Heimskringla - 21.06.1917, Blaðsíða 4
4. BLABOfÐA
HEIMBKi.lTOLA
WINNIPEG, 21. JÚNÍ 1917
HEIMSKUINGLA OHofaaS 18*«) Kezsur ðt 1 hrerjum Ftmtude«l. tttrefendur o« eleendur: THE VIKING PRESS, LTD. Ver?5 bla?5sins í Canada og Bandaríkj- unum $2.00 um ári?5 (fyrirfram borga?5). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borga?5). Allar borganir sendist rá?5smanni bla?5s- ^ ins. Póst e?5a banka ávísanir stílist til The Viking Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráSsmaSur Skrlfatofa: 729 BHERBROOKK STllBBT., WINNIPEÖ. P.O. H«x 3171 TaUlnl Garry 4119
WINNIPEG, MANITOBA, 21. JÚNI 1917
Mannamunur.
Lesendurnir munu minnast ræðu þeirrar,
sem Thomas H. Johnson flutti hér í bænum
nýlega á fundi í iðnaðarsalnum. Ræða þessi
fjallaði um herskylduna og var hún birt í
báðum íslenzku blöðunum hér og einnig í
flestum enskum blöðum, sem gefin eru út
í Winnipeg. Var ræða þessi mjög eftirtekt-
arverð, þar sem hún er flutt af manni, sem
er andstæðingur núverandi sambandsstjórn-
ar. Við því hefði mátt búast, að hann
yrði andstæður stjórninni viðvíkjandi her-
skyldunni, en öðru nær er en svo sé. I þessu
mikla alvörumáli leggur hann flokksfylgið
upp á hylluna og réttir því hönd sína, sem
miðar að velferð Iands og þjóðar. Þessi
ræða vottar, að hér er sannur Canadamaður
að tala, maður, sem hafinn er yfir alla
“flokka pólitík ’ þegar um sameiginlegt al-
vörumál þjóðarinnar er að ræða. Andi
þessa manns í herskyldumálinu er frjáls og
víðsýnn. Kemur hér í ljós andi íslenzkra
forfeðra—enda er það Islendingur, sem hér
er að tala. Verkamálaráðherrann íslenzki
hér í fylkinu, Thomas H. Joþnson, hefir með
þessari ræðu sýnt, að hann er ósvikinn Is-
lendingur og sannur Canada borgari.
Hann rekur sögu málsins í fáum orðum og
segir rétt og hlutdrægnislaust frá, þó um
starf stjórnar sé að ræða, sem hann er and-
stæður. Fyrir honum vakir nú að eins heill
og heiður þjóðarinnar, Knúður af þrá til
þess að stuðla að velferð þjóðarinnar stíg-
ur hann út fyrir öll flokksbönd. Hann bend-
ir á sameiginlegu málin, atriðin, sem öllum
getur komið saman um. Allir hljóta að sjá,
hve stórt og mikið verkið er, sem framund-
an liggur. Allir sannir borgarar hljóta að
viðurkenna réttmæti málstaðar þess, sem
þjóðin berst fyrir. Allir einstaklingar þjóð-
arinnar hljóta að viðurkenna hreysti og
hugprýði hermannanna og hina miklu fórn
þeirra. Að loforð hafi verið gert fyrir hönd
Canada þjóðarinnar mun enginn heldur
neita. AHir vita líka, að loforð þetta er ó-
uppfylt enn þá. — Á þetta loforð leggur
ræðumaður einna sterkasta áherzlu. Lof-
orð þetta hafi verið gert af forsætisráð-
herra Canada fyrir hÖnd Canada þjóðarinn-
ar, og heiður hennar sé í veði, ef það sé
látið óefnt. Að gengið sé til atkvæða í
þessu máli, kveður hann óviðeigandi í alla
staði, “Er það ekki afskapleg flónska,”
segir hann á einum stað' “að þykjast þurfa
að ganga til atkvæða um það, hvort vér eig-
um að gera skyldu vora? Er það ekki fá-
víslegt, að vér leitum atkvæða um það,
hvort vér eigum að efna það loforð, sem vér
höfum gefið alríkinu og bandaþjóðunum?
