Heimskringla - 19.04.1917, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.04.1917, Blaðsíða 1
Royal Optical Co. Elztu Opticians i Winnipeg. Við höfum regnst vinum þinum vel, — gefð'u okkur tækifæri til aO regn- asl þér vel. Stofnsett 1905. W. /f. Fowler, Opt. XXXI. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, 19. APRÍL 1917 NR. 30 Stórkostlegir hildarleikir eiga sér stað á Frakklandi Frá Frakklandi. Síðasta vika var viðburðarík á vestur h-erstöðvunuin. Vorviður- cigmdn, sem allir hafa vonast eftir, byrjaði á Frakklandi á mánudag- inn 9. þ.m. Hófu Englendingar og Oanadamenn öfluga sókn á í>jóð- verja á svseðinu milli Arras og Lens. Canadisku hersveitirnar tóku Vimy ihæðina, eiin-s og sagt er frá á öðrum stað í blaðinu. En ekki voru brezku hersveitirnar iðjuliausar á meðan; bær gerðu á- hlaup á Þjóðverja á öllu svæðinu, sem sóknin var í byrjun ger á, hröktu þá á öllum stöðum meira og minna, tóku af l»eim mörg þorp, þúsundir fanga og stórar birgðir af vopnum og vistum. Á undan á- hlaupuim þessum hafði stórskota- hríðiin verið verið látin dynja á Þjóðverjum í marga daga. LoÆt- bátar Breta og Canadamanna voru einlægt á sveimi yfir herstöðvum Þjóðverja á öllu þessu svæði og áttu margir harðir bardagar sér ]>á stað f geimnum uppi. Sagt er, að annar eins undirbúningur und- Tr álilaup hafi ekki átt sér stað fyr á stríðisvölluim Frakkiands. Enda bar þetta mikinn árangur. Strax eftir fyrstu dagana var búið að taka af Þjóðverjum mörg stór þorp og hrekja þá á öllum stöðum, búið að taka um 11,000 menn fanga af liði þeirra og þar með nærri 300 yfirliða. í viðbót við þetta var bú- ið að taka af þoim 100 fallbyssur, 60 stórskotabyssur og 163 hrað- skotabyssur. Á sunium stöðunum var eigin byesum Þjóðverja tafar- laust snúið gegn þeim og þær strax látnar koma að notum. 1 áhlaupum þessum viðliöfðu Bretar allan' sinn nýja útbúnað. Bryn-bifreiðarnar (tanks) fóru á undan hersveitum þeirra í tuga tali, skriðu yfir alt, sem fyrir var, og dundu skotin frá þeim til beggja liliða. Nýjar stórskotabyss- ur drundu fyrir aftan brezku her- sveitirnar og gerðu hræðilegan usla í herstöðum óvinauna. Þegar Can- ada hersveitirnar komust upp á Vimy hæðina, var hún öll sundur tætt að ofan eftir þossa ægilegu skothríð. Brezki herinn er nú eins vel búinn að vopnum og her- útbúnaði ölluim og her nokkurrar þjóðar getur verið. Lengi vel höfðu Þjóðverjar yfirburði yfir Englend- inga í þessum sökum; þeirra margra ára viðbúnaður gerði þetta að verkum. En nú er ekki þessu þannig varið lengur og hið gagn- tæða á sér miklu fremur stað. Fyrsta áhlaupið var gert á um tíu rnílna löngu svæði og á því öllu voru Þjóðverjar hraktir meira og minna. Ramgerðustu vígi þeirra á Frakklandi voru af þeim tekin. svo sem Vimy hæðirnar, Neuville Vitasse, Telegraph Hill, Tilloy-lez- Moffleinos, Observation Ridge, St. Laurent Blangy, Athies, Tlrelus og ótal margar aðrar stöðvar, sem hér áður fyrrum voru haldnar því nær ósigrandi. Alla vikuna héldu svo Bretar áfram að taka fleiri og fleiri h^jstöðvar Þjóð|verja, !