Heimskringla - 25.10.1917, Blaðsíða 5

Heimskringla - 25.10.1917, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 25. OKT. 1917 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA um verður svx> lögð stálbrú síðar. Þótt verk J>etta hafi gengið treg- lega og margar verkfræðinga yfir- sjónir hafi að ]>ví er virðist átt sér stað, ]>á er nú óhætt að segja, að örðugustu þrautirnar séu að baki; því verkið í sambandi við skiþakví- arnar getur ekki talist öðrum eins örðugleikum bundið og er að eins tíma spursmál. Er Hudson sundið skipgengt? 2?að er hægt að byggja járnbraut frá hveitisvæðunum til flóans; við mynni Nelison fljótsins er hægt að gera stóra og rúmgóða höfn, sem hæfileg sé fyrir stærstu skip, en er sund þetta fært til siglinga nógu lengi á hverju ári til þess að rétt- læta og gera fýsilega þessa nýju leið? Undir svari þessarar spurn- ingar er öll framtíð þessa fyrirtækis komin. Hudison sund er um fjög- ur hundruð o&fcfimtíu mílur á lengd og frá 50 «1200 milna breitt. Eftir þvl rekur ísjakana frá Befaál (Eox Qhannel) út f Atlanz- hafið, og í gegn um sund þetta verður allur flutningur til og frá Neison höfninni (Port Nelson) að íara. Framtfð hafnar þessarar er alveg komin undir því, hve langan tíma á hverju ári óhultar siglingar geta átt sér stað eftir sundinu of- annefnda. Að sund þetta sé skipgengt, er ekki minsta vafa bundið. Hver fyrst sigldi þarna í gegn vita menn ekki; en sagan skýrir frá, að 4. ágúst árið 1610 hafi maður að nafni Henry Hudson siglt inn fló- ann á lélegri smáskútu og eigandi i stríði við uppreistarhug tryltra skipverja. Sumarið næsta á eftir tóku skipverjar hans yfirráðin i sínar hendur, settu hann í land og héldu svo heimleiðis og er ekki annars getið, en að þeir hafi kom- ist heilu höldnu gegn um sundið. Árið eftir var svo Button sjóliðs- foringi gerður út af brezku stjórn- inni til þess að leita hans. Komst ihann alla leið til Nelson fljótsins °g tók sér þar vetrarsetu — og skírði hann fljót þetta í höfuðið á etýrimaninl sínum, sem lézt þar um veturinn. Hann sneri heimleiðis til Englands árið 1613, eftir að hann var með öllu orðinn vonlaus um að geta fundið Hudson. Árið 1615 sigldi William Baffiin, sem Baffin- eyja er skírð eftir, einnig inn sund- ið og er ekki annars getið, en ferð hans hafi gengið slysal'aust. Leið Lessi var einnig notuð af “Hudsons kaupfélaginu” í meir en tvö hundn úð ár til þess .að komast til loð- skinua stöðva sinna. Og þar sem bessir fornu siglingamenn gátu komist þessa leið á smáskipum og án þess að þekkja höfin neitt sem heitið gat, ætti siglingamönnum ti'útíðarinnar ekki að vaxa þetta í augum—, sem völ hafa á sjókort- uin, vitum og loftskeytastöðvum, stórum fiotum af ísbrjótum og stál- klæddum eimskipum með öllum uútíðar siglingatækjum. Árið 1915 Var leið þessi farin þrjátíu og sex sinnum án þess að nokkur slys hæri að ihöndum. Viðvíkjandi því, hve langan tíma á hverju sumri að sundið sé fært til siglinga eru skoðanir manna Svipaðar. Flestir irðast ganga tit frá fjóruim mánuðum; seinni hluta júlímánaðar, allan ágúst, snptennber, október og fyrri partinn af nóvember. Skoðun flestra virð- ist vera sú, að á þessum tima árs sundið fært til siglinga án niinstu hættu. Markham, brezkur ®jóliðsforingi, sem árið 1886 kann- a®i þessa leið, sagði á einum stað i fikýrsiu sinni, og hefir þessi skýrsla hfths enn ekki verið hrakin: í^angað til meiri þekking fæst, er nærri ómögulegt að tiltaka tima hann á árinu, sem Hudson sundið ®é fært til siglinga . Að dæma af npplýsingum þeim, sem eg hefi get- að afiað*. mér samfara minni eigin reynslu, er skoðun mín, að það sé fært til ailra siglinga í að minsta kosti fjóra mánuði á ihverju sumri og stundum töluvert lengur. Eg Cr þess fullviss, ekki f minsta vafa um það, að á mörgum árum má sigla sund þetta án minstu hættu frá byrjun júnímánaðar og þang- aö til i lok nóvembermánaðar.”