Heimskringla - 31.05.1917, Blaðsíða 1

Heimskringla - 31.05.1917, Blaðsíða 1
/-------------------------------"N Royal Optical Co. Elztu Opticians i Winnipeg. Víð höfum reynst vinum þinum vel, — gefðu okkur lækifæri til að reyn- ast þér vel. Stofnselt 1905. W. R. Fowler, Opt. __ XXXI. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, 31. MAI 1917 NR. 36 Styrjöldin Frá Frakklandi. Engir stórbardagar hafa átt sér stað á Frakklandi síðustu viku. Hér og þar voru ])ó háðar orustur veitti bandamönnum betur i lieim öllum. Án efa eru nú bæði Brebar og Frakkar í /indirbúningi undir öfluga sókn áöur langt líð- hr. Stórskotabyssurnar þegja aldr- €*. þær drynja einlægt nótt og dag undirbúa þannig áhlaupin, sem síðar eru ger. Hin nafntoguðu “Hindenburg vígi” eru nú öll í höndum Breta á svæðinu frá Arras til Bullecourt, að undanteknum nokkurum skot- kröíum fyrir austan Bullecourt. A svæðinu, sem Bretar hafa tekið, er landinu öilu umturnað eftir hina stórkostlegu skothríð á báðar hlið- ar. Fyrir norðvestan Bullecourt hröktu Bretar Þjóðverja á all-stóru svæði. Einnig sóttu þeir á þá í grend við St.Quentin og vanst þar töluvert á. Loftbátar Breta eru á einlægu sveimi yfir skotgröfum ó- vinanna. Á tveimur dögum skutu l>eir niður 18 af loftbátum Þjóð- verja, en töpuðu að eins 5 sjálfir í viðureignum þessum. — Herdeildir Canada liafa ekki átt í neinum stórum orustum í undanfamndi daga. Einlægt þrengja þó Canada- tnennirnir meir og meir að borg- inni Lens, enda mun markmið þeirravera að taka borg þessa það hráðasta þeir geta. Á Champagne svæðinu gerðu Erakkar j síðustu viku áhlaup á Bjóðverja og tóku þar af þeim mörg öflug vígi, og þrátt fyrir >allar lilraunir Þjóðverja að ná þeim aftur, hepnaðist Frökkum að halda þeim. Tóku Frakkar um í>úsund fanga af liði Þjóðverja i viðureign l)essari. Víðar áttu Erakkar áhlaúpum að verjast, því I undanfarandi daga virðist Þjóð- verjum aðallega hafa verið um- hugað um að geta snúið á Frakka. Allar þeirra öflugu tilraunir að hrekja Frakka úr skotgröfum sin- úm mishepnuðust þó algerlega. Enda eru Frakkar ekki gjarnir til vilja láta af hendi það, sem þeir hafa einu sinni náð föstu haldi á. Frá öðrum BandaþjóÖum. Á hersvæðum Rússa hefir lítið Sengið nú lengi. í seinni tíð virð- ist þó áhugur fyrir striðsmálum ögn að vera að vakna í annað sinn, bæði hjá rússnesku þjóðinni og hermönnunum. Nýja stjórnin er áreiðianlega að gera sitt ítrasta að vekja þjóðina við. Hætt er þó við, að nokkuð langur tími verði að líða þangað til nokkuð veru- lega munar um aðstoð Rússa í strfðinu. Svo margir örðugleikar eru í veginum fyrir rússneskri bjóð, að ekki er gott iað segja hvernig fara muni. Engri af striðsþjóðunum hefir eengið eins vel upp á síðkastið og Itölum. Þeir hafa unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum. Er nú sagt, að þeir hafi um fjórar miljónir hermanna í stríðinu gegn Austurríkismönnum. Um miðja síðustu viku gerðu þeir áhlaup á úvinina á 35 mílrta svæði, milli Tol- inino og Trieste flóans, og hafa or- ustur á öllu þessu svæði staðið yfir aíðan. Markmið ítala með sókn þessari er að ná á sitt vald hafn- arbænum Trieste, og eru þeir ein- iægt að færast nær og nær honum. Einnig er þeim umhugað um að ná bænum Laibaeh, og þá eiga þeir ekki eftir nema 160 mílur til Vínar- borgar, höfuðstaðar Austurríkis. 