Heimskringla - 21.06.1917, Side 7
WINNIPEG, 21. JÚNÍ 1917.
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐSÍÐA
I
Um nokkur íslenzk
mannanöfn
Eftir Kr. Ásg. Benediktsson.
(Eramh.)
11. RiSi, rííiur eru viðliðir nafna,
einkum þó kvenna. Báðir þessir
liðir eru af sögninni iað ríða, (ríð,
reið), og nafnorðið: reið. Karl-
mannanöfnin eru: Indriði og And-
ríður. Eins og áður er drepið á,
eru mörg kvennanöfn, sem nú hafa
viðliðinn ríður, bæði í framburði
og riti, og hefir svo verið yfirleitt
síðan nafnaritun hófst. Eg tek
það enn fram, að eg er viss um, að
liðurinn hefir verið fríður, í flest-
um nöfnuim, en ekki Ástríður, Sig-
ríður, Nerríður, Sigríður, Þórríð-
ur m. fl.
12. Rík og Rek finnast í stofn-
umum og einkum viðliðum, í nöfn-
urn germönsku þjóðanna. Ekki
finnast nöfn af þeim einum, eða út
af fyrir sig, nema sem viðurifefni,
svo -sem: Guðmundur ríki, Loftur
ríki, o.s.frv. Þau þýða bæði þá,
sem eru ríkir (auðugir), og rfkja
(hafa völd). Alrekur (Alvaldur):
einn ríkjandi. Þjóðrekur, þjóð-
stjórnari. Gaurekur, sá er ríkti
yfir Gautum. Orð þessi eru oftar í
viðlið en stofni hjá Norðurlandæ
þjóðum. Sumir halda iað rek komi
af sögninni reka (rek, rak). Slíkt
nær engri átt, þá til grunns er
grafið. Sum þessi nöfn halda e-inu
enn þá, en sum hafa slept því fyrir
fult og alt. Eiríkur finst oft ritað
í fyrri dagai: Eirekur, en hefir slept
því fyrir löngu. Eins er um nafnið
Eriðrekur (sjá Friðrekur biskup).
3>að var skrifað þannig í gamla
daga. Nú er nafnið sniðið á
danska vísu, nefnt og skrifað Frið-
rik, í staðinn fyrir Friðríkur, sá
sem er ríkur af friði, eða ræður
yfir veídi friðarins. Eins er um
mörg fleiri nöfn, svo sem: Diðrik
eða Þiðrik, sem er Þjóðrekur, og
var uppi á íslandi í landnámstíð.
Ætti nú að vera Þjóðríkur eða
Þýðríkur, sá sem á eða fer með
völd þjóðarinnar. Fleiri nöfn
mætti ihér ræða um, en eru fiest á
ringlandi reið, nema nafnið Ei-
ríkur.
13. Rún er stofn nafna og viðlið-
ur í æði mörgum nöfnum. Hvað
nöínin Rúni og Rúna merkja, ber
mönnum ekki saman um. Menn
hatfa nú oftast Rún í nefnifalli, í
stað Rúna. Aftur í gælunafninu
Rúna, af Guðrún, helzt gamla
myndin. Upphaflega er að sjá í
fornum ritum, að Rúni merki vin-
ur en Rúna vina. Þó haifa nöfnin
hulinshjálmis blæ yfir sér. í Snorra
Eddu er talað um ‘at fela í rúnum’,
líklega að kenna myrkt eða djúpt,
fara dult með. 1 heiðni kunnu
menn að ritsa rúnar á tré og yij'a
rúnar á steina. En eftir að
kristni kom, kendu klerkar að sú
kunnátta væri fordæðuháttur og
fjandans fjölkyngi. Þeir voru svona
lærðir, að þeir þcktu ekki rúna-
stafröð germönsku þjóðanna biess-
aðir. 1 fornöld kunnu ekki nema
sára fáir að rista rúnar eða lesa
þær. Það var því eðlilegt, að tad-
menningur ihéldi, að þær væru
galdrar og forynju skapur. Eðli-
legt að menn héldu táknin leynd-
ardómsfull og myrkra undur. 1
seinni tíma hefir beygingin ar
breyzt í ir, eins og sum önnur orð
úr þeim beygingaflokki bafa gert.
