Heimskringla - 19.04.1917, Blaðsíða 4
4. BL8.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 19. APRÍL 1917
WINNIPEG, MANITOBA, 19. APRIL, 1917
Samhugur og samvinna
Stríðið hefir opnað augu þjóðanna fyrir
mörgu því, sem þær sáu ekki áður. Það hef-
ir heimfært mönnum margan þann sannleik,
sem þeim áður var meira og minna hulinn.
En ekkert hefir stríðið gert ljósara í hugum
manna en það, hve nauðsynleg og þýðingar-
mikil samvinnan er—samvinna einstakling-
anna, samvinna þjóðanna.
Flestar stríðsþjóðirnar voru líka fljótar
að gera sér grein fyrir þessu. Sumar þeirra
áttu þó við meíri örðugleika að stríða í þessu
tilliti en aðrar. Hjá Þjóðverjum, t. d. var
samvinnan sjálfsögð,—herskyldulögin gerðu
það að verkum. Englendingar, með enga
herskyldu í byrjun stríðsins, áttu hér við
örðugri afstöðu að búa. En þessir örðug-
Ieikar reyndust þó í raun og veru fyrsta
vakning þjóðarinnar. Þannig var samhug-
ur hennar vakinn og hennar ötulu starfs-
kraftar. Hinir miklu örðugleikar höfðu þær
afleiðingar í för með sér, að samvmna var
hafin í landinu í afar-stórum stýl. — And-
stæðir stjórnmálaflokkar fylktu sér undir
sama merki. Flokksfylgi einstaklinganna
féll niður, samhugur og samvinna kom í stað-
inn.
Þegar saga þessara tíma verður skrifuð,
verður ekkert undrunarverðara til frásagn-
ar en hið stórkostlega þrekvirki, sem þjóðin
á Englandi afkastaði með þessari óviðjafn-
anlegu samvmnu sinni.—Einstaklingar þess-
arar stórþjóðar, sem yfirleitt eru þó svo
sjálfstæðir að eðlisfari og þess vegna svo
gjarnt til að vilja halda sinn í hverja átt-
ina, vinna nú í aðdáanlegri sameiningu að
sameiginlegum velferðarmálum þjóðarinn-
ar. Fleiri miljónir manna bjóða sig sjálf-
viljuglega í herþjónustu, leggja sjálfviljugir
líf sitt í hættu í þarfir lands og þjóðar. Ein-
staklingar annara þjóða eru knúðir fram
með herskyldunni—Englendingar, í saman-
burði við annað eins, eru vafnir geisladýrð
lýðfrelsisins.
En ekki má þó segja það, að allir hafi
fylgst með í þessari baráttu þjóðarinnar á
Englandi. Liðleskjur (slackers) þjóðar-
innar drógu sig í hlé eins og vænta mátti,
þegar reyndi á sanna karlmensku og dug og
dáð. Eins og til þess að afsaka þetta at-
ferli sitt, tóku þessir menn svo að átelja
stjórnina og fylgismenn hennar. Sérvitring-
ar og ofvitar gátu heldur ekki fylgst með rás
straumsins,-—þeim var slíkt með öllu ó-
mögulegt. Þeim var of dimt fyrir augum til
þess. Enda koma slíkir menn sjaldan tii
mikilla nota í mannfélaginu. Oft og einatt
eru þeir góðum hæfileikum gæddir — en
þeir eru eins og blindir fyrir öllu nema
sjálfum sér, og nota því ekki þessa hæfi-
Jeika sína. Þeir eru eins og stór tré, sem
skrælnað hafa við hita sólarinnar, og bera
því ekki ávöxt lengur. Og það var sökum
slíkra manna og annara, sem af einhverjum
orsökum ekki vildu leggja fram krafta sína
í þarfir lands og þjóðar, að Englendingar
neyddust til þess að grípa til herskyldu.
En þetta kastar ekki skugga á mennina,
sem á undan fóru. Þeir menn hafa ritað
nöfn sín gullnum stöfum á spjöld sögunnar.