þorp og borgir og færa sóknina lengra og Iengra út á við. í lok vikunnar voru þeir ifarnir að sækja á Þjóð- vierja á öllu svæðnu frá héruðun- um grend við borgina Lens til hér- aðanna í grend við borgina Laon. Er svæði þetta um 60 mflna langt. Eftir að Vimy liæðirnar voru tekniar, var borgin Lens strax 1 hættu. En þar í kring eru kola- námur miklar, sem Þjóðverjar hafa unniið síðan í byrjun stríðsins og haft mikinn hagnað af. Á sunnu- daginn voru brezku hersveitirnar komnar fast upp að borginni Lens °g þá haldið að Þjóðverjar myndu í þann veginn að yfirgefa hana. stöðvum hrakið Þjóðverja að mun. En haldið er, að Frakkar séu með þessUm stöðugu skothríðum að undirbúa svipað áhlaup og Eng- lendingar hafa nú gert. Á sunnudagskvöldið var gerðu Frakkar áhlaup mikil á óvinina á mörgum stöðum í Alsace, tóku þar víða af þeim margar skotgrafir og varð á sumuin þessum stöðum mikið mannfall í liði Þjóðverja. Á sama tíma voru Þjóðverjar liraktir töluvert fyrir sunnan Oise. Á fleiri stöðum var líka knálega sótt á þá áf háltfu Frakka. Sérstaklega í grend við borgina St. Quentin. Sækja Frakkar að borg þessari að sunnan en Bretar að norðan. Talið er líka víst, að hún verði tekin áð- ur inargir dagar líða. Frakkar. Frökkum gekk víðast hvar vel eíðustu viku. Létu þcir stöðuga skothríð dynja á Þjóðverjum á svæðinu frá Somme til Aisne. Bo&gja megin við fljótið Oise og fyrir norðan Soissons, fyrir sunnan Áilette ána og á Chaimpagne svæð- nu héldu þeir einnig áfram stöð- ugri sókn. Ekki er þess þó getið, að þeir hafi á neinum þessum Frá öðrum Bandaþjóðum. Vont veður og bleytusamt hindr- aði það mestan part síðustu viku, að hægt væri að viðhafa mikið stórskotabyssur á svæðum þeim þar sem ítalir sækja gegn Þjóð- verjum og Austurríkismönnum. 1 Adige og Guadicaria dölunum fengu þó ítalir eyðilagt mörg virki fyrir óvinunum og víða hrakið }>á töluvert. í grend við Aroo og Rov- croto hófu Italir um miðja vikuna öflugar árásir á vígi Austurríkis- manna, en ekki hafa enn bo;'i.st ljósar fregnir frá viðureignum þessum. í grend við Ána Styr í Volhynía gerðu Þjóðverjar í síðustu viku mörg álilaup gegn Rússum. En Rússar voru þessu viðbúnir og hröktu þá af höndum sér og tóku á sumum stöðunum af þeiin skot- grafir og önnur virki. Á mörgum stöðum f Gailicíu gerðu Þjóðverjar einnlg áhlaup, en vanst hvergi mikið á. í Persíu halda Rússar einlægt á- fram að -hi'ekja Tyrk, en engir stór- bardagar hafa átt sér þar stað í seinni tíð. f Mesopotamíu tóku Bretar ný- lega af Tyrkjum Balad stöðina við járnbrautina á milli Bagdad og Samaroah. Einnig tóku þeir á þessum stað borgina Herba. Nú eru Tyrkir að reyna að búast tii varnar gegn Bretum við Dialah árnar, en eiga í vök að verjast, því Rússar sækja þar á þá ifrá annari hlið, að norðan. Nálægt Monastir í Macedoníu gerðu Þjóðverjar nýlega sterk á- hlaup gegn Rússum á svæði þvf, ■sem þeir líalda þar. En ekki vanst þem mikið á með áhlaupuin þess- um, því hersveitir Rússa vörðust af hreysti mikilii. Bandaríkin færast einlægt. meir og meir í aukana. Tillaga hefir ver- ið lögð fyrir þingið þess efnis, að rfkisskuidabréf séu -seld fyrir upp- hæð, sem nemur fimm biljónum dollara. Undirbúningur undir hersöfnun í stórum stýl er nú kominn vel á veg. Wilson forseta cr umhugað um að koma á skyldu- kvöð, en mætir töluverðri mót- spyrnu af hálfu þingsins. Bæði England og Frakkland eru nú að senda fulltrúa nefndir, sem eiga að sitja stríðsráðstefnu í Wasli