Heimskringla - 07.09.1916, Síða 4

Heimskringla - 07.09.1916, Síða 4
4. II h 1 -M iKKINGLA WINNIPEG, 7. SEPTEMBER 1916 HEIMSKMNGLA (StofnoQ 1KK6) Kemur út á, hverjum Fimtudegl. Utgefendur og eigendur: THK VIKING l'RESSt LTD. Verfi blaísins i Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um áriT5 (fyrirfram borgab). Sent tll Islands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rábsmanni blab- ■ins. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. , M. J. SKAPTASON, Ritstjóri S. D. B. STEPHANSON, rábsmabur. Skrifstofa: 720 SHEKBROOKE STREET., WINNIPE6. P.O. Box 3171 TalMlml Garry 4110 Íslendingadagsræðurnar. Vér höfum látið menn sjá allar þær ræð- ur á íslendingadaginn, sem vér höfum getað fengið. Eina ræðuna til ætluðum vér að fá, til að setja í blaðið. Það var ræða eftir ein- hvern mentaðasta landa vorn, Thorberg pró- fessor Thorvaldsson, sem nú er háskólakenn- ari í Saskatoon, Sask. Vér höfðum heyrt ræðu hans getið, og þótti mönnum hún fyrir- taks góð. Vér skrifuðum honum og báðu’n hann um ræðuna, og svo sáum vér hann hér í borginni, er hann var á ferð niður til Nýia Islends, að sjá foreldra sína og systkyni. — Prófessor Thorvaldsson hafði ekki á móti að birta ræðu sína, en sagði að það væri að bera í bakkafullan læk, og sérstaklega fyrir þá á- stæðu, að Hjálmar Bergmann lögmaður hefði flutt algjörlega samskonar ræðu og sín hefði verið. Þó að hundruð mílna væru á milli þeirra, þá höfðu hugsanir þeirra um hið sama málefni verið hinar sömu. Við það situr. — En vér hefðum gjarnan alt fyrir það viljað fá ræðu rófessor Thorbergs, og ef hann Ies þetta þá óskum vér, að hann taki það sem bón um, að senda oss ræðuna. Vér höfum af ásetningi ekkert sagt um ræðurnar. Þær hafa verið fluttar af vorum beztu mönnum, og almenningur átti heimt- ingu á, að sjá og lesa skoðanir þeirra. — I mörgu, kanske flestu, erum vér þeim sam- dóma og vorum búnir að láta skoðun vora í ljósi. Þar, sem vér erum þeim andvígir, þá vorum vér búnir að skýra frá áliti voru og hafa þær ekki breytt því, og getum vér ekki verið að tönglast á því aftur. -----o------ Dynamit-sprenging þýzku klíkunnar og Lögberg. Það kom sannarleg hvalsaga í Lögbergi um daginn (á fimtudaginn 24. ágúst). Vér Iesum ekki blaðið, nema oss sé bent á ein- hverja bragðmikla grein í því, eða undur og furðuverk. En svo komu menn með andköf- um til vor og sögðu, að það hefði verið sá voða-hvellur á Lögbergi eða í Lögbergi, að kanadiska þjóðin hefði nötrað og skolfið og legið ósköpum nærri, því að ritstjóri Lög- bergs væri kominn af stað, sem berserkur óð- ur og farinn að henda dynamiti. Það fór um oss hrollur kaldur, og spurðum vér, hver hefði fyrir orðið. Þeir ráku í oss blaðið 24. ágúst, og þar sáum vér það svart á hvítu, að nú væri “Ottawa-stjórnin farin að sprengja upp helgidóma Canada-þjóðarinnar’. Vér rendum augunum rétt snöggvast yfir dálkinn, og sögðum, að menn þyrftu ekki að vera hræddir, — það væri bara þýzka klíkan á Lögbergi, sem væri farin að geispa, og rit- stjórin hefði vaknað með andfælum af vond- um draumi. Hann hefði dreymt, að hann væri Vilhjálmur