Heimskringla - 14.06.1917, Blaðsíða 2

Heimskringla - 14.06.1917, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. JÚNÍ 1917 Keisaravaldið þýzka Erindi flutt í TjaldbúSarkirkju á sumardaginn fyrsta 19. ap. 1917 Eftir síra F. J. Bergmann. (Framh.) 12. Slesíu-stríðin. Árið 1740 var örlagaþrungið ár fyrir Norðurálfu. Karl keisari VI. lézt 20. okt. 1740, án þess að láta eftir sig nokkurn son. Keisari átti að vera kosinn af sjö kjörfurstum. En lengi hafði það tíðkast, að kon- ungur Austurríkis skyldi vera keisari. En er enginn var erfingi í karllegg, þóttust ýmsir hafa gott tækifæri til að gera tilkall til ríkis- hluta, sem einhverjar deilur höfðu verið um. María Theresía drotning í Austurríki, tók við arfleifð föður síns. Fyrir dauða sinn hafði samt keisarinn leitast við að tryggja erfðarétt dóttur sinnar sem bezt, með því að fá nær því alla vald- hafa Norðurálfu til að veita erfða- skrá (Pragmatic Sanction) sinni samþykki. öll erfðalönd keisarans áttu samkvæmt erfðaskrá þessari að ganga óskoruð til Maríu Ther- esíu. Hún var 23 ára gömul, þegar f.að- ir hennar dó. Hún var gift stór- hertoganum af Lotringen, Franz Stefan; síðar varð liann stórher- togi af Toskana. En nú var svo um hnútana búið, að kona mátti ekki bera keisara kórónu á Þýzka- landi. Fyrir því var svo ráð fyrir gjört, að Franz, maður Maríu Ther- esíu, skyldi valinn til keisaía. Á þann hátt skyldi keisaratignin haldast í ættinni. Enginn hafði veitt erfðaskrá keisarans meira hikiaust samþykki en Prússakonungur. Enda fekk María Theresía, jafnskjótt og hún var komin tii ríkis, hátíðlegar yfir- lýsingar frá ýmsum konungum um það, að þeir ætluðu í engu að víkja frá því, er þeir hefði samþykt. En frá engum konungi eða þjóðhöfð- ingja bárust henni jafn-eindregin loforð um falslausa vináttu og ör- ugga liðveizlu og Prússakonungi, Friðriki II. Eftir þeim yfirlýsing- um að dæma, var ekki mikil ófrið- arvon af hans hálfu. En óðara tók Frðrik II. til kapp- samlegra hervæðinga. Brátt varð öllum heimi það augljóst, að hann hafði meir en lítil stórræði í huga. Hann ásetti sér nú að koma fram með eldgamia kröfu, sem valdhaf- arnir í Brandenburg höfðu þózt eiga, til þriggja hertogadæma í Slesíu, sem neitað hafði verið af hálfu Austurríkis og Bæheims, en t------------- Athugið! Allra Síðasta Tœkiíæri aidrei verið frá henni fallið af hálfu Hohenzollern - ættarinnar. Nú virtist Friðriki II. heppilegur tími til «ð koma fram með kröfu þessa af nýju og fylgja henni fram með ölium þeim herafla, er hann átti yfir að ráða. Tiltæki þetta hefir fengið harðan dóm sögunnar nokkurn veginn eindregið, fram á vora daga Utan Prússlands fekk það engan stuðn- ing um þetta leyti. 1 Endurminn- ingum sínum, gefur Friðrik II. heldur alls ekki í skyn, að á bak við þetta hafi verið nokkur göfug- ur tilgangur 1 huga hans. Hann Játar hreinskilnislega og hispurs- láust, að hann hafi í þetta ráðist “til að afla sér frægðar og ríkinu meiri valda.” Samt mun hann hafa þózt sannfærður um, að kröf- ur þessar hefði einhvern lagalegan fót við að styðjast. Hann kannast við, að faðir hans hefði viðurkent erfðaskrá Austurríkis-keisara, sem ákvað að öll erfðalönd Karls VI. skyldi ganga að erfðum til dóttur hans Maríu Theresíu. En Friðrik II. hélt því fastlega fram, að erfða- skráin gæti ekki náð til annarra ianda en þeirra, sem með lögum og rétti heyrðu