Heimskringla - 25.01.1917, Side 4

Heimskringla - 25.01.1917, Side 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. JANÚAR, 191? HEIMSKHINGLA < Stofnufl lHHfl) Kemur út á hverjum Fimtudegl. trtgefendur og eigcndur: THE VIKING PHESS, LTD. Vert5 blat5sin-R í Canada og#Bandaríkjun- um $2.00 um árit5 (fyrirfram borgat5). Sent til Islands $2.00 (f^yrirfram borgað). Allar' borganir sendist rát5smannl blatJ- ■ins. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Viking Pres*?,4 Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri S. D. B STEPHANSON, rát5smat5ur. Skrifstofa: 72» SHEIIBROOKE STIIEET., WINNIPBG. P.O. Box Tal.Híml Garry 4110 HEIMSKRINGLA er kærkominr. gestur íslenzku hermönnun- nm. Vér sendum hana tii vina yð- ar hvar sem er í Evrópu, á hverri viku, fyrir að eins 75c í 6 mánuði eÖa $1.50 í 12 mánuði Box 3171. THE VIKING PRESS Ltd Dixon og Rigg. Vér höfum sýnt, hvað fram fór á Brand- on fundinum Grain Growers-manna þegar Dixon þingmaður kom þar fram á ræðupail, og fjöldi manna vildi ekki láta hann fá að flytja ræðuna. En það stafaði af framkomu hans á Manitoba þingi, er kom í fimtudags- blöðunum hér í Winnipeg og lét hann þar skýrt í ljósi skoðun sína og sannfæringu. En hún er í flestu þveröfug við skoðanrr- allra manna hér, sem elska landið og frelsið og mannréttmdm og mennmgu þessa og stjórnarfyrirkomulag það er vér búum undir. Hann neitaði að Bretar væru að berjast fyrir mannréttindum, fyrir frelsi hinna smærri þjóða, stríðið væri alt að kenna stóreigna- mönnum, jörlum og blaðamönnum. Það væri alt saman “graft”. Hann jafnaði öll- um alþýðumönnum saman, kvað enga betri en aðra. — Fór hann þá stundum aftur í tímann og talaði um hluti sem fyrir löngu eru skeðir og ekki komu málinu við. Um réttlæti við Frakka og Belga eða Serba eða Rúmena, Pólverja eða Galizíumenn talaði hann ekki. Ekki um morðin á sjó og landi, ekki um eiðrof og svívirðingar, eða rán landanna. Það var sem ræðan væri bygð á því hinu þýzka hellubjargi að þeir væru eitthvert æðra mannkyn, sem ætti að drotna yfir heiminum og mættu gjöra hvað sem þeir vildu. Þessari hinni sömu stefnu hélt þingmað- ur Winnipegbúa fram, Mr. Riggs. Og þeg- ar tveir fulltrúar alþýðu koma þanmg fram á hinum merkasta mannfundi fylkisbúa þing- inu, þá er ekki að undra þó að vinir þeirra og fylgjendur leiðisl að meira eður minna leyti til að halda fram skoðun þeirra. Nú er það eitt víst að Mr. Dixon eða Rigg tala ekki fyrir liberalflokkinn, því að það mun allur fjöldi liberala vera á móti þeim. Grain Growers-fundurinn sýndi það. Liberalþingmenn á Manitobaþingi töluðu harðlega á móti honum. Stjórnarformaður Norris var búinn að láta í Ijósi skoðanir al- veg gagnstæðar þessum. Hon. Thos. H. Johnson ráðgjafi opinberra verka hefir hvað eftir annað flutt ræður alveg gagnstæðar þessu. Vér þekkjum fjölda merkra manna af liberalflokki, sem eru heilir á móti þessu og að nokkrum manni skuii líðast að halda þessu fram. En hvernig í ósköpunum stendur þá á því, að þingmenn á Manitobaþingi skuli vera að setja þá Dixon og Rigg í nefndir? Trúa þeim fyrir málum sem varða alla fylkisbúa? Er það alt ein kómedia þetta stríð? eru m.na að láta drepa sig upp á grín? Eru þe r sem á þingi sitja að gjöra “grín’ að ir.