Heimskringla - 19.07.1917, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.07.1917, Blaðsíða 1
f------------------------------- Royal Optkal Co. Elxtn Opticimns i Winnipeg. Við h&fum reyntt einum þlniun nel, —* gefðu okkur trkifæri til að regn- ast þér vel. Stofnsett 190S. W. R. Foivler, Opt. - J NÚMER 43 RÚSSAR SIGRA NÚ Á ÖLLUM SVÆÐUM Fallinn á vígvelli. Hörður Þorsteinsson. Hann var sonur þeirra hjóna, 'Tómasar og Guðrúníir Thorsteins- son, 336 Ritá stræti, St. James, nawtur þeim elzta af þeim hræðr- «m fjórum, er í Oanada herinn gengu. Hörður tilheyrði 90. her- deildinni (“Littie black dovils”) og fór til Englands í maf 1916, og það- «n bráðlega til Frakklands, og var í skotgröfum þar til í september sama ár, að hann særðist og var fluttur til Englands. Eftir tveggja mánaða dvöl þar var hann hann alheill aftur og fór þá á ný til Frakkiands. Þar hafðist hann við úr því og fylgdist með viðburðun- um; hann komst heill í gegn um Slaginn um “Vimy Ridge” 9. apríl, og var þá hress í anda í bréfi til foreldra sinna, og bjóst við að fá dá- litla hvíld áður langt liði. í næsta skifti, er hann fór í skotgrafir, 28. apríl, féll hann. Hörður var 25 ára gamall, fædd- ur f Kolkuás í Skagafirði á Isiandi, «n fluttist til þessa lands 11 ára gamall með foreldrum sínum og systkinum og dvaldi ætíð með þeim. Hann var ástríkur og skylduræk- inn sonur og augasteinn og uppá- hald systkina sinna. Bæjarfréttir. John Sigurðsson, hér í bæ, á bréf á skrifstoíu Heimskringlu. Það verður ekki messað í Únít- ara kirkjunni á sunnudaginn kem- ur. Magnús Jónsson frá Cold Springs liggur hættulega veikur á King JSdward spítalanum hér f bænum. Mrs. H. Bjarnason, að 704 Victor str. hér í bænum, fór til Glenboro í fyrri viku í kynnisför til vina þar 1 bænum og grendinni. Gordon Paulson, lögmaður, og kona hans, fóru niður til Gimli fyr- ir síðastliðna helgl og búast við að verða niðri í Nýja íslandi þriggja vikna tfina. íslendingadagurinn verður hald- inn hátfðlegur á Gimli 2. ág. n.k. Allur viðbúnaður sá bezti. Pro- gramm ágætt. Nánar auglýst í næsta blaði. Guðmundur J. Austfjörð, frá Mikley kom til borgarinnar í byrj- un vikunnar og bjóst við að dvelja hér um tíma. Hann sagði alt gott að frétta frá líðan Islendinga þar nyrðra. Hau Erick Gotthard Olund og Annie Augusta Johnson, bæði til heimilis í Winnipeg, voru gefin saman í hjónaband af síra F. J. Bergmann að heimili hans 259 Spence str., 26. júní síðastliðinn. Mrs. Kristín Gíslason, kona G. Th. Gíslasonar trésmiðs hér í bæn- um, andaðist á mánudaginn þann 16. þ.m. að heimili sínu, 961 Garfieid str. Verður liún jörðuð á föstu- daginn þann 20. þ.m. og fer jarð- arförin fram kl. 2 e.li. frá heimil- inu. Ekki gert ráð fyrir neinum blómum. Islendingadagsnefndin hefir af- ráðið, að bjóðá öllum fslendingum hér til allsherjar funds, sem hald- inn verður í Goodtemplara salnum á föstudagskvöldið kemur, til þess að ræða það, ihvort ekki sé til- hlýðilegt að bjóða Einari Jónssyni hingað seinna í sumar, þó hann geti ekki verið á Islendingadags liátíðinni. Fiskimenn og þeir, sem hafa í hyggju að stunda fiskiveiðar, ættu að lesa auglýsingu S. B. Benedict- sonar á öðrum stað í blaðinu. “Sökkur” þessar eru hans eigin uppgötvun og sagðar að hafa reynst vel og að þær standi blý- sökkum ekkert að baki. Hjálparféiag 223. herdeildarinnar biður alla sanna Islendinga að hafa hugfast, að það hefir dálítinn sölu-“stand” með margs konar fá- séðum munum og minjum í sýning- argarðinum 2. ágúst. 