Heimskringla - 01.11.1917, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.11.1917, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGL A WINNIPEG, I. NOV. 1917. Yfirlit síðustu viðburða Eftir síra F. J. Bergmann. Sigur Breta á Flandri. Næsta torvelt er að gera sér fulla grein þess, sem er að genast á Flandri, og ef til vill gerir enginn J>að til fulls fyrr en stríðið er út- kljáð. Samt sjá þeir, er um það hugsa, sem nú er að gerast, að samiherjar eru þar að vinna mikinn sigur. Sá sigur hefir þegar verið borinn saman við sigrurvinningam- ar við Marne og Verdun. J>að er brezki herinn, isem þar hefir sútt fram af mikiu kappi og með miklum árangri. Hann hefir hvað eftir annað gert áhlaup og f hvert skifti látið sér hepnast að ná töluverðum landskika af óvinun- um. Hann hefir hvað eftir annað lacmið á fylkingunum þýzku austur af Ypres, á fárra daga millibili. Hrver árás hefir verið hafin að morgni og enduð að kveldi. Eins og ástatt er, er eigi gjörlegt að halda áfram stöðugt, ,því hver árás kostar margra daga skothríð. Aldrei heíir í allri hernaðarsögu heimsins annar eins feikna skoteld- ur átt sér stað á nokkurum her- stöðrvum og nú á Flandri. Winston Churchill, sem nú er skotfæra ráð- herra á Englandi, hefir tekið fram, að Bretar hafi eytt hér um bil fjór- um sinnum eins miklum sprengi- kúlum og gert var í fyrra í bardag- anum við Somme. Þjóðverjar tala um þann feikna skoteld, er nýlega hefir átt sér stað, og kalla hann hvirfilbyls skoteld. Þeir kannast við þá feikna eyðingu, sem hann hefir í för með sér. Að morgni 4. okt. hófu Bretar geisilega árás á hæðadrög nokkur, sem ná frá Paschendaele til Ghelu- velt. Þótt hæðadrög 'þossi sé ekki há, eru þau álitin af hernaðarfróð- um mönnum að hafa fjarska mikla merkingu að því er til hernaðar- aðstöðu kemur. Flandur er flatneskja svo mikil, að hver smá-tilbreyting í iandslagi er miklu þýðingarmeiri, en álfka tilbreytingar annars staðar. Bret- um miðaði áfram þarna hér um bil mJlu vegar eða meira. Broodseinde- þorpið var algerlega af Þjóðverjum tekið. Brezku skotgrafirnar liggja nú yfir hæðadrög þessi. Af þeim hafa Bretar beztu iitsýn yfir fiæmsku slétiurnar austurundan. Þrjár þýzkar herdeildir, hver að lfkindum um 20,000 manns, sem þar var hrúgað saman til að gera árás gegn Bretum, lentu í brezka skot- eldinum og nálega gjöreyddust. Bretar tóku 4,446 manns til fanga í þesisarri einu atlögu, og voru af þvf 114 foringjar. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs höfðu Bretar tekið 51,435 þýzka fanga og 332 fallbyssur, af þeirri stórkostlegu gerð, sem nú tíðkast. Á saina tíma hafa Bretar mist 15,065 fanga. Leitast hafa Þjóðverjar samt 1 hvert skifti við að hefna sín með gag,n-atlö.gum. En þeir hafa engu til leiðar komið með þeim og tekið er eftir því, að þær eru að verða meira og meira máttvana, hvað sem til kemur. Upp á sfðkastið hafa miklar rign- ingar gengið á herstöðvunum og gert jörðina ófæra yfirferðar. Ákaf- inn í Bretum með að komast þama lengra áfram hefir þrátt fyrir regnið og forina verið svo mikill, að þeir hafa enga hvíld gefið Þjóðverjum, heldur simá-þokast áfraim. Hafa þær atlögur verið gerðar af Bret- um og Frökkum sameigimlega. Ávinningurinn við þetta, sem á- unnist hefir, er þegar mikill að þvf leyti, að lið samherja hefir nú þýzka herinn fram undan sér og getur virt hreyfingar hans fyrir sér á hverjum degi. Þar næst er hann í því fólginn, að herstöðvar Þjóð- verja á strönd Belgíu