En nú á seinni tímum nota ómál-
fróðir menn orðið rún í allra
handa merkingum, Hér er að eins
talað um forna þýðingu orðsins,
oftast vina eða trúnaðarkona. Þór
er nefndur “rúni Sifjar” konu sinn-
ar, vinur, trúnaðarmaður. 1 þess-
um konunöfnum mun sú meining
felast í orðinu: Ásrún, Dagrún,
Guðrún, Hugrún, Oddrún, Sigrún,
Sólrún, Yalrún og úlfrún. Ásrún,
vina Asanna; Goðrún, vina goð-
anna o.s.frv. öll þessi konunöfn
og þau, sem ekki eru talin hér, eru
falleg og góð og gild í málinu. Sum
eru fánefnd og hafa ætíð verið fá-
nefnd, svo sem: Ásrún og Yalrún.
Sum fjölnefnd: Guðrún, sem nú er
líklegast fjölnefndastai konunafn á
meðal fslendinga. Rún er stofn í
þessum nöfnum: Rúnólfur, Rún-
baldur. Þó fólk segi og riti Run-
ólfur, þá er stofninn Rúnólfur.
Run er afbökun og getur ekki haft
þýðingu í manns nafni. Nöfnin
Rúnfastur, Rúnviður, tog konu-
nöfnin Rúnhildur, Rúnelfur og
ölrún hafia verið til, en ætíð fátíð,
og nú naumast til. Geit heitir
heiðrún.
14. Rút, áður Hrútur, nú Rútur,
og þýðir hrútur, en hrúturinn
heitir mörgum nöfnum, og er fall-
egt dýr. Hrútur er betra nafn en
■Rútur. Nafnið er fátítt, en hefir
verið uppi frá fornu, og er enn þá
til í þessari mynd.
1. Sal, Sól, Söl. öll þessi orð eru
stofnar í mannanöfnum. En þeim
befir aila daga verið blandað sam-
an, bæði að uppruna og í rithætti.
Má telja víst, að sal og söl sé sama
tóbakið, stofninn sé söli, eins og
Salvi og Sölvi nefnilega fjörusöl,
sölvafjörur, ætiþari. Það má hugsa
sér, að stofninn sé dreginn af orð-
inu sal(ur) 1 nöfnunum Salbjörg
og Siailný, sem eru björgun og ný-
ung salsins. En ekki munu mörg
nöfn dregin af salur. Yerður
naumast vart að mun í norrænni
tungu, að nöfn eigi þangað upp-
runa sinn að telja.
Nafnið Sölvi er framan úr for-
neskju. Það barst til Islands
strax á landnámstíð og hefir verið
þar á stangli síðan. Stofninn er
Salv, og hljóðvarpamynd þar Sölvi.
Nafnið er komið frá Sölva gamla í
Sóleyjum eða Söleyjum, eða Sels-
eyjum. Eyjar þessar eru ritaðar á
þessa háttu og fleiri. i/n þar var
sölvatekja og eyjarnair eflaust þar
við kendar, og ærið sennilegt, að
Sölvi* * gamli hafi dregið nafn af
þeim. Svo má gcra um mörg önn-
ur nöfn, sem nú eru með stofnlmn
sól, og uppruni þeirar sé söl. Til er
lýsingarorð f fornmálinu. sem með
ákveðna greininum er: hinn sölvi,
er nú lýsingarorðið sölur, fölnað-
ur, iitverpur, sámleitur, módökkur.
Sólmundur og Sólveig halda fræði-
,menn að upphaflega hafi verið:
Sölmundur og Sölveig. En nöfnin
Sólberg* og Sólrún séu af sólu dreg-
in, og allr vita hvað þýðir.
2. Sámr var uppi í fornöld sem
mannsnafn, og engu síður jötna
heiti. Sámur: dökkleitur, skol-
brúnn. Af þessu nefni er nafnið
Sæmingur komið.
