Heimskringla - 04.01.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.01.1917, Blaðsíða 4
| BLS. 4 HEIMSKKINULA WINNIPEG, 4. JANÚAR 1917 HEIMSKRINGLA (StofnnS 1880) Kemur út á hverjum Flmtudegl. Títgefendur og elgendur: THK VIKING PRKSS, I.TD. Ver® blaSsins í Canada og Bandarfkjun- um $2.00 um ári® (fyrirfram borgaS). Sent tli Islands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rábsmannl blaB- slns. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Rltstjóri S. D. B. STEPHANSON, ráSsmabur. Skrifstofa: 720 SHERBROOKE STRBKT., WINNIPEG. P.O. Rox :t171 Talslml Garry 4110 HEIMSKRINGLA er kærkominn gestur íslenzku hermönnun- nm. Vér sendum hana til vina yÖ- ar hvar sem er í Evrópu, á hverri viku, fyrir að eins 75c í 6 mánuÓi eía $1.50 í 12 mánuÖi Box 3171. THE VIKING PRESS Ltd ÞJÓÐERNI. Það hefir æfinlega verið mikið talað um þjóðerni, og þó að mörgum kunni að þykja undarlegt, þá er eins og menn hafi meira tal- að um það hjá hinum smáu þjóðum, en hin- um stóru og mannmörgu. En það hefir verið svo um allan aldur heims; skáldin hafa ort um það; ræðuskörungarnir hafa flutt um það eldheitar ræður. En það undarlega við þetta er það, að það er mjög sjaldan útskýrt; það er eins og í einhverri þoku. Það er eitt- hvað, sem menn eiga að virða og elska, og sem skáldin og ræðuskörungarnir og fjöldi manna elska; en alt fyrir það er það eitt- hvað hulið og óákveðið. Á ensku er það nefnt: “Nationality”. En hin heimsfræga fræðibók Breta, til dæmis Encyclopædia Brit- annica, í 20 bindum, hefir ekki orðið, og sú, er vér höfum, er næst-seinasta útgáfan, frá 1892. I enskum orðabókum höfum vér fund- ið orðið “Nationality’, og er þar um það rúm lína. Það er skýrt þannig, að það sé “na- tional character”, “national attachment” og “nation”, — ekkert meira. Af þessu verða menn litlu fróðari, því að “national charac- ter’ er litlu ákveðnara en ”nationaIity ’, sem er alveg á sama þrepi, hvað skýrleika snertir og íslenzka orðið: þjóðerni. Það er langt frá því að vera ætlun vor, að fara að hefja rimmu út af þessu eða blóð- uga bardaga; en vér höfum nú um tíma heyrt svo mikið talað um þjóðerni íslendinga hér vestra, og sérstakiega á samkomu einni ekki alls fyrir löngu; að vér ættum að fara að hefja íslenzka þjóðernisbaráttu hér vest- an hafs. Það leit svo út, sem allir skildu fyrir hverju ætti að berjast, — nema vér, því að enginn útskýrði það, og vér munum aldrei eftir að hafa heyrt það útskýrt, nema þann- ig, að það væri þetta þjóðerni, íslenzka þjóð- ernið, sem allir þektu og elskuðu. Vér vilj- um því reyna að skýra þetta, bæði fyrir sjálf- um oss og öðrum. Hvað er það þetta þjóðerni? Þjóðerni er tungumálið og sögurnar og föðurlandsástin og skáldskapurinn, sem hver þjóð á út af fyrir sig, munu víst margir segja, og vér skulum láta það gott heita, svona fyrst um sinn. En ef að vér viljum fá skýra hugmynd um þetta, verðum vér að byrja lengst fram í öldum, þegar þetta alt var að myndast, og getum vér svo smá-fært oss nær og nær tíma vorum, — þá getur þetta alt legið skýrt og ljóst fyrir oss, eins og opin bók. Það var einu sinni sá tími, að menn voru ekki í neinum verulegum félagsskap, öðrurn en þeim, að hver fjölskylda