Heimskringla - 19.07.1917, Blaðsíða 5
"WINNIPEG, 19. JÚLI 1917
HIIMIXBIXOLA
5. BLAfigfBlA
EG SET PENINGA BEINT ! VASA YÐAR
MEÐ ÞVl AÐ SETJA TEWNUR 1 MUNN YÐAR
ÞETTA ER ÞAÐ, sem eg virkilega geri fyrir yður, ef þér komið til mín og
látið mig gera þau verk, sem nauðsynleg eru til þess að tönnur yðar
verði heilbrigðar og sterkar. — Eg skal lackna tann-kvilla þá, sem þjá
yður. Eg skal endurskapa tönnurnar, sem eru að eyðast eða alveg farnar.'
Eg skal búa svo um tönnur yðar, að þœr hœtti að eyðast og detta burtu. Þá
getið þér haft yfir að ráða góðri heilsu, líkams þreki og starfsþoli.
Expressiea
Plates
Hellt ‘'«61" af tSnnum, búlS ttl
•ftlr uppfyndlngu mlnnl, *em
e( hefl eJSlfur fullkomnah,
aem cefur ytur I annall alnn
unglefan oi etlllleran arlp á
aadlltlS. Þesea "Expreaalon
Flatea" sefa yúur elnnlg full
not tanna yVar. Þser lita út
elna oa lifandl tönnur. Þar
eru hrelnlecar 0( hritar og
atserh þelrra os afataSa elna
•C á "llfandl” tSnnun.
$15.91.
Vanmlegar Crovnu eg
Brídges
Þar sem plata er óþörf, kem-
ur mltt raranlega ‘‘Brldge-
work’’ aö cóöum notum 0(
fyllir auöa staölnn I tann-
garölnum; sama reglan sem
viöhófö er 1 tllbúnlngum á
"Expresslon Plates” en undir
stööu atrlöitJ I "Brldces” þess-
um, svo þetta hvorntveggja
gefur andlltlnu alrec etililec-
an svip. Besta vöndun á rerkl
o( efnl — hrelnt cull brúkaö
til bak fylllncar oc tönnln
veröur hrlt og hrela "Ufandl
tönn."
$7 Hver Töib.
Porcelain eg Gnll
fyDingar
Porcelaln fylllncar minar eru
svo vandaöar oc ffott verk, aö
tönnur fylta" þanniff eru ó-
þekkjanlecar frá hellbrlfföu
tönnunum off endast elns lenffl
oc tönnln.
Gull lnnfylllncar eru mótaöar
eftlr tannholunnl oc svo lnn-
llmdar meö lementl, svo töan-
In reröur elns sterk off húa
aokkurntlma áöur rar.
Alt erk asltt Abyrcst aö rera raadaV.
IrsSs tanalsakatacar,
hb þ*r þarfalst, ateaA-
ar húa ytlar ttl be«*
hér.
Tetter* ec a*e»a**ell I
beadraVatall frá reral-
aaaraéaaaa, »(■**•-
ata ec areataa*.
Alllr akeSaSHr keetaaVarlaaet. — hér era* asér ekke.t akadd-
huadalr þé ec hafl cefl* yöar rAVIecclacar rtlrtkjaadl téaa-
yöarv. .Keeal* eöa tlltaklö A hvaöa tlasa þér rUJIÖ keaa, I
cecntta* talatmaa.
Dr. Robinson
Birks Building, Winnipeg.
DENTAL SPECIALIST
Svar til ritstj. Lögbergs
Glenhoro, 11. Júlí 1917.
Herra ritstjóri Lögbergs!
1 Lögbergi 5. þ.m. sendir þú mér
nokkrar línur með yfirskriftinni:
“Margt er skrítið 1 Harmoníum”.
En þessi yfirskrift á ekki Við efni
og innihald greinarinnar, og er þvi
alveg út 1 hött. “Harmoníum”
þýðir að eins hljóðfæri. Og þar
sem þú hefir ekki fundið viðeig-
andi orð á ensku, hefði þér verið
betra að hafa yfirskriftina á
hreinni fslenzku.