3. Sig og Sigr er stofn í fjölda-
mörgum nöfnum karla og kvenna,
og er afar fornt. Nöfn með þessum
stofni hafa verið uppi frá ómuna-
tíð um öll Norðurlönd. Það merk-
ir sigur. í afar gömlum nöfnum
var stofninn stundum Sigis fyrir
Sig. Sigur(geir) er yngra en Sig og
fer verr. Karlmannanöfnin Siggeir,
Sigmundur og Sigurður eru með
olztu nöfnum, sem komin eru af
þessum stofni, Konunafnið Sigríð-
ur og Sigleií, eru ein af elztu konu-
nöfnum. Á síðari tímum hefir fóik
hnýtt hebreskum, latneskum og
jafnvel norrænum klúðursnöfnum
aftan í þenna fagra stofn: Sigur-
*) Sölvi gamli var langatfi Hálf-
danair gulltannar, föður Sólveigar
eða Sölvu konu Ólafs trételgju.—
Höf.
*) Hér er maður f Nýja Islandi,
sem heitir Sólberg, meinar líklega
Sólbergur. Eg hefi hvergi rekist á
það nafn áður. Sólbergur, samai
og Bergur, er af Björg, og hefir
margar og góðar merkingar. Nafn-
ið Sólbergur merkir sólarbjörgun,
en sólin er lífgjafi alls lífs. En
nafnið Sólberg er nokkuð annað en
ekki í norrænum sniðum. Það er
þá sænska nafnið Sunberg.—Höl.
LOÐSKINN ! HÚÐIR! ULL
Ef þér viljið hljóta fljótustn skil á anélvirfi
og hsesta verð fyrir lóðskinn, húðir, nll og
fl. sendiö þetta til.
Frank Massin, Brandon, Man.
Depl H.
Skrifið eftir prísum og shipping tags.
BORÐVIÐUR m’ouldings.
ViS höfum fullkomnar birgðir af öllum tegundum
Verðskrá verður send hverjum þeim er þess óskar
THE EMRIRE SASH & DOOR CO., LTD.
Henry Ave. Eaat, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511
-■ i
“jón”, Sigur-“páir, Sigur- “sturla.”
Þessi karlmannanöfn hatfa stöðugt
verið fjölmenn meðal íslendinga:
Sigfús, Sigurgeir, Sigmundur og
Sigurður, sem fyrir stuttu síðan
var þriðja fjölnefndasta nafnið á
Islandi. Konunöfnin: Sigurbjörg,
Siguriaug og Sigríður. Eg hefi hér
á undan tailið mörg nöfn, sem hafa
þenna stofn, en margskonar viðliði
og sleppi því langri upptalningu,
Flest nöfn með þessum stofni og
norrænum viðliðum eru falleg og
þjóðleg. Nafnið Sigtryggur er með
fallegustu nöfnum, með þessum
stofni. Það var til snemma í Nor-
egi og vestur á írlandi bafðist það
við um stund: Sigtryggur konung-
ur silkiskegg, Óiafssonar kvarans í
Dýflinni. Á landnámstíð og lengi
fram eftir verður naumast vart við
það á íslandi, fyr esn um síðustu
öld. Mun Sigtryggur Sigurðsson,
utanbúðarmaður á Húsavík, hafa
verið einna fyrstur manna, sem
bar nafnið þar um slóðir. Sig-
tryggur sá var föðurbróðir Sig-
tryggs Jónassonar fyrv. þingmanns
í Árborg. Ein nafn Sigtryggs á
Húsavík breiddist út í Þingeyjar-
sýslu. Sigtryggur heitinn Bene-
diktseon á Grundarhóli hét eftir
honum, og nokkurir fleiri hétu Sig-
tryggar í Þingeyjarsýslu fyrir og
um síðustu aldamót. Nafnið er
fallegt og fornt, og ætti gjarnan að
verða fjölnefnt. Að fonnu og nýju
styttu sumir nafnið í Tryggvi; en
Sigtryggur er fullgjörðara nafn en
Tryggvi. Að trygðin hefir Sigur-
kraft í sér fólginn, er fullgjörðara
en sigurlaus trygð. Tryggvi som
nafn er kotungur hjá aðalsmanni,
þá Sigtryggsnafnið er borið samiain
við jiað.
4. Skapti er fult nafn. Þýðingin
ekki merkiieg,—skapt á einhverju,
öxi, spjóti, reku Ojs.frv. Nafnið var
upphaflega auknefni: Þonnóður
skapta, Óiafssonair breiðs. Dóttir
Þormóðar skapta var Þórvör.