— ^fargir aðrir hafa kannað leið Pessa síðan og hefir flestum þeirra komið saman um að ekkert ætti að vera þvi til fyrirstöðu að siglinga- þessi ætti að geta verið opin fjöra mánuði á hverju sumri. Ef gengið er út frá að þetta sé r^tt, sem virðist lfka hafa við sterk rök að styðjast, þá ætti Hud- son flóa brautin að geta borgað ®ig vel á stuttum tíma. Eins og fyrirkomulagið nú er á ílutningi, kemst kornið ekki út úr landinu fyi" en seint og sfðar meir. Eftir á- gizkurn fróðra og kunnugra manna stóð flutningur uppskerunnar eft> r f915 yfir í tvö hundruð daga og flutningi þessum var ekki lokið Pegar farið var að flytja kornupí>- «keru árains 1916 til markaðar. • aprfl þetta yfiretandandi ár voru um 35,000,000 bushel af hveiti f Al- berta fylki, sem eftir var að flytja, 25,000,000 bushel í Saskatchewan og 12,000,000 bushel í Manitoba. Flutn- ingur þessa konns mun standa yf- ir þegar Hudson flóa leiðin opn- ast. En ef vonir manna rætast með leið .þessa, verður þess ekki lengi að bíða að kornflutningurinn gangi greiðlega og betur. (Meira.) ------o------- Nýir straumar. (“Réttur”) I. Straumar liggja að landi okkar, heitir og kaldir. Aðrir koma -norð- an úr heimskauti, en hinir sunnan frá miðju jarðar. Svo segja fróðir menn, að strauroar þessir ráði hér mestu um veðurátt og árferði, og að okkur muni sköpuð náttúru- kjör allfjarri í hinum kvikulu reg- inhöfum og loftsölum. — Mannkynið ' er sem útsærinn, eitt og óskift og brýtur æ meir öll fjöll, er það hafa skilið. Allir stór- viðburðir, sem verða hjá einni þjóðinni, vekja öldugang um heim ailan. Allar andlegar hreyifingar, sem þrótt eiga og sannleiksgildi, verða með tímanum að straumum í mannhafinu, snerta allar þjóðir og valda veðrabrigðum í sögunni. Flastir þekkja hafstraúmana, sem að landinu liggja. En hitt hafa menn síður athugað, að mannlifið sjálft, iifnaðarhættir og hugsunar-, hættir og öll okkar starfsemi, mót- ast mjög af andlegmn straumum utan úr heim^. Að vísu stör.dum vér fsiendingar utarlega í mannhafi. En það sést, ef sagan er mkin, að erlendir straumar hafa mestum brigðum valdið f þjóðlifinu. Erlend alda bar hingað kristp- ina. Ætla mætti að Sturlungaöld- in hér væri nokkurs konar bergmál norsku deilunnar um konungsstól- inn. l>að getur verið ein af orsök- um hennar. l>á voru kirkjuveldið, siðbótin, konungsvalds - kúgunin og einokunin beinar afleiðingar af heiimsskoðunuim og menningar- stefnum, sem drotnuðu um alla álfuna, hver á sínum tíma. Dögunin í þjóðlífinu okkar var einnig erlendum áhrifum að þakka, Allir endurbótamenn okk- ar vöknuðu erlendis. Nægir þar að benda á Magnús Stephensen með skynsemistrú og almenna nyt- semdarkenning 18. aldar, og Fjöln- ismenn, þrungna af eldmóði róm- atísku stefnunnar og þjóðræknis- rækt sinna tfma. II. Ef við viljum skygnast að fram> tíð þjóðar okkar verðum við að líta út yfir pollinn að þeim menningar- hreyfingum, sem mest ber á í nútíð og nánustu fortíð. Nítjánda öldin var öld hinnar frjálsu samkepni og einstaklings- frelsis. Saga hennar er sagan um það, hvernig einkaréttur varð að víkja fyrir almennum rétti, og lög- höft fyrir einstaklings frelsi. Und- irokuðu þjóðirnar rísa undan oki yfirþjóðanna, til þess að geta bar- ist óháðar tiL vegs og gengis. Einkaréttur konunga og æðri stétta, til að ráða landslögum, er afmáður og völdin fengin alþjóð manna. Einkaréttur til atvinnu á að hverfa en fult athafnafrelsi að ráða. Og öllu öðru fremur á einkaréttur vissra skoðana og kenninga, yfir hugum manna og máli, að hverfa úr sögunni. Allir eiga að