Heimskringla - 14.03.1918, Blaðsíða 6
BLAÐSiÐA
HEIMSKRINGLA
/
WINNIPEG, 14. MARZ 1918
/— -
VII TITP A D í* :: Skáldsaga eftir ::
VlLl UK V LUAK * Rex Beach
j
> *'Eg—efast ekki um það."
“Þig rekur minni til mannsins á Taboga, er eg
var að forðast að sjá?"
“Já -- á sjúkrahælinu."
“Svipað þessu henti mig og hann—og eg sagði
Stephan frá því.”
“Hefir þú sagt herra Cortlandt hvað eg gerði?”
Hún hristi höfuðið. . “Heldur þú eg léti sjá
snig á ferð með þér, ef svo væri? — Eg hélt þig
vera framan og frjálsmannlegan, en heimsþekking
|>ín virðist ekki vera á háu stigi, eða hvað finst
|>éT sjálfum?”
“Eg — eg veit eins mikið og — og títt er um
flesta aðra unga menn.”
“Stundum finst mér þú vera grunnhygginn í
sneira lagi.”
Kirk var með þessu nóg boðið, og tók að fær-
«st í töluverðan móð. “Heyrðu, frú Cortlandt,”
sagði hann, “þið hafið verið mér góð og eg fæ
ykkur það aldrei fullþakkað, hvorki þér né manni
J>ínum. Eg ber hlýtt þel til ykkar beggja.”
“Eg býst við þig muni renna grun í hvernig
sakir standa á milli mín og Stephens—þetta mun
orðið á allra vitorði hér. Nú í seinni tíð er eg
tminn að brjóta heilann um þetta til þrautar, og
loksins kominn að þeirri niðurstöðu, að hverjum
•sinum beri að skera úr því sjálfum, hvað í ltfi hans
sé rétt eða rangt. Hér eftir mun eg láta mig litlu
akifta, hvað heimurinn segir um breytni mína, ef
mítt eigið hjarta réttlætir hana. Lífsánægja—er
J>rá mín, sem eg skal fuilnægja, hvað sem kostar.
Elg hefi fylsta rétt til þess. Sökum þess að kona
giftist án ástar, réttlætir ekki að hún verði að lifa
án ástar alla aéfi.”
Hún leit upp til hans og málrómur hennar varð
bííðari. "Eg hefi veitt þér eftirtekt lengi, Kirk,”
hélt hún áfram. “Veit því vel hvaða mann þú
hefir að geyma. Eg þekki þig betur en þú gerir
sjálfur. Nú upp á síðkastið hefi eg líka verið að
læra að þekkja sjálfa mig.” Hún færði sig nær
honum, og lagði höndur sínar á öxl hans og horfði
beint í augu hans. “Eg er ólík flestum öðrum kon-
um. Eg got ekki hálf-gert neitt, og þegar um hjart-
fólgnustu áhugamál mín er að gera, kann eg
stundum ekki að haga seglum eftir vindi. Lengi
vel hélt eg mig fædda til þess að stjórna og ráða,
en nú er eg orðin mér þess meðvitandi, að verk-
svið konunnar sé að bjóna þeim, sem hún elskar.
Eg hélt mig vera ánægða, en var þó í rauninni alt
•af að bíða, bíða einhvers, sem eg vissi ekki hvað
var. Nú hefi eg sagt þér afstöðu mína í allri ein-
laegni -- hvemig sem þú tekur þessu.”
“Eg get ekki látist misskilja þig, en---hvað
«r þetta?” Hann hætti í miðri setningunni og
starði niður veginn. “Þama er áreiðanlega ein-
bver að koma.”
“Fjallabúi á heimleið, býst eg við," mælti hún
og leit í áttina, sem hófadynurinn heyrðist úr. En
á næsta augnabliki stóð hún á öndinni af undrun.
Út úr skóginum kom, ekki horuð sveitarbykkja eins
og þau bjuggust við, heldur fjörugur jarpur reið-
hestur, sem þau fljótt þektu, og á baki hans sat—
herra Cortlandt. Leiddi hann í taumi þá Marquis
og Gyp, og er hann kom auga á konu sína og fé-
laga hennar, hélt hann í áttina til þeirra.
“Hello!” mælti hann. “Eg náði hestunum
fyrir ykkur.”
“Sannarlega var þetta lánlegt,” hrópaði kirk
og létti sýnilega yfir honum. “þeir stukku á brott
á meðan við vorum að fá okkur að drekka og við
vorum tekin að búa okkur undir langa og erfiða
göngu. Eg er þér stór þakklátur.”
