Heimskringla - 12.04.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.04.1917, Blaðsíða 4
4. BLS. HETMSKRINGLA WINNIPEG, 12. APRÍL 1917 HEIMSKHINGLA (Stnfnafl 18Kð) Kemur út & hverjum Fimtudegl. ©tgefendur og eigendur: THE VIKlBiG PRESS, LTD. Ver» blaDsins í Canada og Bandarikjun- um $2.00 um árib (fyrirfram borgab). Sent tll lslands $2.00 (fyrlrfram borgab). Allar borganir sendist ráSsmanni blaU- sins. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. O. T. JOHSÍSOV, rltstjöri. S. D. B. STEPHANSON, rátSsmabur. Skrifstofa: 720 SHEKBKOOKE STKEET., WINNIPEG. P.O. Box 3171 Talefml Garry 4110 Röggsemi Bandaríkjanna Vér lifum á viðburðaríkum tímum. Stórkostlegir atburðir gerast nú með stuttu millibili, sem afar mikla þýðingu hafa fyrir einstakar þjóðir og mannkynið í heild sinni. Stjórnarbyltingin, sem nýlega er um garð gengin á Rússlandi, er þýðingar mikil fyrir rússnesku þjóðina og engu síður þýðingar i mikil fyrir umheiminn út á við. Tákn tím- anna nú virðist það, að lýðfrelsisandinn sé j að ryðja sér braut hjá helztu þjóðum heims —og þetta sé að færa þjóðirnar nær hver annari. Einveldið og hin nærsýna þjóð- rækni, sem því var samfara, voru þau öfl, er unnu í gagnstæða átt; öfl, sem afkróuðu þjóðirnar og fjarlægðu þær frá hver annari. Undir þessu stjórnarfyrirkomulagi varð hverri þjóð mest umhugað um að skara eld að sinni eigin köku og lét sér hag annara þjóða litlu skifta. Þjóðræknin blossaði oft og einatt, fögur á ytra yfirborðinu, en brotin til mergjar takmörkuð af eigingirni og sjálfs- elsku. En nú er þetta að breytast. Helztu þjóðir heims hafa hafið upp fána frelsisins og berjast undir merki hans, gegn margra alda einveldi og kúgun. Samvinna þeirra og samhugur er að tengja þær bræðrabönd- um. Stjórnhollusta og þjóðrækni hefir aldr- ei verið á hærra stigi hjá lýðfrjálsu þjóðun- um en nú. Enda er hver stjórn, sem grund- vöiluð er á lýðfrelsi, ekki andstæð þjóðinni, heldur samkvæm vilja hennar. Samfara og í sameiginlegri baráttu eru nú þessar þjóðir að færast frá eigingirni, þröngsýni og sjálfs- elsku, inn á annað bjartara og fegra svið. Og þetta er engin bjartsýnis-hugsjón eða dagdraumur; virkilegur vottur þessa sést um heim allan. — Það er eins og ein styrk hönd sé nú að leiða mannkynið í áttina til al- heims-bræðralags og alheims friðar. Ef til vill munu margir ekki skoða þetta þannig. Mörgum er eins og dimt fyrir aug- um, sökum þess hve mjög þeir hata stríðin og blóðsúthellingarnar. Menn þessir hafa líka töluvert til síns máls, því stríðin eru hryllileg og ægileg. En stríðin eru þó að eins auka-atriði; málefnið, sem barist er fyrir, er aðal-atriðið. Sé málefni þetta gott og göfugt, og verði því ekki hrundið í rétt horf nema með stríði, eru stríðin réttlætan- leg. En það gagnstæða á sér stað, ef mál- staður þjóðanna er að eins valdafýkn og drotnunargirni. Frjáls þjóð í “frjálsu landi” er á þroska- vegi. Þroskun þeirrar þjóðar nýtur sín þó ekki, á meðan aðrar þjóðir eru henni ekki | samfara. Þvert á móti vilja sínum verður ) hún að viðhalda herafla og herundirbúningi og vera viðbúin, sé á hana ráðist. — Frakk- land, land frelsis og lýðveldis hugsjóna, verst nú gegn árásum gamals og ósvífins óvinar. England, land lýðfrelsisins, hlaut líka að taka upp sverðið fyrir lítilmagnann, sem á var ráðist. Engin þjóð var þó meir að fjarlægjast hernaðarandann og stríðs hug- myndina, en þjóðin á Englandi. Engin þjóð treysti eins örugt og hún á það, að hin kristna siðmenning