Heimskringla - 29.11.1917, Side 5

Heimskringla - 29.11.1917, Side 5
5. BLAÐSIÐA WINNIPEG, 29. NTV. 1917 HEIMSKRINGLA Til kaupenda Heimskringlu: Haustið er uppskerutími Heimskringlu, — Undir kaupendum hennar er það komið hvernig “útkoman” verður. Viljum vér því biðja þá, er ekki hafa allareiðu greitt andvirði blaðsins, að muna nú eftir oss á þessu hausti Sérstaklega viljum vér biðja þá, sem skulda oss fyrir fleiri undanfarin ár, að láta nú ekki bregðast að minka þær skuldir. Oss munar um, þó lítið komi frá hverjum—því “safnast þegar saman kemur”. — Kaupendum á þeim stöðvum sem vér ekki höfum innheimtumenn í, erum vérum þetta leyti að senda reikninga. Vonum vér að þeim verði vel tekið.—Sé nokkuð athugavert við reikn- inga vora, erum vér reiðubúnir að lagfæra það. Alt af eykst útgáfukostnaður blaðsins. — Munið að borga fyrir Heimskringlu á þessu hausti. S. D. B. STEPHANSSON. Samt sem áííur Jinst mér þau kvæðin bezt f þessu nýja safni, þar sem yrkisefni er nokkuð ákveðnara. Er það ef til vill sökum þess, bve hugur minn er efnisbundinn, og eg óvanur loftsiglingum. Hann yrkir um daginn og segir meðal annars: 3>að fylgir sigur sverði göfugs manns, er sannleiksþráin undir rendur gedur ©g f reisksást í djarfri drenglund elur, það drepur enginn beztu vonir hans: hann veit, þótt sjálfur hnígi hann í val, að hugsjónin hans fagra lifa skal. Ekki ber hann Yestur-íslending- um illa söguna, og ætti þeir að muna með því að veita bók þess- arri góðar viðtökur. Skáldið kann- ast við: ----------endurborinn á þar aðal móðir vor í góðum sonuim, þar frjáls og djört í drengskap hjörtun slá, seon drýgja orku’ en treysta’ ei hvikum vonmn. f nafni hennar þakka’ eg rækt og rögg og rétta sonanhönd í verki og orði. Eg veit þér bæruð fyrst af henni högg, ef harðbýl áþján leik hér sæi’á borði. I*á er kvæði hans um kirkjuna gott. Guðmundur er trúhneigður maður, ineð lotningu íyrir hinu sanna og göfuga, hvar sem hann verður þess var, og eitt af því, sem honum er til foráttu fundið, er það að hanri þræði of mjög alfaravegu. Samt er hann langt frá að vera nokkur kreddukrefetingur. Svo mikið er víst. þeirra manna, sem nú eru uppi. Ekki vil eg heyra, að amast sé við Guðmundi. Yér höfum sízt efni á þvl. I>að er líkast þvf, að amast við sunnanvindinum. þegar blær- inn strýkur mýkst um vangann og mestur yiiur er í honum. Er ekki nóg af kaldrænunni samt f Menzku loftslagi? Bókin fæst til kaups hjá Finni Jónssyni. * 46. Lúter um Þýzkaland. Vér höfum lifað þenna mánuð undir merki Lúters um leið og vér höfum lifað undir áfagnaðanmerki Styrjaldarinnar. Margur mun hafa spurt sjálfan sig: Hvað skyldi Lúter gamli hafa sagt, ef hann hefði verið uppi nú og haft þá út- sýn yfir iífið, sem nútíðarmaðurinn hefir? Orðiaus hefði hann ekki verið, það eitt er víst. l>ví orð átti hann svo að segja um hverja hreyfingu og hver litbrigði lífsinis, er samtfð hans lifði. Alt sem fram fór fjær eða nær, varð honum að umhugs- unarefni| og umræðuefni, ef svo bar undir. Til eru ummiæli eftir hann í borð- ræðum hans um Þýzkaland, sem á þessum tfmum eru næsta eftirtekt- arverð, og rakst eg á þau um það leyti, sem eg var að taka saman er- indi það, er eg flutti um hann 31. okt. Þau