Heimskringla - 07.06.1917, Side 4
4. BLAÐSÍÐA
HEIMSKv-ríGLA
WINKIPEG, 7. JÚNÍ 1917
HEIMSKRINGLA
(StnfnnS ÍKKS)
Kemur ðt & hverjum Flmtuðegl.
tHgefendur og elrendur:
THE VIKING PRESS, LTD.
VerO hlatislns 1 Canada og Bandarikjun-
am »2.00 um áriS (fyrirfram boreaC). Sent
til lslands Í2.00 (fyrirfram borgaS).
Allar borganlr sendlst ráSsmanni blaS-
slns. Póst eSa banka ávísanir stýlist til The
Viking Press, Ltd.
O. T. Johnson, ritstjóri
S. D. B. Stephanson, ráðsmaSur
Skrlfstofa:
TS» SHERBROOKG STHEET., WIRRIPKG.
P.O. Bnx 3171 Talslml Garry 4110
WINNIPEG, MANITOBA, 7. JÚNl 1917
Austur-íslenzku tímaritin.
Oft hafa kvartanir heyrst um það hjá Is-
lendingum hér vestra, að engin íslenzk tíma-
rit skuli vera gefin út hér í álfu, sem hægt
væri að jafna við helztu tímaritin á Islandi.
Kvartanir þessar hafa komið frá þeim, sem
mest er ant um velferð íslenzkar tungu og við-
hald íslenzkrar þjóðar hér í landi. Þessir
mienn hafa verið vakandi af áhuga og hafa
því orðið fyrstir til þess að sjá, að ekkert
myndi betur vekja hér íslenzkt hugmyndalíf
og glæða meir þrá uppvaxandi kynslóðar til
þess að kynnast íslenzkum bókmentum, en
gott íslenzkt tímarit.
Flestum, sem nokkuð út í málið hugsa,
verður þetta skiljanlegt. Samt mega menn
ekki vera of kröfuharðir. Það er ekki hægt
að ætlast til þess, að Vestur-Islendingar geti
að svo komnu gefið út tímarit, sem þoli nokk-
urn samanburð við beztu tímaritin á Islandi.
Alt er hér á bernskuskeiði enn þá og komið
undir náð framtíðarinnar. Enn þá eiga flest
sérmál íslendinga langt í land til þess að geta
komist í viðunanlegt horf.
Tímarit geta ekki verið með “bókmenta-
legu sniði” utan að þeim standi menn, sem
aflað hafa sér góðrar mentunar. Engin þjóð
á mentamenn, ef hún á ekki skóla. — Vestur-
Islendingar hafa engan íslenzkan skóla átt
fyr en til skamms tíma. Þeir Islendingar, sem
gengið hafa hér mentaveginn, hafa orðið að
stunda nám sitt við enska skóla, frá barna-
skólunum til æðri skólanna, og flestum þess-
um mönnum hefir því orðið enskan tamari en
íslenzkan. Þó stöku undantekningar eigi sér
stað, þá eru þær sára-fáar. Og á meðan ekki
fæst einhver bót við þessu, er ekki við góðu
að búast.
Hjá öllum þjóðum eru mentamennirnir
aðal-afltaugar békmentanna og vísindanna.
Þeir bregða upp þeim ljósum, sem lýsa fjöld-
anum leið. Einna björtust eru Ijós þessi oft í
tímaritunum. Tímaritið “Fjölnir, ’ sem ís-
lenzkir nlentamenn gáfu út forðum daga,
lagði fyrsta grundvöll íslenzkra nútíðar bók-
menta. Vestur-Islendingar eiga ekki neina
“Fjölnismenn” og hafa aldrei átt. Yngri
mentamenn Vestur-Islendinga geta ekki
skoðast afltaugar íslenzkra bókmenta. Af
þessum mönnum eru prestarnir þeir einu,
sem nokkuð verulega leggja rækt við ís-
lenzkuna. En af því prestar rita sjaldan urr)
annað en trúmál, er ekki mikils bókmenta-
starfs að vænta úr þeirri átt.
