Heimskringla - 08.02.1917, Side 3
WINNIPEG, 8. FEBRÚAR, 1917
H E 1 M S K R I N G L A
BLS. S
ÓVÆNT HEIMSÓKN
Olafur J. Felixson
Óvænt heimsókn var foreldrum
mínum sýnd af vinum og nágrönn-
um þeirra á Gamlársdagskveld, 1916,
klukkan 8 síðdegis. Sátu þau í ró
og næði up í verelsi sínu. er Mr. J.
Vfurn frá Foam Lake tilkynti þeim,
að þau væru boðin til samsætis nið-
ur í borðstofuna, þetta kom eins
og skár úr heiðríku lofti til þeirra!
læim fanst sem sé að þau vera orð-
5n svo gömul. að fólk mundi naum-
ast vita að þau væru til; að því
búnu kemur Þórdís Ólafsson með
iínindis kjól og segist eiga að færa
hana í hann og sé hann gjöf frá
nokkrum ungum stúlkum Ekki er
annars getið en gamla konan hafi
iarið f kjólinn orðalaust, en vel gæti
eg trúað því að henni hafi þótt nóg
i borið sér til handa.
Voru þau síðan leidd til sætis, og
við hjónin og öll fjölskyldan okkar
og María okkar og maðurinn henn-
jir. Kristján Árnason. Þossi heim-
sókn kom mér óvörum, því dult var
farið með alt þetta.
Kveður nú Mr. Víum sér hljóðs
með hlýju ávarpi til foreldra minna,
og biður mig forláts á húsrúminu
þetta kveld. segist ekki ætla að
halda langa ræðu, því hann hafi
prestinn með sér til að gefa þau
saman f annað sinn, og biður hann
séra Jaeob Kristinsson að og stíga í
stólinn. Séra Jacob kvaðst ekki
hafa hand bókina og yrði því ekki
vanaleg hjónavíxla hér í kveld. En
fallega talaði hann til gömlu hjón-
anna við þetta tækifæri. eins og
honum cr lagið.
Einnig las hann upp kvæði, sem
mér var sent nafnlaust þá um kveld-
ið, með fyrirsögninni, “í gamni til Ól-
afs og Valgerðar.” Þessum höfundi
þakka þau innilega fyrir hlýar hug-
sanir til sín og orð.
Voru nú sett borð með gómsætum
réttum, og var auðséð að kvenþjóð-
in hafði ckki látið sitt eftir liggja
í þessu.
Þá talaði Páll Jóhannsson forn
vinur þeirra nokkur orð og mintist
gömlu hjónanna mjög vel. Að því
búnu bar Mr. Víum fram disk og
kvað hér vera gjöf frá þessu fólki, og
þó hún væri ekki stór, þá væri hún
gefin f einlægni og góðum vilja. —
Þetta veit eg að var sannleikur,
því það fylgdi þessari heimsókn svo
mikil alúð og einlægni að fá dæmi
eru til. Gat hann þess að þetta
væru aðeins menjapeningar um
þeirra löngu hjónabandssamveru
sem nú mundi vera ein 61 ár. Ekki
kvaðst hann vita hvað það væri
mikið en bað þau vel að virða. En
upphæð sú var $43.25 mest í gulli.
Þá hélt Mr. Sveinn Eiríksson lang-
a og snjalla ræðu um íslenzku og
Islenzkt þjóðerni. Einnið talaði
Mr. J. Janusson. fyrir minni gömlu
hjónanna og flutti kvæði, sem eg
þvf miður hef ekki. Svo talaði Mr.
Víum nokkur orð til þeirra og
fjölskyldunnar.
Gat eg nú ekki setið lengur þó
mér sé styrt um mál og hugsun.
Reyndi eg að þakka þessu fólki
fyrir foreldra mína og mig. Þá
talaði Kr. Arnason mjög fallega til
þeirra. Og flutti þeim kvæði frá
vinum sínum og vinum þeirra.