keisari og ætti að hengjast á morgun. Það er ákaflega leiðinlegt, að þurfa að svara öðrum eins greinum, — greinum, sem eru að eins blekking og lygar, þar sem öll hugsunin er öfugur og umsnúinn sannleikur frá upphafi til enda. En þetta er svo barnalega bjálfalegt og heimskulegt, að mönnum verð- ur fyrst fyrir, að undrast yfir því, að nokkur hópur manna skuli ætla, að hægt sé að koma mönnum til að trúa þessu, — að Liberal- flokkurinn íslenzki sé svo viti sneiddur, að hann fari að gleypa annað eins. Sannarlega þarf til þess ímyndunarafl skáldanna, að gjöra sér slíkar og þvílíkar hugmyndir. Enda segja menn að skáldin og hinir ungu íslenzku rithöfundar séu mergurinn og kjarninn í klíku þeirri hinni þýzku. Þetta er árás aumingjanna, vesælinganna og vitfirringanna á Hon. Robert Rogers, ráð- gjafa opinberra verka Canada ríkis. Hann á nú að hafa sprengt upp 2,000,000 dollara uppistandandi veggi Ottawa þinghússins, s brann fyrir nokkru, — að hafa spirengt þá upp að áhorfandi öllu Ottawa þinginu og allri Canada-þjóð, — að eins til þess að eyðileggja tvær milíónir dollara fyrir ríkinu! því að engan hag ga* hann haft af því, og enginn maður í Canada annað en tap, — eftir hug- mynd klíkunnar. — En sannleikurinn er, að aít þingið vissi af þessu; alt þingið samþykti að láta rífa niður veggina að vestanverðu, og þegar átti að fara að byggja ofan á brunaveggi, sem uppi höfðu hangið í öðrum eins voðabruna, þá sáu allir, að þetta var vitlausra manna æði. — Þingnefndin, sem kosin var til að líta eftir þessu, vissi það vel, og í henni voru Liberal- ar eins og Konservatívar, og byggingameist- ararnir, sem heimtuðu það, höfðu beztu með- mæli frá Laurier sjálfum. Og þegar farið er að sletta þessu á Hon. Robert Rogers, þá er því um leið núið um nasir þeim Pugsley, Blondin, Lemieux, Reid, Hazen, Lougheed og Watson. En þeim er það til heiðurs, en ekki vanvirðu. — Það hefði einmitt verið að kasta burtu milíónum, að fara að byggja ofan á æfagömlum, eldbrunnum veggjum. Og að saka þá um þetta, þegar þeir þafa frelsað þjóðma frá tjóni svo nemur milíónum, — það er rétt eftir riddurunum þýzku, sem Lögbergs klíkuna mynda. Og vér viljum geta þess, að jafn mikil vitleysa getur tæplega komið úr eins manns höfði. Það hlýtur að hafa verið hópur manna, sem hefir lagt í þessa grein. Enginn einn maður er svo vitlaus, að eiga hana, — jafnvel ekki Sigurður sjálfur. •o- Húnar. . Ungverjaland er farið að verða svo fram- J arlega í viðburðum þeim, sem allur heimur starir á núna, að það veitti ekki af að skýra fyrir mönnum ástandið þar og geta um helztu þjóðirnar er þar byggja, en þær eru margar. Rétt sunnan við Ungverjaland, sunnan við Alpafjöllin transsylvanisku, lág leiðin allra þjóðanna á þjóðaflakkinu Ianga og mikla, sem sögur fara af. Þar lögðu þeir leið- | ir sínar Vestgautar, Austgautar, Langbarðar, Húnar, Alaunar, Avarar, Magýarar, og hver veit hve margir aðrir þjóðflokkar. En af því að fornsögur vorar geta nokkuð um Húna, og Atli konungur, höfðingi þeirra, var svo nærri því kominn, að leggja undir sig alt hið rómverska veldi og þar með alla