Heimskringla


Heimskringla - 04.10.1917, Qupperneq 1

Heimskringla - 04.10.1917, Qupperneq 1
- ....................—- Royal Optical Co. Elztu Opticians i Winnipeg. ViS\ höfum reynst vinum þinum vel, —f gefðu okkur tækifæri til aO reyrir ast þér vel. Stofnsetl 1905. W. R. Fowler, Opt. _____________________________ XXXII. AR. WINNIPEG, MANITOBA, 4. OKTÓBER 1917 NOMER 2 Styrjöldin Frá vestur-vígstöðvunnm. Hersveitir Breta hafa gert tvö stór áhlaup í seinni tíð á svæðinu fyrir austan Ypres. Var skýrt frá J)ví fyrra 1 síðasta blaði, og var ])að gert á átta mílna svæði. Keinna áhiaupið átti sér stað um miðja síðustu viku og var á sex milna svæði — frá skotgröfunum fyrir austan St. Juiien og suður fyrir Ypres-Menán brautina. Þátt i áhlaupi þessu tóku brezkar og ekozkar herdeildir og einnig her- deildir frá Astralíu, og sóttu þær evo fast fram, að Þjóðverjar urðu að hrökkva undan á öllu svæðinu og gefa upp mörg rammgerð vígi. Um þúsund fangar voru teknir af þeim fyrsta daginn og fleiri bætt- ust við síðar. Orusta þessi var hin harðasta, því Þjóðverjar höfðu átt von á áhlaupi í þessum stað og voru því vel undir það búnir, — <en þrátt fyrir þeirra mikia varalið og öfluga viðbúnað fengu þeir þó ekki stöðvað þessa sehnni sókn fremur en þá fyrri og vottar þetta ljóslega að mótstöðuafl þeirra sé að miklum mun tekið að veikjast. f>að sem sérstaklega er eftirtekta- vert við bæði þessi áhlaup Breta þarna fyrir austan Yprés, er það, að þau bæði, hvort um sig stóðu að eins yfir einn dag og á þeim stutta tíma höfðu Bretar náð öll- um þeim stöðum, sem þeir höfðu ásett sér að taka. Fyrir ári 'síðan stóðu orusturnar vanalega yfir í marga daga, þó að eins væri vorið að berjast um eimhverja hæð eða smáþorp og oft báru þær lítinn á- rangur á hvoruga liliðina. Nu er sagan alt önnur, enda bera þýzku fangarnir sig nú töluvert aumkv- unarlegar en áður. Bretar eru nú einlægt að efla loftbátaflota sína. Yerkstæði þeirra vinna nótt og dag og siníða loftbátana á ótrúlega stutt- um tíma. Eru loftbátar þessir af nýjustu gerð og standa loftbátum Þjóðverja ekkert að baki. En hingað til hafa Bretar að eins við- haít þá til árása á vígi óvinanna, verkstæði og herliðsstöðvar. Nú er þó syo komið, að þeir munu hafa í ihyggju að gjalda Þjóðverjum líku líkt með því að gera árásir á borgir á Þýzkalandi. Er þeim þetta nauð- ugur einn kostur sökum ihinna sí- feldu árása Þjóðverja á England, en ekki eru þ6 dráp barna og kvenna samkvæm hemaðarreglum Englendinga — en þeir verða til þessa neyddir, alveg eins og þeir voru neyddir til þess að viðhafa gas og að þekja höfin með sprengi- duflum. Einn (iaginn í síðustu viku skutu Bretar niður 17 þýzka loftbáta, en mistu í viðureignum þessum að eins einn bát sjálfir. Canadamenn halda áfram sókn sinni við borgina Lens og af síðustu fréttum að dæma virðist Þjóðverj- um vera að verða þar illa vært. Þær herdeildir þeirra, sem þarna eru fyrir, myndu vafalaust verða fegnar að gefast upp, en 'hefir verið ekipa<5 að verj'a horgina til síðasta þlóðdropa. Er nú haft eftir Sir DouglaH Haig, að hann geti tekið borg Þessa hve nær sem honum sýnist við horfa, en hafi valið sér þann veginn, að hrekja Þjóðverja smiátt og smátt þaðan við sem minst mannfall á á sína hlið. All-harðar orustur áttu sér stáð níðustu viku á svæðinu fyrir norð- an Verdun og gerðu Þjóðverjar þar öflug áhlaup á Frakka í þeirri von að geta náð aftur skotgröfum þeim, sem Frakkar tóku þar af þeim f fyrri viku. Gátu þeir ihrakið Frakka