Heimskringla - 19.04.1917, Page 7
WINNIPEG, 19. APRÍL 1917
HEIMSKRINGIA
7. BLS.
Gísli Sæmundsson
f. 18. Október 1830
d. 14. Janúar 1917.
Sífelt sneiðist af oss ögn,
Úti’ er skeiðið flestra;
Bráðum eyðast öll í l>ögn
Okkar leiði vestra.
St. G. St.
I>es>si vfsuorð, sem hér eru tilfærð
eftir vort góðkunna þjóðskáld, eru
ekki löng og mættu í fljótu bragði
sýnast kveðin af handahúfi, svona
út í bláinn, bara til að segja eitt-
hvað, eða rjúfa þögnina, sem oft er
þyngsta byrðin á lífsleið vorri.
En, förum vér að athuga þau og
brjóta til mergjar innihald þeirra,
sjáum vér að i þeim felst bæði spá-
dómur, og jafnvel löng saga, sem
auðvitað stendur ein út af fyrir
sig, en er þó í nánu sambandi við
iandnámsisögu þjóðar vorrar hér
vestan hafs. í>ví í hvert sinn, sem
vér heyrum getið um lát einhvers
landa vors, einhvers gamals og
góðs frumherja vesturfarahreyfing-
arinnar, sem hófet í föðurlandi
voru stuttu eftir 1870, þá er eins og
einihver andi, eða ósýnileg vera,
hvfsli þessu í eyru vor: “Sífelt
sneiðiist af oss ögn, úti’ er skeiðið
ílestra.”—
Pessir gömlu og góðu frumherj-
ar, sem fyrstir brutu ísinn í þá átt-
ina að yfirgefa föðurland sitt, og
lögðu þannig með sinum sveiba og
margslags örðugleikum undirstöð-
una undir velmegun, vöxt og við-
gang þjóðar vorrar hér vestan hafs,
eru nú óðum að tína tölunni, ein-
lægt að falla í valinn og verða að
heríangi þesarar miklu rnaktar, er
vér köilum dauða, sem eltir alt líf
og alia monn frá vöggunni til graf-
arinnar. Telja þvi ýmsir dauðann
óvin mannkynsine, en það er tæp-
ast rétt ályktun. Hann, dauðinn,
ætti miklu fremur að teljast vinur
vor, þvf eftir trúnni leiðir hann
alla réttláta menn inn á lönd frið-
arins og eilífrar sælu, og bindur
þannig enda á. allar jarðneskar
þrautir og andstreymi, bæði fyrir
menn og skepnur.
Þetta er nú mín skoðun á þessu
máli. En einn i tölu þessara frum-
herja má óefað telja vorn gamla
vin, öldunginn Gísla Sæmundsson,
sem andaðist að heimili sonar síns
og tengdadóttur í bærmm Blaine,
Wasihington, hinn 14. Janúar síð-
astliðinn, háaldraður og að öllum
líkindum saddur lífdaganna, eftir
mikið, fagurt og þarflegt dagsverk
unnið á lífsleiðipni. Hafði hann
dvalið hér í landi rúm 35 ár, og
reyndiist í hvívetna hinn nýtasti
diengur.
Gfisli var fæddur að Hóli á Mel-
rakkasléttu í Norður Þingeyjar-
sýslu á fslandi,, 18. október 1830,
sonur Sæmundar bónda Marteins-
sonar, sem þar bjó lengi, og konu
lians Þórdísar Einarsdóttur. Voru
þau ættuð úr Suður Þingeyjar-
sýislu, Fnjóskadalnum, minnir mig,
komin þar af góðu og heiðarlegu
bændafólki. Ættin er mér ókunn
að öðru.
Ólst Gísli upp á Hóli hjá foreldr-
um sínum fram að fermingar aldri
eða til ársins 1845, að hjón þessi
fluttu búferlum að Heiði á Langa-
nesi; þar andaðiist faðir hans ó
fyrsta órinu, er þau dvöldu þar.