undir Austurríki. Hann sendi nú erindreka til Vínarborgar með þau boð, að hann skyldi veita Maríu Theresíu lið gegn óvinum hennar svo fram- arlega sem hún viðurkendi kröfur hans til Slesíu réttmætar. María Theresía hafði um leið og hún kom til ríkis, nefnt sig drotningu Ung- verjalands og Bæheims. Hún var stór í lund eins og ættin og skoð- aði þessar kröfur Friðriks II. að eins ræningjakröfur; hún setti þvert nei fyrir. En um leið brauzt hann með 30,000 herliðs inn í Slesíu í aprílmánuði 1741. Her Austurrík- is tók þar á móti honum sem bezt hann mátti og hélt konungur, að hann hefði beðið ósigur fyrir ridd- araliði Austurríkis f fyrstu orust- unni, og reið brott með þann skilning á úrslitum. Varð það til þess, að sá orðrómur barst út um hann, að hann brysti hugrekki. En alt þetta var misskilningur. Ósigurinn reyndist sigur — fyrsti sigurinn, sem hann vann í hernaði þessum, sigurinn við Mollwitz. Friðrik mikli vann annan sigur rúmum mánuði síðar í bardagan- um við Chotusitz í Bæheimi 17. maí 1742. Þá hafði hann lagt und- ir sig alla víggirta staði í Slesíu. Litlu síðar neyddist María Theresía til að semja frið við hann, því þá var hún í nauðum stödd og óvinir hennar þrengdu iað henni á alla vegu. Friðurinn 1 Breslau var sam- inn 11. júní 1742; þá varð Austur- ríki að afselja sér suður og norður Slesíu alla leið til Oppa ásamt hér- aðinu Glatz. Næstu tvö ár keptist Friðrik mikli við að víggirða þessi nýju iönd sín og búast um sem bezt hann mátti. Og um leið sýnir hann afarmikinn dugnað og fram- kvæmdarþrck í að ráða bót á öll- um þeim skaða, sem lönd hans höfðu beðið við stríðið. Árið 1744 lézt landshöfðinginn á Austur- Frieslandi, án nokkurra erfingja, og þá náði Friðrik mikli þar völd- um. Konungur gekk ekki gruflandi að því, að María Theresía myndi ekki með góðu geði láta hann sitja með Slesíu. I viðureigninni við ó- vini sína var henni farið að ganga stórmikið betur en í fyrstu. Árið 1744 fór honum að standa geigur all-mikill af sigurvinningum henn- ar. Tók hann þá það til bragðs, að gera gera heimullegan samning við Frakklaind og lofaðist til að styðja Karl VII. að málum og verja erfðarétt hans til Bæjaraiands, til þess að öðlast fulltingi hans. Þá hóf Friðrik mikli annað Sles- íu-stríðið með þvf að ráðast inn í Bæheim í ágústmánuði 1744 og taka borgina Prag með herskildi. En þessi ofdrirfska hans varð hon- um nærri því að fótakefli. Hann lenti í háska með her sinn og varð að draga sig til baka. Árið eftir gekk honum heldur betur og vann hann þá sigur á þrem stöðum. En mest var um sigurinn vert, ^em Leopold frá Dóssau vann fyrir hann við Kesselsdorf á Saxlandi. Það var úrslitasigur. Á jóladag, 25. des. 1745, var friðurinn í Dresden saminn og með þeim friði hafði Friðrik mikli í annað skifci trygt sér eignarréttinn til Slesíu. 13. Konungurinn helzti þjónn ríkisins. Friðrik II. var nú að eins þrjátíu og þriggja ára að aldri. Hafði hann nú hafist til mikillar tignar og veldis í Norðurálfu. Héðan af bar hann ægishjálm yfir öllum valdhöfuin með samtímismönnum sínum. Hann var einvaldur í orðs- ins fylstu merkingu. Ráðgjaía hafði liann / að nafni til eins og faðir hans. En þeir voru Skrif- stofuþjónar að eins, og ætlunar- verk þeirra í því fólgið, að frarn- kvæma vilja hans. Samt sem áður •lét hann það ekki heita svo. Hann gleymdi ekki kenningu þeirri uin valdhafann, sem