ofurlítið á einum stað, en ekki leið á löngu áður Frakkar fengu náð stað þessum aftur. Einnig áttu sér stað orustur á Aisne svæðinu og viðar og í flest- um þessum stöðum voru það Þjóðverjar, sem áhlaupin gerðu. Þeim virðist nú mjög umhugað að reyna að sniia á Frakka, en koina ekki að tómum kofum, því Frakk- ar eru harðir í horn að taka sem fyr og gefa sig ekki. Rússar að sækja sig- Rússum hefir miðað ögn áfram á Riga svæðinu og tekið þar fleiri þorp á sitt vald. Rókn hófu þcir einnig nýlega á Caucasus svæðinu og tóku þar bæinn Bromaru, sem er um 24 mílur fyrir vestan Mori, og var þetta töluverður sigur. Fréttaritari eins stórblaðsins 1 Chieago, sem er með rússneska hernum, skrifar nýlega að skipulag betra en áður sé nú að færast á alla herstjórn Rússanna og þurfi bandaþjóðirnar engan kvíðboga að bera þess vegna. Her Rússa sé að engu leyti ver á sig kominn en her Austurrfkismanna, sem allrar sóknar sé varnað. Her Tyrkja sé vfðast hvar í mesta ólagi, sem ein- lægt fari versnandi. Virðist frétta- ritari þessi vænta mikils af Rússum enn þá þegar óöldinni í landisu heima fyrir tekur ögn að linna. Allar fréttir, sem frá Petrograd berast, benda til þess, að alt gangi fremur skrykkjótt í höfuðborg- inni. Lögreglam er þó að gera sitt ítrasta að bæla niður tilraunir æs- ingamanna og annara óaldar- seggja er öllu vilja hleypa í bál og brand. Kerensky hefir nú verið falið að mynda nýtt samstéypu ráðuneyti og talið er líklegt, að honum muni hepnast þetta. Tölu- verðrar mótspyrnu hefir þó orðið vart gegn bonum í seinni tíð, sér- staklega af hálfu demókrata, og ó- víst að honum auðnist nú fremur en öðrum að verða langlífur við völd á Rússlandi. Finnar virðast nú hafa í hyggju að hervæðast og sækja sjálfstæði sitt með vopnum. Hafa margir um- boðsmienn þeirra í Petrograd verið hneptir í varðhald, þegar lögreglan komst á snoðir um það, að þeir voru að kaupa byssur og skotfæri með þeim ásetningi að senda þetta til Finnlands. Bretar sigra í Mesópotamíu. f lok sfðustu viku unnu Bretar stóran sigur gegn Tyrkjum í Mesopotarníu á svæðinu í grend við borgina Bagdad. Vörðust Tyrkir hraustlega og stóð orusta þessi yfir í rúman sólarhring og þá fóru óvinirnir að sjá sitt óvænna og tóku að gefast upp hér og þar. Tóku Brctar þarna margar þúsund- ir fanga og þar á meðal Ahmed Bey, hinn fræga herforingja Tyrkja, og sömuleiðis tóku þeir á sitt vald stórar birgðir af vopnum og vist- um frá Tyrkjum. Almennar fréttir. CANADA. Um 1,100 verkamenn í kornhlöð- um í Port Arthur og Fort William Ihófu verkfall á mánudaginn. Krefj- ast þeir kauphækkunar, sem nem- ur 5 centum á klukkustundina. Flestir eru menn þessir útlending- ar, aðallega Austurríkis og Galicíu menn. Verkfall þetta kemur sér mjög illa á þessum tíma, þegar byrjað er að fiytja kornið og áríð- andi að alt geti gengið sem frið- samlegast, og vonandi er, að hægt verði að miðla málum áður langt lfður. Vínbannslögin gengu í gildi f British Columbia fylki á laugar- daginn var og var þá vínsölubúð- um og veitingakrám í fylkinu lok- að. Hér eftir verður vínandi þar að eins seldur til meðala blöndun- ar og algerlega undir umsjón stjórnarinnar. Verkfallið, sem símaþjónar G.N. W. félagsins gerðu nýlega og skýrt var frá í sfðustu viku, er nú endað. Stóð það yifir í rúma viku og sá fé- lagið að lokum þann kost vænstan að láta undan. Var símaþjónun- um því veitt kauphækkun sú, sem þeir báðu um og ýms önnur hlunnindi, og byrjuðu þeir að vinna aftur á mánudaginn. Sir Robert Borden kom