Heimskringla - 31.05.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 31.05.1917, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKk.ííGLA WINNIPEG, 31. MAÍ 1917. HKIMSKRINGLA (StOÍHuti 1NH6) Kemur út A. hverjum Fimtudegl. Utgefendur og eigendur: TIIE VIKING rilESS, LTD. VertS bla?5sins í Can&da ogr Bandarlkjun- am $2.00 um áriS (fyrirfram borgab). Sent til lalands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borpranir sendist rátJsmanni blab- •ina. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Viklng Press, Ltd. O. T. JOHNSON, ritstjórl. S. D. B. STEPHANSON, rábsmabur. Skrifstofa: 729 SHERBItOOKE STREET., WINNIPEG. P.O. Box 3171 Talslml Garry 4110 WINNIPEG, MANITOBA, 31. MAÍ 1917 Minnismerki íslenzkra her- manna. Síðasta blað “Sameiningarinnar” gerir þá uppástungu, að listamaðurinn íslenzki, Einar Jónsson, sé við komu sína hingað vestur í sumar fenginn til þess að reisa sæmilegt minnismerki íslenzku hermönnunum, sem ; fallið hafa. Að loknu stríðinu sé svo merki I þetta látið standa á þeim stað, sem menn | komi sér saman um. Þannig er uppástunga | ritstjórans. Á öðrum stað í blaðinu er | hún svo frekar rökstudd af séra Guttormi Guttormssyni. 1 fám orðum sagt, er þessi uppástunga ger í þeim anda og þannig frá henni gengið í alla staði, að vér eigum bágt með að trúa öðru en hún verði hjartanlega studd af heildinni af Vestur-lslendingum. Uppástunga þessi er líka ger á viðeigandi tíma. Vestur-lslendingum gefst nú bráð- lega kostur á að ná Einari á sinn fund og geta þá samið um þetta við hann. Honum er fyllilega treystandi til þess að leysa verk- ið vel af hendi. Þeim orðum hefir verið um verk hans farið, bæði erlendis og á Islandi, að það er engum minsta vafa bundið, að hann er stórskáld og afburða listamaður. Öll líkindi eru því til þess, að hann myndi reisa íslenzku hermönnunum föllnu þann bautastein, sem þeir verðskulda. Þessir íslendingar buðu sig fram sjálfviljuglega og voru fúsir til þess að verja með lífi og blóði sönn mannréttindi og sannar lýðfrelsis- hugsjónir—og þegar íslendingurinn, Einar i Jónsson, fer að glíma við þetta yrkisefni, þá ! mega lslendingar vera vongóðir um árang- j urinn. En annað eins og þetta útheimtir mikinn tilkostnað, ef það á að vera fullkomið. Minnismerki af þessu tagi verður ekki gert á einum degi, það útheimtir mikla vinnu og ærið fé. Vestur-lslendingar verða því allir að Ieggjast á sömu sveifina til þess að gera þetta framkvæmanlegt. Sundrung og flokkadráttur verða að rýma úr sessi fyr- ir samhug og samkomulagi. Og þó tímar séu nú örðugií í landinu, má samt mikið gera enn þá — ef viljinn er bara nógu sterkur og ósamkomulag kemur þessu ekki til hindr- unar. Sárreiður sannleikanum. Reiðihugur, þungur og æstur, einkennir ritstjórnargreinarnar í síðasta Lögbergi. Ritstjóri þess blaðs sannar það nú ljóslega, að honum getur runnið í skap, engu síður en öðrum mönnum. — Og á meðan hann stendur bálvondur fyrir framan lesendur ís- lenkra blaða, munu þeir minnast hve oft og iðulega hann brigslaði fyrverandi ritstjóra Heimskringlu (séra M. J. S.) fyrir geð- vonzku, jafnframt því og hann var að níða hann fyrir elli, — og er því ekki ólíklegt, að einhver þeirra bendi á hann og hrópi: “Sjáið nú Lögbergs ritstjórann! ’’ Þessi óhemju reiði brýst í brjósti hans út af greininni “Æsinga tilraunir”, sem birtist í Heimskringlu þann I 7. þ.m. Grein þessi benti á það með skýrum rökum, að rit- stjóra þessum “virtist í meira lagi gjarnt til æsing^ í seinni tíð.” Þetta þoldi hann ekki —varð því lifandi sönnun þess fornkveðna, að