Mun Gísli þá hafa tekið við búsfor-
ráðum með móður sinni þó ungur
væri og lftt reyndur í skóla lífsins.
Hélt hann þeim starfa þar til móð-
ir hans giftist í annað sinn, Sigurði
bónda Eymundssyni, ættuðum
þar af Nesinn, en bróður Helga
Eymundssonar, ihins vfðþekta
snillings og skipasmiðs i Sköruvík,
og mun það liafa skeð í kring um
1857—58. Eftir það mun Gísli aðal-
lega hafa farið að eiga með sig
sjálfur, en hélt samt til á Heiði,
því hann mun hafa haft þar áður
nokkurskonar félagsbú með móð-
ur sinni.
Árið 1850 gekk hann að eiga ung-
frú Þórdísi Halldórsdóttur, Hall-
dónssonar bónda þar á Nesinu, eða
rnáske í Þistilfirði, þvi ekki man
eg bæjarijafnið, þar sem hann bjó.
En hann var albróðir hins merka
bændaöldungs Guðbrandar Hall-
dórssonar á Syðribrekku á Langa-
nesi. Bróður átti Þórdís kona
Gísla, ksem hét Halldór og var oft-
ast kendur við Dagverðartungu,
bæ þann er hann bjó lengst á, í
Hörgárdal við Eyjafjörð. Hann
öuttist til Ameríku og andaðist í
Gardar-bygð árið 1890, eða þar um
bil. Var hann af sumum kallaður
þar “riki Halldór.”
Árið 1860 ílutti GLsli aftur að
Hóli á Melrakkasléttu og byrjaði
þar búskap og bjó þar síðan fyrir-
myndarbúi, fast að 20 árum. * Árið
1879 flutti hann sig og alla fjöl-
skyldu sína aftur frá Hióli og fór
þá austur í Fljótsdalshérað í Norð-
urmúlasýslu; dvaldi hann þar að
eins árs tíma á bæ, sem heitir
Klúka, flutti svo þaðan árið eftir
að Vaði í Skriðdal og var þar enn
eitt ár. Þaðan kom hann til Ame-
ríku árið 1881, frá Djúpavogi, og
staðníemdist í Norður Dakota.
Þar nam h-ann land hið sama
haust þrjár mílur í norð-austur
frá Mountain, og bjó þar í átta ár.
Árið 1889 flutti hann sig til Alberta
nýlendunnar og dvaldi þar eins
árs tím/a; 1890 flytur hann sig tjl
Victoria, B.O., og er þar 2 ár í
grend við borgina. Síðan flytur
hann til Seattle, Wash., og er þar f
8 ár- Þaðan fór hann ásamt Þór-
arni syni sínum til Bellingham og
að síðustu, eða 1902 til Blaine, hvar
liann dvaldi til dauðadags hjá áð-
ur nefndum syni sínum og tengda-
dóttur.
Eg kyntist Gísla fyrst í kring um
1865; bjó hann þá á Hóli. Hann
var hið mesta ljúfmenni, glaður,
fróður og skemtinn. Kom hann
oft um þær mundir á heimili for-
eldra minna, því vinátta var góð
milli þeinii og hans; þóttu varla
svo ráð ráðin, þar um slóðir að
Gísli væri þar ekki eitthvað viðrið-
inn. Allir sýndust virða hann og
hafa einihverjar sérstakar mætur á
honum og framkomu hans. Hann
var og einnig hreppdióri og
gegndi ýmsum fleiri o iuberum
störfum í sveit sinni svo árum
sklfti. Lögfróður mun hann hafa
verið í betra lagi, enda var oft til
hans leitað í þessleiðís sökum og
kom jafnan að góðu haldi,
Eins og allir vita, sem kunnugir
eru í Norður Þingeyjarsýslu, liggur
bærinn Hóll f þjóðbraut, skamt
frá kauptúninu Raufarhöfn; var
því oft gestkvæmit hjá Gísla, og
það heyrði eg talað, að þar hefðu
miargoft gist í einu frá 12—15 næt-
urgestir, sem öllum var veittur ó-
keypis hinn bezti beini og ýms
önnur aðhlynning, sem ferðamenn
vanalega þarfnast. Var gestrisni
og alúð þerra hjóna því viðbrugð-
ið og þeirra einkar hlýlega minst
af öllum, sem nutu beirrar ánæg.iu
að kynnast þeim og hafa á ein-
hvern hátt viðskifti við þau og
viðkynningu, bæði á þeirra eigin
heimili og á mannamótum.