til Ott- awa aftur á mánudaginn og tók til starfa á ný eftir nokkurra daga hvíld. Enn mun hann hafa i hyggju að reyna að koma á sam- steypustjórn ef mögulegt er og haldið er að hann miuni tilkynna árangurinn af þessum tilraunum sfnum áður langt líður. Formleg uppleysing þingsins verður f lok Þessarar viku. — Ef til vill fara kosningar fram f deseber, en ekki þó víst að þær verði fyr en í janú- ar eða febrúar. bandarikin. Bandaríkjastjórnin hefir nú tek- ið öll ráð í sínar hendur á kola- verzluninni f landinu og er búist við að þetta muni hafa þær afleið- ingar, að smásöluverð á kolum og öðru eldsneyti muni verða lækkað í nálægri framtíð. Fyrirskipanir 'hafa verið gefnar út, sem takmarka gróða kola og viðar-kaupmanna og leiðir þetta að sjálfsögðu til þess að kolaverðið og eins verð á ýms- um eldivið lækkar frá því sem nú er. Samþykt hefir verið á þingi laga- frumvarp um nýtt lán, sem nemur ellefu biljónum dollara. Fjórar bil- jónir af fé þessu eiga að bætast við lán Bandaríkjanna til bandaþjóð- anna, en afganginum á að verja í ýmsar stríðsþarfir heima fyrir. — Bandaríkin telja nú ekki dollara i hundruðum, þúsundum eða mil- jónum, heldur í biljónum. Theodore Roosevelt, fyrverandi forseti Bandaríkjanna, hélt nýlega ræðu á fundi verkamanna í Minne- apolis, og hefir ræða hans vakið mikla eftirtekt. Var hún flutt af mikilli mælsku og fjallaði aðallega um æsingar og samsæri þau, sem átt hafa sér sfcað í Bandaríkjunum síðan þátttaka þjóðarinnar í stríð- inu byrjaði. Fór hann ómjúkum orðum um menn þá, sem að öðru eins væru valdir, og kvað þá flesta vera launaða agenta þýzku stjórn- arinnar. Tilfærði hann ýms dæmi máli sínu til sönnunar. Með fáum en skýrum dráttum lýsfci hann af- stöðu þjóðarinnar í stríðinu og sýndi fram á að þeir, sem andvígir væru nú stjórninni, væru flestir þýzksinnaðir óróaseggir launaðir af þýzkri stjórn til þess að gera aila þá bölvun í Bandaríkjunum, er hofir fengið orkað. Jafnaðarmanna- flokkinn og I. W. W. félagið kvað hann vera verkfæri í höndum þýzk- sinnaðra æsingamanna, sem mok- uðu út stórfé á allar hliðar til þess að korna uppþotum og öðrum gauragangi f framkvæmd — Að síðustu lýsti ræðumaður yfir skoð un sinni á Lafolletfe, þingmanni i efri málstofunni í Washington og sem frá byrjun hefir reynt að hnekkja öllum gerðuin stjórnarinn- ar stríðinu viðkomandi, og sagði að hann væri óvinur alls lýðvalds og lýðfrelsishugsjóna og taldi hann óverðugan í alla staði að sitja á þingi Bandaríkjanna. DTLÖND. Mið-Ameríku lýðveldin sex að tölu, eru að gera tilraunir að ganga í samband og verða ein þjóð undir einni sambandsstjórn. íbúa- tala aílra þessara iýðvelda til sam- ans eru um sex miljónir manns. Ekki er enn víst hvort tilraunir þessar hepnast. Lýðveldi þessi heita: Honduras, Nicaragua, Costa Riea, Salvador og Panama. Flóð mikil voru í Kína í síðustu viku og fór borgin Tsien Tsin öll á flot og flóði yfir öll þar nærliggj- andi héruð. Sagt er að um 1,000,000 Kínverjar hafi orðið heimilislausir við flóð þessi. Uppskeruhorfur í Svíþjóð eru alt annað en glæsilegar. Veðrátta þar víðast hvar hefir verið mjög ó- 'hagstæð. Kornuppskeran virðist ætla að verða bæði rýr og kornið lélegt. Verzlunarbann Bandaríkj- anna hefir gert það að verkum, að tilfinnanlegur skortur er nú á allri matvöru í Svíþjóð og þess vegna hefir stjórnin bannað, þrátt fyrir það að mesti skortur er á öllu gripafóðri í landinu, að hveitikorn eða rúgur sé notaður fyrir skepnu- fóður. — Bezta samkomulag virðist