Aðal tilgangur þinn með þessa
merkilegu ritgerð virðist vera sá,
að reyna að sannfæra lesendur
Lögbergs, um það, aö margt sé
skrítið við framferði og samkvæmni
Arna Sveinssonar; ekki með sönn-
unargögnum eða rökfærslu, held-
ur með íjlgirni <>g lýgi. Því dreg-
ur þú ekki fram á sjónarsviðið hið
marga skrítna, sem þú finnur í
íramferði mínu á lífsleiðinni, ef þú
liefir sannanir og sannfæringu fyr-
ir því? Eftir ritgerð þinni að
dæmai mun það varla vera af hlífð
við mig. Þú slettir þér út í mál-
efni, sem þér kemur ekkert við, og
ert að reyna að gjöra mig tor-
tryggilegan í augum almennings.
3>ér væri miklu nær og skyldara
að taka þína eigin “Harmoníu” til
rækilegrar íhugunar, því ekki mun
þar vera síður “um auðugan garð
að gresja.” Tökum til dæmis “I>ag-
skrá II”, sem þú varst útgefandi og
ritstjóri að. í henni virðist þú
setja þér það marktmið, að safna ó-
hróðurs sögum um náungann, til
þess að hafa ætíð á reiðum hönd-
um f saurkast þitt. Ef einhverjir
vilja fái upplýsingar því viðvíkj-
andi, vil eg benda þeim á vitnis-
burð þann er þér var gefinn í Alda-
ipótum árið 1902.
Þú segir meðal annars: “I>að
er einkennilegt að rjiaður frá Ar-
gyle kom inn á skrifstofu Lög-
bergs og sagði frá því, að Árni
Sveinsson hefði verið reiður við
ritstjóra “Tribunes” fyrir það, að
hann Vildi ekki taka greininai. Nú
vita víst flestir, að Árni Sveinsson
telur Riohardson frjálslyndasta
blaðamanninn í Manitoba, og
Tribune sanngjarnasta blaðið.
Eitthvað cr bogið við þetta. Af
hverju skyldi ekki hinn frjálslyndi
Richardson vilja birta þessa sömu
grein í sínu sanngjarna blaði?”
Auðvitað af því hann var ekki ein-
ráður. Upphaflega ætlaði hann
strax að birta “opna bréfið”, þvf
hann var innihaldi þess alveg
samþykkur. Og því til sönnunar
set eg hér nokkur orð á ensku úr
bréfi hans til mín, sem hljóða
þannig: “Personally I greatly ap-
preciate the stand whieh you take.
It is just what I would expect from
you, and as already stated, I
heartily sympathize with your view”
—Að eg hafi verið reiður við
Riehardson, cr iygi—annað hvort
þín eða mannsins frá Argyle. Eg
er enda ekki reiður við Jón Vopna,
þó eg hafi fleiri ástæður til þess.
Prentfélögin eru að mestu leyti
sjálfráð með það, hvað þau prenta
eða prenta ekki, í þessu málfrelsis
og prentfrelsis landi. En svo hefi
eg líka fullkominn rétt að láta
mína skoðun og álit í ijós, án þess
þú slettir þér fram i það, þegar
það snertir þig alls ekkert. Þú
varst á samkomunni í Argyle, ]iar
sem eg flhtti þessa ræðu, og gjörð-
ir þá enga atliugasemd við liana.
Því komstu þá ekki fram með at-
hugasemd þína, og þétta “marga
skrítna” 1 framferði minu? Þá
var tími og tækifæri til þess. Nei,
þá fanstu víst enga köllun hjá þér
til þess. En þegar ræðan er kom-
in út í Heimskringlu og þú kom-
inn undir handarjaðarinn á Col-
umbia Press félaginu, þá fyrst kem-
ur andinn yfir þig; en_aegir þó um
leið: “Oss þykir fyrir því, að eiga
orðakast við vin vorn, Árna Sveins-
son; vér skiljum ekki þá »nn-
girni, að fordæina Lögberg, en var-
ast að nefna Tribune.” Raunar
hafði eg hér engar undantekning-
ar. , hvorki með Tribune eða önn-
ur blöð. Eg tók Columbia Press
að eins sem dæini til að sanna mál
mitt, bæði vegna þess, að íslenzkir
iesendur munu þekkja það betur
en önnur prentfélög, og svo er eg
einn af hluthöfum þess, og líkar
miður, þegar það styður siðspill-
ingu og svívirðing, og vill ekki
gjöra svo mikið móti forkólfum
þess sem >að prenta eitt bréf, sem í
fáum orðum flettir ofan af svívirð-
ingunum. Og þú sjálfur “bindind-
is postulinn” tekur að þér að verja
gjörðir félagsins í vínbannsmálinu,
bæði nú og fyr, eins og t. d„ þegar
það lét prenta nafnlausu flugritin
fyrir vínsalana, á íslen^ku, og
breiða þau út meðal Islendinga.