álefnunum sem bræður og synir þeirra eru að deyja fyrir? Að fólkinu öllu, ekki ein- ungis á Englandi, Frakklandi, Rússlandi, heidur tinnig öllum kjósendum sínum, fylk- isbúunum í Mamtoba? Setja menn í nefndir sem fjöldi mam\a hrópar að ekki skuli lausir ganga. Nú þarf tkki að bera því við að þetta séu einstakir menn aðems, sem að þessu finna. Það sést á því að hver þingníaður eftir annan hefir ráðist á Dixon í þinginu, sumir voru svo heitir að þyí er blöðin segja, áð þe:r vildu svara honum með hnefunum. Mr. A. J. Lobb (Rockwood) vildi selja hann hervaldinu í hendur. Margir aðrir létu óánægju sína í Ijósi. Mr. Prefontaine kvaðst álíta Dixon agent eða með íslenzkum orðum flugumann Vilhjálms keisara, og vildi skjóta því til þingsins, hvort hann hefði ekki rofið eið sinn sem þingmaður. En Captain Wilton I'beral-þingmaður flutti tölu alllanga og tók fyrir punkta þá, sem Dixon hafði haldið fram og tætti þá í sundur einn og einn og sýndi að þeir væru algjörlega rangir eða þá miðaðir við alt aðra tíma og annað ástand. I. i; ’ •; Ef að Vilhjálmur hefði sigrað, hefði Dixon nú eða skjótlega orðið að læra þýzka her- gangmn “Goose-step” gæsaganginn og ganga hann eftir hljóðfalli þýzka hersöngsins: “Die Wacht am Rhein”. Var samhygð þing- manna mikil með Vilton er hann talaði, köil og lófaklapp, er sýndi að þingheópur var honum samhuga. - ~ v v * Þá eru "War Veterans” búnir að semja 03 senda út áskoramr til Mr. Borden sambands- stjórnar formanns og Mr. Norris fylkisstjórn- ar formanns, _um það að rcka Dixon frá •þingmensku, og sé það á móti lögum, að semja þá ný Jög, er gjöri útrekstur hans g.ldandi. Þá eru einnig marg'r borgarar, sem hafa sama óþokka á Riggs, en \ilja ekki fara svo langt, og safna áskriftum ti! Dixon, að hann skuli nú sjálfur fylgja kenn- ingu þeirri, sem hann svo oft og lengi hefir prédikað mönnum, er hann hefir boðað þeim “Initiative, referendum og recall” eða að skjóta málum til atkvæða aiþýðu. Vilja þeir að hann sggi af sér og reyni aftur að ná kosningu í kjördæmi sínu, svo það sjáist hvort menn séu honum samþykkir eða ekki. Auk . þess bar hermanna félagið War Veterans sakir á Trades and Labor Council og Mr. Puttee þingmann verkamanna. En þó að öll þessi hríð hafi staðið yfir í Winnipeg, þó að þingmenn hafi opinberlega afneitað Dixon og séu andvígir Riggs, sem tyggur sömu tóbakstöluna, þá er samt verið að setja menn þessa í nefndir. Viðurkenna þá með því að fela þeim mál alþýðu. Vér skiljum það ekki, og er þetta þó ekkert flokksmál, og liberalar skilja það ekki. Og vér getum hvergi fundið, tilgang hjá stjórn- inni eða þeim, sem þingmálum stýra, að gjöra það á móti vilja alþýðu, vilja sjálfra kjósenda þessara manna, þeirra eigin flokks- manna, að heiðra þá á einn eður annan hátt. Já, hvað veldur? Dominion þingið sett. Það skeði hinn 19. jan. í Ottawa og hófst athöfn sú kl. 3 e. h. og fór fram hátíðlega sem vandi er til. Hans hátign hertoginn af Devonshire, fulltrúi konungs setti þingið með ræðu og bauð alla velkomna: Lýsti hann yfir virðing þeirri sem sér væri sýnd að vera gjörður landstjóri Can- adaríkis, sem nú tæki svo ljómandi þátt í vörn og viðhaldi Bretlands og allra hinna frjálsu stofnana sem þvi væru samfara, en berðist með bræðrum sínum móti kúgun og ófrelsi, sem vofði yfir öllum heimi. Kvað hann menn nú ganga svo rösklega að verki með allan útbúnað til stríðs og framlög í vistum, vopnum og mönnum að tíminn hlyti nú að styttast til þess, að þeir fengju fullan sigur. 