Heimskringla - 11.01.1917, Blaðsíða 5

Heimskringla - 11.01.1917, Blaðsíða 5
WTNNÍPPEG, U JANI'-AR, 1917 REIMSKRINGLA BIS. $ ast þegar eg sé blöðin.” Þá sagði Major Gordon beim, hvernig Canadamennirnir hefðu haldið tanganum eða horninu við Ypres mánuð eftir mánuð; löngu eftir að skotgrafirnar þar voru, orðnar morðgildra ein. Lét hann I mikið yfir því, að 43 herdeildin I (battalion) hefði unnið sér þarj frægð og frama. Sagði hann, að) aldrei myndi fyrnast hreystin og) hugprýðin, sem Canadamennirnir sýndu þar. Lýsti hann svo ferð sinni til víg- vallanna við Somme, og hvernig Prakkar og Bretar liefðu smátt og smátt náð yfirráðum yfir Þjóðverja bæði stórskotaliðið, fótgönguliðið j og þó einkum flugmannasveitirnar. Rúmenar. En einna fróðlegast þótti mönn- um það, sem hann sagði um Rúmena og ástand þeirra. Hvað Rúmena snertir þá hefir hver maður sína útskýringu um það hvernig þar hafi til gengið. Eyrst, býst eg við, að þýzkir hafi ætlað að þar væri tækifæri að vinna léttan en dýrðlegan sigur. Herskarar Rúmena voru nýir og óreyndir í stríðinu, og langtum ver búnir að vopnum öllum en hin- ir þýzku hermenn. Og þegar þýzk- ir loks fóru móti þeim, þá höfðu þeir langt um meira og betra stór- skotalið, hrausta og vel æfða her- menn og alt betra og fullkomnara en Rúmenar. Rúmenar hörfuðu undan fet fyr- ir fet, og mflu eftir mílu, og börð- ust um hvert fótmái, en pössuðu það að iáta Þjóðverja aldrei ná haldi á herflokkunum. En þýzkir eru búnir að ná öllum vesturhluta Rúmeniu (Wallaehi). En þó að þeir næðu landinu, hafa þeir ekki náð her Rúmena og ekki getað eyðllagt hann. 1 öðru lagi vil eg geta þess, som vér eiginlega megum ekki ræða op- inberlega, nema að þvi leyti, sem það er opinbert orðið fyrir öliurn heimi. En það er þesífi óskiljanlegi sljóleiki Rússa, að koma ekki Rúmenum til hjálpar f tæka tíð. En það vitum vér aliir, að ekki alls fyrir löngu réðist byltingamaður einn á þingi Rússa á skrifstofu- stjórn Rússa heima og sakaði fjiiid.i háttstandandi manna um það að þeir væru keyptir með þýzku guíli. Urðu Rússar þá svo æstir og reiðir, að þeir ráku úr embættum alla menn sem grunaðir voru. Þeir hreinsuðu fyrir dyrum heima hjá sér, og nú ætla eg að Rússar fyrst fari að geta notið sín og lagt fram alla sína feikna-krafta til stríðsins. Og eg er viss um það að brezkir stjórnmálamenn eru nú miklu ó- hultari og óhræddari um Rússa en nokkru sinni áður en strfðið byrj- aði. Hann skorar á menn að ha’.da nú saman. Nú er enginn sérstakur stjórn- málaflokkur til orðinn á Englandi. Æðri sem lægri standa nú saman á sama pallinúm, og rís nú enginn yfir annan, en allir vilja vinna að hinu eina og sama marki. Og hið sama vona eg að eigi sér stað hér í Canada.--------án vér verðum eitt- hvað að gjöra og það skjótlega. Vér verðum aliir að vera með eín- um huga. Alt Canada verður að vera með einum huga, þá getum vér fylgst saman til sigurs, vér getum seilst cftir honum ef að vér gjörum oss verðuga þess, að sigra. — Or bréfi frá herbúðum Shoreham Camp, England. Á jóladaginn 1916. Herra ritstjóri, M. J. Skaptason, Winnipeg, Man. Eg þakka þér kærlega fyrir hvað þú ert hugulsamur að senda mér Hcimskringlu, eg fæ hana nú altaf einú sinni í viku, og þykir mér mjög vænt um það, því þar sér maður nokkurnveginn hvernig ykkur líður heima í Canada. Af okkur félögum er alt þolanlegt að frétta. Við erum nú búnir að vera hér á Englandi í fimm vikur og hefir okkur liðið vel, allir búnir að fá sex daga frí, sem kallað er konungsfríið. Við skemtum okkur ágætlega, ferðuðumst hér um Eng- land, fjöldinn fór til London, sum- ir til Skotlands, aðrir til Irlands o.s.frv. Eerðin hingað til Englands var 1 alla staði hin skemtilegasta; við fengum