Heimskringla - 31.05.1917, Blaðsíða 7

Heimskringla - 31.05.1917, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 31. MAÍ 1917. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSÍÐA Nútíðar Tannlækning MEÐ MJÖG RÝMILEGU VERÐI ÓLK svo þúsundum skiftir býr við slæma heilsu og verður að fá læknishjálp við og við. En mest af þessum lasleika stafar bara frá sýkt- um tönnum. Dr. Charles Mayo, hinn frægi æknir í Rochester, Minn., segir að 75 prct, af öllum kvill- um líkamans stafi frá tönnum og munni. Vanalega kemur fólk ekki til tannlækna fyr en það þolir ekki við fyrir tannpínu. — En rétti tíminn til að sjá tannlæknir, er þegar enginn verkur er í tönnunum. Ef vér gætum komið fólki til að skilja þetta,—að ef það léti svo sem tvisvar á ári góðan tannlæknir skoða og gjöra við tennur sínar—þá héldi það alt af góðri heilsu. — Þú hefir skemda tönn, það festist matur í henni þegar þú borðar; þessi matur rotnar, og við næstu máitíð losnar þetta og fer ofan í magann og eftrar líkama þinn. — Með þessu lagi verður fólk veikt. I tannlækningastofu vorri vinna að eins þaulæfðir læknar, útskrifaðir af beztu skólum Canada og Banda- ríkjanna. Þeir vita hvað þarf að gjöra og hvernig á að gjöra það, fljótt og sársaukalaust. Allar tannfyllingar, tannsett og gulltennur eru búnar til á verkstofu minni, og ekkert af slíku er sent út, án þess, í fyrsta lagi, að sjúk- lingurinn sé ánægður,—og í öðru lagi, að eg hafi per- sónulega skoðað verkið. Ánægður viðskiftamaður er sú bezta auglýsing, sem nokkur getur haft—þetta er marg- reynt, og mín skoðun frá byrjun. Mínir prísar eru mikið lægri en hjá öðrum, svo eg get í mörgum tilfellum sparað yður það sem nemur járn- brautarfari og hótels kostnaði. Dr. J. A. MORAN 21 st' Stræ,Síi”d,6?3 SASKATOON, SASK. Kvenmaður tekur á móti gestum Dept. “E” Sáning og uppskera RæÖa flutt á kvenfélagssamkomu í Argyle, 11. maí 1917. Kæru tilehyrendur! Enn þá einu sinni í hinni óút- reiknanlegu keðju tímans er vor og sumar í ríki náttúrunnar. Þótt vorið hafi verið kalt og megi nú heita á enda, en sumarið að byrja, sem svo endar með haustinu. Eins og ykkur er kunnugt, er vorið sáð- tíminn, sumarið vaxtar og þroska tíminn, en haustið ávaxtar og upp- skeru tíminn. Þannig er því var- ið með flest ait lifandi og líka það, sem kallað er dautt í ríki náttúr- unnar, hæði í dýra og jurtaríkinu. Og líf vort mannanna er þar engin undantekning. Æskan er vorið, fullorðinsárin sumarið, en elliárin haustið og burtfarartíminn. En svo má segja, að vér séum alt frá barndómi sí og æ að sá; lif vort er óslitinn sáðtími, bæði í verklegu og andlegu tilliti. 3?ví er svo mik- ið undir því komið, að útsæðið sé vandað,—hreint og gott. 3?á er yf- irleitt betri von um góða uppskeru þótt jarðvegurinn og ýmsar kring- umstæður hafi þar talsverð áhrif. En eg ætla ekki nú að ræða um hina algengu jarðnesku jarðrækt eða akuryrkju, heldur beina ia,t- hygli ykkar að hinni andlegu sálar- jarðrækt og akuryrkju, sem við er- um háðir frá barndómi og alt til æfiioka. Vér erum stöðugt að sá og gróð- ursetja f hjörtu barnanna og allra meðbræðra vorra sem oss verða samferða á lífsleiðinni. 