em nú í nokkuð meiri hættu en áður. Nú þegar þetta er ritað (22. okt.) er Haig, foringi Breta, enn að gera nýja atlögu með feikna mikilli Bkothríð genginni á undan, sem þegar hefir varað nokkura daga. Virðist atlaga þessi ætia að hepn- ast líkt og hinar fyrri. Þjóðverjar taka eyjarnar rúss- nesku f Eystrasalti. Menn munu minnast þess, er sagt var um uppreist á þýzku herskip- unum fyrir skemstu. Það er al- ment álitið, að Þjóðverjar hafl við það sannfærst um, að heppi- legram yndi fyrir þá að gefa her- skipaflota sínum eitthvað að gera, ef vel ætti að fara. Aðgerðaleysi hefir ávalt reynst heraganum hættulegt, þegar eins stendur á. þegar eins stendur á. Enda brá svo við, að mikill hluti þýzka herflotans er sendur inn í Eystrasalt og hefir verið að leggja undir sig rússnesku eyjarnar þar. Herskipafloti Rússa hefir þar léit- ast við að veita viðnám, en átti örðugt með, þar sem hann er alger- 1 'VIA "" " ■!■»!"«1— lega minni máttar, og lakast, að skipin eru gömul og úrelt, og fall- byssur þeirra bera svo skamt, að skot þeirra ná ekki þýzku her- skipunum. Nú þegar eru Þjóðverjar búnir að taka eyjamar Eysýslu (ösel) og Dagey, sem liggja fyrir mynni Riga- flóans, og fleiri smáeyjar. Ætti ís- lendingum að vera eyjan Eysýsla mlnnisstæð, þvf þar segir Njála frá baráttu þeirra Gunnars frá Hlíðar- enda og Kolskeggs bróður hans við þá víkingana, Hallgrím og Koi- ökegg. Þar fær Gunnar atgeirinn, sem fylgdi honum til dauðadags, en Kolskeggur bróðir hans saxið. Herskipin, sem Þjóðverjar hafa haft til að framkvæma þetta, voru ekki færri en 90 að tölu. í þeim hópi voru 8 bryndrekar af allra stærstu gerð (Dreadnaughts). Með herskipum þessum var ekki lengi verið að gera landvirkin að engu og í skjóli þeirra var herliði all- miklu skotið á land og Arensborg, stærsta borgin á eyjum þessum, tekin. Eyjarnar miklu, Eysýsla og Dag- ey, liggja eins og þegar er sagt í mynni Riga-flóans. Dagey nær því sem næst upp að mynni finska fló- ans, hinnar rni'klu vatnaleiðar milli Finnlands og Estlands austur til Pétunsborgar. En helzta vígi Pét- uréborg til varnar er Krónstadt, sem liggur á lítilli eyju, 20 niflur frá ihöfuðborg Rússa. Dagey heyrir til fylkinu Estlandi. Bn Eysýsla telst til fylkisins Líf- iands. Dagey liggur hér um bil 200 mflur vestur aí Pétursborg og Eysýsla 100 mílur norður af Riga, Það er einungis mjótt sund milli eyja þessarra, sem báðar eru stórar. Eysýsla er 45 mílna löng og er 1010 fermílur að stærð. Á eynni voru um 60,000 íbúar. Aðalborgin er Arensborg, og iiggur ihún á suð- austurströnd eyjarinnar. Þar eru taldir 4,600 íbúar. Bærinn Rafali (Reval), sem Njála líka nefnir, er einn af helztu hafn- arstöðum Eystrasaits - fylkjanna. Þar eru sigjingar miklar og þar er herskipalægi. í bæ þessum eru um 65,000 fbúa. Liggur hann í fýlkinu Bstlandi við finska flóann, gegnt Helsingfors, höfuðborg Finna. Fiá bæ þessum er sagt að Rússiar hafi þegar flúið. Eftir sænskum kaupsýslumanni er haft, isem er kunnugur vel á Þýzkalandi, að járnlbrautirn'ar þýzku hafi um undanfarinn tíma verið í óða önn með að flytja her- lið, hernaðargögn og vistir austur eftir, og hafi öilum flutningi öðr- um verið neitað síðustu þrjár vikur. Þykir þetta alt benda á, að bæði sé /hægt við því að búast, að þjóð- verjar ráðist til landgöngu á Finn- landi, og eins hitt, að þeim sé ekk- ert minna í hug en að halda bein- leiðis til Pétursborgar. Sagt er, að Rúosar sé nú þegar búnir að flytja stjórn landsins