Utlitið er því ekki glæsilegt hjá oss Vest-
ur-lslendingum. Af yngri mönnum eigum
vér að svo komnu ekkert söguskáld, sem
neitt kveði að. Vér eigum tvö eða þrjú ljóð-
skáld á meðal yngri manna, og mesta urmul
af hagyrðingum. En eigum ekkert tíma-
rit til þess að tegla til og hefla efnisviðinn
unga. — Vér eigum engan “Fjölni“ og
enga “Fjölnismenn”.
Islenzki skólinn, sem nú er hér stofnaður,
er spor í góða átt. Að honum standa dug-
andi menn, sem bera velferð íslenzkrar
þjóðar einlæglega fyrir brjósti. En verka-
hringur þeirra er þó takmarkaður, af því
þeir miða alt við velferð vissra trúarbragða.
Hætt er því við, að skóli þessi eigi örðugt
uppdráttar og njóti sín ef til vill aldrei eins
og skyldi.
Öðru máli hefði verið að gegna, ef skóli
þessi hefði verið stofnaður þannig, að hann
hefði getað notið stuðnings heildarinnar af
Vestur-Islendingum. Þá hefði framtíðin ver-
ið bjartari og fegri fram undan. Skóli þessi
hefði þá í nájægri framtíð getað orðið afl-
stöð íslenzks þjóðernis og íslenzkra bók-
menta. En með því fyrirkomulagi, sem nú
er, verða áhrif þessa skóla afar takmörkuð.
Vér Islendingar erum svo fámennir, að
vér verðum allir að hallast á sömu sveifina í
öllum sameiginlegum velferðarmálum, ef
hún á nokkuð að þokast. Þjóðernismálið er
sameiginlegt mál allra Islendinga, hverra
trúarskoðana sem eru, og hefðu þeir því átt
að vinna að því í sameiningu og leggja til
síðu ailan trúarríg og flokkadrátt. 1 öðru
eins máli megum vér ekki við því, að kröft-
unum sé sundrað.
Sameiginlega og samhentir hefðu Vestur-
Islendmgar vel getað borið emn skóla. En
það sama verður ekki sagt um tvo eða fleiri
skóla—æins og nú er rás straumsins. Til
þess að bera margar æðri skólastofnanir svo
vel fari, erum vér of fámennir. Hætt er því
við, að langur tími verði að líða þangað til
mentamál íslendinga hér í landi færist í við-
unanlegt horf. Góð tímarit eignumst vér
ekki á meðan vér eigum ekki völ mentaðra
manna, sérfræðinga og prófessora — sem
gott vald hafa á íslenzkri tungu -— til þess
að rita í þau og annast þau að öllu leyti.
En þó langt verði þessa að bíða, þurfum
vér ekki að vera á flæðiskeri staddir. Vér
höfum austuríslenzku tímaritin.
Helztu tímarit Austur-lslendinga eru
þannig úr garði ger, að þau eru hin ákjósan-
legustu í alla staði. Að þeim standa ment-
uðustu meim íslenzku þjóðarinnar og helztu
skáldin og rithöfundarnir. Tímarit þessi eru
því hvert öðru vandaðra að efni og formi
og hafa ætíð meðferðis meira og minna
“innlegg” í bókmentasjóð þjóðarinnar.
Þessi tímarit ættu Vestur-lslendingar að
kaupa og lesa. Það er ekki nóg að þau séu
keypt af lestrarfélögum víðsvegar um land-
ið og gangi þannig manna á milli. Þau verða
að lesast oftar en einu sinni, ef hafa skal
af þeim full not. Til þess að vel fari, þurfa
þau að komast í bókasafn hvers einasta
vestur-íslenzks heimilis.--—
Þrjú tímarit hafa oss nýlega borist austan
um haf, tímaritin Iðunn, Eimreiðin og Skírn-
ir. Eins og vænta má, eru þessi tímarit
hvert öðru vandaðra að efni og frágangi.