ágætt sjóveður alla leið. Að vísu veit piaður ekki mikið af því þótt sjórinn ygli sig dálftið, þegar maður er um borð á öðru eins skipi og við vorum á. Það skip var 11 hundruð fet á lengd og stærðin öll eftir því; á því voru sex dekk, og voru þau öll merkt eftir stafrofi: a, b, c, d, e, f; við vorum á c dekki. A og b dekk eru höfð til þess að ganga um þau sér til hreSsingar, og á b dekki eru borðsalir miklir og stórir, sem nærri má geta, j>vf skip þetta get- ur flutt 10,000 menn. 1 þetta skifti voru á því 7 herdeildir frá Canada, auk skipverja, sem munu vera nær 1,000 að tölu. Okkar herdeild var sú eina frá Manitoba, hinar voru víðsvegar að frá Austur Canada. — Skip þetta hið mikla heitir Olympia. Við fórum frá Halifax kl. 4 e. h. ]>ann 14. nóvember. Um kvöldið var hverjum manni fengið sund- belti og þau mátti maður ekki taka af sér alla leið, það lá stór sekt vð því. Til Liverpool ko.mum við að kveldi þess 19. nóv., eftir 5 sólarhringa og 5 klukkutíma ferða- lag, en á skipinu vorum við látnir vera 3 dægur, áður en við vorum tokn«- í land. Var okkur sagt að það væri fyrir það að það væru ekki vagnar til staðar, til þess að flytja okkur frá Liverpool tii her- búða þessara; vorum við 9 klukku- tíma á leiðinni. Þessar járnbraut: arlestir eru mjög svo hraðskreiðar, en ekki vorum við neitt hrifnir af fyrirkomulaginu á þeim. Vagnarn ir eru smáir, taka 16 manns, og er hver þcirra hóifaður í tvent svo að ekki eru nema 8 menn í hverju hóifi og er þar mjög þröngt fyrir þessa 8 menn, sem ætlast er til að séu í þeim. Tíðarfar sfðan við komum hing- að hefir verið mjög votviðrasamt, svo að varla hefir komið dagur sem ekki hefir rignt. Við erum æfðir á hverjum degi, sunnudáfea jafnt sem aðra daga. Þetta er fyrsti frídagur okkar síðan við fórum frá St. John. Áður en margar vikur lfða býst eg við að þið fréttir til okkar yfir á Frakklandi einhversstaðar. Tveir af þessum fáu Islendingum sem eru í þessari herdeild hafa fengið stöður sem yfirmenn (Corporals), þeir eru Skafti V. Eyford og Carl Þorsteinsson. Eg man nú ekki eftir fleiru f þetta skiftí, en sendi þér línu við tækifæri. Eg bið Heimskringlu að bera kæra kveðju frá okkur fs- lendingum í 222. herdeildinni frá Canada, til alira kunningja okkar og vina. Með vinsemd, Jón Jónsson, frá Piney, Man. Pte John Johnson Reg. No 292253, C. Company 222nd Batt., C.E.F., Army Post Office, London, England. Hatrið Þýzka. Bláðið Daily Chronicle fékk eftir fylgjandi bréf frá fregnrita sfnum og Jeggur hann æru sína í veð að sönn sé fregnin: Það er samtal Hollendings og Þjóð verja og skrifaði Hollendingurinn upp samtalið undir eins og þeir skildu. Samtalið var á þessa leið: “Já,’ sagði þjóðverjinn, “Við erum sigraðir—sigraðir af sultinum, en ekki með vopnum. Enginn maður í heimi getur sagt að við séum með vopnum sigraðir. Við höfum unn- ið bardagana. En sulturinn hef- ur yfirbugað okkur. Við sveltum og það er England, England og engin þjóð önnur, sem hefur gjört það. Þessvegna skulum (við til eilífSar hata England og hefna okk. ur á Englandi. Hið eina en stórvægilega glap- ræði okkar var það, að fioti okkar var ekki nógu stór. En við sverjum þann dýrasta eiðinn, að eftir þrjú ár skuli flotinn okkar verSa stærri og voldugri, en floti Breta hefur nokkurntíma verið eða getur nokk urntíma orðið. Við sverjum þatin dýrastan eiðinn — aldrei — aldrei framar skuiu Bretar hafa þjóðirnar undir vængjum sínum, eins Qg þeir hafa þær nú. Þá verSa Bretar að standa einir, eða því sem næst. Og þá skulum við mynda þjóða-sam- band svo voldugt og sterkt, að við verðum vissir um að eyöileggja Breta og troða þá og land þeirra undir fótum vorum. Flotinn rwðst á landið og herskarar óteljandi vaða