þjóðanna myndi halda þeim frá allsherjar stríði. Þess vegna lagði hún niður skyldukvöð til hernaðar. Steig enska þjóðin hér stórt spor í frelsisáttina. en sjálfri sér óheillavænlegt, af því aðrar þjóðir tóku sér ekki þetta fagra dæmi til fyrirmyndar. Þess vegna varð hún alveg ó- viðbúin, þegar núverandi stríð skall á, og fyrir þenna óviðbúnað sinn hefir hún liðið stórkostlegt manntjón og annan þungan baga. Margir kunna nú að segja sh'ka rök- semdaleiðslu hugarburð og bábyljur, og j benda á sjóflotann brezka því til sönnunar. I En vilja þá menn þessir segja frá því, hve- nær þessi brezki sjófloti, sá stærsti og öflug- asti í heimi, hafi verið viðhafður til þess að bæla niður frjálsa verzlun annara þjóða, eða til þess að varna öðrum þjóðum frá frjálsum siglingum um höfin? Hann var viðhafður til þessa eftir að yfirstandandi stríð var byrj- að, en ekki fyrri. Áður voru höfin opin og I frjáls hvaða þjóð sem var. Sjóflotinn brezki er því, þegar aLt er réttilega skoðað, ein af sterkustu sönnunum þess, hve frjáls í anda enski þjóðstofninn er. Enska þjóðin hefir verið brautryðjandi lýðfrelsisins í heiminum. Þrátt fyrir hina þingbundnu konungsstjórón var lýðvaldið á Englandi engu síður öflugt en lýðveldið á Frakklandi. Þegar yfirstandandi stríð hófst átti því lýðfrelsisandinn örugga stuðnings- þjóð þar sem enska þjóðin var. Þó það at- vikaðist þannig, að einveldið rússneska yrði einnig þeim megin,—þá var þetta strax eitt- hvað leyndardómsfult og grunsamlegt, og hékk eins og svartur skuggi yfir stríðinu frá byrjun. En áður mjög langt leið, fékst bót á þessu. Þjóðin á Rússlandi rís upp og bylt- ir einveldisfarginu af sér. Hún er eins og knúð til þessa, því einveldið—sem aldrei er treystandi—er farið að halda beztu kröftum þjóðarinnar til baka. Þegar saga þessara tíma verður skrifuð, verður þessi stjórnar- bylting á Rússlandi skoðuð einn af þýðing- armestu viðburðum mannkynssögunnar. Þessi stjórnarbylting er einhver kröftug- asta sönnun þess, að lýðfrelsisiandinn sé á vora hlið. Einveldið rússneska gat ekki þrifist í baráttu með lýðfrjálsum þjóðum. Og nú birtist önnur sönnun þessa sama, sem ef til vill er engu síður þýðingarmikil — Bandaríkin, frjáslasta land í heimi, segir einveldisstjórn Þýzkalands stríð á hendur. Lengi skoðuðu Bandaríkin sig “óháð” í stríði þessu og vildu ekkert til mála Ieggja. Þjóðin í Bandaríkjunum er ung þjóð enn þá, en stendur þó á háu þroskastigi. Verklegar framfarir eru hvergi í heimi meiri en hjá þeirri þjóð. Framsókn og framfarir á öllum svæðum eru sérkenni Bandaríkjanna. Eins og við mátti búast voru því stríðin gagnstæð anda þessarar ungu og framandi þjóðar og alveg “óalandi og óferjandi” í augum hennar. En síðan stríðið byrjaði hefir margt stuðlað til þess að vekja þessa þjóð til ann- ars skilnings. Aðfarir Þjóðverja í Belgíu spurðust snemma illa fyrir í Bandaríkjunum. Að þeir skyldu þannig ráðast á þesssa smá- þjóð, þrátt fyrir drengskapar orð sín og samninga, var ekki glæsilegt athæfi í augum Bandaríkjamanna. Stríðið Þjóðverja megin varð því brátt óvinsælt í Bandaríkjunum,— sérstaklega þó aðfarir neðansjávar bátanna. Þegar Þjóðverjar tóku að sökkva stór- skipum Bandaríkjanna og að drekkja þegn- um þessa “óháða” lýðveldis í hundraða tali, þá fór alt að fá annan blæ í augum þjóðar- mnar. Aðrar eins aðfarir og þessar gat hún ekki litið hlutlausum augum. — Og ef ekki hefði verið fyrir áhrif Wilsons forseta, hefði þetta Ieitt Bandaríkjaþjóðjna út í stríðið fyrir