1 alt tóku ítalir um 9000 menn fanga i fyrstu áhlaupunum og hafa tekið margar þúsundir síðan. 1 lok síðustu viku höfðu fallið um 12,000 manns af liði Austurríkis- ttanna í viðureignum þessum. Frá hersveitum Canada. Á mánudaginn var eftirfylgjandi skeyti símað hingað frá herbúðum Canadamanna á Frakklandi: — “Sagt er, að keisari Þýzkalands hafi nýlega verið hér á næstu grösum, ^g liafi tiann haldið snjalla ræðu fyrir yfirforingjum einnar her- deildar Þjóðverja á Douni svæð- hau. í ræðu þessari á hann að hafa tilkynt möpnum sinum það, að sókn Breta og Canadamanna á svæðinu frá Scarpe ánni til Lens sé nú bráðum lokið. Andagift keisarans er að sjálfsögðu mikil og mælska hans frábær, en ef hann hefði látið fyrirliða sína sýna sér Avion, Mericourt, Acheville eða ein- liverja aðra staði fyrir austan Vimy, þar sem hin öflugu varnar- vígi Þjóðverja eru nú óðum að hrynja undan skothríðinni frá stórbyssum okkar, þá er ekki ólík- legt, að honum hefði snúist hugur í þessu máli og kreddutrú hans iiefði ögn þverrað. Loftbáta flotar okkar hafa séð þess merki í seinni tíð, að Þjóð- verjum muni vera orðið illa vært á svæðinu milli Mericourt og Oppy. Eru þeir i mestu óða önn að grafa skotgrafir langt á bak við víg- girðingar 'sínar á þessum stað, og er haldið að brezkir fangar séu not- aðir til þessarar vinnu. Þrjá Canadamenn tóku Þjóðverj- ar fanga í morgun við stórkostlegt áhlaup, sem þeir gerðu á skotgrafir okkar í grend við Acheville. Stór- skotahríð mikla létu þeir dynja á okkur á undan þessu áhlaupi sínu, og stukku svo fram og báru sig all- vigamannlega. En er við höfðum heilsað þeim lítillega með byssum okkar, hrukku þeir til baka aftur og virtust skelfdir mjög. Varð lítið mannfall í liði okkar við við- ureign þessa, en all-roargir féllu af þeim þýzku. Einnig tókum við marga menn fanga af liði þeirra. Stórskotbyssur okkar drynja ein- lægt nótt og dag. Sömuleiðis láta stórskotabyssur óvinanna óft og iðulega til sín 'heyra; þó hefir þiað svo atvikast í seinni tfð, að byssur stórskotaliðsins þýzka hafa þagað tímunum sannpi. Orsök þessa er sem fylgir: Nú lengi hafa Þjóð- verjar mestmegnis viðbaft gaskúl- ur fyrir stórskotabyssur sínar. Stafar þetta að líkindum af því, að nú eru þeir heima fyrir að verða '■íkari af kemiskum efnum en uiálmi. En þegar þessi gaskúlna- nrfð þeirra hefir byrjað, höfum við svarað á sama hátt og viðhaft samkyns gaskúlur. — Þjóðverjar skildu eftir stórar birgðir af kúl- um þessum, er þeir flúðu frá Vimy hæðunum. — En við þetta hefir þeim nú brugðið þannig, að þeir hafa með öllu hætt að skjóta. Skoðun fyrirliða okkar þessu til skýringar, er sú, að undirforingj- unum þýzku sé ekki um það gefið, að yfirforingjarnir fái vitneskju um hve miklar skotbirgðir hafi verið skildar eftir. Gaskúlur Þjóðverja eru all-ólíkai gaskúlunum brezku. Lyktin af þeim er alt önnur. Þó þær standi brezku kúlunum langt að baki, notum við þær samt — við góðan árangur, eins og lesandinn getur um dæmt af ofanskráðu. Fótgöngulið okkar er nú að njóta örlftillar