jafnvel þótt þú að öðru leyti vær-
ir með vínbanni, og eins nú með
því að prenta opna bréfið. Að þú
snýst þannig móti mér í báðum
þessum tilfeilum, virðist benda
greinilega á það, að þú sért ósjálf-
stætt verkfæri í höndum Columbia
Press féiagsins. Það eru ósann-
indi þín, að eg álíti Heimskringlu
nokkurs konar ruslakistu, sem
nota megi fyrir það, sem óvandað
er, en ekki fyrir þær greinar, sem
bjóðandi séu Lögbergi og Tribune,
því flestar beztu ritgjörðir mínar
hafa birzt í Heimskringlu. Og
þessi síðasta ræða, sem þú ert nú
að reyna að gjöra mig tortryggi-
legan fyrir, er víst ekki ómerkilegri
en ritsjóraglamur þitt. Það virð-
ist því ekki vera nein vanþörf fyrir
þig að taka til alvarlegrar íhugun-
ar og eftirbreytni þitt eigið heil-
ræði, sem þú varst svo góður, að
gefa ritstjóra Heimskringlu, nefni-
lega það: “Að fá þér betri heim-
ildir, þegar þú skrifar næst um
það efni, sem þú hefir enga þekk-
ingu á sjálfur.” Því í raun og veru
mun fremur þörf á ]iví, að liann
gefi þér heilræði, en þú honum.
Og víst er það álit mitt, að hann
sé sanngjarnari og sjálfstæðari rit-
stjóri, en Sig. Júl. Jóhannesson.
Árni Sveinsson.
NorSurhéruð Canada.
(Þýtt.)
Löngu áður en Napóleon og
Wellington háðu hildarleik sinn
um örlög Evrópu á Waterloo víg-
vellinum, voru hin norðlægu hér-
uð 1 Canada, sem ná lauslega sagt
>alla leið frá Saskatchewan ánni til
norðurheimskauta hafsins, stöð
blómlegrar ioðskinna verzlunar
Hudsons Bay félagsins. Félag þetta
hóf verzlun sína við strendur
Hudson flóans og færði svo út
kvíarnar vestur á við og norður á
við unz við blöstu íshöf norður
heimskautsins.
Við Port Chippewyan og Atha-
basca vatnið, um fimm hundruð
mílur norður af Edmonton í Al-
berta, var rekin loðskinnaverzlun,
þegar sá staður, sem nú er borgar-
stæði Chicago borgar, var þakinn
óruddum frumskógi. Fólksfjöldi
Chicago í dag er um þrjár miljónir
manns. Chippewyan er enn þá öð
eins örlítil verzlunarstöð — hefir
sofið sætt og rótt f gegn um öll
menningar umbrot átjándu og
nítjándu aldarinnar. Frá þessum
stað hóf Sir Alex'ainder McKenzie
sína frægu iandakönnunar ferð
niður eftir fljóti þvf, sem við hann
er kent, alia leið að mynni þess, og
hélt svo í gegn um Klettafjöllin
alla leið til Kyrraliafs. Ferðasaga
hans hefir verið gefin út í bókar
formi og er hin fróðlegaista og
skemtilegasta aflestrar.—
Arið 1917 er hið síðasta mikla
“Norðurland” Caniaida enn eins og
óvaknað af svefni. Þetta mikla
svæði er enn ekki full kannað-,
stórskógairnir enn ósnertir og öll
þess stórkostiega anðlegð í nám-
um og öðru. Það er ein-s og að
bíða eftir komandi kynslóðum
nútíðarinnar, að færa sér í nyt þá
afarmiklu auðlegð, sem hér er í
boði.
