Heimskringla - 21.06.1917, Qupperneq 2
2. BLAÐ6ÍÐA
HEIM8KBINQLA
WINNIPEG, 21. JÚNÍ 1917
—
Keisaravaldið þýzka
Eftir síra F. J. Bergmann.
____________I___________)
(Framh.)
15.
Sundurliman Pólverjalands.
Þegar styrjöld þessari loks var
lokið, var Eriðrik mikli búinn að
fá nóg, ekki síður en aðrir. Helm-
ingur ríkisára hans hafði til bess
gengið, að berjast. Hann hafði
bætt við Prússland stóru og auð-
ugu héraði, sem jók að miklum
mun auðlegð ríkisins og var þvf
trygging gegn árásum óvinanna.
Hann hafði sannfært Prússa sjálfa
og yfirleitt allar þjóðir Norðurálfu
um, að prússneski herinn væri ó-
sigrandi, þegar ihainn hefði annan
eins fyrirliða. Hvorki nokkurt eitt
ríki né heldur ríkja sambönd
myndi láta sér finnast það sérlega
árennilegt, að ráðast á Prússland.
Samt var Friðrik konungur enn
ekki ánægður með það, sem hann
hafði komist yfir af löndum. Hann
ágirntist enn vestur Prússland. En
það var sá hluti pólska konungs-
ríkisins, sem lá á milli Branden-
burg og austur Prússlands. En
hann var hæst ánægður með að
bíða hentugs tíma. Enda fekk
hann þessu til leiðar komið á
næstu tíu árum, án þess nokkuru
blóði væri út helt.
iSundurliman Pólverjalands var
ef til vill ljótasti leikurinn, sem
framinn hefir verið á stjórnmála-
sviðinu og sögur fara af. Pólverj-a-
land hafði til allrar óhamingju
grundvallarlög, sem komu í veg fyr-
ir reglulegt stjórnarskipulag. Sam-
kvæmt þeim var landið kjörgengt
einveldi, en þetfca kjörgengi gerði
landið að leiksoppi hinna annarra
velda umhverfis. Katrín Rússa-
drotning hafði stutt þar til valda
einn skjólstæðing sinn og gerrt
landið um leið að eins konar rúss-
nesku skattlandi. Þá risu ættjarð-
arvinirnir upp á Póllandi. Þessa
uppreist leituðust Tyrkir við að
efla sem mest, til þess að vinna
Rússum sem mest tjón. Rússar
réðust inn á Tyrkland. Austurríki
bjóst til að grípa í taumana.
1 lok sjö ára strfðsins slitn-
að upp úr bandalaginu milli
Prússa og Englendinga. Fanst
Friðriki mikla, að hann þar vera
ranglátlega svikinn í trygðum af
Englendingum og einsetti sér að
treysta þeim aldrei framar. Pitt
treysti hann algerlega og að fullu.
En reynslan sýndi, að samkvæmt
brezku stjórnairskipulagi mátti
ekki við þvf búast, að öllum stjórn-
arleiðtogum Breta væri jafn-gott
að treysta. Tók hann þá til að á-
Allra
Síðasta
Tœkifæri
Þessi auglýsing kemur ekki
aftur, notið því þetta
tækifæri nú!
vinna sér hylli og traust Rússa.
Hann gerði náið bandaliag við keis-
arainnuna rússnesku. Em vildi
samt sem áður ekki eins og þá var
ástatt, fara að eiga í nýjum ófriði
við Austurríki hennar vegna. Hjá
þessu reyndi hamn að komast með
því að leggja það til, að sundur-
lima eignir annara, án þess að til
hernaðar kæmi. Þessu vildi hann
til leiðar koma með samkomulagi á
milli Prússlands, Rússlands og
Austurríkis.
