Heimskringla - 19.07.1917, Blaðsíða 2

Heimskringla - 19.07.1917, Blaðsíða 2
HXIM8KBIVQLA WINNIPB6, 19. JÚLl 1917 —------------------------------ Keisaravaldið þýzka Eftir »íra F. J. Bergmann. ________________I______________> (Framh.) 26. Skipulag og sameining þýzka ríkisins. Með íriðarsamningi í Prag, sem ritað var undir 23. ágiist 1866, var bundið enda á sjö vikna stríðið við Austurríki og þann ágreining, er því hafði valdið. Fyrsta grein friðarsamnings þessa gefur trygg- ing þess, að ríkisheild Austurríkis skuli fá að haldast, að Langbarða- landi og Fencyjum undanskildum. önnur grein ákveður, með sam- þykki Austurríkis, nýtt ríkjasam- band á Þýzkalandi, er keisaraveldi Austurríkis standi lyrir utan. Með þriðju grein afsalar Austur- ríki Prússlandi öll réttindi til bertojk?adæmanna, Slésvíkur og Holtsetalands, en áskilur fólki í Norður-Slésvík réttinn til að sam- einast Danmörku, svo fremi, að það láti þá ósk í ljós með frjálsri atkvæðagreiðslu. öll þau rfki á Norður-Þýzka- landi, sem höíðu verið svo óhepp- m, að fylgja Austurríki að málum í stríði þessu, urðu að sætta sig við þau örlög, er nú biðu þeirra. Enda leið ekki lengur en tæpur ménuður, unz Vilhjálmur konung- ur lét yfirlýsingu birtast 20. sept. þess efnis, að Hannover, Hessen- Kassel, Nassau og borgin frjálsa Frankfurt, væri hér eftir innlimuð prússneska einveldinu og yrði að íúta grundvallarlögum Prúss- lands. Heimför Vilhjálms konungs til Berlínar var - ein óslitin sigurför. Þjóðin b&r konung sinn á höndum sér. En mikið af þeirri þjóðar- hylli, sem konungurinn hafði á- unnið sér, varð einnig hlutskifti Bismarcks. öllum var ljóst, að hann hafði verið lífið og sálin í þeim atburðum, er gerst höfðu, og orðið höfðu Prússlandi slíkur fá- dæma vaidaauki. í>essa þjóðliollustu kunni Bis- marck manna bezt að færa sér í nyt, áhugamálum sínurn til íram- kvæmdar. Hann kom því nú til leiðar, að kosningar færi fram til þýzks sambandsþings — almennar kosningar, þar sem atkvæði voru greidd með seðlum. í’ingið kom sarnan f Berlín 24. feb. 1867 og sam- þykti á tiltölulegia skömmum tfma þá stjórnarskrá, sem fyrir það var lögð. Hún kvað svo á, að stjórnarvald- ið skyldi þar arfgengt, að það skyldi falið konungi Prússlands, að löggjafarvaldið - skyidi vera í höndum sambands ráðs (Bundes- rat), þar sem stjórnir ríkjanna ýmsu hefði erindreka, og í hönd- um ríkisþings .(Bundestag), er kosið væri til af öllum landslýð. Forsæti sambandsráðsins skyldi Prússakonungur skipa. Sambandsráðið — Bundesrat — hafði fullkomin yfirráð yfir fram- kvæindarvaldi sambandsins og frurnkvæði allrar löggjafar. Sam- bandsþingið — Reichstag—, sem kosið er til með almennri atkvæða- greiðslu, hafði vald til að gagnrýna iagafrumvörp, en ekki til að koma fram með þau; það ga.t neitað skattaáiögum, en hafði engin yfir- ráð yfir framkvæmdarvaldinu. Á hinn bóginn var almenna her- skyldan prússneska leidd í lög um alt ríkið. Hve nær sem á þurfti að halda, var hcrinn f raun réttri her Prússaikonungs. Utanrfkismál heildarinnar voru utanríkismál eins einasta ríkis og þau hafði Prússland með höndum. 