eru á þessa leið: “Drottinn fer með þjóðir eins og eg fer með gamla og fúna liimagirð- ingu. Eg reiti hana upp og gróð- urset aðra í stað hennar. Einu sinni fyr á tímum var Þýzkaland fagurt land og göfugt. En það átti bráðlega að vera um það sagt. Fuit Ilium—Ilionsborg er búin að vera. Opnið þið kirkjuna upp á gátt í öllurn hamingju bænum! Sjá kreddurnar fölvar sem liðið lík á lausnarans ásjónu skyggja, þær skipa sér umhverfis altarisbrík og út þaðan ljótsi byggja. Og hráslaga dragsúg um hvelfing og kór í Ihálfrökkri frá þeim leggur,— »eð helbrostin augu, starandi, stór, þær standa þar eins og veggur. Ef frumkveðum veraidar framsókn að og framförum lof vér gjöldum —á guðfræðin ein að standa í stað sem steintröll frá liðnum öldum? Sem ljósperla djúpt í gulldjásn greypt í guðfræði trúin skal lýsa f eidinum guðmóðsins glóskfrð og steypt, í igjallþró skal soranum vísa. Eftirmæiin í bók þessarri eru gullfaileg flest, svo höfundinum er sómi að. Þar tekst honum oft að láta orðin falla svo fast utan um hugsanir sínar, að öðrum tekst þar naumast betur. Eftirmælin eft- fr Björn heitinn Jónsison ráðherra bera af, enda var efnið gott. Sú mynd, er hann þar hefir dregið upp af þeim ágæta forvígismanni þjóð- ar vorrar, mun lengi lifa, hún er svo eönn og hver dráttur skýr. Stórhuga, geiglaus stóð hann fast ó velli, sterkur og fremstur jafnt til sókna’ og varna, hugsjónum trúr og tryggur hélt hann velli til þess að rétta bluta landsins barna, rökifimur, skýr í riti, snjali f svör- um, röggsamur þó að orkan væri á förum. íslenzkra jökla íhátign yfir hvarmi heiðrík og stórfeld lýsti’ af enni og brúnum; logandi eldur byltist dýpst f barmi, bjarmanum sló á fjölda’ af huldum rúnum. Harðfylginn var hann hverju réttu máli, hjartað hans mótað gull f kær- leiks báli. Þótt Guðm. Guðmundsson hefði ekbert ort nema þetta, hefði nafn hans orðið uppi, fyrir að hafa lýst svo rétt einum allra bezta og mesta mannf, sem uppi hefir verið með þessarri kynslóð. Margt fleira gæti verið um bók- ina að segja. Þeir sem hana nota til jólaiosturs, fylla huga sinn fögr- um og yndislegum hugsunum og heyra um leið þann íslending tala, sem ef til vill á þýðast tungutak “Tacitus lýsir forn-Þýzkalandi mæta vel. Hann hrósar forn- þjóðverjum lyrir orðheldni. í því efni tóku þeir öllum þjóðum öðr- um fram. “f fomöld stóð Þýzkaland sig vel. En nú hefir þjóðin látið dygðirnar dvfna. Hún er orðin hrottaleg, stærilát og óskammfeilin. “Þýzbaland er iíkast góðum og fögrulm hesti, vel öldum. En góðan reiðmann vantar. Þýzkaland er auðugt, voldugt, og ágætt land. “En það brestur illilega góðan höfuðsmann og stjórnara. “Eg hugsa oft uin það með hug- arkvöl, hve ailgerlega Þýzkaland hafnar öllu réttu ráðlagl í þessit tilliti.” Eg hafði gaman af, er eg rakst á þessi umrnæli Lúters um landið, sem hann unni svo heitt og átti svo mikinn þátt 1 að gera frægt. Mér fundust þau eiga ekkert síður við það Þýzkaland, sem heiminum er nú að verða betur kunnugt en nokkuru sinni áður í mannkyns- sögunni, en það Þýzkaland, «sem Lúter þekti og hafði f huga, er hann lét sér rata orð þessi af munni. Hve ólíkur Lúter tutuguistu ald- ar hefði orðið nafna sínum á sextándu öld. Hvílíkur leiðtogi