Heimskringla - 04.01.1917, Síða 8

Heimskringla - 04.01.1917, Síða 8
BLS. 8 HEIMSK RINGLA WINNIPEG, 4. JANCAR 1917 Ben. Rafnkelsson CLARKLEIGH, MAN., selur alla laugardagana í des- emher næstkomandi afgang- inn af vörum úr buð sinni. Fréttir úr bænum. Mr. Sigurður Sigurðsson úr Win- nipeg er nýkominn norðan frá Eif- ros, Sask. þar sem hann hefur verið nálægt ár við smíða vinnu. Lætur prýðilega af öllu þar, mönnum og öllu óskandi og sendir kunningjum sínum kæra kveðju sína fyrir góða viðkinningu og skemtilega vist sem hann átti þar hjá þeim. Býst við að hverfa norður aftur í þessum mánuði. Yér vildum benda mönnum á hina ágætu ræðu Lárusar Guð- mundssonar, sein hann fluttr á fundi hinna íslenzku dætra Breta- veidis. Ræðan er þrungin af eld- heitum áhuga, brennandi þakklæti og virðingu fyrir starfsemi og fram- komu kvennanna ýngri og eldri í “Jón Sigurðsson" félaginu. Vér vilj um allir taka undir með Lárusi og leggjaóskir vorrar og vonir og traust við óskir hans og vonir. Fylgi félagskonum þessum heill og ham- ingja á komandi ári og láti stöðuga blessun fylgja starfa þeirra. En Lárus hafi heill og þökk fyrir orðin. Ljóðmæli Kristins Stefánssonar eru fyrir nokkru komin út, og hefir eftirspurn verið all-mikil. En hvergi meiri né verið almennari sala á þeim en f Víðinsebygð í Nýja Islendi, þar sem höf. bjó í síðustu ár. Yfir Nýja Island er nú búið að selja hátt á annað hundrað eintaka, og sýnir það eitt með öðru, að íslendingar í Nýja fslandi eru ekki sfztir landa vorra hér vestra, er til lesturs nýti- Iegra bóka kemur. Ef eitthvað gengur að úrinu þínu, þá er þér lang-bezt að senda það til hans G. THOMAS. Hann er f Bar- dals byggingunni og þú mátt trúa því, að úrin kasta ellibelgnum f höndunum á honum. Hinn 19. des. sl. feldi yfirrétturinn (l’he Court of Appeal) dóm í mál- inu: Brynjóif?=on gegn Oddsson. Mál þetta hefir verið fyrir dómstól- unum í nærfelt tvö ár, og reis út af samningi, er þeir Brynjólfsson og Oddsson gjörðu milli sín um múr og steinsmfði í hina miklu “apart- ment bloek”, sem Oddsson heíir bygt á Burnell St. og kallast: ‘Thelma Mansions”. Brynjólfsson lögsótti Oddsson um rúmar 15,000 dala og vildi fá lögtak (lieu) f eign- inni, en Oddsson mótmælti rétti hans til lögtaks (lien) og gagnsótti Brynjólfsson um 42,000 dali fyrir vanhöld á stærð byggingarinnar. Dómur undirréttarins var sá, að gagnsóknarkrafa Oddssons yrði eigi tekin til greina, að Brynjólfs- son skyldi fá dómkröfu sfna að fullu; en dómurinn taldi Brynjólfs- son ekki hafa rétt til lögtaks (lien) f eigninni. Báðir málspartar skutu dómi þessum fram til áfrýjunar- réttarins, Bi-ynjólfsson til þess að fá rétt sinn til lögtaks viðurkend- an; Oddsson til þess að fá dóm fyr- ir gagnkröfu sinni. Afrýjunarrétt- urinn dæmdi, að Brynjólfsson ætti rétt til lögtaks í eigninni fyrir allri fjárkröfu sinni, svo og málskostnað; en gagnsóknarkrafa Oddssons var ekki tekin til greina. Þeir Garland og Anderson fóru með málið fyrir Biynjólfsson, en fyrir Oddsson þelr Rothwell, Johnson og Bergman. $300.00 í líknarsjóð Mr. Páll Reykdal, Lundar, ritari hjálparnefndarinnar fyrir Belgiim relief fund kom nýiega upp hingað með $300.00 f beinhörðum peningum og færði konsúl Belga til að styrkja og hjálpa hinum hugrökku og kúg- uðu og bjargar vana Belgum. Alt þetta var arður af samkomu cuini sem þeir héldu á Lundar. Þetta er rausnarlega gjört af nýlendubú- um. Fyrir fáum árum var þarna eyði land og fhúarnir voru úliar og refir ug skógardýr og kannske einn eða tveir Indiánar eða kynblendingar á hverjum 10-20 ferhyrndum mílum. en nú eru þar blómlegar bygðir manna mest af íslenzku kyni. Og þeir hafa