Heimskringla - 30.08.1917, Side 1

Heimskringla - 30.08.1917, Side 1
—.......—" ■ ------------ —* Reyal Optical Co. Elztu Opticiant i Winnipeg. Við höfum reynst vinum þinum vel, — gefðu okkur tækifæri til að reyn- ast þér vel. Stofnsett 190S. W. R. Fowler, Opt. XXXI. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, 30. ÁGÚST, 1917 NCMER 49 Bandaþjóðirnar sækja fram á öllum svæðum Engin hvíld er nú Þjóðverjum gefin á svæðum ])eim, sem Bretar og Frakkar íhalda, á Frakklandi og í Belgíu. Enn l>á er barist um borgina Lens og halda Oanada- hermennirnir áfram að geta sér bar góðan orðstýr. Fyrir austan og norðan Ypres brutust Bretar áfram á all-stóru svæði og varð óg- urlegt mannfall í liði Þjóðverja við þær orustur. Lengra norður af þessu svæði sóttu Bretar einnig áifram og eftir harðan slag hröktu þeir óvinina þar töluvert aftur á bak og tóku marga fanga. Þjóðverjar gerðu mörg og hörð á- hlaup á skotgrafir Breta á svæðinu fyrir norðan Epehy,- þar sem þeir biðu allmikinn ósigur nýlega. En vel voru brezku herdeildirnar bún- ar að koma stórbyssúm sínum þarna fyrir, svo þeim veitti létt að brjóta áhlaup þetta af sér. Fyrir austan Epehy var gert all-mikið á- hlaup á skotgrafir Þjóðverja, nærri St. Quentin skurðinum, og urðu þeir þar undan að hrökkva. Á- hlaup þeirra fyrir norðaustan Messines voru öll brotin á bak aft- ur og stóðu orustur þær ekki lengi yfir. Á einum stað, í grend við Armentieres, 'hröktu Þjóðverjar Breta lítið eitt, en ekki fengu þeir tekið nema tvo menn fanga af liði þeirra. — Sjaldan áður liafa öflugri loft-bardagar átt sér stað en yfir vestur-vígstöðvunum síðustu viku. Um 40 loftbátar voru skotnir niður fyrir Þjóðverjum af Bretum einum, en sagt er að þeir hafi mist 22. Canada herdeildunum gekk að vanda vel síðustu viku. Fyrir norðvestan og sunnan borgina Lens brutust þær áfram á all- stórum svæðum og þrátt fyrir sinn | mikla viðbúnað fengu Þjóðverjarj þar ekki við þeim staðist. Sagt er j að ein herdeildin frá Winnipeg hafi átt stóran þátt í sókn þessari — og í herdeild þeirri hefir að sjálfsögðu I verið eitthvað af íislendingum. | Eiunig sóttu Canadadiermennirnir fram af hreysti mikilii í þeim út-! jöðrum borgarinnar Lens, er þeir | halda. Yoru orustur hinar ógur- j legustu og voru 1,100 Þjóðverjar j teknir fangar einn daginn. Ein Alberta herdeildin gat sér ágætan j orðstýr í viðureignum þessum. Á öðrum stöðum, þar sem Oanada-j menn eru komnir lengra inn í borg- j ina, voru einnig háðir stórkostleg- ir slagir. Eins og við má búast, gengur sóknin þarna mjg seinilega, því hver einasti kjallari er þar fullur af óvinaliði og maskínu- bys.sum. Hægt og ihægt neyðast þó Þjóðverjar til að þokast undan, þó þeir verjist með öllu því magni er þeir eiga völ á. Oft og einatt er návígi svo mikið, að ekki er hægt að koma öðrum vopnum við en byssustingjunum. Líkist slagurinn þá höggorustum löngu liðinna tíma — og er ekki ótrúlegt, að eln- hver íslenzkur Gunnar á Hlíftar- enda skari þá fram úr öðrum hvað vopnfimi snertir. Þjóðin hér heima fyrir bíður nieð óþreyju eftir að heyra hvernig sókn Oaoada-liðsins lýkur þarna í borginni