3>að mun eönnu næst «ð hvert einasta orð, sem vér tölum, sé lifandi frækorn, er vér sáum og sem tekur rætur í hjörtum barnanna, æskulýðisns og annara tilheyrenda vorra. I>ar vex það og þroskast, annað hvort til ills eða góðs. Og vonandi er, að vér sáum ætíð til góðs og að það hafi blessunarrík áhrif, þótt þvf miður að hið ganstæða geti stundum átt sér stað. Það er þvl lífsspursmál og mjög áríðandi, að vér ætíð, undir ölium kringum- stæðum, vöndum sem bezt útsæð- ið—sem er breytni vor og fram- koma, bæði til orða og verkia; segj- um sannleikann afdráttarlaúst, hverjir sem hlut eiga að máli og hvort sem það líkar betur eða ver. Því óhætt má treysta því, að sann- leikurinn vinnur ætíð sigur, þegar til lengdar lætur, svo að aliar ó- göfugar og ósannar kreddur og lygi falli um koll og verða að engu. 3?að er mjög ánægjulegt að sjá og finna til þess, að vér erum stöðugt að nálgaist hið rétta tak- mark, takmarkið, sem er: að vinna með kærleika, alúð og einlægni að því, að öllum mönnum, sem áhrif vor ná til, geti í öllu tilliti liðið sem bezt, bæði til sáiar og ifkama. Og einkanlega eru það konurnar og kvenfélögin, sem þar láta mest til sín taka. En eftir því, sem mér hefir verið sagt, fer þessi samkoma í nokkuð aðx-a átt, nefnilega í átt- ina til að borga einhvern aðgjörða- kostnað kirkjunnar. En eins og eg hefi að undanförnu verið á móti því, að gróðasamkomur séu liafðar til þess að boi-ga nokkurn kii-kju- kostnað, er eg enn á móti slíku. Eg vil að safnaðarmenn borgi alian slíkan kostnað úr sínum eigin vasa án þess að gróðasamkomur taki nokkurn þátt í því. Og eg er viss um, að þegar til þeirra kasta kem- ur, muni þeir fúslega gena það. Mér virðist það svo smásálarlegt, að þurfa að hafa gróða samkomur til að bera sinn eigin félagskostn- að* eða á nokkurn hátt halda fé- lagsskapnum uppi méð gróðasam- komum, um hvaða féiagsskap sem er að ræða; en þó virðist mér það einkanlega ótillilýðilegt fyiir kirkjufélög eða þá söfnuði, sem þeim tiiheyrai 3?að virðist sýna svo greinilega, að meðlimum er ekki mikið umhugað um félags- málin og að þeir liafi ekki mikla trú á þeim boðskap- og kenning- um, sem prestarnir eru að fiytja mönnum. En eg þykist ver>a viss um, að þessar gróðasamkomur séu meira hefð og vani frá frumbýlingsárun- um, en af verulegri þörf. I>ví yfir- leitt eru Argyle Islendingar viljug- ir að borga sinn eigin félagskostn- að, og þar af leiðandi engin þörf á gróðasamkomum til að borga kirkjulegan félagskostnað þeiiua. Höfum gróðasamkomur að eins til hjálpar fátæklingum og ósjálf- bjarga mönnum; og þær ættu allir sem til ná að styðja og styrkja. — En umfram alt, komið ekki gróða- samkomu hugmyndinni til styrkt- ar félagsskap eða félagsiífi voru inn hjá okkar efníilega og kæra æsku- lýð. Innrætum ungmennunum heldur viljaþrek samfara sjálfs- trausti á sína eigin kraffca, “trú á mátt sinn og megin”. “Dorkas’ félagið hafði hjá mér fund síðastliðinn laugardag. Yar þar saman kominn fríður og efni- legur hópur af ungum stúlkum, sem eg óska að eigi góða framtíð fyrir höndum. Og það er skylda vor að gefa þeim góð dæmi og vera þeim góð fyrirmynd, innræta þeim sjálfstæði og einlægan áhuga í öllum þeirra félagsmálum. Og þá munu þær verða viljugar til að taka öllum góðum og bróðurleg- um bendingum okkar, og uppfylla skyldur sínar sem bezt í öllu til- liti, og þá ekki sjá eftir að borga sinn eigin félagskostnað, sem þeim að