Heimskringla - 25.10.1917, Blaðsíða 1

Heimskringla - 25.10.1917, Blaðsíða 1
Royal Optical Co. Elztu Optieians i Winnipeg. Við höfum reynst vinum þinum vet, — gefðu okkur tækifæri til að reyn- ast þér vel. Stofnselt 1905. W. R. Fowler, Opt. ______________________________ XXXII. AR. WINNIPEG, MANITOBA, 25. OKTOBER 1917 NÚMER 5 Styrjöldin Frá Yestnr-vígstöðnun. Eftir að Brebar gerðu síðasta á- hlaup í Flanders, sem skýrt var frá í síðasta blaði, hefir verið hlé á stórorustum á því svæði. Stöðugar rtgningar og stormaveður hata híndrað alla framsókn fótgóngu- liðsins; en þó herscvertimar hafi orðið að sitja um kyrt, hafa fall- byssurnar samt aldrei þagað og 8tórskotahríðin einlægt látin ríða á hergörðum óvinanna. Nú eru Þjóðverjar hættir að grafa sig ofan 1 iður jarðarinuar, þvf reynslan hefir kent þeim að gryfjurnar xljúpu og “neðanjarðar borgirnar” eru langt frá því að vera óhult vígi gegn sókn bandamanna. Varnarvirki þeirra í seinni tfð eru ger úr sementsteypu “kössum”, sem steyptir eru þannig, að hægt er að tilaða þeim hverjum ofan á annan og byggja með þeim margra faðma þykkan sementssteypu garð fyrir frainan fremstu herstöðvar. Hafa varnarvirki þessi geflst mjög vel að því er virðist, því setoentsteypu- kassa þessa er örðugt að brjóta, og " þótt þeir losni sundur, er hægt að hlaða þeim upp aftur, og eins geta lierisveitirnar flutt þá með sér stað •úr stað eftir vild — ef ekki er um of ört rekið á eftir. Þessa sements- steypu kassa Þjóðverjanna nefna brezku 'hermennirnir “pillu kassa” og henda að þeim ærið gaman. Og á þessum “pillu kassa” varnarvirkj- um eru nú stórskotabyssur banda- manna að hamra í Belgíu og víðar. Smáorustur áttu sér stað hér.og þar á Belgíu svæðinu síðustu viku og virðast bandamenn hafa borið hærri hlut í öllum þeiin viðureign- um. f byrjun þessarar viku gerðu bæði Bretar og Frakkar áhlaup beggja megin við Ypi'es-Staden járnbrautina og biutust áfram á all-stóru svæði, Um þetta leyti tóku herskip úr sjöflota Breta að skjóta á hafnarborgina Ostend í Belgíu, sem Þjóðverjar halda, og löskuðust mörg hús f borginni við sprengikúlna hríðina, sem herskip- in brezku létu á henni dynja. Frakkar gerðu álilaup á Aisne- svæðinu um miðja síðustu viku og fengu hrakið Þjóðv. þar á einum stað og tekið af þeim um 100 fan#a. Áhlaup Þjóðverja um þessar mundir á Verdun svæðinu, hægra megin við Meuse fljótið, var brotið á bak aftur. Á mánudaginn í þcssari viku ibrutust Frakkar fram á sex mílna evæði á Aisne svæðinu og koinust þar áfram um tvær mílur. Tóku Frakkar um 7,500 fanga í sókn þess- ari og er þetta einhver stærsti sig- ur þeirra nú lengi. Alt virðist benda til þess, að Þjóðverjar séu nú teknir að una illa hag sfnum á vestur vígstöðvun um. Þeir fara þar nú halloka í hverri viðureign og móitsböðuaifi þeirra þverrar óðum eftir því sem kraftur bandamanna verður meiri og meiri. Til þess að bæta upp ó- farir þessar með einhverju móti eru þeir nú teknir að efla loftskipa fiota sína með öllum þeim krafti, eem þeir eiga völ á. Er sagt, að 29 ný verkstæði hafi Þjóðverjar nú sett á fót hér og þar um Þýzkaland að eins til loftskipa gerðar og eigi á þeim að vinna að loftskipagerð upplhaldslaust það sem eftir er af þessu hausti og