um landið. ÞaS er f þessum til- gangi einum að við höfum sparað flotann í stríði þessu. Að þremur árum liðnum byrjum viS aftur slag- inn og ráðumst á England og þá skulum við eyðileggja alt landið. ViS játum öllum kostum þeirra. Á þessari stundu þegar friSurinn er á allra vörum skulum við minn- ast Englands. Við munum fyrst blekkja þá með því að látast ekki vilja þiggja þessa friðarkosti þeirra, en við ætlum að ganga aS öllum kostum þeirra. Við erum jafnvel fiisir til þess að selja og svfkja Tyrki og láta Rússa hafa Miklagarð. Við ætlum að selja og svíkja Austur- ríki 0g láta Rúmaníu hafa Trans sylvaníu. Við ætíum að selja o<g svfkja Ferdinand Bulgara konung og látum hann standa einan upp! móti óvinum sínum. Við látui' Frakka hafa aftur Elsas o" l/0*l! ringen. Við ætiurn jafnvel að frnm- selja keisarann ef sð það verð heimtað. Þá getum viS og hljótum að fá friðinn. En þegar búið er að undirskrifa friðinn og binda hann svardögum, þá tökum við til aftur aS tryggja nýjan flota, og innan þriggja ára getum við byrjað aftur, og þá—þá skulum við verða hundrað sinnum sterkari en nú. Eftir sögu fregnritans var þetta enginn ómerkur maður og eins mun þessi hugsun ekki einstök vera heldur útbreidd meSal allra auð- manna baróna og fyrirmanna þjóð- verja. Samvizka, eiðar og réttlæti koma hér ekki til greina. Ljóðmœli Þorskabíts. Þeir útsölumenn að þessari ljóða- bók, sem ekki hafa þegar sent mér andvirði seldra bóka, eru beðnir að gjöra það íyrir 15. desember næstk. — Einnig eru allir beðnir að senda mér til baka aliar óscldar bækur, sem þeir liafa. S. D. B. STEPHANSON, Box 3171, Winnipeg. ¥-------------------------------------------* KRISTINN STEFÁNSSON Kvatt nú hefir kaldan heim kvæðamaður slyngur. Þekti skáldsins hróðrar hreim hver einn Islendingur. (2-10-’16) J.A.J.L. JON HRAFNDAL JOHNSON Meinleg örlög margan hrjá mann og ræna dögum. THOMPSON COMMISSION CO. * 316-18-20 Hargrave Street Winnipeg, Man. Vér borgum eftirfylgjandi vöruverð þessa viku:— .Tárna-rusl, 100 pund ............................... 40c No. 1 saltaðar húðir, pundið .........................19c Hest-liúðir, hver .............................|3.00—$5.00 Hérar (drawn), hver ................................. 25c Hérar (dressed), hver .............................. 30c Smáir hérar, tylftin frá .........................30c—60c No. 1 úlfa skinn, hvert .......................$5.00—$6.00 Hænsni, pundið ...................................... 14e Stórar hænur, pundið ................................ 14e Andir og gæsir, pundið ................)..............15c Boots and Shoes (Rubber), pundið ...................ý% Auto tires, pundið ..........................j...........4*4 Kopar vír, pundið ....................................I8c Bras-rusl (red), pundið ..............................I5c Vér borgum hæsta markaðsverð fyrir allar tegundir loð- skinna. Svfn, yfir 100 pund, pundið ......................13c Svín, ekki 100 pund, pundið ..:..............i. .....12c Svín (rough or stags), pundið ...................... llc Vér borgum flutningsgjald á öllum húðum, rubber rusli og málmi, ef sent er 300 pund eða meira. Borgar sig bezt, að tína sem mest saman og senda sem mest í einu. Sá var löngum cndir á íslendinga sögum. Þ. E. I hópum stórum Heljar til halda menn nú óðum. Fólki gengur fátt í vil; fækkar vinum góðum. Þar á meðal þjóðin vor þétt nú tapar mönnum, sem oft gengu gagnleg spor gegnum líf—í önnum. Aldni vinur, emn varst þú af þeim nýtu sveinum, sem vér margir syrgjum nú sálar inst í leynum. Engum hlífir Ægir flár; engra bæn hann skeytir. lslendingum svöðu sár svikull oft hann veitir. jm Iðjumaður einstakur alla tíma varstu Ei samt þóttir