Hennar maður Þóroddur faðir
Skapta lögsögumanns. Þarna er
viðurnefnið orðið laið eiginnafni.
Hann er sá fyrsti maður, sem nafn
þetta hefir borið, að líkindum. í
fornöld bar samt lítið á nafninu,
fyr en það kemur upp með Skapta
Loftssyni presti á Setbergi (d.
1621). Síðan hefir þaið haldist í
þeirri ætt, einkum eftir daga Þór-
leifs officialis Skaptasonar í Múla.
Skopti er gamalt nafn, en nú fallið
úr sögunni. Vilja sumir teija
Skopta og Skapta sama nafnið.
En það er víst af lítilli ástæðu.
Skopt merkir hár (ihöfuðhár). Er
gildi í merkingum inafnanna minst
að metorða gæðum.
5. Skúli og Skýli eru gömul nöfn,
og samstofna. Skýli er eitt af kon-
unga heitum í Eddu, og svo hét
einn af sonum Hálfdanar gamla,
Þetta nafn mun aldrei hafa kom-
ið til Islands. En Skúlanafnið var
snemma uppi lijá Mýramönnum.
Skúli hét einn aí sonum Þorsteins
Egilssonar og Jófríðar Gunnars-
dóttur Hlífarsonar. Nafnið var þó
beldur fátítt á fyrri öldum en hefir
útbreiðst á seinni tímum frá Skúla
Magnússyni iandfógeta, Nafnið
er höfðingjanafn, sem áður er bent
á, og fallegt.
6. Snorri er fult nafn, og merkir
óeirinn, þráttsaman mann. Snorri
Þorgrímsson goði mun hafa borið
það fyrstur manna á íslandi. tJt-
breiddist síðan frá Snorra Sturlu-
syni og er allvel á lofti enn þá.
Bréf frá Gimli
Heiðraði ritstjóri!
Fátt er í íréttum héðan. Fyrir
viku síðan fóru allflestir fiskimenn
héðan norður á vatn og verða þar
til þess lögákveðna tíma, 15. ág, og
er sagt að fiskitfélögin borgi 4V2c.
fyrir pundið í hvítfiski þar norð-
ur frá, og mun það vera hærra
verð en þau hafa borgað áður að
sumri til.
Eitt er það, sem væri þess vert
að taka til íhugunar í sambandi
við sumarveiði á Winnipeg-vatni,
sérstaklega á þessum stríðstímum,
þegar allir eru að gera sitt ítrasta
að framleiðslu og um leið að spara
alt við sig, sem mögulegt er. Mér
er sagt af fiskimönnum, að fiskifé-
lögin kasti úr V* til 1-3. af allri sum-
arveiðinni, og borgi ekkert fyrir,
og að sá partur sé fluttur upp í
skóg og grafinn. Félögin finna það
að þessum fiski, að hann sé of
smár fyrir markaðinn eða að hann
sé ekki nógu ferskur; þó er hann
alveg óskemdur að því er séð verð-
ur en tálknin ekki eins rauð og á
lifandi fiski. Ekki vilja félögin
geyma þenna fisk fyrir fiskimenn í
íshúsum sínum þangað til þeir
kæmu honum til markaðar. Þar
af leiðandi verður hann ónýtur, og
er það afar stór skaði; en þegar
lítil er veiðir kalla þeir sem næst
allan fisk góðan og kasta þá sama
sem engu úr. Hver bátur má veiða
30,000 pund á vertíðinni; þegar
það er fengið, verður báturinn að
hætta. Það kostar stjórnina afar
mikla peninga að halda við fisk-
inum í Winnipegvatni; og helzt
hann þó ekki við, því með hverju
ári minkar tfiskurinn að mun. Að
lfkindum væri þó hægt að halda
lionum við, ef ekki væri eins mikið
gert ónýtt, þvf hver bátur verður
að veiða 40 til 45 þúsund pund til
þess að fá 30 ])ús. pund af mark-
aðsgengum fiski, sem félögin kalla.