Evrópu, þegar hann féll á Kataláns-völlum á Frakk- landi 451 e. Kr., — þá vil eg minnast nokk- uð á Þjóðina, sem Ungverjaland dregur nafn sitt af. Framkoma Húna í Evrópu byrjar eigin- lega árið 372 e. Kr. Þá bjuggu þeir á slétt- unum norður af Caspiska hafinu, austanmeg- in Volga-fljótsins, sem rennur í Caspiska haf- ið, og voru hjarðmenn viltir og tryltir, og höfðu barist við og lagt undir sig margar smærri þjóðir þar eystra. Hungarar voru eða hafa verið taldir af Turkomanna-kyni, ekki eiginlega Mongólar, en samt býsna skyldir þeim, eða kanske ein grein af flokki þeirra. Þarna voru þeir árið 372 e. Kr., og hét for- ingi þeirra Balamir og var hermaður hinn mesti. Þá kom upp órói hjá þeim og vildu þeir leita vestur og vinna ný Iönd og leggja undir sig nýjar þjóðir. Þeir fóru yfir fljótið Volga og hittu þar fyrir þjóð þá, sem Alánar (Alauni) hétu, og bjuggu milli fljótanna Volga og Ðon, sem fellur suður í Asóvska hafið. Voru þeir vold- ugir og herskáir sem Húnar, og tóku harð- lega á móti. En Húnar urðu ofan á, og inn- an tveggja ára var friður saminn og slógust Alánar í flokk með Húnum, svo að Húnar urðu þá hálfu sterkari og aflmeiri en áður. Árið 374 e. Kr. lögðu Húnar svo upp aft- ur með Alánum í vestur-Ieiðangurinn og j héldu yfir Don-fljótið. Þar mættu þeim Aust- J gautar (Greuthungi), og var Ermanaric eða Hermanric konungur þeirra, gamall maður. j Hann féll skjótlega eða réði sér bana, og tók við Húnmundur sonur hans. En hann mátti J ekki við Húnum og beiddist friðar og griða. ; En honum fylgdi að eins nokkur hluti þjóðar- ; innar. Mikill hluti Gautanna tók sér ti 1 for- j ingja Withemir nokkurn, og snörust þeir á móti Húnum. Bardagar voru þá háðir marg- ir og harðir, en Húnunum veitti einlægt betur og betur, og loks féll Withemir. Voru þá Húnar búnir að Ieggja undir sig land alt milii Don og Dniester, og réðust þeir þá móti þeim, sem næstir voru fyrir véstan Dniester, j en það voru Vestgautar (Tervingi), og hét foringi þeirra Athanaric. Þeir vissu af öllum þessum yfirgangi Húna og voru búnir að búa sig undir. En Húnar brutust nótt eina yfir Dniester og komu þeim á óvart, og urðu Vest- gautar undan að halda. Þeir héldu vestur og komust yfir Dnieper og síðan yfir Pruth, á austur-landamærum Rúmeníu, sem nú er, og ætluðu að veita þar viðnám. En Húnar réð- ust á þá og hröktu þá undan til Dónár. Á allri þessari leið voru stöðugir bardag- ar, stundum nótt sem dag. En þegar Gautar i vora komnir til Dónár, fengu þeir leyfi hjá Valens kei'sara, að setjast að í Thracíu. Það var árið 376 e. Kr., og voru fyrir flokki þeirra þeir Alavivus og Friðthigern (Friðgeir). En konungur Gautanna hrökk undan með nokk- uð af Gautum norður fyrir fjöllin og settist að í Transsylvaníu. Húnar námu staðar á löndum þessum um stund, og voru stundum á mála hjá keisurun- | um; stundum gjörðu þeir herhlaup suður og vestur í Rómaríki og fóru eitt sinn yfir allar Balkanskaga, alt upp að borgarveggjum Miklagarðs, og suður að Gallipóli og suður I um Makedóníu, og létu keisara kaupa sér ’ frið og gjalda árlegan skatt. Þegar svo Ruas Húnakonungur dó