vissulega hjartað á réttum stað, hvorki í hálsi uppi og ekki heldur í buxum niðri. Þeir geta fundið til með þeim sem bágt eiga og hjörtu þcirra blæða af hörmungum Belga, mannanna, sem hraktir eru af eign- um og óðulum, of sóktir, rændir, kvaldir og í þrældóm dregnir. Þeir höfðu verið fjörugir að gefa Lundar- búar á samkomunni. Þar var kassasala, menn keyptu kassa með einhverju af góðgæti í til að fá að sitja hjá stúlkunum meðan snætt var úr “boxinu” og fóru margir kassarnir á 20 dali og þar um. Einn maður gaf lambið óborið úr ánni sinni, svo var farið að bjóða í lamb- ið og loksins fékk hann það sjálfur fyrir 20 dali eða meira. Þetta og annað eins er sýnishorn hinna beztu íslendinga, þeir eru viðkvæm. ir, kærleiksrfkir og þola ekki annað að sjá eða heyra. Þessvegna spara þeir ekki skildingana þegar um hjálp er að ræða. Því að gjafir þessar koma allar frá hjarta og hug þeli þeirra. Farnist þeim sem bezt og lifi þeir sem lengst. Spnrning. Hvað þýðir orðið Þjóðerni Sumir halda fram að það þýði að- eins ætt og alt sem ættfræðilegt má telja. Aðrir slá því föstu að þjóð erni þýði einnig alla siðháttu þjóð anna, og mætti þá segja að sameig- inlegir siðir t.d.m. Vilhjálms þýzka- iandskeisara við íslenzka siði og venjur sýndi það, að hann væri af íslenzku þjóðerni. Hvar rennur strikið milli þessara tveggja stað hæfinga? Fáfróður. SVARID kemur f þessu og næstu blöðum. Flefri hafa spurt. Bölblinda. Ofan í seilast álas hyl ekki’ eru hellu gæðin; hugar veilu heyra til heims ádeilu kvæðin. Margir hafa myrka trú moldum grafar handan; leyst úr vafa sál er sú sól þá stafar andann. J.G.G. KENNARA VANTAR fyrir NorðurJStjörnu skóla No. 1226 frá 1. febri'iar 1917 til y. ágúst 1917 (og lengur, ef um semur). Umsækj endur þurfa að hafa 2. eða 3. kenn- arastig. Tilboðum, sem tilgreini æf- ingu við kenslu, og kaup, sem ósk að er eftir, verður veitt móttaka af undirrituðum til 15. jan. 1917. Stony Hill, Man., 23. des. 1916. G. Johnson, Sei’y-Treas RAVMHNn 9t«m«v»lir OK Smtloaml n./* I munu Skll vlu<lu partar tll sölu hjá Daminion Sewing Machine Co. Dept. 8. WINNIPEG. KENNARA VANTAR við Diana S. D. No. 1355 (Manitoba) frá 1. februar næstk. fyrir fult skóla ár eða 200 kensludaga. Umsækjandi verður að hafa 3rd Class Profession- la Certificate eða meir, og hafa haft æfingu sem kennari. Grein frá kaupi þvf, sem óskað er eftir og send um sókn sem fyrst til undirritaðs. Magnus Tait, Sec’y-Treas., Box 145, Antler, Sask. Guðmundur Johnson FLUTTUR frá 500 Ross Street tfl 696 SARGENT AVENUE. Vegna plássleysis í hinni nýju búS minni, fc*á verS eg a8 minka vöruforða minn a8 stórum mun, og til fc>esa að gjöra fc>að á sem allra stytztum tíma, fc>á gef eg STÓRKOSTLEG- AN AFSLÁTT á öllum vörum næstu daga. TO dæmis: FYRIR JÓLIN: — Lawn og Silk Kventreyjur á...... $1.25 til 3.00 Karlmanna Skyrtur, nýjustu tegundir á.75c til$1.50 Mikið úrval af Karlmanna Hálsbindum. Flóka-Skór, hneptir og reimaðir, langt fyrir neðan heild- söluverð. Hvítar Stífaðar Skyrtur, drengja og karlmanna, — vana- verð 75c til $1.50 ................. 50c Nokkur pör af Slippers eftir, —notið tækifærið! Þetta er að eins sýnishorn af prísum í búð minni. KomiS ag sjáið fyrir ykkur sjálf. Hjálpið mér að Iosast viS vör- umar, — og sparið ykkur peninga á sama tíma. MuniS eftir að nefna Heimskringlu, fc>aS borgar sig. GUÐM. JOHNSON, Dry Goods Verzlun 696 Sargent Ave. A. McKellar The Farmers’ Market 241 Main Street. WINNIPEG Bœndur? takið eftir! Vér kaupum allar tegundir FUGLUM, EGG, SMJÖR o. s. frv. Einnig SVÍN, lifandi eða dauð, sem vigta frá 80 til 300 pd. hvert. Hæsta markaðsverð æfinlega borgar, og peningar send- ir um