fá leyfi til að hugsa, tala og rita eftir sfnu viti, svo að alt mannvit geti barist frjálsri samkepni, og hver leitað sannleikans á sinni götu. Víðast hvar hefir frelsið sigrað—- á yfirborðinu. Allir þykjast fylgja frelsishugsjónunum, þær eru bún- ar að sigra múginn. En múgurinn hefir einnig sigrað þær og beygt undir forna hætti og venjur. Og eins og nú er komið, er frelsið víða meira f orði en á borði. Áþjánin hefir aðeins tekið nýja mynd. Lögunum — hýðinu — hefir verið brcytt, en eigi kjamanum, sjálfri þjóðfélagsskipuninni. III. Dekking er vald og auður er afl. Hversu lýðfrjáls sem löndin era, verður þó valdið jafnan í höndum þeirra, sem auðinn eiga mestan og þekkinguna. Þar, sem mentun er almenn, og auðnum jafnt skift, fáir eru fátækir og fáir ríkir—iþar getur lýðveldi þrifist. En þegar auðvald- ið eykst, hlýtur höfðingjavaldið að taka völdin, jafnvel þó lögin séu hin sömu. I>annig fór á Grlkklandi og 1 Róm, forðum daga, enda leyfði aldarandinnn þar fljótlega harðstjórum og keisurum lögfestan sess. Menningu nútímans er að mörgu líkt farið og menningu Rómverja á dögum Cæsars. Einstakir menn safna ógnar auði, og ná völdum yfir lögum og lands-, rétti. Deir lifa í- sæliífi og eyði- loggja þrótt ,sinn og niðja sinna, með ofnautn og iðjuleysi. Þeir skapa stórvirki í verklegum fram- kvæindum, bókmentum, vísindum og fögrum listum, svo að ljómann af menningu þeirra leggur tii him- ins. Alþýðan lifir aftur við eymd og volæði og úrkynjast af sulti og of- þreytu. öll er menningin rotin; frelsið er fánýt auðvaldsgylling. Siðgæðið verður að siðfágun. Fá- tæktin er almennust hjá “ríkustu” þjóðunum. Þannig var þessu farið f Róm, og þessi er stetfnan nú meðal stórþjóð- anna. Fjöldi hugsandi manna hræðist það mest, að afdrif Norð- urálfuroenningarinnar muni verða þau sömu og hinnar grísk-róm- versku, ef eigi sé að gert. Þeir hræðast það, að menningin hrörni og verði sem kölkuð gröf, en síðan komi nýir “barbarar” (hinir gulu menn) og brjóti hana undir fætur sína. Eðlilegt er, að leitað sé að mein- um og þess gætt, hverjir séu van- kantar á menningaretefnu nútím- ans. Hafa því risið upp miklir flokkar manna, er gagnrýna hana, og vilja breyta mörgu og bylta. IV. Nítjánda öldin lagði mesta á- herzlu á frelsi einstaklingsins og sérstæði hans. Hún var öld hinn- ar hörðu baráttu, þar sem sá sterk- asti ræður f samkepninni — hún heimfærði kenningar Darwins upp á roannlífið. Menningarstefnur skjóta jafnan yfir rnarkið. Andstæðingar þeirra hefja þá oft nýjar hreyfingar, sem fylla f skörðin og eru sterkastar, þar sem hinar fyrri voru veikastar. Þessu er einnig þannig farið hér. Nýir straumar nýjar stefnur hafa risið upp, sein setja samúðina og samvinnuna öllu hærra. Þeir, sem þessuhi stefnum fylgja, hafa djúpa og hiuttæka samúð með lægri stétt- unuim. Þeir vilja menta alþýðuna og jafna hagsældina, og hyggja að eina leiðin til þess sé samúð og sainvinna alls mannkyns. — Þessi stefna keinur frani í ýinsum mynd- uim. En alstaðar lítur hún björt- um auguin á llfið, og skoðar tilver- una með hlýrri samkend. Hún kemur fram í vísindum og heim- speki, svo að efniskenningin verður að þoka fyrir bjartsýnni skoðun- urn. Flestir náttúrufræðingar við- urkenna nú t.d., ao samheldni sé betra vopn í baráttuuni fyrir til- verunni, en blindur hnefi, og að sigurinn sé vísari þeim dýrum, sem vitur eru og samheldin — þó veik- ari séu sterkum sérgæðingum. Skáldin tala flest máli hinna und- irokuðu. Ný “rómantík” roeð hug- sæi og saimkend, breiðist út um heiminn (Selma Lagerlöf, Kipling. o. fl.), Trúarlífið befir einnig orðið snortið af þessari samúðaröldu. Nýja guðfræðin vill samrýma trúna nútímaþekkingu, og leggur mesta áherzlu á eftirbreytni