Lens. Sir Douglas Haig, æðsti hers- höfðingi Brota á Frakkiandi, hefir sent Oanada hermönnum sértakt skeyti og lokið lofsorði á þeirra hreystiiegu framgöngu. svæðinu og hafi honum þótt mik ið til koma, hve snildariega Frakk- ar höguðu bæði sókn og vörn. —Víða hafa Þjóðverjar gert stór og rnikil áhlaup á Frakka, bæði á Yerdun svæðinu og annars staðar, en hafi verið brotnir á bak aftur á flestum stöðum. Italir vinna marga stórsigra. Á nærri öllum svæðum hafa ítal- ir nú hafið sína stórkostlegustu sókn síðan stríð þeirna byrjaði. Vörn Austurríkismanna virðist veikjast eftir því sem lengra líður og víða cru þeir teknir að leggja á flótta. Aðal markmið ítala með sókn þessari mun vera það, að ná á sitt vald hafnarborginni Triest Stórkostlegar orustur áttu sér stað á Isonzo svæðinu og er sagt að ít alir hafi komist þar yfir Isonzo- fijótið á 14 stöðum. Þannig kom- ust þeir á Bainsizza hásléttuna og virðist að Austurríkismenn hafi þar farið halloka mjög. Á Carso- hásléttunni hafa einnig staðið yfir miklar orustur. — Um 23,000 fanga höfðu ítalir tekið í alt í byrjun þe.ssarar viku og mörg hundruð fallbyssur, stærri og smærri. — Vafalaust hafa þessir sigrar mikla þýðingu og hafa ítalir með þessari hreystilegu sókn sýnt að þeir standi hinum stríðsþjóðunum ekki neitt að baki. Frá öÓrum stríÖsþjóÖum. Rússar hafa farið halloka í seinni tíð á norður svæðum sínum. Sagt er að Þjóðverjar og Austurríkis- menn séu að taka hafnarborgina Riga, en ekki hafa borist af þeseu ljósar fregnir. Norðanvert í Gnahcíu hafa óvinirnir gert öflug áhlaup og Rússar orðið undan að hrökkva 1 nokkra daga undanfarið. Síðustu fréttir segja þó, að undanhaldi þeirra á þessu svreði sé nú lokið og þeim einnig farið að ganga tölu- vert betur ó öðrum svæðum. Alt virðist þó benda til þess að her Rússa sé í alt annað en góðu lagi. Her Rúmieníumanan átti við of- urefli að etja síðustu viku og fékk lítið viðnóm veitt. Talið er sjálf- sagt, að Roumaniar muni neyðast til að láta af höndum þann litla part af landi sínu, er þtir enn þá haldiai Útlitið hvað l>að snertir er því alt annað en glæsilegt. Slept úr varÓhaldi. Thomas Kelly, miljónamæringu eem dæmdur var í 2l/3- árs betrur orhú.ss vinriu fyrir svikasamsæri o fjárdrátt í sambandi við byggin þinghússins nafntogaða hér í fyll inu, befir nú verið látinn laus o fluttur heim til sín. Var sagt, a þetta væri gert að læknisráði, þv hann lægi hættulega veikur. Enj inn veit um sönnur á þessu, ei talið er líklogt, að það sé satt. - Eins og lesendurnir minnast, va Thomas Keliy kærður fyrir að haf svikið undir sig úr fylkissjóði mei alls konar brögðum upphæð, ser nam nimri miljón dollara. Varð hann sig kappsamlega og mun má ið hafa s.taðið yfir í rúma sjö már uði, en á endanum lauk því þanr ig að hann var dæmdur til 2Vá ár beturnarihúss vistar. Eins og sagt var frá í síðasta blaði sóttu Fraktoar fram beggja rnegin við Meuse ána á ellefu mílna svæði. Einnig brutust þeir gegn um skotgrafir Þjóðverja í grend við Verdun og biðu óvinirn- ir versta ósigur í viðureign þeirri, Tóku Frakkar hæð eina rnikla, “Hill 304", af Þjóðverjum á þvi svæði og í