. . . .Hver hefir nokkru sinni heyrt þess get-
ið, að til atkbæðhgreiðslu skyldi gengið um,
hvort borga ætti rétta skuld eða halda há-
tíðleg loforð sín?” Þannig kemst þessi
íslenzki þingmaður liberala að orði og sting-
ur þetta töluvert í stúf við það, sem margir
aðrir svo nefndir leiðtogar liberala hafa
látið frá sér fara síðan umræðurnar um her-
skylduna hófust. Hefir aldrei komið í Ijós
betur en nú, að mikill er oft munur mann-
anna.
Enn fremur bendir Thomas H. Johnson á
það í ræðu sinni’ að “herskylda úrvalaliðs”
(selective conscription) sé nú óumflýjanleg
hér í Canada, eins og hún hafi verið óum-
flýjanleg í öðrum löndum lýðfrjálsra þjóða.
England hafi orðið að grípa til herskyldunn-
ar, þegar frá leið. Nýja Sjáland hafi lög-
leitt hana strax í byrjun. Bandaríkin hafi
ekki verið sein að sjá, að herskyldan væri
óumflýjanlegt skilyrði þess, að sigur feng-
ist í stríðinu. — Hví skyldi þá Canada standa
utan hjá og kynoka sér við að leggja fram
sinn fulla kraft? —
Ef allir leiðtogar liberala hefðu tekið í
sama strenginn og gert er í ræðu þessari,
væri mál þetta lengra á Ieið komið. En því
hefir ekki verið að fagna.
Enginn af liberölum hefir þó tekið hörmu-
legri stefnu í þessu, en Sir Wilfrid Laurier,
aðal-foringinn. Undir úrskurði hans var mik-
ið komið. Allra augu hvíldu á þessum
aldna flokksforingja með eftirvæntingu.
Flestir munu hafa vonað, að í þessu mikla
alvörumáli þjóðarinnar myndi hann leggja
til síðu alt flokksfylgi og stuðla til þess að
þjóðin fengi lagt fram óskifta krafta í þarfir
stríðsins. Enda mun marga hafa rekið
minni til orða hans í byrjun styrjaldarinnar.
Þá lagði hann áherzlu á það, að engar “að-
finslur mætti viðhafa gagnvart núverandi
stjórn á meðan Canadaliðið væri í hættu á
vígvellinum.” Þá kvað hann skyldu liberal
flokksins, að styðja og styrkja stjórnina af
dug og dáð í öllum málum stríðinu viðkom-
andi. — En nú, þegar Canada liðið er í
meiri hættu en nokkurn tíma áður og' þessi
hætta verður einlægt meiri og meiri' velur
þessi aldurhnigni leiðtogi lýðsins sér þá
stefnu að sundra kröftum þjóðarinnar. Nú
miðar hann öll velferðarmál Canada þjóðar-
innar við fylkið Quebec! Með fylkið Que-
bec fyrir augum, tekur hann þessa stefnu.
Vissi vel, að þannig gæti hann æst íbúa
þessa fylkis gegn stjórninni. Enda hefir sú
raunin á orðið.
Tillögum Sir Roberts Borden um banda-
lagsstjórn, eða samsteypustjórn (coalition
government) svarar Sir Wilfrid þannig, að
hann sé slíkri stjórn andstæður — af því
hann sé mótfallinn því að herskylda sé lög-
leidd í Canada. Annað eins mál, sem þetta,
verði að berast undir atkvæði þjóðarinnar!
Þrátt fyrir það að hann veit, að margir af
flokksmönnum hans eru á annari skoðun,
velur hann þessa stefnu—með það markmið
fyrir augum, að stofna til æsinga í Quebec-
fylki. Fylkið Quebec virðist vera í hans
augum alt Canada og íbúar þess öll Capada-
þjóðin. Það er eins og Quebec fylki sé höf-
uð ríkisins, sem allir limirnir séu skyldir að
dansa eftir. Vilji Frakkanna í Quebec er Sir
Wilfrid fyrir öllu öðru. Hann gleymir því’
að heiður þjóðarinnar er í veði, ef hún fær
ekki haldið loforð sín. Hann gleymir því,
að “Canada liðið er nú í hættu á vígvellin-
m.” Hann gleymir sínum eigin fögru orðum
í byrjun stríðsins. Hann gleymir því, að
Canada þjóðin berst fyrir þeim göfugasta
málstað, sem hugsast getur. Honum er nóg
að geta komið í veg fyrir það, að flokk-
arnir gangi í bandalag og sameini þannig
starfskrafta þjóðarinnar. Eigingjörn flokks-
ást hans er of sterk til þess hann geti að-
hylst slíkt.