Á seinni árum hefir siðmenning-
in óðum verið að -færast inn í hin
svo nefndu “Peaee River ihéruð”, og
eru héruð þessi nú !a-ð verða ein-
hver álitlegustu landbúnaðar liér-
uð iandsins. Innflytjendur streyma
þar nú ört inn, sem koma úr öllum
-stöðum, en þó aðallegai frá Banda-
ríkjunum. Járnbrautir hafa nú
verið lagðar til Peaoe River Cross-
ing og Grand Prairie héraðsins.
Símalína hefir verið lö'gð alla leið
norður til Fort Dunvegan.
Aður en Kyrrahafs bra-utin \lar
lögð til 'norðurlandsins, varð að
fara þangað vatnaleið. Var farið
á Winnipeg vatni og eftir Saskat-
chewan ánni alla leið til Cumber-
íand Housc nálægt “The Pas”, og
þaðan svo gegn um keðju af vötn-
um og ám til Portage la Loche, cn
frá þeim stað var skipgengur
vatnavegur aila leið til hafs.
Þegar Kyrraliafsbrautin var full-
ger til Edmonton og búið ð leggja
Canadi-ain Northern brautina til
Athabasca var gamla vatnaleiðin
lögð niður til þeirrai staða, er járn-
bra-utirnar náðu til.
Síðan þessar ofannefndu brautir
voru lagðar, nú fyrir að eins þrem-
ur árum sfðau, lagði J. D. McArth-
ur braut sína til Peace River Cros-
sing og tóku ])á ferðir til norður-
landsins breytingum að nýju. Og
nú eru enn rneiri breytingar í
vændum, þegar Alberta Great
Watemays jánrbrautin, sem nú er
verið að leggja til Fort McMurray,
er fullger og sem lia-idið er að verði
þetta ár.
Járnbrautirnar eru fyrsta skil-
yrði þess, að landið byggist. Úr
þessu má búaist við stöðugum inn-
flytjenda straumi til norður Can-
ada og að hrn óbygðu héruð þar
taki nú óðum að byggjast. Við
járnbrautasambandið fengið eru
einnig líkindi til þess, að ekki
verði þess langt að bíða, að pen-
ingamenn flytji inn í landið og
stuðli til að auðlegð ]>ess komi að
notum. Auðsuppsprettur þessa
lands eru margar: námur af öllu
tagi, óunninn skógur, fiskurinn í
vötnunum og ótal margt annað,
sem til mætti telja.
Fallnir og særðir fslendingar, síS-
an seinasta skýrsla var prentuS.
Fallnir í orustu:
Jón Þórarinson, Ixigberg P.O.
Jón Sigurðsson, Glenboro.
Konr. Sigtryggsson, Glenboro.
Páll Jóhannesson, Glenboro.
H. Johnson, Island.
F. K. Jóhannesson, Island.
Magn. Pétursson, ísland.
S. Gíslason, Island.
Jónas Friðriksson, Viðir.
Guðm. Árnason, Víðir.
Þ. Þórðarson, Langruth.
J. Burford,? Lan-gruth.
A. Havard?
Rútur Sölvason, Westbourne.
Þor. Þorsteinsson, Leslie.
S. Þorstein-sson, Leslie. •
Sydney Cuzner, Winnipeg.
H. ögmundsson, Winnipeg.
G. Magnússon, Windhorst.
Jón Benjia-mínsson, Lundar.
Jón Stephenson, Gimli.
Jón Pétursson, Oalgary.
Hörður Þorsteinsson, Winnipeg.
Særðir á vígvelli:
óskar Sigurðsson, Winnipeg.
Ólafur Bardal, Winnipeg.
T. Hermiannsson, Winnipeg.
H. Hermannsson, Winnipeg.
H. W. Jóhannsson, Winnipeg.
H. E. Magnússon, Winnipeg.
Ó. Frímann, Winnipeg.
Sig. Finnbogaison, Winnipeg.