hélt saman og bústaðurinn var einhver hellirinn eða jarðhús grafm undir stórum eikarrótum eða inn í jarðsprungur eða árbakka eða hóla. Þetta var heimilið og þetta heimili vörðu heimilis- menn með kylfum og höndum og tönnum. Þarna var þeirra eina hæli, þeirra eina föður- land, og tungan var að eins fáein orð, eða hljóð og bendingar, og sögurnar voru engar og skáldskapurinn enginn. Þá gat föður- landsástin ekki náð út fyrir hellirinn, eða jarðhúsin; menn lifðu á rótum og ávöxtum, en ræktuðu ekki landið, og skepnur höfðu þeir engar. Ættarfaðirinn eða móðirin var löggjafinn, og hellirinn eða jarðhúsið elsk- uðu þau svo heitt, að barist var upp á líf og dauða við menn og dýr, sem vildu flæma þau og ættflokka þeirra þaðan. Bardagar þessir hafa verið ákaflega tíðir og hafa einlægt orðið tíðari og tíðari eftir því sem fólkið fjölgaði. En svo fóru menn að temja dýrin, og þá varð að fylgja hjörðunum eftir beitinni; þá varð að gefa upp hina gömlu hellra. Þá varð skinntjaldið heimiiið, skinnstakkar og feldir urðu klæð:n, og með hjörðunum reikuðu þeir um siétturnar. En þegar svo langt var kom- ið, urðu fleiri og fieiri fjölskyldur að hópa sig saman, til að geta varist árásum, ránum og manndrápum annara flokka. Skinntjald- ið var heimilið; föðurlandið var hvar sem þeir voru staddir í það og það skiftið. Þeg- ar flokkarnir fóru að verða stórir nokkuð, fóru málin eða hljóðin að greinast ofurlítið, eitt frá öðru, og bendingarnar, eða handa- máíið, að verða ákveðið hjá einum og öðrum flokki. En þó ekki verulega fyrri en menn fóru að setjast að í ákveðnum sveitum og fóru að rækta jörðina. Þó hefir hrakningur- inn lengi verið Jkaflega mikill. Einn hópur- inn hrakti annan úr góðri veiðistöð, af góðu beitilandi, eða frá frjósömum akurbíettum. Vér sjáum það, þegar sögutíminn hófst, að þá ýttust þjóðf'.kkarnir smátt og smátt allir austan að úr Asíu til Evrópu: Rómverjar, Grikkir, Ce’.ar, Gautar, Svafar, Vandalar, Av- arar, Cirr’ /ar, Teutonar, Húnar, Magyarar, Slafar, Lulgarar o. fl. o. fl. — Engin þessara þjóða átti eiginlega neitt föðurland fyrri en hún braut undir sig eitt eða annað landið, drap niður fólkið, sem fyrir var, og kúgaði hina til undirgefni. Þá fóru þær að taka sér bústaði og rækta landið, vanalega með þræl- um, og þá fengu þeir ást á landinu, þar sem heimiii þeirra voru, og elskuðu það, því að I landið var fyrsta skilyrði fyrir velferð þeirra, — þeir lifðu á gróða landsins. Og nú getum vér hugsað oss þá forfeður vora, er þeir komu að austan löngu fyrir Krists daga. Annaðhvort úr löndunum milli Svarta og Caspiska hafsins og þar norður af; úr Kákasus (Caucasus) eða Kurdistan, þar sem Rússar og Tyrkir nú eru að berjast, eða austur lengra af sléttunum suður af tagli Ural- fjallanna. Þaðan ýttust þeir vestur slétturnar á Suður-Rússlandi með hjarðir sínar, hesta og naut og sauði og asna og svín. Og einlægt máttu þeir berjast við úlfana, úruxana, vís- undana, hinar viltu frumþjóðir Evrópu, sem fyrir voru, svarthærða, lága en riðvaxna menn. Þetta hefir gengið þannig mörg hundr- j uð ár, og engin var sagan og léleg var tung- an og veik og stopul var föðurlandsástin. — j Föðurland þeirra var þar, sem þeir