sannleikanum verður hver sárreiðastur. Verður hann reiðari en frá megi segja, og ryður úr sér tveimur ritstjórnargreinum í síð- asta blaði, sem eiga víst að skoðast sem bæði sókn og vörn frá hans hlið. Fyrri greinina nefnir hann “Framsókn og aftur- hald” og í þeirri greiþ virðist hann helzt vera að tala kjarkinn í sjálfan sig og safna móði undir aðal-atrennuna. Grein þessi á að vera saga frarpsóknar og afturhalds í heiminum og er öll áherzla lögð þar á aesingamennina! Eftir skoðun Lögbergs ritstjórans að dæma, eru æsingamenn mann- kynsins brautryðjendur allrar framsóknar! Aðal-kjarni þessarar greinar hans verður svo sá, að hann líkir sjálfum sér við Krist, Sókrates, Tolstoi, Lloyd George og Jón Sig- urðsson! Segir hann alla þessa menn hafa verið bendlaða við æsingar á sínum tíma, og þetta sé “prúður hópur”.—Hví þá að verða svo voða reiður af því að vera talinn í röð þessara prúðu manna? Sannleikurinn er sá, að Lögbergs ritstjór- inn veit betur. Veit vel, að í grein vorri var ekki átt við neina slíka menn og þá, sem að oían eru, taldir — ekki átt við neina þá, sem með rökum og viti leggja grundvöll að einhverju nýju um leið og þeir brjóta það gamla niður — heldur var átt við þá menn, sem eru æsingamenn og ekkert annað. Þeir menn brjóta ekkert málefni til mergjar; þeir ! eru æstir tilfinningamenn, sem ekkert geta j skoðað frá fleiri hliðum en einni, og áhrif þeirra fyrir mannfélagið eru því hin skað- legustu. Allar góðar og göfugar hreyfingar í heim- inum hafa liðið stóran baga við áhrif æs- ingamannanna. Reikulir og stefnulausir hafa þeir sett svartan blett á hvert gott mál- efni, sem þeir hafa þózt styðja, — en sem aðrir voru með dug og dáð að berjast fyrir. Kvenréttinda hreyfingin væri lengra á leið komin ef ekki væri fyrir áhrif æsingamann- anna. Fylgi þeirra hefir ekki komið neinni góðri hreyfingu að liði; því með því að hleypa öllu í bál og brand, hafa þeir vakið hverri nýrri hreyfingu öfluga mótspyrnu. j stökkva. — Þeir hafa vakið verkalýðinn til uppreistar, þegar engin von var um sigur, og verkalýðurinn hefir svo liðið við þetta mestu hörmungar. “Dagskrá’ sáluga, sem forðum var gefin út hér í Winnipeg, var æsinga blað. Ef vér munum rétt, var hún sí-æsandi fólk móti kirkjum og prestum, og á móti öllu núver- andi skipulagi mannfélagsins. Á þeim árum mun líka ritstjóri hennar hafa verið sérstak- lega fastákveðinn á- móti hjónabandinu. Sannleikurinn var sá, að hann var þá alls staðar og hvergi. Áhrif “Dagskrár” hans í þarfir vínbanns og kvenréttinda munu því hafa verið málefnum þessum meir til hnekk- is en góðs. — Önnur blöð fóru hægar og gætilegar í sakirnar, og lifa enn þann dag í dag. “Dagskrá” er dauð fyrir löngu. Ritstjóri hennar er nú orðinn ritstjóri Lög- bergs. Nú er hann að mun þroskaðri en áður, er þó í meira Iagi gjarnt til æsinga enn þá þegar köstin grípa hann. Á þetta vildum vér benda honum í ofannefndri grein, og var honum vel skiljanlegt, hvað vér átt- um við. Þess vegna varð hann svo reiður. Seinni ritstjórnargrein sína nefnir hann: “Smáblöðin”. I þeirri grein byrjar hann bardagann fyrir alvöru. En eins og við má búast af manni, sem hatar “hnefaréttinn,” verða öll högg hans vindhögg. Hann er líka á báðum áttum með, hvern hann eigi að berja! Virðist standa á því fastara en fót- unum, að einhver annar en ritstjóri Heims- kringlu hafi skrifað greinina “Æsinga til- raunir.” Af því vér erum ekkert hræddir við að mæta ritstjóra Lögbergs á bardagavellinum, viljum vér fullvissa hann um það, að grein þessi er skrifuð af ritstjóra Heimskringlu og engum