Heimskringla - 04.01.1917, Blaðsíða 2
BLS. 2
WINNIPEG, 4. JANÚAR 1917
David Lloyd George
Eftir ISAAC MARCOSSON.
I.saae Mareosson er frægur rithöf-
undur í Bandaríkjunum og tökum
vér hér ágrip af lýsingu hans á
David Lloyd George, — manninum,
sem nú ber á herðurn sér gæfu og
hamingju allra Bandamanna og er
það fuil ástæða til, að vér viljum
kynnast honum sem hægt er.
Mr. Marcosson segir meðal annars:
— Eg hafði kynst honum áður.
Við urðum samferða til Bristol. Þar
inætti hann á stórum fundi iðnað-
armanna til að koma samkomulagi
á milli verkamanna og húsbænda
þeirra. Hann var þá Minister of
Munitions. En þann starfa tók
hann, þegar enginn annar brezkur
maður var fær um að gjöra það og
þegar í óefni var komið fyrir Bret-
um og Bandamönnum á vígvöllun-
um.
En nú þegar eg sá hann aftur, var
hann búinn að taka við starfi Kit-
cheners og var hermáiaráðgjafi og
Btýrði hinum mörgu vigbúnu skör-
um og herum Breta, bæði 1 Evrópu,
Afríku og Asíu. Bretar kalia hann
öriagamanninn (The Man of Des-
tiny). Hann er orðinn frægur um
heim allan fyrir það, að hann tekur
við hverju því starfi, sem enginn
annar maður er fær um að gjöra.
En nú var hann alt annar maður
en sá, er eg var samferða tii Bristol.
l>að var heilt ár siðan. Og viðburð-
irnir höfu dregið gára sorgarinnar
og þrautanna á andlit hans og nú
skein sorgin úr augunum, sem áður
ljómuðu af eftirvæntingu nýrra og
fegurri hluta. Dessi smávaxni, eld-
fjörugi maður var nýkominn af víg-
völlunum, og hugur hans og sála
var hrifin af viðburðunum þar, af
hinni frábæru hreysti og hugrekki
hermannanna og þolgæðinu, að
þola allar þrautir og sjálfsfórninni
þeirra, að leggja ait í sölurnar fyrir
föðurlandið og hin háleitu málefni,
sem þeir voru að berjast fyrir. Við
töluðum um póiitík, forseta og
flokkana á Bretlandi, sem kusu
hann fyrir foringja sinn, þegar eng-
inn treystist að taka því starfi. En
það var sama, hvað sem við fórum
að tala um, ræðan hvarf áður en við
vissum af því að stríðinu og þýð-
ingu þess fyrir mannkyníð.
— Við viðurkennum það báðir,
mælti eg, að stríðið hefir ákaflega
•mikla þýðingu fyrir oss. En get eg
þá ekki flutt orðsendingu frá yður
til Amerfku?
Meðan við töluðum sat hann á
lágum stóli og í ákafanum réri hann
stólnum aftur á bak, þegar orðin og
hugmyndirnar brutust fram af vör-
um hans. Alt í einu varð hann graf-
kyrr, sneri við höfðinu og leit út
um gluggann yfir mannösina við
Whitehali, sem iðandi veltist fram
og aftur í þungum straumum á
strætum Lundúnaborgar.
l>á reis hann upp hægt og mælti
með titrandi röddu og málsnild,
næstum sem hann væri að flytja
ræðu fyrir þúsundum manna, en
ekki mér einum:
“Allur heimurinn vonar það, að
Bandaríkin gegni köllun þeirri,
sem örlögin hrópa, hvellum, titr-
andi rómi til þeirra, sem einlægt
verður skærari og hvellari með
hverjum voða mánuðinum sem líð-
ur, að þau verði að halda uppi virð-
ingunni, alþjóðalögum og alþjóða-
réttindum alheimsins!”
Dað var viðburðaþrungið og ó-
gleymanlegt augnablik þetta. Frá
hásæti alræðismannsins ómaði af
vörum víg-drottins Breta, röddin
hvell og skær, titrandi af komandi
friðarhljómi.
Og ef að menn hefðu farið að grafa
eftir því, sem fólst á bak við þessai
setningar, þá hefðu menn getað séð
með Lioyd George, að handan við
skotreyki hergarðanna og innanuin
drunur fallbyssanna og sprongi-
kúlnanna lá vonin í reifum um fjar-
lægan dómstól, er dæma skyldi
þjóðirnar og halda þeim eins og lög.
in halda einstaklingunum á stigiim
réttlætisins, mannúðarinnar og
kærleikans.