“Ekki neitt að þakka. Eg sá þá, er þeir komu
ót úr skóginum, og náði þeim án mikillar fyrirhafn-
ar." Hann virtist vera jafn kaldur og rólegur og
hann átti vanda fyrir; en um leið og hann beygði
sig niður og rétti þeim taumana, leit hann allra
snöggvast beint í augu konu sinnar.
“Ef eg hefði vitað, að þú ætlaðir að ríða út í
riag, þá hefðum við öll getað orðið samferða,"
sagði hún. I
Hann brosti með sínum gamla kuldasvip og at-
hugaði umhverfið.
"Þetta er fallegur staður," mælti hann, “og hér
hlýtur að vera gaman að eyða tómstundum sínum.
Ef þið eruð nú að fara heim, þá get eg orðið ykkur
samfara niður á alfaraveginn.”
“Ágætt,” mælti Kirk og var nú að mun hress-
ari í anda. Hjálpaði hann frúnni á bak með sama
og er hún var komin upp í söðulinn, hneigði maður
hennar sig fyrir honum í þakkarskyni. Svo lögðu
þau af stað.
“Hverja leið/farið þið?" spurði Stephen eftir
að þau komu út á alfaraveginn.
"Beinustu leið heim,” svaraði Edith honum,
'kemur þú ekki með?”
“Ekki strax, hlýt að halda ögn lengra. Sé ykk-
ur seinna." Hann lyfti hatti sínum og lagði svo af
stað á hægu brokki upp veginn, en þau héldu í
áttina til borgarinnar.
XXI. KAPITULI.
Eftir að hinn tiltekni tími var upp runninn, er
vænst var eftir heimkomu Garavels bankastjóra,
dróg Kirk ekki að fara til bankans. Var honum
sagt að bankastjórinn væri kominn og tafarlaust
leiddur á fund hans. Viðtökurnar voru þær alúðleg-
ustu eftir að Kirk minfi bankastjórann á, að þeir
hefðu mæzt áður.
“Eg man vel eftir þessu,” mælti Garavel,
“þetta var kvöldið er sjónleikurinn ‘La Toska’ var
hér leikinn. Og þar sem þú ert vinur þeirra Cort-
landts, er mér gleðiefni að geta verið þér til
þægðar.”
Kirk geðjaðist undir eins vel að þessum manni
— föður Chicquitu. Þessi virðulegi og höfðing-
legi maður beið hinn rólegasti að fá að heyra er-
indi hans, og að dæma af svip hans virtist hann
renna grun í hvað það myndi vera. Einhver skerpa
í hinum kolsvörtu augum hans virtist eins og benda
aðkomumanni á, að bezt væri að brúka engar vífi-
lengjur. Kirk varð alt í einu eitthvað hikandi,
vissi naumast á hverju hann átti að byrja.
“Eg ei kominn til að skýra þér frá máli, sem
mér liggur þungt á hjarta,” tók hann samt til máls,
“en veit tæpast á hverju eg skal byrja.”
Garavel brosti góðlega. “Eg er fjármálamað-
ur,” mælti hann.
“Erindi mitt er alveg óviðkomandi fjármálum,”
hélt Kirk áfram. "Það er langt um þýðingarmeira,
en svo gæti verið. Til þess að viðhafa alla hrein-
skilni, skal eg segja þér það sanna án frekari tafar.
Eg hefi kynst dóttur þinni lítið eitt, herra Garavel.”
— við þessi orð breyttist svipur bankastjórans og
varð að mun hörkulegri — “og fyrir löngu síðan er
eg orðinn mér þess meðvitandi, að eg elska hana.
Eg tel sjálfsagt, að þér blöskri við að heyra þetta.
Það kom mér á óvart sjálfum. Nú vildi eg gjarnan
segja þér hver eg er, og alt það um hagi mína, er
þig fýsir að vita.”
"Kæri herra, þú gerir mig forviða --- sé þér í
raun og veru alvara. Stúlku þessa hefir þú að eins
séð einu sinni — talað við hana í fáein augnablik
milli þátta í leikhúsi!”
“Eg hefi séð hana oftar en það kvöld, út við
sumarbústað ykkar. Einu sinni, er eg var á dýra-
veiðum, rakst eg á sundpollinn þar í skóginum, og
dóttir þín var þá svo væn að segja mér til vegar.”
“Jæija, gerðu svo vel og haltu áfram.”
“Eg hefi litlu við þetta að bæta, öðru en því, að
eg elskaði hana undir eins og eg sá hana!”
"Eg vissi ekki neitt um þessa viðkynningu ykk-
ar. Þar sem þú hafðir svo góða ástæðu til að vona
að máli þínu yrði vel tekið, hví komst þú ekki til
mín fyr?”
