Heimskringla - 21.06.1917, Qupperneq 1
-----------------------------------
Royal Optical Co.
Elztu Opticians i Winnipeg. Við
höfum reynst vinum þinum vel, —
gefOu okkur ttekifseri til aO reyn-
ast þér vel. Stofnsett 1905.
W. R. Fowler, Opt.
.________________________________j
XXXI. AR.
WINNIPEG, MANITOBA, 21. JONI 1917
NR. 39
Styrjöldin
Frá Frakklandi.
Á orustuvölluin Frakklands gerð-
ust engir stórviðburðir síðustu
viku. Bretar gerðu áhlaup hér og
J>ar og vanst töluvert á. Yið Scarpe
ána mr í byrjun vikunnar barist
af haröfengi miklu og urðu Þjóð-
verjar þar undan að hrökkva á
löngu svæði. Áhlaup Þjóðverja í
Belgíu brutu Bretar á bak aftur.
Fyrir norðan borgina Lille byrj-
uðu Þjóðverjar undanhald í lok
vikunnar og hættu með öllu að
veita nokkra mótspyrnu á þvi
avæði. Um miðja vikuna gerðu
Bretar áhlaup á sjö mílna svæði í
grend við Messines þorpið. Einnig
komust þeir yfir Ypres-Comines
skurðinn og tóku þar fremstu skot-
grafir óvinanna á svæðinu frá ánni
Lys til Warnave fljótsins.
Þann 13. höfðu Bretar á tæpri
viku tekið 7,342 menn fanga af
Þjóðverjum og þar með 145 fyrir-
liða. Á þesusm sama tíma höfðu
þeir tekið af þeim 47 fallbyssur,
242 maskínubyssur og 60 stórskota-
byssur. Marga af loftbátum þeirra
skutu þeir niður, en mistu að eins
örfáa sjálfir.
Á mánudaginn i þessari viku
liða. Á þessum sama tíma höfðu
-orðið að láta ögn undan síga á
einu svæðinu á norður Frakklandi.
Þjóðverjar gerðu stórkostlegt á-
hlaup þarna og neyddust Bretar
til að hopa úr fremstu skotgröf-
um sínum á þessu svæði, en öllum
aðal-stöðvum héldu þeir samt.
Yar þetta austur af Monchy la
Preux. Á öllum öðrurn svæðum
hafa áhlaup Þjóðverja verið brot-
in á bak laftur.
Cahada herdeildirnar á Lens
svæðinu héldu uppi stöðugri sókn
alla vikuna. Tóku þeir marga
fanga af Þjóðverjum og hröktu ])á
töluvert hér og þar. Einnig tóku
Camadamenn þátt í áhlaupum
Breta við Souchez ána og víðar.
Frakkar hafa engar stórustur
háð í seinni tíð. Á öllum svæðum
liafa þeir þó einlægt látið stór-
skotabyssur drynja og virðast
þannig vera að undirbúa álilaup
síðar. Hér og þar voru Þjóðverjar
að gera á þá áhlaup, en var hmnd-
ið til baka aftur á öllum svæðum.
Einna öflugust voru áhlaup þeirra
í grend við Craonne og fyrir aust-
an Rheims. Tóku Frakkar marga
fanga af Þjóðverjum á báðum
þessum stöðum.
------o------
Frá öðrum stríðsþjóÖum.
Á hersvæðum ítala gerðist lítið
sögulegt síðustu viku. Smáorustur
áttu sér stað hér og þar og virðist
að Italir hafi borið sigur úr být-
um í flestum þeim viðskiftum. Á
Julian svæði gerðu Austurríkisan.
á hlaup með öflugum her á einum
stað, en Italir vörðust þessu svo
rösklega að hinir urðu frá að hörfa
við mikið mannfall í byrjun þess-
arar viku gerðu Italir áhlaup á
Trentino svæðinu og náðu þar á
sitt vald Corus Cavento herstöðv-
unum og tóku marga menn fanga
af liði óvinanna.
Rússar virðast nú óðum vera að
ná sér aftur. í Roumaniu og á
öðrum svæðum, sem þeir halda,
hafa átt sér stað all-harðar orust-
ur í seinni tíð og hafa Rússar bar-
ist þar af mesta kappi.
—-—o------
Rússum boðinn sérfriíur.