Með þessari framkomu sinni á þingi hefir
Sir Wilfrid Laurier svert sig sjálfan og fylgj-
endur sína í augum allra rétthugsandi
manna. Axarsköft mörg og stór hefir hann
gert í liðinni tíð, en engin yfirsjón hans
jafnast þó á við þessa síðustu. — Nú hefir
hann leitast við að sundra kröftum þjóðar-
innar á þeim alvarlegustu tímum, sem yfir
hana hafa runnið. Og hann hefir sundrað
sínum eigin flokki með þessari hörmulegu
afstöðu sinni, því margir af hans helztu
Jlokksmönnum eru nú orðnir andstæðingar
hans í þessu máli.
Thomas H. Johnson er einmþeirra manna.
Að líkja afstöðu hans við afstoðu Sir Wil-
frids, er eins og að líkja myrkrinu við ljósið.
Og vonandi er, að fleiri liberalar hafi nú ein-
urð og drenglyndi til þess að vera á annari
skoðun en foringi þeirra.
Ritstjóri Logbergs reynir að réttlæta þess-
ar aðfarir liberal foringjans með því’ að
hann vilji ekki taka á sig eða flokk sinn á-
byrgðina á verkum conservatíva í liðinni tíð
stríðsmálum viðkomandi! Eftir þessari
röksemdafærslu að dæma, væri bandalag
flokkanna, einlæg samvinna flokkanna til
að hrinda velferðarmálum þjóðarinnar í rétt
horf, tilraun af hálfu conservatíva til þess
að skella skömminni á liberala af yfirsjón-
um núverandi stjórnar í liðinni tíð! Gegn
öðrum eins röksemdum og þessum er ekki
orðum eyðandi — þær sverja sig í ættina.
Gal Lögbergs ritstjórans um þá hluti, sem
hann ber sáralítið skynbragð á, er ekki lík-
legt til þess að hafa áhrif á neinn þann
mann í Canada, sem nokkuð fylgist með
málum Iandsins.
Með því að stofna til æsinga á jafn alvar-
legum tímum og nú standa yfir, hefir Sir
Wilfrid Laurier sýnt sig óhæfan flokksfor-
ingja lengur. Honum er um að kenna ó-
eirð þá, sem nú bólar á í Quebec; það var
hann, sem helti olíunni í eldinn.
Leiðtogar þjóðanna á stríðstímum rerða
að vera menn mikilhæfir og stefnufastir.
Canada þjóðin er Iánsöm að eiga nú annan
eins mann við stjórnvölinn og Sir Robert
Borden.
4 —•——----------------------------------«•
Sagan endurtekur sig.
(Þýtt.)
Hann var stiltur maður og staðfastur, en
líf hans var mjög einmanalegt. Gaman-
samur gat hann verið, þegar því var að |
skifta, en dapurlegra andlit hafði þó enginn
maður í heimi en hann. Hann sveikst aldrei
undém merkjum og kynokaði sér ekki við að
taka ábyrgð sér á herðar. Við mestu örðug-
leika, sem mannkynssagan þekkir, átti hann
að stríða—og sigraði þá. Hann átti marga
góða aðstoðarmenn, en þegar til kastanna
kom, hvíldi öll ábyrgðin á hans herðum og
hann reyndi ekki að koma henni á aðra.
Að eyrum bárust hróp þeirra manna, sem
voru í raun og veru svikarar undan merkj-
um, og aðfinslur þeirra manan heyrði hann
nógar, sem unnu málefni hans af alhug—en
reyndust óvinunum bezta aðstoð með voli
sínu og kvörtunum. Hinn einmanalegi mað-
ur heyrði þetta alt, stundi við og hélt svo á-
fram göngunni eftir þeirri götu, sem hann
hann hafði valið sér.
En nú. í dag minnist Bandaríkjaþjóðin
Abrahams Lincolns með allri þeirri ást og
virðingu, sem hún getur í té látið, og engan
mann sögu sinnar elskar hún heitar eða met-
ur meir.