En áður en þetta geti orðið, vcrð
eg að hafa upp orð Lloyd George
aftur: “I>etta stríð verður að halda
áfram, þangað til sigur er unninn".
Þetta voru síðustu orð Lloyd Ge-
8rges. Og var hann tignarlegur og
stórfengilegur, er hann mælti þau.
Hann var risinn upp, og barði hnef
anum í borðið, en orðin hrukku af
vörum hans sem svipusmellir, en
neistar sýndust fljúga úr augum
hans. Meining hans var sú, að Eng-
land myndi aldrei linast, aldrei upp
gefast fyrri, en lokið væri trölla-
verki þ&ssu, þó að það væri ekki
fyrir neina ástæðu aðra, en að hann
viil Jiað, maðurinn, sem keyrir á-
fram og stýrir guðum herskaranna.
Hvaða maður er nú þetta, sem
teknr við einu trölla-starfinu eftir
annað mcð logandi ákafa, og skeik-
sem ákveðið hafði verið. Skríllinn
hamaðist fyrir utan á meðan o'
mölvaði hverja einustu rúðu í byijg.
íngunni með steinkasti.
(Framhald).
mannssætinu í sveitabæ til æðsta
manns hins mikia Bretaveldis?
I’egar alt stendur fast og enginn
maður treystir sér tii að koma elnu
eða öðru fram á Bretlandi. :,á hefir
það verið viðkvæðið iijá Bretum
núna á þessum þungu og erfiðu
dögum: “Við skulum fá George til
að gjöra það”.
Hann er frá Wales, har i David
Lloyd George, og það pýðir, að
vagga hans hefir verið meðal byit-
inga- og uppreistarmr, nna. Og hann
hefir komið í heimir .1 með andmæli
á vörunum. Hann ólst upp í yndis-
fögrum fjalldöium og klettaskorum
og undir himingnæfandi fjalla-
hnjúkum. Hriðarbyljirnir hafa blás-
ið um vöggu hans og svo hefir sól-
skinið þýtt skaflana og ástríðurnar,
og skáidskapurinn hefir verið mat-
ur hans og drykkur. Yfir vöggunni
sló saman frelsisástinni og harð-
stjórninni og þetta hefir myndað
lyndiseinkenni hans.
En með þessu er minst sagt um
hann. Hann var postuli friðarins í
Búastríðinu, en gjörðist eldheitur,
æðisgenginn bardagamaður, postuli
bardaganna og herferðanna, þegar
Þýzkir fóru að ræna og drepa niður
saklausa Belgi. Hann var algjörður
byltingamaður í fyrstu og hataði
lávarðana og alt þeirra vald, en nú
er hann vörður og verndari þeirra,
— mannanna, sem áður hæddu
hann og~5fsóttu. Það er því ekki
furða, þó að nú beri meira á honum
en á öllum öðrum mönnum í Breta-
veldi, eða meðal allra enskumæl-
andi þjóða. Það er að eins einn
annar maður f heiminum, sem nærri
honum kemst og það er Theodore-
Rooseveit, að fjölhæfni og atorku.
Hann er sonur skólakennara, sem
dó þegar George var tæpra þriggja
ára. Fóstri hans var skóari einn,
sem einnig var guðspjallamaður og
prédikari. Hann var uppáhald Na-
tionalistannna, sem börðust sf og
æ móti kúgun þeirra, sem Wales-
inennirnir máttu sæta. Hann lærði
því í æsku, að rísa móti stjórnar-
völdum öllum.
Þarna ólst hann upp í mestu fá-
tækt og borðaði og hugsaði og
dreymdi alt á völsku (Welsh), Og
aðalfæðan var byggbrauð eitt. Þeg-
ar hann fór að læra enskuna, var
sem hann iærði útlenda tungu. Alt
sem einkendi Walesmenn, bókment-
ir, listir, iíf þeirra og trú var honum
matur og drykkur. Hann var nærri
orðinn prestur, en þó fórst það
fyrir.
Það var tvent, sem iagðist þungt
á Wales-búana: Það voru iandeig-
endurnir og kyrkjan. Menn þráðu
og heimtuðu frjálsa bústaði og
frjálsa guðsdýrkun. Þá var Wales
sem annað frland, með róstum og
æsingum og lögsóknum stöðugum.