Fyrir utan þetta er lítið eftirlit
með vigt á þessum fiski, sem félög-
in kaupa og kaila góðan, og ekki
er ótrúlegt að 2,000 pund á bát
tapist á þann hátt, sem annars
gæci verið óveiddur; ekki veit eg,
livort fiskimenn bafa kvartað yfir
þessu við þingmenn sína nokkurn
tíma, og ekki hefi eg nokkurt um-
boð frá þeim (fiskim.) að hreyfa
þessu máli, en eg get ekki betur
séð, en að eitthvað sé hægt að gera
í því, og það þyrfti að gerast sem
fyrst, því annað hvort verður
stjómin að banna, að minsta kosti
sumar veiði 1 Winnipeg vatni inn-
an fárra ára, eða banna félögunum
að viðhafa sömu verzlunaraðferð
og þau brúka nú, og að stjórnin
hefði strangt eftirlit með félögun-
um, bæði með vigt og úrkast, eða
þá að stjórnin bygði íshús í hverri
veiðistöð og keypti allan fisk þar
eða seldi hann fyrir fiskimenn, að
frádregnum kostnaði, eða þá að
stjórnin að minsta kosti tæki á
móti öllu úrkasti og kæmi því í
peninga fyrir útgerðarmenn, og
teldi úrkast hvers báts í þeim 30
þúsund pundum, sem hver útgerð-
armaður má veiða.
Mér finst að eitthvað af þessu
gæti komið að tilætluðum notum,
en einhver þartf að draga athygli
stjórnarinnar að þessu, því eg ef-
ast ekki um, að stjórnin leyfði ekki
slíkar aðfarir, ef liún að eins vissi
sannleikann. Það væri hægt að
spara fiskimönnum Qg landinu tugi
þúsunda á hverju sumri með
ströngu eftirliti á þessum fiskifé-
lögum. Því ekki að byrja á því í
sumar, ef það er mögulegt? Ekki
meira um það að sinni; eg Vil gefa
öðrum orðið, sem málefnið er
skyldara en mér.
Eg las grein í Lögbergi, sem út
kom í þessari viku, með fyrirsögn-
inni: “Kosningarnar f S^skatche
vvan.” Oft hefir vel verið, en aldrei
eins og nú, hvað pólitík ritstjóra
þess snertiý; hann fer langt fyrir
neðan garð, og snertir ekki við
fylkis pólitík. Greinin er sem sé
öll um tollmál, sem ómögulega
geta snert fylkiskosningar. Um
tolilmál geta /allir, ,sem , atkvæði
hafa, greitt með eða móti í öilum
fyikiskosningum þessa lands, þeg-
ar til ríkiskosninga kemur. Að
líkindum er það eins fyrir ritstj.
Lögbergs og litlum drengjum
heima á íslandi; þegar þeir sáu sjó-
menn í skinnsokkum, þá vildu
þeir hafa skinnsokka líka, en gerði
ekkert til, livort þeir láku eða
ekki.
Eg vil benda ritstjóranum á, að
liberaiar voru að völdum frá 1896
til 1911. Það getur vel verið, að
hann viti þetta, en svo getur vei
verið, að bann sé búinn að gleyma
því sem öðru. Þá vil eg spyrja:
Var ekki toliur á akuryrkju verk-
ærum hærri á því tímabili, en
ha-nn er nú? Það getur vel verið,
að mig misminni þetta. Lofuðu
ekki liberalar við kosningarnar
1896, >að afnema tollinn (“to give us
free trade”)? Svo getur vel verið,
að þeir hafi gert það, þó enginn
hafi tekið eftir því nema ritstjóri
Lögbergs; því sjálfsagt hafa þeir
efnt loforð sitt!
Hvað gerði Hon. Frauk Oliver,
er þá var innanríkismálaráðherra,
margar tilraunir á því tímabili, við
sinn eigin ílokk — við sína eigin
flokksstjórn, að afnema toll á ak-
uryrkju verkfærum? Mundi nokk-
ur óvitlaus maður annar en ritstj.