hann hafði sjálf- ur haldið fram, áður hann gerðist konungur. Hann kvaðst skoða sig helzta þjón ríkisins, og er sú setn- ing hans fræg orðin, þó ekki vilji keisarinn þýzki, sem nú situr að völdum, halda henni mikið á lofti. Næstu ellefu árin sýndi Friðrik mikli, að hann vildi lifa samkvæmt kenningu þessari. Enda mun hún hafa verið sannfæring hans og æskuhugsjón. Alls konar mál voru fyrir hann lögð, merk og ómerk. Oft er honum til foráttu fundið, hve mjög hann hafi gefið sig við smámunum. En honum var vork- unn. Eins og ástatt var varð hann að hafa mkinn her, sem í raun og veru var miklu stærri, en ríkið leyfði. Fyrir því var honum lífs- nauðsyn að koma í veg fyrir allan óþarfa tilkostnað. Eitt af því, sem konungi var vel gefið, var að dæma um menn. Sök- um þess lét hánn sér hepnast svo fyrrtaks vel að skipa trúum, hæf- um og duglegum mönnum í em- bætti. Þeir vissu allir, að auga konungs hvíldi á embættisfærslu þeirra og að hann þá og þegar gat kaliað þá til «ð gera reikningsskap ráðsmensku sinnar. Á ríkisárum Friðriks Vilhjálms föður hans, var vísindaskólinn fall- inn f fyrirlitningu. En Friðrik konungur hóf hann til nýs vegs og virðingar, með því taíð blása í hann nýju lífi. Alþýðumentun studdi hann betur í löndum sínum, en nokkur fyrirrennari hans. Hann efidi akuryrkjuna af kappi og studdi um leið fjárliagslega velmeg- an ianda sinna og ríkis. Hann stofnaði nýlendur og sendi þangað innflytjendur. Hann lét gera hvert mannvirkið á fætur öðru, svo sem skipaskurði og umbætur á land- búnaði. Hann lét þurka upp Oderbruch-mýrarnar miklu og gera þær að grösugum engjum, sagði fyrir um trjáplöntun og rófnarækt. Ekki var hann svo iangt á undan sinni tíð, að hann iétti þeirri á- nauð af bændastéttinni, sem á iienni hvíidi, en gerði samt mikið til að bæta kjör hennar. Alls kon- ar iðnað iét hann sér takast að fremja. Einkum efldi hann silki vefnað að mikium mun. Hernum ^leymdi hann samt aldrei á friðartímum, en leit þar seint og snemma eftir öllu, og liegndi öllum þeim harðlega, sem þar höfðu eitthvað vanrækt. Hann lét nú auka herinn, svo hann varð 160,000 manns. Virki og herbúnað- arskólar sá hann ávalt um, að væri í bezta lagi, hve nær sem á þyrfti að halda. Afleiðing alls þessa var sú, að þjóðin fyltist metnaðar af konungi sfnum, og leitaðist við á öllum svæðum að sýna sama dugn- að og hann í framkvæmdum. Skáldin fluttu honum dýrleg lof- kvæði, eins og t.d. Lessing, þegar hann kom-til Berlínar árið 1749. Halberstadhskáldið Gleim tók svo djúpt í árinni í óðum sínum, að hann talaði um konunglnn eins og nokkurs konar hálfguð. 14. Sjö ára stríðiö. María Theresía hafði aldrei látið þá von hverfa sér úr huga, að á sínum tíma myndi hún ná aftur Slesfu á vald sitt. Henni tókst að fá nokkura af nágranna konung- unum í bandalag með sér gegn Friðriki mikla. Því þeir litu hann öfundaraugum og óttuðust upp- gang hans. Rússland og Saxland létu ekki á sér standa. Frakkland stakk gömlu hatri og óvild gegn Austurríki svefnþorn og gekk í lið með drotningunni gegn þessum hættulega ofjarli. Þá fór Friðriki konungi ekki að lítast á blikuna. Sneri hann sér þá til Englands og leitaði þar bandalags; þurfti það á liðveizlu Prússa að halda gegn Frökkum. Samningar milli Prússa og Breta voru gerðir í janú- ar 1756 og kom báðum þjóðum að góðu haldi. Á dögum Pitt-stjórn- arinnar varð bandalag þetta