Gfsli fékst einnig nokkuð við
lækningar; var talinn ágætis blóð-
tökumaður, bæði fyrir tnenn og
skepnur. Hann var að náttúrufari
góður smiður bæði á tré og járn,
enda smfðaði 'hann talsvert og var
í allri umgengni og heimilisstörf-
um hin*n snyrtilegasti og hreinlát-
asti maður. Húsfaðir góður og ást-
ríkur bæði konu sinni og börnum.
Bókhneigður var hann og unni
móðurmáli og íslenzkum bókment-
um af öllu hjarta, enda munu fáir
af réttum og sléttum leikmönnum
hafa verið honum fróðari í öllu, er
laut að íslandi og íslenzkum bók-
mentum. Hann var ágætis skrif-
ari og kunni alla landsvísu reikn-
inga og aðra reikningsfræði, svo
fáir munu hafa komist þar til jafns
við hann. Hann las mrkið, eink-
um á seinni árum kunni danska
tungu mæta vel og lærði hann
hana og bóklestur á því máli, al-
gerlega af sjálfum sér, eða án til-
sagnar. Kyntst hann af því máli
hinni svo kölluðu “höfuðskelja-
fræði” og var talsvert vel að sér í
þeim fræðigreinum.
Að félagsmálum hér vestra gaf
Gísli sig fremur lítið; samt var
hann félagi f lestrarfél. “Harpa.”
frá ]>Ví það var stofmað í Blaine og
þar til síðasta árið sem hann lifði,
og mun hafa styrkt ]>ann félags-
skap tiil góðra muna.
1 Norður Dakota var hann ekki
f neinum ifélögum ut-an Menning-
arfélaginu, sem þeir B^ynjólfssons
feðgar voru frömuðir að, enda okki
um mikinn félagsskap að ræða
þar í þá daga, sízt nokkuð, sem
hann vildi gefa sig að.
Það mátti svo heita, að Gísli
hefði alveg óskerta sálarsansa alt
fram undir æfikveldið, þó var
minni hans talsvert farið að bida.
En sjón hafði hann ágæta fyrir s-vo
aldraðan mann; þurfti að vfsu að
brúka gleraugu hin síðustu árin.
Það eina, sem helzt amaði að hon-
um, frá heiilsulegu sjónarmiði, var
það, að hann var mikið farinn að
tapa sinni góðu iheyrn, og sýndist
það ágjömst æ meir og meir þrátt
fyrir allar mögulegar tilraunir og
tilkostnað að reyna að aftra því
eða bæta. Þurftu menn því oft að
skrifa það á blað, er þeir vildu við
hann tala; komu þá undir eins
góð og • skýr svör upp á það, sem
til hans var talað, eða spurt var
eftir; þau lýstu ávalt hinni inestu
alúð og sönnu vináttuþeli
Sem dæmi upp á hvað Gfsli' var
bókhneigður og unni ættjörð sinni
og ættjarðarmálum, mætti geta
þess, að eftir að hann kom til Ame-
ríku og alt fram undir aldurtila
stund, keypti hann mörg blöð og
la.s með athygli, heiman frá ís-
landi; voru þar á meðal “ísafold”,
“Fjallkonani,” “Lögrétta” og “Norð-
urland”, eða því nær öll merkustu
blöðin, sem út hafa verið gefin á
Islandi síðastliðinn aldarfjórðung,
og lengur. Tímarit fékk hann líka
nokkur, þó ek'ki munum vér tölu
þeirra eða nöifn; en gizka mætti á,
að “Eimreiðin” heifði verið fyrst og
fremst í þeirra tölu.