Lögbergs (því það eru þó sumir
svo veikbygðir að halda hann
það), bera saman verzlunarfrelsi
Oanada eins og það er nú og verzl-
unar ófrelsi íslands fyrir 300—400
árum? Er ekki sennilegt, að verzl-
unarlög Canada séu bygð á þeim
kringumstæðum, sem við og um-
heimurinn skapar okkur, eða í aí-
stöðu okkar gagnvart öðrum þjóð-
um í verzlunarlífinu? Annars
höfðu libcralar á þessum 15 árum
frá 1896__1911) gjörbreytt tolllög-
unum, eins og þeir sögðust skyldu
gera, en þeir hatfa að öllum' líkind-
um séð með öðrum augum torfær-
urnar þegar á sjó var komið
Tollög hljóta að vera svo úr garði
ger, eða á því “prinsípi” bygð, að
þau komi að sem mestum og bezt-
um notum fyrir landið í heild
sinni, en ekki fyrir sérstaka parta
þcss eða fylki.
Er ekki hugsanlegt, að þess vegna
batfi Borden ætlað að stofna toil-
nefnd fyrir alt Canada (“Tariff
Commission”) árið 1912 eða 1913? 1
þá nefnd átti að velja færustu
menn í verzlunarfræði og tollmál-
um, tii þess að stjórnin gæti enn
betur náð þeim tilgangi að semja
tolllög sem væru algerlega sann-
gjörn gagnvart öllum stéttum og í
samræmi við atfstöðu þessa lands
við verzlunarheiminn. tessi tillaga
Bordens komst í gegn um þingið,
en iiberal meirihlutinn í “senat-
inu” feldi hana. Man ritstj. Lög-
bergs nokkuð eftir þessu? Svo
getur líka skeð, að mig misminni.
Hverjir af lesendum Lögbergs
mundu vilja kannast við, að þeir
tryðu eftirfylgjandi staðhæfingu
ritstj. Lögbergs , ofannefndri grein,
sem hljóðar þannig:
“Ástæðan liggur í augum uppi.
Auðvaldið sórst í félag með aftur-
haidsflokknum á móti alþýðunni
árið 1911, til þess að kúga þjóðina
með nauðungartollum.”
Séu nokkrir sem trúa þessu, væri
æskilegt að reyna að gera þeim
skiljanlegt, að þeir gætu verið
mikið betri tflokksmenn með því
að leita sér upplýsinga hjá öðrum
en þeim, sem hafa lært maga-póli-
tík Lögbergs ritstjórans.
Margt væri hægt að segja um
þessa óviðjafnanlegu dellu-grein,
en eg geri það ekki að sinni, að
öðru leyti en þvf, að “eg mótmæli
að öllu” að í henni sé nokkur
snefill af “logic” eða sanngirni. Þó
er hún rituð af manni, sem vill
vera álitinn pólitiskur leiðtogi
okkar íslendinga. En hvort hann
verður það, er á okkar valdi.
Þinn einlægur,
Gunnlaugur.
Fróðlegt bréf frá
Frakklandi.
“A hervöllum Frakklands,
10. matf 1917.
Mr. og Mrs. S. Pálsson,
Winnipeg, Man.
Kæru foreldrar!
í fyrra dag meðtók eg bréf frá
ykkur og í gær fékk eg aftur bréf,
svo eg held það standi nærri mér
að setjast niður og svara. Eg skrif-
aði ykkur rétt fyrir skömmu, svo að
ekki verða miklar fréttir, sem eg get
sagt í þettai sinn.' Mér líður ágæt-
lega vel og kann mjög vel við mig í
alla staði. Mér hefir liðið betur, eg
vil segja helmingi betur, síðan eg
komst til Frakklands. Þótt hlunn-
indi séu hér ekki eins og góð og á
Englandi, og erfitt að fá al!a skap-
aiða hluti, þá finst mér alt samt
betra. Eg hefi haft fleiri frístundir
hér. Á Englandi vorum við aldrei
frjálsir frá morgni til kvölds; og
loksins, þegar margþráða kvöld-
ið kom, var eg oftast nær mátu-
lega þreyttur til að skríða í bólið
og sofna sætan og væran dúr. Þá
dreymdi mig, og oftast var eg að
sveima í Winnipeg. Hugurinn
hvarflaði heim til Canada, “frjáls-
asta landsins í veröldinni”, eins og
eg heyri svo oft komist að orði hér.
Mér hefir skilist það vera eðli allra
að vilja eiga og halda öllum þeim
hlutum, sem bera fegurð og gæði.