3>ar á hver, sem Islendingadaginn sækir, að nema staðar og kaupa eitthvað. — Hlutverk félagsins er fagurt. Bergþór Thordarson, borgar- stjóri á Gimli, kona hans og tvær dætur, voru á ferð hér í vikunni f skemtiferð vestur til Lundar. Með þeim voru Mr. og Mrs. E. Johnson frá Lundar, sem voru nú á ferð hoimleiðis eftir að hafa heimsótt vini og kunningja í Nýja Islandi. Mrs. Ingibjörg Hallson, sem verið hefir í Wynyard hjá Jóni syni sín- um nú næst undan farið, kom hingað til bæjarins á mánudags- morguninn, til iað iieimsækja börn sín. Hún segir uppskeruhorfur vestur frá toluvert betri en áður. Sigurður Sigurðsson, bóndi að Garðar, sem varð fyrir því slysi í f vor að falla niður af háu timbur- hlassi, sem hann var að flytja heim til sín, og meiðast ‘all-mikið, er nú á góðum batavegi og kominn á flakk fyrir nokkuru. Hann er að reisa veglegt hús, sem stendur sunnan undir Garðarskógi fyrir vestan Garðar iftið eitt, og verður það bráðum fulibúið. iSigurður Einarsson, frá Alberta og sem dvelur hér í bænum um tíma, veiktist skyndilega fyrir rúmri viku síðan. Hafði hann fundið til ígerðar í hálsinum um tíma, sem þjáði hann ekki mikið, en ágerðist alt f einu. Yar hann fluttur á sjúkrahúsið og þar skor- ið í háls hans tvisvar eða þrisvar. —Kona hans, sem Dr. Brandson skar upp nýlega, er nú komin af sjúkrahúsinu og batnar henni vel. íslendingadags nefndin í Wyn- yard, Sask., vinnur kappsamlega að undirbúningi fyrir hátíðarhald- ið 2. ágúst næstkomandi, og mun gjöra sitt ýtrasta tii að samkoman verði fslendingum til sóma og á nægju, enda væntir nú meiri að- sókrnar en nokkru sinni fyr. — Nánar auglýst í næsta blaði. Aðventistar ihafa tjaldbúðar sam- komur úti í River Park þessa dag- ana; þar eru tjöld til íbúar fyrir fólk, sem komið hefir að frá öðrum bæjum eða utan af iandi. Ákaflega stórt tjald er notað til fyrirlestra, sem haJdnir eru daglega kl. 10Vá fjh., kl. 2H ejh. og kl. l'A c.h. — Alla yfir- standandi viku og næstkomandi sunnudag verða samkomur þessar á tilteknum stað og tímum. Mikill fjöldi Winnipegbúa heifir sótt fyrir- lestra þessa, sem eru ókeypis fyrir allat Ræðumenn eru þar saman- komnir víðsvegar að, frá Canada, Bandarfkjunum og Evrópu. íslenzkar konur! Gleymið ekki sokka samkepninni. Alt sem stuðl- ar til þess að hermönnunum okk- ar líði vel, er fagurt og nytsamlegt. Sendið sokkana til hr. Sigurðar Björnssonia'r á Beverley stræti. — Prenn verðlapn: 1. verðlaun..........$7.00 2. verðlaun..........$5.00 3. verðlaun..........