næstkomandi vetur. Vafalaust mun- tflgangur Þjóðverja með þessu sá, að vera við búnir, þegar loftskipaflotar Banda ríkjanna taka til starfa á vestur- vígstöðvunum næsta vor. Aldrei hefir borið meira á loft hernaðinum en á Frakklandi og i Belgíu síðustu viku. Loftflotar bandamanna voru á einlægu svelmi yfgir herstöðvum óvinanna og fengu víða gert þeim mikinn skaða. Einn daginn gerði stór lofbskipafloti Þjóðverja árás á borg ina Nancy, en ekki varð þeim þetta mikil frægðarför, því því Frakkai snerust öruggiega til v&rnar og fengu skotið niður 11 af loftskip um þeirra. ótal mörgum fleiri loft skipum urðu þeir einnig að sjá á bak síðustu viku, en þó flestum i viðureignum sínum við Frakka. I_________ Frá austur-herstöÖvum. Ekki hafa borist ljósar fregnir frá orustusvæðum ítala í seinni tíð. Sagt er iþó að þeir muni vera i undirbúningi að hefja stórkostlega sókn á Isonzo svæðinu og vfðar. Ein fréttin var á þá leið, að Aust- urrikismenn myndu nú mjög að fram komnir og í þann veginn ð bíða versta ósigur fyrir Itölum. Var það haft til marks, að nýlega hafi verið teknar 40 herdeildir (divi- sions) af Þjóðverjum og Austurrfk- ismönmrm, sem barist liafa gegn Rússum og þær færðar til orust- unnar gegn ítölum. En þrátt fyrir þenna liðsauka óvinanna skelfast Italir lítið og telja sér sigurinn visan. Keisari Þýzkalands brá sér til Tyrklands síðustu viku og vafa laust hefir erlndi hans með ferð þessari verið það, að reyna að tala kjarkinn í Tyrkjann. Tyrkir eru nú sagðir á heljar þröminni og i þann veginn að uppgefast. Veitir þeim örðugt að stemma stigu fyrir Bretum í Macedoníu og krefjast þess, að Þjóðverjar sendi þeim þangað meiri liðstyrk. En Þjóð- verjar hafa neitað sterklega að verða við þeim tilmælum og sök- um þessa hefir legið við að sam komul&gið færi út um þúfur. — En vafalaust hefir keisara Þýzkalands tekist að kippa þessu ögn í lag með því að halda fáeinar þrum- andi ræður á þýiku á meðan hann dvaldi í Constantinopel. ------o------ Merkur fundur. Almennur fundur var haldinn hér í Winnipeg á mánudagskveld- ið var í fundarsalnum f Iðnaðar- byggingunni. Sóttu fund þenna um 5,000 manns—var þetta húsfyll- ir og urðu margir frá að hverfa. Fundur þessi var boðaður til þess að gefa fólki kost á að heyra þrjá af ráðherrum hinnar nýju stjórn- ar tiala og útskýra stefnu banda- lagsstjórnarmapna. Voru þetta þeir Hon. T. A. Crerar, landbúnað- ar ráðherra; Hon. Arthur Meighen, innanríkis ráðherra, og Ilon. James A. Calder, innflutningsmiála og l&ndtökumála láðherra. Þetta er fyrsti fundurinn, sem ráðherrar Ihinnar nýju stjórnar hafa boðað til síðan bandalagsi- stjórnin komist á og að. fundur þessi var svo vel sóttur er ljós vott- ur þess, hve Winnipegbúar eru stjórn þessari hlyntir. Enda mun óhætt að fullyrða, að íbúar Vest- urlandsins yfir höfuð að tala séu nú teknir að vakna til meðvitund- ar um það, hve þörfin sé nú brýn fyrir slíkri stjórn. Og vonandi verður þess ekki lengi að bíða, að Canad&þjóðin í heild sinni fari að sjá og viðurkenna, að sundrung og flokkaskifting má ekki eiga sér stað ihjá neinni þjóð á stríðstímum. Ráðherrunum var fagnað með dynjandi lóíiaklappi, er þeir stigu upp á ræðupallinn. Rúmsins vegna getum vér ekki birt ít&rlegan