Þess skal geta að máltíð fór fram
á meðan að þessi athöfn stóð yfir
og minni drukkin í hreinu kaffi.
sálmar sungnir og lukku óskir til
ffi" mlu hjónanna fram fluttar. Sam-
komuni var slitiið kl. 3, og skildi
fólkið gömlu hjónin eftir í hátíðleg-
um hugleiðingum og fögrum endur
minningum.
80 manns. ungir og gamlir voru í
þessari heimsókn, og má með sanni
segja að þar voru allir samhentir
og samhuga. Fyrir þessa velvild.
rinskap og gjafir þakka foreldrar
og Valgerður Felixson
mfnir öllum af heilum hug, og
þessi stund verður þeim ætíð fersk
f minni á húmstundum æfinnar.
Guð launi ykkur öllum ungum og
gömlum sem glöddu okkur. þess
biðjum, við
Ólafur J. Felixson.
og Valgerður Felixson.
Einnig þökkum við hjónin af
heilum hug öllu þessu fólki fyrir
þá velvild og heiður samfara gleði-
legri stund til gömlu hjánanna og
allrar fjölskyidu'hnar okkar.
Christján Ófafson.
Guðrún Ólafsson.
Æfinunning Sigríðar
Þorleifsdóttir
Einsog frá var sagt liér í blaðinu
andaðist að heimili dóttur sinnar
Ingibjargar Pétursdóttir á Home St.
hér í bænum, þann 14. janúar s. 1.
ekkjan Sigríður Þorleifsdóttir, eftir
langvarandi sjúkdóm, 78 ára að
aldri.
Sigríður heitin var fædd á Hrjót
í Hjaltastaðaþinghá í Norður Múla-
sýslu, 24. ágúst, 1838. Foreldrar
liennar voru Þorleifur Arnfinnsson,
bóndi á Hrjót og fyrsta kona hans
Ingibjörg Jóhannesdóttir. — Var
Þorleifur þrígiftur, en Sigríður
sál. yngsta barnið frá fyrsta hjóna-
bandi hans. Mjög ung misti hún
móðir sína og ólzt svo upp hjá föður
sfnum til fulltíða-aldurs.
Árið 1864, þá 26 ára að aldri giftist
hún Pétri Þorsteinssyni frá Galta-
stöðum í Hróárstungu en misti
hann eftir 6 ára sambúð, andaðist
hann í Hlíðarseli í sömu sveit árið
1870. Áttu þau 3 börn er komist
hafa til fullorðins aldur-s og öll
flutz hingað vestur. Eru þau Þor-
steinn prentari, búsettur við Piney
hér í fylkinu, Ingibjörg, til heimilis
hér í borg og Þorleiifur til heimilis
við íslendingafljót í Nýja íslatidi.
Viku áður en maður hennar andað-
ist vildi 'svo til að elzti sonur þeirra,
Þorsteinn, þá barn á 6 ári, hafði
farið til þeirra hjóna Eyjólfs Eyjólfs-
sonar og konu hans Signýjar Páls-
dóttir er ])á bjuggu 1 Dagverðargerði
í Hróarstungu og ætlað að dvelja
þar fáa daga. Fór hann ekki heim
aftur, en ólst upp með þeim og fór
með þeim hingað véstur 1876 er Ey-
jólfur og fólk hans flutti hingað.
Ýngri sonur hennar var og tekinn í
fóstur af Ilelgu Arngrímsdóttir er
bjó á Heykollsstöðum í sömn sveit
Var Helga sú stjúpa Þóru Eiríks-
dóttir, móður Sýgnýjar konu Ey-
jólfs og þá ekkja.
Árið 1874 (giftist Sigríður sál í
annað sinn.var seinni maður henn-
ar Jón Sigurðsson frá Bót í Hróars-
tungu, af hinni fjölmennu og al-
kunnu Bótar ætt. Bjuggu þau í 10
ár þar í sveitinni en fluttu þá al-
farin til Ameríku 1884 og settust að í
Winnipeg. Var Ingibjörg dóttir
hennar altaf með henni.