Pólverjaland átti að verða synda-
hafurinn. Ekki átti það að verða
afmáð með öllu. Enn átti að verða
Pólverjaland á landabréfi Norður-
álfu, jafnvel Pólverjaland, sem alt
annað væri, en nafnið tómt. En
hvort þessarra þriggja stórvelda
átti að fá töluverðan skika, er lá
upp 'að landamærum hvors um sig.
JSá skerfurinn, sem Prússlandi átti
að hlotnast, var nærri alt svæðið,
sem lá milli Austur-Prússlands og
Brandenborgar. Samt átti hafnar-
borgin Danzig að vera undan skil-
in, og bærinn Thorn við Weichsel-
fljótið var enn utan landamæra
Prússlands. Ofur lítil þríhyrna
milli Vestur-Prússlands og Slesíu
var eftir, fyrir landagræðgi eftir-
manns Friðrik mikla að seðja sig á.
Bæði héröðin, Slesía og Vestur-
Prússland, voru héröð, sem Friðrik
II. bætti við konungsríki sitt.
Báðum þessum héröðum hreint og
beint rændi hann,—tók þau með
ofbeldi af veikari nágrönnum,
hvort með sínum hætti. Hann
hafði þá afsökun eina, að á öðru
þurfti hann að halda til þess að
gera konungsríki sitt að samfeldri
heild, þar sem hitt var Prússlandi
ómissandi, ef það átti nokkuru
sinni að verða annað en þriðja
flokks veldi.
16.
Á friðartímum.
Eftir sjö ára stríðið, var fjárhag-
ur landsins komin á heljar þröm.
Konupgur lét þá bræða silfrið í
höllum sínum til peninga-sláttu.
Pommern og Neumark leysti hann
undan skattskyldii í tvö ár, Slesíu
í sex mánuði. Hann útvegaði
mörgum aðalsmanni, sem orðinn
var öreigi útsæðiskorn, til að
hrinda akuryrkjunni aiftur af stað.
Ekki leið á löngu áður en allir
hestar, sem notaðir höfðu verið við
herinn, voru komnir í hendur
bænda víðs vegar um Prússland.
Þeim, sem þurftu að endurreisa
hús sfn, útvegaði konungur fé.
Berlínar-bankinn kom fjárhag
landsins aftur á fastan fót. Alt
þetta sá hann sjálfur um og hafði
eftirlit með öllu.
1 skatta-álögum sínum var Frið-
rik mikli ekki eins heppinn og í
öðrum stjórnarstörfum. Hann tók
þar Frakkland til fy'rirmyndar.
En skattar og skattheimta var
með þeim hætti, að alls konar
harðdrægni komst þar að, og afl-
aði það konungi eigi lítilla óvin-
sælda. Óánægj-an með þetta var
megn í landinu og konungi var
fyllilega um hana kunnugt. Út af
óánægju þessari varð hann samt
ekki vondur, en tók henni með
mestu stillingu.
Sú saga er af honum sögð, að
dag einn reið hann eftir Jaeger
Strasse og sá þar heilmikinn múg
manns saman kominn. “Gættu að
hvað það er,” sagði konungur við
þjóninn, sem með honum reið.
“Þeir hafa slegið einhverju upp
um yðar hátign,” sagði þjónninn,
er hann kom aftur. Friðrik reið á-
fram og sá þar skrípamynd af sjálf-
um sér. Á mynd þessari var kon-
ungurinn með mjög döpru bragði
sitjandi á stóli, með kaffikvörn á
milli hnjánna, malaði kappsam-
lega, en tíndi upp með hinni með
mestu nákvæmni hverja kaffi-
baun, sem hrynja kunni niður um
leið og hann malaði. “Færðu mynd-
ina neðar,” sagði konungur við
þjóninn, “svo enginn þurfi að fá
ríg í hálsinn við að horfa á hana.”
