Heimskringla - 14.03.1918, Qupperneq 2
2. BLAÐS10A
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 14. MARZ I9I&
KÓSAKKAR.
Eftir síra F. J. Bergmann.
I.
Borgin Kiev.
Höfuðborgin f Úkraníu eða Rúss-
landi hinu litla, sem nýlega hefir
tekin verið af Þjóðverjum, liggur á
hæðadrögum miklum á vesturbökk-
um fljótsins Dnieper og nefnist Kiev
eftir héraðinu umihverfis.
Hún er 628 mílur frá Moskva f
suðvestur með járnbraut, en 406 miíl-
ur norðaustur af Odessa, einnig
með járníbraut. Fjarlægðimar í
Rússlandi hafa lengi verið hafðar
að orðtaki.
"Sá sem nú mætti standa uppi á
hæðum 'þessum í grend við borgina
Kiev og ihoría yfir farveg fljótstns,
sem nær þvf vefur sig utan um
þessa fornu 'borg, gæti naumast var-
Ist þess, að iáta fræga söguviðburði,
sem gerst hafa á þessu svæði, renna
gegn um huga sér, og láta hið unr
liðna rísa upp, eins langt og ófull-
komin þekking nær.
Hugurinn flýgur þá oft langar
leiðir aiftur í tfmann, unz hann hik-
andi nemur staðar á takmörkum
sögu og sagna.
Ósjálfrátt myndi manni þá til
hugar koma skipafloti hinnar létt-
úðugu keisarainnu Rússa, Katrínar
II (1762—96), er hún lét eftiriætis
ráðgjafa sinn og einn af mörgum
elskhugum, Potemkin, halda með
sér konunglega skrautför um Suður-
Rússland.
Eða manni gæti hugkvæmst að
láta þann mikla sögulega viðburð
renna upp í huga sér, er heilagur
Vladimir lét skíra fbúa Kiev-borgar
f einni hrúgu, með þvf að dýfa þeim
ofan í vök, sem höggin á að hafa
verið gegn um fsinn á Dnieper-fljóti,
árið 988 eða nálægt því, og ekki
löngu áður en Islendingar tóku
kristni.
Eyrir bragðið Var Vladimir tekinn
í heilagra manna tölu. Fram að
þeim tíma hafði þó líf hans verið
altannað en heilagt. hví sagan
segir, að 'hann hafi haft ékki færri
en 800 hjákonur, auk þess sem hann
var giftur mörgum konum, bæði trl
hagri og vinstri handar.
Hann eyddi öilum tíma sínum á
veizlum og dýraveiðum. Árin 977—
984 var hann á Norðurlöndum að
safna hraustum ihermönnum f iið
sitt, til þess að geta tekið Novgorod
herskildi.
Með honum var Ólafur konungur
Trygg\,ason, eftir frásögn Snorra
Sturlusonar f Heimskringlu, eigi
skemur en nfu ár. Varð hann hers-
höfðingi í Uði hans og í miklum
kærleikuíh við drotningu, Allogíá,
unz tekið var að rægja hann og
hann hvarf aftur til Noregs.
Valdimar konungur bað Ragn-
hildar, dóttur Rögnvaids jarls • í
Potolsk, á leið sinni til Kiev. En
hún var svo stórlunduð, að hún
neitaði að ganga að eiga þýjarson-
inn. Móðir Valdimars var ambátt
og hét Malúska.
En Valdimar gerði sér hægt um
hönd, feldi Rögnvald og tók Ragn-
hildi hernámi. Þetta vai* á tímum
Vœringjanna og voru þá margir
höfðingjar af norrænu bergi brotnir
á Rússlandi.
Árið 987 gerði Valdimar konungur
sendimenn út um land alt til þess
að kynna sér trúar^koðanir lýðsins.
Árbókahöfundurinn Nestor gefur
eftirtektaverða skýringu af sendiför
þessarri.
Af Búlgörum í Volgahéraðinu hafa
sendimenn það að segja, að “það sé
engin glaðværð með þeim, heldur
einungis sorg og mikill ódaunn.
Þeirra trú er ekki góð.” í muster-
mn Þjóðverja sáu þeir enga fegurð.