vera milli Svía og Rússa 1 seinni tíð. Stjórnir þessara landa hafa nýlega gert samninga um útflutn- ing á olíukökum til gripafóðurs frá Rússlandi til Svíþjóðar og við samninga þessa hafa Svíar gengið að þeim skilmálum að taka um tíma fyrir allan flutning úr landi sínu á sláturgripum til Þýzka- lands. Sagt er að Noregur, þrátt fyrir verzlunar bannlögin, muni sæta rýmri kjörum frá hálfu Bandaríkj- anna en önnur lönd skandínav- isku þjóðanna. Er þetta mest þakkað milligöngu Friðþjófs Nan- sens, sem er sendiherra Noregs í BandaríHjunum. Verður bráðlega leyft að mörg skip, sem hlaðin eru matvöru af öllu tagi, fái að sigla úr Bandaríkja höfnum til Noregs. Stjórn Rússa hefir bannað þingi Finna að koma saman og hafa rússneskar herdeildir í Helsing- fors tekið sér dvöl í þinghúsinu til þess að sjá um, að banni þessu sé framfylgt. Útlitið á Finnlandi er því fskyggilegt. Astraiía hefir nýlega numið toll af hveitikorni og hvei'timjöli. Var þetta álitið nauðsynlegt til þess að efla til verzlunar á hveiti og mjöli á milli Astralíu og Banda- ríkjanna. Útflutningur á korninu vcrður auðveldari en áður bæði til Bandaríkjanna og eins til banda- þjóðanna í Norðurálfu. Seinustu fréttir frá Svíþjóð segja, að allir ráðherrar núverandi stjórnar þar hafi nýlega sagt af sér, en að tilmælum knnumgs haldi þeir þó embættum sínum um tíma. Konungur hefir falið Oscar von Sydow, innanríkisráðgjafa Hammerskjold-stjórnarinanr, að mynda nýtt sarosteypu ráðuneyti. Verða valdir í það menn úr báðum flokkunum. Loftbáta árásir Þjóðveja á Eng- land halda áfram með fullum krafti og er engu líkara en þeir skoði það stórkostlega sigurvinn- inga að geta banað sem flestum konum og börnum. Hafa árásir þessar verið með tlðara móti í seinni tíð og við hverja slíka árás viðliafa Þjóðverjar stóra flota af loftvélum, sem halda saman og steypa svo niður mögum tonnum af sprengikúlum yfir saklausa íbúa landsins. Stjórnin brezka hefir verið treg til þess að gjalda spellvirki þessi í sömu mynt og herja á borgir á Þýzkalandi. Úr þessu mun þó ekki verða langt þangað til að þetta verður gert. Eins og nú er eiga Þjóðverjar ef til vill fleiri loftbáta til slíks hernaðar en Bretar, en ó- Jíklegt er að svo verði lengi. — Við hverja loftbáta árás Þjóðverja á Frakkland gera nú Frakkar sam- kyns árás á móti og hafa þaannig six.ypt niður sprengikúluiiji á marg- ar þýzkar borgir, þar á meðal borg- irnar Franktfurt-on-Main, Ooblenz, Trevens og Stuttgart. Foringjaskifti. Hvað nú er að gerast í Ottawa er ekki vel ljóst af fréttum þeim, sem nú berast þaðan, en vafalaust eru þar umbrot mikil innan vébanda liberal flokksins. Haldið er, að Sir Wilfrid Laurier sé nú í þann veg- inn að leggja niður foringjatign sína, ellilasleika vegna og annara orsaka sér hann nú ekki fært að sitja við stýrið lengur. Ef hann fer frá völdum, virðist engum vafa bundið, að Frank Carvel, frá Nýju Brúnsvík, muni stíga í sæti hans og verður hann að þvf leyti heppi- legri leiðtogi en fyrirrennari hans, að hann er maður á bezta reki, sterkur stuðningsmaður herskyld- unnar og eindreginn með öflugri þátttöku þjóðarinnar í strfðinu. En verði úr þessum foringja skiftum, mun aðal tilgangur liber- ala með þessu vera sá, að fegra af- stöðu sína í augum þjóðarinnar. Þeir sjá sitt óvænna að leggja út f kosningar með þann mann í broddi fylkingar—*sem vafalaust hefir afl- að sér sterkra óvinsælda í landinu í seinni tíð. -------o------- Hryllilegt sjálfsmorð. Kona ein, Mrs. W. H. Mather að nafni, framdi