Heimskringla


Heimskringla - 28.03.1918, Qupperneq 6

Heimskringla - 28.03.1918, Qupperneq 6
6. BLAÐSiÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. MARZ 1918 r VILTUR VEGAR ^ Rex Beach Þegar Kirk var farinn að venjast ögn við alt Jjarna inni, tók hann að líta í kringum sig. Kom honum alt frekar einkennilega fyrir sjónir og veitti Jjví einna fyrst eftirtekt, að engar myndir voru á veggjunum. Húsmununum, sem virtust fornir og vandaðir, var raðað í ferhyrning í stofunni, og á miðju gólfinu stóð gríðarstór leirkrukka, skreytt margvíslegu útflúri. Upp við einn vegginn var skápur úr útskornum mahóníviði og á efstu hyllu hans var raðað skeljum og ýmsum fásénum munum. Hér og þar á gólfinu stóðu líkneski af öllu tagi og með mismunandi staerðum, sum þeirra úr vandað- asta postulíni, en önnur úr vanalegu leirkeraefni. I einu horni stofunnar var líkneski úr lituðu postulíni af tígrisdýri í fullri staerð, grimdarlegu mjög og sem virtist í þann veginn að stökkva á bráð sína. Augu Jjess voru úr gleri, galopin og starandi — alveg eins og augu fraendans frá Guatemala — og var þetta ekki aðlaðandi sjón í augum ókunnugs aðkom- anda. Kom sér nú vel, að Kirk var taugasterkur maður, en ekki var þó neitt, sem fyrir augu hans fcar þarna inni, uppörvandi fyrir hann eða hressandi. Út á hvað umræðurnar gengu við þetta tæki- færi, gat hann aldrei eftir á glöggvað sig með neinni vissu. Þegar töluvert áliðið var orðið kom ind- verska þjónustukonan hljóðlega inn í stofuna með stóran silfurbakka á lofti, sem á var raðað smærri diskum með aldinum. — Skömmu síðar var búið að breiða stífaðan dúk á kné Kirks og búið að rétta honum aldina-disk og gaffal, glas af víni og stóra köku — sem tæpast þoldi, að á hana væri litið, hvað þá, að hún væíri snert — og með því að hafa einlægt tvent á lofti í einu, gat hann einhvern veginn komist slysalaust í gegn um athöfn þessa. Þegar að tíma þeim leið, að hann tæki að hugsa til heimferðar, bjóst hann hálfvegis við því, að hon- um yrði leyft að tala fáein orð einslega við Gertrud- is áður en hann færi. En slíku var ekki að fagna. Honum var fylgt til dyra með sömu viðhöfninni og hann var leiddur til stofu þegar hann kom. Virtist Kirk þetta einna líkast því, að hjá fólki þessu væri hann frekar skoðaður fangi en frjáls maður! Var því ekki laust við, að hann drægi andann léttara þegar hann loksins var kominn út á götuna aftur. En endurminningin um hið hlýlega andlit Gertrudis og meðaumkvunarsvip kom honum þó brátt til þess að gleyma öllum undangengnum þrautum. Hann gekk yfir götuna í áttina heimleiðis og er hann var kominn upp á gangstéttina hinu megin, leit hann um öxl sér í áttina til Garavels hússins og sá þá bregða fyrir mannsmynd í myrkrinu fyrir aftan sig og sem var í þann veginn að hverfa út í skugga hliðargöt- unnar. Auðsjáanlega hafði Allan ekki getað staðist freistinguna og hafði veitt honum eftirför í þeirri von — að geta heyrt hann flytja bónorðið! Kirk brosti og tók að hraða göngu sinni, en þegar heim kom, varð hann meir en lítið hissa að hitta Allan þar fyrir, sitjandi rólegan eins og ekkert hefði í skorist. ? “Hvernig gaztu komist heim á undan mér?” spurði Kirk hann. “Eg hefi beðið hér með mestu