út- drátt úr ræðum þeirra í þetta sinn og er það leitt. Hon. T. A. Crerar þekkja allir eða flestir Canada- Islendingar, þar sem hann hefir verið forseti Grain Growers bænda- félagsins svo lengi. Hann er af bændafólki 'kominn og hefir rutt leið sína upp á við &f sjáifsdáðum. Þó hann sé nú koaninn 1 ráðuneyti samibandstjórnarinnar og orðinn þar landbúnaðar ráðherra hefir hann aldrei fengist við þing- mensku og getur því ekki talist afburða ræðugarpur. Vel og skil- merkilega flutti hann þó ræðu sína í þetta sinn og var fljótt auðheyrt, að hér var málsvari bændanna að tala. Hann lagði alla áherzlú á að auðlegð þjóðarinnar væri færð til sem mestra afnota á yfirstandandi tímum og stuðlað að samhug og samvinnu. Með velvöldum orðum benti hann á, að þessi brýna sam- vtnnulþörf hefði nú dregið fyr- verandi andstæðinga í stjórnmál- um undir eitt og -sameiginlegt merki. Hon. James A. Oaider, þingmað- ur liberalflokksins í Saskatchewan, lýsti í áhrifamikilli ræðu trausti sínu til Sir Robert Bordens, for- sætisráðherrans, og kvað hann og aðra ráðherra vera þjóðinni ein- læga í þeirri stefnu, sem þeir nú hefðu vali" Var ræða Calders þrungin af mælsku og eldlegum á- huga og fjallaði aðallega um hina miklu þörf, senn nú Ihefði verið á bandaiagsstjórn. Ræða Arthur Meighens, innan- ríkis ráðherra, var flutt af mlkllii mælsku, enda er hann vafalaust einn af mælskustu stjórnmála- mönnum þessa iands. Honuin mun það að þakka meira en öðrum, að iherskyldulögtn komust 1 gegn á þingi, — og í þetta sinn fjallaði ræða hans aðallega um nauðsyn hersk^ldunnar og almenns áhuga, að þjóðin fylki sér undir eitt og á- kveðið merki með það markmið fyrir augum, að vinna sigur í stríðinu. Fundur þessi verður ógleyman- legur öllum, sem hann sóttu, og aldrei hefir mönnum verið skiljan- legra en við þetta tækifæri á hve sterkum þjóðræknis grundvelli núverandi bandalagsstjórn er bygð. -------o------- Zeppelina árás á England. Zeppelinarnir, hin miklu loft- bákn, sem Þjóðverjar f byrjun stríðsins bygðu á allar sínar björt- ustu sigurvonir, hafa ekki gert vart við sig lengi, þangað til um miðja fyrri viku að þeir svifu átta talsins yfir Lundúnaborg og tóku tafar- laust að steypa þar niður sprengi- kúlum. Varð af þessu töluvert eignaitjón og mikið manntjón. Biðu tuttugu og sjö manns bana og þar á meðal ekkja og sjö börn hennar en um fimtíu borgarbúar meiddust meira og mlnma. Voru sumir af Zeppilinum þessum af al- veg nýrri gerð og virtist ganga enn betur að stjórna þeim en áður. Heimavarnar loftflotar Brefa virð- ast” ekki hafa komið mikilli vörn við í þetta sinn. Að minsta kosti er fullvíst, að engum af Zeppilin- unn þessum var grandað á meðan þeir voru yfir Englandi. En er þeir voru á leiðinni heimleiðis fengu Frakkar skotið niður fjóra af þeim og þar sem hver Zeppilin er met- inn á móts við stórt herskip, verð- ur skiljanlegt, að Þjóðverjar hafi við þetta orðið fyrir stóru áfalli. Frakkar náðu einum Zeppelina heilum og óskemdum og er þetta í fyrsta sinn að slíkt hefir borið við. Leyndardómurinn við smíð þess- ara heljar miklu ioftbákna, sem Þjóðverjar hafa verndað svo trú- lega og reynt með öllu móti að halda frá bandáþjóðunum, er því kominni í ljós, og hér eftir