sjálfsmorð í vikunni sem var á Royal Aiexandra gisti- stöðinni hér í bænum. Hafði hún dvalið þar um tíma ásamt manni sínum og komu þau 'hingað tii borgar frá Vancouver í British Cólumbia. Er maður þessi í Can- adahernum og farið að líða að því að hann yrði sendur áleiðis til Englands. Harmur yfir þessum vænfcanlega aðskilnaði lagðist þungt á konu hans, og varð þetta enn þyngra sökum þess, að lækn- ar, sem liún hér leitaði til við augnveiki, sögðu henni að þetta væri með öllu ólæknanlegt og fyrir henni iægi ekki ánnað en að missa sjónina. — Eru þetta á fám orðum sögð tildrögin að þessum hryllilega atburði. Sumar fréttirnar 'segja, að hjón þessi muni hafa verið búin að ráð- gcra að fremja sjálfsmorð, en hann hafi brostið hug þegar til hans kasta kom. Lokaði hann sig inni hjá Ifki konu sinna í tvo daga áður hann gerði lögreglunni að- vart og þegar lögreglan fann hann, var hann nær dauða en lífi. Til- raun að fyrirfara sér hafði hann gert með því að skera með rakhníf í úlfliði sína, en ekki skorið nógu djúpt til þess að honum gæti blætt til ólífis. Nú liggur hann á sjúkra- húsi og enn hefir ekki fengist upp úr honum nein samanhangandi frásögn þessum hörmulega atburði til skýringar. -------o------ Afleiðingar áfengis. W. J. B. Hyatt, sem þjófnaðinn framdi í lcyfisbréfadeild bæjar- stjórnarinnar og sem skýrt var frá í síðasta blaði, hefir nú meðgengið brot sitt og kvað hann óhóflega á- Góður drengur f allinn Þórarinn Björnsson Fyrir nokkru sfðan barst sú sorglega frétt vinum og vanda- inönnum, að 16. ágúst s.l. hefði fallið á vígvellinum á Frakk- landi Þórarinn Björnsson, héð- an frá Winnipeg. Hann innrit- aðist f 108. herdeildina 7. febr. 1916 og fór til Englands 13. sept. sama ár. Til vígvallarins mun hann hafa verið sendur ein- hvern tíma síðast liðið vor og og var búinn að vera lengi í fremstu skotgröfum er hann féll. —Þórarinn heitinn var fæddur á íslandi 1. maí 1880 og var son- ur Björns Jónssonar og Lukku Stefánsdóttur, er bjuggu á Bakkagerði í Stöðvarfirði í Suð- ur Múlasýslu. Kom hann frá ís- landi fyir 12 árum síðan og átti einlægt heima hér í Winnipeg. Stundaði hann hér rakara iðn, átti sjálfur , rakarastofu hér í mörg ár og var því vel þektur. Enda var hann hvers manns manns hugljúfi í allri umgengni og studdi fastlega hvert það málefni, er honum fanst miða í rétta átt. Hann er nú einn í tölu þeirra vösku drengja, sem fórnað hafa lífi í þarfir lands og þjóðar og skipar nú þann sess í sögu þjóðarinnar, sem ógleym- anlegur er. Eftir fall Þórarins heit. fékk systir hans hér í Winnipeg eft- irfylgjandi bréf frá presti her- deildar hans: “Kæra Miss BjörnSson: — Með djúpum trega og innilegri sam- hygð skrifa eg þér til þess að til- kynna þér dauða bróður þíns. Hann lézt kl. 4.15 e.h. þann 16. ág. s.l.; særðist í báðar mjaðmir og vinstri handlegg. Naut hann allrar beztu hjúkrunar, sem í valdi lækna og hjúkrunar- kvenna stóð—Eg sá hann áður en hann andaðist — hann skildi ekkert skeyti eftir en virtist- gleðjast við komu mína. Við lögðum hann til hvíjdar í graf- reit langt frá skotgrofunum, svo engin hætta er á að gröf hans verði raskað. Kross verður reist- ur á leiði hanis innan fárra daga og gröf 'hans vandlega skrásett. —Guð veiti þér þá huggun, sem þú þafnast í þinni miklu sorg.” Rev. D. Standfast, E.F. Eftir að lát Þórarins heitins barst systur hans, fékk hún frá honum bréf er skrifað var rétt áður en hann féll og biður hann hana þar að skila kærri kveðju og þakklæti til allra, er