voru þann : og þann daginn, það og það árið, eða þann : og þann áratuginn. En þjóðernistilfinningin eða skyldan snör- ist öll um ættbálkinn, hópinn, að verja hann móti öllum öðrum hópum, eða ættbálkum; verja hjarðirnar, sem voru lífsuppeldi þeirra. Þessi barátta var látlaus, hvar sem þeir fóru, hvort spm 10 þúsundir eða 100 þúsundir voru í einum hóp. Höndur þeirra og axir voru reiddar móti öllum öðrum hópum, og allra j annara flokka hendur, spjót og axir móti j þeim. Og elzti og mesti maður ættarinnar j var höfðinginn í friði og stríði og hélt flokk- unum saman. — 1 Mið-Evrópu settist fjöldi hópa þessara að, eða hélt smátt og smátt vest- ur að hafmu, eða suður um álfuna. En for- feður vorir héldu norður um Jótland og eyj- arnar til Svíþjóðar og Noregs ; einstöku sátu all-lengi sunnan við Eystrasalt, t. d. Rýgir, er síðar bygðu Rýgjafylki í Noregi, og hafa ein- hverntíma snemma ræktað rúginn. Þeir sátu óefað á eyjunni Rygen norður af Stralsundi, áður en þeir komu til Noregs. Nú komu þeir í Noreg, enginn veit eigin- lega hvað snemma; en óefað hlýtur það að hafa verið löngu fyrir Krists daga. Og, þeg- ar við fyrst höfum sögur af þeim, eru þar ó- tal smáríki, ótal höfðingjar, og hver stríðir á móti öðrum, drepur og rænir, sem hann get- ur. En þarna verða þeir að setjast að, því að nú komast þeir ekki lengra; útsærinn stöðv- aði þá. Nú fara sögurnar að koma, mjög ó- ljósar og ófulikomnar eða svo sem engar, mörg hundruð árin fyrstu, sem þeir voru þar. Um þjóðerni eða föðurlandsást heyrist ekki orð lengi vel. Það var mest varið í, að vera góður ræningi, eða góður vígamaður. Og árlega fóru þeir í ránferðir, eins og þegar menn á Islandi fóru í fiskiver eða kaupavinnu. En nú tóku þeir sér bólfestu, og þetta land, Noregur, var að vísu kaldasta og hrjóst- ugasta landið, sem þeir höfðu farið yfir í mörg hundruð ár. En það veitti þeim heim- ili, fasta bústaði, þar sem þeir gátu búið um sig og búið í haginn fyrir börn sín og eftir- komendur; þeir fóru að elska landið. Tung- an eða tungumálið fór að gremast frá öðrum líkum tungumálum, og hefir þó stirt gengið; því að enn þann dag í dag segja menn að í Noregi séu í rauninni ein 20-30 tungumál eða sitt tungumálið eða mállýzkan í hverjum dal og firði og eru dalir og firðir nokkuð iraigir í landi því. Vér viljum geta þess að íslenzk- an eins og hún er á ritum Snorra og hinna fornu íslenzku fræðimanna var hirðmál, eða mál höfðingjanna í Noregi þó að það skildist víðast hvar um Noreg, einkum með sjónum. Þá þegar svona langt er komið eru fyrstu skilyrðin fynr hendi til þess að þjóðernis- hugmyndin geti farið að þroskast hjá þjóð einni, það er sama hvar í heimi sem hún er, eða á hvaða öld heimsins fyrri eða síðar. En þetta eru fastir_ bústaðir og sameiginlegt tungumál. Og nú fer þjóðermð að hlaðast utan á fólkið og festi rætur hið innra hjá hverjum einstaklingi, en það eru venjurnar allar, líf- ernis hættir allir, endurminningarnar allar, hugsunarháttur, klæðasnið, fataburður.vinnu- brögð, Ieikur, sögur, skáldskapur, fegurðar- tilfinningin, frelsisþrá eða undirgefni. Þjóð- ernishugmyndir þrælanna eru aðrar en þjóð- ernishugmyndir frjálsborinna og frjálsthugs- andi