frjálsmannlegra hugsjóna í lýðfrels- isáttina hann hefði nú orðið. Hve hann myndi nú lesa hervald- inu hattinn fullan fyrir hryðju- verkin og mannúðarleysið, eins og hann tautaði yfir sams konar at- hæfi á tímum bændauppreistar- innar þá. -------o------ Dánarfregn. Þann 16. júlf síðastliðinn andað- ist á “Boyal Jubilee” sjúkrahús- inu hér f bænum, húsfreyja Helga Sæmundson, eiginkona ólafs Hall- dórssonar Sæmundsons að 1418 Pembroke str. hér í bænum; hún var jörðuð tvcimur dögum síðar í “Boss Bay” kirkjugarðinum. Helga sál. lá lengi all-þungt hald- in, og munu veikindi hennar og dauði hafa stafað af vondri byltu, er hún hafði nýlega orðið fyrir, — samfara elli-lasleika, því hún var orðin háöldruð kona. Foreldrar Helgu sál. voru þau hjónin Árni Magnússon og Margrét Þorkefedóttir, sem lengi bjuggu í Brautarholti á Kjalárnesi f Gull- bringusýslu á íslandi,—hvar Helga fæddist þ. 25. ágúst 1846. Systir Helgu var Halldóra, kona Eiríks Ásmundssonar, sem bjó í Grjótá í Beykjavík, móðir Áma kaupmanns Eiríkssonar í Beykja- vík.—Bróðfr Helgu, sem Þorkell hét, dó hér, mjög gamall og hrum- ur, að heimili hennar og ólafs, fyr- ir allmörgum árurn síðan. Helga var tvfgift. Fyrri maður hennar hét Bjarni Eiríkssom, ætt- aður frá Læk í Melasveit í Borgar- fjarðarsýslu, og bjuggu þau f Beykjavík. Þeim varð þriggja barna auðið, af hverjum tvö dóu f æsku, en eitt lifir, stúlka, Alríður að nafni. Helga misti mann sinn heima á íslandi árið 1882, en flutti til Vesturheims með Alríði dóttur sinni, þá 9 ára að aldri, fjórum ár- um síðar (1886). í þrjú ár' vann hún, fyrir sér og dóttur sinni í Win- nipeg, eða þar til þann 23. júlí 1889, að hún giftfet eftiriifandi manni sínum, ólafi Halldórssyni, ættuð- um úr Borgarfjarðarsýslu, — sem fluzt hafði vestur um haf árinu áð- ur (1888). Árið 1890 fluttu þau vest- ur til Seattle, Wash., og bjuggu þar eitt ár, en fluttu svo hingað til bæj- arins 1891, og hafa búið hér æ síðan, Aflrfður, dóttir Helgu, giftist hér í bænum ,þ. 26. maí 1897, enskum manni, Joseph Henry Griffitbs að nafni, og búa þau hér, hvar hann hefir lengi verið í þjónustu fylkfe- stjórnarinnar. Þau hjónin hafa eignast sex mannvænleg börn, og er elzti sonur þeirra, Leonard Glad- stone Griffiths, nú 19 ára, en hefir þó verið í hernum í rúm tvö ár, og hefi eg minst á ihann í “Heimskr.” áður. Hann er nú búinn að vera f rúmt ár á Frakklandi, hefir særst nokkuð einu sinni, en er nú orðinh vígfær aftur. Helga sáL var mikil þrifnaðar- og dugnaðar-kona, gestrisin — eins og maður hennar—, greind og fróð um marga hlutl, enda keyptu þau hjónin mikið af íslenzkum bókum. Ólafur hefir einnig verið hinn mesti hraustleika- og dugnaðar-maður og var því heimill þeirra æ hið mynd- arlegasta. Þeim ólafi og Helgu varð ekki barna auðið, og er því missir hans og einstæðingsskapur því tilfinn- anlegri, oinkum þar sem hann er nú orðinn gamall maður—kominn á áttræðisaldurinn, og því eðlilega farinn að láta ásjá, eftir svo langt og strangt æffetarf. — Þó má þvf ekki gleyma,—og það er mikil raunabót—, að hin myndarlega stjúpdóttir hans, Mrs. Griffiths, mun aðstoða hann, í ellinni, eftir beztu föngum. Victoria, B.C., 9. nóv. 1917. J. Asgeir J. Líndal. Islenzkt fé á