höfðu skrifað honum og sent gjafir. fengisnautn hafa komið sér til þessa. Var hann á fimtudaginn var dæmdur í eins árs tukthúss- sinu. Stuldur hans var 1 alt rúm- ir $5,000. *--------------------------------* Islands fréttir. , *------------------------------* Reykjavík, 15. ágúst 1917. Veðrið er nú aftur orðið gott, heiðríkt, logn og óvenjumiklir hit- ar. Þórhallur Jóhannesson er skip- aður læknir í Þistilfirði, Árni Helgason í Höfðahverfi og Halldór Kristinsson í Reykjafirði, en D. Sch. Thorsteinsson á ísafirði veitt lausn og sömuleiðis Guðm. Thor- oddsen, og er hann seztur að f Danmörku. Mjólk er Reykjavíkurbær nú far- inn að kaupa austur í Árnessýslu, 400 lítra á dag, og er hún flutt í ibíl að austan og seld hér eins og önn- ur mjólk á 44 au. lftrinn. Síldarafli er enginn við ísafjarð- ardjúp um þessar mundir og skrykkjóttur fyrir norðan. Um helgina höfðu verið sailtaðar við Eyjafjörð, um 15 þús. tunnur, og hæstur afli á skip var 2,900 tunnur (Ýmir). Skýfall varð í Skorrastaðafjalli í Laugardal um mánaðamótin síð- uptu á um 20 dagslátta svæði, og barmafyÞi öll gil og Jautir um þær slóðir, og reif og eyddi flestu er fyrir varð og fleytti því flestu burtu. Meðal annars sleit upp 6—10 dag- sláttu skógartorfu. — Vatnavextir allmiklir hafa verið í Rangárvalla- sýslu, Svaðbælisá hlaupið og Holts- á brotið stýflu sína á um 30 faðma svæði og tapaðist þar allmikið af heyjum og eyddu^t slægjur. Þorgrímur Johnsen, fyrv. héraðe- læknir, andaðist á föstudaginn var, 10. þ.m. — óle P. Finsen, sonur Ó. Finsens héraðslæknis á Akranesi andaðist á Geitabergi 11. þ.m.—var þar á ferð. 22. ágúst. — Nýbrunninn er bær- inn Gröf f Miklaiholfcshreppi til grunna. Bóndinn þar heitir Hall- dór Bjarnason, og var Gröf mynd- arheimili, ,segja kunnugir. Dáin er hér í bænum síðastl. sunnudag frú Margrét Jónsdóttir, kona Gunnl. Péturssonar áður bæjarfulltrúa. Það mun nú vera afráðið, að Björn Kristjánsson fjármálaráð- herra, segi af sér ráðherraembæfct- inu og taki aftur við bankastjóra- starfi við landsbankann, en Sig- urður Eggerz taki sæti í stjórninni aif hálfu Sjá 1 f|S tæð is f 1 ok ks i ns, og £ái þá til meðferðar fjármálaráð- herrasfcarfið. Séra Sigurður Stefánsson í Vigur er ko<sinn þingm. N.-ísfirðinga með 540 atkv., Pétur Oddson fékk 234. Atkvæði voru talin þar í dag. Yf- ir 800 'höfðu greitt atkv. og hefir kosningin verið mun betur sótt en síðastl. haust, þá voru gild atkv. rúml. 600. Reykjavík, 22. ágúst 1917. Þurkar hafa nú verið um hálfs mánaðar tfma að undanförnu, svo að heyjum hafa menn allstaðar náð náð inn, en töður voru meira og minna skemdar um alt Suðurland. Gufuskipið “Fennsylvani”, stórt skip, sem er á leið frá Khöfn til Ameríku, kom hingað fyrir nokkru mcð um 1800 tonn af vörum. “Are” kom í síðastl. viku frá Englandi með tunnur og salt. “Bisp” og “Borg” eru komin til Eniglands. — “Sterling” er á leið í strandferð norður um land, en “Botnia” «uð- ur um land. — “Pálkinn” fór í gær til Færeyja. Gufuskipið “Sunneva” sem er 1 förum fyrir Andr. Guð- mundsson stórkaupmann, er ný- lega komið til Akureyrar með salt og tunnur. En fregn hefir komið um, að annað skip frá A. G., “Ed- ina”, hafi verið skotið í kaf á leið hingað til lands frá Englandi, en menn hafi bjargast. Marconiverkfræðingur frá Eng- landi, Mr. John Leary, er nýlega kominn til Akureyrar og kemur þaðan með fyrstu ferð liingað til þess að setja loffcskeytatækin á stöðina hér. —Lögrétta.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.