öðrum. Hann á hvert einasta orð í henni að undanskiklum orðunum “hnefarnir og lögin”, sem merkt eru með gæsarlöppum. Þau orð viðhafði ráðsmaður Lögbergs fyrir nokkrum árum síðan um mann, sem litlu tauti var við komandi, og orð þessi voru heilagur sannleikur. En ritstjóri Lögbergs virðist skoða þetta frá annari hlið. Vernd “Iaganna” virðist hann skoða óþarfa og lítils virði. Sjálfsvörn “hnefanna” virðist hann álíta óréttlætanlega í alla staði. Og þetta er maðurinn, sem einlægt er að berjast á ritstjórnarvellinum, sem einlægt lætur hnefana ganga á öllu, er honum er í nöp við, sem aldrei “getur verið til friðs’” í blaði sínu. Við slíka menn er tæpast orðum eyðandi. Vér bentum lesendum vorum á moldviðri það, sem Lögbergs ritstjórinn gerði úr greininni í enska blaðinu “Jack Canuck’\um 223. herdeildina. Sýndum fram á rétta af- stöðu blaðs þessa í landsmálum og hve ó- merkilegt og lélegt það væri. Úr þessari átt væri því ekki annars en ills að vænta, bæði fyrir Islendinga og aðra. — Lögbergs rit- stjórinn sagði í fyrri grein sinni, að blað þetta væri “eitt af vikublöðunum í Canada, sem mikla útbreiðslu hefði.” I næsta blaði sínu (þegar einhver hefir verið búinn að koma fyrir hann vitinu) sagði hann það svo “versta skammablaðið í Canada”! Vér tókum það fram, að forfeður vorir hefðu ekki gengið á hólm við þræla. Is- lenzku hermennirnir, kappar nútíðarinnar, myndu ekki gera það heldur. En ef ritstjóri Lögbergs hefði endilega fundið sig knúðan að ganga á hólm við blaðið “Jack Canuck” —hefði hann átt að gera það ensku blöð- unum. Þessu svarar hann eitthvað á þá leið, að stefna sín sé að segja Islendingum alt, sem um þá sé sagt, bæði gott og ilt. Forfeðurnir hefðu ekki tekið þessu þegjandi. Eftir þessu að dæma hefðu vorir hugprúðu forfeður, ef þeir hefðu verið staddir á Þýzkalandi og heyrt Þjóðverja níða íslendinga, ekki þorað að segja eitt orð um þetta við Þjóðverja sjálfa, — en rokið heim til Islands til þess að segja Islendingum frá þessu! ! Þessu lík er rökfræði æsingamannanna. Greinin “Islendingar lítilsvirtir ’ var æsinga- grein af versta tagi.--- Að endingu viljum vér svo taka það fram, að spurningarnar í síðustu “Bitum” virðast oss ekki svara verðar. Vér höfum skýrt frá því í blaðinu hvernig á því stóð, að afstaða conservatíva í gagnskiftamálinu breyttist. Rúm leyfir hér ekki að frekar sé út í þetta mál farið að sinni. En tekið verður það rækilega til íhugunar síðar. *—— -" " ...........................—+ Kosningar í Saskatchewan. (Pramh. frá síðasfca bl.) Þá ei’ saga kvenréttindamálsins á sama hátt. Það voru conservatíva r, er fyrstir vöktu máls á því að veita konura atkvæðisréttinn ]tar í fylkinu, og var því þá fjarri tekið. Frá þessu máli segir blaðið Regina Daily Post (1. febr. 1917) á þessa leið: “1 mörg ár börðust þeir Bradshaw og Mr. Tate fyrir því lað veita konum atkvæðisrétt þar í fylkinu, og var því þá fjarri tekið, með iiáði og slettum af hálfu stjórnarinnar. Saga máls- ins er nú orðin 5 ára gömul. Það var 12. des. 1912, að þeir Mr. Bradshaw, þingmaður frá Prince Albert, og Mr. Tate, þingmaður frá Lumsden, báru fram svo látandi tillögu í þing- inu: “Með því að jafnréttismalið hefir náð nú á síðari árum útbreiðslu og réttmætri viður- kenningu aneðal allra sannhugsandi framfara- inanna, hér á þessu meginlandi, Ameríku, þá er þiað tillaga vor, að þing þessa fylkis lýsi yfir því, að það sé reiðubúið að veita konum at- kvæðisrétt til jafns við karlmenn.” Með stærstu ánægju lögðu stjórnarformenn- irnir, Motherwell og Langley, sig fram með að gjöra gabb að þessari