óþreyju síðan þú fórst. Á mig rann þó einu sinni blundur og dreymdi mig—” “Veittir þú mér ekki eftirför?” “Nei, herra. Slíkt gæti eg ekki látið um mig spyrjast.” Kirk þóttist vita, að svertinginn myndi satt segja og komst því að þeirri niðurstöðu, að einhver hefði verið að njósna um ferðir hans. En ekki virtist honum þetta alvarlegt eða þýðingarvert og hætti |jví brátt að hugsa um það. “Og hverju svaraði kvenmaður þessi þeirri til- lögu þinni, að hún giftist þér?” spurði nú Allan. “Guði sé lof — hann einn veit hvaða kvalir eg verð að þola, ef þú segir mér ekki tafarlaust hið sanna.” “Það varð ekkert úr bónorðinu í þetta sinn. Heil samkunda af skyldfólki hennar var einlægt í stofunni. Sat fólk þetta í keltu minni alt kvöldið.” “Ef til vill er þetta Iánlegt, eftir alt saman. Senorita þessi er afar auðug, og eyðslusemi hennar gæti sett okkur alveg á höfuðið.” Kirk gat einhvern veginn losast við sinn þrákelkn- islega þjón á endanum og gekk þó tafarlaust til hvílu ---til þess að láta sig dreyma feimnislegar spánskar stúlkur, sem huldu sig á bak við ófrýnilegar kerling- ar og horfðu þaðan til hans, stór postulíns tígrisdýr, sem hógu tryllingslega við spaugsyrði hans, og Guatemala frændur, sem stöðugt blindu á hann kolsvörtum augum, galopnum og starandi. • ’ ) XXII. KAPITULI. Runnels hafði að vísu búist við breytingum á stjórn brautarinnar, eins og hann hafði sagt, en þó « var eins og honum yrði hverft við, er hann kom til skrifstofu sinnar einn morgun og varð þess vísari — að hann væri orðinn einn af helztu meðlimum stjórnaráðsins og falin öll æðsta umsjón við braut- ina. Dróg hann ékki að senda eftir Kirk, sem tók gleðifréttum þessum með mesta jafnaðargeði. “Ekki er þetta þó alveg fastákveðið,” sagði Runnels og leit skarplega til hans. “Það á að reyna okkur, og ef við gefumst vel, fáum við að halda þessum stöðum, annars ekki.” “Eg mun reyna að gera mitt bezta.” "Eg er nú orðinn Blakely hlutskarpari, þrátt fyr- ir Jolson gamla, og kvíði því engu. Umskifti þessi komu þó fyr en eg átti von og nú er við, þú og eg, erum teknir að halda hér um stjórnvölinn, verðum við að sýna umheiminum, hvað í okkur býr.” Kirk hneigði sig. “Þú verðskuldar þeta fyllilega, en hve mig snertir, er mér óskiljanlegt hvernig á því stendur, að eg kemst upp á við svo fljótt og fyrir- hafnarlítið. Margir hér eru mér fróðari í öllu, sem að stöðu þessari lýtur og hæfari til að skipa hana. Eg hlýt að vera lánsmaður.” “Heldur þú virkilega, að þetta sé hepni eða lán?” mælti Runnels og leit til hans eins og forviða. “Eg er ekki nógu mikill sjálfbyrgingur, til þess að halda þetta orsakast sökum gáfna minna og hæfileika.” ? “Það eru Cortlandts hjónin, sem standa á bak við -þetta alt. Þau hafa lagt á öll ráðin með þetta og eiga stærsta þáttinn í breytingunum — virðast hafa gert þetta mest þín vegna, en þó stend eg og aðrir hér engu síður í þakkarskuld við þau.” “Er þú segir ‘þau’, býst eg við þú eigir eingöngu við ‘frú Cortlandt’.” “Auðvitað. Ekki má þó alveg ganga fram hjá manni hennar. Hann var í raun og veru mikið við þetta riðinn og svo mikið er víst, að hefði hann snúist á móti þessu, þá hefði það ekki komist í gegn að svo stöddu.” “Eg get ekki neitað, að grunur