hvað sterkast. Friðriki konungi komu njósnir um árás, sem ráðgerð væri gegn honum af hálfu óvina hans. Fekk hann þá vitneskju fyrir svik skrifstofuþjóns eins í utanríkis- deild saxnesku stjórnarinnar. Hugsaði hann þá með sér, að hann skyldi ekki bíða boðanna, enda vissi hann að mikið var undir því komið, að verða fyrri til. Fyrir þvf réðst hann inn yfir landamæri Saxlands 2). ágúst 1756, umkringdi saxneska herinn milli Pirna og Königstein. Hann vann sigur yfir her Austurríkismanna hjá Lobositz, og að því loknu lét hann saxneska herinn gefast upp. Á þann hátt hófst Sjö ára stríðið. Sairíhcrjar Friðriks konugs í því stríði voru: England, Brúnsvík og Hessen-Kassel. En á móti honum voru Austurrfki, Frakkland, Rúss- land, Saxland og Svíþjóð. Mátti þá svo að orði komast, að alt meg- inland Norðurálfu hefði gripið til vopna og ætti í höggi við smáríki eitt, sem fyrir fáeinum árum hafði verið álitið svo ómerkilegt, að eigi þyrfti að taka til greina. En nú bar svo við, að leiðtogi smáríkis þessa var hinn ágætasti hershöfð- ingi. Blés hann öðrum í brjóst því óbilandi hugrekki, er hann sjálfur átti, og kendi þegnum sínum eigi síður en fyrinonnarar hans, Jiolin- mæði, þrautse’gju og hinn bezta aga. / \ Árið 1857 vann hann sigur yfir Austurrfkismönnum við Prag. En varð að lúta í lægra haldi fyrir Jreim í bardaganum við Kollin, sem er bær í Bæheimi, Við Elfi. Viair þá friðarsamningur ger í Kloster- Zeven af hertoganum af Cumber- land, er stýrði bandamannaliði Friðriks á vestur-Þýzkalaridi, og brast vit til að Jjekkjast l)>au ráð, er Friðrik mikli hafði gefið honum. Barðist hann við Frakka og beið ósigur. Og var konungur J)á í hættu all-mikilli af Jjeirra hálfu. í nóvembermánuði ]>að ár (1757) var litið svo á í Norðurálfu, að veldi Friðriks mikla væri brotið á bak aftur. En J>á tókst lionum að reka Frakka af höndum sér með ágætum sigri, sem hann vann hjá Kossbach. Og hér um bil mánuði síðar vann hann enn glæsilegri sigur yfir Austurrfkismönnum hjá Leuthen, þar sem liann rak ])á út úr Slesíu. Frakkar áttu nú fult í fangi við Ferdínand frá Brúnsvfk. Árið 1558 bar liann liærra hlut yf- ir Rússum í bardaganum við Zorn- dorf. Og liótt lfainn aftur biði ó- sigur í bardaganum við Hoch- kirche fyrir handvömin, sem eigi komu oft fyrir, kom hann í veg fyrir, að Austurríkismenn gæti fært sér þann sigur í nyt. Við árs- lokin var Slesía, sem einlægt var verið úm að berjast, enn þá í liönd- um hans. Bardaginn við Kunersdorf var háður 12. ágúst 1759 og varð hon- um til meira tjóns en nokkur bar- dagi annar í allri styrjöldinni. Bæði Rússar og Austurríkismenn voru þar á móti honum. Þar var her hans gjörsamlega lamaður. “Alt er farið forgörðum nema nema konungurinn og fjölskyld^ hans”, ritar hann ráðgjafa sínum Frieaen- stein. “Afleiðingarnar af bardaga þessum verða verri en bardaginn sjálfur. Eg fæ ekki lifað eyðing ættjarðar minnar. Vertu sæll að eilffu.” En brátt náði konungurinn sér eftir örvæntinguna, og árið eftir, 1760, vann hann tvisvar sigur og var hvorutveggi sigurjnn mikils- verður. Það var við Liegnitz og Torgau. Samt sem áður var frem- ur vörn en sókn af hans hálfu. En rás viðburðanna var. honum í vil. Elísabet drotning á Rússlandi lézt 1762. Þá breyttist svo stefna Rússa f stríðinu, að úr óvinum Friðriks konungs gerðust þeir vinir hans, um tíma að minsta kosti. Seint á sama ári (29. okt.) vann hann síð- asta sigur sinn yfir Austurríkis- mönnum hjá .Freiberg. Norðurálf- an var nú um þetta leyti dauðleið orðin á ófriðinum og allar þjóðir að þrotum komnar. Og endirinn varð sá, að 15. feb. 1763 var friður saminn í Húbertsborg á Saxlandi milli Prússa annars vegar og Aust- urríkismanna og Saxlendinga hins vegar. Voru þá friðarsamningar þeir, er áður höfðu gerðir verið í Breslau (1742) og Dresden (1745) Nútíðar Tannlækning FYRIR MJÖG RÝMILEGA BORGUN ÓLK svo þúsundum skiftir býr við sleema heilsu og verSur aS fá læknishjálp viS og viS. En mest af þessum lasleika stafar bara frá sýktum tönnum. Dr. Charles Mayo, hinn frægi læknir í Rochester, Minn., segir aS 75 prct. af öllum kvillum líkamans stafi frá tönnum og munni. Vanalega kemur fólk ekki til tannlækna fyr en þaS þolir ekki viS fyrir tannpínu.—En rétti tíminn til aS sjá tannlæknir er, þegar enginn verkur er í tönnunum. Ef vér gætum komiS fólki til aS skilja þetta,—aS ef þaS léti svo sem tvisvar á ári góSan tannlæknir skoSa og gjöra viS tennur sínar—þá héldi þaS alt af góSri heilsu.—Þú hefir skemda tönn, þaS festist matur í henni þegar þú borSar; þessi matur rotnar, og viS næstu máltíS losnar þetta og fer ofan í magann og eitrar líkama þinn. - MeS þessu lagi verSur fólk veikt. f tannlækningastofu vorri vinna aS eins þaulæfSir læknar, útskrifaSir af beztu skólum Canada og Banda- ríkjanna. Þeir vita hvS þarf aS gjöra og hvernig á aS gjöra þaS, fljótt og sársaukalaust. Allr tannfyllingar, tannsett og gulltennur eru búnar til á verkstofu minni, og ekkert af slíku er sent út, án þess, í fyrsta lagi, aS sjúk- lingurinn sé ánægSur,—og í öSru lagi, aS eg hafi per- sónulega skoSaS verkiS. ÁnægSur viSskiftamaSur er sú bezt auglýsing, sem nokkur getur haft—þetta er marg- reynt, og mín skoSun frá byrjun. Mínir prísar eru mikiS lægri en hjá öSrum, svo eg get í mögum tilfellum sparaS ySur þaS sem nemur járn- brautarfari og hótelskostnaSi. Dr. J. A. M0RAN 2lst' SASKATOON, SASK. Kvenmaður tekur á móti gestum Dept. “E” r MANDEL-ETTE- EINNAR MÍNCTU :: MYNDAVÉL Rertn Vfl Fyrlr Hyrjeixlur TEKI R OG FULLGERIR MYXDIR A EIXXI MINCTU. En«:in l*lnta. Eiucin Filma. I»arf ekki dimt heri>er«:I. —Myndavélin, sérstök tegund af póstspjaldi og okkar 3 in 1 Developer er alt sem þú þarft. Myndir teknar nær eöa fjær, stæröir 2% x3^ þuml. Vélin, meÖ útbúnaöi fyrir 16 myndir, kostar $0.50 met5 póstgjaldi. Fullkom- in lýsing á vélinni send ef óskaö er. PEOPLE’S SPECIALT/ES CO. P.O. Box 183« llept. 17 WINSÍIPEG •N J staðfestir. Hélt Friðrik konungur Slesíu allri og misti ekki hinn allra ininsta skjka ríkis síns, hvorki þess, er l^ann gerði tilkall til með réttu eða röngu. Má það dæmi heita einstakt f sögu mannkynsins. Upp frá þessu var Prússland al- ment viðurkent sem eitt stórveldið á meginlandi Norðurálfu. Það reis nú upp eins og sterkur keppinaut- ur Austurríkis sem voldugast hafði verið liingað til. En auðsætt var, að einhvern tíma myndi lenda i úrslita baráttu milli þessara Mið- velda, um það, hvort þeirra bæri ægishjálm yfir hinu. Friðrik mikli varð nú áhrifamesti maðurinn á stjórnmálasvæði Norðurálfu, því .