Þjóðverjar hafa á ýmsan hátt
reynt að fá Rússa til að semja sér-
frið. Sú tillaga hefir verið send
herstjórn þeirra, að Þjóðverjar,
Austurríkismenn og Rússar geri
stríðshlé á meðan verið sé að
reyna að komast að friðarsamning-
um. Þóttust Þjóðverjar geta bent
Rússum á veg til þess að semja sér-
frið án þess þó að brjóta samn-
ingana við bandaþjóðirnar. Mun
þetta hafa virzt glæShilegt mjög
í augum margra æsingamanna á
Rússlandi. En þó fór svo, að
stjórn Rússa neitaði með öllu frið-
ar tilboðum þessum og kaus þann
veg heppilegastan—að treysta ekki
Þjóðverjum.
Sendinefnd Bandaríkjanna, sem
Elihu Root er formaður fyrir, fekk
mjög alúðlegar viðtökur á Rúss-
landi. Virðist rússneska þjóðin nú
vera mikið að stillast, æsingarnar
TVÆR STEFNUR.
Stefnuskrá Conservatíva í
Saskatchewan.
1. Algert vínbann f Saskatche-
wian fylki.
2. Fylkis löggjöf viðkomandi
heimkomnum hermönnum; her-
mönnuan þessum gert mögulegt að
koma sér fyrir til sveita, eða mögu-
legt að hljóta aðra atvinnu, ef hug-
ur þeirra hpeigist. ekki að land-
búnaðinum.
3. Ráðstöfun sé ger eftir því sem
mögulegt er fyrir atkvæðagreiðslu
þeirra borgara, sem eru f herþjón-
ustu.
4. Pólitlsk og borgaraleg jafnrétt-
indi kvenna í Saskatohewan, og þar
með, að konur fái þar jöfn starfs-
laun og karlmenn, er þær gegna
sömu störfum.
5. Ráðstöfun sé ger fyrir stofn-
setningu rannsóknar kviðdóms
(grand jury).
6. Að við sveitarkosningar séu
borin undir kjósendur öll ný lög,
sem samþykt eru á þingi utan lög
viðkomandi nauðsynlegum út-
gjöldum.
7. Árstekjum af sköttum á hreyfi-
vögnum sé varið til viðhalds góðra
brauta f fylkinu.
8. Árstebjur 'aif leyfum þeim, Sem
seld eru í sveitunum, afhendist til
sveitanna sjálfra.
9. Sveitirnar fjalli með og borgi
út alt fé, sean varið er til vegagerð-
ar.
10. Talþráða samband sé veitt,
sem kostnaðarminna sé og full-
komnara en nú er.
1. Stjórnar haglsábyrgð, sem sjálf-
viljug sé bændunum.
12. Löggjöf, sem auki lánstraust
sveitanna og takmarki rehtur, sem
á falla.
Gjörðir liberal stjórnarinnar í
Saskatchewan.
Af bindindisstarfsemi stjórnar
þessarar er ekki mikið að segja—
einn af þingmönnum hennar lenti
í tugthúsinu fyrir mútuþágur af
brennivfnssölum. Aðrir urðu að
segja af sér.
Hún lætur byggja “dómhús” í
Wynyard,—örlítinn húskofa, sem
talinn er kosta fylkissjóð $30,000, en
er í það ítrasta $3,000 virði.
Hún hefir komið upp talþráða-
kerfi, sam hún hefir undir argasta
yfirskyni sagt vera eign bændanna,
en hefir neitað að baka síma
sveitarfélaganna inn f kerfi þetta
nema við ærinn tilkostnað. Stjórn
þessi á fáa síraa líka.
Vegna óspilsemi hennar er fylkið
komið í stórskuldir—$25,500,000. —
Tekjur íylkisins og þetta gífurlega
lán hafa farið f fjármálabruðl
stjórnarinnar.
Almenningur úti á landsbygð-
inni er látinn með aukaskatti
kosta skólana f bæjunum, en eng-
inn tilwarandi skattur er iagður
á bæjarbúa. Er þetta eins ósann-
gjarnt og framast má verða.