ington. Er Hon. A. J. Balfour, ut anríkis ráðgjafi Breta, formaður nofndarinnar frá Englandi, en Viviani, fyrverandi stjórnarfonnað- ur Frakka, er formaður frönsku nefndarinnar. Canadisku sveitirnar taka Vimy- hæðirnar. Hvergi á Frakklandi voru vígi Þjóðverja rammgerðari en á Vimy hæðunum; hæðir þær eru hér um bil miðja vega á milli borganna Arras og Lens. Voríð 1915 gerðu Fjiakkar ölflugar tilrauniir að ná þessum hæðum, en urð-u frá að hverfa. Eftir þetta liafa Þjóðverj- ar talið víggirðingar sínar þarna uppi alveg ósigrandi og hersveitir sínar þar með öllu óhultar. Þegar aðrar hersveitir þeirra voru á und- anhaldi á svæðunum sunnar, biðu þeir rólegir átekta þarna uppi á Vimy hæðunum—öruggir í þeirri vissu, að þessi vígi þeirr yrðu aldr- ei liertekin. GLEÐILEGT SUMAR 3 EIMSKRINGLA óskar öllum lesendum sín- um og öllum íslendingum, nær og fjær, gleðilegs sumars. Vor og sumar og sólskin inn í líf manna, er ósk vor. Frá aldanna byrjun hefir blíða sumarsins verið bjartasti geislinn á lífsleið alls, sem anda dregur. Alt er breytingum háð í heiminum, en n á 11 ú r a n er þó alt af sú sama; vekur oss á hverju vori til sömu feg- urðar, sömu ununar, sömu lífsgleði — þetta breytist aldrei, því: Þótt mannkynið hrekist á hrasandi fotum og hljómlistin spillist af ógöfgum nótum og réttvísin skolist af skipsfjöl í sæ, er náttúran söm—og á sérhverju vori á sama hátt lifnar hún, fetar í spori þess sama og áður, því söm er hún æ. Flestra augu hvíla nú á sumrinu. Færi það end- ir stríðsins að miklum mun nær, sem allir búast við, verður það þýðingarmikið. Ef stríðið endar á þessu sumri, sem margir halda, þá verður það gleði- legasta sumar mannkynssogunnar. Ailir vonum vér að þetta verði.----Cíeðilegt sumar! Á inánudaginn var 9. þ.m., þegar Bretar byrjuðu liin stórkostlegu áhlaup sfn á Fakklandi, þá voru þáð aðallega herdeildir Canada- manna, sem sóttu á vígi Þjóðverja á Vimy liæðunum. Mitt í snjó- stormi og vondu veðri hófu þessar canadisku hersveitir áhlaupin og eftir ógurlcga orustu náðu þær fót- festu uppi á hæðunum og tóku l>ar fremstu vígin. Eftir þetta varð Þjóðverjum örðugra um vörn, svo ekki leið á löngu áður þeir voru hraktir úr öðrum virkjum og öll hæðin þarna megin komin í hend- ur Canadamanna. Að kvöldi þess sama dags voru Þjóðverjar búnir að yfirgefa meiri i>art hæðarinnar og urðu að yfirgefa hana alla áður miargir dagar liðu. Um 3,500 fanga tóku Canadamenn við að hertaka hæðirnar, einnig náðu l>eir þarna í margar stórskota byssur óvin- anna og annað, sem þeir neyddust til að skilja eftir. Canada hcrmennirnir hafa feng- ið mikið hrós fyrir að taka hæðir þessar. Þjóðverjar voru búnir að lialda þeim í rúma 30 mánuði og á tíma þessum búnir að víggirða þær á eins rammgerðan hátt og þeim framast var unt. Svo óhulta álitu þeir sig þarna, að þeir höfðu gert þetba að aðal-vígstöðv- um sfnum á öllu þessu svæði. Mannfail var furðanlega lítið í liði Canadamanna, þegar tekið er til greina hve bardagi þessi var stór- kostlegur. Fyrst sögðu fréttirnar, að um hálft annað þúsund Can- adamenn hofðu fallið við að taka hæðirnar. En seinni fréttir sögðu, að langt um fleiri menn en þetta hefðu fallið—upi 5,000 Canadamenn í alt væru fallnir og særðir eftir bardaga þenna. — Síðan