einni orustunni, er háð var í lok síðustu viku, tóku þeir 8,000 fanga, margar stórbyssur og einnig stórar byrgðir af öðrum vopnum og vistum. Fyrir sunnan St. Quentin áttu Frakkar einnig í orustum og veitti þar heldur bet- ur. Einnig var barist knálega víða á Ohampagne svæðinu og fóru Þjóðverjar halloka í þeim viðskift- n m. — Sagt er að Jobn J. Pershing, yfir herforingi Bandarfkja hersins á Fmkklandi, hafi verið viðstadd- ur eina orustu Frakka á Verdun -----o----- Svo hljóÖa þau—or3. Keisari Þýzkalands situr ekki um kyrt þessa dagana. Nýlega heim- sótti hann sjóflota sinn, skoðaði hann víst í krók og kring og hélt svo snjalla ræðu á eftir. Ekki er þess getið, hvaða áhrif ræða Ihans hafði á sjóherinn þýzka, en vafa- laust mun keisaranum sjálfum hafa fundist hann tala af mestu andagift og mælsku Skömmu sfð- ar fór hann svo að heimsækja land- her sinn f Belgíu og á Frakklandi. Þegar hann var staddur í Flanders hélt hann glymjandi ræðu fyrir herforingjum sínum og hermönn- um og hefir lionum að sjálfsögðu fundist %æða sín vera þrungin af guðlegum innblæstri. Meðal ann- ars komst hann að orði á þessa leið: “Guð er með oss; undir hans náð er komið nær sigur fæst. Hann hefir kent oss þunga lexíu, en nú erum við að standast prófið. Með hinu forna trausti Þjóðverja til guðs munum vér sýna umheimin- um hvaða kraft vér eigum í kögl- um. Þess stærri og flóknari sem vandamálin verða, þvf meira gleði- efni verður oss að glíma við þau. Vér munum lialda áfram að berj- ast og sigra unz óvinirnir fá sig fullreynda á styrjöld þessari. — Allir Þjóðverjar hafa lært að skilja hverjir eru orsök þessa stríðs og um leið aðal óvinir vorir—Eng- lendingar. Allir Þjóðverjar vita, að Englendingar eru bálþrungnir hatursmenn vorir. Þjóð þessi hef ir líka 'útbreitt hatrinu til Þýzka- lands og biásið að bandaþjóðum sínum heiftareldi og vígahug. I heiinaihögum vorum er það á vit- und allra og eins yðar, að Englend- ingar eru sú þjóð, sem sérstaklega er áríðandi að dauðrota, þó ef til vill verði þeir örðugir viðfangs. Skyldmenni yðar heimia fyrir, sem einnig hafa lagt mikið f sölurnar, þakka yður nú öllum gegn um mig fyrir hnausta vörn og örugga framrnistöðu.---Með guðs hjálp munum vér sjá stríðið til enda og verða sigurvegarar.” -----o---- Höggorustur í Winnipeg. Á sunnudaginn var áttu sér stað allhroðalegar aðfarir í miatvörubúð einni í Fort Rouge hér í Winnipeg. Tveir útlendingar, bræður, Abra- ham og Ydel Battél að nafni, liafa stundað þar litla matvöruverzlun og á sunnudaginn eftir hádegi kornu tveir útlendingar inn í búð þeirar og báðu um óáfengt öl, sem vanalega er selt hér 10 cent “staupið.” Þegar kom til að borga drykkinn, vildu útlendingar þessir þó ekki borga svo mikið og sló þvf -f hart á miíli þeirra og búðareig- endanna. Lauk þessu þannig, að búðareigendur réðust á aðkomu- menn með hnífum og særðu annan þeirra til ólífis. Hinn liggur á sjúkra'húsi og er tialinn allíhættu- lega særður. Lögreglunni var taf- arlaust gert aðvart og tók hún búðareigendurna fasta, en ekki hefir mál þeirm verið rannsakað, þegar þetta er skrifað. -----o---- Herskyldnlögin undirrituð