Sóun stjórnarinnar á fé fylkisins
hefir verið óhófleg. Vissum mönn-
um hefir hún borgað stórfé í starfs-
laun fyrir sama sem enga vinnu. —
Á síðasta ári voru manni, sean Job
hét, goldnar $70,000 fyrir 'að hafa
eftirlit á vegagjörðum, sem litlar
•eða engar voru gjörðar.
Fyrir fjárdrátt og svik sitja nú
þrettán af áhangendum og embætt-
ismönnum stijórnarinnar annað-
hvort f tugthusinu eða þeir'liafa
verið reknir. Fáar stjórnir eiga
aðra eins sögu.
Lesið “Æfisögu liberal flokksins
í Saskatchewara”, sem birt er á öðr-
um stað í blaðinu.
Greiðið svo atkvæði samkvæmt
niðurstööu þeirri, sem þér komist
að.
GREIÐIÐ ATKVÆÐI MEÐ JOHN VEUM OG ÖÐRUM
ÞINGMANNSEFNUM CONSERVATIVE FLOKKS-
INS I SASKATCHEWAN 26. JÚNÍ
eru að minka og alt að færast í
betra skipulag en áður. Tilfinn-
anlegur matvöruskortur mun vera
í landinu, en vonandi verður ein-
hver bót fundin við því.
-------o------
Kornnefnd stjórnarinnar
Stjórnin hefir valið í nefnd til
þess að hafa umsjón með korn-
framleiðslunni í Canada þetta ár,
eftirfylgjandi menn: Dr. Magill er
forseti nefndarinnar. Aðrir í nefnd-
inni eru þeir H. W. Woods í Al-
berta, T. K. Rathwell í Moose Jaw,
T. A. Crerar, J. C. Cage, W. A. Bawlf.
W. A. Matheson og C. A. Stewart—
allir frá Winnipeg, William A. Best
frá Ottawa og L. H. Clarke í Mont-
real.
Nefnd þessari er gefið vald til
þess að hafa fullnaðar umsjón
með kornframleiðslunni í landinu.
Tilgangur stjórnarinnar með þessu
er að koma í veg fyrir fjárglæfra-
brallið í kornverzluuninni. Nefnd-
in ákveður verðið, sem kornhlöð-
unum er borgað, en ekki verðið til
bændanna. Sér nefndin um sölu á
korninu til annara landa o.s.frv.—
Ekki tekur nefnd þessi fil starfa
fyr en samkyns nefnd verður sett á
fót í Bandaríkjunum, sem sagt er
að verði innan skamms.
Til umsjónar yfir kolaverzluninnl
í landinu hefir stjórnin sett Char-
les A. Magrath frá Calgary í Al-
berta.
—.----o-------
Herskyldu frumvarpiS.
Herskyldu frumvarpið var tekið
til umræðu á þinginu í annað sinn
á mánudaginn. Kom Sir Wilfrid
Laurier með þá tillögu, að frekari
umræðum um frumvarpið væri
frestað þangað til búið væri að
bera þetta mál undir atkvæði
þjóðarinnar, og var tillaga þessi
studd af Frank Oliver. Sir George
Foster kvað spursmálið í dag vera:
herskylda eða ekki herskylda og
ætti þingið að geta skorið úr í
þessu máli. Þing þjóðarinnay
mætti ekki sitja aðgjörðarlaust og
kraftlaust í jafnmiklu alvörumáli
og þessu. Skylda stjórnarinnar
væri að hrinda þessu í viðeigandi
horf tafarlaust. — Aðrir þingmenn
tóku einnig til máls, og bendir alt
til þess að umræðum í máli þessu
verði ekki lokið fyr en eftir marga
daga.
Þessi ræða Lauriers sannar það
skýrum rökum, að hann er ekki
heill Canadamaður í þessu máli.
Hætt er þvf við, að margir af
flokksmönnum lians verði honum
andstæðir. Plaðið “Free Press”,
helzta málgagn liberala hér í bæn-
um, segir að nú sé ekki tími fyrir
orðaflækjur og vafninga, heldur
verði að taka til greina ástandið
eins og það sé. Canadaherinn eyð-
ist ef ekki sé fáanlegur meiri liðs-
afli. önnur lönd hafi herskyldu,
og þess vegna engin ástæða, að
Canada grípi ekki til sömu úrræða.
— Óefað munu fleiri liberal blöð
taka 1 sama strenginn.