Mér liefir fundist, síðan eg kom
hingað, eins og kreppai að mér. Það
er ekki sarna víða og frjálsa ú sýnrð
og í Canada. Enda ber fólkið það
með sér, að það býr ekki við sömu
kjör og við. Það er eins og það baf.i
einhvern ófrjálsan blæ og beri ekki
höfuðið iiátt.
Eins og eg hefi áður skrifað ykk-
ur, var tíðin hin versta á meðan við
dvöldum á Englandi. Þá tvo mán-
uði, sem við vorum þar, get eg ekki
munað einn dag, sem ekki annað
hvort snjóaði eðai rigndi, og hatfði
það ill áhrif á mig. Mér var sagt af
mörgum, að svo langur vetur og ilt
tíðarfar væri varla í mamna minn-
um þar. Þegar við komum til Frakk-
lands, var blautt umferðar og í flest-
um skotgröfunum óð maður leirinn
uppað kné; en nú er alt þurt orðið
og glaðai sólskin á hverjum degi.
Þótt ekki sé heitt, þá er lofiið
þungt, því á öllu svæðinu, sem bar-
ist hefir verið á nú nýlega, er jarð-
vegurinn allur umturnaður af stór-
skotunum og þar af leiðandi laus.
Þegar hvast er, þyrlast rykið upp.
Hér eru líka umferðir miklar, svo eg
held að allar brautir hér gefi Main
og Portage á laugardagskveldi kl. 6,
ekkert eftir.
Alt umhverfis okkur hér er í eyði.
Smábæir, sem eg get hugsað mér að
hafi áður staðið í fögrum hlíðum
umkringdir af frjósömum ökrum,
eru nú allir í rústum og dimmir og
þögulir, — minnisvarðar þýzkrar
menningar. í fyrra dag fórum við
um borg áiíka stóra og Winnipeg,
og ekki tel eg að eg sæi hús, sölu-
búð eða hokkra stórbyggingu, sem
ekki var svo í sundur rifin, að ó-
mögulegt væri að bæta. 1 miðri
borginni, eða þar um bil, hafði
staðið stór og vegleg kirkja, um-
kringd af fallegum grafreit. Hún
hafði verið bygð, eins og flestar
kirkjitr hér, eftir gotneskum stýl,
og var meistaraverk að innan og
utan. Nú stendur hún í rústunat.
og reiturinn umhverfis rifinn og
tættur upp. Þessi lýsing á við ail*
bæi, þar sem Þjóðverjar hatfa fariðk
um. Fyrst eftir að eg kom hingað^
þá áttaði eg mig ætíð á kírkjo-
turni í smáþorpi vestur af staðn-
um, sem eg er siaddur í og er svar-
ar þremur mílum vegar. Bær Jiess®
er nærri ailur í rústum, en ein—
hverra orsaka vegna hafði kirkjam
komist hjá skemdum. 1 vikunmi
sem ieið, cg held það hatfi veríð H
fimtudaginn, þegar við vorum a'ð
borða miðdagsskamtinn, heyrðum
við hvína 1 5 eða 6 kúlum fr&
“Frissa". Eg hugsaði ekki meira
út í það þá en um ikvöldið tók cg
eftir því, að turninn í vestrímr vaEr
horfinn. Þeir hatfa verið að Ieika>.
sér og sjá hversu góðar skyttur
þeir væru og var turninn þeím A-
gætt skotmark. En líklegra þykir
mér, að þeim hiatfi fundist verkið 6-.
fullkomið, þar sem kirkjan stóð
eftir, og hafi viljað ljúka við það..
Þjóðverjar hafa ágæta flugmennr
og eru þeir bæði hugaðir og djarf-
ir. Næstum diaiglega fljúga þeir hér
yfir okkur, en svo hátt, að byssurn-
ar ná varla til þeirra. Um daginir.
var einn skotinn niður hér skamt-
frá, og var það einum okkar flug-
manna að þakka. ‘íFrissi” var &
flugi nærri því 3,000 fet í lofti og
þegar hinn hæfði hann, steyptist,
vélin niður. Hún veltist um á all-
ar síður og hélt eg að hann mundí.
koma niður i kös. Þegar banix.!
