Heimskringla - 25.01.1917, Síða 1

Heimskringla - 25.01.1917, Síða 1
vaasf. RoyaJ Optical Co. Elztu Opticians i W'innipeg. Við hðfam regnst vtnum þinum vtl, — gefttu okkur lækifæri til aO regn- ast þér vel. Stofnselt 1905. W. B. Fowler, Opt. XXXI. AR. WINNIPEG, MANITOBA. FIMTUDAGINN 25. JANOAR. 1917 NR. 18 Brynjolfur Brynjolfsson Eins og getið var um hér í blaðinu fyrhr skemstu. andaðist að heimili tengdasonar síns, Kristjáns Indriðasonar við Mountain pósthús í Norður Dakota, baenda öldungurinn og hinn mikli fróðleiks og gáfu- maður, Brynjólfur Brynjólfsson (bjó seinast á Islandi á Skeggstöðum í Húnaf>ingi rúmra 88 ára að aldri. Bar andlát hans að á þriðjudag- inn þann 2. f>. m., eftir þriggja daga hæga bamalegu. Blindur var hann búinn að vera um nokkur ár, og heilsu veill frá því á síðastliðnu hausti. Sálarkraftarnir voru þó að mestu óskertir fram til h'.ns síð- asta. Með honum er tiJ moldar genginn einhver sá allra göfugasti maður í bænda röð, er uppi hefir verið hér meðal Islendinga og hing- að flutt. Var Jiann hvorttveggja í senn, höfðingi sannur í sjón, og Jiöfðingi í lund. Hann var gæddur frábærum gáfum og framúr- skarandi minni, og munu fáir þeir viðburðir hafa gerst hjá þjóðinni á öldinni sem leið, að eigi kynni hann frá að skýra. Hann var flestum betur máli farinn, voru frásögur hans bæði einkennilegar og ljósar og einkar skemtilegar. Var því líkast sem maður hlýddi á vellesna sögu frá fornri tíð, er maður hlustaði á sögur hans. margir afburða gáfumenn, er fast fylgdu fram öllum réttar krÖfum þjóðarinnar, er þá var að byrja sjálfstæðis baráttu sína. Um þessar mundir toguðust á tvö öfl í þjóðfélaginu, annað afturhaldið, afl van- ans og yfirdrotnunarinnar, og fylgdu því konunglegir embættismenn fast fram. Hitt var afl framsóknarinnar, er vaknað kafði úti í heimi, og hreyf þjóðirnar með sér eina eftir aðra og barst út til ættlands vors, með taismönnum þjóðréttindanna fornu. Og það hreyf hugi allra hinna drenglundaðri eldri og yngri manna. Varð Norðurland einkum aðalstöð þessara hreyfinga. Árið 1842 urðu amtmanna skifti fyrir norður og austuramtið. Andaðist þá hinn alkunni frelsisvinur og skáld Bjarni Thorarinsen, en í hans stað var skipaður Grímur Jónsson, er þá hafði bæjarfógeti verið í Middelfart og skrifari í Vents á Fjóni í Danmörku. Amtmaður var hann fyrir norðurland áður (1824) og var vel látinn. Var hann af hinum ágætustu ættum landsins, en harðdrægur mjög og konunghollur með fádæmum. Sett- 1 ist hann brátt ofan á þann frelsishuga er hann fann vakandi um alt Norðurland. Undu menn því illa og varð brátt samdráttur að verjast yfirgangi amtmanns og mynduðust samtök yfir þvera sýsluna og fund- ír haldnir á laun, við hinn forna þingstað sýslubúa að Vallnalaug. Fyrir þessu gengust hinir ríkilátustu bændur og gáfumenn. 1 hóp þeirra voru engir teknir nema afburða menn. Var tilgangurinn að fara norður til amtmanns og krefjast þess að hann segði af sér. I hóp þenna var Brynjólfur kjörinn, yngstur adlra er í flokknum voru, þá tæpt 20 ára að aldri. Var ferð þessi farin norður í maílok árið 1849. Einkunnarorðin sem hópur þessi valdi sér, var “Lifi réttlæti og mannúð, lifi samtök og frelsi, en drepist kúgunar valdið”. Og voru einkunnar orð þessi hrópuð yfir amtmanni, er sæti rýmdi skömmu síðar. Getum vér þessa til þess að benda á, hve snemma byrjaði hjá Brynjólfi hugsun um almennings hag og heill og hans trygga ofurást á frelsi og mannréttindum. Einsog hann var sá yngsti norður-reiðar- manna, svo er hann og sá síðasti til moidar borinn. Hér var eigi