Grænlandi Haustið 1915 voru fluttar 200 ær, 2 hestar og fjárhundur til Græn- lands. Þessi tveggja ára reynsla er þannig, að fyrri veturinn 1915—1916 gekk tfé að mestu leyti úti, en síð- astliðinn vetur getur naumast heit- ið að fé hafi komið f hús. Fyrri veturinn var á að gizka meðal vet- ur, en síðastliðinn vetur var sérlega góður. Þannig var snjólaust um alt Græinland fram í marzmánuð. Þá kom snjófall um alt Grænland, eni á Suður-Grænlandi var þá kom- ið vor og sumarhiti, svo að snjóinn leysti næsta fljótt. Oa. 40 ára veðurathuganir á Græn- landi sýna, að þar eru mjög tíð logn og heiðríkjur. Þar koma þó að ihaustinu, en þó einkum að vetr- inum, hvassir stormar. Það eru ýmist suðvestan vindar, sem blásið hafa yfir golfstrauminn í Davis- sundinu, cru heitir líkt og íslenzkir vestanvindar og fylgir þeim mikið regn, eða það eru iheitir og mjög þurrir austanvindar, sem hafa hitnað og þornað af því að blása yfir grænflenzka liálendið. Þessir vindar eru tíðastir á Suður-Græn- landi, en á Norður-Grænlandi fá staðviðrin meiri yfirhönd. Á Vest- ur-Grænlandi fellur ekki snjór nema af norð-vestlægri átt, og verð- ur snjófallið mest á útkjálkum, en margfalt minna f dölunum inni f landinu. Fyrir fjárræktartilrauninni á Grænlandi stendur danskur mað- ur. Féð var keypt f Skagafirði og Eyjafirði, rekið suður til Beykja- víkur um sumarið 1915 og þaðan flufct sjóveg til Júlíönuvonar, sem er yzt á útkjálka einum í Eystri- bygð á Grænlandi. Þar höfðu ver- ið gerð hús handa fénu og safnað saman ofurlitlu af heyi. í Júlíönu- von er gott að sitja íyrir fjármann- inn, því að þar er dálítið þorp, en á þessum stað er nær ómögulegt að safna neinna heyja, vegna þess hve landið er grýtt og on’gjalaust. Þar eru og engin forn-íslenzk tún til að | slá, því á þessum s!að var engin bygð til forna, enda eru margfalt betri landbúnaðarskilyrði inni i dölum. Þar gekk fé í þúsunda tali úti til forna. Sanna það bæði rann- sóknir í hinum fornu rústum, svo og gömul heimildarrit. Inni í döl- unum eru og sögð mikil engja- lönd.—lsafold. -------o-------- Kvörtun og þakkir. EiDdur fyrir löngu var Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni sent kvæði til birtingar í Lögbergi. S'.vöi rit- stjórinn mér frá þessu kvað þetta vera lofkvæði ti mín. — Kvæði þetta hefir átt að koma í blaðinu í síðast liðna fjóra mán- uði, en er ókomið enn. Það er lfkt með það og hroppsómaga, sr n eng- Inn vfll hafa og verð r. úti á 1 flækingi. — Þakka eg höfundinum innilega fyrir kvæðið, þó eg fái ef til vill aldrei að sjá það. Eg fékk að lfta á hornið að bréfi því, er hann skrifaði ritstjóra Lögbergs og sá þar, að hanm er sannur son- ur Islands og ber hlýjan hug í garð alls, sem fslenzkt er. Einnig þakka eg Lögbergi fyrir að bera kvæðið mibt “Hrópið”, en handrit- ið hefir verið mjög illa lesið og breytingar gerðar á kvæðinu mjög til hins verra, og hlýt eg því að biðja um endurprentun á þvi. — Vona eg að þessi beiðni mín verði tekin til greina. R. J. Davidson. Landbúnaðarframfarir á Englandi. Allar þjóðir hafa nú á ófriðartfm- unum neyðst til þess að snúa at- hygli sinni að landbúnaðinum. Englendingar eru að auka hann lijá sér f stórum stfi síðan aðflutn- ingshindrun kafbátanna