Þau Siyfíðurog Jón seinni maður
hennar eignuðust 2 sonu. Sigurð
búsettur hér í borg og Jón er andað-
ist hér, nær því fulltíða aldurs, 18
ára gamall. Fyrir 9 árum síðan er
Sigurður sonur hennar kvongaðist
skiftist fjölskyldan er saman hafði
haldið til þessa, og fór þá maður
hennar til sonar þeirra, og andaðist
þar fyrir 2 árum síðan, en hún var
eftir hjá dóttir sinni, er sá um hana
það sem eftir var.
Banameinsins kendi hún fyrir all-
nokkru síðan og rúmföst var hún
búin að liggja í nærri hálft annað
ár, og stundaði dóttirin hana af
hinni mastu alúð.
Jarðarföt- liennar fór fratn frá
heimili dótturinnar, þriðjudaginn,
þann 16. janúar, út til Brookside
grafreitar.og flutti sérá Rögn. Pét-
ursson húskveðjuna.
Dauðastríðið var orðið langt, og
dagur að kveldi kominn, hvíldin
kærkomin og friðurinn, við æfilok-
in. Blessuð sé hennar minning hjá
ættingjum og vinum.
R.
Dylgjur um leynifundi.
Eru þeir virkilega viðsjálir útlend.
ingarnir í Winnipeg?
Eru þeir virkilega að hugsa um
uppreist hinir þýzku og þýzksinn-
uðu menn hér í Winnipeg? Er það
virkilega satt, að leynifundir séu
haldnir af þýzkum og þýzksinnuð-
um mönnum hér í borginni bæði í
Eltnwood og í norðurenda borgar-
innar?
Hermarfnafélagið “Tlte Veterans”
hélt fund á fimtudaginn þann
og var á fundi þeim framlagt bréf,
sem þeir höfðu fengið. En enginn
gat með vissu sagt, hvort bréfið værí
áreiðanlegt eða ekki. Ilinsvegar
hefur mörgum þótt grunsöm öll fram
kotna útlendinga í borginni, og ekki
sízt þeirra sem riisið hafa upp á móti
skrásetningunni — national regis-
tration — og möguleikinn að þeir
kynnu að gjöra óspektir. Þetta
hefur valdið þvf, að hermannafélag |
þetta hefur skorað á stjórnina, að j
setja á herskyldu í fylkinu og svifta j
borgararétti alla þjóðverja og Aust-1
urríkismenn í Canada, hvort sem
þeir eru búnir að fá hann eða ekki.
Bréf þetta er langt og heldur því
fram, að nokkrir þeirra, sem náðu
sæti í bæjarstjórnarkosningunum í
Winnipeg núna hafa komist að fyrir
atkvæði mörg hundruð þessara út-
lendinga, sem allir eru Breta-hat-
endur. Það fullyrðir að bæði þjóð.
verjar og Austurríkismenn haldi
leynifundi á viku hverri og stund-
um oftar, og að þýzkir menn séu að
heimsækja fólk þetta og fari hús úr
húsi, tíl að æsa menn upp á móti
Bretum og málefnum þeim, sem þeir
berjast fyrir. Bréfið er vel ritað, en
undirskriftin, sem rituð var með
skrifletri, var ólæsileg. Hermennir-
nir fóru með bréfið á pósthúsið til
sérfræðings þar, en þeir gátu ekki
lesið nafnð.
Ýmsar ástæður geta verð fyrir
þvf, að bréfritarinn vilji ekki láta
menn vita nafn sitt. Hin fyrsta er
sú að þetta sé alt ósannindi, önnur
er sú, að hann hafi verið hræddur
um iíf sitt ef að nafn hans yrði
uppvíst, hin þriðja er sú, að þeíta
sé alt gjört f pólitískum tilgangi.
Setningar úr bréfinu:
Bæði leynilega og opinberlega hafa
fundir verið haldnir, sem lögreglan
veit um. — Hefur þar verið nóg af
stóryrðum og uppreistarhjali.