manna, hugmyndir fjailabúanna aðrar en hugmyndir sléttubúanna, hugmyndir akur- yrkjumannanna aðrar en fiskimannanna, hug- myndir víkinganna aðrar en hugmyndir bú- karlanna. Og svo eru vögguljóðin og þjóð- sagnirnar og kappasögurnar, sem festast í huga hinna uppvaxandi kynslóða. Og svo er trúin og stjórnarfarið og lögin. Vér sjáum nú að hinar litlu þjóðernis- hugmyndir sem forfeðrar vorir höfðu meðan þeir voru að reika með gripahjarðir sínar norðan við Caspiska hafið eða Svarta hafið eru orðnar alt aðrar, þegar þeir eru komnir til Noregs og farnir að setjast þar að, sumir við fiskiveiðar með sjó fram, aðrir farnir að ryðja merkur og skóga upp til fjalla, eins og vér ruddum skógana í Nýja íslandi eða Nova Scotia. Þeir voru komnir að útsænum, sem forfeður þeirra höfðu aldrei séð. Þeir tóku jarðir af höfðingjunum, léni, og urðu þeim undirgefnir sem landsetar og trúin breyttist, því að þeir urðu að bæta nýjum guðum við hina gömlu, sævarguðunum við landguða- flokkinn, sem mestalt var skyldulið Óðins. Og svo liðu hundruð ára, þá kom önnur trú og þá voru sumir þeirra stokknir undan yfir- gangi Haralds og höfðingja annara til Islands. Og einlægt var þjóðernið að taka breytingum þeir gjörðust sjóvíkingar nokkru eftir að þeir komu til Noregs og fóru með öllum ströndum Eystrasalts og öllum ströndum Evrópu suður á Spán og inn í Miðjarðarhaf með Afríku- ströndum, tóku Sihiley og suðurhluta Italíu, voru á Möla í Miklagarði sem Væringjar fóru fóru til Jerusalem. Og á Eystrasalt og á At- lantshafsströndum fóru þeir upp með hverri skipgengri á og rændu og brældu, tóku stórt hérað af Frakklandi. Og svo mikill ótti stóð þjóðunum af þeim að það var stöðug bæn munkanna og prestanna:—“A furore Nor- mannorum libera nos o! domine Frelsa oss drottinn frá æði Norðmanna. Þegar þeir komu úr herferðum sínum höfðu þeir æfinlega með sér meiri og minni fjölda af herteknum mönnum og konum, er þeir höfðu fyrir þræla þegar heim kom, og gáfu sumum lausn, og þeir voru kallaðir leys- ingjar. Afkomendur þeirra manna blönd- uðust svo saman við upphaflegu þjóðina og þessvegna er það að menn geta svo oft séð slafnesk eða keltnesk eða írsk andlit meðal íslendinga enn þann dag í dag. Þetta er nú alt saman undirbúningurinn undir íslenzka þjóðernið, þegar fólk þetta af ýmsu kyni með ótal þjóðerniseinkennum, ótal frá brugðum hugmyndum og lífsskoðunum kom til íslands og settist þar að. Og þegar þessir menn voru komnir burtu frá bardagasollinum og gáfu upp víkingaferð- irnar og fóru að stunda búskap á sjó og landi, þá var þjóðernið einlægt að smá breytast því að þjóðernið er æfinlega bundið við heimilið og umhverfið og lifnaðarhættina, hvar í heimi sem er. Kristnin kom og menn hættu að bera út börn sín til að láta þau deyja á klakanum eða hrafninn höggva augun úr þeim. Þrælahald- ið smá dó út þegar víkingaferðirnar hættu Og menn flestir verða að játa að þessar breyt- ingar á þjóðerninu hafi til batnaðar verið. Enn þá hélt samt höfðingjavaldið áfram. En hugmyndirnar og hugsanir þær og verk sem mynda þjóðernið voru einlægt að breytast Þær gjöra það æfinlega hvort sem menn neita því eða játa, hvort sem menn vilja það eða ekki. Og þettta gekk svona eina