af Landsstjóra. Herskyldulögin eru nú gengin í gildi og varð þetta strax og land- stjórinn var búinn að skrifa undir þau. Var hann stadd- ur í Toronto og voru lögin send þangað frá Ottawa til þess að fá staðfestingu hans. Nú er því tafarlaust hægt að kalla út fyrsta flokk þeirra manna, sem herskyldaðir verða, og eru öll lík- indi til þess, iað þetta verði gert. Fyrsti fiokkurinn eru ókvongaðir rnenn á aldrinum frá 20 ára til 30 og kvongaðir menn barnlausir á sama aldri. Haldið er, að ef til vill muni um 6,000 menn verða kallaðir fram liér í Winnipeg þessa viku. Alt er nú í undirbúningi fyrir þetta og virðist mótspyrnan gegn her- skyldunni hér um slóðir óðum vera að þverra. En ekki verður það sama sagt urn austurfylkin. Uppþot hafa átt sér stað í Montreal, þó ekki hiafi þau verið í stóruin stýl að þessu, og votta þau ljóslega, að þar er mótspyrnan enn mjög öflug. Von- andi er þó, að þetta leiði ekki til neinna vandræða, enda væri þá illa farið. Á jafn-alvarlegum tím- um og nú eru má þjóðin ekki við neinni baráttu eða sundrung heima fyrir. Ekki er talið líklogt, að herskyld- an hafi alvarlegai' afleiðingar hér í Winnipeg. Að eins ungir menn verða kallaðir til að byrja með og skörð þau má hæglega fylla með cldri mönnum. Flokkarnir taka saman höndum. Samsteypu stjórnar hugmyndin fær nú fleiri og fleiri fylgjcndur um alt vesturlandið og eru þetta menn úr báðum flokkunum. Liberalar og conservatívar í Suður-Winnipeg liafa tekið saman höndum og hef- ir þetta reynst gott fyrirdæmi. Sfð- an hafa fundir verið haldnir hér í fylkinu á mörgum stöðum og þesei samhugur flokkanna engu síður komið í ijós. Þetta sama hefir líka átt Sér stað í hinum vesturfylkjun- um, Alberta, Saskatchewan og Brit- ish Coiumbia. Fylgjendum þeirrar stefnu fer nú einlægt fjölgandi í öllum þessum fylkjum, að her- skylda sé óumflýjanleg lengur og sainsteypustjórn f.lokkanna tveggja sé æskilegasta stjórnar fyrirkomu- iagið fyrir Canada á þessum tím- um. Enginn hefir stutt þetta kapp- samlegar en Sir Robert Borden, for- sætisráðherra sambandstjórnarinn- ar. Ekki er þó víst, að hann verði forsætisráðherra þessarar fyrirhug- uðu samsteypu stjórnar. Ef til vill gera liberalar ]>á kröfu, að hann verði að segja af sér og ein- hver meir að þeirra skapi sé sett- ur í sæti hans. Ekki er enn þá víst, á hverjum valið lendir, en tal- ið er líklcgt, að Sir George Foster eða Sir Adam Beck verði teknir «1- varlega til íhugunar. Sir Robert Borden hofir tjáð sig fúsan að leggja niður völdin, ef einhver annar finnist, sem líklegri sé til þess að öðlast meina fylgi þjóðhrinnar en hann og um leið heppilegri leiðtogi samsteypu- stjórnar. Er þetta svo drengilega mælt og lýsir svo sönnum og göf- uguin þjóðrækniistilfinningum, að ómögulegt er annað en Sir Robert ávinni sér með þessu tiltraust allra rétthugsandi og óhlutdrægra manna. -------O------- Gróðatekjur skattaÓar. Sú tillaga hefir verið lögð fyrir Bandaríkja þingið, að stjórnin lcggi 80% stríðsskatt á allan gróða einstaklinga og auðfélaga á öllum strfðsvörum. Ekki hefir tillaga þess>þó enn verið sainþykt og bú- ist cr við, að liún