Heimskringla - 04.01.1917, Blaðsíða 3

Heimskringla - 04.01.1917, Blaðsíða 3
WINNtPEG, 4. JANÚAR 1917 HF. ÍMSKRINGLA BLS. 3 Er varanlegur friður mögulegur ? Eftir Professor STEPHEN LEACOCK. Eg hefi áður talað um ráðgátuna um varanlegan frið á umliðnum tímum og sýnt, að frá upphafi hafa menn barist, maður móti manni, < sn kynflokkurinn á móti öðrum, • ;i þjóðin á móti annari, og það iiefii' litið svo út sem Jietta hlyti Jiannig að vera. Og ekki batnaði, þegar mentunin fór að vaxa hjá þjóðunum. Bardaga aðferðin breyttist; það var nú alt. 1 staðinn fyrir kylfuna og axirnar, komu byssur og kanónur. En stríð- in héldu einlægt áfram. Uppfynd- ingar manna miðuðu til þess, að gjöra stríðin hættulegri og flóknari. En stríðin sjálf voru jafn tíð og áður. Þá kom nítjánda öldin, mesta framfaraöld mannkynsins, sem þá hafði verið, og var hún frábreytileg öllum öldum á undan. Þá kom gufuvélin og gufuskipin og þá fleygði iðnaði svo fram, að við það breyttust og umsköpuðust öll kjör mannkynsins. Það leit svo út, sem maðurinn væri orðinn herra nátt- úrunnar. Þessar nýju vélar hundr- aðfölduðu mannsstarfið. Samgöng- urnar breyttu hugsunarhætti þjóð- anna og gjörðu þá nágranna, sem lifað höfðu f hundrað mílna fjar- lægð. Lýðveldisstjórnin fór að breið ast óðfluga út um heiminn. En verzlunin tengdi þjóðirnar saman svo að einn varð hagur tveggja. — Strfðin fóru að verða svo voðaleg og hryllileg. Menn álitu, að þau væru leyfar villimanna-eðlis fyrri tíma og ættu aldrei og gætu aldrei lcomið fyrir aftur. Það væri svo mikil heimska að vera að eyðileggja löndin og deyða mennina. Og þá spruttu upp friðarpostular af hverri þúfu. Nú voru dagar stríð- anna um garð gengnir. “Það getur aldrei komið fyrir”, skrifaði friðar- postuli einn enskur árið 1913, “að nokkur einn einasti hermaður í hin- um feikna stóra þýzka her lifi þann dag, að sjá hleypt af einni einustu fallbysau í stríði". — Þessar og því- líkar voru skoðanir og trú manna í byrjun tuttugustu aldarinnar. En svo kom stríðið, grimt og voða legt og náði að meira eða minna leyti yfir allan heim, eyðandi og tor. tfmandi meira en nokkurt annað stríð síðan heimur bygðist. Og hvað kemur svo á eftir? Ætli að vér göngum um skuggadali strfðsins inn í aðra heima, þar sem sól frið- arins lýsir upp brautir manna til eilífra tíða, eða inn í eitthvert enn þá hryllilegra myrkur haturs og manndrápa? Það hefir verið furðu útbreidd hugsun, einkum í byrjun stríðsins, að J>essi ófriður og mann- vfg væru sönnun fyrir því, að ein- mitt þetta strfð myndi gjöra enda á öllum styrjöldum. Mannkynið myndi ekki líða það eða láta það viðgangast, að þjóðirnar færu í aðrar eins voðalegar hreður og þessi væri. Við lok stríðsins myndu allar hinar stóru þjóðir heimsins ganga í eitt bandalag, svo sterkt að engin þjóð myndi verða svo djörf, að fara að ráðast á aðra, því að þá kæmu hinar á móti henni. Upp frá þessu myndi verða farið með öll ágrei'.