust til Mikiagarðs og þeim voru all-
ar leiðir opnar um Tyrkjaveldi, þá
fór Aröbum að finnast þeir vera ráð-
rlkir og sáu að þeir réðu öllum lög-
um og lofum, og urðu allir að sitja
og standa sem þeir vildu; og ef að
])eim líkaði ekki við Araba höfð-
ingja, bæði á Sýrlandi og annars-
stað þá létu þeir skjóta þá í hóp-
um. Þessu undu Arabar illa og biðu
eftir tækifærinu, sem þeir sáu að í
vændum var, og þegar Nikulás hinn
mikli barði á Tyrkjum í Armeníu
og fór að stefna herskörum sínum
niður með Eufrat og Tigris, og Bret-
ar héldu upp frá Persaflóa, þá fóru
beir á stað. Missa Tyrkir þarna stórt
land og mikið og hermenn marga
og riddara góða, sem nú snúast á
nióti þeim. Og eru allar líkur til, að
l>eir ráði aldrei Arabíu framar, og
hafi það fyrir flónsku sína að fara
nieð Vilhjálmi.
Glæfraför.
Eftirfarandi saga hefir nýlega ver-
ið birt i ensku blaði og erhún tekin
eftir rússneska blaðinu “Russkoye
Slovo”.
í her Rússa eru tveir bræður, Yus-
ik og Yosik; eru þeir rússneskir í
aðra ættina en pólskir í hina. Sveit
sú, sem þeir voru í, lá í skotgröfum
hjá Pripet-flóunum. Dag nokkurn
varð eldra bróðurnum einhver
skissa á og var honum stefnt fyrir
herrétt næsta dag. Um morguninn
voru báðir bræðurnir horfnir úr
skotgröfunum. Höfðu þeir skiliö
eftir kúlubyssur sínar en haft loð-
kufla sína með sér.
Þrem nóttum síöar komu bræð-
urnir aftur til skotgrafanna og
beiddust þess, að þeim yrði fylgt til
yfirforingjans svo þeir gætu skýrt
frá, hvérs vegna þeir hefðu liorfið.
Meðan bræðurnir voru burtu,
heyrðu Rússar miklar sprengingar
bak við herlínu Þjóðverja og næsta
morgun sáu flugmenn Rússa, að á
einumstað hafði komið upp eldur
og að þýzk flutningalest hafði
sprungið f loft upp.
‘Bræðumlr voru leiddir fyrir yfir-
foringja hersveitarinnar. Hann skip-
aði að setja þá í varðhald og gaf
þeim að sök, að þeir væru liðlilaup-
ar. Foringjanum varð því orðfali, er
bræðurnir skýrðu honuin frá, að
þeir hefðu sprengt í loft upp skot-
færaforðabúr Þjóðverja tveim nótt-
um áður. Komu þeir ineð fjöl úr
hurðinni til sannindamerkis. Yar
skrifað á fjölina á þýzku: “Geymslu-
klefi nr. 66 P — 6MK”.
"En því fóruð l)ið leyfislaust úr
ykkar stað?” spurði foringinn. —
Yosik skýrði honum frá, að hann
hefði verið hræddur uin, að herrétt-
urinn mundi dætna sig í þunga refs-
ingu fyrir yfirsjón ]>á, sem sér hcfði
oröiö á, og kvaðst ]>ví liafa viljað
gjöra eitthvað til þess, að fá fyrir-
gefningu hersveitarforingjans. Hann
nefndi þessa ráðagjörð við bróður
sinn, og réði hann það með sér að
faia líka, því annars, oins og hann
sagði, mun mér verða hegnt fyrir að
lofa þér að sleppa.
Síðan skýrðu þeir frá, hvað þeir
hefðu ratað í. Þegar þeir komu úr
skotgröfunum, skriðu þeir í myrkr-
inu inn í þéttan skóg, sem þar var
nærri og komust þeir í gegnum her-
línu Þjóðverja, án þess þeirra yrði
vart. Þegar birta tók, voru l>eir
komnir út í skógarjaðarinn hinu-
megin, og sáu þar skamt f brott
smálióla, sem þeim þóttu grunsam-
legir.