$3.00 Látið þetta aldrei úr minni líða. Þakklæti. Hinn 11. júlí kom hingað á Gam- almennaheimilið Mr. Sveinn Sveins- son frá Hensel, N.D., og færði mér að gjöf $5 frá ónefndum í Dakota. Og þakka eg innilega þessúm ó- nefnda manni fyrir þessa mjög Svo myndarlegu gjöf, sem eg veit að verður honum til gleði éngu síður en mér, og ávaxtar ánægju hans. Bctel, 12. júlí 1917. Guðlaug Skagfjörð. Sókn Rú.ssa hélt áfram ialla síð- ustu viku og var aldrei neitt á henni linað. Um miðja vikuna tóku þeir bogina Halicz f Galicfu og færðust að mun nær Lemberg, sem er aðal augniamið þeirra ineð sókn þessari. Brutust Rússar þarna fram á 20 mílna svæði og koinust á stuttum tfma um 16 míl- ur áfram. — Frá 2. þ.m. til 8. tóku þeir af Austurríkismönnum 14,000 fangai og ógrynni mestu af vopn- um og vistum. L. G. Korniloff heitir æðsti hers- höfðingi rússneska liðsins í Gal- icíu. Fyrir sína ágætu forustu við þessa sókn er nú nafn hans á vör- um allrar rússnesku þjóðarinnar. Hann var tekinn fangi af Austur- ríkismönnum árið eftir að stríðið byrjaði og sat f varðhaldi hjá þeim í marga mánuði, en fékk á endan- um strokið frá þeim. Eftir þrautir miklar komst hann heim í Rúss- land aftur og var þá strax falin á hendur æðri herstjórn. Síðan hef- ir hann einlægt brotist hærra og hærra unz hann stýrir nú öllum Um miðja síðustu viku gerðu Þjóðverjar áhlaup á Breta á svæð- inu hægra megin við Yser fljótið í Belgíu. Brutust þeir þar í gegn um skotgrafir Breta og tóku hátt á annað þúsund menn fanga. Ekki getur þó þessi sigur Þjóðverja tal- ist neitt stórvægilegur, því Bretar sprengdu upp brýrnar þarna yfir Yser ána og afkróuðu þannig staðinn. Staður þessi var varinn af Frökkum þar til fyrir skömmu, að Bretar tóku hann að sér, en voru ekki búnir að búa um sig þar eins og skyldi. Þetta er eini sigur Þjóðverja á Frakklandi í langa tíð, en af þvf þetta var að eins á örlitlu svæði til þess að gera, getur það ekki talist baifa mikla þýðingu. Á öllum öðrum svæðum á Frakklandi gekk við þetta sama síðustu viku. Frakkar komust töluvert áfram á einu svæðinu í Champagne og brutu af sér áhlaup Þjóðverja öll. Oanada menn hafa sótt rösklega á öll- um svæðum og stöðugt þrengjast böndin að þeim herdeildum Þjóð- verja, sem verja borgina Lens. Er búist við, að borg þessi verði tek- in þá og þegar. -------o-------- Frá öðrum Bandaþjóðum. Hersveitum Itala gekk víða vel síðustu viku, end'a' eru ítalir ein- lægt að fullkomna her sinn meir og meir. Sagt er, að þeir háfi nú nýjar stórskotabyssur, sem full- komnari séu en nokkrar aðrar stórskotabyssur bandaþjóðanna. Einnig er sagt, að ftalir hafi nú af- lögu um miljón æfðra hermanna, sem þeir geti hjálpað- bandaþjóð unum um ef þörf til beri. — Á Oar- so hásléttunni voru víða háðar all- stórar orustur síðustu viku og virtist ítölum ganga þar betur á öllum stöðum. Grikkir eru nú óðum að hervæð- ast og er sagt að þeir muni hafa um 60 þúsund hermenn til taks áð- ur langt lfður. Nýja stjórnin þar virðist ákveðin að slást f lið með bandamönnum það bráðasta og liggur ekki á liði sínu hvað neinn stríðsviðbúnað snertir. ■ ...-o------- Ríkiskanzlari ÞjóSv. segir af sér. Betlim anifHol 1 \Veg, ríkis 'kanzl- ari Þjóðverja, hefir nú sagt af sér og í hans stað ihefir verið settur Dr. George Michaelis, hátt stand- andi maður í þýzku stjórninni og sterkur keisara sinni Ekki er lík- legt að þessi breyting muni hafa mikla þýðingu, þvf vafalaust mun þessi nýi kanzlari verða sama verk- færið i höndum keisarans og fyrir- rennari lians var. Stórraairskipuleg þýzkalands verður það sama og áður hvað þetta snertir. Af þeim mjög óljósu fréttum að dæma, sem nú berast frá Þýzka- landi, virðist þó liafa bólað mikið