En í Miklagarði, þar sem þeir
fengu að sjá alla viðhöfn og dýrð
guðsþjónustu rétt-trúaðrar kirkju,
er látin var vera með sem stórfeng-
legustum hætti, til þess að hún
hrifi hugi þeirra, þóttust þeir
hafa fundið þá hugsjón, sem þeir
leituðu.
“Vér vissum eigi lengur hvort vér
vorum á himni eða jörðu, og slík
fegurð, — vér eigum engin orð til
að segja frá henni." Þá tók Valdi-
mar til óspiltra máianna að skíra
fólkið unnvörpum, og sökum þess
komst hann f tölu heilagra, þótt lft-
ið ætti hann af heilagleiknum að
öðru leyti.
II.
Kósakkarnir.
Eftir farvegi Ojótsins milda, sem
hefir upptök sín norðvestur af
Moskva og lellur út í Svartahafið,
hefir fjöldi konungmenna og þjóð-
höfðingja, sem brjótast hafa viljað
til valda, farið, múgar fólks af Mon-
gólakyni, kauproenn, aðalsmenn,
bændur og pílagrímar, en ekki sízt
Kósakkar. Þar hafa þeir runnið í
miklum bylgjum, eins og stórar haf-
öldur, fram og aftur.
Kósaikkarnir lifa einir í sögnum
landsins og þjóðsögum. Þeir hafa
þrýst ummerkjum sínum á íólkið á
Suður-Rússlandi. I»að hefir eignast
eitthvað af þeirra taumlausu sjálf-
stæðis-þrá, og sameinað hana góð-
um heraga, sem þeim hefir komið
að bezta haldi.
Sá sem staðið gæti á hæðum þess-
um í grendinni við Kiev, og virt út-
sýnið fyrir sér, myndi staðar nema
við þann depil sjóndeildarhrings-
ins, þar sem hengibrúin mikla yfir
Dnieper-fljótið ber við himin.' Áin
er þar ein mfla á breidd.
Hann myndi láta augað hvfla við
lágreistu húsin á eystri fljótsbakk-
anum, með víðáttumiklaT, grasi-
grónar sléttur að baki. Það er svo
ólíkt klettunum og urðinni á vest-
urströndinni.
Milli bæjanna Kiev og Ekaterinos-
lav rennur Dnieper-fljótið austur á
við gegn um landslag með afar til-
komumiklum svipbreytingum. Sá
sem farið gæti með eimskipinu ofb-
ir fljótinu og staðið á þilfarinu,
myndi fá að líta á aðra hönd ein-
læga klettastalla, og stórgrýti í
hrúgum, eins og risarnir gömlu hafi
þar verið að leiikum. ^
Á hina bliðina sæi hann sand-
bakka eina, sem liggja elfarfletinum
að eins fáeinum fetum ofar. Þá
breytist landslagið með skyndi.
Breið ^kógarbelti birtast sjónum
manns og upp úr laufþéttu liminu
sæi ferðamaðurinn rfsa drifhvíta
veggi og turna feikna mikils klaust-
urs.
Sumstaðar hefir einstakur grá-
steinn losnað ofan úr klettunum og
stendur þar eins og annað Grettis-
tak, eins og t. d. Bogatyr Kamen,
eða kempu klettur.
Nærri þeim bletti, þar sem grá-
steinn þessi stendur, segir sagan að
tvær fomaldar kempur hafi látið
fundum sfnum bera saman. Annar
þeirra var Rússi og stóð á hægri
bakka Dnieper-fljótsins. Hinn var
Tyrki og stóð á vinstri elfarbakk-
anum.
Hvor um sig þóttist eiga landið í
kring. Hvorugur viidi láta undan,
en sömdu um það með sér, að gera
út um þetta deilumál með aflraun
nokkurri. Þeir brutu upp úr klungr-
inu tvær jafnstórar klettasnasir og
hentu yfir á hinn elfarbakkann.
Þegar er tyrkneska kempan varp
sínum kietti, féll hann í vatnið ná-
lægt ströndinni. En er Rússinn
grýtti 'sínum, félil hann á þurlendið,
nálægt fótum óvinarins. Þá kann-
aðist tyrkneska hetjan við, að hann
befði borið lægra ihlut og hrópaði
hárri raust yíir elfina:
“tlr þvf þetta fór ,<4vona, skal land-
ið vera þitt tfl fbúðar.” Með það
gekk hann leiðar sinnar, en rúss-
neska hetjan varð upp úr þessu
landráðandi.