Hann varð bjargvættur þjóðarinnar.
Hann hélt um stjórnvölinn og stýrði í gegn
um hættur allar, og manngæzkan og réttlæt-
ið voru Ieiðar Ijósin hans.
Bandaríkjaþjóðin man þetta. Að líkind-
um gleymir hún þó lasti því og fyrirlitningu,
sem hann varð að þola á samtíð sinni. Hún
gleymir því, ef til vill, hve lítillar hjálpar og
aðstoðar hann naut. Að líkindum minnist
hún þess ekki, að á hann var oft og einatt
ráðist fyrir að hafa tekið sér ofmikið vald í
höndur og of stóra ábyrgð.
I dag er sagan að endurtaka sig. Sem
Lincoln forðum er Wilson forseti nú, annar
einmanalegur maður, að leitast við að
bjarga þjóðinni. Með þetta markmið fyrir
augum sameinar hann alla sína krafta. Hann
er að gera sitt ítrasta til að ryðja lýðfrelsinu
braut, en sem Lincoln mætir hann óréttlátum
aðfinslum svo margra. En stefnu sinni held-
ur hann þó, staðfastur og ósveigjanlegur, og
án vafa mun hann, sem Lincoln, fyrirrennari
hans, leiða þjóðina í góða átt fyrir hana
sjálfa og mannkynið á heild sinni.
4--------------—— ------—---------------*
Æfisaga liberal fiokksins
í Saskatchewan.
Það er heil blaðsíða f síðasta Lögbergi um
“Pramsóknar’^stjórnina í Sask., þenna al-
ræmda ránsflokk, er ráðið hefir fylkinu nú
um síðastliðin 12 ár og sökt því í botnlausar
skuldir. Á þar að vera sögð saga stjórnarinn-
ar, og er hlaðið svo hlægilegu og öfgafullu lofi
á hana og alt hennar athæfi, að flestum mun
vera nóg boðið. Til skýringar á því hvernig
á ritgjörð þessari stendur, má geta þess, að
þetta er þýðing á bæklingi, sem stjórnin hefir
látið semja og kostaö útgáfu á, um sjálfa sig,
og er þá undrunarefni lítið, þó henni sé borin
vel sagan. En fremur er sú saga visin og viða-
mjó, þó flokkuð sé hún f 23 greinar, er taka
eiga fram helztu framfarir í fylkinu, er stjórn-
in hafi komið á, að þar er ekki bent á eitt ein-
asta dæmi þessara framfara, sem þó hefði átt
að vera hægt, ef liún hefði nokkuð gjört. I>ær
framfarir, sem orðið ha'a í Sask. á síðastl. 12
árum, eru samskonar og. verið hafa um ait
Canadaríkið, hvorki meiri né minni, og eigi
stjórninni að þakka, heldur góðu árferði og
jöfnum og miklum innflutníngi. Það vita
allir og er því allur þessi heimsku þvættingur
út í ioftið. Enda sýnir það sig, að ekki skuli
vera hægt að rökstyðja hann með nokkru, er
tilnefna megi, og hefir þó stjórnin líklega eigi
viljað fela sitt ljós fyrir mönnum. Sézt þetta
bezt, ef greinarnar eru athugaðar lið fyrir lið.
Fyrsta greinin er samanburður á því, sem
kallað er “framsóknar” og “afturhalds” flokk-
unum. Er það formálsorð fyrir aðal sögunni,
og er auðsjáanlega eftir ritstjórann, þvf þar er
ekki eitt orð af viti eðai sannleika, eintóm lýgi
frá upphafi til enda. Staðleysan sézt, þegar í
stað, er hann segir, að “afturhaldsmenn trúi
því, að máttur sé réttur—með öðrum orðum:
þeir trúi á hnefaréttinn, en framsóknarmenn
trúa því iað rétturinn sé máttur.” — Og hvað
þýðir það? Ef rétturinn er máttur, sem sé afl,
hver er þá orðinn mismunurinn? Að neyta
réttar, er þá eigi annað, en að neyta afls, má
þá það afl alveg eins heita hnefaréttur eins
og eitthvað annað! Hér er ekkert nema ófim-
ur orðaieikur í frammi hafður, er snýst í blá-
bera vitleysu.