400,000 hermenn hefði Canada lagt til, og þeir væru svo góðir til sóknar og varnar, hugrekki, hreysti og þolgæði þeirra væri svo óbilandi, snarræði og ráðkænska þeirra væri svo framúrskarandi að því væri við brugðið um allan hinn mikla her Breta og Frakka á vígvöllunum, og hvenær sem þeir hafi óvin- um mætt, þá hefir þetta í Ijós komið. Hann kvaðst með ráðanautum sínum hafa gjört ráðstafanir til fyllri og frekari “National Service” með því að láta skrásetja alla verkfæra menn, og auka stórum verk- smiðjur og vopnasmíði í Canada. Hann kvað Bretastjórn nú bjóða öllum ráðgjöfum útríkjanna eður stjórnarformönn- um til fundar með hermálaráði Breta, til að ráða með þeim gjörðum öllum í stríði þessu og málum þeim sem út af því leiða, einnig friðarsamningum. Þingtími Dominionþingsins væri á enda í októbermánuði þ. á. og samkvæmt gilík andi lögum ættu þá nýjar kosningar fram að fara. En ráðgjafar sínir héldu því fram, að það væri vilji fólksins og nanðsyn lands og þjóðar að bezt og jafnvel óumflýjanlega nauð synlegt væri að forðast allan flokkadrátt og æsing, sem æfinlega fylgdi kosningum, svo að menn gætu snúið sér að þessu eina mest- varðandi málefni, málefninu upp á líf og dauða — að vinna sigur í stríðinu. En til þess þyrfti að semja sérstakt Iagafrumvarp, er alríkisstjórnin yrði að samþykkja. Kvað hann þingsályktun myndi verða framlögð um mál þetta, er þingmenn þyrftu að ræða og samþykkja. Benti hann svo á að fram myndu lagðir reikningar fyrir síðastliðið ár og áætlanir fyrir útgjöld og tekjur á komandi ári. Að lokum snöri han nsér að þingmönn- unum og mælti: Heiðruðu senatorar! — heiðruðu þing- menn! Hm háleita ást til föðurlandsins, hið óbil- andi hugrekki, hin óbifanlega staðfesta, sem nú hefir gagntekið alla íbúa Bretaveldis til að halda fram og verja vor mestu yelferðarmál, hefir ekkert linast eða svignað enn 'sem komið er. Og samhliða öllum öðrum pört- um Bretaveldis er landslýður allur í Can- adaveldi staðfastur og eindreginn á þeirri skoðun að halda fram stríðinu til sigurs, þessu stríði sem vér hofum lagt út í og lagt svo miklð í söiurnar fyrir til að berjast fyrir h num aáðstu hugsjónum mannkynsins og menningu ffcimsins. Gull-brúðkaup. Þökk og heiður. Mrs. Christiana Chisnell á Gimli, Man. hefir skrifað oss að barnastúkan “Gimíi” nr. 7, I.O.G.T. hafi á nýjársdag selt kaffi ti3 hjálpar hungruðum börnum í Beigíu. Fyrir kaffisöluna komu inn $15.00 fimtíu dalir og sendu forstöðukonurnar það til ”Belgian Relief Fund”. Það er dásamlega fagurt af börnunum þetta, það ber vott um svo gott hjartalag og svo fagran hugsunarhátt, að vér sem eldri erum getum og ættum að Iæra af þeim yngri. Þau