hvíldar. Veður hér er nú hið ákjósanlegasta. Á bak við skotgrafirnar ske.mtum við okkur við knattleiki og aðra leiki, en þess á milli erum við við ýmsar æfing- ar, og stundum vinnum við í kál- görðum fólksins hér í þorpinu. Neðansjávar báta ófögnuðurinn þýzki virðist nú vera farinn að mæta ábyggilegri vörn en áður, og fréttir um þetta hafa glatt okkur alla. Við fáum Lundúnablöðin býsna reglulega og gera þau okkur mögulegt «<ð fylgjast með því, sem er að gerast.” Spellvirki Þýzkra loftbáta. Enn þá einu sinni svifu þýzkir loftbátar yfir Englandi suðaustan- vert og létu rigna sprengikúlum yf- ir iandið. Bar þetta við á föstudags- kvöldið var. Loftbátar þessir voru 16 talsins, og hlauzt töluvert eigna- tjón af völdum þeirra. Einnig urðu þeir 76 manns að bana og særðu 176 manns meira og minna. Af fólki því, sem beið bana, voru 27 konur og 23 börn. — Brezkir loft- bátar, sem snerust til varnar, fengu skotið niður þrjá af loftbátunum þýzku. Vafalaust munu Þjóðverjar í heimalandi sínu teija kvenna og barna morð þessi hæfilega hefnd í garð Brcta. öll líkindi eru til þcss að þoir muni skoða þetta sigurför mikla. Markmið þeirra með þessu er að hræða allan kjark úr brezkri þjóð, og neyða hana til undirgefni. En þjóðinni brezku er ekki þann veg farið, að hún láti hræða sig til hlýðni. Verður þetta því henni Myndir þær, sem birtast hér í blaSinu, eru af Guðmundi LúS- vík Ottenson og Einari Martein flnæbjarnarsyni, ölafssonar. — Foreldrar GuSmundar LúSvíks eru Nikulás Ottenson og Anna Guðmund&dóttir, kona hans, í River Paík. Foreldrar Einars Marteins voru Snæbjörn Ólafs- son (dáinn) og IngiríSur Ein- arsaóttir (yfirsetukona). Er Ein- ar einkasonur IngiríSar Einars- dóttur. Anna, móSir Guðm. L., og Snæbjörn, faSir Einars M., voru hálfsystkini. Þeir innrit- uSu&t í 223. herdeildina litlu eft- ir aS hún var mynduS í febrúar mán. 1916. Fóru á staS til Eng- larids meS deildinni 23. apr. síð- astliSinn, og eru nú komnir þangaS. G. L. Ottenson. E. M. Ólafsson. HK bezta hvöt til hálfu meiri mót- spyrnu en áður. Og með þessum spellvirkjum sínum æsa Þjóðverj- ar meir og meir allar siðaðar þjóð- ir í móti sér. Innflutningur frá Bandaríkjum. Fólksflutningur frá Bandaríkj- unum inn í Canada heldur á- fram. Fleiri en liúsund koma á einni viku. Vikuna, sem endaði 22. maí komu meira en þrefalt fleiri en sömu viku árið, sem leið, og far- angur og fjármunir 'að sama skapi meiri. Þessa viku komu 1,092 hing- að sunnan ýfir landamærin til að leita sér bólfestu, en að eins 331- sömu vikuna í fyrra (1916). Þeir höfðu með sér $118,623 i reiðupen- ingum. Verðmæti farangurs, sem innflytjendur höfðu með sér þessa viku, var $28,447. Af þessum inn- flytjendum eru 942 bókaðir sem Bandaríkjiainenn. Hinir aðrir skift- ast nokkurn veginn jöfnum hlut- föllum milli Breta, Rússa, Norð- manna og Svía. Sextíu fóru til Ontario, 202 til Manitoba, 366 til Saskatchewan og 444 til Alberba, og 20 til British Columbia. Af allri þessari tölu voru 590 bændur og vinnumenn. 1 sömu vikunni rit- uðu 162 manns sig fyrir heimilis- réttarlöndum. Myndarlegur íslendingur særður. Ingólfur Benson. Mr. og Mrs. Benson, að 775 Tor- onto St., Winnipeg, fengu hrað- skeyti þann 17. 