löngu síðan. Hin miklu áhrif þessa manns hafa komið í ljós hvað eftir annað. Þegar þjóðin var öll í uppnámi og blöðin ruku upp til handa og fóta að fordæma aðfarir Þjóðverja, og ekki var annað sjáanlegt en að stríð væri á næstu grösum, þá steig Wilson forseti fram og talaði—og öllu sló í dúnalogn. Eða þannig virtist oss þetta vera héðan úr fjar- lægðinni. Wilson foresti Bandaríkjanna er áreið- anlega einn af merkustu stjórnmálamönnum heims. Hann er stiltur og gætinn og at- kvæðamikill. Markmið hans frá byrjun var að halda þjóðinni frá stríði, hvað sem það kostaði. En það var ekki við lambið að leika sér, þar sem Þjóðverjar voru. Eins og fyrri áttu þeir bágt með að halda loforð sín, ef þeir sáú sér nokkurn hag í að brjóta þau. Engin þjóð fær sýnt annari þjóð meiri umlíðunarsemi en Bandaríkja þjóðm hefir sýnt Þjóðverjum síðan stríðið byrjaði. Hvað eftir annað hafa Þjóðverjar rofið lof- orð sín—hvað eftir annað hafa Bandaríkin orðið að fyrirgefa þeim spellvirki þeirra á landi og sjó. En þetta gat ekki gengið til eilífðar. Alt þetta leiddi til þess að afstaða Wil- sons forseta breyttist gagnvart Þjóðverjum. Á aukaþinginu, sem saman kom 2. þ.m. og sagt hefir verið frá hér í blaðmu, kemur hann fram sem annar maður frá því, sem áður var. Nú hvetur hann þjóðina til stríðs. Þessi einlægi og friðelskandi hugsjónamaður hvetur nú þjóðina til hennar síðasta úrræðis —stríðs. Og áhrif hans verða mikil eins og fyrri. Þingið samþykkir allar tiilögur hans. Þýzkalandi er sagt stríð á hendur. Og vissulega mega þjóðir Bandamanna gleðjast yfir því, að Bandaríkin fylkja sér nú undir merki þeirra. Og það er engin smá- þjóð, sem nú gengur fram á vígvöllinn, — þetta er þjóð, sem telur um 100,000,000 íbúa. Þegar auðmagn Bandaríkjanna legst á sveifina, þá mun hún fara að þokast svo um munar. Þegar verksmiðjur Bandaríkjanna fara að vinna með fullum krafti nótt og dag, þá mun útlitið fljótt breytast,. Og þegar hersveitir Bandaríkjanna sendast yfir hafið, þá mun eitthvað sögulegt gerast á stríðsvöll- um Evrópu. — Hafi nokkur vafi verið á endalokum stríðsins, þá hverfur hann nú eins og húmskpggar fyrir sólu. Vafalaust munu margir Islendingar í Bandaríkjunum nú bregðast vel við herkalli lands og þjóðar. Engin minsta hætta á öðru. Islendingar eru engar liðleskjur, ef á reynir. Einkennileg blaðamenska Ritstjóri Lögbergs hefir verið að aug- lýsa blað sitt í seinni tíð—á fyrstu síðu—og með mælsku sinni og rökviti verið að berj- ast við að sanna umheiminum það, að Lög- berg sé sterkt flokksblað; en Heimskringla sé ekki flokksblað — jafnvel þó ritstjórar hennar séu “blindir af flokksfylgi.” Fremsta síða Lögbergs, eins og vanalega er frá henni gengið, á að líkindum að vera réttnefnt sýnishorn af fyrirmyndar blaða- mensku. Kennir þar oft og einatt margra grasa. — Deilugreinar birtast þar, sem ritað- ar eru á móti ritstjóranum sjálfum! “Bitar” ritstjórans eru þar vikuleg prýði. Flugu- fréttir birtast þar, sem teknar eru úr “óvin- sælum” blöðum á Englandi, með því augna- miði að sverta núverandi stjórn í Canada. En að því leyti er Lögberg ólíkt flestum öðr- um blöðum, að litlar og oft sama sem engar fréttir eru á fremstu síðunni.t— sérstaklega reynir ritstjórinn að birta þar ekki miklar stríðsfréttir. Lakast af öllu er þó, að ritstjórinn neyð- ist stundum til þess að rangherma orð ann- ara blaða.