Heimskringla - 20.06.1918, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 20. JÚNI 1918
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐSIÐA
J0R_Ð.
Eftir Einar Benediktsson.
Vor jörð. Vor jörð. Eitt orð í himnaheim.
Eitt hugboð andans mikla, er ljósið glóði.
— Hann risti þína braut sem línu í Ijóði,
sem logahending í vorn sólargeim.
Hann kvað þig fram í kraftsins myndum tveim,
hann kendi þig við eilífð og við dauða.
En eins og styðjast stuðlar dýrra braga
hann strengdi þína geisla á djúpið auða.
Þeir eiga að bera andvarp þinna nauða
og óm þíns fagnaðs yfir tímans daga.
Svo hlóðst þín krystallsbygging röð af röð,
og rætur seildust djúpt að tindf og grunni.
En hugir lyftust yfir röst og runni
í röðulmorgna og heilög straumaböðí
Og himinn snart með ljósi lífgræn blöð,
svo loftið brjóstin þyrstu mættu teiga.
— Svo kveiktist þrá, og þrautin á að vinnast
og þúsund leiðir hnoss og sælu eiga.
En eldhjör blikar milli vara og veiga:
Einn vegur liggur heim. Þín fórn skal innast.
Því sekkur glaumsins bylgja blökk og hljóð,
er beinist að sér sjálfum andans kraftur
og neista viljans sendir efnið aftur,
með arð síns banastríðs í lífsins sjóð.
Vor jörð. Nú hrópar hjartna þinna blóð
er hismið endurkrefst í þögn og eyði.
Með kvíða og ógn þess hörðu fjötur hrökkva,
svo hnígur moldin þungt að sínu leiði.
Vér frelsumst sem í leiftri af líkn og reiði.
— Vort ljós, það kviknar þegar fer að rökkva.
I einum svip vér sjáum lífsins dag,
er sálin lítur við í dauðans hliði —
sem rifjist þáttur upp á sjónarsviði,
er síðsti ómur deyr í leiksins brag.
Hve hljómar saknaðsárt vort minnislag;
hve sveimar Iiðins tíma augun skera.
— I kvæðalok nær^hrygðin hærra en gleðin.
Að hinstu skilst oss fyr?t vor eigin vera,
og hjartað finnur orð, sem andann bera, .
------Vort æfiljóð, sem bót ei verður kveðin!
Þín dýpsta Kvöt hún bjó þér böl og hel.
I banni traðkast nú þinn helgi lundur.
Og þó á lífið enn sitt háa undur —
er ástin helga snertir mannleg þel.
Þá skín þú saklaus enn, vort Edenshvel,
með aldin frjáls, er sig til jarðar hneigja.
Þá gjöra hjörtu hugi tvenna að einum,
og himininn hann sézt, en orðin þegja—
en syndug, jarðnesk brjóst í draumi deyja
og drúpa að vængjaföðmum, engilhreinum.
— Vér helgumst þér, vor sólarsignda fold,
í segulviðjum, undir loftsins höfga,
með eðlið skift, til hels og himins öfga,
og hljóða vöggu búna í unn og mold.
Þú hófst til ljóss og lífs vort þunga hold
og lyftir vorri brá til morgunlanda.
Sem vona og trúnaðs börn, þín björg vér hreyfum.
Á brúnum tinda vegamerkin standa.
Loks dagar yfir draum vors bundna anda,
og dauðinn leysir vora sál úr reifum.
— Vér teigum við þitt brjóst vort Bragavín;
þín bros og daggir titra í vorum gígjum,
þinn andblær ber vorn óð að himinskýjum;
með ómi þinna hamra rödd vor dvín.
Þú breiði/ klæði blóma og fannalín
á brautir vorar, upp til söngsins hæða.
Þitt afl er það, sem Ijóði cg Iist vér vígjum
— þú lézt það streyma fratn til vorra æða.