það var alónent viðurkent, að hann væri mikilmenni#og að hann hefði sýnt þetta og sannað með því að vinna mikil afreksverk. ------O------- LANDBONAÐUR OG SVEITALÍF Eftirspurn eykst á eggjum. Landbúnaðardeild stjórniarinnar í Ontario er nú að gera öflugar til- raunir að efla framleiðsluna í fylk- inu og með stórum auglýsingum í blöðunum að leitast við að vekja áhuga hjá bændum í þessa átt. Sérstök áherzla er þó lögð á hæns- naræktina. Markmiðið er að reyna að efla hænsnarækt um helming fyrir lok ársins 1917. Og ætti það að verða tiltölulega auðvelt fyrir Ontario fylki og jafnvel fyrir alt Canada, að glæða áhuga hjá mönn- um liænsnaræktinni viðvíkjandi og hvetja þá til þess að efla þessa framleiðslu að miklum mun frá því sem nú er. Canada hefir öll skil- yrði til þess að framleiða langt um stærri byrgðir af eggjum, en þarfn- ast til brúkunar heima fyrir, og getur í þessu tilliti orðið jafnoki allra annara ríkja veraldar. Að eins lítill hluti möguleikanna í þess(a átt hefir komið í ljós að þessu. Yesturfylkin, með sínar stóru birgðir af ókostbæru fóðri, eru eðlilega æskilegasti partur Canada fyrir hænsnaræktina. En síðan árið 1915 og eftirspurn er- lendis hófst á eggjum, hefir meiri hluti útfluttra eggja komið frá Ontario, Prince Ed. Island og Nova Scotia. New Brunswick og Quebec framleiða ekki nægilegar eggjabirgðir til heima brúkunar. Og öll ofannefnd fylki gætu í þessu tilliti gert mikið betur en þau gera. Framtíðin verður nú að leiða í ljós hvað Ontario, Prince Ed. Island eða Vesturfylkin geta gert í þá átt að efla eggja framleiðsluna í land- inu. Eftir seinustu skýrslum að fara, voru í öllu Canada um 29,000,000 hænur,—að eins lítið eitt fleiri, ef sannleikann skal segja, en í Ioiva ríki í Bandaríkjum einu. Ef til vill eru þenna yfirstandandi tíma eitt- hvað frá fjörutíu til fimtíu miljón hænsn í Canada, því þeim hefir töluvert fjölgað síðan seinasta skýrsla var tekin. En til þess að vér Canadamenn getum mætt eft- irspurn í þessa átt, þurfum vér samt að leggja miklu meiri rækt við hænsnaræktina, en hingað til hefir verið gert. Markmið Canada- bænda ætti að vera 150 milj. hænsn og hreint ekki minna, og þessu ættu þeir að geta hrint í fram- kvæmd á tveimur árum hér frá. Hvernig á þetta að gerast? Er ó- mögulegt að skapa í hugum bænda þá vissu að slík framför sé í vænd- um fyrir landið og hvetja þá til ötulara starfs í þessa átt. Búfénaðar (Live Stock) deildin í Ottawa hefir ekki gleymt hænsna- ræktinni í tilraunum sínum að hvetja bændur landsins til meiri framleiðslu. Á margvíslegan hátt liefir hún viljað benda bændum á hvað þýðingarmikið það sé að vinna að framleiðsunni laf öllum alhug. Sérstök áherzla hefir í seinni tíð verið lögð á hænsna ræktina og hefir það vonandi góð áhrif strax þetta ár. Hví að hafa hana? Hvað eggja framleiðslu snertir,. þá er haninn að eins nauðsynlegur í hænsnahópnum á einum tíma árs. Til þess að efla hænsnahóp- inn og halda honum við, er nauð- synlegt að afla sér unga og er þetta vanalega gert á vorin. Þá og að eins þá, er nærvera hanans nauð- synleg. Á öðrum árstíðum ætti engan hana að hafa, því reynslan ' hefir sýnt, að hænurnar eru þá bet- ur af án hans. Ung hænsni þrosk- ast og þrífast betur, ef hanarnir eru aðskildir frá hænunum strax og hægt er að gera greinarmun á milli. Á það sama sér stað með hanana; þeir vaxa þá bctur og þrífast betur í alla staði. — Mörg- um kann að virðast þetta smávægi- legt atriði, en það er þó fyllilega þess virði að takast til greina af öllum, sem hænsnarækt stunda. (Þýtt.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.