geta þvi bandamenm smiíðað sainkyns loft- för ef þeim sýnist svo við horfa. En ekki er víst að þeir færi sér þetta í nyt, því Zeppeiinarnir hafa að þessu gefist fromur illa og hreint ekki nógu vel til þess að réttlæta þann feikilega kostnað, sem smíð þeirra útheimtir. Englendingar munu nú vera að verða fastráðnir í því að gjalda Þjóðverjum liku líkt og við hverja árás þeirra á England að gera sam- kyns árásir gegn borgum á Þýzka- landi. -------o------- Sjófloti Rússa í kreppu. Þjóðverjar hafa nú náð á sitt vald allri Oesel eyju við mynni Riga flóans og við að taka eyju þessa hneppa þeir undir yfirráð sín um þúsund feihyrningsmílur af landi fyrir Rússum f viðbót við það, sem þeir héldu áður. Með að- stoð sjóflotans og hersveita á landi fengu þeir tekið eyjuna áður langt leið og var Rússum nauðugur einn kostur að hrökkva undan. Rúss- neski sjóflofinn snerist til varnar, en varð brátt að lúta í lægra haldi. Herskipin þýzku eru stærri og fuil- komnari og flytja byssur þeirra lengra en byssur rússnesku her- skipanna. Mistu Rússar eitt af sfnuon stærstu herskipum áður floti þeirra tók að hörfa undan, en þar sem þýzkir mistu íjögur af sínum smærri herskipum (destroyere) í viðureignum þessuim, or ekki hægt að segja, að rússneski flotinn hafi haldið gegn þeim aiveg til ónýtis. Að sjóslagnum afstöðnum héldu Rússar flota sínum inn 1 hið svo- nefnda “Moon sund” og þar var hann algerlega afkróaður um tíma. Leit þá ekki út fyrir annað, en að rússneski flotinn allur myndi verða Þjóðverjum að bráð og voru horfur hinar hörmulegustu hvað Rússa snerti. Tók þetta þó breyt- ingu til hins betra áður langt leið, er fréttir bárust um það að flota þeirra hefði tekist að komast út úr sundinu ofannefnda og væri því sloppinn úr þeirri hættu að verða þar afkróaður. Seinustu fréttir segja, að í sjóor- ustum Rússa og Þjóðverja í síð ustu viku 'hafi 16 skipum verið sökt í alt fyrir þeim sfðarnefndu; tveim herskipum, 12 torpedo skipum og einu flutningsskipi. En Rússar mistu að eins tvö skip, herskipið Slava og eina tundursnekkju. Rússar munu nú vera í undir- búningi með að flytja stjórn sfna frá Petrograd til Moscow. Höfuð- borg Rússlands er nú í hættu að verða hertekiin' af Þjóðverjum áð- ur en margar vikur líða. Oesel eyja verður þeim þýzku heppilegasta sjóflotastöð og stafar þaðan «f þeim mesta hætta fyrir Rússland. Loftflota sfna geta þeir sent þaðan í allar áttir og eins neðansjávar- bátana. Þessi sigur Þjóðverja í Austursjónum er sá þýðingarmesti sigur, sein þeir hafa unnið rnú lengi. -------o------- SpeUvirki Þjóíverja í Norðursjó. Á laugardaginn var söktu þýzk herskip níu kaupskipum fyrir Svf- um og Norðmönnum og einnig tvoimur brezkum tundurskipum, sem voru að fylgja kaupskipum þessum, og var ferðinni heitið frá Noregi til Englands. Fórst öll skipehöfnin á öðru herskipinu brezka og um 150 menn fórust með kaupskipunum. Eftir að hafa skot- ið öll þossi skip f k&f, héldu Þjóð- verjar tafarlaust á brott og gerðu ekki tilraun til að bjarga neinum af þeim, sem v’oru að farast. En brezk varðskip komu þarna að og fengu bjargað þrjátíu Norðinönn- um af einu skipinu, sem sökt hafði verið, og mörgum öðrum. — Svíar og Norðmenn eru afarreiðir yfir þessum aðförum