En naumast höfðu orðin fallið
konunginum af vörum, fyrr en þau
breiddust út meðal múgsins, sem
þarna var staddur. Þá dundu
fagnaðaróp og húrra-hróp fyrir
konunginúm við. Múgurinn reif
skrípamyndina niður og reif hana
í smátt. Og þegar konungur reið
brottu hægt og gætilega, hrópaði
múgurinn á eftir honum: “Lifi
Friðrik konungur vor vel og
lengi!” Fjöldi sagna er til um
Friðrik II., en fáar þeirra eru eins
vel rökstuddar og þessi.
Friðrik mikla var ant mjög um
réttarfar í löndum sínum. Leiður
var harjn samt oft á seinlæti og
lagakrókum dómstólanna. Eitt
sinn fanst honum að malari einn,
Arnold að nafni, hefði orðið fyrir
ranglæti, en það var fátæklingur.
Hann rak dómarana, lét þá sitja í
eins árs fangelsi, neyddi þá til að
greiða malaranum af eigin fé það
tjón, sem hann hafði beðið. Sýnir
það hve ant hann lét sér um, að
rétti fátæklinganna væri ekki hall-
að. Hann nefndi sjálfan sig mála-
færslumann fátæklinganna. Sögn
er til um annan malara. Yind-
mylnan hans stóð á bletti, sem
konungur vildi bæta við garðinn
sinn. Maðurinn þvertók fyrir, að
hann vildi selja. “Ekki fyrir hvað
sem í boði væri?” segir konungur.
“Gæti ekki konungur tekið af þér
blettinn fyrir ekki neitt?” — “Höf-
um við ekki hæstarétt í Berlin?”
svaraði malarinn. Sjaldan eða
aldrei hafði konungi þótt jafn-
vænt um nokkurt svar og þetta.
Enda varð það að orðtaki um <alt
Þýzkaland. s
Friðrik annar bjó í Potsdam ná-
lægt Berlín. Á sumrum fór hann
á fætur fyrir kl. 5 árdegis og settist
þá á skrifstofu sína; á vetrum reis
hann kl. 6 úr rekkju. Vann hann
þar stöðugt, þangað til kl. 11 f.h.
Stundum greip hann til flautunn-
ar, sem hann lék á með list, sér til
hvildar og til að örfa hugsanir
sínar. Frá klukkan 11 til 12 var
hann við heræfingar. Þá settist
hann að borðum stundvíslega og
át miðlegisverð til kl. 2. Bæði
kunni hann vel að njóta vistanna
og svo var honum yndi að lengja
borðhaldið með fjörugum viðrs^ð-
um.
Að því búnu tók hann aftur til
starfa og leit yfir fyrirskipanir og
skjöl, er hann hafði sagt fyrir um
að morgni. Ritaði hann þá oft á
spázíuna eða fyrir neðan athuga-
seandir, oft og tíðum meinfyndin
hnittinyrði. En er þeim störfum
var lokið, tók hann að fást við
ýms bókmentaleg störf sér til
skemtunar. Milli sex og sjö átti
hann tal við vini sína, eða lét lesa
sér eitthvað. Trakkneskur maður,
La Mettrie, hafði það embætti á
hendi um nokÉurn tíma. Kluklc-
an sjö hlýddi konungur á fagran
söng og hljómlist. Hálf átta sett-
ist hann að kveldverði, sem oft
stóð yfir fram að miðnætti. Kon-
ungur át og drakk vel að borðum,
en gætti þess þó vandlega, þar
sem annars staðar, að kostnaður
yrði ekki fram úr hófi. Mátti ekki
ganga meira en svo sem $5,500 til
búrs og eldhúss árlega. Að kveld-
verði hafði konungur oft vildustu
vini sína kring um sig. En eftir-
tektarvert er, að oftast voru það
Frakkar. Hann heimtaði það, að
hver segði það sem honum bjó í
brjósti. Þegnum sínum gaf hann
leyfi til að tala og rita það, sem
þeim sýndist, og kvaðst ánægður
með, ef hann að eins mætti gera
það sem honum sýndist. En svo
var meinfyndni konungs sárbeitt
og hlífðarlaust, og oft þótti naum-
ast við vært. Og leyfði einhver sér
að svara fullum hálsi, komst
hann fljótt að raun um, að full-
komið málfrelsi átti sér stað ein-
ungis öðrum megin.
