Heimskringla - 19.07.1917, Blaðsíða 4
HIIMSKRIVOLA
WINNIPEG, 19. JÚLÍ 1917
HEIMSKRINGLA
(Itafaa* 18M)
Kamnr út 4 kitrjun rimtadarl.
tM*«f«ndur og «tg*ndur:
THE VIKING PRESS, LTD.
Ver« bla'Ssins i Canada og Bandaríkj-
unum $2.00 um árifl (fyrirfram borgab).
Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgatJ).
Allar borganir sendist rát5smanni blabs-
ins. Póst eba banka ávísanir stílist til
The Viking Press, Ltd.
O. T. Johnson, ritstjóri
S. D. B. Stephanson, ráSsmaSur
Skrlfstofa:
tm shbrbrookk itrmt, wiMNiraa.
P.O. Box IITI T.UImI Csrrj 411«
WINNIPEG, MANITOBA. 19. JÚLI 1917
Iðnaðarfélögin og auðvaldið.
Mörgum er gjarnt til þess að líta horn-
auga öll iðnaðarmanna félög í Iandinu og
allan félagsskap verkalýðsins og jafnvel að
fara svo langt að skoða félagsskap af þessu
tagijSþarfan mjög og þjóðfélaginu frekar til
ills en góðs. Réttlæta menn þeir þessa af-
stöðu sína með því, að verkmannafélögin
hafi frá fyrstu tíð unnið alt með ofbeldi, og
af slíku fyrirdæmi þeirra sé ekki góðs að
vænta fyrir mannfélagið. Frá fyrstu tíð
sögu sinnar hafi þau ætíð gripið til þeirra
úrræða, að neyða verkgefendurna til þess
að verða við þeim kröfum, sem þau hafa
gert þeim. Saga þeirra sé því saga ofbeldis
og stríðs frá byrjun til enda.
Þetta mun vera einna almennasta skoðun
þeirra manna, sem af einhverjum orsökum
eru andstæðir iðnaðarmannafélögunum.
Vanalega eru þetta menn úr hópi þeirra “út-
völdu” eða þeirra ríku, með öðrum orðum
—og þess vegna geta ekki tilraunir þeirra
til þess að blekkja iðnaðarfélögin skoðast
af neinum góðum toga sprottnar.
Það er að vísu satt, að iðnaðarfélögin
hafa oft og einatt orðið að viðhafa ofbeldi
í tilraunum sínum til þess að bæta kjör sín.
En í flestum tilfellum var þetta neyðarúr-
ræði og ekki til ofbeldisins gripið fyr en
í allra síðustu lög. Verkföll hafa sjaldan
verið ger, fyr en allar aðrar tilraunir verka-
manna til þess að fá kröfum sínum fram-
gengt reyndust árangurslausar. Þá kom of-
beldið fyrst til sögunnar. Og eins og sríðin
eru réttlætanleg, þegar allar sáttatilraunir
bregðast og þjóðirnar koma sér ómögulega
saman í einhverju stóru máli og þýðingar-
miklu, eins er ofdbeldi verkamanna engu
síður réttlætanlegt, þegar þau koma ekki
fram sanngjörnum kröfum með neinu öðru
móti. I hverju stríði og hverri baráttu
mannanna, er málstaðurinn, sem barist er
um, aðal-atriðið.
Málstaður verkalýðsins í baráttu þessari
gegn verkgefendum og auðfélögum hefir
yfir heila tekið verið góður. Fyrir verka-
lýðnum hefir vakað að reyna að bæta kjör
sín og brjótast undan einokun og kúgun.
Félagsskapur verkamanna er vottur um
það, að alþýðan er tekin að vakna til með-
vitundar um sinn eigin kraft og til meira
sjálfstæðis en áður. “Auðurinn er afl
þeirra hluta, sem gera skal,” segir máltækið
íslenzka, og er það satt—en það, sem auð-
urinn framkvæmir til þarfa fyrir þjóðfélag-
ið, verður þó alt að gerast með verkamönn-
unum. Auðmönnunum hættir oft við að
gleyma þessu atriði.