Enginn skuggi fellur heldur á samvinnu
brezkrar þjóðar í stríðsþarfir,—því þótt all-
margir einstaklingar skærust úr leik, voru
þeir samt fáir í samanburði við heildina.
Samvinna Englendinga hefir frá stríðsbyrjun
verið aðdáanleg. Hún hefir afkastað því
stærsta þrekvirki, sem heimurinn þekkir.
Þjóðin var alveg óviðbúin svo stórum hild-
arleik á landi; hennar litli landher hafði
hér lítið að segja. — Nú hefir enska þjóðin
um sex miljónir æfðra hermanna, eins vel
búna að vopnum og vistum og hugsast get-
ur. Að safna þessum ógnar her og vopna
hann er tæpra þriggja ára starf þjóðarinn-
ar. — Þjóðverjar voru 40 ár að undirbúa
sig undir núverandi stríð.
Sú samvinna, sem öðru eins getur af-
kastað og átt hefir sér stað hjá Englending-
um síðan stríðið byrjaði, á heiður skilið.
Ekki þarf Jjósari sannana við, til að sýna
hve miklu þjóðirnar geta áorkað, ef einstak-
Iingar þeirra eru samhuga og vinna í samein-
ingu. Samvinnan er æfinlega aðal-atriðið,
ef þjóðirnar hafa eitthvert mikið og stórt
starf að framkvæma. Frakkar höfðu her-
skyldu í byrjun stríðsins, en þurftu þó mest
á samvinnunni að halda. Flokkarígur varð
allur að falla niður í landinu til þess að þjóð-
in gæti notið sín. Þannig hefir því líka ver-
ið varið hjá öllum öðrum þjóðum, sem þátt
hafa tekið í stríðinu.
Og hvað er herþjónustan annað en sam-
vinna einstaklinganna í þarfir þjóðarinnar?
Hvað hefir hún verið annað frá aldanna
byrjun? Með því að sameina þannig krafta
sína, hafa þjóðirnar rutt siðmenningunni
braut um heim allan. Þegar til hersins kem-
ur, er samvinnan kend eins og hver önnur
lærdómsgrein. Allar heræfingar og hver
önnur kensla, sem hermönnum er veitt, stuðl-
ar til þess að hvetja þá til samvinnu. Þetta
er í orðsins fylsta skilningi rétt nefndur sam-
vinnu lærdómur.---------Það er aðdáanlegt,
að sjá heilar hersveitir við heræfingar. Sjá
þúsundir manna þramma áfram í fylkingum
eftir sama hljóðfalli; sjá þessar þúsundir
hreyfast í vissar stellingar og raðir við sömu
hugsun og eina skipan, — og sjá svo allar
þessar hermanna raðir hefja á loft byssurnar
og skjóta, sem einn maður væri. Hugur
manns hlýtur að fyllast af lotningu við þessa
sjón, yfir þeirri samvinnu, sem hér er aug-
Ijós, og maður gleymir þessu aldrei.
Stríðin leggjast niður með tíð og tíma,
á því er ekki minsti vafi. Þau verða ekki
nauðsynleg, þegar þjóðirnar hafa færst nær
hver annari og eru teknar að þroskast sam-
hliða. En samvinnu-skipulagið, sem á bak
við stríðin stendur, verður þó að lifa. Þó
stríðin hætti, verður að halda áfram að
kenna einstaklingunum samvinnu. Reynslan
hefir sýnt með Ijósum rökum, á meðan stríð-
in voru viðhöfð, á hve hátt fullkomnunar
stig samvinna mannanna getur komist, ef
þeim er kent að vinna saman.
Sú frétt berst nú frá Bandaríkjunum, sem
vottar það Ijóslega, að Bandaríkja þjóðin
vill ekki verða eftirbátur annara stríðsþjóða
hvað samhug og samvinnu snertir. Elihu
Root, foringi republicana flokksins í Banda-
ríkjunum, hefir nýlega lýst því yfir, að hann
og flokkur hans muni á meðan stríðið stend-
ur yfir standa örugglega með stjórn lands-
ins. Enda sé þetta nú sjálfsögð skylda allra
Bandaríkja borgara. Allur flokkarígur verði
að falla niður, hinir ýmsu flokkar verði með-
an stríðið endist að renna saman í eina heild,
sem vinni af alhuga í þarfir lands og þjóðar.
