Heimskringla - 31.05.1917, Blaðsíða 5

Heimskringla - 31.05.1917, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 31. MAÍ 1917. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA lands, þó siðferði sé nokkuð reik- ult. Rithöfundur einn enskur hefir lýst Berlín og tekið fram, að þar birtist “fullkomnasta þekking í framkvæmdum, skipulagi og háttum hins opinbera lífs”, og bætir því við, að borgin sé “furðu- verk borgaralegrar stjórnar, mest nútíðar borg, með fullkomnasta skipulagi er til sé.” 8. Friðrik I. 1688—1713. Prússland verður konungsríki. Eftir þenna útúrdúr um sögu Berlínarborgar, er hófst einmitt á því tímabili sögu Prússlands, er eg var að segja, og Friðrik Yilhjálm- ur, kjörfurstinn mikli, átti einmitt upptökin að, grípum við nú sögu- þráðinn aftur, til að segja frá næsta prússneska valdthafanum. Sonur kjörfurstans mikla, sem tók við völdum að honum látnum, nefndist kjörfursti Friðrik III. Hann var maður ail-ólíkur föður sínum, sundurgerðar maður mikill og metorðagjarn að sama skapi. Yar hann eyð'slusamur og barst mikið á. Lúðvík 14. Frakkakon- ungur og hirðlíf hans, virtist vena sú fyrirmynd, sem fyrir honum vakti. Hann stældi Loðvík 14. og hirðsiði hans að eins miklu leyti og hann mátti. Hann dró á það enga dul, að það sem hann þráði mest af öllu, var að verða konung- ur. Til þess fagnaðar voru allir reflarnir skornir. Hann stofnaði löndum þeim, er hann hafði tekið að erfðum eftir föður sinn, í all- mikla hættu. Friðrik kjörfursti lét Branden- borgar herinn berjast í liði sam- herjanna, hinna ®nnarra í röðinni, gegn Loðvík 14., og í erfðastríðinu spánverska. En ekki riðu Prússar feitum hesti heim til sfn úr þeim vopnaviðskiftum, hvorki eftir frið- arsamninginn í Ryswick 1697, né í Útrekt 1713. Branderborgar herinn hjálpaði keisaranum einnig í or- ustum hans við Tyrki. Hann sendi 6,000 hermenn til varnar landamær- um Hollendinga. Fekk Vil'hjálmur af Oraníu fyrir því fult ráðním á leigangri sínum gegn Englandi. Stærsta afreksverkið, sem Friðrik kjörfursti vann, var í því fólgið, að hefja sjálfan sig til konungstignar og land sitt uin leið upp í tölu kon- ungsríkjanna. Hafði það lengi verið þrá hians, að öðlast nafnbót- ina: Konungur Prússa. Að síð- ustu keypti hann sér leyfið af keis- aranum, Leopold I., til að taka sér konungsnafn, með því að lofa hon- um 8,000 hermanna til aðstoðar í styrjöldinni út af spánversku rfkis- erfðunum. 18. janúar 1701 var mikill hátfð- isdagur á Prússlandi, ekki sízt við prússnesku hirðiha. Kjörfurstinn Friðrik III. í Brandenborg, setti þann dag konungskórónuna þöfuð sér. Dagar kjörfurstanna voru þá úti. Hér eftir nefndist kjörfurstinn, sem hingað til hafði verið kendur við Brandenborg, Friðrik I. Prússakonungur. Hann krýndi sig sjálfur í bænum Kön- igsberg með gífurloga mikilli við- höfn. Þó nú þetta kunni að virðast nokkuð hégómleg athöfn, hóf hún landið heilmikið í ytra áliti í stjórnarfarslegu tilliti og siðferði- legu. Konungsnafnið varð þegn- um landsins eins konar sameining- ar tákn. Kom það enn betur í ljós síðar á ríkisstjórnarárum hinna tveggja mikilhæfu konunga, sem urðu eftirmenn Friðriks I. Það var annars hinn mikli metn- aður smáríkjanna þýzku um þess- ar mundir, hvort sem þau nefndust kjörfurstadænni eða hertogadæmi, að verða konungsríki. Um líkt leyti breyttist kjörfurstadæmið Saxland í konungsdæmi, er kjör- furstinn saocneski hófst til konungs tignar á Póllandi. En um leið hafði hann