frá Pétursborg til Moskva. Og fjöldi fóiks er að flytj- ast frá höfuðborginni af ótta fyrir Þjóðverjum. Lengi hefir verið um það talað, að flytja aðsetur stjórnarinnar frá Pétursborg. Þar varð stjórnarfoylt- ingin og þar eru mörg sár ógróin enn og heilmargir of.safengnir bytt- ingamenn, sem stöðugt eru að vinna bráðafoirgðarstjórninni alis konar ógagn með offrekju sinni. Menn álíta þvf, að bráðabirgða- stjórnin hafi orðið fegin að fá þá á- stæðu, sem árás Þjóðverja á norð- urherstöðvunum gefur, til að færa stjórnaraðsetrið til Moskva, sem liggur í miðju landi, og er frá því sjónarmiði mikið hentugri höfuð- 1 M' -.lím'in..- ■' ..11.1....- staður. Það hafi verið miklu frem- ur sökum þess, en sakir þeirrar hættu, sem Pétursborg er í. Flestum kemur saman um, að mjög ólíklegt sé, að Þjóðverjar hugsi til að vaða svo langt inn í land með mikinn her og eiga þar að sjá honum fyrir öliu. Spor Napóleons eru lfkleg til að hræða. Býsna dýr hefir þessi ánægja orð- ið Þjóðverjum. Ein fimtón eða sextán herskip, stór og smá, hefir Rússum tekist að lama svo fyrir þeim, að þau urðu að gefaist upp, hvað isem um þau ihefir orðið. 1 þeim hópi voru tveir bryndrekar, Dreadnaughts, eitt beitiskip, tólf tundursnekkjur og eitt flutnings- skip, sem urðu óvígfær í RigafJó- anum í bardaganum kring um eyj- arnar. Ekki víta menn hvað um þau skip hefir orðið, segir rúss- neska sjóliðsstjórnin. Um sex þýzku tundursnekkjurnar vita menn, að þær sukku í skothríð- inni. Rússar mistu bardagaskipið Slava og stóra tundursnekkju. Um tfma lelt svo út, sem Þjóð- verjar myndi afkróa rússneska flotann f Máneyjarsundi. En það varð ekki af. Rússum tók'st að losast úr þeim kvíum. Þegar tillit er til þess tekið, að Þjóðverjar mistu að minsta kosti fjögur Zeppelin toftskip, er send voru til Englands, en viltuist f þoku á Frakklandi, hefir síðastliðin vika orðið þeim býsna dýr. Kerensky, sem enn situr uppi með öll æðstu vöJd á Rússlandi, hefir verið veilcur um hríð og leg- ið rúmfastur. Það sem að honum gengur er nýrnatæring, eftir því sem sagt er. Hann hefir samt kom- ist á fætur aftur og vitjað um her- inn á norður vígstöðvunum ná- lægt Riga. Aftur kom hann úr þeirri ferð og talaði um voðann, sem yfir þjóðinni vofði, af miklu viti og mestu stillingu. Ekki áleit hann þó bráða nauðsyn til þess bera, að yfirgefa Pétursfoorg, en bezt væri að gera það smám saman, án nokkurs fiausturs. Sagði hann, að imótlætið og hættan ætti að verða hverju rússnesku manns- CANADA HVAÐ ÞÚ VERÐUR AÐ GJÖRA Þegar læknirinn segjir að þú sért tær um að ganga í herinn,getur þúbeðið um undanþágu, ef þú álitur að þú ættir ekki að fara. Einnig geta foreldrar þínir beðið um undanþágu fyrir þig. Hinir lögskipuðu undanþágu-dóm- stólar í þínu héraði, skera úr því, hvort að þú ferð eða verður kyr heima. Eftir að þú hefir gengið undir lækn- is skoðun, skaltu fara á næsta pósthús og spyrja póstmeistarann þar, hvað þú þurfir að gera næst. IfP Ef þú gengur ekki í herinn eða beið- ist undanþágu, fyrir 10. Nóvember,verð- ur þú að sæta þungri hegningu. Gefið út af The MiUtary Service Council. Ljómandi Fallegar Silkipj ötlur. tU að foú» til úr rúmábreiður — "Craxy Patohwork". — Stórt úrrtó af stórum silkiiaíklippum, hent\w ar í ábreiður, kodda, seasur og fl. —Stór “pakki” á 25c., fimm fyrir $L PEOPLE’S SPECIALTIES CO. Dept. 17. P.O. Bo* 1836 WINNIPEG TH. JOHNSON, Ormakari og Gullsmiður Selur giftingaleyfisbréf. Bérstakt athyfll veitt pöntunum og vi'ðffjörtJum útan af landi. 