Settur matvælastjóri.
Stjórnin hefir sett Hon. W. J.
Hajona, þingnmnn frá Ontario, til
þess að hafa umsjón með öllum
matvæium í Canada. Hann var áð-
ur fylkisféhirðir í Ontario. Hefir
hann vald til þess að rannsaka alt
viðkomandi matvælum ríkisins, á-
kveða vöruverð o.s.frv.
Það fitar púkann.
Ritstjóri Lögbergs gjörir sér mik-
in mat úr því, að missögn mjög ó-
saknæm varð í smágrein, er stóS
undir mynd hra. Jóns Veum hér í
blaðinu fyrir skömmu. Var þar
sagt, að um það leyti sem Jón var
útnefnduú þingmannsefni consler-
vatíva í Wynyard kjördæmi, hafi
kjörtími stjórnarinnar verið út-
runninn. Var þetta af misgáningi
sagt og ekki af ásetningi að segja
ósatt. Það sumar, sem útnefning
Jóns fór fram, var búist við kosn-
ingum og lét stjórnin það í veðri
vaka. Lágu þá fyrir mál sem hún
hafði ekki heimild til að skera úr
samkvæmt umboði sínu, og bjóst
því við að ganga til kosninga. En
við frekari umhugsun hætti hún
við það. Það voru þá önnur mál,
sem ollu því að hún þorði það
ekki, og ekki var búið að hylja
nógu vel, og sem nauðsynlega
þurfti að fyrna yfir. Svo sem
skeggrakara-brennivíns-kompan í
Wynyard, þjófnaðurinn á Weed
Lake brúnni, þjófnaðurinn við
Kindersley brúarsmíðiS, vínsölu-
leyfis verzlun þeirra Pierce og Caw-
thorpe, og fieira. Stjórnin kaus þá
að sitja, og sitja fram yfir sitt á-
kveSna kjörtimabil, eins og reynd
er á orðin. Hverjum skaða það
hefir ollað fyrir fylkið, er annað
mál, og er bi'úð Iftillega að benda
á það.
Fjárdrætti og sviksemi stjórnar-
innar, sem bent hefir verið á hér i
blaðinu, reynir ritstjórinn ekki að
mótmæla, og hefði það þó verið á-
stæðumeira og legið nær. Því það
ætti að vera atriði við þessar kosn.
hvort stjórninni sé trúandi fyrir
málum fylkisins í framtíðinni, en
eigi það, hvort hún sé búin að sitja
fram yfir sitt kjörtímabil. En á
það minnist hann ekki, þorir það
ekki, getur það ekki. En missögn-
ina hendir hann á lofti; — þá einu,
sem orðið hefir hér í ’blaðinu í
sambandi við kosninga deiluna
alla. Það eni einu ummælin, sem
hann fær hrakið. Og það fitar
púkann!
*-----------------------------*
Islands fréttir.
*-----------------------------i :
(Eftir Lögr. 5.—16. maí.)
3. maí.—Tíðin er nú köld, en sól-
skin og stilt veður undanfarna
daga. — Afli góður, og því verra, ef
botnvörpungarnir verða að hætta
veiðum vegna kolaleysis, eins og
nú virðist liggja fyrir.
Einar Jónsson myndhöggvari fer
ekki til Ameríku í vor, eins og til
stóð um tíma. Fékk hann bréf ný-
lega að vestan, er skýrði honum
frá, að myrad hans af Þorfinni
karlsefni hefði verið á sýningu í
Philadelphia og vakið þar mikla
eftirtekt. Hefði "þá verið rætt um
að bjóða honum vestur. En vegna
hernaðarástandsins gæti minnis-
varðanefndin nú ekki sirat áformi
sínu um líkneskið á þessu vori.
Hafís rak inn á Siglufjörð 3. dag
páska og hálffylti fjörðinn, segir
“Fram.” En bráðlega rak hann
frá aftur. Síðustu fréttir af ísnum
eru þær, að frá ensku herskipi, sem
stöðvaði Gullfoss á leið hans frá
Norðurlandi nú síðast, var sagt, að
ísinn væri kominn 20 míiur enskar
vestur frá yztu töngum iandsins,
og lægi þar í boga raorður og aust-
ur fyrir Horn. Var hann sagður
þar mikill. En á þessu svæði er
hann alt af um þetta leyti.