Þegar hann kom í skóla, varð
hann undir eins uppreistar foringi
móti kyrkjunni, sem bannaði trú-
frelsi og málfrelsi. Og í þeim máium
háði hann síðar marga sína snörp-
ustu bardaga.
Hann var strax fyrirtaks-mælskuf.
Hann prédikaði bindindi þegar í
barnæsku, og hafði sérstakt lag á,
að sannfæra andstæðinga sína.
Pólitíkin varð honum fljótt mat
ur og drykkur. Þegar hann ungur
fór að berjast við höfðingjana og
klerkavaldið, þá ætluðu andstæð
ingar hans að rota hann með því,
að hann væri fæddur í kofa á kot-
bæ einum.
“Þeir sjá það ekki biessaðir’
mælti hann, “að nú er runninn dag
ur mannanna, sem í kotbæ fæðast
og í kotbæ alast”. — En kotbærinn
hans átti eftir að verða að höliu.
Hann var eins konar þrumuleið-
ari, sem dró að sér þrumufleyga á-
sakana og stóryrða skamma. Hve-
nær sem hann fór út í pólitiska or-
ustu, lenti hann f hroðaskömmum
og oftlega barsmíði. Orsökin tii
þessa var sú, að hann var stóryrt
ur og urðu menn æstir mjög á móti
honum.
í fyrstu kosningahríðinni var
hann eldheitur; kastaði fyrir borð
viðteknum skoðunum fiokksmanna
sinna og barðist fyrir frelsi og sam-
eining Wales-manna. Hann skoðaði
sjálfan sig sem innblásinn foringja
þjóðar sinnar, og oft urðu fundirn
ir svo róstusamir, að allir fundar-
menn voru komnir í einn slag áður
en úti væri. Oft var honum spáð
því, að andstæðingaflokkur hans
myndi drepa hann, og nokkmim
sinnum var það, að hann með naum
indum slapp undan liftjóni.
Einu sinnl var hann að keyra í
opnum vagni með konu sinni á
strætunum í Bangor, og réðist þá
skríllinn á þau, eg varpaði maður
einn iogandi boita, er dýft hafð
verið f steinoiíu, f vagninn og kom
í kjöitu konu hans. George var fijót-
ur að snarast úr frakkanum, fflökti
Fáein niðnrlagsorð
úr ræSu B. L. BALDWINSONAR
er hann flutti gegn fyrirlestri
síra Magnúsar Jónssonra
14. desember 1916.
kvæmdum. En hann hefir sýnilega
ekki haft þann tilgang, heldur ein-
göngu þann, —- eftir því sem hann
frekast megnaði, — að æsa til
fjandskapar hvorn mót öðrum: ís-
ienzku þjóðina á ættjörðinni gömlu
og þann hluta hennar, sem nú er
hér vestra, báðum þeim til varan-
legrar vansæmdar.
Eg lcgg það undir óvilhallan dóm
áheyrenda minna, að síra Magnús
hefir með þessum fyrirlestri sínum
unnið ilt verk í illum tilgangi, og
að sá skilningur, sem hann sjálfur
játar að haía orðið var við á ls-
Hann hefir algjörlega forðast, að landj> að e,indið vœri skammir um
ar aldrei í framkvæmduin. Hvað er I eldinn og hélt svo rólegur til bæja’-
það, sem hefir lyft honum úr lög-'ráðstofunnar og flutti þar ræðu.j
minnast með einu orði á nokkuð
það, hverju vor litli þjóðflokur hef-
ir orkað hér í álfu á því 40 ára tíma-
bili, sem hann er búinn að vera hér
síðan fyrsta íslenzk bygð var reist
hér f fylkinu haustið 1875. Á þeim
tíma voru landar vorir hér, eins og
eg tók fram áður, fáir, fátækir og
smáir; mál-og efnalausir og van-
kunnandi á flest eða alt, sem hér
viðgengst, og urðu þá oft varir við
vanvirðing af þeim, sem hér voru
fyrir. En nú er það almenn viður-
kenning hérlendu þjóðarinnar, að
íslendingar séu með bezt metnu
borgurum landsins.