Ingólfur Benson, Winnipeg.
John Mitchell, Winnipeg.
F. J. Johnson, Winnipeg.
B. Magnússon, Piney.
S. Step-henson, Piney.
Skafti Eyford, Piney.
John Johnson, Piney.
Jón Sigurðsson, ísiand.
Óskar Finnbogason (í 2. s.), Isl.
Gunnar Rikkarðsson, ísliand.
G. R. Guðimundsson, Ivandahar.
S. S. Samson, Kristnes.
Sigurbjörn Pálsson, Árborg.
G. P. Thomson, Gimli.
A. J. Polson, Gimli.
G. B. Hjörleifsson, Riverton.
Aiex Davíðson (í 2. sinn), Baldur.
Jakob Guðnason, Baldur.
V. Goodmlam (Sergt.), frá Sask.
S. Lindai, Mozart.
M. Guðmundson, Foam Lake.
Edward Josephson, Big Point.
T. Sigurðsson, Leslie.
B. kngimundsson, Stony Hili.
S. Þorleifsson, Stony Hill.
Gustaf Anderson.?
Fred. Joseph.son.
B. T. Níelsson.
S. Davidson?
S. Gillis, Selkirk.
Horfnir:
J. H. Thomson, Mathers.
S. W. Sigurðsson, Winnipeg.
Þar sem spurningarmerkið (?) er
á eftir nafninu, er eg ekki viss um,
að maðurinn sé íslendingur, þó svo
virðist vera eftir nafninu.
Winnipeg, 30. Júnf 1917.
S. J. A.
fslenzkar ÞjóSsögur.
(V. G. í Eimreiðinni.)
Einn a-f hinum dýrustu fjársjóð-
um í bókmentum vorum eru Þjóð-
sögurnar okkar íslenzku. Þær hafa
verið til frá því er land bygðist, og
alt af verið að aukast og umskap-
ast í nýjum myndum, eftir því sem
tíðarandinn og hugsunamháttur
þjóðarinnar hefir breyzt. Á þeim
bryddir og víða f fornsögum vor-
um, bæði Islendingasögum og
Fornaldarsögunum, enda eru þær
enn víða liarla forneskjukendar.
“Hvorartveggju sögurnar,” segir
dr. Guðbrandur Vigfússon, “hafa
alist upp í einu brjósti, eins og
sambornar systur, hjátrúarsög-
urnar og hinar sönnu sögur, og
báðar mega þvf með jöfnum rétti
kallaet þjóðsögur, og hjátrúarsög-
urnar' þeim mun fromur, sem hug-
smíð og skáldskapur er undirstaða
þeirra, og þær þrotna því aldrei,
meðan vit og ímyndan ekki brest-
ur, en yngjast ávalt upp og bregð
ast í ýmsa hami, eftir því sem tíð-
arandinn leikur á ýmsum áttum.
Ef tíðarandinn er myrkur og hjá-
trúin röm, þá bera draugasögur
og galdrar yfirborð; en jafnskjótt
og bráir af, verða sögurnar mild-
ari, og álfasögur og inndæl æfin-
týri verða ]>á meira yrkisefni þjóð-
arinnar. En bczt er, þegar öllu
bregður fyrir og af öllu er nokk-
uð; þá eru þjóðsögurnar eins og
fagur og fjöllitur uppdráttur. Á
sama hátt eru þjóðsögurnar með
sínum blæ og einkenni í landi
hverju, eftir sem skapferli og gáfna
lag hverrar þjóðar er”.----
“Hvergi eru hinar íslenzku þjóð-
sögur svo óþrjótandi, sem æfin-
týrunum, og eru sögur þessar
sumar hverjar að efni ýkja gamlar.
Sverrir konungur minnist á stjúp-
mæðrasögur, og svo Oddur munk-
ur í formála ólafs sögu Tryggva-
sonar. Slíkar sögur þekkir enn
hvert barn á íslandi, og flestir
munu muna til þess, hvað -sólgnir
þeir vóru, þegar þeir voru börn, í
þær sögur, sem byrja á þvf, að
“einu sinni var kóngur og drotn-
ing í ríki sínu og karl og kerling í
garðshorni”; og um karlssoninn,
sem að lokum eignaðist hina fögru
kóngsdóttur heima í kóngsríkinu,
og kóngsbörn í álögum, eða um
kúna í koti karls, og talsháttinn,
sem þaðan mun vera dreginn, að
saman skuii fara karl og kýr.”