Dálítil eyja, umgirt klettum, er rétt
suður af þessum stað, og nefnist
Perún. Þar er sagt að sé síðasti
irvílustaður goða-líkneskju einnar
úr tré, af helzta goði Rússlands í
beiðnum sið.
Þegar er Vladimir loks tók trú,
varp hann henni út á olfina. En
þar seim lfkneskjan var úr tré, rak
hana á iand, líkt og öndvegissúlur
feðra vorra; var það einhvers staðar
ofar við elfarbakkann.
Einhver varp henni aftur út á
fljótið, og nú rak hana að eynni,
sem enn þá geymir endurminning-
una um goðið með því að varðveita
nafn þess.
Hinum megin Ekaterinoslav eru
fossar miklir, hver upp af öðrum.
Elfarbotninn er grunnur og fullur
af heijarbjörgum. Langar sandcyr-
ar standa upp úr. Og geisimiklar
vatnsplöntur vaxa þar og hneigja
sig og beygja f vindblænum.
Langt er á milli ferjustaðanna og
siglingin er torveld og hættuleg. Á
óeirðar tímum var Suður-Rússland
stöðugt fult af Tyrkjum og Tartör-
um. Pólverjar og Lerttlendingar ógn-
uðu annars vegar.
Þá urðu eyjarnar í Dnieper-fljóti,
sem náttúran hafði svo vel víggirt,
bústaður alls konar ræningja
flokka, sem smám saman mynduðu
herská mannifélög. Tartarar nefndu
þá Kazak eða Kósakka.
III.
Kósakka flokkurinn—Za porogi.
Kósakkarnir í Úkranfu eða litla
Rússiandi létu nú þokast ofan
Dnieper-fljót í hópum með all-löngu
millibili, og héldu ávalt í áttina til
elfarmynnisins. Snemma í sögu
þeirra höfðu þeir dvalarstað, þar
sem Samar-íijótið fellur f Dnieper.
Á eyju rétt hjá etóð hið mlkla
Samar klaustur. Hafði það þau
fremur óvenjulegu einkaréttindi
með höndum að framkvæma gifting-
ar. En sjaidan fekk það að vera í
friði. Rússar, Tyrkir og Tartarar
gerðu árásir á þá, hverir á fætur
öðrum. Samt sem áður hélzt það
við giegn um allar þrautir, og náði
að lokum aftur miklu af fomri vel-
gengni.
Voldugar Kósakka-bygðir vom
líka í grend við gamla Kodak, ná-
lægt því sem nú er Ekaterinoslav,
og á ýmsum eyjum í Dnieper-fljóti.
Af þeim vom sögufrægastir og her-
skáastir þeir, sem bygðu eyna
Koritsa, og fengu heitið Za porogi,
sem merklr: Hinum megin fossanna.
Eyja þessi rts með l>vergnýptum
björgum á allar hiiðar upp úr fljót-
inu. Þó em stallar í bergið hér og
þar. En þessi Jivergnýpi mynda
eðiilegt vígi og innan þess mynduð-
ust vopnaðar herbúðir, sem kallað-
ar voru setsj.
í sögunni Taras Bulba, eftir rúss-
neska skáldið Gogol,* sem er hin
mesta iharmsaga, eins og þeir muna,
er lesið hafa, hefir höfundurinn lýst
meistaralega hinum kæmlausu,
hugumstóru Kósakka - vfkingum
Dnieper-fljótsins.
Hann kann að blása lifi í skinin
bein sögunnar. Hann tekur sér
skáldaleyfi, að þvf er til tímatalsins
kemur. Hann kann þá list mæta
vel, að draga upp mynd hins um-
liðna og gefa því rétt andrúmsloft.
Þetta félag bardagamanna var
alls ekiki neitt sérstakt kyn, fremur
en aðrir Kósakkár. Þeir voru sam-
an komnir úr ýmsum áttum eins og
Jómsvíkingar gömlu. Allir gátu
orðið Za porogi með því að ganga
undir eins konar próf. Eitt þeirra
var í því fólgið, að stýra bát ofan
fossana, sem eru á miili Ekaterinos
lav og Koritsa.