Við hirð Friðriks sást kvenfólk
sjaldan. Yar margt um það sagt
og skýrt á ýmsa vegu, en virðist
eigi hafa verið af neinum lélegum
ástæðum. Saonbúðin við drotn-
inguna var fáskiftin og til heim-
sóknar við hana kom konungur
fremur sjaldan. En er um það er
dæmt, verður eftir þvf að muna, að
honum hafði verið þrýst til ráða-
hagsins af föður hans, mjög á móti
vilja sínum. En vel sá hann um
hana og lét hana hafa alls nægtir;
gaf hún ávalt helming þess, sem
henni var ætlað, í líknarþarfir. í
viðmóti sýndi konungur henni á-
valt hina mestu virðingu og kurt-
eisi. Hún var að mörgu hin göf-
ugasta kona^ en alls ekki glæsileg
hið ytra. Hún var höfundur nokk-
Í3 a
cð -tf
tao *»
® ®
fi, A
3 £
M *
. M
eð X
ko
cð
A
Q 2
'S -
»
3 ct
c« a
* 3
H M
Q -
2 -
m -o
B 'T
« > v3 ÍO
JSs
•|»s |
B * > *o
'<• T3 'O
'3
2
HO
4)
*o cd •
<4 OC.5
a a
-EiS '53
5 ö
-Q- v«
cö ^3 ö
bc a
C «# <u
•r *o o.
-S'&S
0
2 2 oð
a
>- *o
► "5
'«
'O <
Z
• rW (——8
m
\i—i ^
• U
<8
^4 Xu
•% viS
&
SH -TO
<0
'S *o
.'S,
- e
'í0 —
u: «
*o xo
cð O
c S
w g
B c
;ZS C
4-*
.-c -o
v B
00 S.
o Vi
%%
O 00
CQ
D ^3
O -
O o
CG
'íð »
e
3 K>
00 io
■ C 00
co oj
í*
Q. .
P P
00
„ G
S 3
ÍO C
B-S
c c
v i>
bo
v
"S
c
• H
S*
i
X
O
CQ
O
oJ
urra bóka, ekki siður en konungur
og voru þær ritaðar á frakkneska
fcungu, en eigi þýzku, eins og hans;
þótti þó nokkuð til þeirra koma í
þá tíð.
Friðrik annar haifði þýzka tungu
og þýzkar bókmentir í litlum met-
um. Frakkneskar bókmentir voru
um þetta leyti hinar glæsilegustu,
en þýzkar bókmentir naumast
fæddar Þær hófust fyrst á efri
ríkistjórnarárum Friðriks. En þá
var hann orðinn of gamall maður
til þess að kunna að skilja og
meta. Samt sem áður befir hann í
einni ritgerð spáð glæsilegum við-
gangi þýzkra bókmenta í ókominni
tíð. Sjálfur mælti hann stöðugt á
frakkneska tungu, og hafði þann
metnað mestan, að verða talinn
með frakkneskum höfundum.
Skáldslkapur er til eftir hann sem
svo lítið þykir til koma, að nú sé
lftt læsilegur. En yfir stíl hans í
óbundnu máli, hvílir einhver kyr-
lát einfeldni; yfir honum er tign-
arsvipur, sem ber vott um hina á-
gætu hæfileika, er konungur lét í
ljós í athöfnum sfnum.
Konungur hafði bréfaskifti mik-
il við frakkneska höfunda og fekk
marga þeirra til að taka sér ból-
festu í Berlín. Þangað kom frakk-
neski höfundurinn Voltaire 1752,
fyrir þrábeiðni konungs, og var tek-
ið á móti honum eins og konung-
menni. En eigi hepnaðist sam-
búðin sérlega vel; hvorugur óx í á-
liti hins. Alt endaði með skelf-
ingu, eftir þriggja ára dvöl í Pots-
dam. Á leiðinni út úr landinu var
Voltaiie tekinn fastur í Frankfurt
og reyndi að komast þaðan huldu
höfði, eins og frægt er orðið.