- ingsmál milli þjóðanna eins og hvert annað mál manna, sem kem ur fyrir lög og dóm. Þjóðirnar settu náttúrlega upp dómstól til að dæma J>essi mál og þá myndu þess- ar deilandi l>jóðir hlýða undir eins. — Mönnum hættir alment við, að hugsa sér Bandaþjóðir Evrópu og Bandaríki Ameríku sem sitjandi á rökstólum til að dænia mál þjóð- anna og ögna þeim til að hlýða og hafa ]>á í huga Þjöðverja að velii lagða og yfirunna og Austurríki sunduriiðað í ótal smærri ríki. Það er enginn efi á, að slíkar hug- myndir og vonir koma heim við alt það, sem er bezt og göfugast í hugum manna, og vér viljum vona, að þessu takmarki verði náð ein- hverptíma á komandi öldum. þó að langt verði þangað til Það skeður og sá tími sé þoku vafinn fyrir sjón- um vorum. Alheimsfriður er ekki hugsaniegur, nema með samkomu- lagi allra heimsins þjóða. Þeir dag- ar eru nú liðnir, þegar einhvern voldugan konung eða höfðingja var að dreyma um, að leggja undir sig heim allan og koma þannig friði á. Þegar Alexander mikli “grét af því, að hafa ekki fleiri heima til að leggja undir veldi sitt”, þá var hann í rauninni ekki búinn að leggja undir sig meira land en Saskatche- wan er nú. Og allur heimurinn, sem Rómaborg lagði undir sig, var ekki stærri en Norðvestur-fylki Canada. Og öll saga mannkynsins sýnir oss það svo skýiaust, að enginn maður getur efast, að friður sigurvegar- anna getur aldrei verið varanlegur. 1 öskurústum hinna sigruðu landa lifa glæður haturs og ófriðar mann fram af manni. Ef friðurinn kemur nokkurn tíma varanlegur yfir heim þenna, þá hiýtur hann að koma með sam- þykki og vilja manna. Og það er eins og mannkynið hafi eitthvert ó- ljóst hugboð um þetta. Allir erum vér orðnir “fullkomleikamenn” (per- fectionists). Yísindin valda því. Vér hugsum oss ekki, eins og forfeður vorir, að alt gangi í eilífri hringrás frá góðu til ills og aftur frá illu til ills og aftur frá iilu til góðs. Eram- fara hugmyndin er oss ósjálfráð. Vér hugsum að allir hlutir fari og eigi að fara batnandi. Vér erum sannfærðir um, að fátæktin og pestin og plágan og óþrifa-holur stórborganna eigi og liljóta að hverfa, svo að ekkert af þessu sjáist framar. Vér erum börn Jiess- arar nýju aldar og treystum því, að framfarirnar muni afmá fátæktina og sópa burtu úr heiminum pest- inni og sultinum og hryllingum stríðanna. Þannig hugsar mikill mciri hluti manna. Hér og hvar heyrðum vér samt gagnstæðar skoðanir eða að stríðin lyftu mönnum upp og gjörðu J>á göfugri, fremur en nokk- ur hlutur annar og þess vegna mættu þau ekki missast úr heim- inum. Þetta voru skoðanir þýzku prinsanna; þeir héldu þeim fram með sperringi og reigingi, er þeir riksuðu um með guilspengur um hið fátæka heilabú sitt, sem hanar blásnir upp af stolti yfir eigin dýrð sinni. Þetta voru skoðanir prúss nesku barónanna og landeigend- anna, sem sáu, að f stríðinu fengu þeir tækifæri til rána og gripdeilda, til áð svala fýsnum sínum og girnd- um. Það voru og skoðanir margra hinn þýzku prófessora og fræði- manna þjóðarinnar, sem þóttust dýfa rithönd sinni í blóðelfurnar til axlar, en blóðið var þá prent- sverta ein. Þessar skoðanir léku lausum hala fyrir stríðið, en þegar stríðið byrjaði var þeim lokið. — Sorgarstunur og angistarvein alls heimsins hafa þegar risið hátt yfir ropa þeirra, svo hann hefir kafnað í kverkum þeirra, sem þannig töl- uðu og hugsuðu. Það er því friður og ekki stríð, sem vér á endanum vonum og treystum að verði hlutskifti mann- kynsins; og enginn sigurvegari get- ur valdboðið þennan frið: — hann verður að fást með samkomulagi. Það verður að vera samkomulag milli hinna stærstu ríkja heimsins, svo að ]>au vinni saman sem ein heild eða einn maður, til að fá þessu framgengt og til þess verða þau að leggja fram alt sitt afl og veldi. Þessu augnamiði hlýtur hver skynjandi mannleg vera að vera samþykk. En