Hingað til hefir flestum auðmönnum verið
einna eiginlegast að láta sig litlu skifta um
hag verkalýðsins og að eins viljað færa sér
vinnu hans í nyt gegn eins Iitlum verkalaun-
um og unt væri að fá hann til að komast af
með. Einstakir auðmenn eða auðfélög hafa
þó verið hér undantekning og viljað stuðla
til þess, að bæta kjör verkamanna, en ekki
munu þess mörg dæmi. Flestir verkveitend-
ur í liðinni tíð, bæði hér í landi og öðrum
löndum, hafa látið sig lítið varða basl eða
bágindi þeirra karla og kvenna, sem fyrir
þá voru þó að þræla baki brotnu og þeir
áttu í raun og veru allan sinn auð og vellíð-
an að þakka. En þannig gat þetta ekki
gengið til eilífðar. Verkalýðurinn hlaut að
vakna fyr eða síðar.
Sú varð líka raunin á. Verkamannafélög-
in eru fyrsta sporið. Með því að sverjast
í fóstbræðralag skapa verkamennirnir aflið,
sem einna öruggasta mótspyrnu hefir veitt
auðvaldi allra Ianda. En saga þessa sam-
vinnu-afls verkalýðsins er þó að eins byrjuð,
því að svo komnu hafa verkamannafélögin
ekki borið sigur úr býtum í baráttunni gegn
auðvaldinu.
Verkföllin hafa að vísu neytt auðfélögin
til þess að hækka verkalaunin í flestum til-
fellum. En auðvaldið í landinu hefir þá gert
sér hægt um hönd, og hækkað verðið á öll-
um nauðsynjavörum og öllum vörum, sem
þjóðin getur ekki verið án, og þannig jafn-
að leikinn. Reyndin hefir því ætíð verið sú,
að verkalýðurinn hefir orðið að borga úr
eigin vasa kauphækkun þá, sem fengist hef-
ir með verkföllunum, og er því sáralítið
betur af eftir en áður. Völdm eru öll enn
þá í höndum þeirra, sem á bak við auðfé-
lögin standa. Auðvaldið í landinu hefir
aldrei verið öflugra, en það er nú í dag.
Enginn skyldi þó halda, að verkamanna-
félögin hafi engar góðar afleiðingar haft,
hvað meðlimi þeirra snertir. Það er öðru
nær, en því sé þannig varið. Þessi félags-
bönd verkalýðsins hafa að mörgu Ieyti haft
mikil og rpð áhrif. Þau hafa skapað verka-
mönnunum samhug og sjálfstæðis tilfinn-
ingu. Og þó verkamenn hafi ekki unnið
mikinn sigur við kauphækkunina, hafa þeir
þó flestir fengið vinnutíma sinn meira og
minna styttan og búa þess vegna að því
leyti við betri kjör en áður. Sjóndeildar-
hringur þeirra er víðari en áður og öll and-
ans sjón þeirra gleggri. Fundarhöld þeirra
og umræður, sem þeir hafa allir tekið þátt
í og fylgst með, hafa haft vekjandi áhrif á
þá og þroskandi.
En það, sem að voru áliti hefir staðið
verkamanna félögunum einna mest fyrir þrif-
um, eru áhríf æsingamannanna. Öfgagjarn-
ir draumsjóna postular, sem litla eða enga
eftirtekt veita lífinu í kring um sig, hafa
rokið upp til handa og fóta til þess að ger-
ast meðlimir í þessum félagsskap verkalýðs-
ins—til þess að geta verið þar sí-æsandi og
hvetjandi til ^rppreistar. Áhrif þessara
manna hafa verið hin skaðlegustu, því hvað
eftir annað hafa þeir komið af stað verkföll-
um, þegar ekki minsta von var um sigur —
ef nokkuð hefði verið út í málið hugsað
—og þetta svo orsakað mestu hörmungar
fyrir verkalýðinn. Tilfæra mætti mörg dæmi
þessu til sönnunar, og mun eitt slíkt verk-
fall hafa átt sér stað hér í Winnipeg í vor.