Þeir komust að raun um, að f liól-
um þessum voru geymdar miklar
skotfærabirgðir, sem Þjóðverjar
áttu, enda var þar maður stöðugt á
verði.
Þeir leyndust í skógarjaðrinum
um daginn, en þegar dimma tók
skriðu þeir til hólanna, og er þeir
sáu sér færi á, réðust þeir á varð-
manninn og drápu hann, án þess
að hann gæti gjört öðrum aðvart.
Yosik sá hurð á einum hólnum
og var hún ramlega læst; en þeim
tókst að sprengja hana upp með
byssustingjum varðmannsins. Þeg-
ar inn kom, tóku þeir að þreifa fyrir
sér, og vildi þá svo vel til, að annarr
þeirra datt uin ljósker. Síðan
kveiktu þeir á ljóskerinu og sáu þá,
að í hólnum voru geymd feiknin öil
af fallbyssukúlum og púðri.
Síöan opnuðu þeir kassa og heltu
olíu úr ljóskerinu í þá og kveiktu
síðan eld í spítnarusli. Lögðu síðan
þráð, vættan í olíu, frá eldinum til
púðurkassanna og hlupu síðan sem
fætur toguðu til skógarins.
Þegar ]>eir höfðu skamt farið, ])á
heyrðu þeir hræðilega sprengingu
og virtist sem jörðinni væri kipt
undan fótum þelrra, og í sama bili
varð önnur sprenging, hálfu meiri
en sú fyrsta. Kváðust bræðurnir
ekki geta lýst henni, því þeir hefðu
fallið f öngvit.
Þegar þeir röknuðu úr rotinu,
lágu þeir í lítilli gjá og skriðu það-
an inn í skóginn.
í dögun hittu þeir fyrir bóndabæ
í skóginum og þar fengu þeir að
vera um daginn. Faldi bóndi þá
úti í skemmulofti. Um nóttina tókst
þeim að komast fram hjá varðmönn-
um Þjóðverjanna; skall þó oft
hurð nærri hælum, að þeir yrðu
teknir höndum.
Þegar bræðurnir höfðu sagt sögu
sína, báðu þeir foringjann að gjöra
alt, sem í hans valdi stæði til þess
að þeim yrði fyrirgefið. Saga þeirra
reyndist rétt. Kom alt það sem þeir
liöfðu sagt heim við það, sem njósn-
armenn og flugmenn Rússa höfðu
séð, auk þess sem borðið úr hurð-
inni sýndi hvar þeir höfðu verið.
Rættist nú betur úr fyrir bræðrun-
um, en þeir höfðu búist við, því að
þeir voru báðir sæmdir St. Georgs
krossinum.—(Yísir).
Hersöngur.
Þeysuin fram á völlinn, vinir,
veifum brandi’ i solarroð,
fyrri til en allir hinir,
er slíkt hreystimerkis boð.
Látum þrumu-hólkinn hljóða,
hyljum loft með púðurreyk.
Gerum út til allra þjóða
einn ]»ann mesta hildarleik.
Munum eftir mætu fljóði,
móðurást og föðurtrygð;
spörum ei þótt spýtum blóði,
spörkum burtu neyð og hrygð.
Látum frægðar lúður gjalla,
leikum frelsis gýgjustreng.
Látum þræla þrjóska falla,
þyrmum hverjum góðum dreng.
Kanadiskir ajlir erum
undir brezkri, frjálsri stjórn;
sigurmerki á brjósti berum,
bjóðum glaðir okkar fórn.
Móti þýzku heiftar-helsi
hreyfist fjörugt æðablóð.
Berjumst fyrir fræði’ og frelsi
Eram! Já, fram! í jötunmóð!
Árgalinn á kvist fer kvaka
hvellum rómi lúður hlær;
í sólarroð því viljum vaka
og vinna þar sem menning grær.