2>essari feikna breytingu á stjórn- arskipulagi hafði Bismarek til leið- ar komið. Stjórnarskráin nýja var í raun og veru einkaverk hans og af honum sjálfum samin. Eigi var nú annað eftir, en að ná þeim ríkjunum, sem enn voru utan sam- bandsins, inn í það. En til þess vildi Bismarck bíða hentugs tíma. Hve nær sem þvf yrði til leiðar komið, ætti Prússland yfir öllum mætti Þýzkalands að ráða. Sambandsþingið þýzka tók nú til óspiltra málanna, að gera sam- steypu þjóðsfofnananna sem full- komnasta. 2>að setti á fót, árin 1869 og 1870, hæstarétt í verzlunar- málum, er sitja skyldi f Leipzig. I>að samþykti ný . hegningarlög. 2>ó nú þetta væri all-mikið tveggja ára verk, fulinægði það ekki kröf- um ættjarðarvinanna þýzku. 2>eir fundu til þess, hve einingardiug- myndin hefði verið komin langt á leið, og þráðu framhald samein- ingarviðleitninnar. Pá hófst sá flokkur á 2>ýzka- landi, sem nefnist frjálslyndir þjóóernismenn. Aðal - markmið *hans var að koma á sameiningu milli Suður- og Norður-Pýzkalands. Flokkur þessi komst þegar í eitt- hvert furðulegt samband við Bis- marck. Hann hafði meðfædda. skömm á þjóðþingum og þing- bundinni stjórn. En hann var á- ] valt til þess albúinn, að færa sér f nyt hvo-t hentugt tækifaéri, erj honum bairst í hendur. Hann fann til þess, að eitthvað meira en lítið varð að gera, til þess að skapa meiri hlýhug og samúð með iýðum Suður- og Norður- Þýzkalands, ef vel átti að fara. Hann lét sér skiljast, að eina ráðið væri að slaka eitthvað á klónni við íreisisþrá fólksins. Ríkin sunnan Main-fljóts höfðu komist út úr stríðinu sem sjálfstæð , og fullvalda ríki. I>essu sjálfstæði! og fullveldi voru þau treg til að j skifta fyrir þann fremur vafasama heiður, er nána.ra bandalag á milli j þeirra innbyrðks eða Samband i Norður-Þýzkalands kynni að hafa' í för með sér. Bæði lantíslýður og valdhafar voru öldungis samhuga í óbeitinni á nánari sameiningu við Norður-Þýzkaland Einkum hötuðu lýðvaldssinn- aðir menn Prússland. Það neíndu þeir land riöilstjóra priksins. En Bismarck skoðuðu þeir sálina í þessu undirforingja priki. Hann í væri þetta hervalds prik holdb klætt. Katólskir menn hötuðu Prúss-j iand sem aðal-byggistöð mótmæl-i enda og frjálsrar hugsunar. Það v-ar margt sem skildi á milli. Þess- ir sundurskornu helmingar urðu ekki sameinaðir af neinu afli, er unt var upp að hugsa, nema sam- eiginlegum hagsmuna ástæðum. Yfir því gruflaði nú Bismarck, hvernig unt væri að skaipa slíkar ástæður og koma fólkinu til að skilja. Spor all-mikið var stigið í áttina, l þegar 1867, er samningur var ger við suðurríkin um tollmál. Sam-I kvæmt honum skyldi útkljá öll j tollmál af sambandsráði og rfkis-j þingum. f þcssum tilgangi áttu suðurríkin að senda erindreka til Beriínar. En þegar til kom, varð þetta 'að litlum notum, og náði aldrei lengra en til toilmálanna, þótt sumir hefði gert sér annað í hugarlund. Þegar er kosningar fóru fram til tollþingsins (Zollparlament), sendi Wuertenberg ekki einn einasta er- indreka, sem var þessu þjóðernis- máli hiyntur. Á Bæjaralandi voru andstæðingar þjóðornishreyfingar- innar í miklum meiri hluta. f j Baden og Hessen Darmstadt var mótþróinn gegn Prússlandi minni. j En þar var samt sterkur minni j hluti, er megnan ímugust hafði á Bismarck og stjórnarháttum hans. Tollþingið, er þjóðernisvinirnir höfðu gert sér svo glæsilegar von- ir um, reyndist bráðónýtt til sam- einingar og forðaðist um annað að fjaiia, en tollmálin. Það var næsta örðugt, að finna nokkurt samein- ingianband innbyrðis. 