hitt aftur stórt spurs- mál, hvort þessi friður og samlélag þjóðanna sé mögulegt sem stendur eða þegar stríð þetta hið mikla er nýafstaðið. Það er ekki og getur ekki verið mögulegt. Og að byggja á því stefnu og gjörðir ókomna tím- ans hlýtur að enda með skelfingu. Yér mættum eins vel setja lávarð Halfdane í embættið aftur, sem her- málaráðgjafa, svo að hann gæti aftur sungið oss vöggusönginn um hið friðgjarna og saklausa Þýzka- land, eða iáta hinn elskulega Mr. Birreii sitja með prjóna sína við uppreistar-vöggu íranna. Þcir eru alt of fáir, sem verulega hafa hugsað út í þýðingu þessa fé- lagsskapar þjóðanna og friðarins um allan heim, eða hina mörgu annmarka og snaga þá alla, sem mál þessi kunna að festast á. Það er ofur létt, að gjöra uppkast af því. Hver 12 ára skóladrengur getur gjört það. Vér látum þessi ríki öll til dæmis ganga í félagið: Bretaveldi um heim allan, Bandaríkin í Norð- ur-Ameríku, Erakkland, Rússland, ítalíu og Japan, og í pílsfaldi þeirra har.ga svo hin minni rfki og þjóðir. öll minni ríkin, svo sem Holland og Svíþjóð, verða að gjöra það, sem þeim er sagt. Um Þýzkaland og Austurríki og Tyrkland tölum vér seinna. Menn geta gjört hvort sem þeir vilja: hugsað sér þau í félag- inu eða utan við það; en núna fyrst er bezt að hugsa sér þau utan við. Þetta alheimsfélag hefir svo sérstakan dómstól, er öll félagsmál koma fyrir, líkt og friðar-dómstóll- inn í Haag, en miklu æðri og veg- legri. Og lendi einhver þjóð í deil- um við aðra og tapi hún máli sínu fyrir dómstól þessum, þá verður hún að sætta sig við dóminn og gjöra eins og henni er sagt. Þetta virðist nú vera svo einfalt og bjart og ljóst sem dagurinn. En ætlið þér virkilega, að það myndi reynast svo, þegar til þyrfti að taka? Setjum svo, að Japan hefði borið kröfur fram fyrir dómstól þenna og heimtað, að Bandaríkin létu Japana hafa fullan rétt til að set.iast að í Bandaríkjunum og kaupa þar löm: og eignir aðrar; eða setjum sv:>, að dómstóliinn hefði skipað Bietum, að veita jap- önskum innflytjendum rétt til að setjast að í A cialíu og taka þar fullan borgararétt. Eða að dóm- stóllinn hefði úrskurðað, að Spánn um þá óska, ao ver hefðum með oss atkræði Hottentottanna og yrðum að treysta á ráðvendni og réttlæti fulitrúanna frá Moc;uito strönd- inni. deyddu, — þessi núlifandi kynslóð hefir hlustað á hljóðin og veinin fanganna undan svipum böðlanna; hefir heyrt óminn af angistarveini hinna druknandi kvenna og barna, Því betur og vandlegar, sem menn og no spyrium ver. Getur hún, hugsa út í þetta, því toiveldara og óhugsanlegra verður það í fram- ætti Gibraltar, og hefði skipað ‘ kvæmdinni. Vér getum ekki einu Bretum að skila Spánverjum þess- um dýrmæta kastala. Eða að dóm stóllinn hefði farið að skifta upp Afríku, og hefði látið Rússa fá þar góða sneið og mikla. Eða þá að dómstóll þessi hefði gefið þann úr- skurð, að hver einasta Evrópuþjóð sem lond og ríki á í Afriku, skyldi hafa sig á burtu þaðan með alt sitt; því að allar þessar þjóðir hefðu upp haflega fengið iandið með ráni. — Eða að 200 milíónir Inda hefðu komið fram með bænarskrá og beð- ið um fullkomið sjálfsfonæði. Eða að dómstóllinn hefði skipað Banda- ríkjunum, að pakka sig tafarlaust á burtu úr Filipseyjum. Eða með öðrum orðum: efað dóm stóllinn gjörði einn eða annan úr- skurð gagnstæðan velferð einnar eða annarar af þjóðum þessum, — svo gagnstæðan, að