mæti töluverðri mótspyrnu. Ef til vill verður ekki hægt að koma henni í gegn og á þá að færa stríðsskatt þenna ögn niður—en hár mun hiann þó ætíð verða. Bandaríkjastjórnin virðist ákveðin f því, að auðfélögin í land- inu græði ekki um of á stríðinu. Tæplega er öðru trúandi en að ei ns t ak 1 i n g ar Ra n d a rí k jia þ j óð a r- innar miuni yfirleitt skoða stefnu þessa réttláta og affarasæla. Árið sem leið var stríðsgróði (war pro- fit) 'auðfélaganna syðra um þrjár biljónir dollara, en þetta ár verður stríðsgróði þeirra eftir ágizkun um fjórar biljónir dollara. Ef 80% af fé þessu kemur inn til stjórnarinn- ar, léttir það að mun undir stríðs- byrði Bandaríkjianna. Wilson svarar Páfanum Wilson, forseti Bandaríkjannia, hefir nú svarað friðartillögum páfans og neitað að samþykkja þær. Eins og vænta mátti, er gvar hans fa-st ákveðið og snildarlega að orði komist frá byrjun til enda. Verður það birt í íslenzkri þýð- ingu í næsta blaði. Viðurkennir Wilson hinn góða tilgang páfans, en tekur þó um leið sterklega fram að þýðingarlaust sé «ð reyna að feta þá braut, sem ihér sé bent á, því hún 1-eiði ekki til friðar. Stefna lýðfrjálsu þjóðanna sé sú, að brjóta á bak aítur hernaðiar- óöld þeirrar stjórnar, sem þrungin sé af drotnunargirni og vilji bæla undir sig allan heiminn. Stjórn þessi hafi fótum troðið öll réttlæt- is og mannúðar lög og stríðsferill hennar sé roðinn blóði kvenna og barna. -Slíkri stjórn geti banda- þjóðirnar ekki treyst og muni þær því, þegar til friðarsamninga kean- ur, flkki taka hana neitt til greina, en halla sér að einlægum vilja þýzku þjóðarinnar sjálfrar. Alt, sein Wilson fonseti ritar, er laust við alla tilgerð og rósamál. Hann er ekki alt af trana sjálfum sér fram eins og svo mörgum öðr- um mentamönnum er svo gjarnt — sem hafa svo mikið yndi af að heyra sjálfa sig tala, að þeir gleyma öllu öðru. Hann er látlaus og blátt áfram í orðum og fram- komu, hreinn og sannur,—en þeg- ar hann hefir valið sér einhverja stefnu, er han-n fastur fyrir og ó- bifanlegur. Islenzkir hermenn fallnir og særðir Eftirfylgjandi íslendinga segja ensku biöðin nú fallna á vígvellin- um á Frakklandi: T. Björnsson, 1000 Sherburn St., Ó. ólafson, 840 Ingersoll str. Wpg. Winnipeg. W. Sigurðsson, 687 Agnes str., Winnipeg. Guðmundur Jónsson, Winnipeg. Særðir eru: G. Jóhannesson Winnipegosis, Man. (gassed). G. Thordarson, Gimli, Man. T. Thorleifson, Stony Hill, Man. II. Tliorwaldson, Stony Hill, Man. W. Stevenson, Selkirk, Man. Sigurbjörn Pálsson, Winnipeg. -------O-------- Fréttabréf. (Frá fréttar. Hkr.) Markerville, 9. ág. 1917. Með byrjun þessa mán. breyttist veðran, ,svo að síðan hafa verið regnskúrir öðru hvoru og bætir það að nokkru úr hinum mikla þurk, sem orðinn var á öllu; akrar taka umbótum, einkum á lágu landi, en á háu landi voru akrar svo þorn- aðir, að þeir eiga ekki afturkvæmt; víða er kornstöngin svo lág, að naumast eða ekki verður bundið. útlit er fyrir, að uppskeran f haust hái varla m-eðallagi. 