árið 433 e. Kr., komu bróðursynir hans tveir til sögunnar, Attila (Atli) og Bleda; Mundzuk hét faðir þeirra. Þá byrjaði fyrst fyrir al- vöru yfirgangur Húnanna, og lauk þannig, að Atli féll í orustunni miklu á Frakklandi árið 45 i e. Kr. Þá snörist alt við. Húnar voru barðir austur aftur og slitnuðu sundur og urðu í hópum eftir hér og hvar: Við Dónár- ósa, í Búlgaríu og í Pannoníu. En mikill fjöldi þeirra komst austur á slétturnar aftur, suður af Ural-fjöllum, og er sagt, að þar hafi þeir breytt nafni, og kom töluvert af þeim aftur vestur og kölluðust Búlgarar. Eftir Húna veltust yfir Ungarn og Pam- oníu, sem var vestur og suðvestur af Ungarn, þjóðirnar Austgautar, Gepidar, Langbarðar og Avarar, ákaflega herskáar þjóðir, og þó hinir síðustu kanske harðastir. Sátu þeir lengi þar sem nú er Vínarborg, og héldu því héraði sunnan Dónár milli Ennis og Raab. — Karlamagnús keisari braut þá undir sig á ár- unum frá 791—796 e. Kr. —Á eftir þeim komu svo Magýarar. Magýarar eru flokkurinn, sem nú ræður mestu í Ungverjalandi, og þeir koma fyrst til sögunnar árið 884 e. Kr.. Þeir komu einmitt frá þessum sömu stöðvum sem Húnar komu frá fjögur til fimm hundruð árum áður, frá sléttunum sunnan við Ural-fjöllin. Hafa víst verið skyldir þeim að meira eða minna leyti, því að þeir eru taldir með Turkomanna þjóð- flokkunum og tungumál þeirra er skylt tungu- málum Finna, Eista og Lappa. Þeir hafa síðan ráðið Iögum og lofum á Ungverjalandi. Þeir eru höfðingjarnir. Þeir ráða fyrir öllum öðrum þjóðflokkunum þar. Þeir hafa verið hermennirnir, landeignamenn- irnir, stjórnmálamennirnir. Af flokki þeirra er Kossuth, sem mest barðist fyrir frelsi Ung- verja árið 1848; en það var einkum frelsi Magýaranna, sem um var að tala. Rúmenar voru þar í landi 2—3 milíónir; þeir fengu lítið af frelsinu, því að þeir voru af annari þjóð og voru hafðir útundan í mörgu. Um tungumál á Ungverjalandi segja síð- ustu skýrslur (1915) frá Smithsonian Insti- tution í Bandaríkjunum, að Ungverjar séu skyldir Turki-þjóðflokkunum að tungumáli og líkamlegum einkennum. Þeir séu leifar og sambland af Húnum, Avörum, Húnagörum og Magýörum, og hafi alt þetta verið Asíuþjóð- ir, sem ekki hafi getað slitið sig frá þessu fagra og frjósama landi, þegar þeir komu þar í staumum á tímum þjóðaflakksins. En þjóð- in, sem helzt hefir haldið sínum einkennum (að fráskildum Magýörum), eru afkomend- ur gömlu rómversku hermannanna, sem byrj- uðu að setjast þar að seint á 1. pld eftir Kr. Það eru Rúmenarnir; þeir byggja suðaustur- hluta landsins, og eru nú að sagt er um fjórar milíónir. ------o------ Eftir stríðið. Það er margt, sem á að gjörast eftir stríð- ið, og yrði erfitt eða ómögulegt, að telja það alt upp. En eitt er það, sem hinir mörgu hlut- ar eða ríki Bretaveldis hafa ákveðið að gjöra fyrir hermennina, — það er: að láta þá hafa land alt, sem þeir vilja þiggja. Frá Rhodesíu í Afríku kemur tilboð um hálfa milíón ekra, sem gjöf til þeirra her- manna, sem landið vilja þiggja; en einhvern lítinn höfuðstól þurfa þeir að hafa til að byrja búskapinn með. Canadian Pacific járnbrautarfélagið