En þeir dagar koma, og ef til vill áður
langt líður, að augu verkamanna taka að
opnast fyrir því, að alt vinst ekki með verk-
föllum. Þau eru vottur afls þess í þjóðfé-
laginu, sem sameining verkalýðsins hefir
skapað, geta oft verið óumflýjanleg og eru
þá réttlætanleg í alla staði; en þrátt fyrir
þetta hefir reynslan samt sannað, að þetta
verður ekki fullnægjandi vörn alþýðunnar
gegn auðvaldinu. Til þess að draga vald-
taumana úr höndum auðmannanna og auð-
félganna, verður að viðhafa alt aðra aðferð.
—Þar verða iðnaðarfélögin, öll félög alþýð-
unnar, að Ieggjast á eitt, með stjórn landsins
í broddi fylkingar.
Á stjórn Iandsins hljóta björtustu fram-
tíðar vonir þjóðarinnar að byggjast—henn-
er er afl það, sem eitt er þess megnugt, að
ráða við auðvaldið og sigra það til fulls.
Það verður ekki gert með öðru móti.
4—-----------------—-—----------------t
Verzlunarbann Bandaríkjanna.
Stjórn Bandaríkjanna hefir nú lagt bann
við því, að nokkrar vörur eða neitt það,
sem komið geti til nota í stríðinu, sendist hér
eftir frá Bandaríkjunum til annara landa,
nema með sérstöku leyfi.
Á þetta að koma í veg fyrir það, að
nokkrar vörur Bandaríkjanna sendist til
Þýzk?,lands í gegn um lönd þau, sem hlut-
laus eru í stríðinu, og sem áreiðanlega hefir
átt sér stað og það í stórum stýl einlægt frá
þeirri stund, að styrjöldin hófst. En nú
hefir Wilson forseti tekið taumana í sínar
hendur með verzlunarbanni. Þýzkaland fær
nú ekki lengur náð í vörur Bandaríkjanna
gegn um hlutlausu löndin. Engin lönd geta
nú verzlað við Bandaríkin án leyfis, og leyfi
það munu ekki fá önnur lönd en banda-
þjóðanna. — Er þetta áreiðanlega þýðing-
armesta sporið, sem Bandaríkjaþjóðin hefir
að svo komnu stigið í stríðinu.
Hljtlausu löndunum eru þannig gerðfr
tveir kostir, að vera án verzlunar við Banda-
ríkin, eða þá að hefjast til handa og slást í
stríðið gegn Þjóðverjum. En þá mun ekk-
ert verða í veginum, að þjóðir þessar fái
sama verzlunarleyfið og hinar bandaþjóð-
irnar. Vafalaust mun þetta verða til þess,
að opna augu hlutlausu þjóðanna fyrir þýð-
ingu hins mikla hildarleiks, sem nú er háður.
Þær hljóta nú að sjá, að þetta er orðin
alheims styrjöld og því orðið óumflýjanlegt
fyrir allar þjóðir að taka þátt í henni og
velja aðra hvora hliðina. Allar hlutlausu
þjóðirnar undantekningarlaust hafa verið
meira og minna upp á Bandaríkin komin
með ýmsar nauðsynjavörur síðan stríðið
skall á og raun því verzlunarbann þetta
verða alt annað en glæsilegt í augum þeirra.
En reynslan ein mun skera úr, hve víðtæk á-
hrifin af þessu verða.
Stefna Bandaríicjanna verður nú sú, að
sinna eigin þörfum fyrst og næst þörfum
bandaþjóðanna og ef þá verður nokkur af-
gangur, að leyfa að hann sendist til ein-
hverra hinna hlutlausu þjóða, gegn þeirri
skuldbindingu þeirra, að ekkert af þessu
sendist til Þýzkalands. Að útiloka Þýzka-
land algerlega, er nú aðal-augnamið Banda-
ríkjastjórnarinnar, og vafalaust mun hún sjá
dyggilega um það, að lagastaf hennar verði
trúlega framfylgt. Úr þessu mun óhætt að
treysta því, að Þjóðverjar verði ekki feitir
af mat frá Bandaríkjunum.