1 Suður-Al- berta er sagt hagaleysi af þurkum og heyfengur lítill eða enginn. Hér norður um er grasvöxtur í meðal- lagi og heyskapur hefir gengið vel að þessu; seinkað hefir samt mannvöntun víða; ómögulegt að fá mann, hvað sem boðið er; kaupgjald er afaiMiátt. Alment er góð líðan hér og heil- brigt yfirleitt; þó hafa slys og heilsutap verið 'hér á stöku heimil- um. Nú nýlega var gerður hold- skurður við botnlangabólgu á unglings pilti, syni Bjöms bónda Bjarnarsonar, og um sama leyti varð það slys, að dóttir Björns, ung stúlka, féll af hestbaki og gekk úr liði handleggurinn; bæði þau liafa nú fengið nokkurn veginn bata. Um sama leyti lagðist ung- lings piltur, sonur Mrs. K. Maxson, í lungnabólgu og var mjög hætt kominn, en er nú heldur á bata- vegi. Annar sonur hennar slasað- ist með þeim hætti, að hendin gekk úr úlnliðnum, en nú mun hann vera farinn að brúka hend- ina, þó ekki jafngóður. Snemma í vor gekk ung -stúlka, dóttir Jóns bónda .Böðvarssonar, undir hættu- legan uppskurð; lá ihún mjög lengi á sjúkrahúsi og var lengi tvísýnt um líf hennar, en nú mun hún komin til nokkurrar heilsu. 21. ág.—Sama veðrátta helzt enn, þurkar og hitar flesta daga. Verið að byrja akraslátt í stöku stað; akrar víða rýrir og stöngin svo lág, að ekki verður bundin; alt sýnist benda á rýra uppskeru. — Hey- skapur ágætur og víða nær því á enda; góður grasvöxtur. og hag- stæð veðrátta hefir gert það, að heyföng verða bæði mikil og góð. FRELSISBARÁTTA FINNLANDS. Finnland, er stundum hefir ver- ið nefnt “írland Rússlands”, er nú land breytinga og byltinga. Jafn- aðarmannaflokkurinin hefir þar meiri hluta atkvæða á ríkisþing- inu, og krefst þess af hinni nýju stjórn Rússlands, að hún veiti þjóð þeirra lalgert sjálfstæði. Stefna Finna virðist nú vera sú, að sleppa ekki jafn-álitlegu tækifæri til þess að geta öðlast frelsi og nú býðst þeim — yfirstandandi örðugleikar Rússlands. Þjóðin, sem Finnland byggir, er ekki rússnesk þjóð. Þessi þjóð tel- ur um tvær iniljónir íbúa og má segja, að allar helztu framfarir hennar séu af sænskum rótum runnar; (að því leyti eru Finnar líkir íslendingum, að sjálfir eiga þeir engan sérstiakan her,—Þýð.). Finnar eru skógarhöggsmenn, fiskimenn o. fl„ en landstjóri þeirra er rússneskur og helztu embættis- mlenn hans. Sá maður þar, sem dug og áræði hafði til þess að krefjast fulls sjálf- stæðis fyrir Finmland, heitir Oscar Tokio, og, eins og nafn hans bendir til, er hann af sænskum ættum. Hann var í mörg ár einn af helztu brautryðjendum jafnaðarmanma- hreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Hingað til hefir hann þó ekki verið þjóðkunnur hér í landi. En nú síðustu daga er á hann minst í öllum fréttum, sem frá Rússlandi berast, Finnum viðkomandi. Maður þessi, sem nú er varafor- seti löggjiaíarþingsins á Finnlandi, og í rauninni æðsti ráðhorra, vann eina tíð við algenga daglaunavinnu í Montana hér f landi. Oscar Tokio hefir verið lýst svo af þeim, sem þekkja hann bezt„ að hann sé sýnishorn af viljasterkum verlcamanni, sé gæddur miklum leiðíoga hæfileikum og starfsþreki. Hann er enginn öfga- eða draum- sjónamaður, þó hainn sé líf og sál í starfi og umbótatilraunum jafn- aðarmanna flokksins. Hann flutti til Ameríku skömmu eftir by 11inga r-h reyfin gu