öid eftir aðra, einn mannsaldur eftir annan. Sonurinn hugsaði öðruvísi en faðirinn, dótt- irin . öðruvísi en móðurin,. . vann. öðruvísi, skemti sér öðruvísi, klæddist öðruvísi, lifði öðruvísi, söng öðruvísi, talaði öðruvísi. Meira. Þá hefði þýzkan orðið tungumál alheimsins og hin þýzka menmng og þýzka siðfræðishugmyndir ráð- ið lögum og lofum um heim allan. Bretaveldi mundi skjótlega hverfa, eins og Spánaveldi hið mikla leyst- ist í sundur þó að það væri að meira eður minni leyti þvert yfir hnöttinn. Þá leystist í sundur þjóðir þær sem eru af brezku kyni. Það yrðu smá drefjar eftir af þeim hér og hvar í öllum álfum heims, eins og Spánverjar sem eftir eru hér og hvar um mið- og Suður Am- eríku, sýna að þarna hafi Spánver- jar einhverntíma áður verið hin drotnandi þjóð. Sem stendur geta þýzkir stært sig af því að halda Belgíu, Pólen, Serbíu, Svörtu fjöllum og Rúmaníu En nú er spurningin: Geta þeir haldið þessum löndum. Til þess þurfa þýzkir að fá friðinn núna undireins. Þeir gætu þá búið svo um sig á skörum um tíma að ófært væri að ráðast á þá, og með svip- unni og byssustingjunum gætu þeir kúgað allan heim til að hlýða sér og gera sinn vilja. En innan tíu ára myndi ekkert það ríki eða veidi vera til í heimi, sem ekki neyddist til þess að verzla við þjóð- verja upp á þá skilmála ema, sem þýzkum þóknaðist. Hvar sem þeir hefðu verið, hefðu þeir dregið upp þýzka fánann. En svo er hin hliðin og hún er þessi: Ef að þýzkir hefðu núna verið búnir að sigra, eins og þeir hafa stært sig af þá hefðu þeir ekki þurft að vera að gjöra í gustukaskini að bjóða þessum siðruðu óvinum sínum friðinn. Pessi ræða hans var full af hroka og stærilæti, og er það enn ein sönn. unin fyrir grunnhigni þeirra og ðhva þeim er ómögulegt að skilja hugsunarhátt og skaplyndi annara Fari menn að skoða friðarhorfurn- ar eins og þær eru nú, þá getur enginn maður, sem nokkra þekk- ingu hefur á því, hvernig sakir standa skoðað friðartilboð öðruvisi en iiina mögnustu fjarstæðu og vitfirring ‘íabsurdity” hin gífurieg- asta. Enginn Frakki lætur sér frið til hugar koma meðan l>ýzkir sitja á frönsku landi og hið sama má «cgja um Brcta og Russa. Meffen þýzkir halda löndum annara þjóða er cngin minsta von um oð nokkur þjóðin sinni friðartllboðum, eða láti sér slíkt til hugar koma. Menn fara ekki að semja við innbrots- þjófinn, meðan hann er að tína saman gull og silfur í húsum þeirra og stinga því í poka sinn, nema því aðeins að hann haldi spentri skammbyssu við eyra þeirra og neyði þá til l>ess. En ef að þér verð- ið fyrri til að stinga spentri byss- unni að nösum hans, þá verður hann undan að láta og gjöra það, sem þér viljið. Hann verður þá að láta niður falla skammbyssu sína og sleppa silfrinu og gullinu, sem hann er búinn að stela, og þá geta inenn gjört við hann hvað som þeir vilja. Nú höldum vér ræningjanum í stellingum þessum. En þó að svo sé, þá mega menn ekki ætla að stríð- ið sé búið von bráðar. Yér höfum nú tögl og hagldir, en grimmustu og hroðalegustu bardagarnir cru eftir. Og hafi það verið rétt af oss, að ganga út í stríð þetta, þá væri það rangt og hróplegt af oss að liætta nú, fyrri en vér höfum fengið því framgengt, sem vér höfum verið I að berjast fyrir. Engir menn í heimi þjóðunum friðar tilboð þessum sem [ aðrir en þeir, sem að því starfa undirbúning, sem Bretar hafa nti til þess að vinna stríðið. Og sannar- lega er starfi sá allur enginn friðar- vottur. 