Eins og áður er á vikið, giftust
þau Gfsli og Þórdís árið 1850. Hún
andaðist árið 1892 og höfðu þau
þá lifað saman í farsælu hjónabandi
í 42 ár.
Börn þessara merkishjóna urðu
14 talsins, af hverjum að 9 komust
á fullorðins aldur, en 5 dóu í æsku.
Þau er upp komust, voru þossi:—
—1. Stefán Albert, dáinn 1883, ó-
1h1h 1CJ ^xport Market
1111!) Qpportunity
In 1916, Great Britain Imþorted
66,064,110 dozen eggs
Y I ''O that total Canada contributed 14,317,780 dozen—of which
7,363,290 dozen were United States eggs. Therefore Canada’s net
contribution was only 6,954,490 dozen domestic eggs.
CANADA’S eggs are of First Class quality and
hold íl híóh rpnutíiHnn in tho Rritisli marlrpf
T
T
T
hold a high reputation in the British market.
HE present is a most opportune time to
secure a permanent share of this trade.
do so, we should increase the output
by at least 10 MILLION DOZEN.
HIS means 15 more hens on every farm
in Canada.
Set more eggs—Raise
more chicks—Act now
—This is Naíional Service.
Ask for Poultry Bulletin of
Information Bureau
DOMINION
DEPARTMENT OF
AGRICULTURE,
OTTAWA.
H0N. MARTIN BURRELL,
Minister.
kr
kvæntur. 2. Baldvin, dó að Flögu
í Skriðdal 1893, ókvæntur. 3. Sæ-
mundur, giftur Ingu Kfetjánsdótt-
ur ættaðri úr Húnavatnssýslu,
(þau búa í MalAietta, Wash., og
eiga fjögur börn). 4. Þórarinn gift-
ur Júlíönu Hallgi-ímsdóttur frá
Fremraseli í Hróarstungu f Norður-
múlas. (þau búa f Blaine, Wash.;
eru barnlaus). 5. Sigurveig, gift
Þórði Jóhannssyni frá Borg í
Miklaholtshreppi í Hnappadals-
sýslu (þau eru barnlaus). 6. Karó-
lína, gift Benjamfn Sigurðssyni frá
Kumlavík á Langanesi í N. Þing-
eyjarsýslu; ihún andaðist í Seattle
1894 (átti eina dóttur). 7. Kristín,
lézt einnig í Seafctle 1892; ógift. 8.
Vilhelmína, gift Sigurbirni Jóns-
syni frá Hvammi í Þistilfirði f N,-
Þingeyjarsýslu; hún dó f Oalgary
1895 (átti fjóra drengi, og lifa þrír
af þeim enn; eru í Vancouver, B.
C.). 9. Soffía;.hún dó á Hrafnkels-
stöðum í Fljótsdal árið 1883; ógift.
Hin fimm sem dóu í æsku, hétu:
Baldvin, Magnús, Anna, og Hall-
dórur tvær.
Af systkinum Gísla sál., er munu
hafa vcrið 12, er nú vfst ekkert eft-
ir lifandi, ufcan Sæmundur Sæ-
mundsson, sjálfseignarbóndi að
Heiði á Langanesi; merkis maður
og dugnaðar, en mun nú vem tais-
vert hniginn að aldri, og blindur
um nokkur hini síðustu ár.
Öll hin síðustu ár æfi sinnar, eða
frá því Gísli sál. flutti frá Seattle,
dvaldi hann algerlega hjá syni sfn-
u*m Þórarni og undir umisjón hans
og tengdadóttur sinnar, Júlfönu.
Þar andaðist hann á þeim degi, er
hér að framan segir, í góðri elli og
eftir langt og gott dagsverk á lífe-
leið isinni. Hann var jarðaður þar
í grafreit bæjarins þann 16. s.m. frá
íslenzku lútersku kirkjunni. Séra
Sigurður ólafsson jarðsöng hann.