Hefði presturinn viljað segja það,
sem hann áreiðanlega vissi að vera
satt, þá tel eg víst, að hann hefði í
þessum fyrirlestri sínum getið þess,
að íslenzki þjóðflokkurinn hefir í
framsóknarbaráttu sinni hér stigið
stórfengilegri framfaraskref, en
nokkur annar útlendur þjóðflokk-
ur, sem til þessa lands hefir flutt á
jöfnu tímabili. Hann hefði þá vafa-
laust getið þess, að vér höfum í síð-
astliðin 20 ár eða lengur átt menn
úr vorum þjóðflokki á þingum þjóð
anna, bæði í Bandaríkjunum og í
Canada, og að vér eigum nú ráð-
gjafa í stjórn þessa fylkis, sem veitir
forstöðu stærstu og ábyrgðarmestu
stjórnardeild fylkisins.
Hann hefði getið þess, að vér eig-
um nú stóran hóp íslenzkra menta-
manna, sem, í stað þess að hafa
eins og hann segir, náð prófum sín
um mcð lágmarki, náð þeim með
svo greinilegu hámarki, að þeir hafa
í samkepni við þúsundir sambekk-
inga sinna skarað að sér miklum
hluta þeirra allra hæstu verðlauna,
sem háskólarnir veita, og þeir hafa
leikið sér að því, að gjöra þetta ár
eftir ár.
Hann hefði sagt frá því, að ffer
eigum nú háskóla prófessora, bæði
í Bandaríkjunum og Canada, sem
hvergi standa að baki starfsbræðra
þeirra við þær stofnanir.
Hann hefði getið þess, að vér eig-
um nú stóran hóp faglærðra manna
— lögfræðinga, lækna og presta, er
hverjir í sínum verkahring hafa
getið sér mikils álits meðal
lendu þjóðannnar, og verðskulda
það álit að fullu.
Hann hefði getið þess, að vér eig-
um hér í þjóarhópi vorum þjóð-
frægan hugvitsmann, Hjört Þórðar-
son í Chicago, sem fyrir löngu er
orðinn þjóðfrægur fyrir uppgötvan-
ir sínar og talinn í fremstu röð raf-
magnsfræðinga, hvar sem leitað er.
Hann hefði getið þess, að dreng-
urinn Yilhjálmur Stefánsson, sem
fæddist í Nýja íslandi, á frumbýl-
ingsárum landa vorra þar, er nú í
öllum mentalöndum viðurkendur
heimsfrægur landkönnunarmaður,
og skipar fremsta sæti meðal allra
slíkra manna hvarve'tna í heimi.
Hann hefði getið þess, að einn af
vorum ungu, íslenzku lögfræðing-
um, Sveinbjörn sonur Jóns kafteins
á Gimli, er þegar orðinn þjóðfrægur
maður fyrir að hafa uppgötvað
nýja kensluaðferð f lögum. Hann
er nú önnum kafinn við að ferðast
um Bandaríkin til þess að innleiða
kensluaðferð sína við lögfræði-
deildir háskólanna.
Hann hefði getið þess, að vér eig-
um í Norður-Dakota bygðinni, þar
sem hann dvaldi sjálfur lengstum
þann tíma, sem hann var hér í
landi, ötulli og framtakssamari
bændahóp, en uppi hefir verið
nokkursstaðar annarsstaðar í
heimi. Menn, sem á 40 ára búskap-
arárum sínum þar, hafa sýnt meira
hugrekki, þrek og áræði, heldur en
öll íslenzka þjóðin hefir gjört á
meira en þúsund ára tilverutíma-
bili hennar. Þessi bændahópur hef-
ir á eigin kostnað lagt talsímakerfi
um þvera og endilanga bygð sfna
þar syðra, með greinum inn á hvert
lieimili þeirra, og starfrækja sjálfir
það kerfi með góðum hagnaði og
þó með afarlágu ársgjaldi frá hverj-
um einstökum notanda.
Þessi sami bændahópur hefir með
dásamlegri framsýni, þreki og á-
ræði lagt fyrir eigin fé sitt og láns-
traust járnbraut eftir endilangri
bygð sinni, og starfrækja hana. Eng-
ir aðrir íslenzkir bændur undir sól-
unni, hafa nokkru sinni ráðist í
nokkrar slíkar stór-framkvæindir.
Þetta eina stórvirki er meira en öll
islenzka þjóðin hefir nokkru sinni
vogað að leggja út í.
— Alls þessa hefði síra Magnús
mátt geta, og átt að geta, ef til-
gangur hans með þessum fyrirlestri
hefði verið sá, að unna oss hér
sannmælis með hlutdrægnislausri
lýsingu á högum vorum og fram-
Ameríku og landa vora
fullum rökum bygður.
hér, sé á
Dœtur Bretaveldis.