27. Tildrög til stríös með Frökkum og Þjóðverjum. En nú komu ytri öfl til sögu, og hlupu Bismarck upp í hendur. j Frakkland var í vondu skapi yfirj þessum skyndilega uppgangi Prússaveldis. Napóieon gekk um sættir, eins og áður er tekið fram, milli Prússai og Austurríkis. Hann j gaf oftar en einu sinni í skyn, að j hann vildi eitthvað hafa fyrir snúð j sinn. Áður eða um það leyti, að j friðarsamningurinn í Prag varj staðfestur, ympraði hann á því, að honum bæri að fá vinstri bakka Rínarfljótsins að launum Þetta varð Bismarck heldur en ekki vopn í hcndur. Það hafði verið æfagömul stjórn- arstefna ríkjanraa á Suður-Þýzka- landi, að flýja á náðir Frakklands og fá fulltingi þess í viðureigninni við hin voldugu ríki Norður- Þýzkalands. Nú sneri Napóleon sér til þeirra með þessa kröfu um endurgjald og hélt að Austurríki myndi helzt veita áheyrn. En þar brást honum bogalistin. Það varð einmitt til þess, að Suður-Þýzka- land hljóp upp í fang Prússlandi. Friðarsamningar þeir, er gerðir höfðu verið með Prússum og Suð- ur-Þjóðverjum, voru háðir leyni- samningum um bandalag, er til hernaðar kæmi, hvort heldur væri um vörn eða sókn að ræða. Ef til slíks hernaðar kæmi, var það á- skilið, að Prússaikonungur skyldi hafa æðstu herstjórn með hönd- um. Nú leit svo út, að komið gæti til hernaðar. Þá var ekki Bismarck lengi að koma auga á, að sameigin- legur óvinur og hernaður gséti orðiðN sterkasta og heppilegasta verkfær- ið til að brasa saman þessa sund- urskornu helminga Þýzkalands. Nú var hann á verði með meiri eldhug en nokkuru sinni áður og bjó sig sem bezt hann mátti. Hann sá þegap óvininn í hillingum. Eins og áður er á vikið, voru Frakkar í vondu skapi yfir upp- gangi Prússa, og sökum þess, að þeir eru fremur litlir skapstill- ingarmenn, brauzt það einatt út fremur óþyrmilega. Þegar 14. marz 1867, tók stjórnmálamaðurinn frægi, Thiers, af skarið á þingi Fraikka og iýsti hátíðlcga yfir gremju Frakklands út af þelrri kiaufalegu stjórnmála meðferð, er látið hefði Prússland verða þaið í lófa lagið, að færa svb út kvíarnar á iannarra kostnð. Þá svaraði Bis- marek með því að birta 19. marz leynisamningana við ríki Suður- Þýzkaliainds, — í algerðu leyfisleysi, vitaskuld. ölluin var nú auðsætt, að þetía myndi liafa stríð í för með sér, fyrr eða sjðar. I-ann leik sá iíka Bisrnarck beztan á borði. Honum var að eins ant um, að ]>að augraai- blik yrði Prússlandi sem hentug- ast. Hann lét sér iíkai eigi síður ant um hitt, að Frakkland yrði f sök um friðarrofin. Ástæður allar í Norðurálfu voru um þessar mundir Bismarck í vil. Frakkland var að mörgu leyti faitlað. Stórnarfarið var spilt og í fremur slæmu lagi. Klerka og páfa- vald var þar þrætuepii