Af jarðarætt er andi vorra kvæða.
Þinn eldur býr í strengnum sem vér knýjum.
Vort sandkorn himnahafs, hve ertu stór.
Þín hljóðu straumaköst ná geiminn yfir.
1 þínu dufti drottins myndin lifir.
Þú dropi varðst svo fyltist ljóssins sjór.
Sá andi, er stillir stjörnuskarans kór,
hann stýrir hverju spori þinna loga;
því hann er sá, sem alt sér í því eina;
því á eitt sjónarkast vort hvolfsins boga;
því speglast blikur blárra, djúpra voga
í blaðsins dögg, í tárum þinna steina.
Þú deplar auga og dagur verður kveld.
Þú dregur blæju hægt á mánagluggann —
og breiðir þér að brjósti næturskuggann,
þú blundar, vaknar, kveikir morguneld.
Þú dúðar okkur hljótt í haustsins feld,
en heitan móðurkoss tH vorsins geymir.
Svo snýr þú við, sem vrf að ástarhótum,
og vetrarþraut í röðulfaðmi gleymir.
En grannahvelin heilög bros þín dreymir,
ó, himinstjarna, sem vér troðum fótum. .
— Vrð djúpsins eld þú ólst vorn skygna hug,
sem uggir heima og líf þar sólir dvína,
og hærra vill og víðar en þær skína,
sem veit, að takmörk á þitt stolta flug. —
I sókn og flótta sveiflast þú á bug
unz sundrast þú í logans insta kjarna.
En hrapir þú í ösku á auðar slóðir,
samt er þín líking varðveitt, fagra stjarna.
I sál og anda ódauðlegra barna
þar er þín eilífð, veröld vor og móðir.
Þín sanna dýrð hún skín í hilling hæst,
þar hvelfast skýjaborgir. Og þær standa.
Á meðan grjót og múrar hrynja í sanda
rís munans höll þeim trausta grunni næst.
Þann skáldagrun, sem lýsir loftin fjærst,
er lengst að má úr heimsins dánarsögum.
Því verður list vors lífs hið fagra að dreyma
í lit, í mál, í hljóms og sjónar brögum.
— Þín fegurð öll er undir djúpum lögum,
sem andinn veit, en hjartað þarf að gleyma.
Þar birtist voðavafans gáta öll.
Hver vanhelg sjón hún deyr við bjarmann mikla.
Því geyma englasverðin landsins lykla
og ljósi jarðarandans hasla völl. —
Ein alda af brjóstsins hafi flytur fjöll
þar forvit heims er blindni og dróma vafið.
Vort hærra stig ber anda og kend í eining —
í undirdjúpi sefans finst það grafið.
Sjá farfuglsungann átta sig um hafið;
eins eygist luktri sjón vors höfunds meining.
En eins og hvolfir hylur skýi við,
svo hverfast sjónir vorri ytri skoðun.
Þitt blinda líf það hlýðir hærri boðun,
en himnur augans spegla öfug mið.
Þar starir skynjun öll, við afgrunns rið,
í ásýnd þá, sem ljóss frá stól er hröpuð.
Þar ristir máttug hönd á veggin varnað:
Án vegabréfs vors hjarta er leiðin töpuð.
Vor hulda greind var oss til skilnings sköpuð;
því skerðir trúlaust vit vorn sálarfarnað.
s ,
Þó væri án skuggans sviplaus sjálf þín brá.
1 sálarhjúpinn er híuis teikning dregin
— unz sólarblettur er af auga þveginn
og upptök geislans hugir þola að sjá.
Því er alt líf þitt stormur, stríð og þrá
upp stigans þrep, svo hækki og göfgist myndin.
Því logar klaki og steinn í stjörnugliti,
því stráir blómið ilm á fjallavindinn,
því grípur augað geislann bakvið tindinn
og gægist yfir friðarbogans liti.
p
Má þessi vilji í blóði, bjargi og hlyn
ei bylta hafsins stefnu á nýja vegi. —
Skilst þannig útboð vort að dómadegi
að duftið sjálft sig hefji í æðra skyn?