“Gat það ekki. Vissi ekki nafn þitt. Stundum
Iá við að eg yrði hálf-sturlaður, af því að vita ekki
einu sinni nafn þeirrar stúlku, er eg unni hugástum!”
Kirk sagði bankastjóranum í fám orðum frá sinni
löngu og árangurslausu leit eftir Chicquitu og hlýddi
hann á þá sögu með bezta athygli.
"Þetta er einkennileg saga,” mælti hann, er
henni var lokið—“mjög einkennileg, og gerðir þú
rétt að segja mér frá þessu. Að svo komnu veit eg
naumast hvað halda skal. Ykkur ungu mönnunum
hættir oft til fljótfærni og ígrundið ekki alt, sem fyr-
ir ykkur ber. Ef til vill er þetta réttlætanlegt í mörg-
um tilfellum, en—”
“Þú munt eiga örðugt með að skilja, að nokkur
maður skuli geta orðið ástfanginn í stúlku eftir svo
stutta viðkynningu. En sannleikur málsins er sá, að
þó eg hafi ekki oft séð dóttur þína, hefir hún samt
verið í huga mínum í marga mánuði. — Af minni
hálfu er þetta þess vegna ekki skyndilegt eða van-
hugsað, um það get eg fullvissað þig. Hjartans al-
vara býr á bak við hvert einasta orð mitt, alt mitt
líf og öll m,n framtíð er í þessu fólgin.”
“Ef þú segir mér eitthvað um sjálfan þig, gengur
ríiér ef til vill betur að átta mig á þessu öllu Saman.”
“Fús er eg til þess, en hefi lítið að segja. Nú
sem stendur er eg starfandi hjá P.R.R., sem aðstoð-
armaður Runnels—sem þú vafalaust kannast við.
Eg kann vel við mig í stöðu þessari og vona að kom-
ast bráðlega ögn hærra. Alla reiðu hefi eg komist
yfir dálítið fé—sem eg vona að nægi mér til þess að
byrja á einhverju öðru, ef eg skyldi tapa vinnu hjá
járnbrautarfélaginu — og þó fé þetta sé ekki mikið,
hefi eg aflað þess ráðvandlega.” Nú þagnaði hann
og sú hugsun gerði vart við sig hjá honum, að hann
hefði getað sagt þetta alt mikið betur. Eftir nokk-
ur augnablik hélt hann svo áfram:
“Faðir minn er járnbrautarmaður í Albany í
Bandaríkjunum. ”
“í hvaða deild vinnur hann, má eg vera svo
djarfur að spyrja?”
Kirk brosti, og þar sem hann sá eintak af “Brad-
streets” skýrslunni á skrifborði bankastjórans, greip
hann hana, fletti henni unz hann kom á síðuna þar
sem nafn föður hans var—benti svo bankastjóran-
um á það og var töluvert undir furðulegur á svipinn.
Senor Garavel rétti sig upp í sætinu og viðmót hans
breyttist að miklum mun.
“Vitanlega þekkir allur verzlunarheimurinn Dar-
win K. Anthony, jafnvel við smámennin á útkjálka
veraldar höfum heyrt hans getið—og að sonur hans
kýs að ryðja leið sína sjálfur, getur ekki skoðast
annað en stórvirðingarvert. Eg finn mig knúðan að
árna þér allrar hamingju og dáist að þinni öruggu
framsókn.”
“Eg vona að komast hér áfram,” mælti Kirk
einlæglega, “og held mér hepnist það.” Alt í einu
flaug honum í hug hans rétta afstaða og einhver ó-
ljós óróleiki færðist yfir hann, sem gerði hann hik-
andi. Var rétt af honum að reyna að vinna
hylli Garavels undir fölsku flaggi? Eftir að hafa
brotið heilann um þetta í nokkur augnablik tók
han til máls aftur með töluverðum erfiðismunum:
“Eg hlýt að bæta því við, herra Garavel, að nú
sem stendur er samkomulag okkar feðganna í alt
annað en góðu lagi. Sannleikurinn er sá, að eg er
nú í útlegð. Af þeim orsökum er eg staddur í þess-
um hluta veraldar og neyti brauðsins í sveita míns
andlitis í stað þess að lifa í iðjuleysi heima. En
vinnan á vel við mig og markmið mitt er að kom-
ast áfram, þó ekki væri nema til að sýna föður
mínum, hve vilt hann fór mér viðkomandi, Þetta
er aðal-stefna mín. Eg kæri mig ekki um peninga
hans. Það er auðveldara að afla sér peninga en eg
hélt, og ber eg því engan kvíðboga þess vegna.”