hann hlyti að æsa upp reiði og hatur hvers ein- asta manns af þessari þjóð, — ætlið þér virkilega, að þessi eða þessar þjóðir myndu leggja niður kalann og láta þetta gott heita? Aldrei — aldrei, nema þær væru neyddar til þess. — Vandræðin við þessa penna- postuia eru og hafa ^gfinlega verið þau, að þeir ímynda sér og búa til í huga sínum ótal dæmi um deilu- efni, sem eru lítils eða einskis virði. Þessi hin smávægilegu atriði og deilumál má æfinlega semja um fyrir slíkum dómstóli og ótal öðr- um gjörðardómum. Þessi og þvílík mál hefir málamyndar-dómstóllinn (Dummy Tribunal) í Haag verið að gjöra út um í tuttugu ár. Það er raunar satt, að á liðnum tímum hafa smávægileg og ómerki- leg atriði oft hleypt þjóðunum saman í stríð af því að þær gátu ekki komið sér saman um þau. Eng. land og Rússland voru elnu sinni nærri komin í stríð út af landamær um Afghanistan’s, og England og Bandaríkin út af því, hvar forar- fióarnir í Venezuela enduðu og skógarnir í British Guyana byrj- uðu. Út af þessum og þvflfkum málum fara íbúar borganna oft f æsing, — feitu mennirnir, sem ekk- ert vita, hvað stríð er, þeir hlaupa í landabréfin og stafa sig fram úr þeim með hörmung og þrautjim; verða svo allir á lofti og heimta strfð og blóð. Það lá nærri, að svona færi í Canada út af landa- mærum Alaska. En nú hirðir eng- inn um það og minnist aldrei á það. Til þess að semja um og úrskurða í slíkum deilum væri þessi alþjóða- dómstóll ágætur. En þegar spurn- ingin er um líf eða dauða þjóðar- innar, ekki einungis sorg eða gleði, frelsi eða þrældóm, þá er dómstóll- inn sjálfur þýðingarlaus og einskls. virði. Hann getur ekki komið að gagni, nema hann hafi afl á bak við sig, sem neyði menn og þjóðir til að hlýða úrskurðunum. Þarna er lykillinn að öllu þessu. Þetta er hið eina óhjákvæmilega skilyrði tii þess, að dómstóllinn sé til nokkurs nýtur. Ef að þjóðirnar vilja stofna dómstól, sem hlýtt verði, þá verða þær að láta hann hafa meira vald en þær sjálfar hafa. Það er þýðing- arlaust fyrir þær, að lofa því að eins eða skuldbinda sig til þess, að styðja dómstólinn og úrskurði hans með öllu sínu afii og fylgi. Það væri að eins að leggja til körfu fulla af pappírsrusli í staðinn fyrir mark- lítinn pappírsmiða. Og ef að nokk- ur þjóð færi að leggja niður vopn sín og senda hermenn sína heim og eyðileggja herskipaflota sinn, þá væri hún sek í þeirri fásinnu og flónsku, sem fljótlega hlyti að verða henni að fótakefli. En setjum nú svo, að dómstóll þessi hefði vopnað lið af öllum þjóðum og herflota svo mikinn, að hann væri meiri og sterkari, en her og floti nokkurrar einnar af þjóðum þessum, — svo mikill, að hann æti neytt hverja eina þjóð til að hlýða boði sínu, og raunar þyrfti hann að hafa meiri her og flota en hverjar tvær eða fleiri þjóðirnar, sem kynnu að leggja saman, — þá væri nú alt fengið, kynnu margir að segja. En þetta er ekki nóg, ef menn hugsa út í málið vandlega. Því að þá kynni vel að fara svo, að fleiri oða færri þjóðirnar legðu saman til að hefja stríð móti sjálfum dóm- stólinum og valdi hans. Stríðið yrði eins konar uppreist til þess að brjóta niður þetta vald og setja upp annað nýtt, sem þessum þjóðum væri geðfeidara. En ef að menn skyldu fara að gefa þessum dómstól svo mikið vald, að ómögulegt væri á móti að standa — þá væri það sjálfsmorð þjóðanna hverrar fyrir sig (national suicide); öll framtfð, cigur, frelsi