Hvort skalt þú bera andans kraftakyn,
sem kveðst til annars lífs, án molda og grafa?
Skal jarðarreynsla rísa af efnisdraumnum
og rúnateiknin handan Ijóssins stafa,
unz mennskir hugir sökkvisjóinn kafa
og sveiflumálið Iesa í yzta straumnum?
— Svo rétt oss Iífsins djúpu, dýru skál,
þú dóttir myrkra undir himinljósum.
Lát bekki þína og öndveg anga af rósum,
láta óma í risin blóm þitt hæsta mál.
Stíg tímans spor við hnattahjálmsins bál,
við hörpugný af röstum vinda og sjóa.
Hvert bros þíns vanga lyftir hjarta Ijóðum,
við Ijóma þinna hvarma vonir gróa,
við lokkailm og andþyt sterkra skóga,
við æða þinna nið í björtum flóðum.
Vor jörð. Vor jörð. Eitt blys í heljarheim.
Einn höfundstraumur, roðinn sonarblóði.
Eitt heilagt rím í þessu ldgaljóði,
sem las vor guð í skuggans veldisgeim.
Hann kvað þig fram í eldi og í eim,
af yrkisefnum þagnar, myrkra og dauða.
Hve sterkir eru stuðlar þeirra braga;
þeir strengja geislabrýr á djúpið auða,
sem bera himnum boðskap gleði og nauða
frá brjósti þínu — yfir tímans daga.
— Skírnir.
Prentun.
Alls konar prentun fljótt og
vel af hendi leyst. — V^rki
frá utanbaejar mðnnum sér-
staklega gaumur gefinn.
The Viktng Press, Ltd.
729 Sherbrooke St.
P. O. Box 3171 Winnipeg
Fiskiverkun í Ameríku
1 skýrslu um iferð sína til Ameríku
segir Matthías ólafsson erindreki
Fiskifélagsims, að mjög lítið sé selt í
Bandaríkjunum af fiski, verkuðum
á sama hátt og hér gerist. Sá fiskur
sé ]>ar til, en sé allur sendur til
Cuba og allur mjög illa verkaður,
svo að hann myndi ekki komast i
3. flokk hér. Aðal fiskiverkunar-
aðiferðinni i B>andaríkjunum lýsir
hann þannig:
Sé fiskurinn veiddur á báta, sem
koma að iandi daglega, er ihann
keyptur með höfði og ihala og flatt-
ur á sama hátt og vérj gerum og
sömuleiðis saltaður á s>ama 'hátt.
Eigi blóðga fiskimenn fiskinn þeg-
ar hanm kemur úr sjónum og er það
egi af því að slíkt þyki ekki betra,
heldur er þetta gömul venja, sem
ekki hefir tekist að afmema. Þó við-
urkendu menn, að slíkt spilti útliti
fiskjarins. Þegar fiskurinn hefir leg-
ið f s>alti um eða yfir 14 daga, er
hanií pækilsaltaður, og þegar hann
hefir legið nokkra daga í saltpækli,
er hann tekinn upp og einhver
málamyndar þvottur hafður á hon-
um. Hefði mér ekki verið sagt, að
lvann væri þvegimm, þá hefði eg af
útliti hans álitið að hann hefði alls
ekki verið þveginn. Síðan er fiskur-
inn tþurkaður í einn dag, eða sem
því svarar. Þá er hann fleginn og
dállíurnn rifinn úr og uggar allir
teknir burtu. Þetta gera karlmenn,
en svo taka stúlkurnar við og reita
smábeinin úr með dálítið einkenni-
legum töngum. Voru stúlkurnar
ærið handhraðar að þéssu verki.