Þeir kveinkuðu sér ekki við að
gerast fiskimenn á friðartimum. En
alla akuryrkju litu þeir fyrirlitning-
araugum. Þeir gengu þar jafnvel
svo langt, að þeir leiddu það í iög,
að sá sem færi að yrkja jörðina og
sá korni, skyldi barinn til bana.
í bændabýlum og þorpum, sem
lágu víðs vegar eins og rjóður-um
óbygða sléttuna, létu Za porogi
konur sínar og börn viðhafast;
máttu þær ekki með nokkuru móti
koma inn í borgarvirkið. Hver kona,
er brjóta vildi þau óskeikandi lög,
mátti eiga þess vfsa von, að verða
grýtt til bana.
Um leið og drengjum tók að vaxa
grön, voru þeir teknir inn í félag
vopnaðra manna. Um leið og synir
Taras Bulba hurfu heim frá skólan-
um f Kiev, fer hann með þá til
Koritsa. Þeir varpa af sér náms-
manna gerfinu og eru færðir í hinh
kempuiega Kósakka búning.
Stígvélin voru úr rauðu litskinni,
með siifurvörðum hælum. Bræk-
urnar vfðar “eins og Svartaliarfið”,
með ótölulegum fellingum og rykk-
jum, gyrðar gyldum beltum. Kyrtl-
ar úr skarlati, sem blómsaumað
hlað var bundið um, og undir því
voru tyrkneskar skarnmbyssur látn-
ar felast. Við hlið sér báru þeir
fagurskreyttan korða. Á höfðum
báru þeir loðskinnshúfur, vanalega
úr svörtu lambskinni, en kollurinn
úr gullofnum dúk.
Kósakkar í Úikraníu gengu krúnu-
rakaðir að öllu, nema einn þykkan
lokk skiidu þeir eftir, sem oft var
eitt fet á lengd. Á friðartímum
ðrukku þeir mikið, dönsuðu, sungu
og léku á ihljóðfæri, er líkist því, er
Rússar nota allmikið fram á þenna
dag og nefna balalaka.
Hvóiki höfðu þeir lúðra né trumb-
ur, en slógu eins konar eirbumbur,
er þeir kölluðu til fundar. í Koritsa
getur enn að sjá risavaxið eikartré,
semi nefnist eikin helga.
Undirlimi hennar hafa Za porogi
frá ómuna tíð safnast saman til
þess að ræða stjómmál, drekka
kornbrennivín og taka þátt í nokk-
uð villimannlegum dansleik, sem
þeir nefna kosakka. Þeir dönsuðu
þar kveldið, sem Katrín II. lét ákip-
an út ganga að þeir yrði að dreifa
úr sér, 1775.
Híbýli þeirra vora kofar úr
höggnum og tegldum bjálkum. Þök-
in vora annaðhvort úr torfi eða
Tartara þófa. Yfir hverju þorpi
slíkra'bjálkakofa réð höfðingi. Kof-
arnir voru klístraðir innan og utan
þunnri leirskán, hvítri eða rauðri.
Á vcggjum inni héngu sverð,
byssur, púðurhorn, færi til fiski-
veiða, tjóðurbönd og silfurdLskar.
Stór eldstó, eikarborð og tveir
langir birkiviðar bekkir var allur sá
húsbúnaður, sem þeir höfðu. Eina
tilraun tii skrauts var helgimynd f
einu horni hússins.
Stundum var samt sem áður eik-
artborðið útskorið með mynd af
Kristi á krossinum. Kósakkar til-
heyrðu grísku kirkjunni.
í hverju borgarvígi (setsj) stóð
kirkja. Þar voru tíðir sungnar af
prestum, sem kornu frá meginlandi
nokkuram sinnum á ári. Kósakkar
voru gjafmlldir við klrkjur sínar. í
mörgum bæjum í Úkraníu eru
kirkjukiukkur, helglmyndir og helg-
Ir dómar, sem Kósakka höfðingjar
hafa gefið.
Helgimyndirnar era að lang-
mestu leyti myndir af Maríu mey.
Fáeinar þeirra eru sérlega hugnæm-
ar hópmyndir, þar sem heilir hóp-
ar Kósakka roæna upp til guðs-
móður í bænar stellingum. Eru þá
oft og einatt áletranir á þeim á
þessa leið: “Við biðjum þig að
breiða yifir oss heilaga skikkju
þína.”