tekur í hjartað blessuð börnm, þegar þau hugsa til Belgíubarnanna, klæðfárra, hálfnaktra, hungraðra, undir oki, kúgun og kvölum hinna grimmúðugu harðstjóra Þjóð- verja, sem deyða feður barnanna og mæður, ræna matvælum þeirra handa sjálfum sér, en hirða ekki um börnin ungu fremur, en úlfar væru. Vér erum börnunum þakklátir, þau halda uppi heiðri mannkynsins og mennigarinnar og vér erum öllum þeim þakklátir hinum eldri, sem hafa stutt þau, eða hvatt þau, eða hjálpað þeim að framkvæma þetta. Útboð auðsins eða að kalla inn auðinn til ríkisþarfa. Það lætur ákaflega vel í eyrum fyrir fá tæka mannann, sem valla á málungi matar, að heyra það og vita, að nú skuli verða farið að kalla mn eða bjóða út auðinn stríði þessu hinu mikla. Nú sé þó réttlætið að byrja að lýsa yfir bygðir manna, þegar hinn ríki verði að láta eigur sínar. Sonur eða synir eru teknir frá fátækum foreldrum til að berjast jafnt fyrir hmn ríka sem hinn fátæka, aleiga hinna fátæku sé tekin til að verja eignir hins ríka, segja sumir, og nú eigi að fara að taka auðinn af peningabarón- unum. Þetta virðist að minsta kosti við fyrsta áilt vera álitlega sanngjarnt. En það er oft hægra um að tala, en að framkvæm; eitt eður annað verkið. Ef að taka ætti eignir hinna ríku manan svona þegjandi að minsta kosti, þá kæm ismátt og smátt að því að eignir hinna fátæku yrðu teknar þeg- ar hinar væru þrotnar, og svo verða menn að hafa það hugfast, að þetta borgaralega fyrirkomulag er bygt á því, að hver maður sé frjáls að njóta eigna sinna, hvort sem þær eru að erfðum komnar, eða hann hefir aflað þeirar sjálfur á einn eður annan hátt, Eða hvernig á að breyta löndunum, námun um, skipunum í peninga með öðru móti en að selja þetta ? En nú fylgdi þetta eignum þessum, að hver mætti búast við að þær væru teknar af sér, hvenær, sem væri. Hver vildi þá bjoða, eða kaupa? Sjálfar eignirn ar yrðu því að sitja kyrrar, halda áfram að vera eign einstaklinganna. En það má kom ast að þeim öðruvísi, með því að leggja skatt á þær, og það má hafa skattinn svo háan að hinir stórríku menn yrðu fegnir að skifta þeim upp og selja þær í smápörtum, þeim sem gætu notað þær til þess að hafa a þeim lífsuppeldi sitt. Conscription of Wealth, er eiginlega komin a 1 Bretlandi. Það er þegar og fyrir löngu farið að Ieggja skatt á inntektirnar, af emni eður annari eign, af einu eður öðru starfi. Það er nokkuð síðan að Bretar tóku 50 per cent og meira af öllum ágóða þeirra, sem græddu fé á því, að búa til skotfæri,’ einmg helming eða meira af inntektum stór- eignamanna.^ Þetta finst öllum rétt og tií- hlýðilegt og víst allur fjöldinn vill fara svo langt, að taka ágóðann allan, eða því nær, byggjandi á þeirri siðferðishugmynd, að menn eigi ekki að nota sér neyð föðurlands- ins til þess, að fylla vasa sína peningum. Það vilja náttúrlega allir fylla vasana, en maður þarf að gjöra það heiðarlega, og bezt að gjöra það í sveita síns andlitís”. Það hefir aldinn og merkur fortíðarmaður sagt “að maður ætri að neyta brauðs síns í sveita síns andlitis , og vér erum honum hjartanlega samdóma. Hinir eiga ekki mat að fá, nema þeir vinni fyrir