um þetta hefir gripið mig stundum,” mælti Kirk og var hugsandi,” “en var þó að vona, að mér myndi hepnast að kom- ast hér áfram af sjálfsdáðum.” Runnels hló. “Hefðir þú ekki reynst jafnvel, þá hefði þetta aldrei getað átt sér stað. En þetta er stjómar starf og engir af okkur nægilega vel gefnir til þess—að komast upp á við af sjálfsdáðum. Til þess þyrftum við að vera meir en menskir. Ef ekki hefði verið fyrir afskift þeirra Cortlandts, hefðu einhverjir aðrir, með áhrif að baki sér, fengið þess- ar stöður. Athugum Blakely, til dæmis. Hann er enginn garpur og öll þekking hans á starfsmálum brautarinnar frekar bágborin, en hann er tengda- bróðir Jolsons og þetta gerir mismun sem nægir. Hann var því sjálfsagður að skipa þessa stöðu, ef vinir okkar hefðu ekki komið til sögunnar. Láttu samvizkuna lúra í friði og kærðu þig kollóttan, þó önnur öfl en þitt eigið hafi komið þessu til leiðar.” “Eg vildi gjarnan við gætum sýnt þeim Cort- landts hjónum einhverja viðurkenningu þess, sem þau hafa fyrir okkur gert; en ekki fáum við þakkað henni neitt, án þess að gera lítið úr honum um leið. Þakklæti okkar verður að birtast í gegn um hann.” “Hví ekki að bjóða honum til kvöldverðar ein- hvern tíma áður langt líður og tjá honum þá hrein- skilnislega þakklæti okkar? Vafalaust er hann sá maður, að taka þessu vel og myndi þetta engu síð- ur votta konu hans þakklætishug okkar.” “Ágætt—eg skal tafarlaust minnast á þetta við samverkamenn okkar. En nú finst mér svo komið, viðeigandi sé að aðstoðar ráðsmaður brautarinnar taki í hönd þess, sem nú er seztur við aðal stjórn- völinn, og árni honum allra heilla.” Runnels tók þétt og innilega í hina útréttu hönd Kirks. “Heyrðu, Anthony,” mælti hann. “Við erum ungir enn þá og höfum nú fengið góða byrjun. Hafi eg eitthvað, sem þig skortir, og þú eitthvað, sem mig ákortir, þá ætti samvinna okakr að geta borið bezta árangur. Við ættum að geta orðið járnbraut- areigendur sjálfir með tíð og tíma, eða hvað finst þér? ” “Slíkt væri óumflýjanleg afleiðing af orsök.” Þrunginn af áhuga tók Kirk að sinna hinum nýju skyldustörfum. Honum duldist ekki, að hann hafði stigið risaskref upp á við, en þótti lakast, hve mikið þetta væri frú Cortlandt að þakka! Þó fanst honum sjálfsagt hann hljóta sjálfur að eiga einhvern þátt í þessu — annars hefði honum tæplega verið veitt jafn vandasöm og ábyrgðarmikil staða, og ánægjuauki var honum sú tilhugsun, að í baráttu sinni áfram við brautina hefði hann aldrei stjakað neinum manni úr vegi; fyrirrennarar hans höfðu annað hvort sjálfviljuglega verið að hætta eða þeir hefðu verið að fá hækkun sjálfir.--------Og í sam- bandi við þetta alt gleymdi Kirk ekki að taka til greina, hve mikil áhrif þetta gaeti haft á banka- stjórann, Anders Garavel. En staðan nýja færði honum nýjar þrautir og áhyggjur. Runnels aðstoðaði hann eftir föngum, en létti þó lítið undir með honum — var önnum kafinn sjálfur — og í fyrsta sinni á æfinni fékk nú Kirk að reyna, hve mikil ábyrgð þýddi. Svefntími hans varð styttri; hann varð nú að taka á öllum sínum kröft- um og mátti hvergi af draga; hann varð að reka sjálfan sig áfram með járnhendi. Þó störf hans væru örðug og margbrotin, var öðru nær, en hann vildi