ætl- ar að hafa til 1000 bújarðir af bezta landi, allá 200,000 ekrur, og verða í spildum hér og hvar, sem nýlendur, og kallast: “Returned Veterans’ Colonies ’. Hin undurfagra eyja við suðurstrendur Ástralíu, Tasmanía (Víngarðseyjan) ætlar að hafa til 300 bústaði fyrir heimkomna her- menn. Ástralía ætlar að setja niður á góðu landi 42,000 fjölskyldur á næstu þremur árum, og verða Ástralíu-menn fyrir því, sem heim koma úr herþjónustu, eða þá aðrir, sem með Bretum hafa barist. Nýja Sjáland er búið að taka til 87,000 ekrur handa heimkomnum Sjálands-búum, og hefir til 400,000 ekrur af landi að auki, þeg- ar hitt er uppgengið. — Þá ætti Canada að geta lagt til land handa nokkrum fjölskyldum af þessum 300 milíón ekrum af byggilegu landi, sem hér er, og eru einar 20 milíónir af því ræktaðar. — Enda ætla öll fylkin í Canada að vinna að þessu: að Iáta hina heimkomnu hermenn fá ' góða bústaði handa sér og fjölskyldum sínum og hjálpa þeim til að reisa þar bú. CAPTAIN PAPINEAU SKRIFAR B0URASSA FRÆNDA SÍNUM. (Eourassa er franskur stjórnmálamaSur í Quebec og er hinn ákaf- asti aS halda fram frönskukens lu í alþýöuskólum og á allan hátt vill hann varna því, aS franskir blandist saman viS Englendinga). (Niðurlag) Andinn brezki. í fyrstu vissu menn ekki, hve lengi stríðið mundi endast, og margir ætluðu, að það inundi búið áður en hinar fyrstu sveitir Canada manna kæmu á vígvölluna, og með því að þessar skoðanir yðar, sem getið hef- ir verið, voru búnar að festa rætur í huga yðar, þá er það skiljanlegt, að þér í fyrstu mynduð lialda við þær. — En nú er Canada komin í stríðið, — komin í það með lífi og sál og hefir skuldbundið sig til þess, að standa með Bretum, hvað sem yfir dynur; — nú, þegar stríð- inu öllu er snúið á Þjóðverja og vér væntum skjótra og fullkominna umskifta; nú, þegar þúsundir kan- adiskra borgara hafa lífið látið, og ófyrirsjáanlegur fjöldi á eftir að falla á vígvöllunum, — hvernig í ó- sköpunum, hvernig í nafni alls þess, sem yður er helgast, getið þér ennþá haidið fram hinu sama hatri og fjandskap til alls, sem Breta snertir og Bretaveidi? Hvernig get- ið þér haldið yður frá því, að beita öllum yðar áhrifum og liæfileikum til þess, að efla, sem yður framast er unt herlið Canada og hvetja menn til að fyiia flokkinn þann af öllum stéttum, æðri sem lægri? Ef að þér sjálfur hefðuð verið hér staddur og séð hina voðalegu grimd og harðneskju stríðsins, — ef að þér hefðuð séð félaga yðar tætta og tugða sundur deyja við hlið yðar með kvölum og hörmungum, — þá hefði varla hjá því farið, að þér hefðuð óskað þeiin hefnda, sem að þessu voru valdir, og hefðuð viljað beita öllum kröftum Bretaveldis til þess að fá því hiklaust og miskunn- arlaust framgengt. Og svo þegar það væri til lykta leitt, þá fyrst gætu menn með óskertum heiðri talað og rætt um vor eigin velferð- armál heima fyrir og alls Breta- veldis. Þetta er ]>á mfn fyrsta ástæða eða ástæður til þess, að þér hefðuð átt að iáta yður vera ant um og taka þátt í, að verja Canada, frelsi landsins og íbúanna og réttindi öll. Hin önnur ástæða mín er þessi, sem nú