á sundrung hjá stjórninni í seinni tíð. Vafalaust eru leiðtogar þjóð- her Rússa á svæðunum í Galicíu. Hann er af lágum stiguin kominn, sonur fátæks bónda i vestur Sfber- íu og hefir brotist áfram af sjálfs- dáðum. Hann er einn af mentuð- ustu herforingjum Rússa og hefir lagt sig mikið eftir tungumálum. Talar hann mál allra stríðsþjóð- anna í Evrópu og einnig persnesku og kínversku Hann hefir verið herforingi í liði Rússa síðan þeir áttu í stríð- inu við Japana. En nú við æðstu herstjórn i Galicíu er eins og hæfi- leikar hans fái loksins að njóta sfn. Þessi sókn hans hefir að svo komnu verið einlæg sigursaga. — I lok vikunnar höfðu Rússar brot- ist áfram á öllum svæðum, tekið mörg þorp og margar borgir og um 36.Q00 fanga f alt sfðan sóknin byrjaði. 1 byrjun þessarar viku var sagt, að Þjóðverjar væru farnir að senda ótal herdeildir frá Frakklandi til þess að reyna að stemma stigu fyrir þessu áframhaldi Rússanna. arinnar að vakna til meðvitundar um það, að alt sé ekki með feldu. Sigurvonin, sem hingað til hefir haldið Þjóðverjum vakandi, virð- ist vera að dofna og í henraar stað að koma sú þrá, að styrjöldin geti tokið sem bráðastan enda. Sfðan komið var með þá tillögu á þingi, að Þýzkaland reyndi að semja frið án þess að krefjast “skaðabóta eða innlimunar annara ríkja”, hefir staðið yfir skörp barátta í land- inu, sem enn er ekki víst hvernig lykvur. -------o------ Seinastu fréttir. Bretar sökkva fjórum skipum fyr- ir Þjóðverjum f Norðursjónum. Einnig hertaka þeir fjögur skip þeirra, og hrekja þrjú heim aftur, öll löskuð meira og minna. Engin af skipum þessum voru stórskip, en þó hefir tjón þetta engu síður hlotið að vera mjög tilfinnaniegt fyrir óvinina. — Uppþot allmikið átti sér stað í Petrograd á Rúss- landi og mun óánægja eínhverra ó- róaseggja gegn atjórninni hafa ver- ið orsökin að þessu. Yarð að bæla niður uppreist þessa með valdi og hiauzt eitthvert manntjón af, en ljósar fregnir hafa ekki enn þá af þessu birzt. Sundrung kom ný-. lega upp í rússneska ráðaneýtinu og sögðu fjórir ráðherrarnir þar af sér. Ekki er þó haldið að þetta muni haifa neinar alvarlegar afleið- ingar. En sfzt er nú að undra, þótt út af bregði fyrir Rússum, því margt gengur þar all örðuglega.-— Finnland fer fram á algert sjálf- stæði og þingið þar hefir neitað að samþykkja að Finnar láni Rúss- um vissa fjárupphæð, sem um hef- ir verið beðið. öhugur þessi á Finnlandi, sem nú er að koma í ljós gegn Rússum, er kendur þýzk- um áhrifum. En ef Rússunum heldur áfram að ganga eins vel f stríðinu og verið hefir í seinni tíð, er þó góð von að þetta ialt lagist. —Frakkar gera áhlaup á Þjóðverja vinstra megin við Meuse ána og hrekja þá þar á all-stóru svæði. Einnig vinna þeir nýja sigra f Champagne héraðinu. — Sagt er, að Þjóðverjar hafi tapað 350,000 mönn- um á síðastliðnum þremur mán- uðum. Samþykt framlengíng þingsins. Samþykt var á Ottawa þinginu á þriðjudagskvöldið var, að þing- ið yrði framlengt um eitt ár enn. Var gengið til atkvæðis um þetota eftir miklar umræður og stapp, því margir af leiðtogum liberiaila á þingi vilja óðir og uppvægir að sambandskosningar fari fram f liaust. Sex af liberölum studdu ]ió þá tillögu, að þingtíminn yrði framlengdur. Voru það