En hvað verður nú um Island? mun verða
sú spurning, sem gerir vart við sig í hugum
allra Islendinga hérna megin hafsins. Eins
og kunnugt er, hafa fslendingar heima nú í
langa tíð sótt marga skips farma af ýmsum
vörum til Bandaríkjanna. Að þessi verzlun-
arleið sé þeim opin, er þeim nú lífs skilyrði,
og ekki sízt nú, þegar þröngt er að verða í
búi í öllum þeim löndum Evrópu, sem þeir
geta verzlað við. En að líkindum verða
þeir háðir þessu verzlunarbanni Bandaríkj-
anna engu síður en aðrar hlutlausar þjóð-
ir—eða skyldu þeir geta fengið eitthvert sér-
stakt leyfi?
Allir Vestur-Islendingar munu vona, að
svo verði, og bíða þess með óþreyju, að
frétta hver afdrif íslenzku verzlunarinnar
við Bandaríkin nú verða.
♦—.. _— -----------------------—*•
Ekki leyft málfrelsi.
Andstæðingum herskyldunnar hér í bæn-
um hefir ekki verið leyft málfrelsi í seinni
tíð. Það er að segja, þeim hefir ekki verið
leyft að halda neina fundi til þess að flytja
mönnum þar gleðiboðskap sinn um frið á
jörðu.
I ritstjórnargrein í síðasta Lögbergi er
sagt frá einni tilraun þeirra til þess að halda
opinberan fund hér í borginni, og að vanda
athugar ritstjórinn þetta ekki nema frá einni
hlið og hleypur því í gönur með málefnið.
En að segja að eins hálfa sögu, í hvaða máli
sem er, verður ætíð meira og minna villandi.
Sannleikurinn var sá, að þetta var önnur
tilraun þeirra manna hér, sem andstæðir eru
herskyldunni, til þess að halda allsherjar
fund. Fyrri tilraunin var ger 3. júnj s. 1. og
átti sá fundur þeirra að haldast á Grand leik-
húsinu hér í bænum. En þessi fundur mis-
hepnaðist algerlega, því heim komnir her-
menn úr stríðinu komu þar til sögunnar og
eyðilögðu alt saman.
Mörgum mun hafa þótt þetta súrt í broti
og það jafnvel mönnum, sem herskyldu eru
hlyntir. Flestum mun finnast, að málfrelsi
ætti að halda áfram að ríkja í landinu og
öllum að vera leyfilegt að flytja skoðanir
sínar á opinberum fundum, ef alt þetta fer
fram skipulega og með reglu. Málfrelsið er
ein af dýrmætustu gjöfunum, sem þessi þjóð
hefir þegið.
En svo verður í þetta smn að taka af-
stöðu heimkomnu hermannanan til greina.
Þeir hafa staðið mitt í hættu vígvallarins og
hafa séð bræður vora hrynja þar niður
hrönnum saman. Þeir ganga ekki gruflandi
að því, hvað stríðið þýðir, vita þetta af
eigin reynslu. Þeir vita manna bezt um
hættuna, sem Canada liðið stendur nú í á
Frakklandi, ef nægilegur Iiðstyrkur er ekki
sendur hér að heiman. — Ekki er því að
undra, þó mönnum þessum sé lítið um það
gefið, að umtali og æsingum sé hrint af
stokkum með því markmiði, að leggja tálm-
anir í veg þjóðarinnar í þessu máli. Þeir
vita, að andstæðingar herskyldunnar eru
flestir einnig andstæðir þátttöku þjóðarinnar
í stríðinu og annast um það af öllu, að
hindra hana. — En til þess að þeim hepn-
ist ekki að koma þessu til leiðar, taka heim-
komnu hermennirnir sig til og banna þeim
öll opinber fundahöld.