Þjóðverj- ar töpuðu hæðunum, hafa þeir við og við verið að gera stórkostleg á- hiaup og reyna að ná þeim aftur, en þegar þetta er skrifað hafa all- ar þær tilraunir þeirra mishepn- ast. ----------- Seinustu fréttir. Á mánudaginn gerðu Frakkar stórkostlegt áhlaup á herstöðvar Þjöðverja á milli Soissons og Per- onne og víðar. Á milli nefndra borga brutust þeir í gegn um öll femstu virkin og gerðu hræðileg- an usla í iiði óvinanna. En í alt gerðu Frakkar áhlaup sín á um 40 inflna svæði og urðu Þjóðverjar fyrir ægilogu mannfalli í viðskift- um þessum. Um 100,000 manna féllu og særðust af liði þeirra, þó Frakkar hafi enn þá ekki hrakið 1 Þjóðverja ein.s iangt eins og Brebar eru búnir að hrekja þá, þá hafa læir þó með sigri þessum gert þeim enn þá stærra manntjón, og er sigur þessi því frá hernaðarlegu sjónarmiði onn þá stærri en sigur Breta. Með margra daga undangenginni skobhríð voru Frakkar búnir að undirbúa þessi áhlaup. Ekki er hægt að segja, að Frakkar kæmu hér að Þjóðverjum óviðbúnum,— þvf þeir höfðu lengi átt von á á- hlaupum á þessum svæðum og voru því í alla staði við því búnir, að verjast. En í bardaga þessum, einhverjum harðasta bardaganum á Frakklandi síðan í byrjun stríðs- ins, var sókn Frakka svo öflug, að Þjóðverjum var nauðugur einn kostur undan að hrökkva. Um 10,000 fanga tóku Frakkar og einn- ig náðu þeir í stórar birgðir af vistum, sem- óvinirnir urðu eftir að skilja.—Enn hafa ekki nákvæm- ar fregnir borist af þessari viður- eign Frakka og Þjóðverja og verð- ur sagt betur frá þessu í næsta blaði. Tollur numinn af hveiti. Canadastjórnin hefir nú numið toll af öllu hveiti, sem sent er inn í Canada. Stjórnin hefir stigið þetta spor sökum þess, að stríðið hefir breytt öllu frá því, sem áður var, og þar með eftinspurn erlendis á hveiti frá Canada. Nú undan- förnu hefir verið töluverð eftir- spurn á Englandi eftir bezta hveit- inu f Canada og hveitimjöli úr því, en lítil eða sama isem engin eftir- spurn þar um ódýrasta hveitið, sem Canada bændurnir þurfa þó engu síður að geta iselt. En hag bændanna hefir Bordenstjórnin æ- tíð borið fyrir brjósti og viljað stíga öll spor til þess að tryggja velferð þeirra í landinu. Þess vegna hefir hún numið tollinn af hveitinu, svo bændunum verði auðveldara að selja alt sitt hveiti. Að Oanada nemur nú tolliinn af Bandaríkjahveitinu gerir það að verkum, sanikvæmt tolllögum, sein gengu í gildi syðra árið 1912, að toil- ur verður nú numinn þar af ean- adiska hveitinu. Alt er nú breytt frá því sem áður var. Canada og Bandaríkin berjaST* saman undir sama merki og er því nauðsynlegt að tryggja öll verzlunar sambönd milli þessara tveggja þjóða, sem berjast nú 'samhliða, og gera þeim éins hægt um alla samvinnu og unt er. Töluverð eftirspurn á ódýr- ara Canadahveitinu iiefir einlægt verið frá Bandaríkjunum þrátt fyrir toilinn—en nú mun þessj eft- irspurn aukast um allan helming og Bandaríkin hafa mikinn hagn- að af.