Svona förum vér allir. Einar
Hjörleifsson segir: “vér förum þar
loksins allir inn, en er nokkuð
hinu megin?” Það vonum vér að
sé. “Já, ekki veit eg það,” sagði
Jón ólafsson, “en það er mín trú”,
og undir það tek eg með honum,
segjandi; far vel, garoli og göfugi
vinur; við sjáumst aftur.
En læssar fáu línur hefi eg ritað
til að tefja svolftið fyrir spádóms-
orðum Mr. Stephanssonar: “Bráð-
um eyðast öll í þögn, okkar leiði
vestra”; því komist þetta á prent,
sem eg vona að verði. þá gæti það
dregist um nokkur ár, að menn
gleymdu því, að einn af vorum
vest u r-il'slensík u 1 a n d n ámlsm ö n nu m
hefði heitið: Gísli Sæmundsson.
Friður
hans.
guðs hvíli yfir moldum
E. H. Johnson.
-----o-----
Fréttabréf.
Heela P.O., 5. aprfl 1917.
V
Herra ritst. Heimskringlu.
Það er sjaldan, að maður sjái
miklar fréttir í blöðunum héðan
úr Mikley, enda ber hér fátt til
tíðinda, sem í letur sé færandi.
Það sem mestu umtali hefir Vald-
ið, er hinn mikli pólitiski fundur,
er haldinn var hér þann 24. marz
síðastl. Munu hafa verið þar milli
20 og 30 manna saman komnir, til
að hlusta á hinar skörulegu ræður,
sem fluttar voru. Fyrst talaði Mr.
Adamson; gekk ræðan mest út á
óþarfa og sviksamlega fjáreyðslu
stjórnarinnar! En þó lagði hann
sterkasta áherzlu á, að það værsi
skylda þjóðarinnar að koma R.
Rogers á burt úr stjórninni, því
að hann væri stórþjófur. Var það
víst þrítekið, svo tilheyrendurnir
skyldu festa það í minni. Því næst
sagðist hann skyldi stuðla að því
að Manitoba fengi aðal umráð yf-
ir löndum, skógum,' vötnum og
námum, og eins að tollar væru
teknir af, en komið á beinum
sköttum,—þegar hann væri kom-
inn á þing.
Að ræðu hans lokinni, var klapp-
að svo mikið, að jörðin skaW og
nötraði. En svo þegar kyrði og
alt sýndist vera komið í ró, reis
meðhjálparinn, dr. Sig. Júl. Jó-
hannesson, á fætur og var á hon-
um glímuskjálfti og 'berserksgang-
ur. sSi.gðist hann vera glaður, að
mega koma Ijiér fram fyrir fólkið,
því hér væri liann ekki hræddur
að opna skjóðuna og hella vir
henni mörgu því, sem hann mætti
ekki setja á prent í Lögbergi. Las
hann því næst upp allar þær
skammir, sem, fáum nema honum
hefðu getað dottið í hug, og var
það meðal annars, að Mr. Brad-
bury og öll Dominion stjórnin
væru lygarar, svikarar, þjófar og
morðingjar; kvað hann þó bót í
máli, að slíkt mundi taka enda
við næstu kosningar, þegar triiir
og hreinhjartaðir liberalar væru
biinir að taka við völdunum.
Meira get eg svo ekki verið að
tína saanan í bráð af rausi þessa
manns, þvf mig óar við að vaða
gegn um allan þann óþverra.
Mikleyingur.
YOTJR OWN.
You may have lost, but hope lives
still
—And cultivates your will—
In ruins of half-outburned strife
Like a spark of fire and life.
WThen envy slanders innocence
Like a poisonous pestilence,
You may be robbed of friends by
foes
And the gátes of Heaven close.
But still your soul is all your own,
Your kingdom and your throne,
Where your eonvictions reign
•supreme
Wifch honor and esteem.