uppgefast og hans mikla æskumannsþrek og óbilandi gerði það líka að verkum, að oft fékk hann afkast- að feikilega miklu. Sömuleiðis var hann svo vand- virkur við öll sín störf, að Runnels hafði fáa starfs- menn þekt honum fremri. Einn árangur höfðu hans miklu áhyggjur, sem hann var þakklátur fyrir; þær aðskildu hann og frú Cortlandt og komu honum til að gleyma hinum leiða atburði, er þau síðast voru saman. Enn þá gerði þetta honum þó gramt í geði, kæmi það upp í huga hans. Ekki fann hann mikla ástæðu til þess að á- saka sjálfan sig—því þó hann játaði, að hafa gleymt sér allra snöggvast kóldið góða á Taboga- ey, þá hafði hann aldrei farið lengra í sakirnar, en að skoða hana vin sinn. Háttalag hennar í skógin- um hafði því komið honum meir en lítið á óvart. Er hann nú hnugsaði um þetta eftir á, virtist honum það nærri óskiljanlegt, en um þýðingu orða hennar hafði þó ekki verið að villast. Aldrei hafði hann séð hana jafn æsta og kæruleysislega og við þetta tælkifæri. Með viljaþreki og með því að leggja sig allan eftir starfi sínu fékk hann samt sem áður smátt og smátt hrakið þessar leiðu endurminningar úr huga sfnum. Skömmu eftir umskiftin við brautina, fékk hann hlýlega orðað skeyti frá Garavel bankastjóra og árnaðaróskir, og nokkru seinna fékk hann frá þeim sama boð til kveldverðar, sem hann þáði þakksamlega. Kvöld þetta varð honum þó til nýrra vonbrigða, því ekki var honum leyft að tala eitt orð við Gert- rudis einslega, og varð að láta sér nægja að horfa á hana. En þó öll fjölskyldan væri þarna viðstödd eins og í fyrra sinn, þá varð Kirk brátt var við það sér til mestu nndrunar, að alt annar svipur var nú yfir fólki þessu en áður og viðmót þess að mun þýð- ara f hans garð. Ekki duldist honum þó, að enn væri verið að rannsaka hann og athuga — rann- sókninni væri enn ekki lokið; enn hélt Garavel fjöl- skyldan honum í mátulegri fjarlægð* sem sýndi ljós- lega að enn vaéri hann ekki búinn að vinna sér fult traust hennar. Seinna um kvöldið fóru allir úr stofunni nema Gertrudis og gamla konan, sem áður hefir verið frá skýrt, og af því Kirk vissi að kerling skildi ekki eitt orð í tungu hans, ávarpaði hann Gertrudis á ensku og reyndi að bera sig til eins eðlilega og honum var unt. “Eg var sorgbitin þín vegna, Senor,” var svar hennar gegn hálf-spaugilegri kvörtun hans, “síðast þegar þú varst hér. Það leyndi sér ekki, að þú varst mjög skelkaður.” “Ekki var það, en eg varð fyrir miklum von- brigðum. Eg hélt eg myndi fá að tala við þig eins- lega.” “Ó, slíkt er aldrei leyft.” “Aldrei leyft? Hve nær fæ eg þá tækifæri til að biðja þig að giftast mér?” Ungfrú Garavel varð eldrauð í framan og huldi andlitið á bak við blævæ/ng sinn. “Að dæma af þeirri litlu viðkynningu, sem eg hefi af þér, finst mér þú vera líklegur til þess að spyrja þeirrar heimsku- legu spurningar við hvaða tækifæri sem er,” mælti hún. "Eg vildi feginn þú leiðbeindir mér, kendir mér siði ykkar.” “Hvað fýsir þig helzt að fá að vita?” “Hvers vegna umkringir öll fjölskyldan mig þannig? Eg 'kem ekki hingað með því markmiði að stela héryneinu — til þess að ganga úr skugga um það, má leita í vösum mínum áður en eg fer!” “Fólk mitt er ef til vill að gera tilraun að kynn- ast