Með örfáum orðum er mér sönn á-
nægja, að ávarpa yður á samkomu
þessari.
Hér hefir frá því fyrsta að þér,
góðu og göfugu íslenzku systur,
mynduðuð þetta Jóns Sigurðssonar
félag , verið hjartanlega vel við
stefnu yðar, sem allareiðu er orðið
mikið, fagurt og heillarikt. Og eins
lengi og sorgarþungínn og ófriðar-
skýin breiðast yfir og byrgja bjart-
sýni hugsjóna vorra á þessari styrj-
öld, sem nú á sér stað, þá vona eg
og veit með vissu, að þér þrengið
geislum yðar gegnum myrkrið, —
geislum kærleikans og hjartanlegra
tilfinninga, sem þér konur um gjör-
vallan heim eruð svo ríkar af.
Það er ekki tilgangur minn, að
slá yður neitt gullhamra-glamur eða
syngja yður hér verðugt eða óverð-
ugt lof. En það er synd og ófyrirgef-
anlegt tilfinningarleysi og lítil-
menska af oss, sem hjá sitjum og
heima erum, að vér ekki látum i
ljósi með orðum þakkir vorar fyrir
alla yðar miklu hjálp og hluttöku
á þessum neyðarinnar timum.'
Lítum þá fyrst til dáðríku drengj-
anna af þjóðflokki vorum, sem eru
á orustuvellinum og allra annara,
sem þangað eru væntanlegir. Hverj-
ar eru tilfinningar þeirra og hvað er
þeirra markmið? Það hvorttveggja,
markmið þeirra og tilfinningar, er
partur af voru eigin sálarlífi. Blóð
og mergur vorrar íslenzku þjóðar.—
Þeirra hreysti og manndáð er heið
ur vor; þeirra stefna í stríði þessu
er sama hugsun og markmið, sem
allir sannir og góðir þegnar þessa
mikla veldis hafa; bæði karlar og
konur. Og hver er sú hugsun? Hún
er sú, að frelsa sjálfa oss frá neyð og
niðurlægingu og vort blessaða, góða
land, sem guði vorum og örlögum
lífs vors hefir þóknast að leiða oss
til, og láta verða framtíðarbústað
niðja vorra. Og það er meira en
hugsunin tóm hjá vorum íslenzku
hetjum: Þeir eru komnir Jiangað
sem eldhríðin er, og fjöldi sem bíð
ur með óþreyju eftir að láta líf og
blóð sitt renna öllum heimi til
blessunar og frelsis. Þeir eru sann
ir bræður og synir vors íslenzka
lijóðernis.
Vér gömlu mennirnir, sein erum
orðnir klakaklárar ungu dáðarinn
ar og hreysinnar og eldheitu til-
finninganna, sjáum nú þetta eins
og bókstafi í vorum frægu, fornu
ritum. En blessaðar konurnar, sem
eg ávarpa hér í kveld, þær sjá þetta
alt með sömu eldheitu og móður-
legu tilfinningunum, sem enginn
aldur eða aldaraðir geta látið kólna
eða missa sinn heilaga og guðdóm
lega mátt. Það er móðurástin. Það
er tvöföld móðurást, sem er ráðandi
aflið í öllu ýðar ógleymanlega og
elskulcga áformi, sem þetta félag
hefir tekið sér á hendur.
Með hjartanlegum móðurtilfinn-
ingum skoðið þér hvern cinasta ís
lending, sem f stríðið er kominn,
sem yðar eigin son eða bróður eða
unnusta. Og í annari merkingu er-
uð þér mæður og borgarar þessa
blessaða lands. Og ungu, ógefnu
stúlkurnar, sem þenna félagsskap
fylla, öldungis eins. Sætið stendur
við hlið þeirra. Skyldurnar og störf-
in bíða þeirra. Þær eiga að eins eft-
ir, að taka formlega við lifsstarfinu
Þér allar, eldri og yngri, reyndar
og óreyndar f skóla meðlætis og
reynslu þessa vors jarðneska lífs,
hafið ódauðlegan heiður og þökk
frá vorum falenzka þjóðflokki hér
fyrir alla yðar hjálp og hluttekn-
ingu f þessum skelfilega ófriði, sem
vér öll vonum að endi með sigri fyr-
ir oss og vora hlið. Og sigri frelsis
og sjálfstæðis fyrir heim allan.