og líf væri í höndum nefndar einnar og væru suinir nefndarmenn hvítir, aðrir gulir, rauðir og blakkir. Vér mætt- sinni borið traust til sjálfra vor. í seinustu 200 árin höfum vér lært það, að komast svona einhvernveg- inn af irringalítið við nábúana af vorum eigin kynflokki, með at- kvæðagreiðslu f almennum málum. En býsna oft vill þó snurða koma á vinabandið, og ekki er það æfin- lega, að vér verðum ánægðir með at- kvæðagreiðsluna, eins og sýndi sig í málum Ulster-mannanna á Ir- landi. Og ætli menn að láta at- kvæðagreiðsluna fara að ráða um heim allan, þá verður það langa hríð að eins draumur einn, þegar til framkvæmdanna kemur. Hver eítir allar þessar hörmungar og öll þessi eiðrof, lagt nokkurn trúnað á, að Þýzkir muni fremur halda skrif- uð eða eiðsvarin loforð hér eftir, en þeir hafa gjört hingað til. Menn geta það ekki; það er ó- hugsandi. Kynslóð fram af kynslóð á komandi tfmum eru öll afskifti eða samband við Þýzkaland og Austurríki óhugsandi, nema vér sjálfir höfum undir höndum vopn- að lið og flota; svo mikinn herafla oss með bandalagi við skyldar og vinhoilar þjóðir. Vér getum hugsað oss bandalag milli Englands, Rúss- lands, Frakklands og Bandaríkj- anna í Norður-Ameríku; bandalag, sem alténd næsta mannsaldur hefði nægilegt afl til þess, að halda jafn- vægi og friði við í heiminum. En þó að ailar þessar þjóðir gengju í því- líkt félag, þá megum vér aldrei láta oss henda það, að vanrækja að halda hernum og flotanum við í svo stórum stýl, sem vér erum færir um. Menn kunna nú að segja, að þetta sé skuggalegt útlit. Og það virðist lítt þolandi, að eftir öll þessi út- gjöld, allar þessar fórnir stríðsins í á sjó og landi, að vér getum malað | ^ °S blóði, þá skuli hinn mentaði heimur neyðast til að leggja á herð- ar sér hinar feiknaþungu byrðar friðarins undir vopnum. En það virðist enginn annar vegur vera til. Ef að vér leggjum niður vopin, þá stofnum vér oss f hættu þá, sem vér höfum haldið að horfin væri þá uirdir oss undir eins og þeir rísa upp til hefnda. Sannleikurinn er sá, að heimur- inn er ekki við því búinn, að táka á móti almennum borgaralegum rétti; en einmitt á því ætti þetta al- getur ábyrgst oss ráðvendni og heimsfélag að byggjast. Og stríð réttsýni fulltrúanna? Hvernig get- þetta hefir fært tímann og takmark með hinum viltu og barbarisku um vér fengið vissu um, að þeim sé' þetta fjær oss, en ekki nær. Vér höf- ^ó®um Jortiðarinnar; en Þjóðverj- ek-ki mútað; þeir séu seldir og ' um að vísu öðlast vináttu, Erakka, j r keyptir eins og gripahópur, eða að : innilega, hreina og heita, sem hin eitthvert leynifélag þjóðanna sé að ! heitustu lijartaslög blóðtengdra brugga oss vélræði og muni steyp- J bræðra. En til sumra annara þjóða ast yfir oss með ómótstæðilegu afli j skilur stríðið eftir i hjörtum vorum 1 áður en oss gða nokkurn annan j að nokkru leyti helgan arf haturs varir; eða kanske alþjóða-flotinn sé og. fyrirlitningar. Og hvað hinn hluta heimsins snertir, þá höfum vér fengið hina hátíðlégustu aðvör- kominn í hendur samsærismanna, sem svikul óvinaþjóð er búin að kaupa til að eyðileggja oss. Áður en j un um það, að þegar ógæfan eða stríð þetta byrjaði, hefði mönnum j voðinn stendur fyrir dyrum, þá ekki komið slíkt til hugar og talið j muni enginn verða til þess, að veita slíkt heilaspuna tóman. Menn hefðu oss lið. farið að halda hrókaræður um