orðið að taka róm- versk-katólska trú. Á þann hátt varð Hohenzollern-ættin eina þýzka konungsættin mótmælenda trúar. Friðrik I. var eyðslubelgur mik- ill. Samt sem áður gerði hann mikið til að efla andlegt líf í land- inu, með því að styrkja lærða menn og koma upp almennum mentastofnunum. Hann stofnaði háskólann í Halle (1694), listaskól- ann í Berlfnarborg (1699), og vís- ind'askólann (1700). _Þótt hann þætti alt annað en forsjáll konung- ur, jók hann lönd Prússa að nokk- urum mun. Friðrik konungur keypti að Saxlandi fógetadæmi, er gengið hafði að enfðum, og kent var við Quedlinburg. Sömuleiðis keypti hann keisaraborgina Nord- hausen, fógetadæmið Petersberg og greifadæmið Tecklenburg. Og árið 1702 tók hann að ei i'ðum eftir Vilhjálm III. af Oraníu Lingen, Mörs og Neuenburg. Þrátt fyrir fyrir eyðslusemi annars vegar og bruðl, varð Friðrik I. fyrirmynd prússnesku konunganna í þvf, að vera eins og góðir bændur, er bæta jÖrð við jörð og færa smám saman út kvíarnar, unz veldi þeirra er svo mikið orðið, að þeir geta farið að sýna nágrönnum sínum í tvo heiinana. Hirðin í Vínarborg hafði litið lieidur en ekki hornauga uppgang Prússa á dögum kjörfurstans mikla. En hún hafði huggað sig jafnótt við þá von, að hér væri að eins um stundar blómatínmbil að ræða, sem aðallega væri að þakka i atorku og stjórnvizku þess mikil- hæfa manns. Stjórnarár Friðriks I. og þeir viðburðir, er þá gerðust, virtust líka staðfesta þettia, Þegar hann tók við völdum, gat Prúss- iand með réttu gert kröfu til að vera að tigninni til hið annað i röð þýzku ríkjanna. En á dögum Friðriks I. hófst Bæjaraland, Sax- land og Hannover að minsta kosti til líkrar tignar og Prússland. Friðrik varð flæktur inn í styrjald- ir vestur-Evrópu. Fyrir því fekk Sví- þjóð tækifæri til að bera ægishjálm yfir norður-Evrópu. Hér á eftir fór það að verða Rússland, én eigi Prússland, sem varð þröskuldur á framleið hennar. En heilbrigði rfkisins innvortis hafði beðið nokkurn hnekki. Fjár- málin voru öll komin á ringulreið. Skattar og skyldur keyrðu fram úr hófi og voru lítt bærar. Ef ekki hefði verið tekið vel og viturlega f taumania, hefði vegur Prússa orðið fremur skammær og ferðin ofan brekkuna býsna fljót. Hamingja Priisslands var meiri en svo, að þetta ætti að verða. (Meira.) — - --O------- Haglsábyrgðarlögin í Saskatchewan. Eitt það þýðingarmesta, sem snertir liag bænda í Saskatehewan, er að fá fullkomna trygging á upp- skeru gegn haglskemdum. Kom- ust þeir að raun um l>að árið sem leið, og með hvaða svikum þeir voru beittir af stjórninni. Þeir vissu eigi ananð, en að á hverri ekru væri uppskera trygð gegn skemdum, sem svaraði $5.00, og á Jiað treystu þeir svo mikið margir hverjir, að þeir keyptu enga aðra i ábyrgð á akrana. Stjórnin ábyrgð- ist þessa upphæð og lagði skatt á iivern bónda í héraði fyrir þyí. Kom engum til hugar, að stjórnar- ábyrgðin væri ekki fullkomið í- gildi allra ábyrgða. Engum kom í huga, að svo væri frá lögunum gengið, að ábyrgðin væri sama sem engin, né heldur að reynt yrði að komast hjá að greiða skaðabætúr, ef einhverjar -yrðu. En hvernig fðr? Haglbyljir æddu yfir ýms héröð þar í fylkinu og gjöreyddu uppskeru manna. Var nú umsjónarm'anni stjórnarinnar tilkynt. Leið oft langur tími eftir að hann fékk til- kynninguna, að hann léti skoða skemdirnar. Koim það sér aíar illa, því á meðan mátti ekki eiga neitt við akrana, en á því reið að plægja ])á sem fyrst, bæði vegna þess, að