honum. En auðurinn verður að gjalda, það er enginn efi á því. En það verður með þessu eina móti, að leggja skatt a hann. Þetta er verið að gjöra, eða byrjað að gjöra og það mætti máske dýfa árinni nokkuð dýpra niður. Enda eru allar horfur til þess að það verði gjöít,' á Englandi, að minsta kosti. — SIGURÐUR NORDAL. Sunnudaginn þann 10. dés. sfð- astliðinn gerðu börn og. nokkrir vinir og vandamenn beirfa lijón- anna Mr. og Mrs. S. G. Nordal í Geyshjf bygð beim óvænta heim- sókn í tilefni af bví að bA var 50 ára brúðkaups afmæli beirra. Að- komendur tóku strax að sér húis- stjórn alla og buðu gullbrúfhjón- unum og öllu heimilisfólki til sam- sætis. Gullbrúðhjónin voru svo leidd á brúðarbekkinn í annað sinn og var athöfnin byrjuð með þvl að vsyngja sálminn: “Hvað gott og fag- urt og indæit er’’ o.s.frv, í>ví næst ávarpaði Mr. Benedikt Freemannson frá Gimli, sem er hálf- bróðir Mrs. Valgerðar Nordal, gull- brúðhjónin og mæltist vel. — Þó talaði Mr. S. Thordarson, og að lokinni ræðu si-nni færði gullbrúð- hjónunum að gjöf hundrað dollara í gulli- Mr- Nordal bakkaði gjöfina með injög vel völdum orðum, bar sem hann sagði að b»u hjónin virtu gjöfina mikils. bá kæmust bau bó enn meira við af bví vinarbeli. sem stæði á bak við, og sem sýndi sig í beím mörgu hlýju orðurn, sem hefðu verið töluð til þeirra af þess ari óvæntu heimsókn. Þetta væri ein af hinum mörgu sólskinsstund um á ævi þeirra. sem þeim mund seint líða úr minni. Þar næst töluðu Gísli Sigmunds son* Sigvaldi Nordal, Jón Skúla. son og Baldvin Halldórsson- Að endingu var .sunginn sálmurinn nr. 509. Síðan undu gestirnir sér við veitingar og höfðu góða skemt un fram eftir kveldinu- Sigurður Guðmundsson Nordal er fæddur og uppalinn á Vatna hverfi í Húnavatnssýslu á íslandi Kona hans er Valgerður Jónsdóttir og ólst hún upp hjá séra Ólafi sem þá var prestur á Hjaltabakka í Ilúnavatnssýslu. þau eru með hinum fyrstu inn- flytjendum frá íslandi til Amer%u og komu hingað árið 1874 og fóru fyrst til borgarinanr Toronto í Ontario, dvöldu þar skamt og fóru til Kinmount. En þar voru þau ekki lengi og fóru árið 1875 til nýja Skotlands. Þar voru þau 8—9 ár, mest í Lockport. En héldu þaðan vestur hingað. þegar verulegar bygðir fóru að myndast hér ,og komu þau til Wininpeg um 1885 og dvöldu hér um á annað ár- Þá fór hann þaðan til Nýja íslands um veturinn 18£7 og nam land uin veturinn eða vorið í Norðtungu, og var það sama árið og vér kom um hingað sem prestur um sum- arið. Höfum vér þekt þau lijón síðan nú í nærfelt 30 ár. Böm þeirra hjóna eru 8 á iífi og eru þessi: Jón Nordai, Jóhannes Nordal. Guðmundur Nordal, dug- andi menn og bændur góðir í Geys- ir-bygð- Sigurður Nordal í Winni- peg. Mrs.Sigríður Johnson í Tantai- lon, -Mrs. Margrét Bárðarson að Gcyisir. Mrs. B J- Sveinson, Fögru- völlum, og Björg suður í Banda- íkjum. vér vitum ekki hvar. Fyrir tveimur árum eða svo brugðti þau Sigurður og Valgerður búi og fluttu til Eirlks Bárðamon- ar, sem giftur er Margrétu dóttur þeirra. og búa þau nokkru ofar írieð fljótinu- VALGERÐUR NORDAL. Sigurður farinn að heilsu og efni lJtil. En skógarloftið og vatnið