'þ.m. að sonur þeirra Pte. Ingólfur Benson No., 874285, hafi særst þann 7. maí og sé á “Third Canadian General Hos- pital, Boulogne.—Pte. Benson gekk í herinn þann 29. febrúar 1916 og fór til Englands með 184. herdeild- inni síðastliðinn október. MannskaSa fellibylur. Stórkostlegir fellibyljir geysuðu í lok síðustu viku yfir Kansas, Illi- nois, Indiana og fleiri ríki í Banda- rfkjunum. Um 250 manns er sagt að hafi mist lífið í byljum þessum —og um 1000 manns meiddust meir og minna. Eignatjón varð og af þessum ægilegu felliþyljum, sem nemur mörgum miljónum dollara. Fólk, sem heima átti á svæðuim þessum, er nú heimilislaust í þús- unda tali. í bænum Mattoon í Illinois ríki varð eignatjón einna mest og frá 50 til 70 roanns mistu þar lífið. Merkur gestur. Hón. A. J. Balfour, utanríkisráð- herra Breta, kom til Canada frá Bandaríkjunum f býrjun vikunn- ar. Hann var formaður nefndar ]>eirrar, er send var frá Englandi á stríðsráðstefnuna í Bandaríkjun- um, sem nýlega er afstaðin. Á mánud'aginn var hélt hann ræðu á þinginu i Ottawa að viðstöddum öllum þingheimi og fjölda fólks úr öllum áttum. Ræða þessi var á- varp til Canadaþjóðarinnar og var flutt af mikilli mælsku, enda er Hon. Balfour einn af málsnjöhustu stjórninálamönnum Breta. H'ann er lfka einn af þeirra fróðustu mönnum í öllum brezkum málum. Ræða lians var þrungin af bjart- sýni frá byrjun til enda. Kvað hann endalok stríðsins ekkert vafj>söm—lýðfrelsis og lýðvaldshug- sjóirir myndu verða ofan á, það væri ekki minsta vafa bundið Sigurinn væri þó ekki aðallega fólginn í þvf að kollvarpa hervaldi óvinanna, heldur einnig í því «ð vekja innra lff brezkrar þjóðar og tryggja velferð hennar á ölli^m sviðum. Sigurinn kvað hann verða í þessu tilliti þýðingarmikinn öll- um lýðfrjálsum þjóðum heims, hvaða tungu sem þær töluðu og hvaða landi sem þær tilheyrðu. — Ræðu hans svöruðu é þinginu Þeir Sir Robert Borden, foryætis- ráðherra, og Sir Wilfrid Laurier. Seinustu fréttir. Verkfall kolanámu manna. Yerkaimenn í öilum kolanámum i Alberta og austanvert í British Columbia gerðu algert verkfall fyr- ir eitthvað þremur vikum. Áður höfðu um langan tíma smó verk- föll einlægt verið að eiga sér stað hér og þar í námúm vesturlands- ins, og einlægt verið að bóla rneir og meir á óánægju kolanámumann- anna. Fór svo að lokum, að þeir koinu sér saman um að gera alls- herjar verkfall í öllum kolanámum ofannefndra fylkja. Krefjast verka- menn þessir þeirrar kauphækkun- ar, sem eigendur kolanámanna sjá sér ómögulega fært að veita þeim. —Verkfall þetta er nú búið að standa yfir svo lengi 'að til mestu vandræða horfir fyrir alt vestur- landið og jafnvel alt Canada. — Haldið er, að stjórnin verði að skerast í leikinn og miðla málum. ítalir vinna nýja sigra á Plava svæðinu, hrekja Austurríkismenn þar og taka af þeim marga fanga. Fyrir austan Gorizia gerðu Austur- ríkismenn stór áhlaup, en voru brotnir á bak aftur. Á Juli'an svæð- inu liafa ítalir tekið í alt síðan 14. þ.m. um 23,000 fanga. Japanar eru í undirbúningi með að senda stóran her til aðstoðar RúSsum. Verður þetta' skoðað afar-þýðingarmikið atriði, því með hjálp Japana ættu Rússar að