Hádags geislar heitir, Ijósir
lireyfa okkar æðaslag;
en kveldsólar roðarósir
rita okar hjartalag.
Jón Stefánsson.
Kveðjur.
Menn heilsast og kveðjast á sama
hátt í öllum löndum Norðurálfunn-
ar, en aðrir þjóðflokkar lieilsast
með ýmsu móti. Á Filipspeyjum
lieilsast innfæddir menn á þann.
hátt, að þair taka fót hver annars
og þrýsta að andliti sér. Malajar
lieilsast með því að nudda saman
nefjum. Sumstaðar á Kyrrahafseyj-
um taka menn í nefið hvor á öðrum
og klappa á brjóstið með liinni hend
inni. Á Andamaneyjum blása menn
í hendur þess, sem heilsað er, og til
er sá siður á Kyrrahafseyjum, að
hrækja í lófa sér og núa því um nas-
ir hinum.
Kveðjuorðin eru margvísleg. —
Grikkir segja: Yertu glaður. Austur-
landabúar segja: Verði skuggi þinn
aldrei minni; Svertingjar segja:
Hvernig er húðin? Egyptar segja:
Hvernig svitnar ]>ú? Indíánar við
Orinoeo-fljót segja: Hvernig hafa
mýflugurnar verið við þig?
Hospital Pharmacy
Lyfjabuðin
sem ber af öllum öðrnm.---
Komið og skoðið okkar um-
ferðar bókasafn; mjög ódýrt.
— Einnig seljum við peninga-
ávísanir, seljum frímerki og
gegnum öðrum pósthússtörfum
818 NOTRE DAME AVENUE
Phone G. 5670—4474
MARKET HOTEL
140 Prlnce»» Street
á móti markaíinum
Bestu vínföng, vindlar og at5-
hlyning gót5. íslenkur veitinga-
maöur N. Halldórsson, leiöbein-
ir íslendingum.
P. O’COXXEL, Eigandi Wlnnlpeg
----Kaupið---
Heimskringlu
Nýjir kaupendur fá tvær af eftirfylgjandi sögum
í kaupbætir: —
i—WW- "
Hin leyndardómsfullu skjöl.
Bróðurdóttir amtmannsins.
Hver var hún?
Ljósvörðurinn.
Ættareinkennið .
Eorlagaleikurinn.
Sylvia.
Dolores
----Borgið---
Heimskringlu
223. Canadian
Scandinavian
Overseas Battalion
Lieut.-Col. Albrechtsen O.C.
HEADQUARTERS: 1004 Union Trust 8idg., Winnioeg
Æðri og lægri foringjar og hermenn verða Scandinavar
Sveitina vantar hermenn.
ifið yði’r í hana.
CISLI GOODMAN
TIXSMIÐUR.
VerkstæÖi:—Horni Toronto St. og
Notre Dame Ave.
Phone HeimiIIs
Gnrry 20SS Garry S09
J. J. B/LDFELL
FASTEIGJÍASAI.I.
Tlnlnn Uank Sth. Flour Ni>. «20
Selur hús og lótSlr, og annaí þar atl
Iutandi. ötvegar peningalán o.fl.
Phone Mnlil 2685.
PAUL BJARNASON
FASTEIGNASAIiI.
Selur elds, lífs, og slysaáhyrgtJ og
útvegar penlngalán.
WYNYARD, - SASK.
J. J. Swanson H. G. Hinrlkpson
J. J. SWANSON & CO.
FASTEIGNASALAR OG
penlnga mlblar.
Talsíml Maln 2597
Cor. Portage and Garry, Winnlpeg
Graham, Hannesson & McTavish
L0GFRÆÐINGAR.
215—216—217 CURRIE BUILDING
Phone Main 3142 WINNIPEG
Arni Anderson E. P. Garland
GARLAND& ANDERSON
LÖGFRÆÐINGAR.
Phone Main 1661
S01 Electric Railway Chamberi.
Talsími: Main 5302.
Dr. J. G. Snidal
TANNLÆKNIR.