við einn vaJdsmann að etja, heldur við konungsvaldið ak í landinu, og ægði honum það eigi. Árið 1852 giftist Brynjólfur hinni ágætu og merku eiginkonu sinni Þórunni Ölafsdóttur, er andaðist í Dakota bygð sumarið 1892, eftir 40 ára sambúð þeirra hjóna. Bjó faðir hennar Clafur Bjarnar- son um eitt skeið á Brenniborg í Slcagafirði og andaðist þeur. Var hann ættaður úr Húnaþingi af hinni svonefndu Þverárdalsætt, sem margt göfugra maniia er frá komið, og má þar nefna Dr. Jón Þor- kelson eldra, meðal annara. Konfy,¥ölafs var, Sigrfður Hinriksdóttir, föðursystir Jóns Hinrikssonar Mývepunga skálds. Börn Brynjólfs voru 7 er til afdurs koœust. Sigrfður er bjó í ná- grenni við föður sinn og andaðist þar í bygð, gift Sigurði Jónssyni frá Torfufellí í Eyjafirði. ölafur búsettur í VilJow City í Dakota, kvæntur BRYNJoLFUR BRYNJuLFSSON. Áhrifamaður var hann mikill, og mun Dakota bygðin eigi sízt,. bera menjar hans lengi. Var hann einn með fyrstu ipnflytjendum þangað, óg heimili hans sannnefnt höfuðból bygðarinnar lengi fram- an af. Réði hann meira meðal bænda en nokkur annar; bæði var hjálpscmi hans við þá sem tókú sér þar bólfestu því nokkurs valdandi, og svo gáfur hans og fjör og framtakssemi, svo jafnt í andlegum sem veraJdlegum efnum. Til hans og sona hans var jafnan leitað um öll máJ er menn þóttust ekki mega ráða fram úr sjálfir. Var þar jafnan hinu sama að mæta. Var svo ef mönnum fanst þeir vera rangindum beittir að til Brynjólfs var leitað, og fann hann þar oftast til einhver ráð að rétta hluta þeirra, oftast með tilstyrk sona sinna tveggja, Skafta og Magnúsar. Voru honum heldur engir leiðari en þeir, er á annara rétti vildú ganga. Hann var eindreginn frelsisvinur í allri hugsun. Skoðanafrelsið mat hann ekki hvað sízt. Er hann, synir hans þessir tveir er nefndir hafa verið og skáldið Stephan G. Stephansson fyrstir til að stofna fétagsskap, meðal Islendinga, til þess að vinna þessum hugsjónum sínum um andleg réttindi manna, veg í samfélaginu. Félag þetta var “Menningarfélagið” er þjóðkunnugt varð og stofnað var í Dakota nú fyrir 30 árum síðan. Var það fyrsti andlegi félagsskapur Islend- inga er stóð utan við hina viðteknu kyrkjulegu skoðun. Vakti það mikla eftirtekt og allmiklar deilur um langt skeið. Var þar við ramm- an reip að draga, margra alda hefð og venju er félagið gekk í berhögg við. Þó voru einkunnar orð þess eigi háskaleg og starfið til ómetan- legs gagns seinni tíðinni. Fyrst framan af árum, áður en félagslíf vort var búið að ná nokkurri skipan, var Brynjólfur einn af aðal- ieiðtogum íslendinga hér í andlegum efnum. Og þræddi hann þá jbraut þjóðkyrkjunnar, einsog hún var um það leyti, sem hann fluttist af landi burt. Var það af hinum sama áhuga fyrir andlegri menn- ingu, eins og síðar, þá er hann dró sig út úr kirkjunni. Þó hann hefði sérstakan áhuga fyrir efnalegri afkomu almennings, fanst hon- um skamt á veg komið ef ekki fylgdi þar með almenn upplýsing og andleg framför. Fram á síðasta dag var áhugi hans fyrir þessum efnum óbreyttur. En auðvitað dró úr starfsemi hans eftir því sem árin færðust yfir hann, og eigi þá sízt er hann misti sjón, svo að lengur gat hann ekki lesið eða fylgst til hálfs með því, sem var að gjörast. Friðsamrar og fríðrar elli naut hann hjá dóttur sinni og tengdasyni. Unni hann honum og mikið, og mátti helzt aldrei vita af honum utan heimilisins. Jarðarförin fór fram frá heimilinu þriðjud. þann 9. þ.m. og svo frá félagshúsi Mountain bæjar. Húskveðju og ræðu flutti séra Rögnv. Pétursson frá Winnipeg. Jarðsettur var hann