réttu ber; og hið sama er óhætt að segja um ungu mennina. Mér er ætíð umhugað um allan uppbyggilegan og góðan féiags- skap, og það er óhætt að halda þvl fratm, að kvenfélögin hér vinni ein- dregið f mannkærleika oggóðgerða áttina; að minsta kosti hefir kven- félag Erelsissafnaðar ávalt gjört það, og eg er viss um framhald af þvi. Mannkærleiki, djúp og við- kvæm tilfinning, er ríkust í eðli kvenna. Enda er það mikils vert og áríðandi fyrir velferð mann, kynsins; því á konum hvflir að mestu leyti uppeldi barnanna og æskulýðsins. 3?að er svo áríðandi, að fyrstu frækornin, sem sáð er í hjörtu barnanan, séu hrein og öll af beztu tegund. Frækoi-n góð- vilja, mannkærleika, fyrirhyggju, djxxpsæi og sjálfstrausts. 3>að felst mikill sannleikur í þessu spak- mæli: “3?að sem maðurinn sáir, mun hann uppskera.” >að er því svo áríðandi að frækornin eða út- sæðið sé hreint og gotfc, og að vér sáum að cins góðum verkum og orðum í lijörtu bax-nanna—því l>að eru frækorn, sem þar hafa mest á- hrif. Og hvað kvenfélagið snertir, er eg viss um, að það sáir ekki nema góðu útsæði. Og eg óska af öllu hjarta, að það lifi sem lengst bygð voi-ri til sóma, uppbygging- ar og blessunar, með því að halda áfram og beina ætíð í rétta átt sínum kærleiks og framfara verk- um. Árni Sveinsson. -------O------- *-------------------------------* Islands fréttir. *-------------------------------* (Bftir Lögréttu 11. apr.) Síðari hluta næstl. viku var gott veður, á laugardag fyrir páska mjög hlýtt í lofti framan af degi, en fór að frysta er á leið, og um nótt- ina kom norðan garður með grimd- ai'frosti, og liefir það veður hald- ist síðan. Uim alt Norðurland hef- ir verið stórhríð.—-Síminn slitnaði í stói’viðrinu aðfaranótt páska- dagsins, og sagt að hann hafi víða skemst. 3?ó náðist samband við Seyðisfjörð um stund á páskadag- inm Sesselja Jónsdóttir, kona Jóns Guðmundssonar á Valbjarnarvöll- um í Borgarhreppi, var á ferð frá næsta bæ á laugardagskvöldið fyr- ir páska, er norðan stórviði'ið skall á þar upp frá. Menn fóru að leita hennar að heiman um kvöldið, en fundu hana ekki. Morguninn eftir fanst hún örend skamt frá tún- garðinum á Valbjarnarvöllum. Frá Sauðárkróki er skrifað 22. marz 1917: “Tíðarfarið heílr verið hið ágæfcasta í vetur, enda er nú fénaður búenda f hinu ákjósan- legasta útliti og hey 'hvervetna nóg. Heilsufari manna hefir verið ábötavant, því inflúensa hefir geng ið hér um sveitir og verið ærið til meins, þótt ekki geti mannskæð talist. Fyrir stuttu er dáinn fyrv. alþm. Friðrik Stefánsson, sem Iengi bjó í Máimey. Hann var kominn í beinian karlcgg frá Agli Skalla- grímssyn, söngfróður maður með afbrigðum. Á Sauðárkróki má segja að nú sé vaknaður mikill og almennur áhugi fyrir endurbótum á lxöfninni hér, enda rekur á eftir hin brýnasta nauðsyn, ef nokkur framtíðai'von er fyrir þenna stað, þvf höfnin skemmist ái'lega og þær skemdir fara vaxandi. 3?á er ann- að mái, sem Sauðkræklingar bera nú mjög fyrir brjósti, en það er í'afveita. Hefir það mál nokkuð verð undirbúið og rannsakað af tveimur verkfræðingum og hefir annar þeirra áætlað að ifyrir. 