— í seinustu bæjarkosningum
komust tveir eða þrír bæjarfulltrúar
að ifyrir eindregið fylgi þýzkra æsing
armanna f norðurenda l>orgarinnar,
þetta er áreiðanlega víst.
í Elmwood og Norður-Winnipeg
var það vitanlegt, að hópar af þjóð-
verjum og Austurríkismönnum
gengu hús úr húsi til þess að æsa
upp fólk af útlendu kyni.
Þessir menn neyttu allra bragða
til þess, að vinna á móti þeim, sem
voru Breta vinir.
Þessvegna ættu menn að gjöra alt,
sem hægt væri til þess, að velta
þeim úr sæti í borgarstjórninni, sem
kosnir voru af þessum útlendu
fjandmönnum og heimta nýjar kos-
ningar.
Alt þetta þyrfti nákvæmlega að
ranpsaka -i- annars á Winnipeg
sorgardaga í vændum.
Einnig voru hermennirnir sterk-
lega varaðir við blaðinu: “The
Winnipeg Lutheran” og er það
prentað hér, en er málgagn Ameri-
ean Lutheran Church.
Skjöl þessi voru seld í hendur
Captain Alton foringja f Military
Distriet 10.
Annað stórmál á hermanna-
fundinum v *r blaðið “The Winni-
peg Lutheran” og urðu um það
miklar umræður og feldu menn
ætlaði að tala á fundi “anti-registra.
nefnum verkamannafélaganna —
(Trades and Labor), Sagði þá lög-
maður F. A. Andrews frá eigin
reynslu í málum þessum, er hann
ætlaði að tala á fundi “ati-registra-
tion” manna f Strand leikhúsinu á
sunnudaginn.
Mr. Andrews sagði:
Til þess að vera viss um hvar eg
stæði, koni eg þegar fram með
spurningu í byrjun ræðunnar. Eg
spurði þá hreint út, hvort nokkur
væri á fundi þessum, sem ekki tryði
því, að Bretar hefðu gjört réttilega,
að fara að hjálpa Belgum, þegar
þeir í neyð sinni hrópuðu til Breta
um hjálp. Bað eg þá alla viðstadda
að standa upp, sem hefðu þá skoð-
un, að Bretar hefðu ranglega farið
út í stríð þetta. Enginn stóð upp.
“Jæja,” mælti eg. “Við göngum
þá út frá því, að Bretar hafi breytt
réttilega að fara út í stríðið.” En
þá byrjaði ókyrð um alt leikhúsið,
sem risi alda að ströndu og brot-
naði á brimbörðu veltandi fjöru-
grjóti. Menn hrópuðu um allan
salinn: “Nei, nei, nei.” Og það sá
eg fyllilega að áheyrendurnir höfðu
enga hugmynd um rétt eða sann-
leika eða hvernig málum þessum
væri varið. Og þeir vildu ekki fræð.
ast um það. Og enginn lifandi mað-
ur hefði getað sannfært þá um það.
þó að þar hcfði verið kominn heill
herskari af hihumbeztu ogfrægustu
ræðuskörungum, þá hefðu þeir ekki
getað það.
Mr. Andrews sagði að þarna hefði
allur fjöldinn verið Þjóðverjar, Aust
urrfkismenn og Gyðingar.
Áður en hermennirnir slitu fundi
var auglýst tilkynning um uppá-
stungu sem bera skyldi upp á
næsta fundi. En hún fer fram á
það, að heimta herskyldulög undir
eins og að borgararétturinn skuli
tekinn af öllum þessum fjandsam-
legu útlendingum, og er á þessa leið.
Með því að vér höfum orðið að
horfa á alt það sem gjörst hefur í
bæjarkosningunum í Winnipeg og
Kitchener og höfum séð kosningar-
aðferðir manna, sem framandi og
óeðlilegar eru öllu brezku fyrirkomu
lagi, er Þjóðverjum, Austurríkis-
mönnum og öllum þýxksinnuðum
mónnum var smalað saman til þess,
að fella í kosningunni þjóðholla
menn, þá krefjumst vér hermennir-
nir, sem unnið höfum oss borgara-
rétt, þess skýlaust, að allir þjóðverj-
ar, Austurríkismenn og þýzksdnn-
aðir menn verði sviftir réttindum
sem borgarar landsins.