Wilson forseti og þingið séu nú hinir réttu
stjórnendur landsins og þeim’beri að h'ýða.
Engar aðfmslur í garð stjórnarinnar megi nú
eiga sér stað, heldur sé skylda allra að
standa með stjórninni, hvað sem á dynji.
Þetta er kjarninn úr yfirlýsingu þessa Banda-
ríkja leiðtoga, sem andstæður er þó núver-
andi stjórn í öllum stjórnmálum, og eru
þetta fögur og viðeigandi orð. -
Manni dettur ósjálfrátt í hug hin fagra
ræða Sir Wilfrid Lauriers, foringja Iiberal
flokksins hér í Canada, er hann hélt í byrjun
stríðsins. En engin ástæða er þó til að ætla,
að Elihu Root efni ekki ofangreind orð sín
betur. Ef til vill stendur hann mikið betur
við þessa stefnu sína—en raun hefir á orðið
með liberal foringjann hér í Canada.
Sir Wilfrid Laurier gerði mjög svipaða
yfirlýsingu í byrjun stríðsins. Hann sagði
þá meðal annars: “Ef í því, sem gert hef-
ir verið, eða því, sem á að gerast, er eitt-
hvað, sem vér fellum oss ekki við, eða sem
oss finst mætti gerast á annan hátt—, þá
munum vér samt sem áður ekki gerast spur-
ulir, ekki setja oss upp á móti neinu sér-
stöku og ekki viðhafa neinar aðfinslur. Að-
finslur við núverandi stjórn má enginn mað-
ur viðhafa á meðan hættan vofir yfir liði
voru á vígstöðvunum.”
Þetta voru fögur orð. En hvað skeði?
Það ieið ekki á löngu áður ásökunum og að-
finslum frá hálfu ýmsra liberala í Canada
tæki að rigna yfir alla stríðsstjórn conserva-
tíva flokksins. En alt þetta stuðlaði til þess
að hindra samvinnu þjóðarinnar og gera
stjórninni örðugra fyrir. Enginn mátti bú-
ast við því, að stríðsstjórninni canadisku
yrði ekki ábótavant í neinu—og þannig hátt
hafin yfir stríðsstjórnir allra annara landa.
Þegar tekið er til greina, hve stórt og mikið
starf stjórnin hér varð að taka sér á herðar í
byrjun stríðsins, og hve litla undan gengna
reynslu stjórnmálamenn þessa lands höfðu í
þessum efnum, þá mun engum nema liberöl-
um dyljast, að núverandi stjórn í Canada hafi
staðið snildarlega vel fyrir stríðsmálum öll-
um. Enda hefir Canada hlotið viðurkenn-
ingu alls heimsins fyrir þátt þann, sem það
hefir tekið í stríðinu.
Samvinna þjóðarinnar í öllu því, sem
að stríðinu lýtur, er aðal atriðið hér, engu
síður en í öðrum Iöndum. Alveg eins og hjá
öðrum stríðsþjóðum er nauðsynlegt, að all-
ur flokkarígur hér í Canada falli niður á
meðan stríðið stendur yfir. Án samhugs og
samvinnu einstaklinga sinna, getur engin
þjóð í stríði staðið. En það er eins og helztu
leiðtogar liberala hér í landi dylji sig þessa.
— Nú er verið að reyna að æsa þjóðina til
kosninga með því augnamiði að steypa nú-
verandi sambandsstjórn frá völdum. En
kosningar nú á dögum, þegar þjóðin er stödd
í ægilegu stríði og þarf á öllum sínum starfs-
kröftum að halda, eru ekki glæsiiegar í aug-
um neinna, sem bera hag landsins alvarlega
fyrir brjósti.