þá, sem átti sér stað á Finnlandi að loknu stríði Rússa og Japana. Á þeim tíma fluttu margir Finnar burt úr landinu, er mótsnúnir thöfðu verið því, að Rússar hneptu einstak- linga þjóðarinnar á Finnlandi í rússneska herinn og öll réttindi, sem stjórnrskráin hafði veitt Finn- um, væru þannig fótum troðin. Hann settit fyrst að í Fitehburg í Massachusetts ríki, sem er mið- siöð jafnðarmanna - hreyfingar Finna í Austur Bandaríkjunum. Vann hann þar um tíma í þarfir jafnaðarmanna flokksins. Síðan flutti hann til Vesturríkjanna og vann þar í námum sem algengur verkamaður. Þegar hann sneri til gamla landsins aftur, var hann orðinn einn af helztu forkólfum námumanna sambandsins í Vest- urrfkjunum. Kominn heim -aftur, tók hann, tafarlaust iaf mesta kappi að berj- ast fyrir réttindum Finna. Hélt því fram, að þeir ættu að vera sjálf- ráðir, hvort þeir gengju í her Rússa eða ekki. — Leitaði hann í máli þessu á náðir Wilsons, forseta Bandaríkjanna, og bað um liðsinni hans fyrir Finna. Einn kaflinn í skjali hans hljóðar þannig: “Vér, Finnar, kærum stjórn Rússlands fyrir að hafa troðið undir fótum hátíðleg loforð sín um aukin réttindi og frelsi fyrir þjóð vora. Rússnesk lög, sem engan veginn eru bindandi fyrir Finn- land, hafa traðkað á réttindum Finna sem sjálfstæðrar þjóðar. Valdhafar Rússlands eru að leit- ast við að tæí<a sjálfsforræðis rétt vorn til agna og draga einlægt meir og meir alla tauma úr hönduin vors eigin þings — og alt þetta er þvert á móti vilja þjóðarinnar. Engin andmæli geta aftrað þessu. Dómarar og aðrir embættismenn, sem trúir reynast skyldu sinni gagnvart þjóðinni, hafa verið hneptir í varðhald á Rússlandi eða hraktir til Síberíu. Þannig brýtur rússnesk stjórn bág við frelsi vort með öllu móti, og þannig eru rofin öll hátíðleg loforð, sem oss hafa verið gefin.”----- Engum þeim, sem ögn þekkja sögu Finna, dylst þýðing þeirra viðburða, er þar eru nú <að gerask Og sérstaklega eftirtektavert er, að frelsishreyfing þessi er sprottin frá leiðtoga jafnaðarmanna. Finnar höfðu nokkurnveginn lalgert sjálfs- forræði undir stjórn Svía og er því sízt að undra, þótt þeim væri ó- skapfeld harðstjórn hinnar gömlu einveldisstjórnar á Riisslandi. Það var eftir stríðið 1808— 9, að Finnland, þá sænskt ríki, kom undir rússneska stjórn. Var þeim þá lofað, að þeir skyldu fá að njóta sömu réttinda undir þessari nýju stjórn og þeir hefðu notið áður. Lengi vel var loforð þetta haldið og undu Finnar þá þolanlega vel hag sínum og bólaði þá ekkert á æsingarhug gegn Rússum eða vilja þjóðarinnar til aðskilnaðar. En þetta fór alt út um þúfur, þegar frá leið. En hvernlg á því stendur, að Finnar snúast svo andvígir gegn hinni növknuðu lýðveldisstjórn Rússlands, er að svo komnu lítt skiljanlegt. Sumir kenna þetta þýzkum áhrifum í landinu, aðrir sænskum.—En hepnist Finnum að losa sig undan yfirráðum Rúss- lands, er þetta þá vottur þess, að Rússland eigi eftir í framtíðinni að leysast upp og verða að ótal smáum og sjálfsráðandi ríkjum? Þetta er sú spurning, sem mi mun vakna f huga flestra hugs- andi manna.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.