NÚ byrjar innpökkunin á fiskinum
og er hún afar margbreytileg, eftir
því hvaða tegund (Brand) að fisk-
urinn á að verða. Sú allra einfald-
asta er það, að þegar búið er að flá
fiskinn og taka burtu dálk og ugga,
þá er skorin burtu þríhyrna úr
kviðnum, 1 þar sem hann kemur
saman við hnakkann. Er það
stykki, eins og inenn vita, mjög smá-
beinótt. Að því búnu er fiskinum
“rúllað” saman og hann fergður f
kössum, sem innihalda frá 20—50
pund. Kassinn er fóðraður að inn-
an með smjörpappír, og er svo á-
valt, hverjar sem umbúðirnar eru,
að smjörpappír er næst ifiskinum.
Kassar þessir eru að eins brenni-
merktir með firmanafni og tegund-
arheiti (Brand). Lfta þeir eigi ó-
svipað út og isimjörlfkiskassar.
Bitar þeir, sem skornir eru úr
þunnildunum, svo sem að framan
segir, eru ásamt smébitum af fiski,
sem ávalt verða talsverðir við fiátt-
inn og þegar dálkurnn er rifinn
burtu, iátnir f mölunarvélina og
koma úr henni sem fiskmjöl. Eru
þá beinin orðin möluð með fiskin-
um og sér þeirra engan stað. Þetta
mjöl er látið í litla pakka úr stinn-
um pappa og er ákveðin vikt í
hverjum pakka, e. 221 gr. Síðan eru
límdar “etikettur” á þessa pakka
og þá eru þer tilbúnir til sölu. Þetta
fiskimjöl er haft f fiskisnúða.og
ýmsan þann mat, sem vér höfum
“fiskifars” í. Mun innihaid hvers
pakka nægja til fiskréttar handa 4
—5 mönnum og er fljótt til þess að
taka, og þykir slfkt mikill kostur.
Þess skal getið í eitt skifti fyrir
öll, að yfir flestar fiskitegundir
(Brands) er sáð hvítu dufti, sem er
mestmegnis borðsalt, er það meðal
annars gert til þess að fiskttrinn
verði hvítari að úitliti, en einnig til
jiess að verja hann skemdum.
Kváðu þeir þetta lítinn kostnaðar
auka. Hinn fiskurinn, sem öll smá-
beinin eru reitt úr, er pakkaður f
smákassa á stærð við grififlastokka
með renniloki eins og þeir. Á þessia
stokka eru límdir miðar með firma-
nafni og tegundarheiti. Þá er enn
sú aðferð, að binda fiskinn í pakka
(iböggla) með misjafnri vigt, naum-
ast yfir 2 lg, einna tfðast 1 lb. Er
þá bundið með bómullargarni um
báða enda pakkahs, þá kemur
smjörpapfrinn og svo yzt skraut-
legir miðar með firmanafni og teg-
undarheiti. Líta þessir pakkar mjög
líkt út sjókólaðipakkar, sem eru f
fallegum umsbúðum, enda er þetta
dýrasti og vandaðasti fiskurinn.
Þessir pakkar og sömuleiðis smá-
kassarnir eru svo látnir í stóra kassa
og þá er fiskurinn tilíbúinn til að
sendast með lestunum vestur í álfu
og þá einkum til Chicago.
Um það leyti sem eg var í Glou-
eester, var verð á þessum fiski í 20
lbs. köissum 18c. pundið í sfcórkaup-
um á staðnum í Gloueester. í
smærri umibúðum nokkru dýrari.
Kassi utan um 20 ibs. sögðu þeir að
kostaði um 18c. eða sem næst 5% aif
innihaldi, og lfkt væri hlutfallið á
öðrum umbúðum—VísiPi
Strembinn biti
(Eftir “Frón”)
Fæstir mundu trúa því, að bless-
aður þorskurinn, sem flestum þykir
svo góður, gæti verið svo ótrúlega
gfrugur og gráðugur, sem ihann er.