átti svo vel við hann. að hann hrestist og lifnaði með hverri vik- unni, og efnin. þau lágu í höndum hans og fyrirhyggju og atorku og sparsemi. Það voru ófúnar hend- ur og ódeigur hugur hjá Sigurði, sem svo mörgum öðrum nýlendu- manni- Hann braust langan veg í gegn um skóginn. upp eða vestur af Breiðuvíkmni. sex mílur yfir fen og foræði upp að Fljótinu. Þar hjó hann sér rjóður á þurram stað og bygði fyrsta bjáikahúsið sitt, án þess að fárast eða vandræðatst yfir. og þar var húni með honum konan hans Valgerður. fríð og röskieg, með bros á kinnum og hlátur á vörum- Þarna komura vér til þeirra og var "æfinlega tetkið tveim höndum. og marga. marga nóttina sátum vér þar sem í bróð- urhúsum væri. Og brosin skinu af andlitum þeirar og bjálkahúsin glumdu af hlátri, og var þá rætt um víða heima og geyma- Þar var aldrei sorg hjá Sigurði þá. Það fór saman þarna gestrisni þeirar lijóna. dugnaður og fyrir- hyggja. glaðiyndi og skemtiiegt viðmót-' Og þarna uxu börnin þeirra upp við þetta eftirdæmi þeirra og er þvf ekki að furða þó að þau hafi orðið að manni. ötulum og góðum bændum og heiðurs- verðum húsmæðrum og mæðrain. Efnið var gott og eftirdæmið gott og skógurinn og erfiðleikarnir stæltu hverja taug. og loksins bar iandið þeim blessun og ríkuiega ávexti. En fáráðlingar margir, sein um þetta dæma. hafa enga hina ininstu hugmynd um hvað það kostaði að draga gullið úr grund- ’ um og flóum- En þarna, þar sem Sigurður byg& fyrsta bjálkakofann. eru nú byg"ngar mikiar, sem borg væri að sjá tilsýndar eða höfðingjasetur í fagurri, blómlegri sveit. Vér sögðum að ]>ar hefði vcrið örðugt stunduili — fyrst að höggva niður skógrnn og svo komu flóðin stundum, svo að fara varð á bát- um yfir engjar og vegi og garða. Vatnið flóði inn f húsin. gripirnir héldu sig á fjóshaugnum, ef þeir stóðu á háu landi- Þá ætluðu allir að fara. og flýja bygðina. en allir litu til Sigurðar. Hefði hann farið hefði sveitiri eyðst. En Sigurður liefir aldrei verið gefirin fyrir að missa móðinn, þó að eitthvað hafi fyrir komið. Hann sat. og svo sótu ailir hinir. Honum eiga bændurn- ir að jiakka það að þeir sitja nú á cinhverju hinu bezta iandi, sem til er í kring um WinnJpeg. iandi sera á cnnþá glæsilegri framtíð fyrir höndum. Vér kveðjum ]>vf hjónin með vin- aróskum. og endist þeim lífið og heiisan. Þau sitja nú þarna roeð börnin og barniabörnin í hvyrfing í kringuni sig, heiðruð og virt af sveitungum öilum. skyldum og ó- skyldum. Megi hver dagurinn verða þeim gieðirikur, sem þau eiga eftir að vera hér. Þess óskar icim gamall kunningi þeirra lieggja. Ritstj. f nærfeit 30 ár höfum vér þekt ])au þjónin, og notið hinnar al- kunnu gestrisni þeirra- Þegár þau korou hingað tf) Nýja Islands var KENNARA VANTAR við Diana $. D. No. 1355 (Manitoba) frá 1. febrúar næstk. fyrir fult skóia ár oða 200 kensludaga. Umsækjandi Verður að hafa 3rd Class Profession- la Certificate eða meir, og hafa haft æfingu sem kennari. Grein frá kaujri því, sem óskað er eftir og scnd um- sókn scm fyrst til undirritaðs. Magnus Tait, See’y-Treas., Box 145, Antler, Sask.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.