En það er ekki víst, að þjóðin í Canada
sé eins leiðitöm og sUmir virðast halda. Það
er ekki víst, að hún kæri sig um kosningar
að svo stöddu. En ef kosningar verða óum-
flýjanlegar, þá er heldur engin vissa fengin
fyrir því, að þjóðin í Canada kæri sig um að
skifta núverandi stjórn, sem mikla og víðtæka
reynslu hefir hlotið í stríðsmálum, fyrir
stjórn, sem enga reynlsu hefir í þessum sök-
um. Þó núverandi stríðsstjórn hafi í sumu
verið ábóta vant, þá er þetta engin sönnun
þess, að Laurier stjórnin hefði verið neitt
betri, eða eins góð.
Að kosninga barátta væri nú hafin, væri
að sundra starfskröftum þjóðarinnar og
hindra samvinnu hennar í stríðs þarfir. Ö-
heillavænlegra spor en þetta gæti þjóðin
ekki stigið.
I sambandi við þetta ofanritaða dettur
oss eitt atriði í hug, sem sérstaklega snertir
oss Vestur-íslendinga.
Það hefi^ mikið verið ritað og rætt um
viðhald íslenzks þjóðernis í Vesturheimi.
Enda er hverjum góðum íslendingi þetta
mikið áhugamál. — Einlæg ósk allra sannra
Islendinga er sú, að íslenzk þjóð og íslenzk
tunga geti lifað hér sem lengst.
Reynslan hefir sýnt, að við getum verið
góðir borgarar þessa lands og engu síður
góðir Islendingar. Islenzku hermennirnir
hafa sýnt þetta manna bezt. Þeir af þjóð-
stofni vorum, sem lengst hafa komist hér í
landi, eru líka flestir góðir Islendingar.
Fundur var haldinn hér í Winnipeg í vet-
ur til þess að ræða þjóðerms málið og með
því markmiði, að reyna að hrinda einhverju
í framkvæmd í þessa átt. Ymsir málsmet-
andi íslendingar tóku til máls á fundi þess-
um og létu í ljós skoðanir sínar. Öllum kom
ræðumönnum saman um það, að það helzta,
sem stæði í veginum fyrir sameiginlegri
þjóðernis baráttu Vestur-Islendinga, væru
—flokkarnir.
Vestur-Islendingar, þó fáir séu, eru
skiftir í ótal marga flokka, og þessir flokk-
ar eiga bágt með að vinna saman—jafnvel
þó um sameiginlegt velferðarmál þjóðarinn-
ar sé að ræða.
En geta nú ekki Vestur-íslendingar fært
sér í nyt þann lærdóm, sem stríðið hefir haft
í för með sér? Ef Bandaþjóðirnar hefðu í
byrjun stríðsins lagt árar í bát sökum þess,
að einstaklingar þeirra væru skiftir í ótal
flokka, þá væri nú illa á komið fyrir þeim.
En þeim kom ekki slíkt til hugar; þær létu
allan flokkaríg falla niður og settu á stofn
öfluga samvinnu—og færðust þannig á sitt
hæsta fullkomnunarstig sem stríðandi þjóðir.
Þetta sama geta Vestur-Islendingar gert,
ef viljinn er nógu sterkur.
Og með samhug og samvinnu geta þeir
þá reist íslenzkum listum og bókmentum þann
minnisvarða hér í landi, sem standi um ald-
ur og æfi.
-------o--------
Við austurgluggann
Eftir séra F. J. Bergmann.
3.
Tvö söguleg skjöl
öllum kemur víst sainan um, að skjölin, sem
fram koma í sambandi við þetta stríð frá
Jeiðtogum bjóðanna, verði skoðuð söguleg
Skilriki í fyrstu röð um margar aldir ókomn-
ar, þegar að saga þeirra viðburða, «em nú eni
að gerast í heiminum, verður rituð upp aftur
og aftur og um, hana hugsað af vitrum mönn-
um grandgæifilega.