Húsin, sem yfirtforinginn og her-
Btjórnin bjuggu í, tóku ávalt hinuro
fraro að mjög miklu leyti. Höfð-
ingjarnir átu ávalt við sama borð
og aðrir. Máltíðir vora vanalega
mjög einfaldar og óbrotnar. En á
eftir þeim fóru fram miklar drykkju
veizlur, einkum þegar sigur hafðl
vcrið unninn. Á friðartímum vora
Kósakkar latir og iðjulausir.
IV.
Lýðvaldshugmyndir Kósakka.
Jafnaðarhugmyndin var hvan
vetna augljós í öllum stofnunum
Kósakka. Foringinn, sem menn
fylgdu og lutu á stríðstimum, hélt
enjbætti sínum samkvæmt ráðstöf-
unum mannfél&gs þeirra. Ef hann
reyndi að leggja út 1 leiðangur án
þess að hafa leitað samþykkis fylgi-
liðs síns, mátti hann eiga von á að
verða fljótlega yfirgeifinn og at-
hvarfslaus.
Ósjaldan settu Za Porogi foringja
sína af umsvifalaust og kuru annan
úr sínum hópi. Einu slfku atviki er
lýst í Taras Bulba. Um leið og
bumban var slegin, komu Kósakkar
unnvörpum út úr húsum sínum og
söfnuðust saman á samkomuvell-
inum.
Síðast komu foringjarnir og voru
fjórir þeirra. Mitt í miklu uppnámi
og barsmíðum var nýr foringi kor-
inn. Hinir embættismennirnir buð-
ust til að segja af sér, en voru látnir
halda embættum sfnum.
Slíkt fyrirkomulag var þveröfugt.
einveldi Rússa, sem ávalt hefir orð-
ið meiri og meiri harðstjórn í fárra
manna höndum síðan á döguro
Ivans III. Tilraunir keisaranna
rússnesku með að kúga Kós-
akka hafa ekki eins mikið verið
runnar af löngun til að koma við
löguin og reglu með þeim, eins og
hinu að uppræta spírur lýðvalds-
ins.
En þrátt fyrir tilraunir Ivans IV,
Péturs mikla og Katrínar II, hafa
Kósakkar lifað við lýðvalds-skipu-
lag, sem nálgast sjálfstjórn miklu
meir, en skipulag nokkurra annarra
lancLShluta Rússlands.
Utan um borgarvígi Kósakkanna
eru eins konar undirborgir, sem
fullar eru Tartöram, Armeníumönn-
um og Gyðingum. Sumir þeirra era
sútarar, járnsmiðir og alls konar
kaupsýslumenn.
Prá þessarri kringliggjandi ný-
lendu fengu Kósakkar allar byrgð-
ir, sem þeir þurftu á að halda til
hernaðar, rána, samdrykkju og
leika. Vopnin sátu í fyrirrúmi.
Fjörutfu járnsmiðir lúðu járn í ,sí-
fellu á steðjum, sem sökt var í jörð
niður.
í opnum sölu'búðum voru sýndar
raðir af j>úðurtunnum, tinnustein-
um og stáli, leiglum með korn-
brennivíni, klútum með skræpótt-
um litum, gólifdúkum og skarlats-
klæði frá armenskunr kaupmönn-
um.
Á góðum árum vora Za porogi
gjafmildir og örlátir, en er hart var
um, létu þeir greipar sópa um
sölutorgin og misþyrmdu þeim,
sein reyndu að verja vörar sínar.
Gripdeildii voru stóratriði í lífi
Kósakkanna. En þótt aðal tllgang-
ur þeirra með að eiga í orustum
væri gripdeildir, voru þeir fullir
lotningar og fylgLspektar gagnvart
kirkjunni, grísk katólsku.
V.
Kósakkar og vaid kirkjunnar.
Vald kirkjunnar var við og við
eina valdið, sem liélt áhrifum og yf-
irgangi Kósakkanna í skefjum.
Árbækur Rússa kunna frá því að
segja, að eitt sinn, er Polotski var
pólskur Kósakka-höfðingi, leitaði
hann athvarfs í bæ einum litlum i
Úkraníu. Er þá talið vLst, að hann
hefði orðið að þola líflát aí hendi
hinna annarra Kósakka-höfðingja,
er sigur höfðu borið úr býtum, ef
eigi hefði rússneskir klerkar komið
í milli.