— Þegar fréttir bárust hing- að um þessar gerðir stjórnarinnar, tók liveitikorn brátt að stíga í verði hér. Á mánudaginn var l>að komið upp í $2.25 bushelið, en steig ]>ó fljótt upp í $2.31 bus'helið. En aftur á móti ihafði þetta þær af- leiðingar, að verð hveitikornsins iækkaði töluvert í sumum ríkjun- um syðra. -----o----- Fleiri stríðsþjóðir. Brazilía hefir sagt skilið við Þýzkaland og talið vfst að áður langt líður muni þetta leiða til stríðs á milli þessara tveggja ríkja. Cuba hefir sömuleðiis snúist gegn Þýzkalandi. — Neðansjávar báta aðferðir Þjóðverja hafa æst þær þjóðir til uppreistar. Enda er ekki hægt að búast við því„ að nokkur siðuð þjóð geti látið önn- ur eins spellvirki afskiftalaus og neðansjávar bátarnir hafa gert á höfum úti. Blöð í Danmörku eru í seinni tíð tekin að átelja þetta harðlega og segja Þjóðverja litlu öðru til leiðar hafa komið með þessu en þvf, að æsa allar þjóðir móti sér. — Ástandið á Hollandi verður einlægt ískyggilegra eftir því sem lengra liður. Þjóðverjar liafa sökt fyrir Hollandi aragrúa af iskipum, og er engu iíkara en þeim sé umhugað um að koma Hollandi út í stríðið það allra fyrsta *------------------------------* Islands fréttir. *------------------------------ (Eftir Lögréttu.) iðnaðarmanna félagið hér í bæn- um átti 50 ára afmæli síðastliðlnn liaugardag og mintmst félagsmenn þess með fjölmennu samsæti í I.ðn- aðarmanna húsinu. Aðal hvata- mennirnir til stofnunar félagsins eru þeir sagðir að hafa verið Einar Þórðarson prentari og Egill Jónis- son bókbindari. Hefir félagið gert ýmislegt til framfara hér í bænum, einkum síðastliðin 20 ár, bygt Iðn- aðarmannahúsið og Iðnaðarskóla- húsið, og haldið iðnskólanum uppi. Allinörg ár nú að undanförnu hefir K. Ziinsen borganstjóri verið for- maður félagsins. Aflabrögð em í bezta lagi í veiði- stöðvunum hér suður við flóann. Eins er á ísafirði. Einnig góður afli fyrir sunnan land og botnvörp- ungar afla vel. Töluvert frost nokkra daga kring um síðustu helgi (7. febr.), en nú aftur auwtan hliáka og rigning. Þann 3. þ. m. fór vélbátur frá Stokkseyri til Þorláksbafnar og á heimleið aftur sást hann úti fyrir sundinu fram undan Stokkseyri fyrir myrkur um kvöldið, en hefir ekki komið fram síðan. Brim var í sundinu og mun báturinn hafa lagt iTnn á það f tunglsljósinu um kvöld- ið og farist þar. Á honum vom 4 menn: Guðbergur Grímsson formað- ur bátsins og eigandi, Filippus Stef- ánsson, Þórður Pálsson og Gunn- ar Gunnlaugsson, allir dugnaðar- menn, og hafa þeir farist með bátn- um. — Sagt er að 16 mianms hafi tal- að um að taka sér far með bátnum frá Þorlákshöfn, en hætt við það á síðustu stundu, Stephan G. Stephansson kemur komur hingað heim í vor, þiggur boðið héðan, sem áður hefir verið frá sagt. — Samskotin til þess að kosta ferð hans ganga mjög vel. Tryggvi Gunnarsson, fyrv. banka- stjóri, hefir nýloga gefið Sjúkrasam- lags Rvíkur 300 kr. og Landspítala- sjóðnum 250 kr. 21. febr. lágu skipin Gullfoss, ís- land og Lagarfoss enn um kyrt í Khöfn og kvað undanþága ekki hafa fengist á því með Gullfoss að hann kæmi við í Englandi á leið hingað, en ifengist hún, myndi hann látinn lialda af stað. Silfurbrúðkaup eiga þau á morg- un Geir kaupmaður Zioega og frú lians, Helga Jónsdóttir. Munir úr Goðafossi vom seldir hér á uppboði fyrir helgina, innan- skips útbúnaður ojn.fl. og fór alt I háu verði. Ur bænum. Miss Vlgerður Oddson frá Win- nipeg Beach, kom snögga ferð til bæjarins fyrir síðustu helgi. Fór heimleiðis aftur á mánudag. Síra Páll Sigurðsson, prestur á Garðar, fermdi 22 börn í