“Vestri” segir frá slysi á Borg í
Arnarfirði í páskabylnum. Þar
fórst bóndinn, Jón Einarsson í fjár-
leit og fanst lík hans rekið af sjó.
Um 50 fjár hrakti í sjóinn frá þess-
um sama bæ, og yfir 30 frá Næfur-
holti f Dýrafirði. Mirani fjárskaðar
urðu víðar þar vestra.
Úr Aðal-Reykjadal er skrifað 11.
apríl: “Veturinn hefir verið mis-
jafn. Innistöður byrjuðu um miðj-
an des. og héldust þar til seint í
febr. Svo var góður kafli þar til
seint í marz. En nú hafa verið
þriggja daga stórhríðar, sém byrj-
uðu á páskadagsnótt, þar til í dag,
að upprof er. Heybirgðir yfir höf-
uð mjög góðar. — Mislingar hafa
gengið hér mjög slæmir og hafa 6
dáið úr þeim í Helgasbaðahreppi
hinum forna, og 4 úr öðrum sjúk-
dómum síðan 28. jan í vetur, og er
það meiri manndauði á svo stutt-
um tíma en fyrir hefir komið nú
um 20 ár. Og rétt í þessu frétti eg
að 2 menn séu nýdánir úr misling-
um á Húsavík. Sökum misling-
anna hefir verið lítið um mann-
fundi hér að uradanförnu. — Hlýr
hugur fylgir Sigurði ráðherra héð-
an frá mörgum í nýju stöðuna og
ósk um að hann reynist þar eins
vel og hann hefir áður íeynst í
sýslu sinni og sveit.”
Úr Skagafirði er skrifað 13. apr.:
“Köld tíð nú um tíma og sn-jóar
töiuverðir, og er það ekki vænlegt,
5 dögum fyrir sumar. En bót f
máli er það, sem duga ætti, að hey-
birgðir eru nægar, þar sem eg veit
til. Annars hefir veturinn til Góu-
loka verið góður.”
Úr Laufássókn er skrifað 7. apr.:
“Tíðin einmuna góð þenna vetur.
Er haran einhver sá miidasti, sem
lengi hefir komið — eg held síðan
1901. Heybirgðir nægar. Matar-
birgðir af skornum skamti; mun
þó víða í því tiliiti vera verra en
hér.”
Dáinn er nýlega á Siglufirði Haf-
liði Guðmundsson hreppstj., bróðir
þeirra Björras heitins kaupmanns
hér og Þorsteins fiskimatsmanns.
—14. f.m. andaðist í Swansea á Eng-
landi Karl Antonsson Bjarnasera,
bróðir Nic. kaupm. Bjarnasen hér
i bænum. — Á Seyðisfirði er nýlát-
inn Lárus Tómasson bóksali, eftir
langvarandi sjúkdóm, einn af elztu
borgurum þess bæjar, merkur mað-
ur og drengur góður. — Nýlega er
dáinn Hannes Johrasen foringi í
danska hernum, sonur Ólafs heit-
ins Johnsens yfirkennara í Odense,
nál. fimtugur að aldri. — 29. f.m.
andaðist á Stokseyri Torfi Magnús-
son, faðir þeirra Rikharðs banka
bókara og Magnúsar bæjarfógeta á
ísafirði, 82 ára gamail. Hann and-
aðist lijá dóttur sinni og tengda-
syni, Helga Jónssyni verzlunar-
stjóra, úr lungnabólgu.
Úr Dalasýslu er skrifað 7. tpr.:
‘Tfðarfar í vetur hefir veríð einkar-
gott, alt af góð veðrátta og nægir
hagar, svo að þetta hefir varla get-
að vetur heitið. Heybirgðir eru
því nægar, þrátt fyrir það, að all-
mikið af heyjum reyndist létt eftir
óþurka síðasta sumars. Það kem-
ur sér vel að hafa nóg 'hey, þegar
erfiðlega gengur að fá kornvöru til
manneldis, svo að alls eigi getur
verið að taia um að fá kaupstaðar-
vöru til skepnufæðis. — Heilsufar
gott hjá mönnum og skeprauhöld.”
9. maí.—Breytíng virðist vera að
koma á veðrið í dag, hlýindi eftir
kuldana að undanförnu.