Yfirlit yfir efni Eimreiðarinnar er birt á öðr-
um stað í blaðinu. Efnisskrá Skírnis og eins
Iðunnar verður birt síðar, er rúm leyfir.
Austur-íslenzku tímaritin verðskulda það
fyllilega, að þeim sé gaumur gefinn.
Á meðan Vestur-lslendingar eiga völ á
öðrum eins tímaritum, eru þeir ekki í dauð-
anum staddir—þótt þeir eigi ekki önnur eins
tímarit sjálfir.
*----------—...—-------—------------------b
Lögbergs-skrumið og Saskat-
chewan málin.
1 síðasta blaði Lögbergs læzt ritstjórinn
vera að fræða menn um stjórnmálasögu
Saskatchewan-fylkis, síðan þarverandi stjórn
tók við. Þarf auðvitað ekki að taka það
fram, að saga er það engin, heldur eintóm-
ur tilbúningur, gripinn gjörsamlega úr lausu
lofti. Bæri nýrra við, ef sögu gæti hann sagt,
er nokkuð væri að marka.
Byrjar hann fyrst á því er fylkið er mynd-
að og gengur inn í ríkissambandið, að hvert
framfarasporið hafi verið stigið af öðru.
Auðvitað gleymir hann að geta fyrsta spors-
ins, sem stigið var, er allar auðsuppsprettur
fylkisins voru afhentar sambandsstjórninni,
svo að fylkisbúar hafa þar engin ráð yfir.
Fyrir þetta var þegin fjárupphæð svo lít-
ilfjörleg, að ekki getur talist til neins. En
það var fyrsta hugsun hinnar nýju stjórnar,
eins og verið hefir hugsun hennar fram til
þess síðasta, að koma eignum fylkisins í
peninga, sem hún hefði svo ráð yfir og gæti
farið með eins og henni sýndist. En fé þetta
hrökk skamt, einsog árlega tillagið, er fylkið
hefir fengið úr sambandssjóði—og er það
þó all álitleg upphæð—því á ári hverju hefir
stjórnin tekið til iáns hjá auðfélögum að
jafnaði tvær miljónir dollara, eða í tólf ár-
in, sem hún hefir setið, $25,500,000, sem
hún er búin að eyða auk allra tekja og
skatta, sem nema munu ríflega öðru eins.
Á tólf árum eru þá allar þessar miijónir
eyddar og fylkið komið í þær skuldir, er
það seint mun sjá út úr. Þess utan hvílir á
fylkinu voða þung ábyrgð á skuldabréfum
fyrir Can. North. járnbrautina eða þá félaga
McKenzie og Mann, sem alræmdastir fjár-
glæframenn eru hér í landi. Upphæð skulda-
bréfanna, sem fylkið er búið að ábyrgjast,
mun að líkindum vera komið alt upp í $50,-
000,000,—því fyrir þrem árum síðan, þeg-
ar þessir gróðabrallsmenn leituðu lántöku
hjá sambandinu, veturinn 1914, þá var upp-
hæðin, sem Sask. stoð i abyrgð fyrir, sem
næst orðin þetta. Og þá fór Scott stjórnar-
ráðherra austur til Ottawa og lýsti því yfir,
að ef ekki væri hlaupið undir bagga með
járnbrautarfélaginu og lánið veitt, sem farið
var fram á, og félagið yrði gjaldþrota, yrði
Sask fylki gjaldþrota um leið, ef það ætti að
svara allri þeirri ábyrgð, sem það stæði í
fyrir félagið. Þá var nú svona komið ráðs-
menskunni og batnaði þó ekki eftir það.