Garðar- kirkju á páskadagi'nm og tók fjölda fólks til altaris. Mannfjöldi svo mikill var við þá guðsþjónustu eftir þvf sem ifrézt hefir, að einung- is kvenfólk fekk sæti í kirkjunni og er hún þó býsna rúmgóð. S. Vidal, frá Hnausa P.O., var á ferð hér nýlega. Hanni hefir leg- ið á almenna sjúkrahúsinu í Sel- kirk, en er nú orðinn heill heilsu aftur. Erindi um Þjóðverja. Munið eftir samkomunni á sum- ardaginn fyrsta í Tjaldbúðinni. Þar verður fiutt fróðlegt erindi um Þjóðverja. Byrjar kl. 8. Ensku blöðin segja nú þessa ís- lendinga fallna og særða á vígvell- inuin: H. Johnson, falliinm. J. Henirannsson (Wpg.) særður. C. Sigtryggsson (Glenb.) fallinn. H. J. Solson (Gimli), særður. M. Guðmundsson (Foam Lake), særður. Miss Lára Sigurjónsson, kennari á barna.sklóanum að Víðir í Nýja Islandi, var hér í bænuin í páska- leyfinu að heimsækja foreldra sína og sitja á kennara þinginu. Hún fór norður aftur á laugardaginn. —Þær Miss B. Oddson kennari við Silver skóla og Miss Jónasson, er kennir á Framnes skólanum þar nyrðra vom einnig hér staddar í síðustu viku og sátu á kennara- þinginu. Þær fóru og til skóla sinna fyrir helgina. Á mánudagskveldið var, þann 16. þ.m.) voru gefin saman í hjóna- band að heimili þeirra, 602 Mary- land str. hér í bæ, þau hra. Eyjólf- ur Eyjólfsson Olson og Guðbjörg Pálsdóttir, af séra Rögnvaldi Pét- urssyni. Brúðhjónin eru að góðu kunm meðal flestra fislendinga hér í borg og þó víðar sé leitað, bæði að fornu og nýju. — Viðstaddir voru nánustu ættingjar og vinir og fósturbörn þeirra. Bæði eru þau hnigin að aldri og er það eirnlæg ósk allra þeirra mörgu vina, að þau inegi njóta æfidaganna sem oftir eru, í fögnuði og rósemi, sem þau margfaldloga ei.ga skilið. — Áður var Eyjólfur giftur Signýju Pálsdóttur — sy-stur Guðbjargar. Andaðist 'hún f desember árið 1913. Kappglíman, sem lvaldin var í Goodtemplara salnum á föstudags kvöldið 13. þ.m., var ekki upp á það bezta sótt. Skemtuin var þar þó góð fyrir alla þá, sem gaman hafa af að sjá glímt upp á íslenzka vísu. Beltishafinn, Guðm.'Sigur- jónsson, vann beltið aftur, og um leið og lionum var afhent það, fékk ungur drengur, sonur A. S. Bar- dals, honum íslenzka flaggið—svo hanim hélt á báðum þessmm verð- launum í sama sinn. Steini John- son var næstur Guðmundi í kapp- glfmunni, og gaf A. S. Bardal hon- um að verðlaunum litmálaða mynd af felenzku landslagi. Ásta Austmann, sem stundað hefir nám við Wesley College í vet- ur og er systir Kristjáns J. ó. Aust- nvanns, sem er lautinant í hernum, er í efsta bekk memtamáladeildar- innar og gengur nú upp til burt- farar prófs við háskólann. Síra Jakob Kristjánsson, prestur í Wynyard, hefr verið tveggja mán- aða tíma við háskólann í Saska- toon, Sask. Hann er nú nýlega horfinn heim aftur til safnaða sinna og lætur hið bezta yfir ver- unini þar. Hann var þar að lesa ensku og enskar bókmentir. Næsta sunnudag, 22. þ.m„ fer fram ferming og altarisganga í Tjaldbúðarkirkju kl. 7 að kveldi. Sunnudagsskólj að vanda kl. 11 að morgni. Myndin af Vilhjálmi Stefámssyni kostar tvo dali, og burðargjald borgað. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson 732 McGee St., Winnipeg, afgreiðir pantanir tafarlaust.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.