Þjóðverja og taka nú öll helztu blöð þeirra í sama strenginn að iýsa gremju sinni yfir spellvirkjum þessum. -------o------- Eftirlaun hermanna aukin. Fjármála ráðherra sambands- stjórnarinnar, Sir Thomas White, tilkynti það nýlega, að stjórnin hefði nú afráðið að auka eftirlaun hermanna f Canadahernum að mun, sem nemur að meðaltali um 40 prócent. Reglugjörð stjórnar- innar viðfkjandi eftirlaunum her- manna á að breyta og að stórum mun til ihins betra fyrir hermenn ina í öllum tilfelium. Áður var fötluðum hermönnum skift í sex flokka, en í þessari nýju reglugjörð verður þeim skift í tuttugu fiokka og veitt eftirlaun eftir því hve imik- ið þeir eru fatlaðir. Ekkjur og börn og fátækir aldraðir foreldrar fallinna ihermanna fá einnig aukin eftirlaun samkvæmt þessari nýju reglugjörð. Hingað til hefir stjórn- in borgað um $5,000,000 á ári f eftir- laun til hermanna, en við þessa aukning eftirlaunanna mun hún horga þetta yfirstandandi ár eftir ágizkun um $7,000,000. ------o------ Afstaða Svíþjóðar. Hingað til hafa Svíar verið hlut- iausir í stríðinu, en nú er svo komið, að hlutleysi þeirra hangir á veikum þræði. Enn virðist þó vafasamt, hvorri hliðinni þeir muni fylgja, verði þeir tilneyddir að taka þátt í styrjöldrnni. Skifting á sér st&ð f landinu hvað afstöðu þjóð- arinnar snertir. Á aðra hlið er konungurinn og hans þýzka drotn- ing, þýzksinnaðir stjórnarembætt- ismenn, auðkýfingar og aðali, en á hina hliðina er meiri hluti aiþýð- unnar, sem frá því að styrjöldin hófst hefir hallast meira að málstað bandaþjóðanna. Þegar önnur eins skifting er í l&ndinu heima fyrir, er afstaða stjórnarinnar all-vandasöm. Lítið því að undra, þó hún sé á báðum áttum. Þýzkaland er hættulegur, öflugur, hefnigjarn og ósvífinn ó- vinur, og ef út af bregður, þá er Svíþjóð svo nærri að geta auðveld- lega moilast af járnhnefanum þýzka í Potsdam. Bkki er þó hér með sagt, að stjórn Svía hafi verið Þjóðverjuim holl af eintómum þrælsótta. Sam- fara óttanum hefir verið aðdáun á hervélinni þýzku, þýzkri herstjórn og þýzkri þjóð yfir höfuð að tala. Þessi aðdáun hefir komið í ijós oft og iðulega og hefir skapað samúð hjá Svíum f garð Þjóðverja—«em vissulega hefir verið blind á báð- um augum. Oftar en einu sinni hefir stjórn þeirra verið í mesta vanda stödd síðan stríðið byrjaði, en aldrei þó eins og nú 'niýlega, þegar Bandarík- in uppljóstuðu svikráðum Þjóð- verja í Argentinu og gerðu alheimi kunnugt hvernig sendiherra Sví- þjóðar varð að verkfæri í hendi þeirra og aðistoðaði þá að koma svikráðum þessum í framkvæmd. Hjálmar Branting, leiðtogi jafnað- armanna á þinigi Svía, komst þá að orði á þessa leið: “Vér höfum nú verið bendlaðir við argasta ihneyksli, sökum þesis blinda tiltrausts, sem vér höfum borið til Þýzkalands. Þrá Svíþjóð- ar að verða að liði fær að launum eintóma svívirðing. Villa vor er ófyrirgefanleg einfeldni—með öðr- um orðum hehniska. Sænsku eðli er þannig hátt&ð, að oss er eðli- legra að fremja heimsku-isyndir en glæpi.” Þegar afstaða Svíþjóðar er athug- uð, sérstaklega nú upp á síðkastið, þegar samhugur meiri ihiuta al- þýðunnar þar hefir meir og meir verið að gera vart við sig, þá eru það séretaklega tvö atriði, sem taka verður rækilcga til greina. Það