Your judge in chief will always be
Your conscienee strong and free,
That great adviser guides your
heart
And never will depart.
’Tis hard to stand the arrogance
Of heartless ignbrance,
When superstitious wrangling ragc
Doth cmel conflict wage.
Til ritstjóra Lögbergs.
Með þitt dómspekis geggjumar
gjálfur
þess gæta skalt, riitstjóri minn,
að bráðurn þú sýkist ei sjálfur
við suðupott stjórnmála þinn.
Því oft er það einkenni manna,
sem alt vita heiininum í,
að leyfa ei lýðnum að kanna
það ljós, sem að felst bak viö ský.
En Sigurðar sál milli dúra
við suðupottinn töpuð nú er.—
Svo í hálfrö'kkri lát hana lúra,
en leitaðu sjálfum að þér.
Yndo.
-----o----—
Snjór í vesturleið.
Snjór er sagður liggja á jörð víða
vestur í landi mikið írekar en á sér
stað hér um slóðir. Nú úr pásk-
unum má telja víst, að verði al-
ment farið að vinna á ökrum, bœði
í Dakota og víða hér f fylkinu.
But if your thoughts are all un-
chained,
A world is won and gained
Within your brain, that wide,
deep, sea
Of love and liberty.
The one you love another may
Forever take awtay;
Yet dry your teara don’t groan
nor moan,
For you are all your own.
Johannes Stephenson.
♦
Mórauða Músin ;
♦
Þessi saga er bráðum upp- ;
gengiun, og ættu þeir sem vilja ;
eignast bókina, að senda oss ♦
pöntun sína sem fyrst. Kostar
; 50 cent. Send póstfrítt.
Til þeirra, sem
augiysa í HeimS'
kringlu
Allar samkorauauglýsingar kosta 25
cts. fyrir hvern þumlung dálkslengdar
—í hvert skifti. Engin auglýsing tekin
í biaðih fyrir rainna en 25 cent.—Borg-
ist fyrirfram, nema ötSru vísl sé um
samiö.
ErfiljótS og æfiminningar kosta 15c.
fyrir hvern þuml. dálkslengdar. Ef
mynd fylgir kostar aukreitls fyrir tii-
búning A prent “photo”—eftir stærtS.—
Borgun vert5ur ats fylgja.
Auglýsingar, sem settar eru í blatSitS
án þess aö tiltaka timann sem þær eiga
atS Pirtast þar, vertsa atí borgast upp aö
þeim tima sem oss er tilkynt ati taka
þær úr blatsinu.
Allar augl. vertSa atS vera komnar á
skrifstofuna fyrir kl. 12 á þritSjudag til
birtingar í blaSinu þá vikuna.
The Viking I*ress, l.td.
FULLKOMIN SJÓN
HOFUÐVEIÍKUR HORFINN
Biluð sjón gjörir alla vinnu erfiða og frístundir þreytandi.
Augnveikur maður nýtur sín ekki. Vér höfum bezta útbúnað
og þaulvana sérfræðinga til þess að lækna alla augnakvilla.
— Sérstakur gaumur gefinn fólki utan af landi.
Þægindi og ánægja auðkenna verk vort.
RF)0 | j- /AM OPTOMETRIST
• 1 kU11 , AIVD OPTICIAN
Áður yfir gleraugnadeild Eaton’s.
211 Enderton Building, Portage and Hargrave, WINNIPEG
B0RÐVIÐUR MOULDINGS. ^
ViS höfum fullkomnar byrgðir
al öllum tegundum.
VerSskrá verSur send hverjum, sem
æskir þcss.
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511
Hveitibœndur!
Sendið korn yðar í “Car lots”; seljið ekki í smáskömtum,—
Reynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum
gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun.
Skrifið út “Shipping Bills’ þannig:
NOTIFY
STEWART GRAIN COMPANY, LIMITED.
Track Buyers and Commission Merchants
WINNIPEG, MAN.
Vér vísum til Bank of Montreal.
Peninga borgun strax Fljót viðskifti
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