þeir Dr. Miohael Clark frá Red Deer, Hugh Guthrie frá North Wellington, Levi Thompson frá Qu’Appelle, Robert Cruise frá Dauphin, A. Champagne frá Nortli Battleford og J. G. Tur- riff frá Assiniboia. Skýring verkamanna. Allsherjar verkfall iðnaðarfélag- B'nna stendur yfir enn þá í Win- nipeg og virðist þess lítil von, að það lagist í nálægri framtíð. Fé- lag erfiðismannanna (laborers) gaf út þá skýringu í vikunni sem vw, að verkfallið hefði verið þeim ó- umflýjanlegt sökum þess, að sam- kunda byggingarmanna hér væri ófáanleg til þess iað viðurkenna fé- lag þeirra — vill ekki heldur við- urkenna samband iðnaðarfélag- anna hér f Manitoba, er stofnsett var fyrir 14 árum síðan og verkfé- lag erfiðismanna er nú gengið í. Sökum þess að erfiðismennirnir hér voru ekki virtir viðtals, ekkert tilboð veitt eða tilslökun af neinu toagi, neyddust þeir til að gera verkfallið og önnur félög í iðnað- armanma sambandinu gengu svo í lið með þcim. Röggsemi Bandaríkjanna. Bandarfkin hafa að eins tekið þátt í stríðinu í rúmlega þrjá í stríðinu. Þjóðin þar var lengi vel andstæð því að leggja út f það og vafalaust mun Wilson forseti hafa verið endurkosinn aðallega fyrir það, hve meistaralega vel hann hélt þjóðinni frá styrjöld- inni. En þegar augu þjóðarinnar opnast fyri því, að stríði verði ekki afstýrt lengur, verður hún strax engu síður ákveðin en nokkur hinna stríðsþjóðanraai. Þeir, sem búist hafa við ósamlyndi, áhuga- leysi og aðgerðarleysi í Bandarfkj- unum, hafa orðið fyrir sárustu vonbrigðum. Engin önnur stríðs- þjóð hefir á jafn stuttum tfma af- kastað þýðingarmeira starfi, cn Bandarfkjaþjóðin. Hér á eftir er upptalið það helzta, sem hún hef- ir gert síðan stríðið byrjaði: Þingið segir Þýzkalandi stríð á hendur, með 373 atkvæðum gegn 50. Stjórnin hertekur 91 þýzk far- þega skip, sem lokuð hafa verið f Bandaríkjahöfnum síðan stríðið byrjaði. Frumvarp er samþykt í einu hljóði á þingi, að þjóðin leggi fram til að byrja með sjö biljónir dollara til stríðskostnaðar. Sömuleigis er samþykt þriggja biljóna lán til bandaþjóðanna. Allsherjar ráðstefna er haldin þar sem íulltrúar allra ríkjanna mæta til þess að gera áðstafanir í þá átt að efla framleiðsluna f land- inu og sjá um alla úthlutun mat- vörunnar hjá þjóðinni Hin gamla sjálfboðaliðs aðferð er lögð niður og samþykt í báðum málstofum þings með miklum meiri hluta atkvæða, að lögleiða herskyldu í landinu. öll spor eru stigin til þess að efla herinn, bæði á sjó og landi. Ráðstafanir eru gerðar til þess, að koma f veg fyrir samsæri Þjóðverja f Bandaríkjunum. Stjórnin leggur fram stórfé til þess að efla loftbáta flota sinn. — Með almennum samskotum er safn- að hundrað iniljónum dollara fyr- ir Rauðakross sjóðinn og nærri þremur miljónum dollara fyrir líknarstarf Y.M.C.A. félagsins í sannbandi við stríðið. Stríðs ráðstefna er haldin f Bandaríkjunum og þar mæta sendinefndir frá Englandi, Frakk, landi, Beigíu, Itoalíu og Rússlandi. Sendinefnd er send frá Banda- ríkjastjórninni til Rússlands til þess að færa hinni nýju lýðvalds- stjórn þar árnaðaróskir Banda- ríkjaþjóðarinnar. Til Englands er sendur floti af tundurskipum og herskipum til þess að aðstoða sjóflota Breta og Frakka til þess að elta uppi