átti eitthvað 500 fet til jarða,T, náðí
sá þýzki taki á vélinni og gat rétt.
hana við, og lenti alheiil. Eg kalla-
það vel gjört, og hefir hann án efa
óbilaðar taugar. Þenna sama dagg-
stóðum við margir saman og- vor-
um að borfa á kúlurnar sprínga
alt f kringum þýzka flugvék Yíð
vorum svo niður sokknir í að
horfa á bardagann, að við tókunæ
ekki eftir því, að hann var smám-
saman að færast fyrir ofan okkur.
Áður en eg gæti talið tíu rigndii
niður járnbrotum alt í kring um •
okkur. Við vorum ekki lengi að',
skunda brott. Eg gróf eitt stykk-
ið ujip og vair það heilt hylki, og\
hefði það komið f höfuð einhvers,,.
þá hefði sá hvílt í ró.
Eins og eg hefi tekið fram, liefir
tíðin hér verið indæl og þurkar
miklir. Brautirnar eru þvf allar
orðnar þurrar og liarðar og því l
ekki eins erfitt að flytja nauðsynj-
iHir eins og á meðan alt var á sundt-
og maður óð leirinn upp í knés-
bætur. Eg kom hingað um pásk-
ana og var þá fjarska erfitt umferð- ,
ar, en, nú er alt ])urt og er barist ar
ákafa miklum og gengur Bretunas
einlægt betur. Þeir eru að smá-
mjaka þýzkurunum atftur á bak og;-
bráðum kemur sá tími, að Frakk-
land hreinsast af þeim óþokkalýð .
Það er varlai mögulegt að Iýsa þeime
ósköpum, sem á ganga, eða það cc'
mér ofurefli, en eg get sagt og það»
með sanni, að brezka stórskotalið-
ið er dásamlegt, og er ómögulegti
að hugsia sér það betra. Nú eru
næglir af skotfærum og drynja þvf
byssurnar dag og nó t. Þúsund--
um kúlna rignir yfir þá þýzku þvt'
mær stöðugt, og segja fangar, se:« ;
teknir e u, að það sé reglulcgU
“víti” að iifa í þeim eldi.
Eg ætla ekki að Iiaía þctta lengra-.
í þetta sinn. Ekki skuluð þið bera-
kvíðboga fyrir mér, því aldi’ci hefir -
mér liðið betur síðan eg gekk fZ
herinn en nú, og eg vona að eg,
verði kominn heim í haus^, eins;
og mamma segir. Siggi biður að-
heilsa ykkur báðum undur vcl .
Honum líður einnig mæta vel. Svo
kveð cg ykkur, og líði ykkur ætííS
vel. Það mælir af einlægni ykkar
elskandi sonur.
Sigurjón.”'
Utanáskrift:
Pte. S. Paulson, No. 913011.
C Company, 107th Batt., B E P,
. France.'
EINMITT NO er bezti tími aÍS
gerast kaupandi að Heims-
kringlu. Sjá auglýsingu vora
á öðrum stað í blaðinu.
LOKUÐUM TILBOÐUM, skrifatS ut
an á þau til undirritaíis og merkS.
. “Tender for Supplying Coal focr
the Dominion Buildings”, verT5 —
ur veitt móttaka fram a ð kl. 4 e.h. á
þritijudaginn 3. Júlí 1917.
PrentutS eyí5ublöt5, sem hafa ínni a?>
halda allar upplýsingar, fást hjá und*
irrituóum og hjá gæzlumönnum allra.
bygginga stjórnarinnar.
Engum tilboðum verbur sint, utam
þeim, sem gjörö eru á slík eyöublötS*
og undirskrifuð met5 eigin hendi.
Hverju tilboði veröur ab fylgja á—
vísan á canadiskan banka, viðurkend
(accepted) og borganleg til Honour-'
able the Minister of Public Works.
í»essi ávísun verður að vera upp á l(k
prct. af upphæð tilboðsins, — er þetta.
trygging þess að gjöra samninga, ef<
þar at5 kemur. Verði tilboðinu ekkt
tekið, verður ávísunin endursend.
Eftir skipun,
R. C. DESROCHERS,
Secretary^
Department of Public Works,
Ottawa, 9. Júní 1917.
Blöðum verður ekki borgað fyrir
þessa auglýsingu, er þau birta hana
án leyfis Deildarinnar.