Ennfremur að engum útlendum
manni verði leyfilegt að taka borg-
arabréf, nema hann sé fús til þess
að skrifa undir þá yfirlýsingu, að
hann sé fús til að berjast fyrir Can-
anda, hvenær sem hann verður
kvaddur til þess.
-
Og ennfrcmur: að herskyldan sé
undireins í lög leidd.
Þakkarorð.
Við undirskrifuð þökkum af
hjarta öllum nágrönnum okkar við
Riverton, Man., fyrir alla hjálp
þeirra í okkar garð, peninga sam-
skot og annað, og sem þannig hafa
gert okkur veikinda þrautirnar létt-
bærari.
Mr. og Mrs. R. Anderson.
Til Mr. og Mrs. Ó. J. Felixson
Hér eru staddar hetjur tvær,
er hafa í stríði unnið.
Að fengnum sigri fyrir ]>ær,
er fagurt kveld upp runpið.
Þeim, sem sjálfir sýna lið,
sundin aldrei lokast,
þið hafið staðið hlið við hlið,
og hvergi látið þokast.
Margan steininn máttuð sjá,
á miðjum ykkar vegi.
En ávalt komust yfir ]>á,
upp að þessum degi.
Mörg var brekkan brött og löng,
og birðin þung á herðum.
Og gilið djúpt og gatan þröng,
í glúfra og kletta ferðum.
En einhver vegur altaf fanst
úr erfiðleika höftum.
Sæll ag fagur sigur vanst,
með samemuðum kröftum.
Ákveðið ]>að öllum var„
ýmsa gæfu að hljóta.
En svona lengi samfylgdar,
sjaldgæft er að njóta.
Aftan gullin glitra ský,
Góða nótt þau boða.
Og munu faðma fallast í,
við fagran morgun roða.
! gamni til jÓlafs og Valgerðar
Sextíu ár það sýnist langur tími
er svffur hugur yfirboröa kífs,
Og furða ei þó höifuð þekist-hrfmi
er hafa borið þunga byrði lffs.
Það virðist margur minna þurfa af elli
Þeim máske sporum bæði í raun og sjón
Eg hygg að fáir haldi slíkum veUi
Sem hér er sýnt þið gjörlð prúðu hjón.
Nú óska eg að aptan sólin þíða
með ylsins geislum vermi hönd og fót,
í trú og von á blóðið lanbsins blíða
Þið bæði horfið sólarlagi mót
og ykkar niðjar ást og virðing sýna
af öllum huga þeirra skylda er góð
því hvað mun fegra hér á jörðu skína
en hrími þakin björg í sólar glóð.
KAUPIÐ
Heimskringlu
Nýtt Kostaboð
Nýir kaupendur að blaöinu, sem senda oss
fyrirfram eins árs andvirði blaðsins, oss að
kostnaðarlausu, mega velja um þRJÁR af
af eftirfylgjandi sögum í kaupbætir :
1 / *»
oylvia
“Hin leyndardómsfullu skjöl”
“Dolores”
• • T r 1 * 99
Jon og Lara
“ÆttareinkennicS”
“Bróðurdóttir amtmannsins
*tf / *»
Lara
««f • ' •• *v • *»
Ljosvoröurmn
“Hver var hún?”
"Kynjagull”
Sögusafn Heimskringlu
Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — með-
an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er:
Sylvía ..................... $0.30
Bróðurdóttir amtmannsins ...... 0.30
Dolores ....—.................. 0.30
Hin leyndardómsfullu skjöl..... 0.40
Jón og Lára ................... 0.40
Ættareinkennið................. 0.30
Lára ....-..................... 0.30
Ljósvörðurinn.................. 0.45
Hver var hún?................ 0.50
Kynjagull...................... 0.35
N
N
N
N
V v v r