plæging gjörð svo snemma sumars var meira virði fyrir tilvonandi uppskeru næsta ár, en ef hún drógst of lengi frain á haustið — og svo var nauðsynlegt að koma henni frá. Má þakka þessum drætti stjórnarinnar að miklu leyti hvað lítið var plægt og undirbúið fyrir sáningu í vor, er hafa mun þann hæng í för ineð sér, að uppskera verður með rfrasta móti í Sask. í h'aust, og hjáipar það með öðru til þess að auka dýrtíðina. En loks voru svo skemdirnar skoðaðar og inetnar. Leið svo og beið, unz kvis- ast fór, að þær myndi eigi verða greiddar. Trúðu menn því alment eigi, fyr en þeir máttu til. Reyndi nú stjórnin með öllu móti að kom- ast undan ábyrgðinni, með til- hjálp sinna eigin laga, kvað hagl- sjóðinn gjaldþrota og fleira þess* háttar. Að lokum lét hún sér það sæma, að greiða $2.00 á ekruna að nafninu til, í stað $5.00, og þóttist hafa gjört vel. Hefði nú verið al- gjört gjaldþrot í fylkissjóði, hefði sjálfsagt ekki verið hægt um að sakast, en svo var ckki. Heldur, eins og hún lýsti yfir, all nokkur afgangur, hvernig sem honum hef- jr verið varið. Var þá ekkert ann- að að gjöra, og það sjálfsagðasta, en að greiða alla ábyrgðina, og láta einn tekjuliðinn lána öðrum, ef halii varð í vátryggingarsjóðnum. En það fanst stjórninni ekki hag- kvæmt—gjörði enda ekkert til, þó bændur væru sviknir um það sem þeim bar, mátti eins krefja þá skatta og skylda sem áður. Það munu fá dæmi, að nokkur stjórn hafi svo brugðist við skyld- um sínum og .Saskatchewanstjórn- in gerði í þessum efnum. Og ekki hefir hún látið sér til hugar koma, að skifta svo við aðra, svo sem eins og auðfélögin og járnbrautarfélög- in, þegar hún hefir verið að lofa þeim stórupphæðum í lánum og gjöfum. Þá hefir aldrei verið minst á sjóðþurð. Þá hafa miljónir doll- ara verið teknar til láns til þess að borga þeim, hafi engir peningar verið til f sjóði. Til þess að bæta úr þessari sví- virðilegu meðferð, sem bændur Kai ipi ið í. [} ■ Sparið tíma Kegma--0g Peninga BEZTU PLÓG-SKERAR—Hafið þá til fyrir sumar plæginguna 12 þumlunga...........hver 13 og 14 þuml....$2.7.*» “ 15 «g l(i þuml..........“ 18 þuml..........ý:<.i5 “ Aflvéla—Gang— No. »40-342—S.R. 17 $3.10 “ Plógskerar No. SP20 . . #3.25 “ Allir prísar F.O.B. Regina. Vér ábyrgjumst vora Pióg-skera. Ofangreindir prísar eru þeir lægstu í Vesturiandinu. Vér afgreiðum pantanir fljótt.—Sendið oss pantanir í dag; skrifið eftir verðlista með myndum. Western Implement Supply Co., -TAMES CUNNINGHAM, Manager. 1605 R—lOth Avenue REGINA, SASK. North Star Drilling Co. CORNER DSWDNEY AND ARMOUR STREETS Regina, : Saak. Agentar í Canada fyrir Gus Pech Foundry Co. og Monitor Brunnborunar áhöld. LOÐSKINN I HÚÐIRI ULL , Et þér viljið hljóta fljótustu skil á andvirði og hsesta verð fyrir lóðskinn, húðir, ull og tl. sendið þetta til. Frank Massin, Brandon, Man. Dept H. Skrifið eftir prísum og shipping tags. Vér borgum undantekningarlaust haesta verð. Flutningabrúsar lagðir til fyrir heildsöluverð. Fljót afgreiðsla, góð skil og kur- teis framkoma er trygð með þvi að verzla við SÆTXTR OG SÚR DOMINION CREAMERY COMPANY ASHERN, MAN, OG BRANDON, MAN. Rjómi Sætur og Súr Keyptur á urðu fyrir, samdi Mr. Willoughby, formaður conservatíva, laga frum- varp, sem hann bar upp á þingi i vetur (þann 12. febr.), er fer frain á fulla ábyrgð fylkisins að bæta mönnuin áfallinn skaða, og fyrir- byggja í framtíðinni að annað eins fals væri í frammi haft aftur. En auðvitað fékk það engar