Þetta er fyrsta sporið í framfarasögunni, og
eiginlega eina sporið, því öll hafa eftir þessu
farið. Það er því sjáanlegur sannleikur í
þessari grein ritstj.—“sé rakin stjórnarfars-
saga Sask. fylkis, síðan það varð til og hún
borin saman við fyrstu kaflana í sögu ann-
ara fylkja hér í Canada, þá kemur það fyrst
í ljós, hve vel og viturlega valið var við
fyrstu kosningar og ávalt síðan”! Já,
fylkinu hefir nú “vel og viturlega” verið
komið á hausinn,—afhentar allar auðsupp-
sprettur þess, sambandinu, en tekið lán á lán
ofan meðan nokkur peningur fékst, unz svo
er komið, að tekjur hrökkva ekki fyrir
vöxtum á lánum.
En hvað er svo til að sýna í eignum eða
fylkisstofnunum á móti þessari skuldasúpu?
Það er næsta lítið, þegar til alls kemur.
Lögberg bendir á háskólann í Saskatoon,
telur hann eitt af framfara fyrirtækjum
stjórnarinnar. Þó það væri nú, að eitthvað
sæist eftir af öllum þessum peningum.
Naumast var hægt að eyða þeim, svo að
ekkert yrði gjört. Vitanlega er háskólinn
nauðsynjastofnun, en svo er það trúlegt, að
hann hefði verið settur á fót hverjir sem við
völdin hefði verið. Auðvitað er það þakka-
vert, að stjórninni þóknaðist að reisa þá
stofnun í stað einhvers annars fyrir þá pen-
inga, sem til hans voru kostaðir, en sú upp-
hæð er næsta lítil—$1,750.000,—af allri
lántökunni. Er hrósað happi yfir, hvað hann
hafi kostað lítið og mikill sparnaður í frammi
hafður. En hafi sparnaður verið hafður í
þessu atriði, mun það þá vera eini gjaldlið-
urinn, sem stjórnin getur hælt sér af að hafa
kostað. Kemur þá Iíka sá sparnaður mak-
legast niður—á aðal mentastofnun fylkis-
ins! Það að valist hafa þangað gáfaðir og
mikilhæfir menn, er skólaráðinu að þakka.
En það er sitt hvað, stjórnin eða skólaráðið.
Þá er minst á í umræddri Lögbergs grein,
“að samgöngur séu aðal lífsskilyrði allra
þjóða.” Auðvitað, og samgöngur eru efldar
með vegagjörðum. En á vegagjörðir stjórn-
arinnar minnist ritstj. ekkert, eins og það sé
viðkvæmt efni. En því ekki að benda á þær
framfarir? Einmitt í þeim framförum, eða
öllu heldur hvað stjórninni fór fram í að
kosta miklu til vegagjörða, án þess þó að
nokkrir vegir væri gjörðir, er þess að leita,
hvað orðið hafi af miklum hluta af lánsfénu.
Rennustokkar kosta margar þúsundir doll-
ara, brýr hlaupa upp á $100,000, sem upp-
haflega voru metnar á þriðjung þeirrar upp-
hæðar, og svo eru Job (Brown) borgaðar
$70,000 til eftirhts. það er verið að reyna
að bæta samgöngurnar, það er ekki hægt að
neita því, en það virðist í fljótu bragði frem-
ur vera samgöngur milli fylkissjóðsins og
stjórnargæðinganna, heldur en samgöngur
á landi manna á millum.
Það nægir að benda á eitt dæmi, upp á
þessa vegabótar sparsemi. Árið 1914 var
samþykt að leggja brú yfir Weed Lake, suð-
ur af bænum Broadview. Brúin var hundrað
feta löng. Þann 7. nóv. var félag, er nefnd-
ist Parson Construction Co., í Regina, beðið
að gjöra tilboð í að smíða brúna.
Brúin átti að vera steinsteypu-bogi. Tveim
dögum síðar sendir félagið tilboð sitt Mr. F.