í grafrejt Mountain bæjar. Hér er ekki rúm til að segja ítarlega frá æfiatriðum Brynjólfs. Er æfisaga hans að mörgu og miklu leyti saga vesturflutninganna, og hinna fyrri ára hér, einsog sjá má af því sem að framan er sagt. Brynjólfur var fæddur 14. ágúst árið 1829 á Gilsbakka-í Austur- dal í Skagafjarðarsýslu. Voru foreldrar hans Brynjólfur Magnússon og Sigríður kona hans er þar bjuggu. Er ætt sú nefnd Skjaldastaða ætt og komin norðan úr Vaðlaþingi. Ólzt hann upp þar innan héraðs, en mun þó hafa að heiman farið lausu fyrir tvítugs aldur. Bar snemma á hinum frábæru gáfum hans og skírleik og brennandi áhuga og fjöri er einkendi hann allan aldur. Voru þá uppi þar um sýslu lonmeu, ,,i.y,ai.roi. uwimr uu5e„ur , v.uow norðan lllá Smai-eyði- ameriskri konu. Jonas. Skarti oxynjóítur, tyrv. þmgmaöur Uakota . -i. í • ■ ■ . ■>».,, , . ■ j. ■ njj|<; ÍSLENZKUR HERFORINGI. Hannesson orðinn herforingi 223. Battalion. Hún var stofnuð með Lieut. Col. Albrechtson sem yfirforingja, en nú er hánn, samkvæmt blöðun- um 23. jan., búinn að segja af sér og tekur þá við yfirforingja- stöðunni Capt. H. M. Hannesson. Uppsögn Lieut. Col. Albrechtson’s gengur að vísu ekki í fult gildi fyrri en 8. marz. En þangað til hefir hann frí (leave of absence) og Capt. Hannesson gegnir öllum yfirforingja störfum hans þangað til. Blöðin segja að Capt. Hannes- son fái skjótlega hærri tign en hann nú heldur. Þessi Battailon hefir verið kölluð Skandinaviska deildin, og eru í henni margir Is- lendingar, Danir og Norðmenn. — Vér óskum Capt. Hannesson til hamingju. Hann hefir unnið meira að því að koma deildinni á fót en nokkur maður annar. Stríðsfréttir. Bretar eru farnir að sækja á núna á syðri vígvöllum. Þeir eru farnir að leggja upp frá Suez- skurðinum og norðaustur til Gyð- ingalands. meðfram botni Mið- jarðarhafsins. Fyrir nokkru voru þeir búnir að taka E1 Arish og tfkis, kvæntur Gróu Sigu’rðardóttur frá Manaskál Jóhannessonar, dáinn r Winnipeg 21. des. 1914. Bjöm Stefán lögfræðingur í Grand Forks, kvæntur amerískri konu. Magnús lögfr. er andaðist í Cavalier bæ fyrir hálfú sjöunda ári síðan, kvæntur Sigríði Magnúsdóttur frá Hringdal Halldórssonar, og Sigríður gift Kristjáni Indriðasyni í Mountain bygð. Um hríð bjó Brynjólfur á Álfgeirsvöllum í Skagafirði, en flutti þaðan að Forsæludal í Húnavatnss. og bjó þar í 9 ár, þaðan að Skegg- stöðum í Svartárdal f sömu sýslu, og þaðan árið 1874 aifari til VestUrh. Var hann sjálfkjörinn foringi þess flokks er þá fór vestur um sumarið. Kom hópur þessi um haustið til Kinmount í Ontario, en fluttist þaðan næsta vor til Nova Scotia til Mooseland hæðá, og mynd- aði þar fyrstu íslenzku bygðina hér í álfu og nefndu Markland. Voru í flokki þeim um 350 manns, að kunnugra manna sögn. Dvaldi hann þar í 6 ár. *Á þeim tíma hafði hann alla andlega leiðsögn bygðar- manna, og hefir þess oft og tfðum verið minst hvað heimili hans var til fyrirmyndar, og hvað þangað var ávalt ráða að leita um flest mál. ■ Haustið 1881 fluttist hann og fólk hans alt til Duluth, dvaldi hann þar vetrarlangt, en til Dakota bygðar kom hann 1882. Og þar hefir hann búið síðan og þar hafa synir hans og dætur dvalið. Hvað það þýddi fyrir þessa bygð að fá hann þangað og sonu hans, þarf eigi að geta um. En um þau 10 ár frá 82—92, mun hvergi meðal Islendinga í þessu landi hafa verið til nokkurt heimili, er að hálfu leyti gat til jafns komist við heimili hans. Það er eigi ofmælt að það var ráðstofa allrar þessarar bygðar. Þangað leitáði ungur og gamall, hryggur og glaður, hár og lár, og mættu