Fyrir heimkomnu hermönnunum vakir að
eins það, að nú séu ekki dagar til æsandi
óróaglamurs, heldur beri þjóðinni að leggja
fram alla sína krafta í stríði því, sem hún sé
komin út í. Ef stríðið hefði ekki verið byrj-
að, hefði hér verið alt öðru máli að gegna
og þá hefði engum verið bannað málfrelsi.
En eins og nú er, stendur stríðið yfir, Canada
herinn er staddur á vígvellinum í dauðans
hættu — og því ekki um annað að gera, en
að senda til Frakklands alla þá hjálp, sem
þjóðinni er mögulegt að láta í té.
Þannig var afstaða heimkomnu hermann-
anna og hana hefðu andstæðingar herskyld-
unnar átt að taka til greina. Þeir hefðu líka
átt að hugsa út í það, að úr því þeim var
ekki unt að halda fund í húsum inni, voru
ekki meiri líkindi til þess, að þetta myndi
hepnast úti á götunni! Ef þeir hefðu brot-
ið málið ögn til mergjar og athugað kring-
umstæður allar, hefðu þeir hlotið að sjá og
viðurkenna, að heppilegast myndi nú vera að
bíða betri tíma með að láta í ljós skoðanir
sínar á stríðum og herskyldu.
Að rjúka til og kalla til fundar
úti á götunni, var ekki sprottið af
öðru en gömlum þráa manneðlis-
ins að gefast ekki upp fyr en í
fulla hnefana—hvað sem það
kosti. Allir hlutu að sjá, að þetta
gat ekki borið neinn góðan á-
rangur. Enda varð sú raunin á.
En að segja frá þessu eins og
Lögbergs ritstjórinn gerir, er í
meira lagi villandi. Hann minn-
ist í þetta sinn ekkert á fyrri fund-
mn, athugar ekkert rétta afstöðu
heimkomnu hermannanna eða af-
stöðu þjóðarinnar í stríðinu —
blínir að eins á fundinn þarna á
Market Square, og verður það
honum sárasta “hrygðarefni” að
menn skuli þar ekki fá að tala og
láta til sín heyra!
Svo verður eina úrræðið hans,
að kenna fréttablöðunum um
þessar ófarir allar. Þau hafi með
æsingum sínum blásið heimkomnu
hermönnunum mótþróa þenna í
brjóst og séu því undirrótin að
öllu saman. Ritstjóri Lögbergs er
í þessu máli fokvondur við frétta-
blöðin!
En flestir munu þó skoða málið
þannig, að ef það eru fréttablöð-
in, sem vakið hafa þjóðræknis til-
finningar heimkomnu hermann-
anna og annara, þá verðskuldi
þau hrós þjóðarinnar fyrir vikið.
-------O-------
Við austurgluggann
Eftir síra F. J. Bergmann.
20.
Sjálfstæði íslands.
ófriðurinn, sem yfir stendur, er
geigvænlegasti ófriðurinn, sem yf-
ir heiminn hefir dunið. í>að kem-
ur vfst öllum saman um. Það er
endurtekið hvaðanæfa og stundum
svo freklega, að manni fallast
hendur og hugurinn verður enn
bilaðri en áður.
Með þvf að móla upp ógnirnar,
sem yfir standa, er naumast nokk-
uð unnið. Meiri ástæða til ó allan
hátt að leitast við á þessum 'hörm-
ungatímum að soga til sín sem
mest þor og kjark, til þess að lifa
gegn um harmkvælin og bera sig
vel.
3>ví er eigi heldur að leyna, að
heiminum legst nú eins og endrar-
nær mörg líkn með þraut. Og þeg-
■ar er hernaðar-ófögnuðurinn er
andi, að ðnlsldias.abxmlcsfæ.evlg
um garð genginn, hve nær sem þtaö
verður, er eigi ólnigsanda, að
fögnuður svo mikiil verði f heim-
inum, að harmkvælin gleymist um
leið og þau eru gengin um garð.