þér, að reyna að komast eftir, hvaða mann þú munir hafa að geyma.” "En hver sem væri, myndi finna til samvizku- bits, að baka vesalings fólkinu allar þessar á- hyggjur.” Hún leit til hans með hálf-feimnislegu augna- ráði. Leggur þú nokkra sérstaka þýðingu í það, að faðir minn skuli hafa boðið þér til kveld- verðar? ” ‘ Vitanlega geri eg það — býst við þetta þýði, að ekki eigi að útiloka mig sökum framkomu minnar í fyrra sinn. Og eftir að eg er orðinn löggildur með- limur samfélagsins hér, verður mér að líkindum leyft að halda áfram ettir vanalegum reglum.” Hún roðnaði yndislega í annað sinn. “Þar sem þú ert svo fáfróður viðkomandi siðum okkar, ættir þú að leita þér frekari upplýsinga við fyrstu hent- ugleika. Eg ráðlegg þér að læra sem fyrst spanska tungu.” “Vilt þú vera kennari minn? Eg skal koma á hverju kveldi.” Hún svaraði engu, því nú var gamla konan farin að gerast forvitin, og hófst því löng samræða á spönsku, sem Kirk skildi ekki. Gekk hann ekki að því gruflandi, að kerling myndi vera þarna á verði og undi þéssu afar illa. Þegar að þeim tíma leið, að hún vildi frá þeim fara og taka á sig náðir, þrammaði hún með tignar- svip miklum til dyranna og hrópaði þar á Stephaniu, og leið þá ekki á löngu að hin stórskorna svarta þerna Gertrudis gert vart við sig. Þá loksins fékst sú galma til að fara — og sýndi þetta Kirk ljóslega, hve lítið traust Garavel fjölskyldan bæri til hans að svo komnu. Þar sem þerna þessi kunni ensku, varð nú samtal þeirra Gertrudis og hans þvingaðra og óeðlilegra en áður. Tók hann því áð- ur langt leið að búast til heimferðar, og þó hann hefði nú orðið fyrir töluverðum vonbrigðum, sem í fyrra sinn, var hann ek"ki hið minsta niðurdreginn. Bónorðið gekk að vísu fremur treglega; þegar hin- ar örðugu kringumstæður voru teknar til greina, mátti þó segja, að það gengi eftir öllum vonum. Næsta dag mætti Kirk Ramón Alfares og við það tækifæri jókst skilningur hans að miklum mun á hinum einkennilegu siðum Spánverja. Var Ramón að bíða fyrir framan skrifstofu hans, sýnilega með þeim ásetningi að hafa tal af honum. Byrjaði hann ræðu sína á spönsku og svo var hugaræsing hans mikil, að hann skalf og titraði á beinum. “Þú verður að leika þetta alt upp aftur,” varð Kirk að orði. “Eg er að eins nýbyrjaður að átta mig á sögninni 'amar’. Af hvaða andlegri sýki þjá- ist þú í þetta sinn?” “Ha! Allra snöggvast gleymdi eg fáfræði þinni —en fyrir þína svívirðilegu breytni verður þú mér að svara.” Með mestu ánægju. Til þess eg geti skilið spurningar þínar, mátt þú ekki vera jafn-óðamála!” “Skildu það líka,” hélt Spánverjinn áfram, “að hvað sem fyrir mig kemur, skal þetta aldrei fram koma. Svo skammarlegur atburður skal sér ekki stað eiga; um það máttu viss vera, þó síðasti blóð- dropinn renni úr mínum æðum. Eg hefi fyrirlitið þig, seno’r, en hefi vanrækt að refsa þér, þar sem eg hefi haft vandasömum stjórnmálum að sinna. Nú vil eg fyrir þessa vanrækslu gjalda.” Alfares dróg andann þungt og var hinn grimmilegasti. “Eg skil þig ekki. Hvaða gjald áttu við?” “Jæja, gott og vel — svínið þitt!” “Engin gaólunöfn — haltu þér við umtalsefnið.” “Þú hefir mig móðgað,” hrópaði nú Alfares sem væri hann bandóður; “og nú dirfist