fyrra er, að verzlunarstéttir Svíþjóðar hafa óttast einna mest, að Bandarfkin myndi ef til viil skoða gerðir stjórnarinnar sænsku nægiiega alvarlegar til þess að rétt- líeta að tekið væri fyrir allan vöm- flutning þangað frá Bandaríkjun- um og við þetta myndi allur iðn- aður bíða meiri hnekki en þó þjóð- in færi f strfð. Engum mi'nista vafa cr bundið, að sænskum auðfélögum hafa reynst verzlunarviðskifti Þýzkar lands arðvænlegasta gróðafyrir- tæki, og verður þvf eftirsjá þeirra mikil, þegar fótunum er kipt und- an þessari verzlun, scm bandaþjóð- irnar af eintómri tilfinnin'gasemi haft leyft, þrátt fyrir verzlunar- bannið. Annað atriðið', sem ekki má gleyma, er, að Svíþjóð er bundin samningum við hin skandin&visku föndin. Svíþjóð og Noregur skilau í reiði árið 1905. Á síðari árum hef- ir þó haldist bezta samkomulag á milli þeirra ianda og aldrei út af borið. Þegar Noregur rétt fyrir iok síðasta árs hafði einurð til þess að andmæia sterklega aðförum Þjóð- verja á hafinu, þá var það almenn skoðun manna, að Svíþjóð myndi heldur slást í lið með Noregi, en láta viðgangast að Þjóðverjar næðu tangarhaldi í neinum af skandinavisku löndunum. Á meðan strfðshætta þessi stóð yfir, voru samni'mgar á milli Noregs, Svfþjóðar og Danmerkur opinber- lega ræddir og engin tilraun ger að fara með þetta í felur. Og þó samningar þessir hafi ekki verið birtir, er þó ekki minsta ástæða að efa, að þeir hafi verið gerðir, og vafalaust hafa þeir takmarkað á- hrif Þýzkaiands að miklum mun. Hlutleysi Svíþjóðar hefir all-mikla þýðingu fyrir Canada, sökum þess hve m&rgir innflytjendur til þesssa lands hafa komið þaðan. Bftir síð- ustu manntalsskýrslum eru um 100,000 Skandinavar búsettir hér í landi og stór hluti þessarar tölu eru sænskir menn. í vesturfylkj- unum hafa skandinaviskar her- deildir verið settar á stofm og í þeim berjast nú á vígvellinum fleiri hundruð Svíar, Norðmonn og Danir, og icggja iff sitt í hættu fyr- ir sitt nýja fósturland. — ( Lausl. þýtt). » *-------------------------------* Islands fréttir. *------------------------------- (Eftir “Austra”) Seyðisfirði 28. júlí.—Hit’gað og þangað hér eystra hafa mcnn orð- ið varir við kol í jörðu. Lítur út fyrir að kolalög liggi f svipaðri hæð yfir sjávarflöt víðsvegar á Aust- fjörðum. Þessa staði höfum vér heyrt nefnda og séð sýnishorn úr þeim: Viindfeiisbjargi í Vopnafirði, Hánefst&ðadai f Seyðisfirði, Norð- fjarðarhorni og Hrúteyrargili í Reyðarfirði. Enn fremur hafa menn sagt að kol mundu vera í Brimnesfjaili og Skálancsbjargi hér í Seyðisfirði. Fyrir mörgum árum hafði Jón ó Skálanesi orðið var við kol neðar- lega 1 Skálaneisbjargi og brent þeim. Síðar hrundi úr bjarginu fyrir staðimm, er þau fundust. Síðastiiðinn laugardag fóru þeir bræður, Stefón konsúll Jónsson og Eyjólfur bankastjóri, í kolaleit út undir Bjarg. Með þeim var Jón Sigurðsson kennari; hafði hann tckið þar kol áður með Jóni á Skálamesi. Þeir fundu fljótiega koialag und- ir Bjarginu. Ofan á því var dakk- ur ieir, ekki ólíkur kolum. Lagið var bveggja þuml. fyrst, en varð brátt 8 þuml. TÓku þeir með sér um 100 kg. Kolin hafa nú verið reynd til eldsneytis og loga þau vel og virðast Hitamikil. Askan er lítil og hvítleit. Þau eru