allmikið, tvískiíti þjóðinni og spilti sam- komuiagi henraar við ftalíu. Ætt- jarðarvinirnir með Frökkum voru gramir, tortryggir og ailir á nál- um. Eigi mátti mikið út af bera^ til þess 'að hermenskulundin bál- aðist upp með þjóðinni. Um langan aldur hafði það ver- ið metnaður frakkneskra stjórn- málamanna, að koma spánversku hálfeyjunni undir frönsk áhrif. Árið 1870 bar svo við, að enginn rík- iserfingi var á Spáni til að taka þar við völdum. Árið 1868 höfðu Spánverjar svift ísabeliu drotningu völdum. Sá flokkur, sem þá bar sigur úr býtum, vildi ekki koma á lýðveldi. En ]>að var enginn hægð- arleikur, að finna nokkurn kat- ólskan þjóðhöfðingja í Norðurálfu, sem kærði sig um spánversku krúnuna. Loks fanst hann samt og hét Leopold af Hohenzollern-Sigmar- ingen. Var hann af yngri ættlegg prússnesku konungsættarinnar og maður katólskur. Hafði yngri bróðir hans fyrir skemstu verið settur f hásæti í Rúmeníu. En svo Var líka ættieggur þessi tengdur Bonaparte-ættinni. Loópold þess- um var bæði um og ó. En Napólc- on var þessu andvígur með öllu. Hann vissi, að ættleggur þessi hafði sýnt hinum prússnesku frændum sínum sérlega hoilustu. Og Napóleoni var alls ekki láanda, þótt honum litist Frakklandi hætta búin af því, að hann kæm- ist til valda á Spáni, eins og ástatt var. Þegar konungs tign á Spáni stóð honum fyrst til boða 1869, var hann í miklum vafa. Kvaðst alls ekki vilja við þeirri vegsemd taka, nema því að eins, að þeir Vilhjálm- ur og Napóleon báðir gæfi sam- þykki sitt. En f byrjan ársins 1870 hafði Bismarck einsett sér að styðja Leópold til valda. En Vil- hjálmur konungur var tregur mjög til að styðja ættingja sinn til valda, og óttaðist, að illa myndi mælast fyrir. Dró það allan kjark úr Leópold. Það var komið' fram í júní 1870, þegar Bismarck loks hafði látið sér takast að telja svo um fyrir Leópold, að hann tók boði Spán- verja, svo fremi að Vilhjálmur kon- ungur gæfi samþykki sitt. Það samþykki fekst þá óðara, einnig fyrir tilstilli Bismarcks. Alt þetta hafði gerst heimullega. Hefði nú þingið spánverska (Cortes) slegið járnið meðan það var heitt, og kor- ið Leópold til konungs, myndi Frakkland ekkert ráðrúm hafa fengið til að koma í veg fyrir þetta. Tilgangur Bismareks hafði hing- að til verið sá, að fá með þessu móti Spánverja Prússum að sain- bandsþjóð gegn Frökkum, ef til hernaðar kæmi. Honum hafði enn ekki hugkvæmst, að þetta yrði ófriðarorsök (casus belli). En það varð þessum ráðum fótakefli, að þinginu spánverska var slitið, áður til konungs kosningar kæmi. Smám saman komst þetta leyndar- mál, er farið hafði huldu höfði, upp og varð lýðum ljóst. Frakkar sendu Vilhjálmi kon- ungi mótmæli sín gegn þessu at- hæfi. Vilhjálmur gat ekki annað en tekið þau til greina. Honum var það vel kunnugt, að almenn- ingsálitið í Norðurálfu og ekki sízt á Suður-Þýzkalandi myndi dæma það all-hart, ef hann færi að styðja ættingja sinn' til valda með þess- um hætti, enda hafði hann gefið samþykki sitt með hangandi hendi. Leópold hjálpaði frænda sínum úr vanda með því að scgjast ekki lengur vera í vali. Þetta var Bismarck