Aliir prestar, sem völ var á, gengu
skrúðgöngu í hátíðabúningum sín-
um, öllum gullofnum, og báru helg-
ar mýndir af krossinum helga. Bisk-
upinn sálíur var í fararbroddi með
bagal 1 hendi.
Þá stóðust Kósakkarnir ekki mát-
ið, en beygðu höfuð sín og tóku
ofan loðhúfur sínar. Þorið bilaði,
er þeir stóðu gagnvart helgivaldi
kirkjunnar. Þeir sýndu prestum
sínum alls konar lotningar merki.
Þeir lofuðust til að sleppa
Polotski. En þeir létu hann vinna
þess dýran eið, að hann skyidi láta
rétt-trúuðu kirkjurnar óáreittar,
iáta fornan fjandskap niður falla
og halda sættir.
Slíkir friðarsamningar entust samt
ekki lengi. Endurminningar um
gömul rangindi, báluðu upp huga
Za porogi gegn PÓlverjum. En þelr
guldu Jíku Jíkt. Hefnigirni þeirra
hlffði 'hvorki gamalmennum né kon-
um.
Kafla einn í sögunni Taras Bulba
er naumast unt að Jesa nema að fá
hroll í herðar. Þar er Jýst atöku
ungs Kósakka, sem tekinn hefir ver-
ið í bardaga af Póiveram. Við af-
tökuna er staddur mikill múgur
manns og í honum alduihniginn
faðir hins unga manns.
Aftakan fer fram á opnum velli í
Varsjá. Gluggar og svalir húsanna
í kring voru fulil af fólki, er horfa
vildi á þenna harmieik og vera vott-
ur að kvölum hins fangna Kósakka.
“Ekkert liljóð, engin stuna heyrð-
ist, jafnvel ekki, er tekið var að
brjóta beinin í höndum og fótum,
og ekki heldur, þegar brothljóðið
heyrðist af þeim, sem lengst voru
brottu, því múgurinn stóð á önd-
inni.”
Loks er voðaverk þetta fram-
kvæmt. Faðirinn, sem út hefir tek-
ið pyndingar, jafnmiklar syninum,
hverfur iheim aftur í borgarvígið
með óslökkvanda hefndarþorsta
gegn óvinum sínum.
Áður en Taras Bulba fellur sjálf-
ur Pólverjum í hendur, hefir hann
neytt þá til þess að friðþægja þús-
und sinnum grimdarfulla meðferð
þeirra á hernumdum Kósökkum.
Kósakkar í Úkraníu voru f ætt
við Lettlendinga. Lettland samein-
aðist Pólverjalandi 1386 og gengu
Ivósakkar )>á líka í bandaiagið.
(Fraonh. frá 3. bls.)
Meltingarsljóir
Magar þurfa
Magnesíu BaÖ
Tll irft I>vo fit ok eytSa hlnum h»kttu-
Ioko og eltraCa »(ir, nem gerar
fœliuuu «k olllr mellIn«ar-
leyslnu.
I»egar maglnn er súr og vinnur illa,
•þú hefir brjóstsvitia o.s.frv., þá skaltu
ekki gleypa pillu et5a önnur meöul,
sem laxerandi eru og aö eins veikja
I þín náttúrlegu meltingarfæri. Haltu
maganum hreinum og heilbrigöum,
meö því aö gefa honum stöku sinnum
innvortis Bisurated Magnesiu baö. t»aÖ
eyöir Öllum súr, stöfcvar geringuna í
fæöunni og kemur meltingunni i gott
og náttúrlegt ásigkomulag. Læknun-
um kemur saman um, aö níu-tíundu af
allri meltingaróreglu stafi af “of mikl-
um súr’’ í maganum. I»essi ofaukna
framleiösla af súreitri þarf aö stööv-
ast, ef varast skal alvarlegar afleiö-
lngar.