skal greina: Hvað sem menn kunna að setja út á stjórnarfyrirkomulag hins brezka veldis, — þá hljótum vér að viðurkenna það, að andlegt samfé- lag hinna sjálfstjórnandi parta Bretaveldis um heiminn er nauð- syniegra og æskilegra en alt annað. Og vissulega hljótið þér að játa ]>að, að menning þessara hinna brezku þjóða um heimiiín og hug- sjónir þeirra um frelsi einstakiinga oy heilla þjóða, — eru hinar æðstu og göfugustu, sem mannkynið hef- ir náð enn sem komið er, og því á- ríðandi að varðveita þær, svo að þjóðir á lægra stigi spilli ]>eim ekki. Yér vitum það, að allir rnenn eru ekki fullkomnir, — mannkynið hef- ir stóra og mjög alvarlega galla, menn þurfa að taka stórkostlegum framförum. — En alt fyrir það eru framfarir mikiar í mörgum greinum, og menn mega ekki tapa því hinu góða, sem menn eru búnir að ná. Böndin, sem tengja oss saman. til góðra og heiliavænlegra fram- kvæmda, mega ekki iosna. Það þarf við og við að iagfæra þau, en hinar miklu mannfélagsheildir, sem hið stóra Bretaveldi hefir samantengt og bundið, mega ekki með nokkru móti slitna. Og ef að eg héidi það, að þroskun þjóðarandans í Canada myndi verða til þess, að vinna á móti eða uppræta einingarhug þann, sem einn heldur Bretaveldi saman, þá myndi eg hiklaust og algjörlega kasta frá mér hugmyndinni um kanadiska þjóð, og glaður taka tveim höndum við einhverju sam- bandi við Bretaveldi, þó að það væri með hinum hörðustu skiimál- um. Hingað til hefi eg heiðrað yður fyrir þjóðmálastefnu yðar, af því að eg ætlaði að skoðun yðar væri sú, að Canada tæki jafnt á herðar sér ábyrgð og skuldbindingu, sem einkaréttindi og hagnað. En fram- koma yðar og stefna í þessum stóru málum, hljóta að hrinda frá yður öllum stuðningi og fylgi, sem þér annars hefðuð hlotið. Eða getið þér ekki séð það og skilið, að hin eina hugsanlega þjóðernisstefna fyrir Canada verður að leggja alla á- herzlu á einingu og bróðurlmg milii þjóðanna? Þassi andi eining- arinnar og bræðrabandsins var þegar í háska mikium, þegar strfðið brauzt út, en einn og sannaricgur bræðrahugur allra þeirra, sem þessi andi og þessar hugmyndir höfðu fengið bólfestu hjá, hefði geymt og verndað þenna anda ósneiddan og óskertan um aldur og æfi. Hin þriðja ástæðan fyrir yður til að taka þátt í stríðinu með Bret- um er þessi: Yið báðir erum kall- aðir “hinir frönsku Canada-menn”, og erum af þjóðflokki þeirra, sem fyrstir lögðu undir sig iand þetta, löngu áður en Wolfe með Englend- ingum sínum vann það. Erakkar voru þá sigraðir; en frelsi þeirra og réttindi voru ekki af þeim tekin, heldur aukin. Þeir urðu í stórum minnihluta í enskumælandi mann- félagi; en fengu þó að halda öllu, sem einkendi þjóðflokk þeirra. — Allan þenna tíma höfum vér Frakk- arnir haft fult frelsi til að tala og trúa eins og helzt vér kusum. Eg er kanske ekki eins og þér sjálfir, af hreinu blóði, því að eg er að ætt- inni meira enskur en franskur; — en eg er stoltur af hinum frönsku forfeðrum mínum, eg elska franska tungu og mér er eins mikil alvara og yður, að vér höfum fult frelsi til þess, að halda áfram að vera fransk- ir, svo lengi sem