ljótur grikk- ur. En Frakkar spiluðu enn af sér, honum í vil. 1 stað þess að sætta sig nú við þann sigur, er þeir höfðu unnið, gerði ráðuneyt- ið frakkneska enrafremur þá ó- rímilegu kröfu, að Yilhjálmur skyldi gefa ákveðið lofif ð um, að hann aldrei framar skyldi styðja ættingja sinn til valda. Kröfu þess- ari var fram fylgt með ákafa svo miklum og svo freklegum ummæl- um frá Parísarborg, að eina svar- ið, er konungi vár unt að gefa, var, að hann hefði sarnþykt afsal Leó- polds, og við það sæti, að því er til hans kasta kæmi. Með þessu hefði mál þetta vel mátt vera til lykta leitt, ef Bis- inarck hefði þóknast, og kannnað- ist liann við það síðar. En nú var málum loks svo komið, sem liann vildi. • Hann var sannfærður um, að á liólmi myndi Prússland hafa Frakkland í hendi sér og ráða úr- slitum. Eins og á stóð, gat Frakk- laud eigi notið fulltingis ítalíu. Austurríki mátti eigi hrófla sér, svo Rússar eigi réðist til aðsókn- ar. Á Englandi réð Gladstone lög- um og lofum og vildi af þessum málum engin afskifti hafa, ef hlut- leysi Belgíu væri eigi raskað. Ef Frakkland yrði fyrra til að segja Þýzkalandi stríð á hendur, einung- is fyrir þá sök, að Yillhjálmur hafði sagt, að spánverska málið væri til lykta leitt af hans hálfu, þóttist Bismarck vita, að Suður-Þýzkæ land myndi Ijá Prússum fylgi sitt. Bismarck var kunnugt um æsing- ar miklar á Frakklandi. Blöðin blésu 1 eldinn af aiefli. Napóleon III. var þvf ekki vaxinn, að veita viðnám. Benedetti greifa var falið, að krefja konung Prússa um á- kveðið afsal af hendi Hohenzollern ættarinnar alls vilyrðis um að taka við konungskosningu á Spáni. Kröfu þessari var neitað, kurteis- lega en ]iverf, 13. júlí. Nú sá Bis- marck, að tími ,var til kominn að kveikja á eldspýtunni og stinga henni inn í púðurskálann. Napóleoni var sent skeyti um það, er þeim fór á milli, Benedetti og Yilhjálmi. Bismairck náði í það skeyti, lagaði það til eftir sínu höfði, án þess að bæta nokkuru einasta orði við, en sneri neitan konungsins upp 1 móðgun. Þetta er Ems-skeytið svonefnda, sem oft er talað um. Bismarcks útgáfan kom út í öllum blöðum á Norður- Þýzkalandi, með ótal ritgejðum og uinmælurn, er íærðu það enn bet- ur í stílinn. París varð óð og uppvæg. Napóleon III. sagði Þjóðverjum stríð á hendur 14. júlf. Daginn eít- ir 15. júlí, afgreiddi þingið frakk- ncska fjárveitingu til hernaðar. Sama dag var herinn sendur af stað á Norður-Þýzkalandi. 28. Fransk-þýzka stríðið 1870—71. Sögu stríðsins milli Frakka og Þjóðverja þarf ekki að segjai ná- kvæmlega. Hún liggur utan þess sviðs, sem hér er afmarkað. En 1 ])ví stríði fekk heimurinn nýja vitneskju, ef hann þurfti á henni að halda, um þá feikna fullkomn- ■ain, sem hervélin þýzka hefir náð. Hins vegar ATarð öllum augljóst, í hve aumu og óhæfu lagi frakk- neska stjórnin var, þvf þar lenti alt f handaskolum. Fyrsti áreksturinn varð hjá Saarbruecken 2. ógúst. Yar auglýst um alt, að þar hefði Frakkar unn- ið mikinn sigur. Samt var árekst- ur liessi upphaf þeirra atburða, er gerðu út um fall írakkneska keis- aradæmisins, og myndan hins þýzka. Mánuði eftir