J. Robinson vegaumsjónarmanni stjórnarinn-
ar, og segist skuli gjöra þetta verk og leggja
alt til fyrir $34,533. Nokkrum dögum síðar
ákvað stjórnin að breyta brúarlaginu og láta
byggja stólpabrú. Var það gjört til þess að
færa niður kosfnað á verkinu. Nú kemur aft-
ur annað tilboð frá sama félagi og segist
það hafa yfirvegað allar breytingar á brúar-
laginu og kosti brúin nú $69,000, eða helm-
ingi meira. Engir aðrir voru látnir gjöra
boð í þetta verk. Semur svo stjórnin við
þetta félag um verkið með samningi, er dag-
settur var 2. des. 1914. Réði félagið þarna
alveg hvað hvert atriði kostaði í sambandi
við verkið og ekkert athugað, hvort það væri
sanngjarnlega metið eða ekki. Þannig var
fyrir eftirilit ætlaðir $12,000 á stöplabrúnni,
en á bogabrúnni og í fyrstu áætlun voru
$5,000 ætlaðir til þessa. Þá voru ætlaðir
$20 fyrir hvert tenings “yard’ af mold, er
grafa þyrfti, og $15 fyrir fethæðina af stein-
steypu í stöplunum; en áður var steinsteyp-
an metin á $10 fethæðin. Munu nú flestir
skilja, hvernig þessari verðhæð var varið og
hve sanngjörn hún var.
En svo fer nú fleira þar eftir, fyrst með
útborganir til þeirra, er verkið höfðu, og svo
með mat á verkinu sjálfu.
Þann 30. nóv. eða tveim dögum áður en
samningur er gjörður við félagið, borgar
stjórnin því $1,500—fyrir gröft! Var þá
ekki farið að stinga upp eina reku. Þá er
og strikað út úr samningnum, að félagið
borgi eftirlitsmanni, sem þó er vanalegt. 1 7.
des. eru aftur borgaðir $2,500 fyrir gröft og
4. jan. 1915 enn $5,000 fyrir hið sama.
Fyrir ofaníburð við brúarendann borgaði
stjórnin fyrir 17,627 vagnhlöss, 75c. fyrir
hlassið. Um 1,000 fet var að flytja mold-
ina, og var hún öll tekin úr hól ofan við, þar
sem brúin var sett. Er því álit
verkfræðinga, að 18 til 23 cent.
fyrir hlassið hefði verið stífasta
borgun. Á þessu eina atriði var
þá almenningur svikinn um $7,500,
en félaginu gefið það. Þá var að
meta gröftinn, sem gjöra þurfti
fyrir stólpum, og úrskurðaði um-
sjónarmaður stjórnarinnar að mæla
skyldi frá yfirborði vatns og niður.
Var þá borgað fyrir gröft á vatni,
$20 fyrir hvert tenings “yard.\ og
er það full sómasamleg borgun, þó
illa gangi í vatni, þegar fara á að
stinga!
Með öllum þesum og ótal fleiru,
kostaði brúin um það hún var full-
gjör $104,000, í stað þess sem
upphaflega var áwtlað rúmar $34,-
000. Munar það að eins $70,000,
sem stjórn og félag stela af al-
menningi.
Það ristir margur breiða lengju
af annars skinni, og svo var með
stjórnina, sem Lögb. segir “að gætt
hafi hinnar mestu varfærni í fjár-
útlátum, hafandi það á meðvitund-
inni, að hún væri að fara með fé
fólksins.” Það er engin lygi, að
hún hefir haft það á meðvitund-
inni, því naumast hefðu stjórnend-
urnir borgað þessa upphæð úr eig-
in vasa, þó örlátir séu. Og sjáan-
legt er það, að stjórn, sem bruðlar
jafnmiklu út við hvert verk, sem
hún lætur gjöra, lætur sér ant um
samgöngur, — þessi “lífsskilyrði
allra þjóða.” Ef þetta væri eina
dæmið um vegagjörðar afglöp
hennar, væri síður tilefni að segja
mikið, en þetta er að eins eitt af
mörgum. Og það er í bruðl í sam-
bandi við vegagjörðirnar, sem stór
hluti af lánsfénu hefir gengið, að
líkindum mikið stærri en sá, sem
variíf hefir verið til háskólans.