1 skotgröfunum kemur eng- um manni friður til hugar; því að Markið sem Þýzkir hafa kept að sídan 1870. Nú eru Bandamenn búnir að láta í Ijósi hvaða friðarkostum þeir myndu taka ef að stríðið hætti nú og er því ekki fjarri að hug- leiða tilgang þjóðverja á stríði þessu og mark það sem þeir voru búnir að setja sér löngu áður en stríðið hófst. En það var að mynda voldugt keisaradæmi sem næði þvert yfir alla Evrópu frá Norðursjónum og Eystra- salti suður um Balkanlöndin að Adría- og Grikklandshafi og suður þaðan og austur yfir Litlu-Asíu Sýrland, Gyðingaland, Arabíu og Mesopotamíu, alt að Persuflói. Aðal stór- borgin á veldi þessu átti að vera Berlin og Mikligarður annar miðpunkturinn. Þegar þetta veldi væri á fót komið, þá var fyrirsjá- anlegt að skjótlega myndi það drotna yfir öllum heimi. Enginn hefði getað reist rönd við því. Það hefði orðið stórum voldugra en hið forna Rómaveldi. Og staðið á miklu fastari fótum, því að þar hefði enginn mátt hósta eða hrækja nema með keisara leyfi. þeir hafa verið að berjast við. hafa hugmynd um hinn feykilega Þeir mundu þá snúa sér að því að búa um sig og tryggja sér þetta veidi, eins og engir óvinir væru til, sem þeir þprftu nokkuð að hirða um. En þeir standa í þeim þessir allir vita, aö kæmi friðurinn nú, bitar sem þeir hafa verið að fást værum vér engu nær að fá fram- við að glevoa og bessvemia' eru gen8t ti)gangi vorUH1 • ^ En Það er l f * L-r * , v vor einbeittur ásetningur að fá öll- þeir ao biðja um rnð.^ Lt að það UTn kröfum vorum fiamgengt. er skoðun vor að þjóðverjar hafi Hugmyndir vorar um iíf og til- verið réttir að ræna þessum lönd- gang pess eru algjörlega ósamrým- um og hrekja og drepa niður lands- aniegar við hugmyndir Prússa. Vér búa, og að þetta sé hinn sanni andi v«fuin Jví að halda áfram og berj- og hm retta stefna menmngar og urnar og sverðin, eða rétUæti« og mentunar heimsins, þá ættum vér frelsið á að drotna í heiminum. — að gleðjast yfir þessum friðartil- Margfalt heldur vildum vér afmást boðum þeirra og Bandamenn ættu at jörSunni, en þola þrældóm af að taka þeim svo að þýzkum yrði ö*rum Þjóöum‘ liafi eg tíma tif sem Iéttast að taka heim allan í jiverjum nafni menningarinnar og mannkær-1 leikans. Þeir segjast svo gjöra þetta ait í Guðs nafni. En séum vér annarar skoðunar, sem ham-1 ingjunni sé lof að vér treystum að allir Bandamenn séu, þá er nú tím- inn til að leggja fram sína seinustu krafta og ganga að því með oddi j U1U hefðu þá í hávegum og teldu og egg að leggja þá á bakið og láta enga Þeim snjallari. l>eir væru með þar kné mfylgja kviði á þessu hundtryltu öuldarmönnum. sannað það, Canadamanni, að svo framarlega sem Þýzkir sigra, — þá leggja þeir ánauðar. og þrældómson. ið á herðar vorar. —Seinast talaði hann um fram- komu Canadamanna á vígvöllunum og lofaði þá mjög fyrir hreysti þeirra. Sagði að bæði Bretar og Frakkar og aðrar þjóðir á vígvöliun Major C. W. Cordon. Prestur, herforingi, rithöíundur