Þjóðsögur vorar hafa og vakið
mikla eftirtekt í útlöndum og
hlotið þar alment lof, enda hefir
meira og minna af þeim verið þýtt
á bæðj dönsku, norsku, þýzku,
ensku og frönsku, og á -sumum af
þessum tungum—einkum á þýzku
—-hafa komið út margar þýðingar
af þeim. Og jafnframt hafa margir
útlendir listamenn spreytt sig á
að búai ]iær út með inyndum, til
þess að gera þær enn meira aðlað-
andi fyrir æskulýðinn.
En vér íslendingar, sem sögur
þessar stand-a þó óneitanlega næst,
eigum enga útgáfu af þeim með
myndum, og er þar þó ærið verk-
efni fyrir unga íslenzka li-stamenn,
sem ætla mætti að þeir reyndust
betur færir til en aðrir, þar sem
þeim ætti að veita hægra að setja
sig inn í anda sagnanna, en nokkr-
um útlendingi, -aiuk ]>ess sem þeir
þekkja ólíkt betur búninga, húsa-
kynni, húsgögn og hvaðeina ann-
að, er fyrir kemur í sögunum, sem
til greina kæmi -að sýna. Og ekki
nóg með það, að oss -skorti útgáf-
ur með myndum af þjóðsögum
vorum, heldur er nú og svo komið,
að íslenzk all)ýða á nú yflrleitt alls
engan aðgapg að hinum beztu af
þeim, ]>ar sem “Þjóðsögur og æfin-
týri” Jóns Árnasonar hafa nú lengi
verið uppseldar og ófáanlegar, og
nálega hvert eintak af ]>eim í land-
inu íyrir löngu uppslitið. Því lesn-
ar hafa þær verið, l>ar sem þær
hafa verið til. Ekki vantar það.
Úr þessu þarf n-a-uðsynlega að
bæta sem bráðast. En rétta leiðin
er ekki sú, sem heyrst hefir, að í
ráði sé, að endurprenta hið mikla
safn Jóns Árnason-ar í heilu líki;
heidur ætti að gefa út úrval úr
því, eða einn og einn kafla í eipu
(og þá hafa önnur yngri söfn til
hliðsjón-a-r og t-aka einnig úrval úrj
þeim) og prýða l>essi smásöfn með
smekklegum og góðum myndum
eftir ísienzka lisfamenn, líkt og
gert er með þjóðsögur í öilum
öðrum löndum. Þá gætu þessi
smákver bæði orðið ágætar barna-
bækur og fengið mikla úcbrelðslu.
En í stórum söfnum hlýtur margt
að slæðaist með, sem livorki er við
barna hæfi, né einu sinni hættu-
laust að fá börnum í hendur.
Til þess nú að gefa inönnum
liugmynd um, hvernig slíkum
barnaútgáfum -a.f þjóðsögum er
liagað í öðrum löndum, og jafn-
framt að færa lesendum Eimr. með-
al æskulýðsins dálítið til smekks
aí íslenzkum æíintýrum, ætlum vér
nú í þessu og næsta hefti að flytja
þrjú þeirra, með myndum ef-.ir
enskan listamann, og höfum vér í
valinu -aiuðvitað verið bundnir
við þau er mynuir voru gerðar við. ■
Mætti þá ske, að það gæti orðið I
hvöt og uppörvun íyrir unga og
uppvaxandi listaimenn íslenzka til
að gera myndir við ön-nur íslenzk
æfintýri og þjóðsögur vorar yfir-
leitt. Og væri þá betur farið, en ;
heima setið.
Innflytjendum fjölgar.