Þá er símamálið,—og það er
eftirtektar vert, að Lögb. minnist
eingöngu á það í sambandi við
samgöngumálin, að síminn auki
sérlega mikið á samgöngur, mun
fáum til hugar koma nema Lögb,-
ritstj., því fæstu verður ekið eftir
vírunum. En hitt er rétt, að sím-
inn er til mikilla þæginda og eflir
samband manna á millum. En í
því máli hefir stjórninni farið alveg
eins og í vegagjörðarmálinu.
Lögb. segir, “að stjórnin hafi
haft glöggva meðvitund um það,
að ekki var nóg að stofna síma-
stöðvar í bæjunum; það var fólkið
úti á landsbygðinni, sem hún bar
fyrir brjósti. Auðvitað, og hvern-
ig bar hún það fyrir brjósti? Að ná
í það til að leggja á það þunga
skatta. Það er í fáum orðum efni
málsins. Það er rétt, að 1908 er
byrjað að stofna símafélög í sveit-
um. Það er rétt, að stjórnin
bauðst til að leggja til staura, ekki
ókeypis, heidur kostaða af fylkis-
fé. En ýms sveitafélög sættu ekki
þessum kjörum, heldur iögðu sér til
staurana sjálf. En hvað skeði þá?
Þeim hinum sömu símafélögum var
neitað um samband við hin önnur
félög og bæi, sem stjórnin hafði
umsjá yfir. Margur skyldi þó ætla,
að stjórninni hefði þótt vænt um,
að þurfa ekki að Ieggja til staur-
ana gefins, en því var ekki að
heilsa. Stauragjöfinni( !) fylgdi
semsé ananð, en það var, að bænd-
ur seldu henni í hendur umsjón og
eftirlit og lagningu allra símalína.
Gat hún þá sett á hvorttveggja það
verð, sem henni sýndist. Og það
hefir hún gjört. Verið er að telja
bændum trú um, að þeir eigi þessi
símakerfi; en sannleikurinn er sá,
að þeir eiga minna en ekkert í
þeim. Á eignir þeirra er lagður
skattur frá 12—20 ár, og um það
að hann er allur greiddur, þarf að
bygga kerfið upp að nýju, sam-
kvæmt því sem stjórnar umsjónar-
maður talsíma hefir sjálfur áætlað.
En þá er búið að borga fast að því
7 sinnum meira fyrir kerfið, en
það hefði þurft að kosta. Reynsla
þeirra sveitarfélaga, sem bygt
hafa sín eigin símakerfi, haft alt
eftirlit með þeim sjálf og ekkert
til stjórnarinnar sótt, sannar, að
$35.00 á hvern notanda borgað-
ir í eitt skifti, borga kerfið, og er
þá ekki annað en eftirlit og
viðhald að borga úr því. En þar
sem stjórnin hefir eftirlitið, er
gjaldið $18—$20 á ári og þess
utan $.00 skattur lagður á öll
lönd, sem símalínur fara með-
fram.
Stefna stjórnarinnar í símamál-
utan $6.00 skattur lagður á öll
þau sveitafélög, er lagt hafa sinn
eigin síma, en tekið þau inn í síma
sambandið með því eina móti, að
hún bygði símakerfi hjá þeim að
nýju og ónýtti það sem fyrir var.
En sína eigin gæðinga hefir hún
ávalt sett fyrir verkið og ráðið
gjörsamlega sjálf öllum kostnaði.
Er kostnaðar áætlun hefir verið
fengin frá þeim, sem fyrir verki
hennar standa, hefir kostnaður á-
valt verið talinn helmingi hærriv
en sveitafélögin hafa getað gjört.