auðugúr, upp því litið skarstu. Flest í heimi öfugt er; ei sín fjöldinn nýtur: Sáir einn en annar sker upp—og gróðann hlýtur Gjörvileiki og gæfa fer götur stundum tyennar. Fæstum annars auðnast hér ávalt fylgi hennar. » , , : Um flest, sem snerti feðra-grund fróður varstu’ og ræðinn. Geymdir þú, með glaðri lund, gömlu’ og nýju fræðin. m' ., Einlægt var þín örugg trú á Islands framtíð góða. Og margt að heiman hafðir þú hugðnæmt til að bjóða. Ötull sonur æ þú varst okkar gömlu móður. Svip og hjarta hennar barst: hreinskilinn og góður. Sem bros-hýr, frjáls og falslaus snót fagnar sveini blíðum, svo börnum þú og blómum mót’ breiddir faðminn tíðum. Engil-blíða brosið þitt og blessuð hjartans gæðin, glöddu marg-oft geðið mitt, sem góð-skáldanna kvæðin. Aldrei reiðan eg þig sá öllu lífs- í -róti. Þín æ heið og hýr var brá hvað sem gekk á móti. Einkar vinsæll varstu því, vildir að öllu hlúa.— Glöðu’ og hreinn geði í gæði ótal búa. “Islendingur” þakkar þér það, sem vanstu honum. þér dýra kveðju’; eg dapur ber, frá dætrum hans og sonum. Og góða kynning þakka’ eg þér þrjá í ára tugi.— Aldrei ferðu’ úr minni mér mikli ofur-hugi. (Sept. 1916) J. Ásgeir J. Lirdal HtÐIR OG SKINN. Seljið ekki húðir og skinn heima lijá yður; þér fáið ekki hæsta verð. Eg borga frá 17—24c fyrir pd. eftir gæðum. Biðjið um frían verðlista og shipping tags. F. W. KUHN, 908 Ingersoll Street. Winnipeg, Man. A. McKeHar The Farmers’ Market 241 Main Street. WINNIPEG Bœndur, takið eftir! Yér kaupum allar tegundir FUGLUM, EGG, SMJÖR o, s. frv. Einnig SVÍN, lifandi eða dauð, sem vigta frá 80 til 300 pd. hvert. Hæsta markaðsverð æfinlega borgar, og peningar send- ir um hæl. Skriftið við velþektan og áreiðanlegan mann, og maðurinn er: MacKELLAR. ♦ ♦ n ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ H tt U n 1 ♦t § t-f f ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦ ♦ t ♦ ♦ ♦ t ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ t ♦ ♦ ♦ ♦ n ♦♦ ♦ ♦ t+ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■*♦♦♦ ♦♦ ♦-♦♦♦♦♦♦-♦♦♦♦♦♦♦ 4 4 4 4 4 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦ • V;ér kennum PITM AN Hraðritun. I vér í:ennum Success | ?,R. pc ! ;K O. IÍUn. BUSINESS C0LLF.GE Horninu á Portage og Edmonton Winnipeg Man. DEILDIR AF SKÓLANUM FRÁ HAFI TÍL IIAFS. Tækifæri Það er stöðug eftirspurn eftir fólki, sem útskrifas! hefir frá SUCCESS skólan- um. Hundruð af bókhöldur- um. Hraðriturum, Skrif- stofustjórum og Skrifurum geta nú fengið stöður. — Byrjið í dag að undirbúa yður. Takið tækifærin, sem berast upp í hendur yðar. Leggið fé í mentun, — ef þér gjörið það, þá borgar það svo margfalda rentu, og vandamenn yðar og vinir verða stoltir af yður. — SOCCESS skólinn er tilbú- inn að undirbúa yður fyrir tækifærin. SKRIFIÐ YÐUR STRAX I DAGI INN YfirburSir Beztu meðmæiin eru til- trú fólksins. Það skrifa sig árlega fleiri stúdentar inn í SUCCESS, en í alla aðra verzlunar skóla Winnipeg borgar samantalda. Skóli vor er æfinlega á undan öll- um öðrum í nýjustu hug- myndum og tækjum, sem kenslunni við kemur. “Bil- legir” og “Prívat” skólar eru “dýrir” á hvaða “prís” sem cr. Allar vorar kenslu- greinar eru kendar af sér- íræðingum. Húspláss og á- höld öll er margfalt bctra en á öðrum skólum. Stund- aðu nám á SUCCESS skól- anuin. Hann hefir gjört — success í starfi sínu frá byrjun. — SUCCESS vinnur. n n ♦♦ ♦♦ ♦♦ :: n ♦♦ n ♦♦ ♦♦ ♦4 ♦ I ♦ < ♦ i * i * i ♦ •< SUCCESS skólinn heldur hæstu verðlaunum fyrir vélrituw í öllu Canada. SKRIFIÐ YÐUR INN HVENÆR SEM ER. Skrifiö eftir skólaskrá vorri. Success Husiness College, I td. F. G. GARBUTT, Pres. I). F. FERGUSON. Prin - » ♦ -4 4- * ♦ * "

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.