frelsarans. Ótal félög hafa verið stofnuð af trúuðu fólki til líknarstarfsemi, og aldrei hefir áður þekst jafnstórt bræðrafélag æskumanna, sem K.F. U. M. Utan við trúarsviðið eru að efl- ast ýms alþjóðafélög til lfknar og þjóðheilla (t.d. Rauði krossinn og Templarar), og svo að segja í hverju þorpi eru líknarfélög bágstaddra. En merkastar eru þó þær breyting- ar, sem orðlið hafa í stjórnmálum og almennum féiagsmálum, og all- ar stefnur í samúðar- og samvinnu- áttina. Má þar nefna Jarðskatts- menn (Georgista), Jafnaðarmenn (Sósíalista), Stjórnleysingja (Anar- kista) og Samvinnufélaga (Co- operatista). Að vísu beita þessar stefnur nokkuð mismunandi aðferðum, reyna ýmsar leiðir, en allar götum- ar eru þó samhliða—-leið að sama takmarki. Allir vilja þeir gera þekkingu og veJmegun að almenn- ingseign—með aukinni samúð og samvinnu. Lífsskoðunin er hin sama, undistaða kenninganna er bjartsýnið; trúin á félagsdygðirn- ar gerir þá alla að samherjum, og andstæðingum samikepnismanna, sem telja eigingirnina aðaleinkunn mannsins og byggja á henni lífs- skoðun sína. Stjórnleysingjar era, ef til vill, bjartsýnastir, þar sem þeir hyggja að manneðlið sé svo gott, að allir mundu skipa sér í eðlilegan félags- skap, og lifa saman 1 eindrægni, óð- ar en valdokinu yrði létt af. Þeir vilja byggja alt að neðan, með frjálsum félagsskap. Jafnaðarmienn vilja, aftur á móti, byggja alt að ofan, og láta ríkið vera 'Uppiiaf alls. Jarðskattsmenn standa í raun og veru mitt milli þessara flokka. Þeir vilja gera nokkum hluta þjóðar- eignarinnar (jarðarleiguna) að rík- iseign; en láta hinn hlutann óháð- an ölluim lagahöftum og hömlum. En flestar af þessum stefnum eru nokkuð bráðlátar og hugsa sér að græða mannfélagsmeinin á tiltölu- lega stuttum tíma. Samvinnufélagsskapnum er þann veg farið, að hann hefir í upphafi þróast fyrir lífsnauðsyn smælingj- anna sjálfra. Hann vinnur að meinabótum í kyrþey, . hvar sem hann festir rætur, án þess að hugsa til skjótrar byltingar. Hann lofar engi gullöld f framtfð, heldur hæg- fara, raunhæfum endurbótum. En saínt sem áður er hann hiig- sjónastefna, samhliða hinuim fyr- nijtndu; bygð á saroa grundvelli— samúðinni, bjartsýninu og trúnnt á félagsdygðirnar. — Eg hefi nú hér að franian leib- ast við að sýna fram á, að flestar andlegar breytingar, sem fæðst hafa fyrir og eftir siðustu aldamót, byggja á þessum sania grundvelli. Og það er alls engin tilviijun. Þæt eru knúðar fram ■ af öfgum saim- kepniskenningarinnar og efnis- kenningarinnar, sem áður ríkti. Að vísu eru þær öfgakendar sjálíar, en seinni tíminn mun sverfa af þeim hornin, þegar þær hafa unn- ið hlutverk sitt. Allar þessar kennr ingar eiga saimúðina og trúna & samvinnuna saman. Má því nefna þessa stefnu 1 heikl sinni samvinnustefnu, og verður það gert hér á eftir. J. S. OKEYPIS! ? ÓKEYPIS! Smávöru-, Fræ- og Bókalistar með myndum. Nú tilbúinn til útsendingar—send ið oss nafn og áitun. ALVIN SALES CO. P.O. Box 56, Dept. H., Winnipeg. t-----------------' Hafiðiþérborgað Heimskringlu ? ------------------J canasa ÆTTIR ÞÚ AÐ BERJAST EÐA VINNA HEIMA ? I Hermála-yfirvöldin ráða því ekki, hvort þú verður að ganga í herinn eða sitja heima. Þetta atriði verður afráðið af undanþágn-dómstólunum, sem skip- aðir eru mönnnm sem ekki eru hermenn Ef þú vinnur landinu mest gagnmeð því að vera heima, þá verður þú kyr við atvinnu þína. Foreldrar þínir, eða mað- urinn,sem þú vinnurfyrir,getabeðið um að þú sért látinn vera þar kyr. Til þess, að beiðast undanþágn, þá tarðu á næsta pósthús, fyrir 10. nóvem- ber, og hafðn tal af póstmeistaranum. — Hann segjir þér hvað gera þarf. Gefið út af The MUltary Service Council. II

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.