614 SOMERSET BLK. -
Portage Avenue. WINNIPEG
Dr. G. J. Gislason
Physlclan nnd Surgeon
Athygli veitt Augna, Eyrna og
Kverka Sjúkdómum. Ásamt
innvortis sjúkdómum og upp-
skuröi.
1S South 3rd St., Grnnd For! s, N.D.
Dr. J. Stefánsson
401 BOYD ÍILILDIXG
Horni Portage Ave. og Edmonton St.
Stundar ein*göngu augna, eyrna,
nef og kverka-sjúkdóma. Er ab hitta
frá kl. 10 til 12 f.h. og ki. 2 til 5 e.h.
Phone: Main 3088.
Heimili: 105 Olivia St. Tals. G. 2315
*
*
*
Vér höfum fullar birgtSir hrein- V
ustu lyfja og meöala. Komiö Á
meö lyfseíla yöar hingaö, vér r
gerum meöulin nákvæmlega eftir A
ávísan læknisins. Vér sinnum t
utansveita pöntunum og sðljum A
giftingaleyfi. : : : : w
COLCLEUGH <£ CO. *
Xotre Dtimc A Sherlirooke St». ^
Phone Garry 2690—2691 ^
ii.'szizær. yrrnrr
A. S. BARDAL
selur Ukkistur og annast urn út-
farir. Allur útbúnaSur sá bestl
Ennfremur selur hann allskonnr
minnisvarha og legsteína. : :
813 SHERBROOKE ST.
’l’imni* <i. 2152 WINNIFICG
ÁGRIP AF REGLUGJö ) um
heimilisréttarlönd í C; i.ida
og Norðvesturlandiiai.
Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu ah
Já eour karlmatiur cldri en 18 ára, get-
IIr .1*^ ^ hetmilisrétt á fjórhung úr
section af óteknu stjórnarlandi í Mani-
toba, Saskatchewan og Alberta. Um-
sækjandi eríur sjálfur ah koma á
landskrifstofu stjórnarinnar, eSa und-
■rskrifstofu hennar í þvi héraSi. 1 um-
botSi annars má taka land á ölium
landskrifstofum stjórnarinnar (en ekki
á undir skrifstofum) met5 vissum skil-
yrSum.
SKYLDUR:—Sex mánaöa ábúS og
ræktun landsins á hverju af þremur
árum. Landnemi má búa með vissum
skilyróum innan 9 mílna frá heimilis-
réttarlandi sínu, á landi sem ekki er
minna en 80 ekrur. Sæmilegt íveru-
hús vertiur at5 byggja, atS undanteknu
þegar ábútiarskyldurnar eru ftillnægti-
ar innan 9 milna fjarlægtS á ötSru landi,
eins og fyr er frá grein4..
Búpening má hafa á landfnu í
statS ræktunar undir vissum skilyróuih.
í vissum hérutSum getur gótSur og
efnilegur landnemi fengitS íorkaups-
rétt, á; fjórSungi sectionar metSfram
iandl sínu. Vert5 $3.00 fyrir ekru liverja
SKYI.nirit i—Sex mánatSa ábútS á
hverju hlnna næstu þriggja ára eftir
ao hann hefir unntts sér inn eignar-
bréf fyrlr heimilisréttarlandi sínu, og
auk þess ræktað 50 ekrur á htnu seinna
landi. Forkaupsréttarbréf getur land-
nemi fengit5 urn leit5 og hann tekur
heimilisréttarbréfitS, en þó met5 vissum
skiLyrótim.
Lamlnerai sem eytt hefur heimilis-
rétti stnum, getur fengitS heimilisrétt-
arlanil keypt í vissum hérutSum/ VerS
$3.00 fyrir hverja ekru. SKYI.DUR:______
VertSur ats sitja á landtnu 6 mánutSl af
hverju af þremur næstn árum, rækta
50 ekrur og reisa hús á landinu, sem er-
$300.00 virtSi.
YV. YV. COIIY,
Deputy Minister of the Interlor..
Blöti, sem flytja þessa auglýslngtt
leyflslaust íá cnga borgun fyrir, .