Má þar um segja, að hann eti alt
som að kjafti kemur, og fer þá ekki
að því, ihvort ætt er eða óœtt.
Eftirfarandi sögur um þetta efni
segir Bjarni fiskifræðingur Sæ-
mundsson í 1. fcbl. Ægis þ. þ.:
“Páll Bjarnason kennari á Stokks-
eyri, sendi mér í hitteðfyrra stóran
(15 cm. langan) sjálfskeiðing, sem
hiafði fundist opinn 4 maga í þorski,
er veiddist í Selvogssjó þá á vetrar-
vertíðinni. Hníifurinn hefir auðsjá-
anlega að eins verið ibúinn að vera
stutta stund í maga fisksins þegar
hann veiddist, því blaðið var fag-
urt og ekki farið að efcast af ipaga-
sýrunni. Ekki hefi eg getað spurt
uppi hver átti hníflnn, né hvenær
hann haifi tapast. Hann var ein-
blöðungur óg með kinnar úr rá-
dýrsihorni (beinkinnar með örðum
á) og er til sýnis f náttúrugripa-
safninu. Annar 'hnífur (sagði Páll
mér) hafði fundist f þorski í Stokks-
eyrarsjó um sama leyti og hinn, en
um þann fund hef eg ekki getað
aflað mér ifrekari upplýsinga.”
“Þorsteinn Jónsson frá Alviðru f
ölifusi misti út fla ningshníf á skip-
inu Albatros á Selvogsanika, í miðj-
um Aprfl 1916. Hnífurinn var með
blýhólk og á hóLkinn skorið' fanga-
mark Þorsteins. Um vorvertíðina
var Þorsteinn háseti á botnvörp-
ungnum R^n, og einu sinni seint í
júní, þá er skipið var á veiðum vest-
ur á Álfsibrún (út af Aðalvík), bar
það við, að háseti einn er var að
gera að aflanum, kallar undrandi
upp: “Hver á hníf?” og heldur á
loft flatningshnfif, er hann þá hafði
fundið í maga stórufsa, sem hann
var að fara innan i. Þorsfceinn sér
hnffín og ansar: “Eg á hann”, og
segir frá hníifniun sfnum um vetur-
inn á Albatros. Skipstjóri tekur þá
við hnffnum og spyr Þorstein, hvort
liann geti helgað sér hnffinn og seg-
Lst hann geta það, því að fanga-
iraark sitt eigi að vei-a á ihonum og
stendur það heima; fékk þá Þor-
sfceinn hnífinn sinn aftur, eftir 8—9
vikna dvöl í ufsamaganum. Var
hnífurinn (sem er 25 cm. langur) ó-
breyttur, nema biaðið var orðið
svart. Einhver þroti kvað 'hafa
verið kominn f maga ufsans, sem|
annars leit út fyrir að hafa verið
við sæmilega heiiisu.
Þorsteinn hefir nú gefið náttúru-j
gripasafninu hnífinn og er hann
þar til sýnis. almenningi.”
Sem dæmi um góða matarlyst há-
karlsins, tilfærir sami höfundur, að
í maga hákarls er veiðst haifi í Eyja-
firði hafi verið stór blöðruselur,
nokkurir þorsikar og nokkur h'á-
karlsstykki, og í öðrum, selur á
stærð við uxa og 14 þorskar. Enn-
fremur að í einum “14 feta löngum
hákarl haifi fundist heill látursselur,
8 stórir þorskar, ein fjögurra feta
ianga, 1 flyðra og nokkur hvalspiks-
stykki” og má segja, að ihann hafi
verið fremur mafcheill hákarlinn sá.