oss líkar sjálfum. En ef að vér eigum að geta variú sóma vorn og haldið frelsi þes«u með sæmd, þá verðum vér ætíð að muna það, eð vér eigum ekki land- ið einir, heldur í sameiningu vi5 hina enskumælandi þjóð. Og vér verðum að kosta kapps um það a£ öllum huga, að finna atriði og verk- efni, sem vér getum unnið að í sam- eipingu með bróðurlegum huga, — atriði, sem geti eflt og aukið sam- eiginlegan hag vorn og hinna ensku mælandi manna; en ekki taka oss ]>au máelefni fyrir hendur, sem sundurdreifa, tvístra og kljúfa oss í sundur. Yér megum ekki ætíð etja kappi við þá, heldur slaka til, ef að vér viljum lifa í vinsemd og friði við samborgara vora, eða efað vér eigum að geta búist við, að þeir í einu eða öðru slaki til við oss. — Þarna höfðuð þér, frændi góður! svo ákaflega gott tækifæri til þess að sýna, að oss væri alvara með bróðurhuginn, og allir einráðnir í því, að sýna og sanna hinum ensku- mælandi samborgurum vorum, að þrátt fyrir alt, sem á undan var gengið, þá værum vér þó sameinaðir í elskunni til landsins, og allir með einuin huga um það, að leggja fram alla vora hæfileika og krafta fTl þess að mynda hér farsæla, ánægða og gleðiríka ]>jóð á komandi tímum. Þarna var tækifærið, frændi góð- ur, sem að þér vilduð ekki grípa; — og þó að hinar frönsku hersveitir úr Canada hafi komið fram á víg- völlunum með hreysti og hugprýði, og þó að margir stjórnmálaforingj- ar Frakka í Canada hafi með dreng- skap og dugnaði unnið að því, að hvetja menn til að veita Bretum lið og berjast fyrir málum Canada og alríkisins, þá er það þó deginum ljósara og ómótmælanlegur sann- leikur, að Frakkar í Canada hafa ekki lagt sinn skerf til málanna; ekki tekið tiltölulegan þátt í þeim við aðra kanadiska borgara; og þannig hefir það álit myndast meðal manna, að Frakkar hér beri ekki sinn hluta af byrðum þessum. Fyrir þetta liggur nú ábyrgðin þung á herðuin yðar! En getið þér nú séð, hvaða ])ýðingu þetta hefir, ekki fyrir yður sjálfan, ])ví eg býst við, að þér hirðið iítið um það, lieidur fyrir hugmyndir þær, sem þér hafið barist fyrir, og ber eg virðingu fyrir mörgum þeirra. En nú hafið þér hlaðið á þær óvirðingu og fyrir- iitningu, sem þær aldrej iosna und- an. Hið fagra og heiðarlega nafn: Nationalist (Þjóðernismaður) eruð ])ér búnir að fara svo með, að af því leggur óþef svo mikinn, að hin- ir ensku samborgarar vorir forðast það sem heitann eldinn. Eða hafið þér með þessari framkomu yðar komið þeim til, að virða þjóðernis- hugmyndir yðar? Hafið þér áunn- ið yður aðdáun þeirra, eða fengið þá til að meta og virða tilraunir yðar og æðstu vonir, hvað franska tungu snertir? Hafið þér sýnt yður ]>ess maklegan, að fá nokkra til- slökun eða ívilnun? Látlaus barátta og sívarandi fjand- skapur blasir við yður í framtíðinni. Og hver verða þá áhrif yðpr eftir stríðið? Hvaða gagn getið þ^r gjört þessu föðurlandi yðar? Hvar sem þér farið munuð þér vekja upp fjandskap og illindi. Þér munuð hlaða smán og svívirðingu á þjóð- flokk vo<rn, svo að hvar, sem nafn Frakka verður nefnt í Canada £ylg-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.