17.
Prússland og Austurríki.
María Theresía Austurríkisdrotn-
ing lézt. Jósef II. sonur hennar tók
við keisaratign. Hann var ötull og
framkvæmdarsamur keisari og
leitaðist við að koma á margs kon-
ar uinbótum í löndum sínum.
Hann bar lotningu mikla fyrir
Friðrik II. Sóttu þeir hvor annan
heim eins og beztu vinir. Jósef II.
sótti Friðrik heim f Neisse í Slesíu
1769 og endurgalt Friðrik þá heim-
sókn með annarri árið eftir. Jósef
var opinskár og einlægur. Friðrik
gætinn og varasamur. Honum
stóð stuggur af metnaðargirni og
dugnaði Jósefs. Hélt hann, að
Prússlandi gæti einhvern tíma
stafað hætta af. Eftir að fundum
þeirra hafði á þenna hátt borið
saman, lét Friðrik hengja upp
mynd af keisananum í herbergjum
sínum og var því veitt eftirtekt af
vinum hans. “Ó já,” sagði konung-
ur, “eg má til með að hafa auga á
honum, þesum unga manni.” Er
auðsætt, að hann befir grunað, að
einhvern tíma gæti þeim lent
saman.
Úr þeim grunsemdum varð samt
ekkert, þangað til árið 1777. Þá
lézt kjörfurstinn í Bæjaralandi,
Maxemilian Jósef, barnlaus. Not-
aði þá Jósef keisari tækifærið og
varp eign sinni á mestan hluta
landa hians. Falzgreifinn, sem var
kjörfursti um leið, og löglegur
erfingi að Bæjaralandi, gerði
samninga, er eigi voru álitnir rétt-
mætir af eftirmanni hans„ Karli,
greifa af Zweibrucken. Skaut hann
máli sfnu til Friðriks II. Honum
fanst ekki vert að Austurríki
skyldi flá þar feitan gölt og auka
veldi sitt. Gekk hann því í lið
með Karli greifa og setti keisaran-
um stólinn fyrir dyrnar. Eigi ætl-
aði Friðrik II. sér að lenda í hern-
aði í þetta sinn, en samt fór svo, að
hann varð að skera upp herör í
júlí 1778 og brjótast inn yfir landa-
mæri Bæheims með miklum her.
Eigi lenti í neinni allsherjar or-
ustu. Og eftir all-mikinn drátt og
alls konar þóf, var samningurinn,
sem kendur er við Teschen, undir-
ritaður 13. maí 1779. Fekk Austur-
ríki ofurlitla sneið, héraðið kring
um Burgau, eni Prússland lands-
höfðingjadæmin, sem kend eru
við Franken.
Eins og við var að búast, var ein-
lægt grunf á því góða milli Aust-
urríkis og Prússlands. Friðrik
mikli var ávalt fullur afbrýðissemi,
þar sem veldi Austuriíkis var ann-
ars vegar. Valdafýkn Austurríkis
áleit Friðrik að Norðurálfu sta.faði
meiri hætta af en nokkuru öðru.
Aftur sýnist hann ekki hafa komið
auga á skýflókann, sem upp var að
draga í Frakklandi. Hann var
Frakkavinur svo mikill, að hann
kom ekki auga á neina þættu úr
þeirri átt. Alla stjórnartíð sína
hafði hann átt í höggi við Austur-
ríki. Honum var það áhugamálið
stærsta, að hnekkja ofurdrambi
þess sem mest. Tækist það, áleit
hann Prússlandi óhætt.