ISLANDS FRÉTTIR
Þjófnaður xvar franiihn á Stað í
Hrútafirði í byrjun marzmánaðar í
vetur. Varð norðanpósturinn þess
var, er hann f þriðju póstferð koin
að Víðimýri að sunraan, að póst-
poka einn er til Sauðárkróks áttl
að 'fara, vantaði. í i>oka þessum
voru sex peningabréf með samtals
kr. 5,324.92 og 16 ábyrgðarbréf. Það
var þegar talið víst, að pokinin
hefði glafcast á Stað, og var ibrátt
hafin rannsókn f málinu. Eitthvað
fanst úr pokanum út með Hrúta-
firðinum, fljótle.ga eftir að pokans
var saknað, og var þá farið að leita
og margir menn í leitinni, en einm
þófcti ifundvísastur og fann banka-
seðla í fylgsnum hér og hvar. Féll
grunur á mann þenna, um að hann
hefði stolið pokanum og hefir hanm
nú meðgengið «það. Hann heitir
Jón Elíasson og var vetrarmaður á.
Stað í vetur. Eftir tilvísun hans;
hafa fundiist aftur kr. 3,170 af pen-
ingunum, en bréf, sem í voru 20
þundrað króna seðlar, hafði hann
brenfc og sömuleiðis öll ábyrgðar-
bréfin. En af peningunum vanfcar
þá að eins auk þessara 2,000 kr., kr.
154.92, sem »on ætti þá að hafa eytt.
Ullarverðið hjá Kaupfélagi Ey-
firðinga segir Dagur að hafi orðið
kr. 3.55 síðasta ár; 25 aura uppbót
var veit á verðinu á aðalfundi fé-
lagsins. Gæruverð er enn óákveðið,
en búist við því að 40 uppbót verði
veitt á því.
Njörður hafði selt afla sinn f Eng-
landi 1 sfðustu ferð sinni fyrir um
8500 sterl. pund.
Nýir
kaupendur
fá Heimskringlu til áriloka
fyrir $1.00
----------------------/
VANTAR: STÚLKUR og DRENGI
Nú er tíminn fyrir hundruð af drengjum og stúlkum
aS undirbúa sig fyrir Verzlunarstörf. Innritist í
Success Business College nú strax. Dag og kvöld
skólar í Bókhaldi, Reikningsfærslu, HraSritun (Pit-
man eSa Gregg), Vélritun, Ensku, Reikningi, Skrift,
‘Comptometer’ og ‘Burrough’s Calculator.’ — Ein-
staklings tilsögn veitt af 30 æfSum kennurum. StöS-
ur útvegacSar aS afloknu námi. Skólinn opinn alt
áriS. Innritist hvenær sem er. Árleg tala stúdenta
vorra (þrisvar sinnum fleiri en á öllum öSrum verzl-
unarskólum í Winnipeg til samans) er næg sönnun
um yfirburSi og vinsældir Success skólans. —
PHone Main 1664-1665.
The Success Business CoUege,
Portage og Edmonton. LIMITED Gegnt Boyd Block
Til þeirra, sem
auglýsa í Heims-
kringlu
Allar samkomuauKiyirinrar kosta 26
ots. fyrlr hvern þumlung dálkslengdar
—I hvert skiftl. Engln auglýslng tekin
i blatSlh fyrir mlnna en 26 cent.—Borg-
Ist fyrirfram, nema öVru vísl sé um
samio. /
ErfllJöV og æflmlnnlnrar kosta 16e.
fyrir hvern þuml. dálkslenrdar. ET
mynd fylgir kostar aukreltis fyrir ttl-
búnlng á prent "phote"—oftir starö.—
Borgua verttur atS fylgja.
Auglýsingar, sem settar eru I blatHti
án þess atS tlltaka tímann sem þær eíga
atS birtast þar, verta ab borgast ug>p atS
þslm tlma sem oss er tllkynt atl taka
þær úr blaíinu. \
Allar augl. vertSa atl vera komnar á
skrtfstofuna fyrlr kl. 12 A þritSJuúag til
blrtlngar i blatsinu þá vlkuna.
The Vlklng Preas, I.td.