ÞaÖ er ekki nauösynlegt aö boröa
sérstakan mat,—láta bara lystina rába
því—, aÖ eins kaupiö pakka af Bisur-
ated Magnesia hjá lyfsalanum og tak-
iö teskeiö af því í glasi af vatni á
undan máltíöum í nokkra daga, og þér
finniö rnikinn mun á verkun magans;
þér fáiö engan ropa et5a vindgang,
engan brjóstsvoöa e?5a magaverk, eng-
an svima eöa andremmu. Bisurated
Magnesia er einmitt þa?5 sem maginn
þarfnast til þess a?5 eyöa súreitrinu og
lækna hinar sáru magahimnur.
Bisurated Magnesia er eina tegundin
af magnesíu, sem brúka skal til þessa.
Hún er ekki kostbær og ekki Jaxerandi
og skemmir aldrei magann. Hún er
seld einungis í dufti e?5a litlum plötum.
Reyni?5 hana og gleymi?5 svo maga-
óreglu y?5ar.
í Gœr, í Dag og á
Morgun.
Allir muna með ánægju eftir
meðalinu, sem hjálpaði þeim í gær.
Þeir vita einnig, að sama meðalið
mun hjálpa þeim í dag og á morg-
un, ef um sömu tilfellin er að
ræða. Mr. John Zlatohlavek, Dys-
art, Ia., skrifaði á pöntun sína 2.
febrúar 1918 þetta: “Fyrir sextán
árum, er eg Iá hættulega veikur
í sex vikur í New York, læknaðist
eg fljótlega af brúkun Triner’s
American Elixir of Bitter Wine.
Þess vegna panta eg nú aftur Trin-
er’s meðul.” Triner’s Elixir bregst
aldrei að lækna harðlífi, melting-
arleysi, uppþembu og höfuðverk,
svefnleysi, taugaveiklun o. s. frv.
Mr. Frank Lycka skrifar oss frá
Lansing, Mich., 14. febr. 1918:
“Eg mæli með Triner’s American
Elixir of Bitter Wine við alla landa
mína.”—Og eftir reynslu munt þú
gjöra það sama. Kostar $1.50 og
fæst í lyfjabúðum. Triner’s Lini-
ment á sér engan jafningja við
lækningu á gigt, bakverk, tognun,
bólgu o.s.frv. Kostar 70c,— Jos-
eph Triner Company, Manufactur-
ing Chemists, 1333—1343 S. Ash-
land Ave., Chicago, 111.
---------------------------------
Triners meðul fásfc öll hjá Alvin
Sales Oo., Dept. 15, P.O. Box 66
Winnipeg, Man.
r
G. THOMAS
llnrdal Block, Sherbrooke flu
Wlanlpes, Han.
Gjörlr vlö úr, klukkur og allekonar
gull og allfur stáss. — Utanbœjar
vlögeröam fljótt slnt.
I-
r \
Dr. M. B. Halfdorsson
«01 BOTD BUILDlrfG
Tala. Matn 30X8. Cor Port A Ela.
Stundar einvöröungu berklaofkt
og aöra lungnajsúkddma. Br aö
flnna á skrlfstofu' sinnt ki. 11 til IX
í kL S til 4 o.m.—Holmlll aö
46 Alloway ave.
TH. JOHNSON,
Úrmakart og Gullsmiður
Selur giftingalejrfiabráf.
Bárstakt ath
og viögJÖr
248 Main St.
iygli veltt pöntunum
öum útan af landl.
Phone M. 660«
I. I. Swanaen
H. Q. Hlnrlkaeoa
J. J. SWANS0N & C0.
ráSTBMlUSALAK OS
Talaiml Mala U47
Cor. Portago aad Garry, Wlnaloeg
MARKETNOTEL
14B Prtar mu Stre.t
á nðtl markaölnum
Bnatu vlnföng, vlndiar og aö-
hlyning góö. Islenkur vemnga-
*n*JlYr Halldóraeon. lelöboln-
tr lsiendingum.
P. O'CO.’t.\ICLi, Etgandi Wtaalpeg
Arnl Anderson K. P. Gariand
GARLAND & ANDERS0N
LÖGFR.UfilNGAR.
Phone Maln 1641
“31 Eleetri# Railway Ohambera.
Talsímt: Maln 6303.
Dr. J. G. Snidal
TANNLÆKNIR.
614 SOMBRSET BLK.
Portage Avenue. WINNIPEG
Dr. G. J. Gislason
Pbyalclaa aad Sargeoa
Atbygll veitt Auyna, Eyrna oy
Kverka Sjúkdómum. Asamt
innvortls sjúkdóinum og upp-
akurVi.