fór að sverfa að þeim. Flatarmál ræktaðs iands hjá þeim var fyrir stríðið 10 miljónir ekra, en. nú á að stækka það upp í 14 miljónir e(kra, og er það þá orðið jafnstórt og það var fyrir 40 árum, en þá voru Englend- ingar iandbúnaðarþjóð. Þetta mitola ræktunarverk er byrjað með kappi og á að komast f kring á einu ári. Frá byfjun ófrið- arins hefir ræktaða svæðið þegar verið stækkað um 700 þús. ekrur og er það svæði alt notað nú í ár und- ir umsjón stjórnarinnar. Ekki lít> inn þátt í framleiðslunni eiga um 500 þús. húsamannaheimili, og hefir tala þeirra aukist um 300 pct. Þá eru garðaeigendurnir, sem hafa tekið til matjurtaræktunar svæði þar sem áður voru blómsturbeð og grasfletir. Hve miklu framleiðsla þeirra nemur, er ekki hægt að segja með vissu. En þéssi aðferð er al- menn og hlýtur að auðga að mikl- um mun matvöruframleiðsluna. Næsta ár mun landbúnaðarfram- leiðsla Englands verða eins há og hún hefir verið nokkru sinni áður, eða eins há og hún var fyrir 40 ár- urn, en þá fullnægði hún í flestum greinum þörfumi landsmanna án innflutnings. Það er sagt, að stækk- un hin ræktaða lands heimti auk- inri vinn'ukraft handa landbúnað- inum, er nemur 100 þús. manna. Uppdrættir eru gerðir af öllu land- inu í þarfir þessa ræktunarfyrir- tækis,"og svo er sagt fyrir um þáð, hverjir blettir skuli ræktast og hvað skuli rækta á hverjum stað. Stjórnin skuldbindur sig til þess að sjá fyrir hestum til vinnunnar. Annars verða allskonar vinnuvélar mjög notaðar, og stjórnin leggur til menn, sem stjórna þeim. Alt verður unnið eftir föstum reglum. Áburðarofni eiga að flytjast að frá öðrum heimsálfum. Þetta sýnir fyrirtækið í stórum dráttum, en bak við það stendur öll enska þjóðin. Danskt blað, sem frá þessu skýrir, segir að’þetta ræktunarfyrirtæki Englendinga muni draga ekki Mtið úr markaðin- um fyrir danskar landbúnaðaraf- urðir í Englandi, og að hyggilegt væri fyrir Dani að gefa gætur að því tíma_Lögrétta. Nefið Stíflað afKvefi eða Catarrh? REYNIÐ ÞETTA! Sendu cftir Breath-o-Tol In- haler, minsta og einfaldasta áhaldi, sem búið er tiL Set+u eitt lyfblandað hylki, — lagt til með áhaldinu — f hvern bollana, ýttu svo bollanum upp í nasir þér og andfærin opnast alveg upp, höfuðið frískast og þú andar frjálst og reglulega. Þú losast við ræskingar og nefstiflu, nasa hor, höfuð- verk, þurk—erígin andköf á næturnar, því Breath-o-Tol tollir dag og nótt og dettur ekki burtu. Innhaler og 50 lyfblönduð hulstur send póstfrftt fyrir $1.50. — 10 daga reynsla; pen- ingum skilað aftur, ef þér er- uð ekki ánægðir. Bæklingur 602 ÓKEYPIS Fljót afgreiðsla ábyrgst. Alvin Sales Co. P. O. Boz 62—Dept. 502 WINNIPEG, MAN. Búið tU af BREATHO TOL OO’Y Suite 502, 1309 Arch Street, Philadelphia, Pa. Séra Jónas Jónasson sagnaskáld, fór alfarinn af Akur- eyri með fjölskyldu sinni um mið- jan september í haust og settist að á Útskálum lijá séra Friðriki syni sínum. “Akureyrarbæ er miikill missir að séra Jónasi,” segir Norð- urland frá 20. sept. “Hann hefir svo Oft brugðið kindli sínum yfir efn- isliyggju fjöldans, að kunnugt var orðið, að hann réði yfir þeim vita, er gat varpað ijósgeislum langt og vfðs vegar.” Akureyringar ætluðu að halda honum kveðjusamsæti og