Eg hefi fyrir framan mig safn af slíkum
akjölum og liefi verið að blaða í. Eitt aí því
fyrsta, er eg staðnæmdist við, var bréf frá
keisaranum þýzka, ritað Bethmann-Hollweg,
kanziara, 31. okt. 1916, í þann mund, að Þjóð-
verjar voru að hrinda af stað friðarhreyfitngu
sinni eða friðartilboði. Það mun fleirum
þykja gaman að því en mér, og þess vegna set
eg ]>að hér.
“Kæri von Bethrnann-Hollwog!
“Eg hefi alvai'lega verið að hugsa um síð-
asta viðtal okkar. Það liggur i augum uppi,
að óvinaþjóðirnar liafa fengið snert af hern-
aðar-brjálsemi, sem magnast hefir af lygum og
prettum, enda eiga þær enga hæfa né þrótt-
mikla menn til að tala og frelsa heiminn.
“Að koma fram með friðartilboð er athöfn,
sem nauðsynleg er til að frelsa heiminn frá'
þassari martröð, hlutlausu þjóðirnar iíka. Til
að framkvæma slíka athöfn ]>arf þjóðhöfð-
ingja, sem hefir samvizku, og finnur til á-
byrgðar gagnvart guði, og tekúr sárt til eigin
þjóðar sinnar og óvinaiþjóðanna. Það þarf á
]>.jóðhöfðingja að halda, sem er þruinginn af
löngun til að frelsa heiminn frá
hai'mkvælulnum, án þess að taka
sér nærri þær röngu skýringar, sem
fram kunna að koma í sambandi
við þessa atliöfn hans. Eg hefi
hugrekki til að gera þetta. Eg ætla
að eiga það á hættunni í trausti
til guðs. Gerið svo vel að gefa mér
bráðlega ávarp og undirbúa alt.
“Vilhelm.”
Fróðlegt væri að vita, hvcrnig
sagnaritarar ókominna alda dæma
um þann manin', er svo lnigsar og
talar um sjálfan sig, eftir alt, sem
undan er gengið, Slíkt sjálfsálit
og sifk feikna hræsni ganga vit-
fírringu næst.
Saman við þetta mætti bera síð-
asta iskjalið, sem fram ihefir komið
f sambandi við stríðið, — ávarp
Wilsons forseta til þingsins. Þar
heyrum vér .ainnan þjóðhöfðingja
tala til þjóðar sinnar um -afar-
örlagaþrungið spor, sem honum
finst henni óhjákvæmilegt að
stfga.
Af öllum 'hinum stórmerku skjöl-
um, sem fram hafa komið enn í
sambandi við þetta stríð, er þetta
ávarp forseta Bandaríkjanna það
langmerkasta. Eg fæ ekki aninað
skilið, en að það lifi í sögunni sem
einhver hin viturlegustu og snjöll-
ustu orð, sem töluð hat'a verið.
Rúmið leyfir mér ek'ki að benda
á nema eitt eða tvö atriði.
Fyrst og fremst tekur hann það
fram, svo afar Ijóst sem aldrei liafði
áður verið skilið til fulls, að styrj-
öid þessi er tafl upp á lff og dauða
inilli einvalds og lýðvalds. Hugs-
an hans er þar miklu skýrari og
gleggri en hún var í vetur í svari
sainbamdBþjóðanna gegn friðar-
framboði Miðveldanna.
En þess er að gæta, að Rússland
er rétt búið að reka einveldið f
ægilegustu mynd af höndum sér,
þegar er Wifson forseti talar. Sá
viðburður er eins og blys, er bregð-
ur upp skyndiljósi yfir hin dular-
fullu umbrot í sálum þjóðanna.
Þar næst tekur hann fram anm-
að f sambandi við einvaldið, sér-
staklega keisarastjórnina þýzku,
sem að líkindum verður henni og
öllum einvalds hugmyndum í ókom-
inni tíð að banaineini. Það er
svikamylnain, sem sendiherra liðið
þýzka hefir »ett upp hvarvetna
sem unt hefir verið, undir yifirskini
friðar og vináttu.