Andlit Kirks bjarmaði af áhuga, svipur hans lýsti
stefnufestu og sterkri alvöru. Garavel hélt áfram
að athuga hann með mestu gaumgæfni.
“Hver er orsök að ósátt ykkar?”
“Aðallega á mína hlið. Eg get ekki neitað því,
að eg hefi verið gamla manninum all-örðugur við-
fangs. Æskubrek mín voru þó ekkert stórvægilegri
en alment á sér stað, og vart munu þau geta talist
glæpir.” Hann brosti dapurlega. “En þér mun
hvorki finnast saga þessi skemtileg né hrífandi.”
Það gagnstæða mun þó hafa átt sér stað, því
bankastjórinn fylgdi orðum Kirks með mestu eftir-
tekt. Hann var ágætur mannþekkjari.
“Jæja,” sagði hann eftir litla stund og var snert-
ur af óþolinmæði í rödd hans. “Það er óþarfi að
fara út í þetta mál frekara. Það, sem þú ferð fram
á, er ómögulegt — margra orsaka vegna — og ekki
til þess hugsandi."
“Á eg að skilja orð þín þannig, að þú viljir ekki
einu sinni leyfa mér að heimsækja dóttur þína?”
“Slíkt væri með öllu þýðingarlaust.”
“En eg elska Gertrudis,” sagði Kirk með ör-
væntingarhreim í röddinni.
Bankastjórinn fann nú sýnilega til meðaumkv-
unar hans vegna.
“Þú ert engan veginn sá fyrsti,” sagði hann.
“Margir ungir menn hér hafa komið til mfn í sömu
erindagerðum og allir sagt það sama—að án dóttur
minnar fái þeir ekki lifað. Ekki er eg þó enn þá far-
inn að frétta um nein dauðsföll af þessum orsökum.
Var eg um tíma hugsjúkur vegna þessara vesalings
pilta; en nú eru þeir flestir giftir og sloppnir úr allri
hættu. Af þessari undangengnu reynslu minni dæmi
eg orð þ ín nu. Hann hló góðlátlega. “Það eru
ekki mikil líkindi til, að þið Bandaríkjamenn elskið
við fyrstu sjón.”
“þetta er þó sannleikur, hvað mig snertir.”
“Heimska! Þetta er bara aðdáun—ekkert
annað — eftir lítinn tíma hlærð þú að þessu sjálfur.
—Nú skulum við tala um eitthvað annað.”
Það er ekki til neins; eg er alvarlega snortinn.”
Þegar þú ferð slíks á leit, hlýtur þú að vita vilja
hinnar ungu stúlku í þessu sambandi."
“Engan veginn. Án samþykkis þíns held eg hún
myndi ófáanleg til að líta við mér. Þess vegna kýs
eg að ráðstafa þessu við þig fyrst.”
Hve þetta snertir hefir þú alveg rétt fyrir þér.
Gertrudis er góð dóttir og hlýðin — en þetta er ó-
mögulegt. Gifting hennar hefir þegar verið fyrir-
huguð.”
Finst þér það vera sanngjarnt gagnvart henni.
Ef hún elskar Raunón Alfares—”
Senor Garavel hóf augnabrýr sínar, sýnilega
undrandi. “Þú virðist máli þessu kunnugur,” greip
hann fram í.
Já, herra. Eg var í þann veginn að segja, að ef
hún í raun og veru elskar hann, þá er engin von til
fyrir mig; en setjum nú svo, að henni væri hlýtt til
min?
‘þetta kemur ekki til neinna greina, eftir að
hún er gift Ramón. Enn er hún of ung til þess að
þekkja huga sinn sjálf:. Þessar ungu stúlkur eru svo
næmar fyrir áhrifum, rómantískar í anda og gjarnar
á alla flónsku. Fái þær að ráða, leiðir þetta oft til
mesta voða. I málum hjartans sem öðrum málum
virðist því heppilegast að þeir ráði, sem eldri eru og
lífsreynsluna hafa. Æskan er þrálynd og blinduð af
draumórum — þess vegna er rétt og viðeigandi í
alla staði, að giftingum sé ráðstafað af eldra fólk-
. f»
ínu.
“Þar er eg á sömu skoðun—og þess vegna mæl-
ist eg til að þú ráðstafir minni!”