þar allir ávalt sömu viðtökum. Or þörfunum var reynt að bæta með ráðdeild og hygg- indum, og kjarkur og hugur talinn í þá sem móðinum voru að týna. Andlegu áhrifin þaðan náðu út yfir alla þessa sveit, og lengra þar sem þjóð vor bygði. Á þessum árum voru fyrstu tilraunirnar gjörðar, meðal þjóðar vorrar að fornu og nýju, til að innleiða meira frelsi og voru víðsýni í andlegum efnum, og voru upptökin þar, á heimili hans. Var það einkum Skapti sonur hans, er frá föðurnum erfði hreinskilnina og sannleiksástina og kærleiks hugann til allra manna, er hvata maður var þess. Um alla atburði þeirra ára, gefst eigi tími til að ræða. Árangurinn af þessu starfi varð sá að nú er sá frelsisandi, það víðsýni, það umburðarlyndi er þeir lögðu alla stund á að efla, almanna eign. Og þess fleiri sem árin líða, verður þakklæti komandi alda og manna meira, fyrir það óeigingjarna og göfuga starf. Eftir að Brynjólfur misti konu sína bjó hann enn í 8 ár á heima- jörð sinni, en þá fluttist hann til Magnúsar sonar síns, og dvaldi þar um hríð, því næst til Sigríðar dóttur sinnar og Sigurðar Jónssonar, og síðar til yngri dótturinnar og manns hennar. Þar var hann síðustu árin, öll rauna og elli árin, árin er sviftu hann ástríkum sonum tveimur, góðri dóttur og eigin sjón. En alt bar hann með hugprýði fram til endans. I sjón þarf eigi honum að lýsa fyrir þeim sem þektu. Harin var með hærri meðalmönnum, jarpur á hár, augun blá og fögur, grannur á vöxt, hvatur í hreyfingum, ljúfur í viðmóti, eldheitur í svari og áhugamaður ávalt og um alt: Ekkert var það til sem honum stóð á sama um, og ef nokkur var kjörinn og ætlaður öðrum til leiðsagnar, þá var það hann. Hann var hjarta heitur og hlýr og tryggur vinum. En einkum voru það unglingar, sem fundu þar vinar þelið, og hefir hann flestum fremur heillað og Iaðað að sér hugi hinna yngri. Hann var mæta vel að sér, Ias ensku og dönsku. Og móðurmál sitt kunnu fáir betur. Á vörum hans fann maður fyrst hve tunga vor á mörg og íögur hugtök og" traust og sterk. En nú eru orð þau þögnuð á öldungs vörum og málrómurinn sterki og þungi liðinn á brott, eins og ómur frá brostnum streng. — Þökk fyrir liðna daginn! R. P. mqfL M j. „ á með Gyðinga rórðum. En nú hafa þeir hreinsað alt það svæði og eru ' famir að halda norður meðfram sjónum og tóku borgina Rafah, einar 20 mílur suður af Gaza, Fiiistealandi hinu forna, og er Rafah með sjó fram og láta flest kortin hana vera innan landa- mæra Gyðingalands. Þama tóku Bretar núna 6 rað- ir af skotgrÖfum Tyrkja og 1600 Tyrki tóku þeir þar, auk þeirra er féilu. Sagt er að það sé ætlun Breta að sækja Tyrki heim þarna og halda norður Gyðingaland þangað til þeir mæta Rússum í Sýrlandi eða Kuralistum er þeir koma að norðan. En með því innar Mietan, sem er miðpunktur aJlra járnbrauta á Kúrlandi. Þess- um tamarackfenum hafa Rússar haldið að mestu, en nú eru þeir farnir að vaða upp úr þeim og sóktu fyrst fram með Babit vatni, mjóu vatni sem Iiggur austur og vestur sunnan við hinn 6—7 mílna breiða maladcamb fyrir botni Rigaflóans. Ef að þeir geta komið sér þar vel fyrir á þurru landi áður en vorar, þá sækja þeir suður óg nái þeir Mietan, þá eru þýzkir illa komnir. Þeir verða þá að halda undan með öllu sínu liði á 300 míina svæði eða suður að Pripetflóanum. En undanhald er nú crðið svo hættu- legt, þegar vel er fylgt á eftir, að það eru ekki nema völdustu hcr- menn og fyrirtaks foringjar, sem geta varist algjörðri eyðileggingu, þegar undanhaldið er í stórum stýl. Við þetta Babit vatn hafa Rússar og þýzkir barist hvað eftir