tillögu, að veitia konurn atkvæðisréttinn, og auðvitað var tillagan feld. Árið 1913 hófu hinir sömu þingmenn máls á hinu sama, “að jafnfréttismálið sé nú tekið upp á dagskrá þingsins.” Pln enn er því neit- að með atkvæðum stjórnarsinna. Næsta spor í málinu var það, að undir umsjón hinna sömu flutningsmanna þess máls, orrain Growers fé- lagsins og verkamanna félagsins, var málið lagt fyrir stjólmina árið 1915. Mætti þá á þinginu afar fjölmenn nefnd frá hálfu kvenréttindafé- laganna til þess að reka á eftir stjórninni í þessu efni. Lofaði þá stjórnarformaður Scott, að taka þetta til íhugunar. En þá var hann svo vant við látinn að unga út “Útdeilingar- stofnununum” að ekkert varð meira af því og málið var enn tafið. Árið 1916 er málinu hald- ið áfram af enn meira kappi. Mætir þá enn stór nefnd og leggur fram bænarskrá, er safnað v»r til um fylkið, og neyðist stjórnin þá loks tii að lofa framkvæmdum. Þetta er þá saga stjórnarinnar í þessu máli, og er það augsýnilegt, að ckkert hefði verið gjört, ef ekki hefðu oonservatfvar rekið jafn vel á eftir og verið jafn öruggir flutningsmenn þess og þeir voru. Er því þeim að þakka, það sem unnist hefir í þessu efni, en stjórninni alls ekki. Þó hún láti undan er hún þorir ekki annað, er hvorki af dygð eða sannfæringu gjört, h ldur hreinum og beinum þrælsótta.” Svona segir einu helzta blaði fylkisins frá um þetta vmál og kemur það ekki alveg heima við frásögn Lögbergs ritstjórans. En svo hefir það þá hent fyrri, að sem nákvæmast hefir ekki ver- ið þrætt eftir heimild'um af honum. Hann þarf ekki stuðning sögunnar með, því hann býr alt af til sögu og þénar það iangt um betur, þegar ósatt mál skal verja. Opinberanir og æði eru þá honum helztar málsvarnir, eða staka, sem að hans dómi breyta á allri veraldarsögunni, ef til kemur. í þessum málum er þó ósennilegt, að íslenzk- ir kjósendur láti blekkjast. StefnuSkrá conservatíva flokksins er sú eina stefnuskrá, sem fyrir kjósenduim liggur, og sú eina, sem snertir fylkismálin. Um hana er því að ræða, hvort kjósendur æski þeirra umbóta, sem þar er farið fram á, eða vilji láta sitja við alt eins og er,—láta alt vaða í sömu óregiunni og verið hefir. Þeir, sem ekki vilja það, og það munu flestir vera, ættu þvf nú strax að taka höndum saman með þingmannsefni eon- servatíva, hr. Jóni Veum, og sjá svo til, að sú stefna beri sigur úr býtum við atkvæðagreiðsl- una í Wynyard kjördæmi á þessu sumri. | I Lögberg og Saskatchewan kosningarnar. í síðasta blaði Lögb. er iöng vit- leysa um ’kosningarnar tilvonandi í Sask. Læzt ritstj. þar ræða mál- in sem fyrir liggja, en lendir út í alt annað, eins og skeð hefir fyrri. Præðir hann lesendurna um, að Jamés Aikins hafi verið kosinn leiðtogi conservatíva í Manitoba 1915, að barátta sé tmilli Ausiur- og Vestur-Canada! Milli sambandsins sjálfs og fylkjanna, og fleira þessu líkt. En ekki er þar eitt orð um fylkismálin sjálf, eða hvað stjórnin ætli að gjöra þeim viðvíkjandi. Það hefði verið miklu fróðlegra, hefði ritstjórinn sagt frá vegabót- um stjórnarinnar, hvernig “'rennu- stokkar” komu til að kosta eins mikið og heilar brýr hjá “fram- sóknar”-flokknum. (Það hcfir ver- ið ljóta framsóknin á þeim kostn- aði!), hvernig “Cottagið” litla í Wynyard, sem kallað er dómhús, kom tii 'að kosta milli 20—30 þús- und doll., og fyrir hvað $25,000,500, sem stjórnin er búin að taka til láns og veðsetja eignir fylkisins fyrir, var varið. Þá hefði líka mátt geta þess, fyrir hvað manni nokkr- 'um, sem heitir Job Brown, voru goldnar $70,000 síðastliðið fjárhags- ár, hvort það var fyrir eftirlit með rennustokkunum eða bláber þægi- legheit f veg’agjörða rannsókninni. En ritstj. minnist ekkert á þetta, veit auðvitað ekkert um það, frem- ur en annað viðkomandi kosninga- máiunum í fylkinu þó hann sé að leggja þar í orð. Hann segir, að stjórnin í Sask. krefjist þriggja réttarbóta, og telur þær svo upp. Á það að sýna, að hún hafi eingöngu fylkismál á dag- skrá: 1. Að hún heimti rétt fylkis- ins yfir þess eigin landsnytjum! 