Hvorugur flokkurinnn í Sask. heldur fram
þessari stefnu, og henni er hvergi haldið fram,
þar sem er þingbundin stjórn, og hvergi nema
hjá villiþjóðum.
ósannindin eru aftur augljós í þessari inn-
gangsgrein, þar sem hann talar um gjörðir
beggja flokkanna. Hann segir að conservatív-
ar, sem hann nefnir 'afturhaldsflokk, ræni
fólkið í Sask., sérstaklega bændurna og út-
lendingana, en hinir berjist fyrir réttindum
alþýðunnar, og verndi hana gegn öllu illu.
En ihverjlr eru í conservatíva flokknum? Eru
það ekki bæði bændur og alþýðumenn. Og
getur ritstjóri Lögbergs bent á einn einasta
mann, sem tilnefndur hefir veriö af þeim
flokki til að sækja um þingmensku, er haft
hafi af nokkrum meö röngu móti eitt eyris-
viröi? Geti hann tilnefnt einn einasta mann
eöa konu í flokknum, er rænt hafi aöra, vini
sína og nágranna, svikist undan aö greiða
skuldir sínar til þeirra, svikiö þá í kaupum
eöa sölum, selt þeim nokkuö þaö, er þeir hafi
aldrei af hendi látiö til þeirra, og ekki haft
tU, eöa logiö út fé þeirra á nokkurn hátt?
Hann getur það ekki. þeir eru
ekki til í þeim flokki í Sask., sem
hafa fleytt fram lífi sínu, né betlað
eða snýkt sig áfram. Eru þessi um-
inæli því eintómar iygar, er ekki
hrína á öðrum en þeim, sem þær
upp finna sjálfum.
Con-servatívar í Sask. segir hann
að felt hafi viðskifatsamninginn
liaustið 1911. Eru það enn önnur
ósannindi.. Það var canadiska
þjóðin, sem feldi Jiað frumvarp,
hvort sem það var hygilegt eða eigi,
og mun þar mestu hafa ráðið, að
almenningur bar eigi lengur
traust til Ottawastjórnarinnar, en
henni varð eigi komið frá nema
því að eins að fella hvorttveggja.
Hægt væri að telja þúsundir liber-
ala, sem greiddu atkbæði móti
samningnum þá, og þúsundir con-
servatíva, sem með honum greiddu
atkvæði, og féllu atkvæði f því
rnáli alls eigi eftir flokkaskiftingu.
Stjórnin var búin að útlifa sinn
tíma eins og allar stjórnir, er setið
hafa lengi að völdum. Hún var
orðin spilt og þjóðin neyddist til
að breyta tiL En svo hafa líka
eonservatívar greitt úr því, hafi
skaði orðið við að samningurinn
var feldur, með því að afnema nú
allan toll á hveiti, svo að hveiti og
kornvcrzlun öli er nú frjáls milli
Bandaríkjanna og Canada.
Conservatívar í Sask. segir hann
að “grípi til þeirra ráða, að berjast
með hávaða og kasta sandi í augu
manna, og búa til sögur um spill-
ingu, sem enginn fótur er fyrir, til
þess að reyna að koma liberal
flokknum frá.” Menn skulu taka
vel eftir þessu. Það er búið að
benda hér í blaðinu á fáein atriði
í sambandi við ráðsmensku stjórn-
arinnar og fjáreyðslu hennar, og
ekki eitt einasta þeirra hefir Lögb.
dirfst aö bera til baka eöa segja aö
væri eigi sönn. Er þó það íæsta
talið, sem stjórnin ihefir gjört til
að svíkja úr fylkissjóði fé handa
sér og atkvæðasmölum sínum. I>að
hefir verið sögð saga haglsábyrgöar-
málsius í fylkinu, og hvernig stjórn-
in sveik tryggingu á uppskeru af
bændum með þvf að varna þess ó-
beinlínis, að þeir trygðu sig hjá
ábyrgðarfullum vátryggingarfélög-
um, og sveik þá svo um skaðabæt-
urnar á eftir.