undir- tektir frá stjórnarliðinu. Gæti kannske þingmaður Wynyard kjör- dæmis skýrt frá, livernig hann greiddi atkvæði i því máli. Frum- varpið var felt, án þess að koma með nokkuð í staði-nn, og látið við amnað sitja en svikin. Frumvarp þetta skýrir afstöðu lonservatíva í þassu máli og stefnu þeirra; setjuin vér því útdrátt þess hér: Frumvarp til laga um skaðabæt- ur fyrir haglskemdum á ökrum í Saskatchewan:— 1. Stjórn fylkisins skal taka í á- bytigð alla kornuppskeru Innan fylkisins frá 15. júní til 15. septem- ber ár hvert, gegn skemdum af hagli, og greiða í skaðabætur upp- hæð þá, sem tekin er til í lögum þessum. 2. Til þess að mynda sjóð, er var- ið ákuli til þessara skaðabóta, skal lagður-4c. skattur á hverj>a ekru sem yrkt er og sáð frá ári til árs. 3. Tilkynna skal hver landeig- andi með, eiðsvörnu skírteini, skrif- ara sveitarinnar eða umboðsmanni stjórnarinn'ar, hvað margar ekrur hann hefir sánar með liinum ýmsu korntegundum, strax og sáningu er lokið, eða í síðasta lagi fyrir 15. júni ár hvert. 4. Sveitarráðin f öllum sveitum innan fylkisins skulu innheimta vá- tryggingargjaldið á sama tíma og á saina liátt og önnur sveitar útsvör. 5. Ár hvert, fyrir 1. dag nóv.mán- aðar, skal þeirri innheiintu iokið og féð vera afhent stjórnar umsjón- arm'anni haglsábyrgðar. 6. Nú híður landeigandi skemdir af hagli á uppskeru, skal hann þá innan 10 daga tilkynna það með vottföstu skjali stjórn'ar umboðs- manni. 7. Bíði hann algjöran missi upp- skerunnar, skal hann á sama hátt tilkynna stjórnarumboðsmanni, og samtímis sveitarskrifara, og krefj- ast þess, að hann yfirlíti og meti skemdir, og skal sveitarskrifari yf- irlíta þær skemdir innan viku tima frá þvf skemdir urðu, og tilkynna þær með vottföstu skjali stjórnar- umboðsmanni. 8. Verði 'að eins hlutfailslegar skemdir en ekki uppskeru missir algjör, skal iandeigandi, eftir að þreskingu er lokið, fá skírteini frá þreskjara viðvfkjandi upphæð hinna ýmsu korntegunda, ekrutal, o.sfrv., er hann skal framvísa ásamt skaðabótar kröfunum. 9. Greiða skal allar slíkar rétt- mætar kröfur úr haglsábyrgðar- sjóði fylkisins.'— Sé um algjört tap að ræða, skulu skaðabætur greidd- ar um eða fyrir 1. sept. ár hvert, en allar skemdir eigi síðar en fyrsta dag nóvembermánaðar. 10. Skaðabætur skulu nema $5.00 á hverja ekru, þar sem um algjöran uppskerumissi er að ræða, en hlut- falslega við þá upphæð eftir því sem skemdir verða metnar. 11. Hrökkvi haglsábyrgðarsjóður eigi til að lúka allar skaðabætur, skal umsjónarmanni heimilt að greiða úr fylkissjóði, það sem til vantar, og skal sú upphæð skoðast sem lán, er borga skal aftur úr haglsábyrgðarsjóði, á þeim árnm, er tekjuafgangur verður. 12. Allar skaðabætur skulu und- anþegnar öllu veði í uppskeru, öll- um skuldum og skyldum landeig- eiganda, hverjar helzt sem eru. Með þessu sýnishorni, sem frum- varp þetta gjörir ráð fyrir, værL' fyrst liaglsábyí'gðuin innan fylkis- ins komið í viðunanlegt horf. Og það verður eftir næstu kosningar. strax og stjórnarskifti yerða. NÝ UNDRAYERÐ UPPGOTYUN Eftir tlu ára tilraunir og þuugt erfiðl hefir Próf D. Motturas upp- götvað meðal, sem er sainan bland- að sem áburður, og er ábyrg9t a5 lækna hvaða tilfelli sem er aí hinum hræðilega sjúkdómi, sem nefnlst Gigtveiki og geta allir öðlast það. Hvl að borga lækniskostnað og ferðakostnað í annað loftslag, þegar hægt er að lækna þig heima. Verð $1.00 flaskan. Burðargjald og striðsskattur 16 eenfc Einka