verða meir en jafnokar óvina hersveit- anna, sem þeir etja við. — Arthur Honderson, fulltrúi verkamanna f stjórnarráðinu brezka, er að leggja af stað til Rússlands. Mun þessi ferð hans ger f þeim tilgangi, að hann beiti áhrifum sínum til þess að reyna að sefa ögn hinar æstu kröfur verkalýðsins á Rússlandi. Smá uppþot eiga sér stað hér og þar í Bandaríkjunuim. Þýzksinn- aðir friðarpostular eru þar æsinga- mcnn eins og vant er. En hingað til hefir verið hægt að bæla upp- þot þessi niður án þess að mann- skaði hlytist af, og er æsingamönn- unum varpað í varðhald jafnótt og þeir gera vart við sig. — i Aust- ur St. Louis í Illinois ríki eru róst- ur milli hvftra manna og svert- ingja. Eru svertingjar þar að her- væðast með öllum þeim skotvopn- um, sem þeir geta hönd á fest. Virðist lögreglan að svo komnu eiga fult í fangi ineð að bæla róst- ur þessar niður. Brazilía að hervæSast. Talið er víst, að Brazilía muni bráðlega segja Þýzkalandi stríð á hendur. Mörgum skipum fyrir Brazilíumönnum hefir verið sökt af kafbátum Þjóðverja og verður þettia aðal orsökin til ófriðarins.— Brazilía er stærsta lýðveldið f Suð- ur Ameríku, og er ekkert smáríki íbúatala þess er um 25 miljónir, og 4,000,000 æfðra hermanna getur Brazilía kallað fram undir her- skyldulögum sínum. Að þessu leyti stendur hún Bandiaríkjunum fram- ar, en sjófloti Brazilíu er smár í samanburði við sjóflota Banda- ríkjánna. Brazilía er auðugt land og hið mikla auðmagn þessa lýð- veldis kemur bandaþjóðunum að mestu liði. heldur þræla, fram á vígvöll, og og skipuðu þeim <að heyja hinn grimmasta bardaga hverjum við aðra. Á meðan því heldur áfram, er ekki líklegt, að draumar mínir rætist. Ef eg ætti mér nokkra ósk, inyndi hún vera sú, að mega ganga til þeirra manna, sem þeir kalla ó- vini okkar, og segja: Bræður, hætt- um <að berjast hverir við aðra, en heyjum sameiginlega bardaga á móti óvinum okk«r; þeir eru ekki fyrir framan oss; þeir eru oss að baki. Frá því fyrst að eg kiæddist herbúningi mínum, hefi eg aldrei borið hatur til þeirra manna, sem maeta oss á vígvellinum, mér finst aldrei hafa haft nokkra sann- ’arna ástæðu til þess. En það eru aðrir, sem eg ber hatur til. Og það hatur fer vaxandi með hvei-jum degi. Það er til valdsins að baki mér.” " Ef að frelsis alda sú, er í djúpi þessia manns býr, græfi um sig hjá Þjóðv. yfirleitt, gæti svo farið, að keisaravaldinu stæði eins mikil hætta af henni og nokkru öðru. Það steridur á sama, hvað hátt það vald hefir isið, sem hleypir stríðum af stað, lýðfrelsisaldan get- ur alt af rsið hærra og fært það í kaf. Árdagur þýddi. ------O------ Frétt frá Winnipegoses. Blaðið “Telegram” hér f bænum flutti á þriðjudaginn þá frétt frá Winnipegosis, Man., að tveir menn, Carl Swanson og Wm. Johnson frá Gimli,—báðir áreiðanlega Islend- ingar,—hefðu verið í smábát á Winnipegosis vatninu á sunnu- daginn var ,og hiaíi bátnum hvolft undir þeim í kastvindi. Af því Johnson var syndur, en Sivanson ekki, hélt hann félaga sínum uppi í rúma þrjá klukkutíma eftir að bátnum hvolfdi. En svo fór að lokum, að hann gat ekki baldið honum uppi lengur—var Swanson þá allur orðinn dofinn og stirður af því að vera svo lengi