í þessa átt miðaði síðasta stór-
fyrirtæki hans. Árið 1785 gekst
hann fyrir að mynda Þjóðhöfð-
ingjasambandið þýzka — Fuers-
tenbund.—Urðu þeir býsna marg-
ir, sem í það gengu. Átti það að
koma í veg fyrir, að keisarinn bryti
grundvallarlög rfkisheildarinúar.
Hin látlausa staTfsemi Jósefs II.
virtist Friðriki benda í þá átt. Eigi
sá keisarinn sér fært að beitast á
móti svo mörgum og voldugum
höfðingjum, sem í félagi þessu
voru. Fyrir því fórust landaskift-
in fyrirhuguðu fyrir. En eftir
dauða Friðriks sundraðist þjóð-
höfðingjafélag þetta.
Frá sögulegu sjónarmiði hefir
samt félag þetta töluverða merk-
ingu. Það er fyrsta opinbera til-
raiin af hálfu Prússlands, til þess
að gerast leiðtogi alls Þýzkalands.
En nú var ekki langt eftir. Frið-
rik II. lézt 17. ág. 1786, og hafði þá
átt lengi friði að fagna. Var það
almannamál, að tveir dagar eins
og Friðrik mikli kunni að nota þá
bezt, væri jafn-gildir heilu ári, eins
og það er notað af fjöldanum.
18.
Manngildi.
Friðrik annar var einn allra
merkasti og nýtasti einvaldskon-
ungur, sem mannkynssagan kann
frá að segja, Hann var konungur
í 46 ár. Af þeim var réttur helm-
ingur friðarár. Hann skifti ríkis-
árum sínum jafnt milli friðar og
hernaðar. Aðal-styttur ríkisstjórn-
ar hans var herinn og féhirzlan.
Með miklum sparnaði fekk hann
því til leiðar komið, að skilja eftir
sjötíu miljónir dala í féhirzlunni,
sem er íeikna upphæð. Við lát
hans mun herinn hafa verið 200,-
000 manns, æfður með þeirri dæma-
fáu vandvirkni, sem einkendi öll
störf hans. Hann var lang-snjall-
asti hershöfðingi sinnar tíðar, stór-
vitur maður, en ekki að sama
skapi samvizkusamur, er um hags-
muni lannarra var að ræða. Mikil
viðburðaöld var í þann veginn að
renna upp, er hann lézt, og Skygðu
þeir um stund á frægð hans. Nú
er bilið orðið svo langt í milli, að
vér fáum séð hann í réttu ljósi.
Þegar vér afhugum alt hlutdrægni-
laust, verðum vér þess varir, að
þarna höfum vér fyrir oss eitt af
mestu stórmennum nýju sögunnar.
Einn hinna nýrri þýzkra sagn-
ritara hefir komist svo að orði um
hann: “Friðrik, Prússakonungur,
hefir orðið að þýzkri þjóðhetju,
þótt bann hafi lítið sótzt eftir
þeim heiðri. Hann kunni ekki að
meta þann frama, er fyrir þjóðinni
lá, sem dáði hann og lét skáld sín
yrkja honum lof. En vilja sinn lét
hann verða lög frá Austursjó til
Mundíufjalla. Hohenzollern-ættin
hafði enn ekki drýgt örlög sín.
Heil öld varð að líða áður vilji
þýzkrar þjóðar gerði hana að líf-
verði heiðurs síns og valds, og óf
örlög sín sainan við örlög hennar.
Leiðin, sem eftir var farið að því
markmiði, var sú leið, sem kjör-
furstinn mikli og Friðrik mikli
höfðu markað niður—leið ofbeld-
is og harðýðgi, sem flest ríki nú-
tímans hafa ferðast eftir.”
Friðriki mikla var vel í hendur
búið af forfeðrum sínum, því verð-
ur ekki neitað. Hann gerði Prúss-
land að stórveldi í fyrstu röð, þótt
það væri minna land en nokkurt
annað, er þar földust. Til að koma
þessu til leiðar, hafði herinn verið
honum það verkfæri, sem dugði.