Slíkt atferli segir hann að lýð-
veldin líði ekki. Það geti ekki átt
sér stað, þar sem siðferðisvitund
þjóðanna fái að ráða. Ekkert lýð-
veldi mundi taka í mál að líða
ainnan eins ósóma og þann, að
um 'sponna heilar þjóðir hinu arg-
asta njósnarneti og stuðla til alls
konar svikráða og spellvirkja fyrir
tilstilli sjálfra sendiherranna. sem
vera ætti istrang-heiðarlegustu
trúnaðarinenn Jtjóðanna.
Einmitt þetta verður keisara-
dæminu þýzka frekar að fótakefli
en nokkuð annað. Þýzkri keisara-
stjórn fæst engin þjóð til að trúa
uj>p úr þessu stríði. Hún verður
búin að æsa uj>j> hatur svo mikið
og óhug gegn sér með sviksemi
sinni og undirferli, að þýzkri þjóð
verður ólíft, nema liún breyti um
stjórnarskipulag og kom.i sínum
einvalds-keisara á forngrijiasafn,
þar sem hann fær onguiri orðið að
meini.
En það getur orðið dagur og
vika ]>angað til að Þjóðverjum
skil.st þotta.
4.
Glögg skýring.
E'nn þeirra manina, er mest
hugsa um ]>að, sem við ber í heim-
inum, bæði í einu og öðru tilliti,
er prófosser við Manitoba háskól-
ann, H. W. F. Osborne. Hann er lfka
einn af allra-mælskustu mönnum
bæjarins, og því, sem hann segir,
er ávalt veitt hin bezta áheyrn, bæði
sökum efnis og búnings.
Guðfræðingur er hainn ekki,
heldur kennari í nýju málunum,
ensku, Iþýzku og frönsku. Nú
kennir liann aðallega frakkineska
tungu og bókmentir, við háskól-
ann.
En þó hann sé ekki guðfræð-
ingur, jnédikar liann l>ó eigi sjald-
an, bæði í kirkjum bæjarins og
víðs vegar, út um fylkið og livar
sem leið hans iiggur. Og bók kom
út eftir hann fyrir nokkuru, sem
eiginiega öll var um trúnrál og
hann nefndi: The Faith of a Lay-
man. Ritgerðir um þá óbeit, er trú-
arbrögðin vekja sem atvinnugrein.
Vakti sú bók allmikið umtal og
eftirtekt. Hún kom út árið 1910.
Sunnudaginn eftir að fréttirnar
komu af byltingunni á Rússlandi,
talaði hann í kirkju Kongregazion-
alista hér í bænum fyrir miklum
fjölda fólks. Tók hann fyrir texta
þessi orð Páls jistuia: Hér er ekki
Gyðingur né grískur, hér er ekki
þræll né frjáls maður, hér er ekki
karl né kona, því að þér eruð allir
einn maður í samfélaginu við Krist
Jesúm (Gal. 3, 28).
Hann valdi sér að umtalsefni:
Stríðið og samband þjóðanna.
Hann rakti rás viðburðanna frá
því, er erkihertoginn austurríski
var myrtur að Sarajevo og fram að
þessum degi. Sarajevo hefði verið
nafn, sem enginn hefði kunnað að
nefna, unz sá örlagaþrungni við-
burður hefði komið fyrir. Hér eft-
ir mundi nafn þetta verða alkunna
í mannkynssögunni og tákna upjs-
haf voveiflegustu og ömurlegustu
atburða, er tengdir væri við nokk-
urn blett veraldar þessarar.
Professor Osborne benti á, að sam-
bönd milli ]>jóða væri ávalt næsta
eftirtektaverð. Þau benti ávalt á
eitthvað sameigimlegt í fari þjóð-
anna, er slík sambönd mynduðu,
eitthvað, er þær Jegði afar .mikla á-
herzlu á og fyndist velferðarskil-
yrði.