Hað hefir verið bent á símamáliö,
hvernig stjórnin hofir undir arg-
asta yfirskini látið sem síminn
væri bænda eign, en á sama tíma
neitað þeim sveitafélögum, er hafa
komið upp hjá sér síma, að taka
iiann inn í heildar kerfið með öðr-
um kosti en þeim, 'að hún íengi að
láta rífa hann niður og leggja ann-
an, undir umsjá sinni, og leggja
svo skatt á eignir þeirra fyrir 10
sinnum meira cn hann kostaði.
Það liefir verið bent á Dómhúsiö
í Wynyard, sem sýnishorn af því,
hve sorglega er farið með fylkisfé,
og hve mikils almenningur nýtur
af þeim peningum, sem lagðir eru
til opinberra verka. Húskofi þessi
er talinn kosta fylkissjóð um $30,000
er í hið ítrasta $3,000 viröi.
Það hefir verið bent á vegagjörð-
ir ihennar hjá Leslie og norður og
austur eftir kjördæminu; þar eru
rennustokkar, sem taldir eru í fylk-
isreikningunum brýr, og látnir
kosta svo þúsundum skiftir.
Það hefir verið bent á brúar-
smíðar hennar hjá Weed Lake og
Kindersley, þar sem í öðru tilfellinu
að vcrkið er látiö kosta $74,000
fram yfir áætlun eöa þrefalt meira
en tiltekið var í fyrstu, og í hinu
tilfellinu $52,000 meira en áætlaö
var, eða nærri fimm sinnum meira.
J>að hefir verið bent á, að á síð-
astliðnu ári er manni, sem Job
heitir, goldnar $70,000 fyrir eftirlit
á vegagjörðum, er litlar sem engar
voru gerðar.
I>að hefir verið bent á, að nú sitji
í tugthúsi fyrir mútur og önnur
prakkarapör, þingmenn stjórnar-
innar og að stjórnarformaðurinn
sjálfur varð að segja af sér, út af
þeim málum.
Það hefir verið bent á, að fylkiö
sé komiö í stórskuldir—$25,500,000—
vegna óspiisemi stjórn'arinnar, er
bæði hefir jetið upp þetta gffur-
lega peningalán og allar tekjur
fylkisins að auk.
I>að hefir verið bent á, að fylkið
standi f svo hárri skuldaábyrgö
fyrir járnbrautarfélögin, aö þaö sé
gjaldþrota, ef það þurfi að mæta
þeirri ábyrgð samkvæmt yfirlýs^
ingu stjórnarformannsins sjálfs. 1
því sambandi mætti annars spyrj-a
að, hverjir hafi þar sýnt sig meiri
hollvini auðfélaganna, liberalar eðia
conservatívar í Sask.?
I>að hefir verið bent á, að almenn
ingur út á landsbygöinni sé með
ranglátu móti látinn standa
straum af og kosta skólana í bæj-
unum meö auka skatti, sem lagð-
ur er á hvert einasta land, er nem-
ur $1.60 á hverjar 160 ekrur. En
enginn tilsvarandi skattur er lagð-
ur á bæjarbúa til þessara hluta.
Vita þó allir, hve erfitt er fyrir
landbúendur að halda uppi skól-
um í héraði, þó eigi séu þeir látnir
kosta bæjarskólana líka.
Það hefir ekki veriö bent á, en
nú skal það gjört, í sambandi viö
síin'aina, að efnið, sem stjórnin hef-
ir lagt til, er svo svikið, að þeir
koma ekki að hálfum notum. í>að
hefir til dæmis verið notaöur stál--
vír í staö koparvírs í firösímalínur,-
Og bera þeir vírar ekki hljóðið
nema tiltölulegai stutta vega-
lengd, svo að í raun réttri eru eng-
ir firðsímar til.
Það hefir ekki verið bent á, en nú
skal það gjört, að samkvæmt fjár-
hagsskýrslum fylkisins yfir árið
1914—15, er var eitthvert mesta
fjárþrengsl'a tímabil í sögu Vestur-
iandsins, var ekki að sjá að þröngt
væri i búi í fylkissjóði Sask., eða
tilraun væri gjörð til að spara það
sem til væri. Á þessu tímabili er
borgaö út fyrir eftirlit á vegum aö
kallaö er, eftirfylgjandi upphæðir
þessum mönnum í kaup: W. G. Mc-
Kay, $5,750 í kaup; D. L. Campbeil,
$4,203 í kaup; J. R. Bird, $4,372 f
kaup; J. R. Reid, $4,688 í kaup; A.