Sigri fyrir alda og óborna!
— Það var gott, að þér konur haf-
ið fengið lögbundið jafnrétti við
oss karla. Þér hafi allareiðu sýnt, að
þér eruð vaxnar vandanum, sem
því fylgir, að taka á sínar herðar
þrautæþungann, sem ærið oft fylgir
ábyrgðar fullréttinum. Þctta óum-
ræðilega hörmungastríð, sem engu
er hægt við að líkja f sögu heimsins,
getur líka, að minni hyggju, leitt í
Ijós stórbreytingar og áhrif á alls-
herjarstjórn, stefnu og ákvarðanir
komandi tima. Og áreiðanlega verð-
ur hluttaka kvenna í strfði þessu
sterkara afl en nokkuð annað, sem
áður hcfir átt sér stað, til að leiða
yður tii fulls jafnréttis við oss karl-
menn til allra borgaralegra laga. —-
Það (stríðið) hefir opnað öll augu,
sem lokuð voru, og sýnt og sannað
að án yðar hluttöku og hjálpar er
ómögulegt að vinna þetta stríð. Það
hefir líka beinlínis og óbeinlínis
opnað augu yðar sjálfra, og fram-
leitt hjá yður vit og þrek, sjálfs-
virðing og myndugleika, sem var
bundinn hjá yður að .miklu leyti alt
fram á þenna dag; dag neyðarinn-
ar; dag blóðs og hörmunganna. Eld
regn og þrumufleygar sorga og eyði-
leggingar í stríði þessu hefir sprengt
heimtum vér iðgjöld fyrir brot og
skemdir á varnarlausum borgum
og bæjum, sem herskip Þjóðverja
hafa skotið á af prakkaraskap ein-
tómum. Skaðabætur fyrir tjón á lffi
og eignum manna, er flugskip Þjóð.
verja hafa steypt sprengikúlum nið-
ur á varnarlausar borgir og bæji.
Skaðabætur fyrir öll kaupskip, sem
herskip Þjóðverja, neðansjávarbát-
ar og námur hafa sökt. Og skaða-
bætur fyrir alla menn, sem þar hafa
líftjón beðið. Og hegningu yfir þeim
sem verk þessi hafa framið; — en
öll eldgömlu vanans böndin hjá yð-! dauðahegningu yfir þeim háttstand
ur. Þér hafið komið formála og skil- andi mönnum, sem frumkvöðlar
málalaust upp að hlið vorri á tíma eru verkanna.
neyðarinnar og lagt græðandi og
gleðjandi og á allan hátt hjálpandi
hendur að voru starfi. Þér eigið
aldrei og skuluð aldrei frá hlið
vorri fara framar, eða sitja skör
lægra í stjórn og viðhaidi lífs og
menningar þjóðanna.
Munið það einungis og gleymið
því aldrei, nú í byrjun yðar full-
réttis, að draga yður ekki of mikið
Og þegar Þjóðverjar loks fara að
sjá og skilja, að þetta eru skaða-
bæturnar, sem vér heimtum af þeim
(mælti barón Sheffield), þá getum
vér farið að taka til tryggingar þær,
sem vér heimtum af þeim fyrir sið-
samlegri hegðun á komandi tímum.
En þar eð reynslan hefir sýnt, að
Þjóðverjum er ekki treystandi, að
halda nokkra samninga, þá mun.
í hlé. Að gefa gætur að öllum lands. j ura vér heimta það, að áður en
og þjóðar málum. Og beifca áhrifum
og valdi yðar til hags og velferðar f
hvívetna, sem staða yðar og kring-
umstæður leyfa.
Svo óska eg og vona, að hver ein-
asfca íslenzk kona, sem til getur náð,
styrki þetta góða félag og bindist
samvinnu-böndum á allan hag-
kvæmasta hátt, sem mögulegleikar
eru til.
Með hjartanlegri þökk og hjartan-
legri ósk um góða og heillaríka
framtíð! Yðar einlægur,
u Lárus Guðmundsson.
nokkuð sé um samninga talað,
skuli þeir taka her sinn burtu úr
öllum löndum, sem eru utan hinna
gömlu landamerkja þcirra, eins og
þau voru áður en stríðið hófst.
Og þegar Þýzkir ujipfylla þetta
skilyrði, þá getum vér fyrst farið að-
tala um friðarskilmála við þá.