Byltingin á Rússlandi er fagnað-
arefni þeirri miklu þjóð og verður
að líkindum fagnaðarlind öldum
og óhornum um ókomnar aldir.
Meiri fagnaðar uppsprcttu er eigi
unt á að benda í sögu þjóðanna,
en frelsi og sjálfstæði og lausn úr
áþján og þöndum. Hvert skifti,
er það ber við, hvort stórþjóð eða
smáþjóð á hlut að máli, er eins og
þjóðin rísi af dvala og nýtt fram-
fara og þroska tímabil hefjist. Svo
er frelsið mönnunum mikið lífs-
skilyrði.
Eg er að vona, að þessar ófriðar-
hörmungar, sem yfir standa, sé for-
boði og undanfari einhvers stór-
mikils fagnaðar mannkyninu til
handa. Eigi svo 'að skiija, að lík-
ur sé til, að það fái bót við öllu
böli ait í einu. bað verður naum-
ast hér á þessari jörð. En stórt
spor getur það stigið í áttina.
Ættjörð vor, ísland, fær að finna
til, ekki síður en 'aðrir, nú um
þetta leyti. Yistaskortur vofir þar
yfir, eins og víða annars staðar, og
ráðstafanir hafa gerðar verið af
stjórnarinnar ihálfu, til þess fólkið
fengi sem jafnast notið þess vista-
forða, sem fyrir hendi er og hægt
verður að afla.
Nú útbýta hreppsnefndir á hverj-
um stað, eftir því sem sagt er, jöfn-
um vistaforða, eftir 4manntali,
hverri fjölskyldu, og verður að
greiða fé fyrir um leið og veitt er
viðtaka; annars fæst björg ek"ki.
Og sú björg, sem veitt er, miðuð
við eins mikinn sparnað og menn
sjá sér fært.
Um það er ekki að kvarta, ef lífs-
viðurværi er nóg. Sparnaður er á-
valt góður og hann hafa menn ein-
att lært á stríðstímum og komist
að raun um, hve lítið það er, sem
hægt er að komast af með, þegar í
harðangur slær.
Minnist eg þess um leið og orðið
flýtur úr pennanum, að af því
dregur fjörðurinn í Noregi nafn, að
þar var oft hart í búi, og það búi
konunganna sjáifra, er þar sátu, á
söguöldinni.
Svá mikill sultr var þá í Noregi,
at konungar fengu varlega fætt li5:
sitt við. Þá fekk fjörðrinn þat
nafn, er konungar sátu oftast, at
hann hét Harðangr.
Annars merkir orðið angur—
fjörður ó forntungu vorri, eins og:
Kaupangr, stafangur, Harðangur.
Orðið merkir að líkindum þrengsli.
upphaflega.
1 Angri var ek uppfæddr, sagði
Friðþjófur og er það tvírætt.
En góð hefir líka vistin verið í
mörgum firði og betri og betri eft-
ir þvf sem aldir renna. Mörg björg
kemur þar á land, bæði á ættjörðu
vorri og víðar. Nú er sjórinn orð-
inn henni sannur bjargangur.
Ef til vill verður ófriðurinn henni
það líka.
Til að bjargast í harðangrinum
gerði ísland samninga við Breta,
eins og sjálfstæð þjóð væri. Bret-
ar virðast fremur hafa viijað semja
beint við íslendinga sjálfa, en
Dani. Danir sátu í sínum eigin
harðangri og áttu nóg með að sjá
um sjálfa sig. Þeir höfðu engar
hindranir lagt í veg þess, að ísland
semdi eins og sjálfstætt land við
Breta. fsland hefir orðið síðan ó-
friður þessi hófst, að spila alger-
lega upp á eigin spýtur, hvort
heldur var.