—En að sjálfsögðu er þetta gert í einhverjum ráðvendnislegum tilgangi. Á fremstu síðu síðasta Lögbergs segir hann t. d. Heimskringlu hafa það eftir ensku blaði hér, að “The Nation” á Englandi sé “lítil- fjörlegt” blað. Þessi orð hafa þó aldrei staðið í Heimskringlu. Þeir, sem lesa með athygli greinina “Flokksblöðin”, er kom út í Heimskringlu 29. marz s.l., geta gengið úr skugga um þetta. — Bréf eitt var birt fyrir löngu síðan í blað- inu “The Nation” á Englandi, sem einhver “Hespericus” var skrifaður undir. Af því bréf þetta var aðallega last um Sir Robert Borden og stjórn hans, rjúka liberal blöðin hér upp til handa og fóta að birta það. I viðbót við skammirnar um Borden hefir þó bréfið þann fróðleik inm að halda, að Laur- ier stjórnin hafi líka verið spilt; en af því lögð er aherzla a, að Borden stjornm se þo spiltari, hlýtur bréfið hylli mikla á meðal liberala í Canada! Eftir þessu að dæma, er þeim sama um hve spilt þeirra eigin stjórn er skoðuð, ef stjórn andstæðinga þeirra er skoðuð spiltari. Rökfræði þeirra virðist þessi: “Eg get verið nógu bölvaður, en ef bara annar maður finst verri, er mér borg- ið.’ Ekki þarf ljósari sannana, hve miklir stjórnmálagarpar liberalar eru. Og vissulega voru liberal blöðin hér “blind af flokskfylgi”, þegar þau voru að birta bréfið ofangreinda. Tvær frásagnir voru látnar fljóta með bréfinu, sem áttu víst að lýsa því leið um heiminn. Fyrri frásögn- in var, að blaðið “The Nation” á Englandi sé “not over popular just now on account of its peace Ieanings”. Seinni frásögnin var, að blað þetta sé þó “generally considered to be a soundly conducted journal.” Allir heil- vita menn hafa strax hlotið að sjá, að hér er um tvær frásagnir að gera, sem eru með öllu ósamrýmanlegar. En liberal blöðunum duldist þetta—af því þau voru blind af flokksfylgi. Ef blaðið “The Nation’ er ekki vinsælt hjá brezkum stjórnmálamönnum og brezkri þjóð sökum friðarstefnu þess, er með öllu ómögulegt að “stefna þess sé yfir leitt skoð- uð heilbrigð (sound)”. Brezkir stjórnmála- menn eru engir friðarpostular nú á dögum. Enda væri slíkt gagnstætt vilja þjóðarinnar-. Skoðun þjóðarinnar í heild sinni á Englandi leynir sér ekki, þegar frammistaða karla og kvenna þar í öllu því, sem að stríðinu lýtur, er tekin til gerina. Og hún er sú, að með vopnum verði vopnin að sigra. Friðarpost- ular eiga því engum vinsældum að fagna á Englandi. Blöð þau, setn mál þessara nær- sýnu manna fylgja, munu heldur ekki vera í miklu afhaldi þar. Langt um líklegra, að þau séu talin “frekar lítilvæg”, bæði af brezkum stjórnmálamönnum og brezkri þjóð. Jafnvel liberal blöðin sjálf, um leið og þau eru að flagga með bréfið ofannefnda, geti ekki varizt þess að láta þessa frásögn fylgja, að blaðið, sem bréf þetta sé tekið úr, sé frekar lítilvægt blað f nú- verandi stjórnmálum Englands! Að segja það all-óvinsælt (not over-popular) hjá brezkri stjórn og þjóð, er sama og segja áhrif þess nú lítilvæg á Englandi. í greininni “flokksblöðin”, sem birtist í Heimskringlu 29. marz s. 1., er þessi frásögn enskra blaða þýdd þannig: Að blaðið “The Nation” á Englandi sé “frekar lít- ilvægt blað.” Og þó þýðing þessi sé ekki bókstafleg, er hún rétt í alla staði. Ekkert blað á Eng- landi, sem nú hallast að friði hvað sem hann kosti, getur verið annað en lítilvægt hjá brezkum stjórnmálamönnnm. En þó ritstjóri Lögbergs reyni að umhverfa þessari þýðingu vorri í alt annað, þá er slíkt ekki nein nýjung frá hans hálfu. Hann hefir ekkert tækifæri látið ónotað í seinni tíð til að reyna að sverta Heimskringlu í augum íslenzkra lesenda. Hatursbál það, sem logar í brjósti hans í garð þessa íslenzka blaðs, er óslökkvandi — Verður sumt af því, sem hann hefir nú hvað eftir annað borið eigendum Heimskringlu á brýn, tekið til íhugunar á viðeigandi hátt áður langt um líður. Og þó hann bregði núverandi ritstjóra Heimskringlu um ráð- vendnis skort, þá er slíkt ekki annað en lúaleg aðferð sumra flokksmanna, — að reyna að narta í persónu þess, sem þeir eiga í deilum við. En vindhögg meiða mest þann, sem út í vind- inn slær.