Grikkja konungur loks gugnaður.
Friðarkröfurnar.
Eftir ræðu stjórnarforseta Lloyd
George var tfðrætt um kröfur
Bandamanna eða kosti þá, sem þeir
mundu setja Þjóðverjum, ef friður
yrði. Sýnishorn þeirra setti fram
Baron Sheffietld á Englandi, og
mun það nokkuð nærri fara. j
En kröfurnar eftir hugmynd hans
verða þessar:
Að Þjóðverjar haldi burtu úr
Belgíu tafarlaust og greiði Belgum
fullar skaðabætur fyrir öll þau hin I
miklu hi-oðaverk, sem þar hafa ver-1
ið framain; að þeir reisi að nýju !
byggingar allar og verksmiðjur, sem j
eyðilagðar hafa verið; að þeir borgi j
fyrir alt, sem þeir hafa tekið af vör- j
um, verkfærum og maskínum; að j
þeir gjaldi fult kaup og skaðabæt- j
ur öllum þeim, sem með valdi hafa j
verið teknir frá heimilum sínum og i
fluttir í þrældóm með Þjóðverja sem j
húsbændur. Ennfremur, að Þjóð- j
verjar gjaldi manngjöld fyrir alla j
Belgi, sem þeir hafa af lífi tekið, er
þeir brutu landið undir sig, og síð-
an, hvort heldur það voru karlar
eða konur eða börn.
Hinar sömu kröfur munu gjörðar
fyrir Frakka, Serba og Pólverja.
En hvað oss Breta snertir, þá
Nú samþykkir Konstantín alt,
sem Bandamenn skipa honum að
gjöra, og er sagt að það komi af þvf
að hann viti betur en áður hvernig
alt stendur hjá Þýzkum, og’óánægju
| þá út af stríðinu, sem daglega fer
þar vaxandi og sé nú orðinn von-
laus um, að Þýzkir muni sigra. —
■ Hann mun líka vita það, að Banda
! menn eru eiginlega búnir að viður-
kenna Yenizelos, sem stjórnanda
Grikklands^ og að einráðið er að
, setja sig af konungsstóli, þó að ekki
sé búið að framkvæma það og hefir
j það lækkað gorgeirinn í honum.
™! DOMINION BANK
Hornl Notre
Dome og
Street.'
Sherbrooke
HðfuVmóll oppb.. 96,000,000
VarasjftOur ............... 97,000,000
Allar elffnlr...... 978,000,000
Vér óskum eftir viTJskiftuai ver*-
lunarmanna og ábyrgjumst ab gefa
þelm fullnœgrJu. Sparisjóbsdelld vor
er sú stœrsta sem nokkur banki hef-
ir í borginni.
lbúendur þessa hluta borgarinnar
óska ab skifta viTJ stofnum sem þeir
vita ad er algorlega trygg. Nafn
vort er fulltrygging: óhlutlelka.
Byrjib spari innlegg fyrir sjálfa
yður, konu og börn.
W. M. HAMILTON, Ráðsmaíur
PHONE GARRY 3450
Hveitibœndur!
• Sendið korn yðar í “Car lots”; seijið ekk i í smáskömtum.—
Reynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum
gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun.
Skrifið út “Shipping Bills’ þannig;
NOTIFY
STEWART GRAIN COMPANY, LIMITED.
Track Buyers and Commission Merchants !
WINNIPEG, MAN. ]
Vér vísum til Bank of Montreal.
Peninga-borgun strax Fljót viðskiíti ]
Sendið Heimskringlu
til hermanna á
Englandi og Frakklandi
KOSTAR AÐ EINS 75 CENTS I 6 MÁNUÐI
eða $1.50 í 12 MÁNUÐI.
Þeir, sem vildu gieðja vini sína eða vandamenn í skot-
gröfunum á Frakklandi, eða í herbúðunum á Englandi,
með því að senda þeim Heimskringlu í hverri viku, ættu
að nota sér þetta kostaboð, sem að eins stendur um stutt-
an tíma. Með því að slá einum fjórða af vanalegu verði
blaðsins, vill Heimskringla hjálpa til að bera kostnaðinn.
Sendið oss nöfnin og skildingana, og skrifið vandlega
utanáskrift þess, sem blaðið á að fá.
THE VIKING PRESS, LIMITED.
P.O. Box 3171. 729 Sherbrooke St., Winmpeg