bardagann við Saa.rbruecken varð Napóleon keisari að gefast upp við Sedan með 80,000 manns. Umsátrin um París hófst 20. september. Bazaine hershöfðingi gafst upp við Metz með 170,000 rraarans. Hinn 18. janú- ar 1871 var Vilhjálmur I., Prússa- konungur, gerður þýzkur keisari, f konungshöllinni miklu í Versailles. Átti konungurinn á Bæjaralandi frumkvæði að því, en hann var voldugastur allra konunga Suður- Þýzkalands og þjóðin bandaþjóð Frakklands að fornu fari. Tíu dögum síðar, 28. janúar 1871, gafst Parísarborg upp. 1 febrúar- mánuði var skrifað undir frumskil- yrði friðarsamninganna og 10. maí voru friðarsamningarnir fullgerð- ir í Frankfurt. Samkvæmt þeim urðu Frakkar að láta af hendi Elsass og mestan hluta af Lotrin- gen, og var það Frökkum lang- tilfinnanlegast allra afleiðingai ó- friðarins. En þessi héröð hafði Loðvfk XIV. tveim öldum áður rifið til sín með" herskildi úr hönd- um keisaradæmisins gamla. Með myndan keisaradæmisins þýzka 1871 hefst nýtt tímabil í sögu Þýzkalands. Samkepnin milli kon- ungsættanna, sem velferð þjóðar- innar hafði svo lengi orðið að lúta í lægra haldi fyrir, hætti nú af sjálfu sér. Með samningum, sem gerðir voru í Versailles, var kon- ungsríkjunum Bæjaralandi, Wuert- enberg og hinum suðlægu hér- öðum stórhertogadæmisiras, Hes- sen, bætt inn í norður-þýzka saim- bandið. Upp frá þessu skyldi öll þýzku rfkin, sem komist höfðu lífs af úr umbrotunum 1861, vera í var- anlegu ríkjasambandi undir for- ystu Prússlands, nema Austurríki, stórhertogadæmið Lúxemburg og furstadæmið Liechtenstein. Endurskoðan stjórnarskrárinn- ar 1871 gerði engar mikilvægar breytingar á stjórnarskránni frá 1867. Rfkin þýzku héldu löggjaf- arvaldi sínu efíir sem áður, nema i þeim efnum, er með skýrum á- kvæðum voru Min keisaravaldinu. Þjóðhöfðingjarnir héldu sjálfsfor- ræði. Þó konungur Prússa kall- aðist nú keisari,' skyldi hann ein- ungis vera fremstur meðal jafn- ingja — primus inter parés. Hann var forseti sambandsins, en hafði ekkert valdsumboð yfir hinum öðrum þjóðhöfðingjum. Samt sem áður hefir það atvik- ast svo, að upp frá þessum tím'a hafa stjórnarathafnir ríkjanna og samþyktir þinganna hætt að hafa nokkurt gildi út fyrir landamær- in. Saga þjóðarinraar hefir þunga- miðju sína í Berlín, í sambarads- ráðinu — Bundesrat, — þar sem erindrekar hinna einstöku ríkja flytja sérrnál þeirra, — 1 rfkisdeg- inum — Reichstag — þar sem til- finningar og óskir þjóðarinnar fá að birtast, — en um fram alt í pússnesku stjórninni og fram- kvæmdarvaldi keisarans. Þýzka ríkið nú á dögum er eng- inn uppvakningur, heldur ný- myndan. 1 fyrsta sinn í mapn- kynssögunni birtist þýzka ein- ingar hugsjónin þar í áþreifan- legri mynd. Þýzka ríkið er kristið ríki, samkvæmt opinberri játningu sinni. Samt sem áður virðist að blandast saanan við þýzku ríkis- hugmyndina eitthvað af hug- myndinni heiðinglegu, sem gerði ríkið að guði, talaði um Rómaborg sém Róm hinn guðdómlega — diva Roma. — Þessi hugmynd uin ríkið varð holdi klædd í persónu keisar- ans, guðdómlegum Ágústusi — divus Augustus. En í augum Bismarcks var myndan keisaravaldsins ])ýzka sá sigur Prússlandi til handa, sem liann hafði barist fyrir síðan 1862. Nú var Prússland íklætt þýzku al- væpni, og gat nú steytt járnhnefa sinn 'framan í heim allan, þar sem það var larag-fremsta hervaldið í Norðurálfu. Slíkur járnhnefi var Bismarck sjálfur. Hann hafði sameinað I>ýzkal'and og skapað í sinni eigin mynd. ------o------- Frá Gimli. Gimli, 10. júlí 1917. Ritstj. Heimskringlu. Hér er fáment og góðment, þar af leiðandi fátt um fréttir héðan. Frézt hefir norðan af vatni, að fiskiafli sé í meðallagi, það sem af er vertíð og útlit fyrir að útgerðar- ménn hafi meira upp úr þessari sumar vertíð, en endranær, vegna þess að fiskifélögin borga nú hálfu centi meira fyrir pundið 1 hvítfiski en fyrirfarandi sumur. Útlit er fyrir að grasspretta verði hér í góðu meðallagi á mýrlendi, cn tæplega það á harðvelli, vegna þurkanna. — Heilsufar er hér gott, þó hefir ímyndunarveiki gert vart við sig, og er það ekki allra meðfæri að lækna lharaa>, “en hver veit nema Eyjólfur hressist.” Hér verður mikið um dýrðir annan ágúst (íslendingadagiran), ef • veðurmaðurinn leyfir. Tveir ræðumenn eru þegar fengnir, og þeir ekki af lakari endanum; ann- ar er “Villi” okkar Paulson, M.P.P, sem allir Vestur-Islendingar kann- ast við, og það að góðu, og munu bygðarmenn leggj'a á sig að keyra margar mílur til að hlusta á “Vllla sinn”, því ekki er hætt við, að hann tali um........ (þetta má ekki nefna). Hinn ræðumaðurinn er dr. Jón Stefánsson frá Winni- peg, sem er einn af okkar ungu mentamönnum hér vestra, þar af leiðandi minna þektur sem ræðu- maður, en sumir hinir eldri, en frá honum megum við samt"eiga von á töðugjöldunum. Svo eigum við von á kvæði frá öræfaskáldinu, sem margir Islendingar kannast við af ljóðabók hans, “öræfaljóð”. Svo verður margt fleira, svo sem söngur, músík, kappróður, sund, aflraun á kaðli, hlaup og stökk, og þá má unga fólkið ekki gleyma dansinum. Svo heyri eg sagt, að nefndin ætli að vekja upp gamla Njál til að vera forseta dagsins og Grettir til að vera á enda kaðals- ins fyrir ógiftu mennina; svo getur vel verið að þetta séu ýkjur. Held eg svo, að eg slái botninn í, en getur skeð eg sendi þér línu síðar. Þinn einlægur Gimlungur. — GISLI GOODMAN TINSMIBUR. VerkstæTJlr—Hornl Toronto Bt. og Notre Dame Ave. Pknne HelmUIa Gnrry 2988 Gnrry 8M J. J. BILDFELL FASTEIGNASALI. Unlon Baik 5th. Floor No. BM Selur húe og lóTflr, og annaV >ar aV lútandi. Útvegar penlnaalán o.fl. Phone Maln 2085. V., J TH. JOHNSON, Ormakari og GullsmiSur Selur giftingaleyfisbréf. Sérstakt athygli veitt pöntunum og vitSerjörVum útan af landl. 248 Main St. - Phon* M. 6606 J. J. Swanson B. Q. Hlnrlkc.on J. J. SWANSON & CO. KASTEIGPÍ ASALAR OG penlnsa mlVlar. Talsíml Mnln 26*7 Cor. Portnz* and Garry, Wlnnt»«» MARKET HOTEL 146 Prlnr mm Street á nóti m&rkaVlnum Bestu vínfönR. vindl&r mg jt»- hlyningr góH. Islenkur veitlnca- maöur N. Halldórsson. leiVbeln- Ir lslendingum. P. O'CONNEL, Eigrandi Wlnnlyes Arnl Anderson E. P. Garland GARLAND & ANDERSON LOGFKÆOINGAR. Phon. Maln 1661 '?91 Kltetrk Railway Chamb»n. Talsíml: Maln 6302. Dr. J. G. Snidal TANNLÆKNIR. 