2. Að eigi skuli áfengi sent Inn 1 fylkið. 3. Að konur fái rétt í sam- bandsmálum Síðásta málinu er svo farið, að ef átt er við kosningarrétt kvenna og kjörgengi til sambandsþings, /þá ræður fylkið þar um engu. Er það þvf sambandsmál. Öðru rnálinu er svo farið, að það hefði hæglega mátt koma þvf svo fyrir, að inn- flutningur í fylkið á öllu áfengi hefði verið bann'aður af stjórninni, hefði verið nokkur alvara með það þegar vínsölubannið var samþykt. En fyrsta málinu er þannig farið, að það er ekki fyr en nú, að stjórn- in finnur til þess , að haganlegra hefði verið ef fylkið hefði haft um- ráð yfir námum, veiðiskap, skógum og skólalöndum o.sfrv., í stað þess að þiggja fast peninga tillag úr sambandssjóði. Og með því að gjöra-st nú óánægð með það, játar hún að ihún hafi svikið fylkisbúa, er hún gjörði þenna samning við liberal stjórnina, sem þá var í Ott- awa. Samningur þessi og réttar- staða fylkisins í sambandinu er handaverk liberala sjálfra, eins og allir vita. Það er því hlægilegt,, að gjöra sig nú digra yfir því, að nú krefjist hann breytinga á þessu, biðji nú um ]>að sama, seim con- servatfvar héldu fram frá fyrstu byrjun. Conservatívar hafa ávalt þar f fylkinu krafist þess, að allar auðsuppsprettur fylkisins væri eign og undir umsjón fylkisins. En það máttu liberal'ar ekki heyra, og er stórloga að efa, að þeir vilji heyra það enn. Er ritstj. eigi ávalt svo vandur með að fara rétt með stefnur í onálum og það þótt vinir hans eigi þar í hlut. En að um þessi 3 atriði tilnefndu verði barist við kosninguna, eins og hann segir, nær engri átt, nema því að eins, að iiberalar ætli að berj- ast á móti þeim, því þetta eru alt saman mál conservatíva sjálfra og hafa verið löngu áður en hinir við- urkendu þau. Nei, það verður barist um alt annað. Það verður barist um ]>að, hvort liberal fjár- glæfraflokkurinn eigi lengur þar riki að ráða, hvort eigi sé hægt að koma fram ábyrgð gegn þeim svik- urum, sem sólundað hafa almenn- ings fé, hvort launa eigi óráðvendn- ina með meiri og fra.mlengdri til- trú. Og svo er barist um það, hvort viðgangast eigi önnur eins brögð og vélar f sambandi við tal- síma lagningar þar í fylkinu og nú eru í frammi hafðar. Þar sem stjórnin leggur skatt á hvern mann, sem kerfið notar, sem svarar $18 til $20 á ári frám yfir það, sem síminn kostar, og leggur $6 skatt á hvert land, sem símalína er lögð meðfram, þó engin tiltök séu lað nota hann fyrir landeiganda, eða þar sem hann gæti það, algjörlega neitað um það, eins og þúsund dæmi eru til. Símakerfi hefir verið sett upp í Wynyard kjördæmi á þessum vetri. Vírar hafa verið lagðir í ýmsar átt- ir, og þeim sem fram með símalín- unum hafa búið, verið neitað um að fá að nota þær vegna þess, að þeir háfi ekki skrifað sig fyrir síman- um áður en línan var lögð, nema þá því að eins, að þeir borguðu til þess stórfé. Orsök til synjunarinn- ar er eigi sú, að of margir séu um línuna,, heldur hitt, að nógu mik- ið fé er ekki í boði. Og þetta á að heita fylkis fy-rirtæki og þjóðeign! En hvert fer þetta fé og til hvers er beðið um það? mun einhver spyrja. Hvert ætli