svört og gljá- andi, svipuð skozkum kolum. Aðstaðan til vinnu þarna er frem- ur ólitleg. Lendingarstaður góður, en brimasamt J norðan og aiurtan- átt. Urð er þarna undir bjarginu, og hægt að safna þar nokkru af kolum í einu. En að istaðnum má komast landveg urn einstigi niður bjargið; er þangað stundarfjórð- ungs garngur frá Skálanesi. Tíðin hefir verið einmuna góð undanfarið, sífeidir hitar og bjart- viðri. — Grassretta mun vera mjög misjöfn hér eystra í .sumar, sum- s‘aðar í lakara meðailagi, segja bændur. Mun það vegna þess, hve sumartíðin kom seint, og eins vegna þurkanna, sem verið hafa uindanifarið. Eins er sumstaðar hér ekki gott útlit með róugarða, vegna þurksins. Aftur á móti er útlit fyrir að kartöflu uppskeran verði all-góð í haust. Á Reyðarfirði hefir istórsild vciðst nokkuð undanfarið, og nú sfðustu daga hefir afiast mjög vel. En hér á Seyðisfirði hefir ekki orðið stór- síldar vart svo teljandi sé. Seyðisfirði, 25. ágúst.— Kuldatíð hefir verið hér eystra undanfarna viku og hefir jafnvel snjóað í fjöll. Gæftir hafa og verið mjög slæmar t. d. hér á Seyðisfirði hefir varla nokkur bátur á sjó farið alla vik- upa. Botnía kom frá Reykjavik sunn- anlands 19. þ.m. Hafði aðallega meðferðis steinolfu til Austur- og Norðurlands. Skipið fór héðan dag- inn eftir áleiðis tii Iiúsavikur, Ak- ureyrar og Siglufjarðar. Hingað kemur skipið aftur þaðan og á svo að liggja hér um óákveðinn tíma. Þeir Olgeir Friðgeirsson og Þórð- ur Sveinsson sem verið hafa starfs- menn landsverzlunarinnar undan- farið, liafa báðir sagt af sér. 1 stað þeirra hefir verið settur Héðinn Valdimareson (Ásmundssonar), ný- iitskiifaður frá háskólanum í Höfn. Barðsprestakall er veitt Sigur- jóni Jónssyni, er verið hefir þar settur prestur. Frá Kleppi strauk nýlega sjúk- linigur eiiwi' og lá úti um þrjá sóiar- liringa; fanst hann þá sofandi í hellisskúta niður við sjó. Maður úr Reykjavík, Bjarni Jóna- son að nafni, druknaði við Hval- fjörð fyrir skömmu. Skipaðir læknar: Þórhallur Jó- hannessan í Þistilfjarðarhéraði, Árni Helgason í Höfðahverfi og Halldór Krisinsson í Reykjafirði. Þar eð veturinn, sem í hönd fer, verður senniloga sá sfðasti, cr Eiða- skólinn starfar sem búnaðarskóli, þá hefir skólaneifndin ákveðið að starfrækja að eins eldri deildina. en það er gert til þcss að nemend- ur úr yngri dield í fyrra fái lokið uámi sínu. Skólatfminn verður styttur um 10 daga. Eldiviðar- birgðir hefir skólinn nægar til alls vetrarins. Einnig er ákveðið, að skólasjóður veiti nemendum hærri fæðisuppbót í ár ein' áður hefir tiðkast. Dr. phil. Björn Bjarnason frá Við- firði kom til Reykjavíkur með Steit- ing. Hann hefir dvalið í Sviss og víðar undanfarin ár, sér til heilsu- bótar, og er nú orðinn allheilisu- góður aftur. — Orðabókarfélagið sækir um landssjóðsstyrk til iþess hann geti lokið við orðabók þá, sein Jón sál. Ólafssan- var byrjaður að semja. Ensku blöðin liér f Winnipog flú'ttu nýlega þá frétt og sem átti að vera send þeim frá Islandi, að allar líkur bentu til þess, að vín- bannslögin þar yrðu bráðlega numin úr gildi, þvf þau hefðu geí- ist ilia f reynsiunni. En vonandi er frétt þessi iheilaspuni og ekkert annað.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.