Menn bans fóru hvert sem hann
skipaði þeim og gerðu hvað sem
hann bauð. Sjálfur var hann lang-
snjallasti hershöfðingi sinna tíma.
Hann ríkti eins og harðstjóri, en í
þeim einlæga tilgangi, að láta alt
miða þjóð sinni til velferðar. Þjóð-
in ihafði sjálf svo sem ekkert að
segja. Einvaldurinn einn vissi,
hvað henni var fyrir beztu og það
lét hann hana fá. Hvort þjóðin
sjálf áleit það gott eða ilt, gerði
ekkert til.
Alt var hér, eins og gefur að
skilja, undir hæfileikum einvalds-
ins komið: innsýn hans, fram-
kvæmda fimleik, einbeitni og ein-
lægni. Eftir hans dag rann upp
alt annað en glæsilegt tímabil fyr-
ir einveldið þýzka. En það var sök-
um þess, að þá naut hans ekki
lengur við, sem verið hafði bæði
sverð landsins og skjöldur. Þá
varð einvaldsstjórnin þýzba sér til
all-mikillar háðungar. Hlutdeild
Prússlands í sögu Norðurálfu var
fremur léleg, unz nýr andi reis upp
með þjóðinni sjálfri. Þá bar flóðald-
an mikla, sem upp reis, Hohenzol-
lern-einvaldinn á baki sér. En hún
var sterkari en svo, að bans stýris-
taumar héldu.
Friðrik mikli skoðaði sig sem
helzta þjón ríkisins. En í raun og
veru var hann einungis þjónn
Prússlands en alls ekki þjónn alls
Þýzkalands. Þess vegna á hann
naumast skilið, að vera skoðaður
persónugerfing hins þýzka þjóð-
aranda. Þýzka þjóðarandanum
bar hann ekki mikla lotningu
fyrir og skildi naumast til hlítar.
önnur erfisögn hefir um hann
myndast, sem lítið hefir við að
(Fraanh. á 3. bls.)
GISLI GOODMAN
TINSHIBIIR.
VerkatœBl:—Horni Toronto Bt. eg
Notre Dame Ave.
Pkune HelanUto
Gnrrj 28S8 Garrr 809
J. J. B/LDFELL
FASTEIGNASALI.
Unlon Bnnk 5th. Floor lf«. IM
Solur hús og lótíir, og annaiV þar aV
lútandi. Útvegar penlngaláa e.fl.
Phoie Maln 2685.
v-_______ J
TH. JOHNSON,
Úrmakari og Gullsmiður
Selur giftingaleyfisbréf.
Sérstakt athyffli veitt pöntunum
og viógrjöróum útan af landi.
248 Main St. - Phone M. 6406
J. J. Swanson H. G. Hlnrikaaon
J. J. SWANSON & CO.
fasteignasalah o«
[■rnlnxa ■IW.F.
Talnfmi Kala 2697
Cor. Portaee aad Garry, Wlaaia#(
MARKET HOTEL
14« Prlar tmm Strtet
á nótl marknlliani
Bestu vlnföng’, vindlar og a«-
hlynlnp góZ. íslenkur veitinga-
maöur N. Halldórsson, letökein-
Ir lslendingum.
P. O’CÖNNKL, Eigandi WtiBlfcs
Arnl Anderson E. P. Qarland
GARLAND & ANDERSON
LCGFRÆBISGAR.
Phone Uala 1661
491 KUctric Railway Chambori.
Taleiml: Main 5302.
Dr. J. G. Snidal
TANNLÆXNIR.
614 SOMERSET BLK.
Portaee Avenue. WINNIPEG
Dr. G. J. Gis/ason
Phynlclan and Surseoa
Athygli veitt Augna, Eyrna og
Kverka SJúkdómum. Asamt
innvortis sjúkdómum og upp-
skurTJi.
18 Soath 3rd St., Grand ForBra, N.D.
Dr. J. Steíánsson
401 BOYD BUII.DING
Hornl Portare Ave. o( Edmonton St.