þú afskifti hafa af mínum einkamálum.” Nú færðist Ramón í leik- arastellingar. "Vertu viðbúinn að berjast á morg- un." “Hver skollinn—” hrópaði Kirk undrandi. “Þetta er þá hólmgönguboð — þú skorar mig á hólm! þetta er ekki ósvipað og á sér stað í skáld- sögunum.” Hann hló og við það espaðist Alfares um allan helmnig. "En, heyrðu, eg vil nú koma með þá tillögu, að við berjumst með vatnsslöngum aftur. þú munt hvort sem er hugsa á hefndir síðan eftir steypibaðið kvöldið góða.” "Eg kýs að skjóta þig með skammbyssu,” svar- aði hann hægt. “Gifting þessi skal sér ekki stað eiga fyr en eg hefi fyrst gengið yfir þinn dauða skrokk. — Sem heiðvirður maður vil þér þettá tæki- færi bjóða áður en það verður of seint.” “Eg þykist vita, að þú hafir verið að drekka. Það er ótímabært að tala um giftinguna á undan trúlofuninni — finst þér ekki?” "Einmitt það! Þú óttast að meðganga sann- leikann — en ekki með slíku fær þú mig svikið. öll Panama er nú að tala um trjúlofun þessa til Senoritu Garavel. — Ætlar þú áskorun minni að taka, eða verð eg að móðga þig meir?” Hingað til hafði Kirk eingöngu skoðað þetta skrípaleik, en nú var farið að síga í hann. “Nei,” svaraði hann hörkulega. “Eg held þú sért kominn alveg nógu langt." ; ‘ Þú neitar þá?" æpti Ramón sigrihrósandi. ‘ “Taktu nú eftir,” mælti Kirk. “Eg er búinn að fá nægju mína af svo góðu.” Hann færði sig áfram lítið eitt og hopaði þá Spánverjinn aftur á bak með með sama, sýnilega skelkaður. “Eg tek ekki þátt í hólmgöngum; slíkt er gagnstætt lögum Iandsins. I mínu landi skoðast glæpur að drepa mann, undir öllum kringumstæðum; við bindum ekki neinn á höndum og fótum óg misþyrmum honum svo unz hann er nær dauða en lífi.--------Þrátt fyrir morð þín og manndráp ert þú að stæra þig af því að þú sért heiðvirður maður--------. Eg get frætt þig á því, að hólmgöngur eru ‘úr móð’ á meðal heiðvirðra manna." Hann krepti hnefana ósjálfrátt. “Eg finn enga löngun hjá mér til þess að meiða þig, Al- fares, en ef til vill fæ eg ekki við mig ráðið, verðir þú aftur á vegi mínum.” Að svo mæltu gekk Kirk á brott og skildi við hinn, afskræmdan af reiði og muldrandi fyrir munni sér ýmsar hótanir. Óskiljanlegt var Kirk með öllu hvernig á því stóð, að tilgangur hans með heim- sóknunum til Garavels skyldi vera orðinn opinber svo víða þarna í borginni. Seinna um daginn fékk hann að vita ástæðuna fyrir því. Um það bil að hann var að hætta á skrifstof- unni kom skeyti til hans frá frú Cortlandt, þar sem hún mæltist til að hann kælmi á fund hennar hið bráðasta. Sendi hann því eftir kerru og ók til húse hennar án tafar. Stóð húsið, sem þau Cortlandts hjón höfðu leigt, niður við ströndina og af aftari veggsvölum þess mátti sjá sævaröldurnar velta upp að grunni borgarveggsins. Þetta var yndislegur staður, innibyrgður að framan af ræktuðu hrís- kjarri, blómbeðum og vafningsviði. En til beggja hliða við húsið stóðu, á spánverska vísu, iðnaðar- mannastofur ýmsar og verzlanir. Edith lét hann bíða eftir sér nokkur augnablik áður hún kæmi niður til hans, og var hún þá klædd í reiðföt og auðsýnilega í þann veginn að leggja af stað í eina af skemtiferðum sínum út fyrir borgina.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.