undir nafninu Ralph Connor, kom heim af vfgvöllunum til að vera liér skamrna stund. Kom á laugardag- inn og var tekið á móti honum með fögnuði miklum, bæði af liersvcit- unum sem hér eru í borginni og hin- um mörgu vinum sínum og safnaðar vinum. Fiutti hann ræðu er hann kom, og sagði að heiztu herforingjar iiefðu þá skoðun að þrautaslagur- inn yrði í sumar komandi. Kvað hann Canada geta hvorutveggja ráðið skjótum úrslitum málanna eða þá lengt stríðið um enginn veit hvað langan tíma. I>ví að ekkert væri það sem gæti ógnað þýzkum eða fylt kvíða og ótta lijörtu þeirra eins og það að sjá nú nýja herflokka myndast í Canada og Australíu. Þegar þeir sæju hylla undir her- flokka þessa, þá mundi allur nióður úr þeim fara. Grimrnasta stríðið og hörðustu bardagarnir sagði hann að væru eftir. Því miður getuin vér ekki tekið alla ræðu lians, sem var góð, en komum þó með einn kaflann, er hann talar um friðartiiboð Vil- hjálms,, og er hann þannig: Vér getum raunar ekki sagt hvaða tilgang Vilhjálmur hefur liaft með friðartilboði sínu. En vafalaust mun hann nú gjarnan friðinn þrá. og liver einasti þjóðverji þráir liann í insta djúpi sálar sinnar meíra og heitara en nokkur maður hefur frið þiáið á jörðu áður. En ákaflega er það einkennilegt að þessi boðskap- ur friðarins kemur af vörum kanzl- arans þýzka, sem í sárum andrómi lýsir því yfir að þýzkir liafi unnið glæsilegan sigur yfir öllum óvinum sínum og tyggjandi á því fer hann iiinum allra beztu, hugrökkustu, þolbeztu og snarráðustu hermönn- um, hvar sem þeir hefðu fram komið. í ræðu sinni mintist Rev. Majór Gordon á menn þá, sem grætt hafa stórfé á vopna- og skotfærasmíðum, og sagði, að allir þeir, sem sprengdu upp prísana á vopnum og skotfær- um, til að verða rfkir af, ættu að takast og skjótast tafarlaust. Það væri blóðugt að horfa á önnur eins verk. Hermonnirnir Jegðu líf sitt í sölurnar ti Jað berjast fyrir frelsinu og föðuriandinu; en óþokkar þess- ir notuðu sér neyðina og þörfina til að græða miiíónir. En á meðan liryndu hermennirnir niður af því þá vantaði skotíærin tii að verjast óvinunum. Slíkir inenn mættu ekki þolast í nokkru landi, __________ i Austurríki illa komið. l’að eru að smásíast út fréttirnar um ástandið í Austurrfki, ei>kum í helztu borgunum og er svo langt komið að menn velta dauðir út af á strætunum, en í hundraðatali fyrirfara sér menn og konur heldur en að þola sultina og eymdina. Ríka fólkið og höfðingjarnir hala nóg matar ennþá og eins hermenn- irnir, en svona er nú farið að þrengja að fátæka fólkinu. Það ér því ekki furða þó að menn kystu hver annan á strætunum, er þeir héldu að friður yrði saminn, eða þó að inenn þessir og konur safnist sainan í hópagangi um strætin og hrópi:—frið, frið, gofið okkur frið. Sagt er að hinn nýji keisari sem tók við af Jóseppi vilji óvægur slíta öUum félagsskap við Viihjálm og Þjóðverja og láta mikið af löndum og eignum ríkisins e fað hann gæti kcypt sér frið með þvf. Hann sér að landið er eyðilagt, félaust og bjargarlaust og að með hverri vik- unni sem hann heldur nú áfram fél- aginu við Vilhjálm, verður eymdin meiri og meiri og friðarkostarnir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.