I nokkur augnablik hleypti bankastjórinn brún-
um og hugsaði málið vandlega. Honum duldist
ekki, að margt yrði að taka til íhugunar í sambandi
við þetta. Hann fann til með þessum unga manni, er
kom svo einbeittlega fyrir og virtist gæddur svo mik-
illi hreinskilni. Einnig hafði nafnð Darwin K. Anth-
ony haft töluverð áhrif á hann. Ef Kirk væri það,
er hann nú virtist vera, þá myndu þeir féðgar vafa-
laust sættast heilum sáttum áður langt liði. -- Að
minsta kosti sakaði ekki að fá að vita eitthvað meir
um þenna einkennilega biðil, og í millitíðinni að
auðsýna honum alla virðingu — án þess þó að k>fa
’honum neinu eða gefa honum tilefni að vona.
“Hún er lofuð Ramón," sagði hann að end-
ingu, “og eg hefi skoðað þetta klappað og klárt.
Auðvitað kemur oft fyrir, að slíkum ráðstöfunum
er breytt af ýmsum orsökum, jafnvel á síðasta
augnabliki, en — quien sabe?” Hann ypti öxlum.
“Ef til vill verða undirtektir hennar sjálfrar alt ann-
að en góðar, hvað þig snertir. Hví skyldum við þá
ræða þetta meir nú? I slíkum málum verður að
viðhafa alla varfærni; heill tveggja ætta er í veði sé
það ekki gert.-------Eg hefi svo engu að bæta við
það, sem eg er þegar búinn að segja og get enga von
gefið þér. Hlýt eg þó að segja það, að af manni,
sem eg þekki jafnlítið, geðjast mér mjög vel að þér
og er eg þér stórlega þakklátur fyrir að koma þannig
á fund minn.”
Þeir kvöddust með handabandi. Kirk var ekki
mjög niðurbeygður, þó vitaskuld þetta hefði farið á
annan veg en hann hafði gert sér von um. Enn sá
hann enga ástæðu til að örvænta---hafði ekki banka-
stjórinn sjálfur sagt, að slíkum ráðstöfunum væri
oft breytt? Úr þessum orðum hans dró Kirk þann
skilning, að full líkindi væru til breytinga á öllu,
eftir að stjórnmálastefna Garavels væri opinberuð
og það markmið hans, að saakja um forsetastöðuna
á móti Alfares, föður Ramóns. Vitamlega gat þá
ekki orðið úr þessum fyrirhugaða ráðahag — þetta
hafði bankastjórinn vafalaust átt við. Þá ætti Kirk
að geta gengið bónorðið betur—eftir að hann hefði
fengið leyfi föðursins, fanst honum hann vera ugg-
laus um að hann gæti unnið stúlkuna sjálfa. Var
hann því hinn vonbezti.
Sannleikurinn var, að Andres Garavel, eftir
kvöldið minnisstæða á Tivoli gistihöllinni, hafði
ekki hikað lengi að taka hinu girnilega tilboði þeirra
Garavel hjónanna, og eftir að stefna þessi var tekin,
fylgdi hann henni af lífi og sál. Svo hygginn var
hann þó, að láta þau öllu ráða og mátti því heita, að
þau réðu nú yfir örlögum hans. En þetti þýddi það,
að þau þrjú urðu að halda margar Ieynilegar ráð-
stefnur; nú varð að viðhafa slægð mikla og kænleg-
an undirbúning — því ekki var til þess að hugsa að
láta Garavel verða undir í þessari sókn eftir æðstu
völdum, hvað sem það kostaði.
Skömmu eftir komu Kirks til bankans var það
að Garavel leiddi nafn hans í tal við frú Cortlandt.
Bar þetta við á einni af ráðstefnunum ofannefndu.
Cortlandt hafði verið kallaður að talsímanum og
varð þá Edith ein eftir hjá bankastjóranum.
“Eg hefi séð þig og hann saman svo oft,” mælti
gestur hennar með kurteislegri forvitni. "Er hann
vinur ykkar frá Bandaríkjunum?’
“Við höfum kynst honum hér — þykir mjög
vænt um hann.”
“Runnels segir hann vera ágætan starfsmann.
Við vorum að tala um hann seinast í gær.”
“Hann á eftir að komast hér áfram, ef það er
það, sem þú átt við. Eg mun sjá um það. Hann
hefir erft leiðtoga hæfileika föður síns.”
“Þekkir þú föður hans?”
“Að eins af afspurn, hefi aldrei átt kost á að
kynnast honum persónulega. Kirk fæ!r hærri stöðu
áður Iangt líður, þó honum hafi að svo komnu ekki
verið sagt frá því. Hann sezt í sæti Runnels undir
eins og hann er skoðaður fær að skipa þá stöðu.”
Gleymið
ekki að
gieðja ísl.
hermenn-
ina—
Sendið
þeim Hkr.
í hverri
viku.
Sjáið augl.
vora!lá 5.
bls. þessa
blaðs.