hæl. . Skriftið við velþektan og áreiðanlegan mann, og maðurinn er: MacKELLAR. Kaupið Te beint frá w _ Vér verzlum með beztu tegund- ir af TE, KAFFI, COCOA, BAK- 1111UUI ICI ING POWDER, EXTRACrS, * JELLY POWDER o. s. frv. Vér kaupum beint frá framleiðendum og spörum því alla milli- liði og óþarfa kostnað. Getum því selt beztu vörur á rými- legu verði. Þetta félag er myndað og stjórnað af afturkomnum hermönnum Mönnunum, sem búnir eru að gjöra sitt í stríöi þessu, og eru nú að reyna að byggja upp vcrzlun og ná f veiðskifta- vini, — með þvf að selja ósvikna vöru með sanngjörnu verði. FÓNIÐ OKKTTR 1 DAG um það sem yöur vanhagar um. Menn vorir munu þá koma, og ef þér eruð ekki alveg ánægð- ir, — þá skal peningunum skilað aftur tafarlaust. RETURNED S0LDIERS TEA C0. 708 Boyd Building. Phone: Main 4042 TEES’ MUSIC STORE 206 Notre Dame Ave Selur beztu tegundir af: TySf'.',- WfcKyw Pianos og Organs GRAMOPHONES o g RECORDS. Agcntar fyrir CECILIAN PLAYER PIANOS Hin beztu í heimi. J. M. TEES ráðsmaður um alt, er að hljóðfærum lýtur. Hefir starfað að því í Winnipeg í full 30 ár. HÚÐIR OG SKINN. Seljið ekki húðir og skinn heima hjá yður; þér fáið ekki hæsta verð. Eg borga frá 17—24c fyrir pd. eftir gæðum. Biðjið um frían verðlista og shipping tags. F. W. KUHN, 908 Ingersoll Street. Winnipeg, Man. Reyndur og áreiðanlegur skraddari fyrir unga og gamla Islendinga. H. GUNN & CO. NÝTÍSKU SKRADDARAR öll nýjustu snið og nýjustu fataefni ávalt á reiðum höndum. 370 PORTAGE AVE. WINNIPEG, MAN. Fluttur frá Logan Ave. Phone: Main 7404 & HÆTTU AD VINNA sa Láttu hænurnar gjöra það. Þú ættír að hugsa, láta heilann vinna. Til hvers er það að vera að vinna þegar þú þarft þess ekki ? Ef þú átt lítinn búgarð í British Colnmbia og stjórnar honum, þá geturðn grœtt stórfé með því að vinna sárlítið. J»egar eg er aÖ skrifa þessar línur hefi eg fyrir framan mig blaðið “Vancouver World” frá 15. nóv- ember 1916, og er eg að lesa lið fyrir lið vöruverðskrána. Ný egg eru 80 cent tylftin. Til hvers ertu að vinna, þegar fc>ú getur látið hænurnar gjöra það fyrir þig? Það er viðurkendur sannleikur, að það kostar ekki yfir 20 cent að framleiða eggjatylftina að með- altali; ef þú selur þau fyrir 80 cent, þá græðirðu 60 cent á hverri tylft. Ef þú seldir að eins eina eggja- grind á dag með 30 tylftum eggja, þá græddirðu $ 18.00 á hverjum degi. Slátraðir fuglar seljast fyrir 35 cent pundið í Vancouver. Auk hænsnaræktar geturðu ræktað kart- öflur. Þær seldust í Vancouver í nóvember í haust: $2.00 hundrað (100) pundin, eftir markaðsskýrsl- um. Vér höfum hér hjá oss sönnun þess, að fólk ræktar yfir tíu tunnur á ekrunni. Það eru $400.00 af ekrunni. Auk hænsnaræktarinnar kostar eldiviður þig mjög lítið, og þú þarft enga leigu að borga, ef þú átt einn þessara litlu búgarða, sem þú getur keypt fyrir $100.00 út í hönd og afganginn með vægum skil- málum. Alls kostar búgarðurinn að eins $375.00. Ef þú hugsar þér að ná í einn fcæssara litlu búgarða, þá þarft þú að gjöra fc>að tafarlaust. Það væri betra fyrir þig að koma inn á skrifstofu vora og sjá þessar tölur þar með eigin augum og kaupa hænsna- ræktar tímarit. Lærðu sjálfur. Það þarf mjög litla peninga til að kaupa einn af þessum litlu búgörðum, og fc>eir eru í hjarta heil- næms lands, þar sem er bezti jarðvegur. Þar er þéttbygt, talsímar, skólar, kyrkjur og búðir.. Komdu inn á skrifstofu vora og fáðu frekari fræðslu. Vér erum þar frá kl. 9 f. h. til kl. 9 e. h. Opið á kveldin og allar upplýsingar fúslega gefnar. SCOTT, HILL & CO. 22 Canada Life Bldg., Cor. Portage Ave. and Main St. Dept. H WINNIPEG.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.