í ísköldu vatninu og var búinn að missa imeðvitundina — slepti Johnson honum því og gat með rnaumind- um synt til lands. Á mánudaginn var leit ger að líki Swansons og fanst það á sama stað og hann hafði sokkið. — Að líkindum verð- ur hægt að flytja nánari fréttir um þettia í næsta blaði. Andstæðir herskyldu. Herskyldan væntanlega virðist eiga marga andstæðinga hér í Can- ada. Sérstaklega hefir mikið borið á mótspyrnu gegn henni í Quebec- fylki og öðrum austurfylkjunum. Víðast hvar eru jafnaðarmenn og margir aðrir henni andvígir og telja hana “óalandi og óferjandi” hjá lýðfrjálsri þjóð. Ekki hefir þó mikið borið á mótþróa slíkra manna hér í Winnipeg, en í mörg- um austurbæjwnum, t.d. Montreal og Ottawa, hafa óteljandi fundir verið haldnir með því markmiði að reyna að Jcoma í veg fyrir það að herskyldan verði í lög leidd hér í Canada. Heldur er þetta þó í rén- un í seinni tíð og virðast menn yfirleitt vera farnir að sjá, að mót- spyrna í þessu máli muni hafa litla þýðingu. Herskyldu frum- varpið verður lagt fyrir þingið í þessari viku. Óvinurinn að baki. Þýzkur hermaður og blaðamað- ur snjall, skrifaði nýlega úr skot- gröfunum heim til sín það sem hér fer á eftir: “Oft liafði mig dreymt um nýja heimsálfu, nýja Evrópu, þar sem sundrung og ósamlyndi þjóða á milli ætti sér engan stað, en allir lifðu saman í sátt og friði. Lýð- frelsis hugmynd mín gat eigi ann- að en verið að búa sig undir þetta, og blása istöðugt að þeim nefstum, sem sannfærðu um, að þetta !væri í vændum fyr eða síðar. En nú hefir stríð staðið yfir svo árum skiftir, sem enn heldur áfram. Því var hrint af stað af fáum; þessir fáu sendu þegna sína, eða öllu Stórskipi sökt. Brezku flutningsskipi, sem hét Transylvania, var sökt af neðan- sjávarbátum Þjóðverj0 4. þ.m. Fór- ust með skipi þessu um 413 brezkir hermenn og ])ar af um 29 fyrirliðar. Bar þetta við á Miðjarðarhafinu. Var skotið á skipið tveimur sprengikúlurm (torpedoes) og tók það þá að sökkva. Fyrst voru hjúkrúnarstúlkur allar látnar fara í bátana, og stóðu þá brezku her- mennirnir kyrrir og rólegir á þil- farinu. Á meðan skipið var að sökkva sungu þeir þjóðsönginn “Tipperary.” Fréttir úr bænum. Eldsvoði mikill átti sér stað í Pembina þriðjudaginn 22. þ.m. og varð að tjóni svo miklu að metið er til tiu þúsunda. Gunnlaugur Pétursson, lögmaður, er einn þeirra, sem beðið hefir allmikinn baga við eldinn. Hann hafði lög mannsskrifstofu sína yfir búð þeirra Copeland & Miller, en í þeirri búð kviknaði fyrst. H>ann misti heilmikið af verðmætum skjölum, töluvert bókasafn og alla innanstokks muni. Er skaðinn metinn til $600. Nokkur allra-elztu stórhýsi bæjarins brunnu, eins og Cavalier-ihúsið, þar sem pósthúsið hefir lengst af verið. Sira Páll Sigurðsosn, prestur að Garðar, prédikar á sunnudaginn kemur í Morden-nýlendunni. Á mánudag kemur hann liingað norður oig flytur fyrirlestur í Tjaldbúðarkirkju þriðjudag 5. júní kl. 8 að kveldi. Efni fyrirlestursins verður: MENNINGARGILDI KRISTINDÓMSINS. Inngangur 25 cent Veitingar á eftir í salnum. Það er fyrsta sinni að síra Páll flytur fyrirlestur hér og er vonandi að fólk fjölmenni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.