614 SOMERSET BLK. Portage Avenue. WINNIPEG Dr. G. J. Gis/ason Phymlclan and Suracon Athygli veitt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Asamt innvortis sjúkdómum og upp- skuröl. 18 South 3rd St.» Grnml Forlrs* N.D. Dr. J. Stefánsson 401 BOYD BUILDING Hornl Portage Ave. o» Edmonton St. Stundar elnsöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er >1 hltta frá kl. 10 tll 12 f.h. og kl. 2 tll * e.h. Phone: Main 3088. Heimllt: 106 Ollvla St. Tal«. O. 2816 F Vér höfura fullar bircélr hreln- F m ustu lyfja og mehala. Komifl i v meö lyfseöla ytiar hln»atS, vér F Á gerum metlulln nákvwmlega eftir Á v ávíean lseknislns. Vér slnnum T A utansvelta pöntunum og seljum Á F giftinealeyfl. : : : : F J COLCUEUGH <& CO. t T Notre Dame A Shcrhrowke Sts. f Á Phone Garry 2690—2691 Á A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnatiur sá beatl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvaröa og legstelna. : : »18 SHERBROOKE ST. Phone G. 2152 WINNIPEG AGRIP AF REGLUGJÖRB om heimilisréttarlönd í Canada , og NorSvestnrlandinn. Hver fjölakyldufaíir etia hver karl- matSur aem er 1S ára, sem var breakur þegn i byrjun atrítSslns o» hefir veriS þaö aitlan, etia sem er þegn BandaþjótS- anna efla óhátSrar þjötiar, getur tekltl heimillsrétt á fjóröun* úr ssctlon af ð- teknu stjðrnarlandl I Manltoba, Sas- katchswan eöa Alberta. Umsaskjandt vertiur sjálfur atl koma á landskrlf- stofu stjðrnarlnnar etia undlrskrlfstofu hennar í þvi hératli. 1 umbotil annars Skyldnri—Sex mánatla ábú6 og rnktua má takn land undlr vlssum skllyrtium. landsins á hverju af þremur árum. 1 vissum héruDum getur hver land- landneml f.ngltl forkaupsrétt á fjðrti- ungl sectlonar met) fram landl sinu. Vertl: $3.00 fyrlr hverja ekru. Skyldur: Sex minatla ábútl á hverju hlnna næstu brlggja ira eftlr hann hefir hlotltS elgnarbréf fyrir helmllisréttar- landl sínu o» auk þess ræktats 5» ekrur á hlnti eelnna landl. Forkaups- réttar hréf »etur iandneml fengitS um leitj o» hann fær helmllisréttarbréfitS, en þð metl vissum skllyrtium.. Landneml, sem fenyits heflr helmiiis- réttariand, «n »etur ekki fen»lt) for- kaupsrétt (pre-emptlon) getur keypt helmlllsréttarland I vlssum hérutlum. VertS »3.00 ekran. Vertiur a* búa á iandtnu sex mánutSI af hverju af tirem- ur árum. ræktá 50 ekrur o» by»»Ja hús. sem eé »300.00 virtSi. l>elr sem hafa skrlfati si» fyrir helm- lllsréttarlandl, »eta unnlt) landbúnati- arvinnu hjá hændum 1 Canada árlB 1917 o» timl sá relknast sem skyldu- timi á landi þelrra, undir vlssum skll- yríum. T>e»ar stjðrnarlBnd eru aurlýst etia tilkynt á annan hátt, »eta heimkomnir hermenn, sem verlts hafa i harhldnustn erlendls o» fen»itl hafa helt!arle»* lausn, fenrlt! eins ds»s for»an»s rétt tll afl skrifa sl» fyrir helmlilsréttar- landi á iandskrifstofn héraVslns (en ekkl á nndirskrifstofu). Lausnarhréf vertSur hann atl geta sýnt skrlfstofu- stjóranum. w, w. CORY, Depnty Minlster of the Interior. B1B1), sem flytla »n»lýstn»n þessa I helmlldarleysl, fá en»a þor»ua fyrlr.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.