MacCallum, $4,608 í kaup, eða fimm
mönum rúmir $23,621. Þess utan
voru ótai fleiri, er fengu rífleg laun
fyrir samskonar vinnu(H). J>á er
líka það sam'ai ár manni, sem 'heitir
J. Kuhn, og sagður er að eiga að
hafa eftirlit með skólahaldi hjú
Göllum, borgað $2,508.25 í árslaun.
—En hvað kom til, að launin voru
svona ríf þetta ár? Mun það hafa
staðið í nokkru sambaindi við, að
búist var við kosningum, og í stað
þess að hafa þurfti eftirlit með
veguin, er fáir eða engir voru gerð-
ir, því það vom engir peningar til
þess, þá hafi þurft að ihafa eftirlit
með kjósendum og hvernig at-
kvæði þeirar myndi falla?
öll þessi dæmi eru að eins fá af
mörgum, er sýna mætti, um fram-
komu stjórnarinnar, og tekin rétt
sem sýnishorn af gjörðum hennar.
Ekki eitt einasta þeirra getur Lög-
berg hrakið eða borið við að mót-
inæla, því þau eru sönn. Conserva-
tívar þurfa ekki að búa til sögur,
þeir þurfa ekki að berjast með há-
vaða eða kasta sandi í augu
manna, það geta þeir eftirlátið
skáldinu á Iiögbergi til þegnsam-
legrar þjónustu fyrir hains flokk!
En þá er að snúa sér að sögu
stjórparinnar, sem liún segir af'
sjálfri sér:
Saga Liberala í Saskatchewan.
“Lesið og fræðist um afrek ‘fram-
sóknarmanna’ og þá komist þér að
þvf, hversu miklu þeir hafa komið
til leiðar.” Þannig byrjar þá saga
þeirra og heldur svo áfram: “Frain-
kvæmdarsaga þeirra er stórkostleg,
frá hvaða sjónarmiði sem hún er
skoðuð. IJvers vegna?”— J>að er
aiuðvelt að svara því. Að nú, þeg-
ar hún er í þann veginn að fara
frá, er hún búin að eyða öllum
tekjur fylkisins og $25,500,000 að
auk, leggja fylkið undir járnbraut-
arfélögin og gjöra það gjaldþrota,
ef það þarf að standa við ábyrgð
sína. Auk þess sitja nú í tugthúsi
þessir þjónar og samverkamenn
hennar: Mr. Pierce, þingmaöur frá
Wadena, dæmdur í 18 mán. tugt-
hús fyrir mútur og svik; Mr. J. B.
Brown, skrifari í samgöngumála-
deildinni, dæmdur í sjö ára tukt-
húsvist fyrir fjárdrátt og svik;
Arthur Simpson, einnig úr sam-
göngumáladeildinni, játaöi á sig
þjófnaö og skjalafölsun; Robert
Godfrey, vegabótarstjóri, dæmdur
í 18 mánaöa tukthús fyrir fjárdrátt
og svik; John Bettin, vegabótar-
stjóri, dæmdur í 6 mánaða fangelsi
fyrir skjalafölsun og svik; C. H.
Cawthorpe, þingmaður frá Biggar,
er uppvís van-ð að því að þiggja
mútur, varð að segja af sér, en at-
vinnutjóniö bætti stjórnin honum
upp meö því aö gefa honum
$1,300; George Ens, þingmaður frá
frá Rosthern, var sannaöur aö
mútutöku frá brennivínssölum, að
upphæö $500, fyrir Brown Elwood
nefndinni; J. Nolin, þingmaður
frá Athbaska, tók mútu úr sama
stað; S. Simpson, þingmaður frá
Battleford, einnig; Totzke, þing-
maður frá Vonda, einnig; Shep-
pard, forseti þingsins, og þingmað-
ur frá Moose Jaw, var sannaöur aö
hafa tekiö viö mútum, og varð að
segja af sér; Sam. Moore, þingmað-
ur frá Pinto Creek, sannaöur aö
(Eramh. á 5. bls.)