Annars vegar liefðum vér í þessu
stríði þýzka sambandið. Þar væri
stóiweldið Þýzkaland forsprakki
og leiðtogi, Þýzkaland, sem allur
heimur ehskaði á dögum siðbótar-
innar og lengi eftir. Því miður
réði nú annar andi þar lögum og
lofuin. Sæist það augljósast á því,
að Þýzkaland, sem í mannkyns-
sögunni stæði með geislabug um
höfuð, af því að það hefði gefið
heiminum siðbótina og alla þá
blessan, sem lienni hefði fyigt, hefði
nú látið sér saina að ganga f
bandalag við Tyrki og hið katólska
Austurrfki, og síðar hofði Búlg-
arfa, sem Rús.sland hefði gert að
sjáifstæðu landi, gengið í það ó-
heilla bandalag. Nafn Tyrkja væri
tengd við allra ömurlegustu liermd-
arverk mannkynssögunnar. Hern-
aðaraðferð þeirra á miðöldum og
lengi fráin eftir, sem þótt liefði lík-
ari dýrum en mönnum, hofði iriú
algerlega sett öll ömurlegustu ein-
kenni ®fn á hernaðaraðferð Þjóð-
verja.
Rússland, sem þangað til nú
þessa sfðustu daga Ivefði verið að-
setur arga-sta skrifstofu-ofríkis,
einvalds og afturhalds, hefði lent
inn í .stríð þetta Frakklands meg-
iin. En með iþjóðinni frakknesku
hefði lýðvaldshugmyndirnar, eða
sú hlið þelrra, sem leggur áherzlu
á fullkominn jöfnuð allra um á-
byrgð gagnvart fósturjörðinni og
skylduna tii að þjóna henni, kom-
ist lengst á leið.
Þetta hefði bezt komið í ljós á
Frakklandi með þeim 50 stjórnar-
skiftum, isem orðið hefði á þeiin
47 áruim, isem lýðveldið hefði stað-
ið. Að eins þetta atriði sýndi ó-
umræðilega glögt, hvílík alvara
frakkineskri þjóð væri með að beita
lýðveldis og jafnréttks hugmynd-
unurn út f æsar í opinberu lífi
sínu.
England og Frakkland stæðf
hlið við hlið. í stríði þessu eins og
l>að væri ein þjóð. Þessar þjóðir,
sem nú sýndust upj>fylla æðstu
hugsjón fóstbræðraiagsins út f
yztu æsar, hefði borizt á bana-
spjótum og verið í óvingan afar
mikill lvvor við aðna og það tiltölu-
Legaf ýrir skömrnu.
í stríði þessu væri sú óvingau
öldungis horfin og endurminning-
arnar um bardaga og banaspjót
gii'eymdar i algerlega og grafnar,
þrátt fyrir ]>að, að eldur hatursins
hefði brunnið ljósum logum öld-
um 'saman.
England tæki ]>átt í baráttu
þessari nú með rétti eins miklum
og ]>egar er það stóð í fylkingai-
broddi sambandsins gegn Napó-
leon.
En England hefði aftur breytt
öldungis rangt, ]>egar er l>að hefði
stutt konungsvaldið í tilraunum
þess tiil að hnekkja fylgismönnum
stjórn anby11i ngarnnar fra k k nesku.
Afleiðingar sjálfsforræöis.
Professor Osborne benti á, að
hollustu Kanada, Ástralíu, Nýja
Sjálands og Afríku hefði þróast að
miklum mun igagnvart Bretlandi,
sökum sjálfsforræðis þess, er ný-
landum l>es«um liefði verið gefið.
Þessi djúprætta hollusta væri eina
skýring þess, hve nýlendur þessar
hefði ihafist handa, ættjörðinni
gömlu til varnar.
Jafnvei Indland hefði ivynst
brennandi af hollustu og fórnarfús-
leik, sakir l>akklátssemi sininar til
brezkrar stjórnar, er reynst hefði
því happaisæl.
Þann dag í dag væri hinar helgu
borgir, er frægar væri í mannkyns-
sögunni fyrir göfugustu musteH
Múhameds-trúar, Bagdad, Mekka
og Medina, í höndum Brcta og
bandamanna þeirra, eða þá þeirra,
er viinveittir væri bandaþjóðun-
um.
Þann dag í dag skipuðu tveir
fuLltrúar Indlands sæti á bekk