--Hér að framan hefir nú verið sýnt með Ijósum rökum, að ofannefnd ffásögn enskra blaða var þýdd í Heimskringlu rétt í aila staði og ráðvendnislega. En er það af ráðvendni sprott- ið, að ritstjóri Lögbergs rang- hermir orð annara? Er það af eintómri ráðvendni, að hann hleypur eftir flugufréttum heim á , England, með því augnamiði, að geta svert Sir Robert Borden og núverandi stjórn í Canada? Er það af ráðvendni, að hann er ei- líflega ^ð kasta grjóti á Heims- kringlu og stuðningsmenn þess blaðs? Ef alt þetta er af ráðvendr sprottið—er emkennilegt, hv litlu hann orkar. Sir Roþert Boi den er nú sýnt hvert virðingai merkið á fætur öðru á England og stjórn hans stendur óhöggu —þrátt fyrir hfakspár Löberg ritstjórans og ádeilur. Heimskringla stendur bjarg föstum fótum, þrátt fyrir illvilj hans og grjótkast. Við austurgluggann Eftir séra F. J. Bergmann. 2. Dómur um Kanada. Merkur inaftur einn á EngLandi heitir E. Griffith-Jones. Hann er forstöðumaður eða i'ektor menta- skólans í Bradford—Bradford Col- lege. Hann er doktor í guðfræði og einn af helztu guðfræðingum Eng- lands. Um aldamótin .síðustu reit hann bók, sem hann nafnir The As>- cent through Christ, l>ar sem hann lét sér hepnast svo vel að samþýða f ram J> róu n a r ken n i ngu n a kristinni kenningu, að sú bók er fræg orðin f enskum bókmentum, þykir ein sú ailra-bezta bók, er um það efni hefir ritin verið og heldur áfram að koma út í fjölmörgum útgáfuin. Nú er ný’ komin út bók eftir hann, er nefnist Faith and Immortality. Manni þessum var boðið síðastliðið haust til Kanada til að flytja fyrirlestra við þá fjóra guðfræðiskóla, er standa í sambandi við McGill-há- skólann í Montreal. Hann kom til Montreal 1. okt. og komst að þvf um leið og hann kom, að honum var ætlað að tala hvern dag, og stund- um oftar en einu sinni, þá þrjá mánuði, er hanui dveidist hér. Hann flutti fyrirlastra 1 æs.sum guðfræði- nemum sex sinnum á viku, prédik- aði tvisvar hvern sunnudag , og tal- aði þess utan á ótal öðrum stöðum við alls konar tækifæri. Hann seg- ist á þessum tíma hafa átt kost á að kynnast Kanadamönnum býsna vef, þvf hann hafi verið j>afnt með öJlum,. enginn hafi haft sig út undan, hann verið jafn-fús að vera með öllum, og gert öllum öldungis jafnt undir höfði. Yitaskuld ináði þetta ekki netna til austur-Kanada. í merku vikublaðf, sem út kemur á Englandi og dagsett er 7. marz, gerir hann grein þe»s, hvernig hon- um 'hafi litist á lífið með Kanada- mönnum. Einst mér petta álit hans: svo eftirtektavert, að koma ætti ís- lenzkum lesendum tyrir sjónir. Hollusta Kanadamanna. Hið fyrsta, sem honum fanst inarkvert í fari Kanadamanna, er hollusta þeirra við brezka veldið. Þó kveðst hann verða að taka fram, að ekki nái það tii allra. Það eigi heima um mótmælendur og enskumælandi fólk með Kanada- inönnum. Með þeim hlutanum, er mæiir á frakkneska turigu, segist hann ekki hafa verið. En hann ótt- ist mjög um, að sá hluti þjóðarinn- ar taki ekki þáttt í baráttu Banda- þjóðanna með neinum sérlegum eld- hug. Samt sé merki til, að þeir sé ofurlítið að vakna. Um aðra Kan- admenn sé ekki að efast. Þeir eru af alhuga með ættlandinu gamla f baráttunni. Segist hann engan mun hafa orðið var við á fjölskyldunum, er hann hafi kynst í Montreal og Toronto, einkum Toronto, og þeirra,. er hann þekki þar heima á Eng- landi. Háskólarnir segir hann að sé nærri tómir. Þar sé að eins þeir, sem vísað hafi verið á bug úr hern- um, eða menn er bundir sé ýms- um þjóðþrifastörfum, er ekki megi vanrækja. 