18 Sonth Srd St., Graad Fwríra, M.D.
Dr. J. Stefánsson
401 BOTD BUILDING
Hornl Portag. Av». og Edmonton Bt.
Stundar .ingöngu augna, .yrna,
n.f og kv.rka-sjúkdóma. Kr aö hltta
Irá kl. 10 tll ia f.h. og kl. 3 tll ■ a.h.
Phone: Main 3088.
H.tmlll: 106 Ollrta Bt. Tals. O. 1116
JV4r höfum fullar birgöir hr.in- 0
ustu lyfja og m.öala. Komlö A
meö lyfseöla yöar hlngaö. v4r V
4 gerum meöulln nákvaeml.ga eftlr A
— ávísan læknisins. Vér sinnum v
A utansveita pöntunum os s.ljum A
T giftlngaleyfí. : : : f
J COLCLEUGH <& CO. *
r Notre I)nme A Sherhrooke Sti. w
Á Phono Garry 2690—2691 \
A. S. BARDAL
selur llkklstur og annast um út-
farlr. Allur útbúnaöur sá bestl.
Knnfremur selur hann allskonar
minnlsvaröa og legstelna. : :
318 SHERBitOOKK ST.
Phon. G. 3153 WINNIPEG
ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ UM
heiinillsréttarlönd í Canada
og Norðvesturlandinu.
Hver fjölskyldufaölr, söa hver karl-
maöur sem er 18 ára, sem var brezkttr
þegn i byrjun strlöslns og heflr vertt»
þaö slöan, eöa sem er þegn Bandaþjóö-
anna eöa óháörar þjóöar, getur tokttt'
helmilisrétt á fjóröung úr sectlon af 4-
teknu stjórnarlandl í Manltoba, Sas-
katchewan eöa Aiberta. Umsækjandft
veröur sjálfur aö koma á landskrif-
stofu stjórnarlnnar söa undlrskrlfstofu
hennar i þvi héraöl. 1 umboöl annars
má taka land undtr vissum skllyröura
Skyldur: Sex mánaöa Ibúö og rnktún
landsins af hverju af þremur árum.
1 vlssum héruöum getur hver land-
neml fenglö forkaupsrétt á fjórö-
ungi sectlonar meö fram landl sinu.
Verö: $3.00 fyrtr hverja ekru. Skyldur:
Sex mánaöa ábúö a hverju hlnaa
næstu þriggja ára eftlr hann heflr
hlotlö eignarbréf fyrir hslmlllsréttar-
landl sinu og auk þess ræktaö 6»
ekrur á hlnu selnna landl. Forkaups-
réttar bréf getur landneml fenglö una-
lelö og hann fnr heimlltsréttarbréflö,
en þd meö vlssum skllyröum.
'ÍLandnemi, sem fengiö heflr helmllls-
réttarland, en getur ekkl fenglö for-
kaupsrétt, (pr.-.mptlon), g.tur keypt
helmillsréttarland J vissum héruöum.
Verö: $3.00 ekran. Veröur aö búa á
iandlnu sex mánuöl af hverju af þrem-
ur árum, rækta 60 ekrur og byggja hfke
sem sé $300.00 viröi.
Þelr sem hafa ekrifaö slg fyrlr helm-
llisréttarlandi, geta unnlö landbúnaö-
arvinnu hjá bændum i Canada árlV'
1917 og timl sá rsiknast sem skylda-
timl á landi þelrra, undir vtssum skli-
yröum.
Þegar stjörnarlönd eru auglýst eöa
tllkynt \ annan hátt, geta helmkomnlr
bermenn, sem verlö hafa i herþjðnustu
erlendts og fengltt hafa helöarleg«>
lausn, fenglö elns dags forgangsrétt
til aö skrifa sig fyrlr helmlllsrettaf-
landt á landFkrlfstofu héraöslns (toa
ekki á undirskrlfstofu). Lausnarbréf
veröur hann aö geta sýnt skrlfstofu-
stjðranum.
W. W. CORY,
Deputy Minlster of Interler.
B)0«, sem flytja auglýelaru þesea I-
hetmUlsleyat, fá eaga hergua tyrlr.