fólki hans, en úr því varð ekki vegna þess, að hann var ekki heill heilsu. Hefir hann verið 32 ár f héraðinu, jrar af síðasta áratuginn, eða þar um bil, á Akureyri. Séra Matth. Jochumisson kvaddi þau hjónin með kvæði, sem þetta er upphaf að: “Heiðruðu hjón, sem héðan tfarið fátæk af forða 1 fjár og heilsu: Auðugri ykkur af öllu góðu fluttust fá hjón úr firði þessum.” (Lögrj.). ------o--------- STÖKTTR. Skyldi nokkur éta vilja súpuna sanga, soðna niður lengst íram á óþrita- tanga? Lögberg hefir traustið á Laurier og Manga, en lfkblæjumar dökku þó yfir þeim hanga. Svika mörgu þroskuðu eplin nú anga, á aldinviðum mælskunnar tæflandi hanga; þeim skal út í almenning óvita pranga— til útbýtingar fengu og leigðu þetr Manga. Gjörði ’ann áður riokkru sinni rétta hlið ranga? Reyni enginn neitt til að hnýta i Manga; en leggi hann út frá Lögberginga Lauriers tanga, leið og ströng mun verða honum síðasta ganga. Atkvæðin hann ölhi heldur fýsir að fanga; fer á Gránu móðri, því ekki skal ganga; leggur út á Gak Foint og Lundar, út þangað við Laurierites og bændadætur verður nú mangað. J. G. G. BRUNI. HúsiS var afskekt, — ilt aS leigja, En á sköttum var lítil sveigja. Bölvans árferði á alla lund. Þetta var gisinn gargans hjallur, gluggaskældur og dyrahallur, rottukastali og rakadallur. Kjallarans ætt var ilt aS þola, og efsta loftiS var "spólu” hola; stopul afgjöld, en stöSugt þrusk. MiSlofts-ágóSann árinn hirSi: Uppgjafa-sýsli, landsins byrSi, sem engum borgaSi eyrisvirSi. Eflaust vefengja enginn þyrSi aS eigandans neyS var jötunbyrSi. Fjármálaskorti og ráSlaust rangl, ÞaS varS tunglskin í tómlætinu, er tók Kann fyrst eftir snjallræSinu, andvökunótt í náttmyrkrinu. Honum virtist sem "vátryggingin” vildi ólm aS þau “settu upp hringinn”. Hún var brosandi og hneigSi ,sig: "Komdu nú burt frá þrautum þínum, þigSu af mér staup af lánsins vínum; svalaSu þér á sjóSum mínum.” Þá var lagt út í laumuspi'iS; lýsi jóSlaS um neSsta þiliS. -- Nú kom svitinn og hik og hlé. Aumkvun hjalaSi’ um hugarranninn aS hart væri aS leika suma þanninn. Þótt syndlaust væri viS sýslumanuinn. “En þaS er nú svona, guS minn góSur, eg get ekki þolaS klafa’ og tjóSur, skuldir, refjar og rottugang. Slepp eg ekki’ inn englaskara, þótt altsaman hyskiS láti’ eg fara? Þú ætlast fráleitt til fyrirvara.” / Stormur rar úti, «n stilt var inni, og steinhljóS algert h'já forsjóninni. Máninn skimaSi’ um skýja göfc. Hvarflandi ljós meS hvimi og rjáli hvíslaSi aS spónum leyndarmál^------- Og húsiS var alt > björtu báli í bruna hafSi menn lengi langaS, svo lýSurinn allur hentist þangatt. — Einsamall slapp þar eigandinn. En hér var mannh fsins happavegur hálfvegis talinn grunsamlegur. I augu horfSist sá “hólpni” tregur. ÞaS er garSur meS örlög-ís«, er eldar grunsemda í múgum rfsa og svella umhverfis sekan mann. Þá eru ónýtt öll hans vígi. Úthaldslaus verSur hverskyns lýgi og viljans tæring á versta stigi. AS dýrindis “æra” dytti í möla og dýflissuna var fært aS þola. Hitt varS kveljandi kvíSaþraut, sem háSi' ’onum allan æviveginn: aS yrSi sál hans í þrætur dregin viS sýslumannshrokann — hinu megin. Jakob Thorarensen. —Skírnir.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.