að það fari, nema á eftir öðrum peningum, sem horfið hafa. Þegar rennustokkar kosta mörg þúsund dali, og eftir- litið með þeim marga tugi þús- unda, smáhýsi svo tugum þúsund'a. skiftir, þá er auðséð, hvert þetta muni fara. Það er enn fremur barist um, hvort fraimvegis skuli svikin af bændum sanngjörn vátrygging á uppskeru þeirra, með falsloforðum, er kemur í veg fyrir það, að þeir tryggi sig gegn eignatjóni hjá ær- legum félögum, eða hvort stjórnin vilji sjá þeim fyrir skaðabótum gegn sanngjörnu útsvari. Það er barist um framtíðar velferð fylkis- ins í einu og öllu. Það er ekki iít- iis varðandi, hvort sú stefna sigrar eð'a. bíður ósigur, sern refsa vill láta þeim, sem óráðvandlega hafa farið með stjórnarumboð sitt. Bíði hún ósigur, vita allir, hver áhrif það liefir á fraintíðarstjórn fylkisins. Ekki mun óspilsemin og óhófið minka við það. Eina vopnið, sem kjósiandi hefir gegn rangsleitninni er atkvæðið, og það er því heilög skylda hans, hvers og eins, nú, að láta það falla á móti stjórninni, eins og komið er. Keisaravaldið þýzka Erindi flutt í Tjaldbúðarkirkju á sumardaginn fyrsta 19. ap. 1917 Eftir síra F. J. Bergmann. (Pramh.) Um 1870 voru heilbrigðiskilyrði Berlínarborgar verri en nokkurrar stórborgar annarrar í Norðurálfu. En þá átti borgin á öðrum eins manni völ og Virchow prófessor, til þess að koma borgarráðinu í skilning um, hvílíkt voða-fjörtjón aðrar eins heilbrigði-ástæður hefði í för með sér. Hvarvetna voru opn- ar saurrennur, vatn borið í skjól- um í húsin frá dælum, hingað og þangað um bæinn. Strætin vóru lögð hnöllungagrjóti, sölutorgin undir berum himni, og fjöldi íbúða í kjöllurum langt niðri í jörðu. Alt þetta varð að hverfa og er nú löngu horfið. Borgin er nú ágætlega hirt að öllu leyti. Hún er prýðilega fram ræst, strætin ágætlega lögð asfalt- steypu. Hún hefir fengið óþrot- legan forða af hreinsuðu neyzlu- vatni. Kjallaraíbúðir eru nú nið- ur lagðar og í stað þeirra komn- ar bjartar og loftgóðar íbúðir fyrir verkalýðinn. Nú gerir Berlínar- borg kröfu til að vera í hópi ihrein- ustu og heilsusamlegustu ihöfuð- borga Norðurálfu og sjálfsagt með fullum rétti. Árið 1878 markar enn upphaf merkilegs áfanga í sögu borgarinn- ar. Það ár var Berlínar-fundurinn ’mikli haldinn, eða Berlínar-kon- gressinn, eins og hann er venjulega nefndur. Með því var Þýzkalandf sú viðurkenning gefin, sem það áður hafði aldrei öðlast, að það væri ein helzta einingin á ráð- stefnu þjóðanna. Þá fundu Ber- línarbúar til þess, að taka varð nýja rögg á sig með að skreyta borgina og prýða, eins og stöðu hennar sómdi sem liöfuðborgar Þýzkalands Frá þessum tíma hefir ríkið og borgarráðið og einstakir fjölhæfir umsýslumenn tekið höndum sam- an um að gera borgina að alheims- höfuðborg. — Sú hefðarstaða, sem borgin hefir unnið í síðari tíð, er framkvæmdarsemi borgarráðsins og borgarmanna að þakka. Skraut keisarahirðarinnar hefir átt í þessu öflugan þátt. En um fram alt er það ríkiseiningar hugmyndin, sem betur og betur hefir verið að kom- ast í framkvæmd og vinna bug á sérstöðu hinna einstöku ríkja, sem komið hefir þessu til leiðar. Berlínarborg er nú orðin hclzta skemtanaborg Þýzkalands. Samt sem áður hefir siðferði þótt spill- ast af innstreymi fólks, er eigi hugsar um annað en skemtanir. En þar á sér ávalt mikil og víðtæk og afar-heilbrigð starfsemi stað, bæði í andlegum efnum og á svæði verzlunar og umsýslu. Og þessi mikilfenglega starfsemi gefur borg- inni fullan rétt til að vera skoðuð miðstöð lífs og lærdóms Þýzka-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.