Landstjórnin hefir nýlega fest
kaup í skipi í Danmörku, sem
“Willemoes” heitir, tæpar 1200 smá-
lestir að stærð, smíðað 1914, og er
verðið um 1100 þús. kr. Það er
vöruflutniragsskip, en ekki fólks-
flutninga.
Taugaveikin, sem töluvert bar á
hér í bænum um tíma, er nú sögð
í rénun. /
16. maí,—Veðrið hefir verið mikið
hlýrra en áður sfðastl. viku, og
jörð er nú farin að grænka.
Félagið, sem á kolanámuraa í Duf-
andai, hefir leyft Reykjavfk að
vinna hana, og bæjastjórnin hefir
faiið Jóni Þorlákssyni verkfræðing
að rannsaka málið og gera tillögu
um, hvort reynt skuli verða að
afla bænum þar eldsneytis. Fór
haran norður 10. þ.m. á vélskipinu
Harry til að skoða námuna, og
mcð honum Skúli Skúlason frá
Odda o. fl. Kemur hann með kol
aftur, það sem skipið ber, til
reyraslu, og er skipið væntanlegt
hingað aftur nú í vikunni.
Dáinn er hér í bænum 11. þ.m.
\ igfús Guðnason, faðir Magnúsar
dyravarðar í stjórnarráðinu og
Einars bakara í Stykkishólmi.
Málverkasýningu opnaði Einar
Jónsson málari í verziunarskóiara-
um síðastl. sunnudag. Eru þar til
sýnis mörg málverk eftir hann.
llest ný. Meðal þeirra er mynd frá
Þingvöllum, eins og höf. hugsar sér
þar umhorfs í fornöld, mynd frá
Þórsmörk, frá Lómagnúpi, frá Vík
í Mýrdal, frá Viðey, frá Hvalfirði,
°g margar fleiri laradlagsmyndir
frá ýmsum stöðum til og frá um
land. Ein er frá Straumnesi vestra
þar sem Goðafoss stmndaði. Sýn-
ingin hefir verið opin á hverjum
degi síðan um helgi, og verður
einnig framvegis. Var margt manna
þar á sunnudagiran.
Þjóðólfur” gamli er nú risinn
up og farinn að koma út á Eyrar-
bakka í stað “Suðurlands”. Rit-
stjóri er séra Gísli Skúlason.
La.ndsbankinn hefir nú lofað
Skeiðamönnum 100 þúsund kr. veð-
deildarláni til Skeiðaáveitunnar,
segir “Þjóðólfur."
Haraldur Krabbe prófessor and-
aðist í Khöfn 25. f.m., merkur mað-
ur og mikilsmetinn, er lengi hafði
verið prófessor við laradbúnaðar-
háskólann og mörgum íslending-
um er að góðu kunnur. Hann
dvaldi hér í Reykjavík um hríð, er
hann var á yngri árum, og kvænt-
ist Kristfnu Jónsd. Guðmundssora
ar ritstjóra sem dáin er fyrir nokkr-
um árum. Synir þeirar hjóna eru:
ólaf dómari, Jón skrifstofustjóri
og Knud Jæknir í Danmörku, og
Thorvald verkfræðingur hér í bæn-
um. Prófessor Krabbe var háaldr-
aður maður, fæddur 1831.
Sýslunefnd Norðmýliraga sam-
þykti áskorun til stjórnarráðsins
um, >að sem allra fyrst yrði sendur
sem ríflegastur forði af Jandssjóðs-
vörum ’til Seyðisfjarðar, sem það
frekast sjá sér fært. “Austrii’ frá 7.
apríl segir, að þá séu ýmsar nauð-
synjavörur þrotnar á Seyðisfirði og
aðrar á þrotum. — Páskaharðviðr-
ið var ilt víða um land, en einna
verst er látið af því á Austfjörðum.
15 símastaurar brotnuðu á Seyðis-
firði milli öldu og Búðareyrar, og
raokkrir skaðar urðu á bátum þar
á firðinum. A Eskifirði sukku
tveir vélbátar og 1 brotnaði, og vél-
skútu rak út þaðan af höfninni. Á
1 rak á land. Þar druknaði og
maður, sem var að fást við björg-
un á vélbát.