Það hefir sannast nú eins og svo-
oft, þegar á reynir, að mikið af því,.
sem menn þykjast sannfærðir um,
hefir eigi annað við að styðjast, en
hjátrú og hégóma. Menn þóttust
sannfærðir um, að úti væri um ís-
land um leið og Danir slægi bless-
aðri verndarhendinni af því.
En nú hefir verndarhöndin stutt
orðið. Danir hafa haft meira en
nóg með að sjá fyrir eigin hag sín-
um. Ef fslendingar hefði nú ekki
verið færir um að krafsa í bakk-
ann sjálfir, er hætt við, að lítið
hefði orðið úr þeim. Að íslending-
ar geti eigi lifað án verndarinnar
dönsku, er hjátrú ein og hégilja.
Vonandi verður hún nú sjálfdauð
í ófriði þessum.
Það nemur ekki staðar við samn-
inginn við Breta. ísland verður að
gera annan samning við Bandarík-
in. ísland hefir nú stöðugt skip f
förum yfir Atlanzhaf, til að ná
björginni, sem eigi fæst annars
staðar, héðan frá Vesturheimi. Nú
er iífsvonin sú, að það samband.
sem nú er myndað, fái að standa
og verði varanlegt. Til þess þarf
samning við Bandarfkin og það
sem allra-bráðast, því eigi er að
vita á þessum tímum, hvað uppi
kann áð verða á teningi. Talað
hefir verið um í Bandaríkjum, að
hætta viðskiftum við Norðurlönd
og þó getur ísland orðið að sæta
sömu kostum.
Eigi má mikið á milli bera. Land-
ið virðist nokkurn veginn kola-
laust, steinolíulaust, saltlaust. Tog-
ararnir hættir að toga fisk úr sjó,
sakir kolaleysis. Vélbótarnir hreyf-
ingarlausir, sökum olíubrests. Salt-
ið ekkert til að salta með fiskinn.
Þurð all tilfinnanleg á viðbiti og
mörgu fleiru.
Samningar við Bandaríkin von-
andi takast bráðlega, eða eru þeg-
ar gerðir. ísland græðir þá það áf
ófriðinum, að bafa fundið Vestur-
heim í verzlunarefnuin og við-
skifta, og er sannarlega mikils um
það vert.
En mest er ávalt um það vert, að
finna sjálfan sig. fsland ihefir enn
ekki fundið sjálft sig. Það hefir
þá fyrst fundið sjálft sig, er það
hefir sannfærst um, að það verður
að spiia upp á eigin spýtur, en eigt
að lifa af annara náð. Sjálft verð-
ur það að vinna að sáluhjólp
sinni með ugg og ótta. Ekki gera
Danir það, að þeim annars alveg
ólöstuðum.
ísland hefir fyrst fundið sjáift
sig, er það 'hefir sannfærst um, að
það getur eins verið sjálfstætt
land eins og önnur smálönd.
Ánægjulegast væri samband með
Norðurlöndum, sem eru svo skyld
að tungu, sögu, þjóðernum og
staðhóttum, og ísland heyrði þvf
sambandi til, eins sjálfstætt og
hvert hinna.
Utanríkismiál sín þarf fsland um
fram alt sjálft að bafa með hönd-
um. Þá finnur það, að það er far-
ið að eiga með sig sjálft. Samning-
urinn við Breta er stórt spor í átt-
ína. Væntanlegur samningur við
Bandaríkin annað spor. Og þriðja
sporið eiginn fápi, til að sigla með
um höfin, sem 'hvarvetna sé viður-
kendur.
Um sjálfstæðismálið þarf nú
þjóð vor að flykkjast og standa
eins og einn maður, unz slagurinn
er unninn. Þó ísland sé ekki við
strfðið beinlínis riðið, hefir þó
blóð sona þess blandast blóðfórn-
inni miklu, sem nú er verið að
færa, og litað oustuvöllinn. Þegar
þeir hugsuðu um Belgíu og Frakk-
Iand, hugsuðu þeir um ísland.
Fyrir sjólfstætt Island fórna þeir
lífi sínu.