það fyrir.
Með þessu fyrirkomulagi hefir
stjórnin getað smeygt skatti á al-
menning sem nemur afar upphæð
á ári, en upphæðinni getur hún
varið hvernig sem henni sýnist, og
mun mest af því fé ganga í kosn-
ingasjóð.
í stað þessa fyrirkomulags, sem
gjörsamlega er óhafandi og fylgir
svo mikil Iævísi, bjóða conserva-
tívar þjóðeign allra talsíma og
borga fyrir þá að eins þeir, er þá
nota. En aðferð stjórnarinnar er
sú, að leika á bændur og láta sem
þeir eigi alt saman, en þó verða
símakerfin aldrei þeirra, hversu
lengi sem þeir halda áfram að
borga. Það er svipað eins og ef
hún seldi þeim hest, og léti.alt af
halda áfram að borga hann þang-
að til hann væri dauður, þá fyrst
yrði hann þeirra eign; en þá
þyrfti að kaupa annan á sama
hátt.
Talsíminn er nauðsynlegur, en
fyrirkomulag stjórnarinnar á hon-
um er ónauðsynlegt og óhafandi.
Þarf eigi mikið fjárhyggjuvit tií
að sjá það.
Saga Sask. fylkis undir núver-
andi stjórn, er ekki mikil fram-
farasaga. Síður en svo, heldur
afturfarasaga, og hún ljót.
Fyrst selur Scott allar auðsupp-
sprettur fylkisins fyrir fáeina doll-
ara. Svo hleypir hann fylkinu í
ábyrgð fyrir járnbrautarfélag
þeirra McKenzie og Mann og ját-
ar sjálfur vorið 1914, að fylkið
sé gjaldþrota, ef það þurfi að
niæta þeirri ábyrgð. Svo hleður
hann skuld á skuld ofan unz fylk-
isskuldin er orðin $25,500,000.
Svo verða helztu ráðanautar hans
uppvísir að svikum og mútum og
lenda í tukthúsinu. Og loks verð-
ur hann sjálfur að fara frá með
skömm og skríða í felur! Allar
réttarbætur sem fengist hafa, hef-
ir orðið að þröngva stjórn hans
til að veita. Með talsímanum
hefir hann Iagt meginhluta bænda
í ánauð, fyrir langt tímabil. Með
öllum þeim sköttum sem á búend-
um hvíla í Sask., mun sanni nær,
að hvergi á bygðu bóli séu útsvör
jafn-há. Með sköttum eru land-
búendur látnir kosta skólahald
bæjarbúa, hvað þá annað. En
lakast er þó af öllu, að þrátt fyrir
alla þessa skatta, að eigi skuli
fást þau hlunnindi, sem í staðinn
er heitið, svo sem haglsábyrgð,
sæmileg símanot o. fl.
Hvar þær tutugu og fimm og
hálf miljón doll. eru niðurkomn-
ar, sem fylkið skuldar, mun
stjórninni verða erfitt að svara,
Fyrir þeim finnast engar eignir,
svo teljandi sé, engar umbætur,
sem heitið geta. Alt hefir yerið
jafn svikið. Dómhúsin litlu út
um landið, er kosta áttu svo tug-
um þúsunda skifti, eru hrörleg og
auðvirðileg timburskrifli, sem bú-
ið er falli, þegar minst varir.
Þetta er stjórnin, sem er að
biðja um endurkosningu, og þyk-
ist eiga það skilið. Eigi þarf þá
mikið til að vinna, ef hún á það
skilið. Og ótrúlega verður nokk-
ur Islendingur svo lítilþægur, að
kjósa hana.
»— —-———---------------------—h
EINMITT N0 er bezti tmi að
gerast kaupaadi aS Heims-
kringlu. 'Sjá auglýsiugu vora
á öSnua staS í blaSinu.
V
v
fx