umboðsmennr MOTTURAS LINIMENT CO.. P. 0. Box 1424 (Dept. 8) Winnipeg, Mair. ‘Tannlækning með engri eftirsjá’ ÞÚ HEFIR EKKI MINSTU AFSÖKUN AÐ FORSÓMA TENNURNAR OG SETJA HEILSU ÞINA 1 HÆTTU, ÞEGAR ÞÚ GETUR FENGIÐ ÞÆR LAGAÐAR Á LITLU VERÐI Ástæðurnar fyrir því, að eg get sparað þér helniing af vanalegum prís, er — að eg hefi tnínar eigin efnafræðisstofur,—gjöri ákaf-legia mikið verk,—,kaupi alt sem til þess þarf í stórkaupum (wholesale),—brúka að eins nýjustu aðferðir,—hefi að eins í þjónustu minni æfða og ágæta sérfræðinga,—mentaða á beztu tannlæknaskólum Ameríku, og þeir vita hvernig á að gjöra verkið án þess tað þú sért alt af á hlaupum dag cftir dag og eyðir i það óþarfa tíma. Eg get sparað þér marga dollara. Skoðun og ráðlegging ókeypis. Sérstakur gaumur gefinn utanbæjar fólki, til þess að spara því sem mest tímann. Skrifið oss um tannkvilla yðar. Til að gefa ykkur hugmynd um það, hve fljótt vér leysum verk af hendi, þá látið mig taka mál af gómi yðar fyrir kl. 10 einhvern morgun—og eg skal hafa tanr.settið tilbúið fyrir kveldið. Dr. G. R. Clarke Rooms 1 to 10 Dominion Trust Bldg. Cor. Rose St. and llth Ave. Phone 5821. Office Hours: 8.30 a.m. to 6. p.m. Every Day Exceptmg Sundays and Holidyas. REGINA, SASK. Eg set Peninga i vasa ydar MEÐ ÞVl AÐ SETJA TENNUR I MUNN YÐAR ÞETTA ER ÞAÐ, sem eg virkilega geri fyrir yður, ef þér komið til mín og látið mig gera þau verk, sem nauðsynleg eru til þess að tönnur yðar verði heilbrigðar og sterkar. — Eg skal lækna tann-kvilla þá, sem þjá yður. Eg skal endurskapa tönnurnar, sem eru að eyðast eða alveg farnar. Eg skal búa svo um tönnur yðar, að þær hætti að eyðast og detta burtu. Þá getið þér haft yfir að ráða góðri heilsu, líkams þreki og starfsþoli. Expression Plates Hellt "set” af tönnum, búlfc til eftir uppfyndlngu minnl, sem eg hefi sj&lfur fullkomnatS, sem gefur ytiur i annatS sinn unglesan og eJSlilegan svip & andlltltS. Þessa "Kxpression Piates” refa ytiur elnnlg full not tanna ytSar. Þær lita út elns og lifandl tönnur. Þær eru hreinlegar og hvitar og stærtS helrra og afstatSa etns og á "lifandi” tönnum. $15.00. Varaulegar Crowns og Bridges Þar sem plata er óþörf, kem- ur mitt varanlcga "Brldge- work” atS gótSum notum og fyllir autSa statSinn l tann- gartSinum; sama reglan sem vitShöftS er i tilbúnlngum A. “Bxpression Plates” en undir stötSu atritSltS i “Brldges” þess- um, svo þetta hvorutveggja gefur andfitinu alveg etSlileg- an svip. Bezta vöndun i. verki og efni — hreint gull brúkatS til bak fyllingar og tönnln vertSur hvit og hretn “llfandi tönn.” $7 Hver Tönn. Porcelain og Gull fyllingar Porcelain fyllingar minar eru svo vandatSar og gott verk, ati tönnur fylta- þanníg eru ó- þekkjanlegar frá hellbrlgtSu tönnunum og endast elns lengi og tönnln. Gull innfyllingar oru mötatSar eftir tannholunnl og svo lnn- limdar metS iementl, svo tönn- In veröur eins sterk og hún nokkurntima átiur var. Alt erk mltt gbyrget atS vera vnndatS. HvatSa taaalækatagar, aem þér þarfalst, atead- ar kda ytlar ttl kstta kér. Vottertl og mettmaell t hnadratSatali frd veral- aaarmSmam, NSgmdaa- am «a preataaa. Alllr akotSatSlr koetaatSarlanat. — Þér eratS mér ekke't sknld- bnndair þé eg kafl gefltS yðnr rAtSlegglngar vltSvfkjandl tiSna- ytfar., .KomltS etSa tlltaklts A kvnBa tlma þér vlIJIB koma. I geganm talalmaa. Dr. Robinson Birks Building, Winnipeg. DENTAL SPECIAUST

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.