Stundar elngrönsu augna, eyrna,
nef og kverka-sjúkdóma. Er all hitta
tri kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til t ,.h.
Phone: Main 3088.
Heimlll: 105 Oliria St. Tals. G. 2815
Vér höfum fullar blrsSir hrein-
ustu lyfja og meSala. KomiR
meö lyfsetSla yhar hineaS, vér
gerum mebulin nákvæmlega eftir
ávísan læknlsins. Vér slnnum
utanevelta pöntunum og seljum
giftlngaleyfi. : : : :
COLCLEUGH & CO.
Notre I)nme A Shcrbrooke Sta.
Phona Garry 2ÓÖ0—2691
A. S. BARDAL
selur líkklstur og annast um út-
farir. Allur útbúnaSur sá bestl.
Ennfremur selur bann allskonar
minnisvaröa og legsteina. : :
813 SHERBROOKE ST.
Pheae G. 2152 WINNIPEG
ÁGRIP AF REGLUGJÖR9 um
heimiliu’éttarlend í CaRada
og NorSvestnrlandinB.
Hver fjölskyldufatSir e3a hver karl-
maöur sem er 18 ára, sem var brezkur
þegn i byrjun strltisins og hefir veriti
þaö silan, e*a sem er þegn BandaþjótS-
anna etSa óhátSrar þjötSar, getur tekltl
helmliisrétt á fjórtSunr úr sectlon af ó-
teknu stjórnarlandi í Manltoba, Sas-
katchewan etSa Alberta. Umsækjandl
vertSur sjálfur atS koma á landskrlf-
stofu stjornarinnar etSa undirskrlfstofu
hennar í því hératii. 1 umboBi annars
Skyideri—Sex mánatla ábútS og rsektun
má taka land undir vissum skllyrtSum.
landslns á hverju af þremur árum.
í vlssum hérutSum getur hver land-
Tandnemi fengitS forkaupsrétt á fjðrtS-
unri sectionar metS fram iandl sínu.
VertS: 13.00 fyrlr hverja ekru. Skyldur:
Sex mánatSa ábútS á hverju hinna
næstu þrtrrJa ára eftir hann hefir
hlotitS elgnarbréf fyrlr heimilisréttar-
landl sínu or auk þess ræktatS 50
ekrur á hinu seinna iandl. Forkaups-
réttar bréf retur landnemi fengitS um
leitS or hann fær heimlIisréttarbréfitS,
en þó meti vissum skiiyrtSum..
LanJnemi, sem fengitS heflr heimilis-
réttarland, en retur ekki fenritS for-
kaupsrétt (pre-emptlon) retur keypt
heimiiisréttarland I vlssum hérutSum.
VertS $8.00 ekran. VertSur ats búa á
iandinu sex mánutSi af hverju af þrem-
ur árum. rækta 50 ekrur og byrrja hús,
sem sé $300.00 virtSi.
Þeir sem hafa skrifatS sir fyrir heim-
illsréttarlandi, rota unnit5 landbúnats-
arvinnu hjá bændum I Canada áritS
1917 or tíml sá reiknast sem skyldu-
tfmi á landi þeirra, undir vissum skil-
yrtSum.
lierar stjórnarlönd eru aurlýst etsa
tilkynt á annan hátt. reta heimkomnir
hermenn, sem veritS hafa I herþjónustu
eriendls or fenritS hafa heitiarlera
lausn, fenrltS eins dars forranr* rétt
til atS skrifa sir fyrlr heimiiisréttar-
land! á landskrifstofu hératSslns (en
ekkf á undlrskrifstofu). Uau.narbréf
vertiur hann atS reta sýnt skrifstofu-
stjðranum.
W. W. COHT,
Deputy Mlnister of the Xnterior.
BlötS, sem flytja aurlýsinru þessa 1
heimlldarlcysi, fá cnga borgun fyrir.