annað núna í hálfan mánuð, og hafa þýzkir einlægt orðið að siga undan í hvert skifti, en mannfall allmikið af báðum. Viil þar hvor- ugur öðrum hlífa. Við Barans- vichi, um 200 mílum sunnar hafa Rússar líka ráðið á þýzka. Þar vilja þtir einnig fá þurra jörð undir fótum sínum þegar vorar. Suður frá hafa Rússar einlægt haldið skörðunum, sem liggja milli Bukovinu og Ungarns eða Transsylvaniu, syðstu skörðunum þar, og hafa þeir því í hendi sinni lyklana að löndiun þessum. Sunnar enn í Molden voru þeir að síga undan þýzkum og voru þýzk- ir búnir að taka Braiia, en aliir Rússar komnir úr Dobrudja og án nokkurs mann- Dpjva, En nú er þessu nokkúð snúið við, því að bæði Rússar og Rúm- enar hafa snúist þarna á móti og hefir barist vérið harðan alla leið frá Sereth-ánni. sem feilur í Dóná norður við Braila og vestur eða réttara norðvestur í fjöllin á sem næst 100 mílna svæði.. Þessi bardagi hefir staðið í margá daga og hafa Rúmenar verið þar með Rússum, og gengið fram af hinni mestu hreysti. Niðurstaðan er þegar orðin sú, að þýzkir hafa verið barðir hér og þar á línu þessari, en þó mest niður við Dóná og uppi í fjöllunum, og hafa þeir orðið að sleppa Braila aftur, hörfa undan í Trotsdalnum. eyðileggja þeir fyrirætlanir ÞjóS- ™r ^ (regnir á föstudaginn ír verja að ná haldi á löndunum við Miðjarðarhafsbotninn og Meso- potamíu og klippa í sundur járn- brautina til Bagdad. Um leið og Bretar sækja þarna fram hafa þeir einnig sótt fram meðfram Tigris- fljótinu og hafa þar nú sveitir stærri og miklu betri útbúnað en áður. Hinn lOda þessa mánaðar þeir komnir norður fyrir Kul el Amara og norðaustur af á þeim stað réðust þeir á Tyrki á 1000 yarda svæði, ráku þá úr skotgröfunum og tóku 7 foringja og 175 hermenn, auk þeirra er féllu. Víðar réðust þeir á Tyrki og hröktu þá þarna meðfram Tigrisfljótinu. Má nú segja að vorrimman sé byrjuð hjá Bretum sem á báðum þessum stöðum. Þarna stefna þeir til Bagdad, en vestur- frá til Jerúsalem, og meðfram ströndinni eftir hinu forna Phili- stealandi norður til sjóborgarinn- ar Joffa eður Joppa nær þvert vinur vestur af Jerúsalem. Þar eru nú vandræðin mest, og hungur er svo mikið í landi, að hverja matarögn verður með sér að flytja, en vörn ir af Tyrkja hálfu léleg. að þýzkir hefðu skotið á borgina Cone — en á líklega að vera Ocna, sem er borg í Trotusdaln- um. uppi undir fjöllunum. En eftir seinustu fregnum hafa þýzk- verið hraktir þaðan. Við Zborow í Galizíu hefir verið all- mikill slagur og smærri bardagar hér og þar. Vonirnar brej;ðast. Geta hvergi fengið þar pela af olíu og tvo sem ekkert af korni. Rússar eru að austurfrá cxg byrja við Riga norðurfrá. Þar eru flóar miklir, tamarack-svamp- ur einar 30 mílur suður með ánni Dvína, eiginlega beggja megin árinnar og nærri 30 mílur vestur af ánni og suðvestur til bygðar- Það voru Bretar nokkrir undir forustu Col. John Norton Griffiths, sendir voru at Bretlandi til þess að eyðileggja allar olíunám- ur í Rúmeniu, þegar það var ljóst orðið að þýzkir myndu vaða um landið og er ferð hans lýst í blað- inu Pall Mall Gazette. Er það hans sem segir frá eftir bréfum frá Giffiths. “Hún var eigi með öllu hættu- laus þessi sendiför Giffiths”, seg- hann. Eitt skifti varð hann eftir þegar sveitir Rúmena héldu undan, áður en hann gæti lokið verki sínu á þeim stað. En þýzkir sóttu fast á eftir. Þótti honum starfið svo áríðandi að hann vildi ekki trúa neinum undir- manna sinna fyrir því. Var Griffiths þá hætt kominn og var (Niðurl. á 4. bls.). emn

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.