ráð- vendni, ærlegheit, skyldur og bræðralag mannfélagsins, ef að nokkur maður hefði látið í ljósi að þetta gæti komið fyrir. En nú vit- um vér betur. Vér erum búnir að sjá það — þó að sorglegt sé — að aflið er hið eina, semtreysta má, og aflið er ónýtt, nema það sé albrynj- að, alvopnað upp á nýjustu tízku á láði og iegi, í lofti og í djúpi hafsins. Og hvernig á svo að fara með hin- ar barbarisku og viltu þjóðir, — Búlgara, Tyrki, og þó ennfremur við Austurríki og Þýzkaland? Þessi núlifandi kynslóð hefir horft á, hvernig hermannavaldið þýzka, blóði drifið til axla, hefir pressað blóð og tár af hinum saklausu Belgum og lagt þrældómsokið á herðar Serba þeirrra, sem þeir ekki Það er að vísu mjög líklegt, að á eftir stríði þessu komi iangur frið- artími. — Jafnvel sigurvegararnir verða uppgefnir á því og heimur all. ur verður sjúkur og leiður á lykt- inni af elfum blóðsins. Og öll lík- indi eru til þess, að enginn þjóð- skörungur eða stjórnvitringur muni fyrst um sinn eggja þjóð eina eða aðra til að brjóta undir sig aðrar þjóðir og ræna löndum þeirra.— Menn verða fúsir til að leggja deilu- mál sín í gjörðardóm. En það er ekki stöðugur varandi friður, held- ur einn þáttur í sögu mannkynsins. Og reyndin verður sú, að hið eina, sem vér getum treyst að striðinu loknu, er það, sem vér hefðum átt að treysta á áður en stríðið byrjaði, — að vera vel vopnaðir og vel undir- búnir. Svo gætum vér líka styrkt ar hafa nú sýnt að er engu minni eða óverulegri, heldur miklu voða. legri, en á hinum viltustu tímum mannkynsins. Niðurstaðan á öllu þessu verður þá sú, að stígur framfaranna er miklu brattari og erfiðari, en vér hugðum, og l>að tekur mannkynið miklu lengri tíma til að feta sig eft- ir honum, en vér héldum. Varan- legur friður verður eðlilega mark- mið það, sem mannkynið, gjör- breytt og endurfætt, á einhvern- tima að ná, en í marga mannsaldra enn og kynslóð fram af kynslóð hlýtur það að verða draumur einn. Þegar þú hagnýtir þér kjörkanp sem anglýst eru í Hkr., þá gettu um það við afgreiðslumann MARKET HOTEL 14« PrlBMM Street & mótt markaðtnum Bestu vínföng, vtndlar og aö- hlyntng góö. Islenkur vettlnga- maöur N. Halldórsson, lelöbein- tr Islendingum. P. O'CONNKL, Elgandl Wlnnlpeg KAUPIÐ Heimskringlu Nýtt Kostaboð Nýir kaupendur aö blaðinu, sem senda oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins, oss að kostnaðarlausu, mega velja um þRJÁR af af eftirfylgjandi sögum í kaupbætir : • *p 1 e M oylvia “Hin leyndardómsfullu skjöl’ “Dolores” «• T r | r »* Jon og Lara ‘ ‘Ættareinkennið’ ’ ‘Bróðurdóttir amtmannsins” • v / »» Lara ‘Ljósvörðurinn” ‘Hver var hún?” ‘Forlagaleikurinn’ ‘Kynjagull” Sögusafn Heimskringlu Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — meS- an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er: Sylvía ............................. $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins .............. 0.30 Dolores ....--....................... 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl............. 0.40 Jón og Lára ........................... 0.40 ÆttareinkenniíS........ 0.30 Lára................................. 0.30 Ljósvörðurinn......................... 0.45 Hver var hún?.......................... 0.50 Forlagaleikurinn...................... 0.55 Kynjagull ........................... 0.35

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.