248 Main St. - Phon* M. 6808 íd. Bw.m.B H. O. HlnrtkMon J. J. SWANSON & CO. rASTBiexAtAua m ».■!>«• nlMw. TnUtml M.ln IMT Cor. P.rtnr. ui Onrry. Wlnnln.s MARKET HOTEL 1M Prlnr mn Stm.t & Bótl mnrknklnam B»tn Tlnfðnc, Tlndlnr o* nk- hlynln* *ó*. l.l.nkur T.ltlnan- mnllur N. Hnlldóra.on. l.ikb.ln- lr I.I.ndlncum. P. O'COTMEL, Blfttdl Wlmlptc Arnl Anderson X. P. Onrlnnd GARLAND & ANDERSON LðGFRÆÐINQAA Phon. Hnln IKSl M1 ílectrit Rnilwny Ohnmbar*. Tnlsfml: Maln 5302. Dr. J. G. Snidal TANNLÆKNIR. «14 SOMEH&ET BLK. Portnya Avenue. WINNIPBG Dr. G. J. Gis/ason Phjslclaa a>4 Sargeoa •A.thytli veitt Aufna, Kyrna og Kverka Sjúkdómum. Asamt lnnvortls sjúkdómum og upp- skuröi. 18 Sostk Srd StM Graa4 Forta, If.D. Dr. J. Stefánsson 4.1 BOTD BIJII.niBfG Hornl Portny. At*. ec Bdmonton at. Stundar elncðnyu auyna, eyrnn, nef o* kvorka-sjúkdóma. Br a* klttn frA kl. 10 tll 12 f.h. o( kl. 2 tll C e.h. Phone: Main 3088. Helmlll: 105 OllTtn St. Tnle. Q. 2216 * 4 Vér hðfum fullnr blr*Slr hreln- f uetu lyfja og metfala. Komik Á meJ lyfseBla ytJar hlnyak, yér f yerum meHuIfn nákvemleia eftir A ávísan læknislna. Vér ainnum V utansvetta pöntunum o* sellum Á klftlnsaleyfl. : : : " COLCLEUGH & CO. $ Notrr Damr A Skerkraoke Sta. Phone Garry 2690—2691 A. S. BARDAL selur lfkktstur og annast um dt- farlr. Allur útbúnakur sá bestl. Ennfremur selur hann nllskonar mlnnlsrarCa og leystetna. : : ■12 SHERBROOKB ST. Phone G. 2162 WIHNIPHG AGRIP AF REGLUGJÖRÐ ua heimilixréttarlönd í Caaada «f Nor^Testarlandba. ui.uur sem er la ara, sem var tu þeyn f byrjun strfSslns og heflr v., þatf sfhan, e8a sem er þeyn Bandaþjé úháhrar þjðdar, yetur tek¥. heimtlisrétt á fjúrVunc úr sectlon af 6 teknu stjúrnarlandl í Manitoba, Has katchewan eöa Alberta. Umsmkjand verhur sjálfur ah koma á landskrtf stofu stjórnarinnar eöa undlrskrtfstod hennar f þvf héraOi. 1 umbofll annan má taka land undir Tissum skllyrOnm Skyfdur: Sex mánaSa ibúS og rsektúi landsins af hverju af þremur árum. 1 Tlssum héruCum (etur hver land- nemi tenglV forkaupsrétt i. fjórk- ungrl sectionar met fram landl sinn. Verh: $3.00 fyrlr hverja ekru. Skyldur: Sox mánaOa AbúTi á hverju htnnn nœstu þrlBKja ára eftlr hann heftar hlotiO eisnarbréf fyrir helmlllsréttar- landl sinu o* auk þess rsektaS M ekrur á hlnu selnna landi. Forkaupe- réttar bréf getur landneml fenclO un lelh og hann feer helmlllsréttarbréfiv, en þó meb vlssum^kllyrUum._______________ Lanðnemi, sem fen(i8 h.flr helmllte- réttarland, en getur ekkl fen*18 for- kaupsrétt, (pre-emptlon), getur keypt heimllisréttarland I vlesum héruOum. Verh: $3.00 ekran. VerOur ah búa á landlnu sex mánuVI af hverju af þrem- ur árum, rœkta 60 ekrur og byryja húe sem sé $300.00 vlrhi. Þelr sem liafa skrlfaB sl* fyrlr helm- lllsréttarlandl, geta unntO landbúnaB- arvlnnu bjá bœndum I Canada árM 1917 og timl sá relknast sem skyldn- tfml á landl þetrra, undlr vhaum akll- yrOum. Þegar stjórnarlðnd eru augiyst ett* tllkynt \ annan hátt, geta helmkomncr hermenn, sem verlð hafa I herþjónuetu erlendls og fenylð hafa helðarlekh lausn, fenrlð elns dngs forranrsrétt til að skrifa slg fyrlr heimlllsréttar- landi á landskrlfstofu héraðslns (eo> ekki á undirekrlfstofu). Lauanarbréf verður hann aTS geta sýnt skrlfstofu- stjóranum. W. W. CORI, Deputy Mlnlster of Intertor. BIÖU. sem flytja aaflfilMT þesnn I helmUlsleysl, fá oncá horyUn fyrlr.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.