kaf- nökkvana þýzku. Herdeildir eru sendar til Frakklands til þess að berjast þar á vígvöllunum. Matvælanefnd er sett í landinu til þess að hafa alla umsjón yfir matvælum þjóðarinanr. Yerzlunarbann er sett á, þar sem öllum hlutlausum löndum er bann- að að verzla við Bandaríkin nema með sérstöku leyfi. Þannig er loku fyrir það skotið, að vörur frá Bandaríkjunum haldi áfram að komast inn í Þýzkaland. Þetta ofantalda er að eins sýnis- horn af röggscmi Bandaríkjanna síðan stríðið byrjaði cg ekki nærri því alt upp talið, sem þjóðin liefir gert. Fallisn á vígvel li. Guðmundur Sveinn Árnason. Sú harmafregn barst foreldrum og systkinum þann 6. þ.m. að Guð- mundur Sveinn Árnason hefði fallið í orustu 9. maf síðastl. Hann var sonur Árna Vigfússoraar og Ingibjargar E. Guðmundsdótt- ur konu hans, er búa við Bifröst P.O. í Nýja Islandi. Var hann fæddur á Islandi, í Borgiarfjarðar- sýslu, en fluttist með foreldruin sínum vestur um haf árið 1893 og var þá ársgámall. Ólst hann upp ihjá foreldrum sfnum, var oftast hjá þeim og vann þeim alt það gagn, er honum var unt. — Hans er sárt saknað af foreldrum og systkinum og öllum, sem til hans þektu. Hann var gerfilegur á velli, stiltur og gætinn f allri framkomu og dróg sig ekki til baka með neitt það, sem til góðs miðaði. End'a sýnir vitnisburður hans það, sem for- eldrar hans fengu frá yfirmanni hans er hann var fallinn. Góður Islendingur er hér f valinn hniginn, en huggun allra harmi gegn er sú, að hann lét líf sitt í þarfir góðs málefnis, lýðfrelsis og mannréttinda. Æsingamenn burtu reknir. íbúar f bænum Bisbee f Arizona í Bandaríkjunum tóku sig saman nýlega og ráku burt með valdi alla þá æsingamenn þar f borginni, sem hægt var höndur á að festa. Var óróaseggjum þessum hópað saman, öll vopn af þeim tekin og þeim stýrt inn í flutningsvagna, sem biðu þeirra til þess að flytja þá burtu. Um 1,500 menn í alt voru ]>annig reknir úr bænum. Voru þeir fluttir í vögnum þeim, sem vanalega eru hafðir til þess að flytja nautgripi og annan kvik- fénað, og ekki staðar numið, fyr en til New Mexico var komið. Þar virðist útlögum þessum hafa verið slept og er síðast til þeirra spurð- ist, voru kjör þeirra hin verstu. íbúar allra staða voru þeim mót- snúnir og helzt útlit fyrir, að þeir myndu verða að líða hungur. Tildrögin að þessu eru þau, að mesta óstand meðal verkamanna í bænum Bisbee hefir átt sér stað nú lengi. Heifir þettoa stafað mest- megnis af völdum æsingamanna og óróaseggja, sem tilheyra Industrial Workers of the World félaginu. Ibúum borgarinnar voru að verða allar bjargir bannaðar, því alt stóð fast í verkföllum. Leiddi þetta því á endanum til þess, að þeir neyddust til þess að toaka völdin í sínar hendur. Sagt er, að tveir menn hafi beðið bana í viðureign- um þessum. — Strax og um þetta fréttist, var sendur flokkur af liði úr Bandaríkja landhernum, til þeirra stöðva, sem “útlagarnir” áttu að sendast til. W’ilson forseti sendi Bisbee búum skeyti, er lýsti töluverðri óánægju yfir atferli þeirra. Kvað hann slíkt ofbeldi vera lítt réttlætanlegt og mjög illa farið, þegar íbúar einhvers staðar tækju þannig lög og framkvæmd- arvald f sínar hendur. Frá Frakklandi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.