1 söfnuðum mótmæl- endakirknanna isegir ihann ekkert sé eftir ungra mana á hermensku aldri, fremur en á Englandi. Fimtíu og sex ineðlimir þjóðliingsins sé f hernum með sonum sfnum. Hann segir, að sér hafi skilist, að naumast sé til nokkur þingmaður í Ottawa, er eigi ekki son eða nákominn ætt- ingja í stríðinu. 1 þessu eru allir flokkar jafnir. Eitt sé víst, og )>að isé þetta, að eigl sé unt að efiast um bi-ennheita holl- ustu Kanadamanna á þessum ör- lagaþrungnu tímum. Trúarlíf Kanadamanna. Annað markvert atriði bendir hann á f fari Kanadamanna, er hann hafi veitt sérstaka eftirtekt. Það er trúarlífið og hið andlega ioftslag, eins og það kom honum fyrir sjónir í umgengni hans við presta og safnaðarfólk. Hann kveðst hafa búist við að fiuna ástæður í hehni guðfræðinnar eitthvað líkar því, sem þær voru fyrir 30 árum á Englandi. Mér hafðf verið komið til að eiga þess von, segir liann. En honum sé ánægja að því að leiðrétta þann skilning. Fynsta ætlunarverk sitt segir liatm að verið hafi, eftirað hann var kom- inn yfir um hafið, að flytja tíu fyrir- lestra uin ódauðleikann á liéraðs- fundi presbýtéra klerka í Montreal. Þar voru hér um bil 40 prestar víðs vegar úr Quebee-fylki og þess utan fjöldi frá Montreal.” “Eg get sagt það afdráttarlaust, að eg hefi aldrei ávarpað menn með opnaii Jtuga eða fróðleiksfúsari. Þó sumt af því, sem eg hélt fram, væri þess eðlis, að mikið hefir hlotið að reyna á umiburðariyndi nokkurra. hinna eldri manna, varð eg aldrei var neinnar ókurteisi, né heldur þess anda, sem veifar trúvillu kylfunni stöðugt, í þeim frjálsu um ræðum, er áttu sér stað á eftir. “Eg er sannfærður um, að fram- sóknai’hugmyndir í guðfræði-efnum eiga fagra framtið fyrir hendi f Kan. ada. Fólk 6r- þar albúið þess og ákaft eftir að iáta leiða sig frá gróð- urlausum hæðum örvasa (effete) guðfræði til hins grösuga haglendis og hinna isvalandi vatna lifandi hugsunar. “Söfnuðirnir, þar sem eg prédik- aði, hvort heidur það var í Mont- reai, Toronto, Kingston, Ottawa, Sherbrooke eða annars staðar, sýndu sama þroska og þrek. “Reynslan sannfærði mig um, að þó fólkið með fullum rétti vfsi aliri óevangoliskri kenningu á bug, sé tfmi kominn þar í Kanada, ekki síð- ur en hér, til þess með frjál’sum liætti að gefa búningnum, er þau sainmindi hafa verið f klædd, nýtt snið, til þess þau finni sterk og lif- andi meðmæli í huga þess.” Framtíð Kanada. Um framtíð iands ])ossa tekur þessi merki höfundur það fram, að hún sé undir því > komin, hvaða þjóðerni verði hér ofan á áöldinni, sem nú er nýbyrjuð. Þar bendir hanmi á þrent, sem uppi geti orðið á tening. Brezka þjóðernið geti orð- ið svo sterkt og fjölment, að það ráði uin stefnur og horfur í Kanada. Fari »svo, verður Kanada Bretland- hið stóra á ókomnum tíma, og framaferill þjóðarinnar verður í fullu samræmi við hið bezta í sögu vorri, bæði í þjóðlegum efnum og trúarefnum. Anmar kosturinn sé sá, að þjóð-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.