Töluvei>t af innflytjendunn hefir
komið til Ganada þetta ár þrátt
fyrir óifriðin-n. Mestmegnis hafa
innflytjendur þessir komið írá
Bandaríkjunum. Eftir fylgjandi
s-kýrsla er yfir innflytjendur liing-
að frá fyrsta jaiui'a.r til scinasta
júnf síðastl.:
Aður Caniaidamen-n........... 620
Bretar....................... 162
Bandkríkjamenn.............19,000
Frakkar....................... 14
Norðmenn................... 603
Svíar........................ 580
Rússar....................... 372
Aðrar þjóðir................. 412
Alls........ 22,726
A<f innflytjendum þessurn voru:
Bændur 5,068, verkamenn bænda
6,547, aðrir verkarnenn 1,975, járn-
bnautar verkamenn 130, verzlunar-
þjónar 168, konur og börn 6,455 og
ekki tiigerindir 2,125. — Flestir af
innflytjendunum fluttu til Sas-
katchewan og Alberta. $3,382,953
komu þeir með í peningum, og
með $1,166,921 'Virði í húsmunuin
og annari búslóð.
Jacksoman
VEGGJA-LOSA
OG
C0CKR0ACH
Eitur
“Eina veggjalúsa eitrið sem kem-
ur að gagni”—þeta segir fólkið, og
það hefir reynt margs konar teg-
undir. — Þetta eitur drepur allan
veggja maur strax og það er brúk-
að. Eg sendi þennan “Extermina-
tor” í hvern bæ og borg í Vestur-
Canada, alla leið til Prince Rupert
í B. C. — og alstaðar dugar það
jafnvel — og kaupendur þess nota
það ár eftir ár. — Jacksonian er
ekki selt á lægra verði en önnur
pöddu eitur, en það má reiða sig á
að það dugir. — Komið eða skrifið
eftir fullum upplýsingum.
HARRY MITCHELL,
466 PORTAGE AVE.
’Phone Sher. 912 Winnipeg
Góð TannlœknÍDg
á verði sem léttir ekki vas-
ann of mikið—og endist þó
Gjöiið ráðslafanir að koma
til vor bráðlega. Sérstök
hvílustofa fyrir kvenfólk.
Dr. G. R. CLARKE
1 to 10 Dominion Trust Bldg
Regina, Saskatchewan
BEZTU
PLÓG-SKERÁR
Vilhjátms-myndin nýja .er nú
prentuð og er til sölu og skifta hjá
útsölumönnum og undirrituðum.
—Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, 732
McGee stræti, Winipeg.
F.O.B. Regina, Sask.
12 þumlunga........f2 r»fi hvor
13 og 14 þuml......K2.75 “
15 eg 16 þuml......$2.95 “
Aflvéla—Gang—
No. 340-342— S.R. 17 $3.10 M
Plógskerar No. SP220 $3.23 u
Beztu vörur og fljót afgreiðsla.
Pantið í dag.
Western Implement Supply Co.
J. Cunningham, manager
1605R llth Ave. Regina, Saak.
The FARMERS and GARDENERS
PR0DUCE EXCHANGE, Ltd. 305-11 Cariio* st.
Dept. “H” Winnipeg, Manitoba
VJER BORGUM PENINGA FYRIR ALL BÆNDA VÖRU
Oss vantar sérstaklega, að þér sendið oss FUGLA, SMJÖR og
EGG.—Vér fyllum matvöru póstpantanir.—Sendið eftir verðskrá.
DfT I ADFni If Notið okkar sérstöku Laugardags Prísa á
DUUMrULN SMJÖRI og EGGJUM.
CONCRETE SINKERS
(PATENT APPLIED POR)
ÓDÝRRI EN BLÝ. — ENDINGAR BETRI EN BLÝ.
TVEGGJA ÁRA REYNSLA.
Það er SÖKKA, steypt úr “Concrete”, til að nota á fiskinet
í staðinn fyrir blý-sökkur.
CONCRETE SÖKKUR eru ekki einasta eins góðar og blý-
sökkur, heldur miklu betri í allri notkun, auk þess sem þær
eru bæði miklu varanlegri og miklu ódýrri.
FISKIMENN! Það borgar sig fyrir yður, að skrifa eða
finna að máli viðvíkjandi upplýsingum og verði
S. B. BENED1CTSS0N, 564 Simcoe Street, :: WINNIPEG, MAN.