60,800 kr. fáist í Gönguskiarðsá aflstöð, um 70 hestöfl. Til ljósa mun kaup- túnið þurfa 20—24 hestöfl. — Á al- mennum hreppsfundi, sem haldinn var 19. þ.m., var kosin fimm manna nefnd í málið; skyldi hún halda málinu vakandi og vinna að fram- gangi þess. — Víst mun hið gífur- legia verð og örðugleikar á þvf að fá steinolíu, eiga sinn þátt f þeim áhuga, sem nú er á því máli. Væri og betur, að slíkt yrði um land alt, þvf nóg eigum vér íslendingar ljóss og yls í afli vatns og sjávar, ef ekki brestur dáð að gcra sér slíkt að notum.” Úr Vatnsdal er skrifað: )1. marz andaðist að heiimili sfnu merkis- konan Guðrún Þorsteinsdóttr á H^ukagili í Vatnsdal. Dauðamein hennar var langvai-andi meinsemd í höfðinu. Frá Fæi'eyjum segir þær fréttir 3. þjm., að fyrir milligöngu amt- mannsins þar hiaíi 10. marz fengist leyfi ensku stjórnarinnar handa færeyskum skipum til þess að seija fisk sinn á íslandi og kaupa þar alt sem að útgerð lýtur, ef stjórn- ai'ráð íslands leyfi. En svo segir í skeyti frá eyjunum frá 10. f.m. að aimtmaður neiti að kalia lögþingið saman og að sjálfstjórnarflokkur- inn haldi vítafund út af þvf. Allar siglingaleiðir Færeyinga séu lokað- ar. Matvælaforði þá að eins til 1% mánaðar í eyjunum. 3>essar fréttir höfðu komið í skeyti frá færesyska blaðinu “Thingakrossur” til Seyð- isfjarðar blaðsins "Austra” En síð- an annað skeyti svo hlj. 29. f.m.:— “Lögþing Fæi'eyinga kom saman á miðvikud. Sjálfstjórnarmenn bera fram frumvarp á lögþinginu uxn vörukaup á íslandi og flutnings- leyfi þaðan til Færeyja. Umboðs- maður verði hafður í Reykjavík. Amtmaður og fylgilið hans í'eyni af öllum mætti að eyðileggja frum- vörpin. 2000 Færeyingtar hafa und- irskrifað umsóknarskjal til Eng- lendinga um útflutning frá -Is; landi. Amtmaður heimtar þing- samþykt á móti umsóknarskjalinu. Fiskiveiði góð, bezta tíð. Olíu- skortur og saltskortur. 18. Apr,—Um miðja síðastl. viku dró úr stórviðrinu, sem verið hafði um páskana og var gott veður á fimtud. En á fösbud. kom aftur norðangarður með mikiu frosti og stóð yfir til mánudókvölds. 1 gær gott veður, en austanhrið í dag. ís hefir sézt nærri landi, en að eins hröngl,—Afli er sagður góður aust- anfjialls, og botnvörpungarnir afla vel. Jarðai-för Magnúsar landshöfð- ngja Stepliensen íór fram síðasfcl. laugardag að viðstöddu xniklu fjöl- menni. Húskveðju ihélt séra Bjarni Jónsson, en séra Jóhiann Þorkels- son talaði í kirkjunni. Líkkistan var borin út af heimili hins látna af bæjarstjórnarmönnum; yfirdóm- endurnir og skrifstofustjórar stjórn arráðsins báru inn í kirkjuna, en þingmenn út úr henni. Haiidór Viihjálmsson skólastjóri hefir í vor kent 10 ár við Hvann- eyrarskóla. Til iminningar um það færðu kennarar og námsmenn þar honum nýlega vandað gullúr, og eldrj nemendui' hans í Borgarfjarð- arhéraði bættu við gullkeðju, en söngnemendur skólans færðu hon- um fcaktstokk með gullskildi. --------------o------ í Umboðsmenn | j Heimskringlu | 1 "ANADA. F- Finnbogason..........Árnes Magnús Tait _________ Antler Páll Anderson....Cypress River Sigtryggur Sigvaldason _ Baldur Lárus F. Beck .......... Beckville Hjálmar O. Loptsson.... Bredenbury Thorst. J. Gíslason..........Brown Jónas J. Hunfjörd.....Burnt Lake Oskar Olson ........ Churchbridge St. ó. Eiríksson ..... Dog Creek J. T. Friðriksson............Dafoe O. O. Johannson, Elfros, Sask John Janusson ......... Foam Lake B. Thordarson................Gimli G. J. Oleson............. Glenboro Jóhann K. Johnson............Hecla Jón Jóhannson, Hoiar, Sask. F. Finnbogason.............Hnausa Andrés J. J. Skagfeld ...... Hove S. Thorwaldson, Riverton, Man. Árni Jónsson...............Isafold Andrés J. Skagfeld ......... Ideal Jónas J. Húnfjörð........Innisfail G. Thordarson ___ Keewatin, Ont. Jónas Samson............ Kristnes J. T. Friðriksson ....... Kandahar ó. Thorleifsson ......... Langruth Th. Thorwaldson, Leslie, Sask. Óskar Olson ............ Lögberg P. Bjarnason ........... Lillesve Guðm. Guðmundsson ........Lundar Pétur Bjarnason......... Markland E. Guðmundsson.........Mary Hill Paul Bjarnason.......... Wynyard Jolin S. I.axdal............Mozart Jónas J. Húnfjörð.... Markervilie Paul Kernested.............Narrows Gunnlaugur Helgason............Nes Andrés J. Skagfeld....Oak Point St. . Eiríksson........Oak View Pétur Bjarnason ............. Otto Sig. A. Anderson .... Pine Valley Jónas J. Húnfjörð.......Red Dee? Ingim. Erlendsson...... Reykjavíft Sumarliði Kristjánsson, Swan River Gunnl. Söivason...........Selkirk Paul Kernested............Siglunes Hallur Hallsson ....... Silver Bay A. Johnson ............. Sinclair Andrés J. Skagfeld____St. Laurent Snorri Jónsson .........Tantalloa J. Á. J. Líndal ....... Vietoría Jón Sigurðsson..............Vidir Pétur Bjarnason..........Vestfold Ben. B. Bjarnason......Vaneouver Thórarinn Stefánsson, Winnlpegosis Ólafur Thorleifsson_______Wild Oak Sig. Sigurðsson..Winnipeg Beach Thiðrik Eyvindsson....Westbourne Sig. Sigurðsson___Winnipeg Beach BORÐVIÐUR SASH, DOORS AND MOULDINGS. Vi8 höfum fullkomnar byrgðir al öllum tegundum. VerSskrá verður send hverjum, sem seskir þess. THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 H veitibœn dur! Sendið korn yðar f “Car lots”; seljið ekki í smáskömtum,— Reynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun. Skrifið út “Shipping Bills’ þannig: NOTIFY STEWART GRAIN COMPANY, LIMITED. Track Buyers and Commission Merchants WINNIPEG, MAN. Vér vísum til Bank of Montreal. Peninga-borgun strax Fljót viðskiíti KAUPIÐ Heimskringlu Nýtt Kostaboð Nýir kaupendur aö blaöinu, sem senda oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins, oss að kostnaðarlausu, mega velja um þRJÁR af af eftirfylgjandi sögum í kaupbsetir ; •*C 1 ' *• í>ylvia “Hin leyndardómsfullu skjöl” “Dolores” IIT/ I * »» Jon og Lara “Ættareinkennið” “Bróðurdóttir amtmannsins ’ ••T / »» Lara «•» •. -. •» Ljosvorourinn “Hver var hún?” “Kynjagull” “ Sögusafn Heimskringlu Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — með- an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er: Sylvía .............................. $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins ............. 0.30 Dolores .... -........................ 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl............ 0.40 Jón og Lára .......................... 0.40 Ættareinkennið...................... 0.30 Lára.................................. 0.30 Ljósvörðurinn........................ 0.45 Hver var hún?......................... 0.50 Kynjagull ........................... 0.35 Forlagaleikurinn...................... 0.50 Mórauða músin ........................ 0.50

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.